Heimskringla


Heimskringla - 27.06.1912, Qupperneq 7

Heimskringla - 27.06.1912, Qupperneq 7
I HEIMSKR.INGLA WINNIPEG, 27. JÚNt 1912, 7, BL3, ' mmam KAUPIÐ lOc ‘PLUG’ AF Currency CHEWING TOBACCO OG YERIÐ GLAÐIR. Vor. Nú fujrlar kátir kvaka og kyssir bergið foss, Nú er vetur vikinn og vorið heilsar oss, Nú leyst er elfa úr læöing og léttan stígur dans, Nú eru fjöllin farin aö fá sér grænan krans, Af sér lítill lækur líka böndin sker ; meö yndislegum hlátrí til Unnar ílýtir sér. Nú frjáls er fagra lindin, feröamannsins hnoss ; þá hann fer um fjöllin hann fær hjá henni koss, Eff sat- hjá þér á sumrum svala lindin mín ; ég- elska ojr man til enda ástarljóðin þín. Nú hnípnar eikur hefja sitt höfuð móti sól, ojr enn þá einu sinni þær eijrnast g>rænan kjóL Og grátviðar-hríslan g-ranna, er ^rét ojr rejmdi margt; þótt sé hún lájr á leggjum hún líka býst í skart. Ntx grænkar grasið bláa og græðir beran hól, þar áður á úrgum vetri ýlustráið gól. Nú fara öll blessuð blómin, að bregða vetrarblund. það hjartans sviða sefar, að sækja þeirra fund. þatt sál vora hefja hærra, þó hljótt þau tali mál ; þau brosa blítt við okkur, — það bros er laust við tál. Hlustum á fugla hljóminn, þeir hjartans talá mál; latum litlu blómin lyfta vorri sál. Blíðheims dísir bjartar nú bera ástar koss. Nú er vetur vikinn og vorið heilsar oss. R. J. Davidson. Hiálpin bezta. Margt hefir verið rætt og ritaö hér í vestur-islenzku blööunum okkar Lögb. og Hkr. um samskot til sifjaliðs manna þeirra, er sjó- dauðir hafa orðið heima umhverfis strendur ættlands vors Islands á sl. vetri. Og margt hefir þar verið sagt frá báðum hliðum, sem við mikil sannleiksrök hefir að styðj- ast. Hve bágborin kjör skylduliðs manna þeirra, er druknað hafa heima eru, er mér auðvitað ekki fært að segja neitt um, en hkt vildi ég benda á, að það eru marg- ar fjölskyldur heima á Fróni, sem hjálpar þurfa, án þess að hafa orð- ið fyrir því slysi, að missa fyrir- vinnu sína í sjóinn eða svo var það fyrir 12 árum síðan, og svo mun það enn vera og verða, því er nú ver. Mér er að vísu kunnugt um, a8 stórfé er árlega sent frá Yestur- Islendingum til fátækra ættingja og vina þar hekna ; en þess sér víst lítt eða ekki stað, sem ekki er við að búast, svo að því leyti er eins og því fé sé á glæ kastað. Bezta hjálpin, sem Vestmenn geta veitt bræðrum sínum þar heima, er vitanlega sú, að hjálpa sem flestum íátæklingum til að komast hingað vestur. það er nú orðið kunnugt, að margir Vestur- íslendingar eru orðnir stórríkir menn, það er að segja, eftir ísl. mælikvarða, svo að þeir gætu og ættu að gera meira í þá átt, að hjálpa snauðum og þurfandi bræðrum sínum og systrum til að komast hingað vestur í þetta og frjóa allsnægta land, heldur en þeir hafa gert hingjjð til. það geta náttúrlega allir séð, að kærleiks- og manmiðar tilfinningin í þessu efni þarf að ná mikið lengra en til nánustu ættingja og vina ; ann- nrs verður nauðalítið ágengt, hvað hjálpina snertir. Margir eru vitanlega mér færari um, að koma með tillögur um, hvernig þannig lagaðri hjálp ætti að vera fyrirkomið ; gott ef að þeir vildu gera það. Sá, sem ekki \ ill vinna, á ekki heldur