Heimskringla - 29.02.1912, Síða 5
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 29, FEBR. 1912. 5.
Opna bréfið og
S. Thorvaldson í
Hkr. 18. jan.1912.
Eír vil biðja. herra ritstj. Heims-
kringlu að ijá eítirfylgjandi línum
rúm í sinu heiðraða blaði.
Eesendum Heimskriuglu ætti að
vera minaisstæð grein, er birtist í
Hkr. 18. jan. þ. á. eítir herra Svein
Thorvaldsson, núverandi oddvita
fyrir Bifröst sveit. Hann þjáist af
þeim sorglega misskilningi, að
hann sé að ræða þar um sveitar-
pólitik, og lætur sem sér þyki
slæmt að gera hana að blaðamáli.
En svona grunnhygginn hefði ég
aldrei imyndað mér Svein, að hann
hygði sig þar ræða sveitar pólitik
í svaci sinu móti opna bréfinu, er
éjr ritaði í Lög.berg, 28. des. síðast-
lið. Fyr mætti v,era flónskan. J>ví
eins og allir geta séð, þá er hun
um mig persónukga.
Eg vil um leið og ég byrja, biðja
menn að lesa opna bréfið frá mér
til Stefáns Guðmundssonar, í Lög-
bergi 28. des. síðastl. þar má sjá
staðhæfingar mínar um Svein og
hans athæfi. J>ar tek ég fram, að
hann sé lagalega brotlegur og
fleira, og lesi menn svo svar hans
•og sjái, hvað karlmannlega hann
ber af sér þær sakir. Ekki með
•einu orði, eins og ekki var von,
því hann vissi, að það var ekki til
neins. Hann vissi, að mér er ekki
ókunnugt um háttalag hans. það
er ekki með öllu hættulaust fyrir
hann, ef fólkið segist ætla að íá á
hann rannsókn og afla honum sekt
éða fangelsi, þá veit hann hvað
það þýðir.
Mönnum til upplýsingar læt ég
hér fylgja lagagrein þá, er nær yfir
brot Sveins :
MUNICIPAL, ACT.
Sectinn 5 5.
When any person, being a
member of the council of any mun-
icipality, is or becomes whilst
holding office directly or indirect-
ly a party to or interested in any
contract with or on behalf of such
municipality, such person shall be
liable ipso facto to forfeit his sieat
and upon conviction by any justice
of the peace to a penalty of not
less than fifty dollars nor more
than one hundred .dollars and costs
and in default of payment to im-
prisonment for a space of not less
than fifteen and not more than
thirty days.
Til þægilegheita fyrir þá, sem
ekki skilja ensku, set ég greinina í
íslenzka þýðingu :
sveita-lög.
5 5. g r e i n.
Ef nokkur sá, sem stendur í
sveitarstjórn nokkurar sveitaT, er
•eða verður í sinni embættistíð,
beinlínis eða óbeinlínis hluttakandi
í nokkrum viðskiftum við eða af
hjálp slíkrar sveitar, sá hinn sami
■skal skoðast sekur og tapa sæti
sínu, og reynist liann sekur fyrir
hvaða friðdómara sem er, borga
sekt, er nemi ekki minna en $50.00
og ekki meira en $100.00 og máls-
kostnaði, og sé ekki féð greitt, þá
fangelsi, er ekki sé minna en 15
■dagar og. ekki meira en 30 dagar.
Bæjarráösmaðurinn í Winnipeg,
eem gagði af sér í vetur, var ekki
sekur. að hundraöasta parti á móti
Sveini mínum.
