Heimskringla - 15.08.1912, Síða 1

Heimskringla - 15.08.1912, Síða 1
w Meðinæli: Traders PaDk. \ Hafa verzlunarlcj fi ir.eö trygging, 9 Alex. Jchnson & Co. Kornvöru umboðsmenn Member^ Wirn Grain Exchr 242 GR AIN EMCH vNGE h l' i LDl XG 9 9 9 9 9 4 ♦ • S 9 9 9 MeÖmæl : Traders Bank, ' Hafa verzluuar leyfl meö t*ygging. 9 Alex. Johnson & Co. 9 Kornvöru umboðsmenn Members W innipeg Grain Exchainre. 242 GRAIN EXCHANGE BUILDlNG 9 9 9 XXVI. ÁR. Ráðherraskifti á Islandi. Kristján Jónsson segir af sér og Hannes Haf- stein verður ráðherra Islands í annað sinn. r HANNES' IIAFSTEIN. Sú fregn hefir borist hingað vestur meö dönskum blööum, að Kristján Jónsson hafi lagt niður ráðherratignina, og að eftirmaður hans hafi verið útnefndur af kon- ungi Hannes bankastjóri Hafstein, 2. þingmaður E}*firðinga. Fregn þessi kom fáum á óvart. Allir vissu, að Kristján varð að fara frá, og að Hannes Hafstein hafði mest fylgi sér að baki, sem eftirmaður hans. Raunar héldu nokkrir, að einokunarfrumvarpið, sem H. H. var einn höfuðsmaður að, mundi gera honu/m ráðherra- sessinn ill-mögulegan ; en þeir, sem betur þektu til, að engir glapræð- is-þröskuldar væru svo stórir, a'ö þeir vörnuðu H. H. embættisins, sem hann þráði svo innilega. Jteir menn höfðu rétt fyrir sér. Ráðherra-hringíerðin er því ; — Hannes Hafstein, Björn Jónsson, Kristján Jónsson og aftur Ilannes Hafstein. Og þetta alt á sjö árum. Yænta má, að Hannes Hafstein reynist betur nú en í fyrra skiftið. Hann hefir nú revnsluna fyrir sér, og um hæfileika hans efast enginn, þó misvitur hafi hann revnst í fjármálabraskinu. Vér bjóðum Hannes Ilafstein velkominn í ráðherrasessinn, og vonum að honum megi auðnast að vinna margt og mikið fóstur- jörðinni til heilla. H’annes ])óröur Hafstein er fædd- ' ur 4. desember 1861 á Möðruvöll- um i Hörgárdal í Eyjafjarðar- | sj'slu, og er hann því nú 50J^ árs jgamall, þá hann tekur við æðstn jembætti landsins í annað sinn. Foreldrar hans voru Pétur Hav- steen amtmaður og seinasta kona lians Kristjönu Gunnarsnóttur, systur Tryggva Gunnarssonar. Hannes Hafstein varð stúdent af j latínuskólanum í Rvík með I. ein- í kunn 1880, þá 19 ára. Sigldi sam- sumars til háskólans og tók að | stunda lögfræði. Tók embættis- í próf 19. júní 1886, með II. e uk. | Yar settiir sýslumaður í Dala- ! svslu þá um sumarið, en skipaður málafærslumaður við landsyfir- réttinn 27. des. s.á. Varð landrit- ari 3. nóv. 1889, og sýslumaöur í ísafjarðarsýslu 26. sept. 1895, og því embætti gegndi hann, jmz kon- ungur kvaddi hann til að verða ! ráðherra íslands 1. júní 1905. En ! varð að fara frá 30. marz 1909 og varð þá bankastjóri við íslands- banka. Á þing kom Hannes Hafstein fyrst 1901, sem 2. þingm. Isfirð- inga og varð þá strax leiötogi Heimastjórnarflokksins. Hann féll við kosningarnar 1902 ; en varð kosinn 2. þingm. Ej'firðinga 1903, og þmgmaður þeirra hefir hann síðan verið. Hannes Hafstein er ræðumaður ágætur, manna glæsilegastur í sjón og hrókur alls fagnaðar hefir hann jafnan verið. Hann er og í fremstu röð núlif- andi íslenzkra skálda, og er það grunur vor, að skáldið Hannes Ilafstein muni lifa lengi eftir að stjórnmálamaðurinn Hannes Haf- stein er gleymdur. Kvæntur er Hannes Hafstein Ragnheiði Stefánsdóttur Thordar- sens, áður prests í Vestmannaeyj- um. Er hún myndarkona liin mesta og manni sínum einkar samrýnd. þau eiga þrjár dætur á lífi. Fregnsafn. M trk \ ei ðnsru viðburðii h vaðantefa — Átján af bæjarráðsmönnum Hetroit borgar í IMichigan ríki hafa verið handteknir og kærðir um ólöglegan fjárdrátt í embætt- isrekstri sínum. Níu af mönnum þessum er mælt að hafi áður lent í ónáð laganna, út af svipuðum fjárdrætti í sambandi við strætis- brautir borgarinnar. Nýju kærurn- ar grípa yfir nokkurra ára tíma- bil/ og lögsóknari borgarinnar kveðst fær um að sanna, að þess- | ir náungar allir hafi svo árum skiftir haft stórfé