mat að fá. Á þessari gullvægu sannleikans setningu hafa Austur-íslendingar endaskifti ; að svo sé, gætir þú hæglega sannfærst um, vinur minn, hefðir þú verið staddur við mó- grafir nærri hofuðstað Isléndinga. þar gaf oft að líta konur ýmis- lega illa á sig komnar skjögra undir handbörum íermdum af blautum mó, stundum á móti efld- um karlmönnum. þær sýndu þess oft jregjandi merki, að þser höfðu ekki nóg til fæðu og klæðnaðar. Einnig mátti oft sjá þær þramma að o,g frá laugunum með stóra þvottabala á höfðinu og úttroðna tunnusekki á bakinu ; og svo ef þú komst niður að bryggjunum í hö.fuðstað landsins, þá sástu þær rogast undir fiskibörum, og einnig sástu þær þar kúgast áfram undir hálftunnusekkjum fyltum ýmist af salti eða hörðum kolum, og þess- ar þungu byrðar báru þær vana- legast á höfðinu og herðunum, og úr kolunum voru þær ámóta blakkar og Stiðurlanda negrar. — þær unnu þótt maturinn þeirra væri af skornum skamti. — Aftur á hinn bóginn gastu séð þar, ef þú aðgættir, ttrmtil af iðjuleysingjum í búðunum, drykkjukránum og á götum bæjarins. þeir unntt' ekki, en fengu samt mat. Já, vinur minn, ísland er sann- arlega auðugt af iðjulausum em- bættismönnum og ístrubelgjum. Jrað sætir því nær undrun, bve ntargir hafa kafnað úr offitu í jafn mögru, fámennu og fátæku landi. það er sannleikur, að iðjuleysið sé koddi djöfulsins. það hefir þegar komið nokkuð til orða, hv.að valda muni, að ýnÍsir íslendingar hafa ýmugust á þessti landi og atvinnuvegum þess. Eg hygg aðalástæðan sé sú, að í íslendings-eðlinu er 1ÍÍR5 af annari starfsemi en kvikfjárrækt og veiði- skap. þeir fella sig því margir illa við kornyrkju, að minsta kosti fyrst í stað. íslendingar eru lika margir vwukærir og latir að eðl- isfari, og þeim mönnum er auðvit- að verst við þau lönd og þær þjóðir, sem mest starfa. M. I. Enn um þjóðerni. Kæri ritstj. Heimskringlu. Viltu gera svo vel, að gefa tnér tækifæri tif að sýna, að ég jafn smávaxin, get svaraö spurn- ingu þeirri, er ég bað þig að svara og þú svaraðir með töluverðri fvrirhöfn. HaJðu þökk fyrir svar- ið, þó mér ekki félli það í geð að öllu leyti. þér finst að fullnægj- andi svar upp á þessa spurningu útheimti hugarbyltingar og orða- fjölda. Jafn stór karlmaður og þú ættir að geta svarað slikri spurn- iugu í fáum orðum, þar sem Htil kona getur svarað fullnægjandi með einni setningu. Mikið eða lítið persónugildi. — látið persónugildi hefir sá maður, sem er heimskur og fákunnandi ; en mikið persónugildi sá, sem er vel að sér ger, hvort sem líkam- inn er stór eða Htill. Og svo skapa lxáar stöður mikið persónu- gildi í, heimsins augum ; orð þeirra manna og kvenna, er hátt eru sett í mannfélagsstiganum, þvkja stórum verðmætari en þeirra, sem lágt sitja, þó þau séu það alls ekki í raun og veru. Jæja, vinur, þú hefir orsakað svo mikinn andlegan jarðskjálfta nú í seinni tíð, að hver sálarhver hlýt- ur að gjósa. þú hefir sagt lmndr- að orð eða rneira á móti mínu einu. Éig get ekki unað því, þegar um hjartans mál er að ræða, þar I sexu þú minnist á persónugildi, en í sambandi við æsing gegn Bret- | xxm. Iiér er urn skoðanir mönn- i um og málefnum að ræða, er