þar sem Sveinn, fuglinn, er oð
bera mér á brýn, að ég hafi ekki
vit á sveitarmálum, þá fellur það
um sjálft sig minsta kosti í aug-
tim þeirra, sem þekkja mig. Hefði
ég ekki meira vit enn Sveinn á
sveitarmálum, væri ég sannarlega
aumur maður. Áðttr en þessi höf-
uðskepna fæddist inn í þennan póli-
tiska heim, var ég búinn að vera
oddviti í Gimli sveit, áður en
sveitinni var skift í tvent, og þá
liafði enn ekkert heyrst um fæð-
ingu þessa stórmennis. það var
þó getið um slíka viðhurði á þeim
dögum (jafnvel þó ekki fæddist
nema sauður). þá vissi enginn
pólitiskur flokkur af honum, og
sjáffur var hawn víst ekki búinn að
fá nema smjörþef al þessum heimi,
þó nú sé hann að reyna að kom-
ast í skóna mína, sem honum
gengur svo hörmulega. Gai Mr. G.
Thorsteinsson mér þann vitnis-
burð, að ég hefði stjórnað Gimli
sveit með snild og komið fjármál-
um hennar á traustan grundvöll.
V.erður Sveini ekki unt að hnekkja
orðum Guðna. Hann ketnst aldrei
með sínar löngu ta>r, þangað sem
Guðni hefir sína hæla„ hvorki með
djúphygni og dómgreind í því er
I snertir stjórnmál eða nokkuð ann-
að.
j Ég kom á bróðurlegri samvinnu
j i nefndinni, svo að það var allra
hlutverk í sameiningu, að koma
málum í gott horf í heild sinni.
]>essi aðferð reyndist vel, og ég
j naut vináttu og trausts þeirra, er
tneð mér unnu. það var alt annað
íyrirkomulag hjá Svemi oddvita
fyrir Bifröst 1911. þar var málum
! stjórnað með hroka, ofbeldi og
rússneskri einokun. þar var Sveinn
■eini maðurinn og hinir aðrir ttnnu
sér til friðar, að lofa honum að
j ráða. það er farið að bera á sama
hrokanum allstaðar á mannamót-
um, og vekur mesta hneyksli og
viðbjóð-
Sem sýnishorn af vinnuaðferð
Sveins, set ég hér útdrátt úr sam-
þvkt, er gerð var af Bifröst stjórn
14. okt. 1911. Er. nr. 119 á bls.
243 í dagbók nefndarinnar :
‘‘And further that the distribu-
tion of such moneys as made by
the R e e v e be accepted. Car-
ried”.
A íslenzku :
Og ennfremur, að útbýtingin á
því fé eins og oddvití hefir þegar
ráðstafað sé tekin gild. Samþykt.
Samþyktin sýnir 9 vildavini
Sveins, sem hann er búinn að
vcita þessi $1500-00, sean voru ald-
rei veittir af stjórninni. Kemur
svo Sveinki með það fyrir fund og
lætur samþykkja það, án þess að
leita eftir samþykki hinna, eíns og
þessi samþyk ber með sér. Slíkt
er nú stjórnaraðferð Sveins í Bif-
röst. Hitt atriðið um beint laga-
brot af Sveins hálfu verður lætur
tekið fyrir síðar. lín hefði nú
Sveinki haft nokkurn sncfil af
sómatilfinningu, þ.á hefði hann sagt
af sér eins og ærlegnr maður á
meðan mál hans var rannsakað. —
Ilin sakar-atriðin eru í stuttu
máli þessi : að hann hafi
bednllínis verið hlut-
takandi í viðskiftum
við sveitina fyrir eig-
in hagnað. Hann ekki einasta
seldi sveitinni efni, heldur gerði
hann það á cigið umdæmi, o,g er
meðráðendur stungu upp á að
gera tillögu tim, að það væri gefið
til uppboðs, sagði hann að það
væri búið. þar voru svík í tafli.
það værí ekki úr vegi, til frekari
áréttingar„ að benda á bréfið frá
B. Marteinssyni, skrifara og fé-
hirði sveitarinnar. það bréf er sett
eins og mátti búast við því af
honum, hárrétt og ber saman við
það, sem ég sagði í Löghergi.
það vottar um það, að ég hafi
látið þessa $1000.00 ganga i gegn-
um féhyrzlu sveitarinnar. það er
lúalegt að eltast við svona
endaleysu Sveins í Biköst, þvi
)>egar ég er búinn að taka það
lram i Lögbergi, þá fer hann að
röíla i móti því, en sannar svo
sjálfur alt með mér að lokum. —
þetta bið ég alla vinsamlega að at-
huga og lesa bæði bréf mitt í Lög-
bergi og bréf B. Marteinssonar í
Hkr., og dæma svo mál okkar
Sveins þar eftir..
Viðvíkjandi fjárveitingum, $591,-
13 og $652.00, til vegavinnu, eins
og ég gat um í Lögbergi, þá
I stendur sá sannleiki óhaggaður,
eins og ég skýröi frá á fundunum,
! að við B. L. Baldwinson fengum
j þe&sar upphæðir hjá Hon. R.
j Rogers, ráðggafa opinberra verka.
j það var nokkuð hart verk, að fá
I peninga á þeim dögum ; Við þurft-
í um þrjár ferðir til ráðgjafans áð-
ur en það gekk. Ég talaði um
þetta við Hon. R. Rogiers í jan-
úar, áður eai hann fór til Ottawa.
i Var honum þetta alt vel kunnugt,
og lofaði hann mér að segja berra
Sveini frá því, ef hann vildi vera
1 tvo lítillátur, að grenslast eftir
því. Nú getur Sveinki skrifað Hon.
i Rogers um þetta mál og mun þá
: ráðgjafinn skýra honum frá, að
hann hafi veitt þessa peninga fyrir
ítrekaða ibeiðni okkar Baldwinson-
| ar„ Eg vona, að Rogers hafi ein-
. urð á að svara Sveini, enda þótt
I hann sé orðinn stór, voldugur og
up.o með ser.
Eg vona nú, að lesendum sé orð-
ið ljóst, hvaða slúöwr að Sveinn
hefir farið með í greinar-ómynd
sinni. En ástæður eru til alls.
Hann er argur yfir Iirakförum sín-
nm á fundunum í vetur. það á-
sækir harm einhver gremja.
E(g endurtek hér það sem ég
sagði fyr, að Sveinki verður ekki
svo gamall, að hann taki mér
fram, að starfsemi og iram-
kv.æmd.
Nú er ég búinn að bíða eftir
Sveini nærri 2 mánuði, að hann
komi með forsvörun fyrir sjálfan
sig, móti þvi, sem ég bar á hann,
í bréfinu til Stefáns Guðmundsson
ar. Eg bið almenning að dæma um
þctta mál.
Svieinn hefir aldrei sýnt meira
vit en t því, að þegja um þennan
glæp sinn, reyna ekki að hera neitt
á móti, því sökin er sönn ; en með
því að þegja, gæti hún fallist í
gleymsku. En það er ekki alt búið
— það er abt eftir enn. það er eft-
ir að rannsaka þetta sakamál,
bréfmálið, vegabó.tamálið, o. fl.
það þarf aö -setja nefnd að finna
út, hvernig bréf hverfa af skrif-
stofunni, án vitundar skrifara.
það þarf aö vita, hver er þ j ó f -
nr í þessu atriði. það þarf að
setja blóðhunda á spor bófanna,
taka þá höndum, ílengja litlu bóf-
ana, en hengja hina.
fig hefi lofað Sveini því og þess-
um fjórum samsæris-bræðrum hans
að veita þeim gætur, og verði þeir
ekki allir teknir fyrir, þá skulu þó
sumir af þeim fá refsingu, að ó-
gleymdum fyrirlitlegum dóna,
kvefsnum slúðurbera, títt frómum,
með öðrum fleiri álika dygðum.
Allir þekkja hann.
Mr. Thorvaldsson dregur dár að
mér fvrir að þakka fyrir lausnina
víð oddvitastöðuna. Eg þakka
þeim, sem skoruðu á mig að sækja
fyrir tiltrúna, er þeir sýndu mér.