lík- i xiinsvexti kemur ekkert við. Mig varðar ekki um hégómasýn lík- •amsaugna þinna. Skoðanir geta \ erið réttmætar, skynsamlegar og af géxðtxm toga spunnar, þótt þær , kotni frá sál, er býr í smáum lík- ama. Og það skal ég með áherzlu staðhæfa, að fólk það, er kuldann ber í brjósti til Breta, en hitann til þjóðernis síns, er hugsandi fólk og það horfir hærra og lengra en til leikhúsanna og'Eatons búðar- innar, til dæmis ; og þó ég sé ein af þesstt fólki, þá er þetta satt. Eg hefi kynst sögu Breta nóg til þess, að fá til þeirra óþægileg- an kala, sem ég ekki get litrj'-mt. Frá mínu sjóttarmiði er saga Br.eta engin fyrirmynd ; eftir því, sem hún er betur lesin, eftir því vex kalinn og_ gremjan ltjá hinum vmstt, sem aldrei hafa verið vinir Breta. — það er af mér að segja, að ég ltefi alið aldur minn mest i Bandaríkjuntim ; ég fann aldrei til , kala til þeirrar þjóðar eða stjórn- ar. Jtað betr ef til vill margt til þess. í sögu þeirra hefi ég ekki orðið vör við' neinn ósanngjarnan j'firgang ; svo er stjórnarfarið stór um betra enn sem komið er. þegar þú ert að tala um bless- aðan faðimiun, sem brezka veldið -.;retðir út á móti útlendingum, þá stöðvar þú blóðið í æðum mér,— svo gengur þú fram af m'ér. það er eins og þeir séu að miskuna sig yfir landflótta menn, ' þegar þeir ertt að tkka á móti því fólki, sem þeir eru að beiðast eftir og senda eítir. Hverjum er þægð i, að gróðurlaus landflæmi byggist? Er það ekki þeim, er yfir þeim ræður ? þá vantar eðlilega skatt- ana til að fita sig. Hvenær breiða Bretar út faðm sinn, nema 1 eig- ingjörnum tilgangi, þó þeir láti annað í veðri vaka? þeir, sem veita þeim nána eftirtekt og ekki ertt orðnir gegnbrendir af ást til þeirra, ættu að vera farnir að þeki-ja þá í gegnum skýluna. — Ilafa þeir ekki haft þetta land ttndir sig með yfirgangi og blóðs- | tithellingum ? Hefir ekki hnefarétt- | urinn jafnan verið hæstur hjá þeim ? Háfa þeir ekki -meÖ ágirnd sinni gert milíónir manna aðstoð- j arlausar, sem í sálarángist sinni í hafa hrópað og hrópa hefnd yfir stjórnina ? þau hróp hafa verið j lievrð. Hefndin er farin að gera vart við sig ; hún gerir það von- andi betur. Bretar þurfa að lækka seglin. — Hvað Islendinga snertir, j þá njóta þeir þess, að víkinga- j blóðið er orðið að vatni. Myndu j gömlu víkingarnir hafa unað því • til lengdar, að verai undirtyllur hjá enskri þjóð, í því landi, sem þeir, j íslenzku víkingarnir, fundu sjálfir ? þú ert vist oft búinn að heyra i það, að það var Islendingur, sem I fann Ameríku. Er það ekki blóð- tigt, að vera undirtj'lla á sínu eig- in íteimili? það er réttmætt og j göfugt dramb, að þola það ekki. En hvað er að tala um það. þeir, sem eru smáir vexti, verða nauð- ugir viljugir að líta upp til þeirra stóru. En sárast af öllu er það, að vilja ekki verða stór, þó tæki- færin séu nóg. það er einmitt ástæða til að kvarta um það, að Islendingar séu ekki nógu trúaðir á mátt sinn og megin, — því að sterk trú á mátt og megin megnar kraftaverk —. það er sorglegt. að finna þessa taugasleppu hjá þér gagnvart þjóðerni þínu og tungu. — Skil- ttrðu, hvað þú ert að gera? þú ert að reyna að ná börnunum frá