En ég þakka þeim, sem ekki gáíu
mér atkvæði, fyrir að losa mig frá
að þurfa að taka við sveitinni,
eins og hún þá var útleikin eftir
hina sómasamlegu r á ð s -
m e n s k u Sveins. það var fyrir
annara áskorun, að ég gaf kost á
mér, en ekki af eigin hvötum. það
er ekkert hagsmuna spursmál, að
komast í oddvitastöðuna ; eins og
llestir menn geta skilið, þá hefði
ég haft nokkru að tapa en ekkert
að græða, oddvitastaðan hefir ald-
rei reynst mér féþúfa.
Ég þykist mega draga út úr
orðum Sveins, að hann sé farinn
að reka minni til, að það sé ‘‘Loc-
al Option” í Bifröst. Betra er seint
en aldrei. En hvort hann hagnýtir
scr þann fróðleik að sama skapi,
læt ég ósagt. En honum hefði
komið vel sá fróðleikur við ýms
tækifæri í fyrra vetur, eins nú í
vetur, eftir almenningsdómi, og
guðs mildi var það, að ekki hlut-
nst fleiri slys af því minnisleysi.
það getur verið hættulegt fyrir
heilsuna, að liggja úti utn há vet-
ur . fyrir þá ástæðu að hafa van-
rækt skyldu sína og fótum troða
‘‘Local Option”, og liggja svo þar
fyrir hunda og manna fótum, og
svo mikil fyTirlitning þeirra, er
næst stóðu, að engin hjúkrun var
fáanleg. þá komu til líknar Bakk-
usar bræður og báru tíkið upp á
loft. Síðan höfðu þeir blásið í nas-
ir hans anda Bakkusar, og lifnaði
þá líkið við, samanber við pólit-
isku snekkjuna, þar sem alt af er
siglt í kafi á hundavaði heimsku
og hroka.
Ég svara ekki framvegis neinu
rugli úr Sveinka, og hreint ekki„
nema hann hafi eitthvert málefni,
sem snertir almenning. — Um leið
og ég slæ botninn í þetta, þá
þakka ég Öllum löndum minum
fvrir alla velvild og alt gott, og
bið alla að muna eftir þvi, að
bvrjunin er frá Sveini.
S. SIGURDSON.
HLAUPÁRS DANS.
Undir umsjón nokkurra mcðlima
íslenzku ‘‘Oddfellows” reglunnar
verður haldið 29. febr. 1912 í
Qoodtemplars Hall, McGee St. og
Sargent Ave. Ágætis hljómleika-
flpkkur (Orchestra). Alt hefir ver-
ið undirbúið, sem best má verða
Ilfinsinum stjómar herra Victor
lþ Andfrson. Komið í- tíma til að
njóta, allrar skemtunar, því 4 ár
er.u til næsta hlaupárs. Dansinn
byrjar stundví&legia kl. 8 e. hád.—
Inngangur 5Öc fyrir parið, 25c fyr-
ir. kvenfólk. Nefndin.
Dánarfregn.
Sturla Björnsson.
Svo sem getið var í síðasta
blaði, lézt hér í borg þann 16. febr-
ar 1912, Sturla Björnsson Frímann
eftir 5 mánaða nýrnasjúkdóms-
þjáningar, 77 ára gamall.
Ilann var fæddur að Sauðafelli í
Miðdölum í Dalasýslu 4. ág. 183 .
þegar hann var 29 ára gamall,
k.vongaðist hann nngfrú Margrétu
Sigurðardóttur, Gíslasonar, frá
Saurum í Helgafellssveit í Snæ-
fellsnessýslu, árið 1864, og voru
þau hjón jafnaldrar. 1 hjúskapnum
eignuðust þau 4 börn ; af þeitn
mistu þau 17 ára gamlan son á
Íslandi, en fluttu með hin 3 börn
sín til Canada árið 1893, og
bjuggu jafnan síðan í Winmipeg. —
Eftir lifa ekkjan og börnin þrjú :
Sigurður Hjörtur Frímann, kvong-
aður, hér í borg ; Á&gerður, gift
Lárusi Frímann, bónda í Pine Val-
ley bygð, og Etín, ógift, hér í borg.
Sturla sál. var hæglætismaður,
prúðmenni í hvívetna, gáfaður,
fróður og prýðisvel hagmæltur.
Blöðin Norðurland og þjóðólfur
eru að heiðni hins látna beðin að
geta um fráfall hans.
ISLENZKAR BÆKUR
Eg undirritaður hefi, til sölu ná-
lega allar íslenzkar bækur, sem til
eru á markaðinum, og verð að
hitta að Lundar P.O., Man.
Seodið pantanir eða finnið.
Neils E. Hallson.
Góð herbergi til leigu hjá ís-
lenzkum hjónum, skamt frá Winni-
peg Theatre, með húsbúnaði eða
án ; mjög ódýr. Hkr. vísar á.
9 1 afturelding.
— Lagði við nóttina Ijóssins beisli ■ Hljóma orð á hugar öldum
lifandi morgun-sólargeisli, hjartanBmál frá liðnnm öldum
svartasta myrkrinu svifti frá endalaust frá óði horfnum
sveipaði gulli lönd og sjá. ómar lff á fögrum momum.
í, cinnm ljóma Svo hrffur hjarta
alt ur dróma — hönd ins bjarta
dagur leysd. sólararms.
Skín f austri’ ’á skugga vegji Ég vil á ástar fyrsta fund
skifti’ f sundur mótt og degji, fara ’á morgun roðans stund.
sólarfoss frá brattri brún Eg vil eiga allan dag
breiddist yfir engi’ og tún. upprás bæði og sólarlag.
í, einum Ijóma Er dagur deyr
alt úr dróma — dulinn þreyr —
dagur leysti. sá næsti.
HljXlmuk Hlenni.
ja £
Concert
Sðngflokknr Tjaldbúðarsafnaðar heldur Concert
þriðjudaginn 5. marz, er hefst kl 8. að kvöldi.
PROGRAM.
1. Sðngflokkurinn.....Skðgarvísa (Mendelhson)
2. Quartette................. Syngið við hðrpu
Me9srs: Stefánsson. Björnsson, Björnsson and
Thorólfsson.
fl. Vocal Solo................................
Miss Oliver
4. Söngflokkutinn: Ilail, smiling morn. (Stafforth)
5. Piano Duet.................................
Missis Olson and Baldwinson
6. Vocal Solos:
(a) Sofðn vært min væna(Wetterling) H. Tborólfs.
(b) Eg mynnist þfn............(Julie Zatein)
7. Ræða.......................................
Fr. J. Bergmann
8. Quartette............fsland (8igf. Einarsson)
Messrs: Stefánsson. Björnssou, Björnsson and
Thorólfsson.
9. Söngflokkurinn... ......Lift np your Heads.
(Gunnar Weruerberg)
10. Violin Solo................................
Baldur Olson
11. Vocal Duet .......... .Fíow Gentle (J. Paiiy)
Miss Oliver and H. Thorólfsson
12. Söngflokkurinn....Mooidight (W Tbompeon)
Aðgangurinn kostar 25c.
7f
S v I v í a 155
svo ‘•áflogamaiðnrínn’ lagði stóru hendina sína á
m.imn henníir og sagði :
‘Hættu þessum skrækjtim, Meth. Við megum
ekki gera þá foreldralausu hrædda’ — hann meintí
Sylvín — Segðu hcnni lempilega frá þessu óhappí,
og láttu hatia ekki sjá hann’.
‘þá foreldralausii ? Sylvíu?’ hrópaði Mc.th.
‘Asnar, vitið þið ekki, að hún er farin líka. þau
urðu samferða. Funduð þið hana ekki?’