móðurinni og gefa þau hórkon- unni. þú ert að reyna að myrða ást landa þinna til móðurmálsins og sinnar eigin þjóðar ; en glæða ást hjá þeim til annars tungu- máls og annarar þjóðar. Eg hika við, að kalla þetta göfugt, vinur. Jtað er orðin viðtekin regla hjá sumum, að kalla virðingu og ást til þjóðernis síns þjóðernis dramb. — Tæja, dramb er ágætt á sínum stað. Nú skulum við fara að tala skvnsamlega. — Viö skulum senda herör, sem kallað er, um gjörvalt ríki Islendinga og Dana, og draga að okkur lið mikið : Hver veit nema við gættim náð Canada frá Jóni bola, þó hann sé svíradigttr. Ef við sigrtim, þá skalt þú ná for- setastöðunni hjá okkur. — Mjmdi Jær þá ekki finnast betttr farið en heima setið ? Og ég ætti sannar- lega skilið, að sitja í senators- embætti ; þó ég sé ekki stór, kann ég að geta gefið notadrjúg ráð. Margt má enn segja viðvíkjandi þesstt stóra máli okkar, — en ég er hrædd um, að þú getir ekki risið ttndir meirtt. Eg bið þig að fvrir.gefa, þó ég sé íslenzk í htið og hár, — ég er af ramíslenzkttm komin. R. T. Davidson. KOSTABOÐ. Undirritaður hefir til aðlu: 10 lððir í Grolden Gate Park, réttvið Postage Ave. fyrir aðeins $10.00 fetið. Einnig nokkur “Cottages”. Nokkrar lóðir á Winnipeg Ave. & $0.00 fetið. Þetta tilboð stendur aðeins fáa daga. 2 lððir f Waverly Park, á $8.00 fetið. 15 lóðir Ferry Road $17, fetið, sem er gjafverð. Skrásetjið eignir yður hjá mér fyrir skjót-sðlu, FRANK O. ANDERSON 740 Toronto St. Phone: Garry 3154 “ Main 2312 EYÐING ROTTA OG MÚSA. Ef það væri alment vitanlegt, að ekki er neinn vandi, að hreinsa íbúðarhús, gripahús eða hverja aðra bvggingu af rottum o® mús- ttm með því að nota Gillett’s Lye, þá er vafasamt, hvort hægt yrði að btia til nógu mikið af því efni, til þess að mæta eftirspurn, að eins til þessara einu nota. Aðferðin við notkun þess er mjög einföld. Hún er sú, að dreiía dálitlu af efninu inn í og umhverf- is holurnar, sem þessar skepnur gera í gólf, þil og víðar ; og auk þessa er gott að nota þunt borð eitt fet á ltlið eða jafnvel níinna, °g að gera garð af L y e á röð- ttm þess, svo sem fjórungs þttml- ttng á dýpt, og innan í hringinn að láta kjöt eða ost. þegar rottur eða mýs reyna að ná fæðunni, brenna þær á sér fæturna og hverfa allar úr húsunum algerlega. J>essi aðferð er þess verð að reyna hana, og bezta Gillett’s Lye skvhli notað til þess. Neitið öllttm ódýrttm eftirlíkingum. 28-6 Agrip af reglugjörð am heimilisréttarlönd í C a n a d a Norðvesturlandinu. Sérhver manneskja, sem fjöl- I skyldu hefir fyrir að sjá, og sér hver karlntaöur, setn oröiuu er 18 I ára, hefir heimilisrétt til fjóröungs úr ‘section’ af óteknu stjórnarlandi t Manitoba, Saskatchewan og Al- berta. Umsækjandinn verður sjálf- ur að koma á landskriístofu stjórn arinnar eða undirskrifstofu í því héraði. Samkvæmt umboði og með sérstökum skilyrðum má faðir, móðir, sonur, dóttir, bróðir eða systir umsækjandatis sækja um landið fyrir hans höud á hvaða skrifstofu sem er. Skyldur. — Sex mánaða á- búð á ári og ræktun á landinu í þrjú ár. Landnemi má þó búa á landi innan 9 mílna frá heimilis- réttarlandinu, og ekki er minna en 80 ekrur og er eignar