Mennirnir litu hvor á annan, alveg hissa.
‘Sú foreldralausa líka farin ? það er þrællinn
hann Lavorick, sem er með í spilinu’, sagði Locket,
‘en nú verðurðu að gæta hans meðan við sækjum
læknirinn. Eg held haun sé ekki datiður’.
‘Nú, þíð haldið það ekki?’ sagði Meth, ‘en cf
■liann er búinn að missa Sylvíu, þá vill hann heldur
vera dauður en lifa’.
Doc hafðí líkað vel við Neville, og flýtti sér því
einsog hann gat til hans.
það varð mikið uppþot í þorpinu, þegar menn
heyrðu, að ræningjarnir hefðu iuið Sylvín.
Aður en hálfur tími var liðinn fóru 8 af rösk-
ustu mönnumtm að leita Lavoricks, en hann var þá
kominn langar leiðir i burt. Ef þeir hefðu farið til
Wildfall, þá hefðu þeir fundið Sylvíu.
Doc hepnaðist að vekja Neville til lífsins aftur,
en þegar hann leit í kringum sig og sá Sylvíu hv.ergi
og varð þess vis, hvað hann hafði mist, íékk hann
óráð og hitaveiki. það þurf.ti þrjá menn til að
halda honum, þegar óráðsköstin gripu hann, og á-
valt kallaði hann á Sylvíu.
‘þetta er það versta starf, sem ég hefi orðið að
inna af hendi tim langan tíma’, sagði Lockct, þegar
eitt óráðskastið í Neville var um garð gengið. ‘Ef
þér hepnast að láta hnnn lifa, Doc, þá verður það
156 Sögusafn Heimskringlu
til þess, að við meguim senda hann á eitthvert vi,t-
skertra hæli’.
‘það er af þvi, að hann hefir mist stúlkuna’,
sagði Doc. ‘þegar hanw fær mcðvitund aftur, er
bezt, að þið séuð ekki til staðar. Ef við verðum
að ljúga að honum til að friða hann, þá er bezt að
láta mig einan um það’.
Læknirinn hafði nógan tima til að smiða lyga-
sögu, þvi Neville lá í óráði í hálfan mámið, og
þegar hann kom til sjálfs sín aftur, voru fyrstu orð-
in hans :
‘Sylvía — hvar er hún?’
‘Nú, þcr eruð þá kotninn til meðvítundar aftur,
vinur minn’, sagði Doc, ‘þér hafið verið mjög svo
veikur’.
‘Hvar er Sylvía?’ spurði Neville aftur.
‘Kærið yður ekkert um hana. Henní líður vel.
Við urðum að senda hana burt, meðan óráðið var
sem verst í yður, hún þoldi ekki að heyra það né
sjú’.
‘það er lygi’, stundi Neville upp og reyndi að
risa á fætur. ‘Hún er hjá Lavorick. Lofaðu mér
að fara af stað’.
Læknirinn kallaði á Locket og ‘áflogamanninn’,
sem strax komu inn ásamt þriðja manni, sem var
nýkominn til þeirra.
’llann er að missa ráðið’, sagði Doc.
‘Standið þið kyrrir’, sagði Neville, ‘ég er ekki
brjálaður. Ifive lengi hefi ég legið hér ? Lofið mér
að standa upp og reyna að finna hana’.
‘Standa upp. það er ómögulegt. þér getið
það ekki fremur en nýfætt barn. Ef það er Sylvía,
sem þér eigið við —’ sagði Doc.
‘Bíðið við’, sagði ókunni maðurinn. ‘Eg hefi
ýmislegt að segja ykkur. það eru undarleg atvik
S y l;v í a 157
þetta, þegar maður, sem er dáinn og líka grafinn,
getur talað þannig’.
‘Dáinn?’ endurtók Doc.
‘Já’, svaraði gesturinn. ‘Við jarðsettum þenna
mainn fyrir meira en tveim vikum síðan, — við jarð-
settum hann í skóginum þarna’.
‘Hvaða rugl er þetta, sem ]>essi maður segir?’
ságði Neville, og settist upp til hálfs. ‘Segðu mér
frá Sylvíu. Segðu mér sannleikann’.
’Ef þér eigið við ungu stúlkuna, sem þrællinn
hann Lavoric náði í, þá er hún lifandi og vel frísk,
— að minsta kosti var hún það, þegar ég sá hana
síðast’.
Neville settist nú alveg upp í rúminu.
‘Lofið þið mér að fara til hennar’, sagði hann
glaðlega. ‘þér ljúgið ekki eins og hinir. þetta er
sannleikur’.
‘þetta er satt’, sagði maðurinn. ‘En hvað það
snertir, að finna hana, þá getið þér það ekki, þó
þér væruð ferðafær, — sem þér eruð ekki. Hún
yfirgaf þorpið fyrir meira en viku síðan’.
‘Yfirgaf þorpið ? Hvaða þorp?’ spurði Neville.
“Wildfall’, svaraði maðurinn. ‘þattgað var hún
flutt, þegar enski lávarðurinn náði lienni frá Lav-
orick’.
‘Wildfall, — enskur lávarður?’ stamaði Neville.
;Eg — verið þér þolinmó-ður við mig, segið þér mér
alt, með hægð. Eg er svo slæmur í höfðinu og
lijartað berst svo, — alveg eins og það ætli þá og
þegar að springa’.
‘það atvikaðist þannig’, sagði hann stillilega :
‘Herflokkurinn okkar kom í skóginn rétt á eftir að
Lavorick hafði slegið yðitr i rot. þeir skutu níu
menn af ræningjunum og náðu stúlkunni, en Lavor-
ick slapp, til allrar ólukku. þeir fundu yður ekki,
158 Sögusafn Heimskriiiglu
en í stað þess ungan mann, sem var í treyjunni yð-
ar, liggjandi hjá trjánum, og —’
‘Vesalings Sylvia’, stundi Neville upp.
‘Já, þa.ð var erfitt fyrir hana ; en hún gat ekki
ímyndað sér annað. Hún Rkk treyjuna yðar, eins
<>g þcr skiljið’.
‘Já, já’ stundi Neville, ‘haldið þér áfram’.
‘þegar henni bötnuðu veikindin — og hún var
langt leidd — og þar eð hún hélt að bróöir sinn væri
dáinn, þáði hún boð enska lávarðarins og fór með
honum og Alercy Fairfax ; og það cr ágætur kven-
maður, skal ég segja yður, þér þurfið ekki að vera
hræddur um stúlkuna í umsjá Mercy Fairfax. Og
lávarðtirinn er göfugmenni og hetja líka’.
‘Hvert fóru þau?’ spurði Neville að litilli stundu
liðinni.
‘það veit é,g sannarlega ekki’, svaraði maðurinn
frá Wildfall. ‘Fvrst fóru þau til Ballarat ; en
hvert þau fara eða hafa farið þaðan, það er tnér
óljóst. En að stúlkan er í góðum höndnm, það er
aredðanlegt, og þ<r þurfið engan kvíða að bera fyrir
lienni. Reynið þér nú að ná heilsu aftnr, og þegar
þér eruð orðinn frísknr, þá getið þér farið á eftir
henni, þó slíkt sc vanalega títils virði’.
‘það er samt rétt að gera það’, sagði Doc. ‘En
nú verðið þið að fara. Komið þið nú’.
Neville var nú látinn eiga sig með sínar htigsan-
ir. mann var mjög glaður yfir því, að Sylv'a var
óhult, en samt saknaði hann hennar.
Hann vissi, að maðurinn hafði rétt fyrir sér, að
henni leið betur nú, en samt átti hann bágt með að
vera þakklátur.
Fregnin um óhultleik Sylviu gerði honum meira
gagn, en lyf læknisins, svo honnm batnaði sr*vtt og
smátt.