og ábúðar- jörð hans, eða föður, móður, son- ar, dóttur bróður eða systur hans.' 1 vissum héruðum hefir landnem- inn, setn fullnægt helir landtöku skyldum sínum, forkaupsrétt (pre- emption) að sectionarfjórðungi á- föstum við land sitt. Verð $3.00 ekran. Skvldur :—Verður að sitja 6 mánuði af ári á landinu í 6 ár frá því er heimilisréttarlandið var tekið (að þeim tíma meðtöld- um, er til þess þarf að ná eignar- bréfi á heimilisréttarlandinu), og 50 ekrur verður að yrkja auk- reitis. Landtökumaður, sem hefir þegar notað heimilisrétt sinn og getur ekki náð forkaupsrétti -(pre-emtion á landi, getur keypt heimilisréttar- land í sérstökum héruðum. Verð $3.00 ekran. Skyldur : Verðið að sitja 6 mánuði á landinu á ári í þrjú ár og rækta 50 ekrur, reisa hús, $300.00 virði. W. W. C O R V, Deputy Minister of the Interior. OKEYPIS BÓK UM MANITOBA AKURYRKJU og innflutninga deildin mælist til samvinnu allra fbúa fylkisins til þess að tryggja aðsetur í þessu fylki, nokkurs hluta þeirra mörgu innflytjenda sem nú koma til Vestur-Canada. Þetta fylki veitirjduglegum Jmönnum óviðjafnanleg tækifæri. - Hér eru þúsundir ekra af ágætu landi til heimilisrettartöku ásarnt með stórum land svæðum sem fást keyp.t á iágu verði. Margar ágætar bættar bftjarðir eru fáanlegar til kaups me.l sanngjörnujverði og aðrar bftjarðir fást leigðar gegu peninga borgun eða árlegum hluta uppskerunnar. Gróða möguleikinn f Manitoba er nákvæmlega lýst í nýju bókiuni, sem akuryrkju og innflutninga deildin hefir gefið ftt og sem verður send ókeypis hverjum sem um hana biður. Allir þeir sem láta sér ann,t um framfarir Manitoba ættu að senda eintak af bók þessari til vina sinr\a og ætt- ingja f heimalan lsins, ásamt með bréfi um lfðan þeirra og framför hér. Slfk bréf ásamt með bókiuni nm “Prosper- ous Manitoba” mun suglýsa þúsundum komandi inn- flytjenda kos(i þessa fylkis. Skrifið f dag eftir bókinni til undirritaðra sem svo senda yður hana tafarlaust, J. J. GOI.ÐKN. Deputy Ministter of Agriculture, Winnipeg Manitoba JOS. BURKE, 178 Lo(/an Aeenve. Winnipeg, Manitoba, JAS. HARTNKY, 77 York Street, Toronto, Ontario J. k\ TENNANT. Gretna, Manitoba. W. IV. UNSWORTH, Emerron, Manitoba; og allra nmboflsmanna Dominion stjórnannnar ntanríkw. JON JÖNSSON, járnsmiöur, aC 790 No*re Dame Ave. (horni Tor- %>nto St.) gerir við alls konat katla, könnur, potta og pönnur fyrir konur, og brýnir httífa og skerpir sagir fyrir karlmenn. — Alt vel al hendi leyst fyrir Htla Með þvt aö biöja œfinlega nm ‘T.L. CIGAR,” þá ertu viss hö fA ágœtau viudil. T.L. V (CXIQS MADE) Western Cigar Factory Thomas Lee, eigandi Winnnipeg r MiiinipciMWork LIMITED w L 50 Princess St, Winiiipeg VERZLA MEÐ Nýja og brúkaða'öryggis skápa [safes], Ný og brúkuð “Cash Registers” Verðið lágt, Vægir söluskilmálar, • 1 VÉR BJÓÐUM YÐUli AÐ SKOÐA VÖRURNAR. X^ITITR MAÐUR er varkár með að drekka ein- * göngu hreint öl. þér getið jafna reitt yður á. I DREWRY’S REDWOOD LAGER það er léttur, freyðandi bjór, gerður eingötrgu úr Malt og Hops. Biðjið ætíð um hann. E. L. DREWRY, Manufacturer, WINNIPEG. / ééééééééééééééééé

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.