af borginni, sem þeir hafi stungið í sinn eigin v*asa. ; West Manchester), sem áður fylgdi Asquith stjórninhi að málum. —1 J>etta er áttunda kjördæmið, sem núverandi stjórn Breta hefir tapað siðan hún kom til valda við síð- ustu almennar kosningar. — Með þessu þykir sýnt, að stjórnarskifti muni verða þar í landi við næstu allsherjar kosningar.. — þresking stendur nú vfir í Suður-Alberta. Uppskeran liefir revnst þar vænleg, á sumum stöð- tim 33 til 35 bushel af ekrunui af i hveiti, en meðaluppskera þar er talin 30 bushel af ekru. Einn'bóndi \ (A. Bornstead, hjá Milk River) fékk þúsund bushel af 27 ekrum, alt nr. 1 liveiti. Hórfræ þresking verður byrjuð mjög bráðlega. Og það segja fregnir að vestan, að höruppskeran verði ágæt á þessu ári. — Innflutningar til Canada hafa á þrem mánuðum þessa sumars, frá 1. apríl til 30. júní, orðið afar- miklir, og meiri talsvert en á nokkuru undangengnu ári í sögu landsins. Alls hafa flutt hingað á þessu þriggja mánaða tímabili 175,341 manns. þar af voru 53,343 frá Bandaríkjunum, en 121,998 frá Evrópu löndum. Trúlegt þykir, að þessa árs innfiutningur til Canada verði langt yfir 400 þús. manns. — Góðæri og fjárhagslegar fram- farir hafa aldrei verið á hærra stigi í Canada en á yfirstandandi ári. Inntektir ríkissjóðsins á fyrstu 4 mánwðum yfirstandandi fjár- liagsárs, frá 1. apríl til 31. júlí, voru nálega 52l{ milíónir dollara. Á þessu tímabili hefir fjármála- ráðgjafinn borgað 20 milíónir doll- ara af þjóðskuld rikisins og með því minkað hana um þá upphæð. — J>ann 9. þ.m. unnu Unionistar á Englandi eitt kjördæmi (North — þann 9. þ. m. fundust 2 aldr- aðar konur (þær v*oru systur) dauðar i rúmi sínu. J>ær höföu af- klætt sig og skrýtt sig líkklæðum, og að ööru leyti búið sig undir greftrun ; lagst síðan samhliða í rúmið og tekið inn eitur. J>essar konur höfðu um eitt skeið æfi sinnar átt góða daga, en vmru nú orðnar efnalausar, en alt of stór- geðja til að biðja hjálpar. Kusu dauðaun heldur. — Ástralíu þjóðin er í æsing út af skattbyrðinni, sem hún þarf að bera til ríkissjóðsins. Síðastur þessara skattliða eru 25 dollars þóknun, sem stjórnin hefir ákveð- ið að veita hverri móður fyrir hvert barn, sem hún eignast. — Ráðgjafi og aðstoðarráðgjafi akuryrkjumála í Saskatchevvan fvlki hafa báðir í viðræðum við blaðamann í Toronto borg sagt, að uppskertt útlitið í Saskatche- vvan væri hið ákjósanlegasta, og að alls muni kornuppskeran þar i WINNIPEG, MANIT0BA, FIMTUDAGINN, 15. ÁGÚST 1912. 01900 jfttv 13 Nr. 46. verða 200 milíón bushela á þessu ári. Aðstoðarráðgjafinn sagði einnig, að skemdir, sem orðið hefðu þar á ökrum bænda, væru ekki teljandi í samanburði við uppskerumagn fvlkisins. Uppskera sögðu þeir að bvrjaði alment um miðjan mánuðinn. — Nýlega brann í St. Péturs- borg sumarbústaður Péturs mikla, einn mesti helgidómur þjóðarinnar Skaðinn metinn milíón dollars. Önnur konungleg stórhýsi brunnu og í sama skiftið. — Nýlega sigldi eitt af gufuskip- um þeim, er fara yfir Atlantshaf fram hjá 35 feta löngum mótor- báti, se.m þá var þúsund mílur út á háfi. á leiö til St. Pétursborgar. Báturinn heitir Retroit og^ sigldi frá Nevv* York. Capt. Dayi sem bátnum stjórnaði, hefir áðttr farið vfir hafið á jafnlitlum báti. Hann sagði ferðina hafa gengið ágæt- lega. — Fréttir frá Rússlandi segja, að tekjur stjórnarinnar þar af i timburlöndum hennar hafi á síð- asta ári numið 6 cents af ekru hverri, og er það talið gott þar í landi. J>essi timburlönd eru talin að v*era 937 milíón ekrur. — Járnbrautarfélögin hafa sett upp skrifstofu í Austur-Canada til þess að tryggja einhleypum land- nemum í Vestur-Canada hæfilegt kvonfang. Nú auglýsa þau eftir fimm hundruð konum, er óski að giftast einhleypum bænduin þar vestra. Járnbrautafélögiu tnka að sér að ábj'rgjast, að bændaefnin séu heiðarlegir menn, heilsugóðir, starfsamir, reglusamir og sæmi- lega vel efnaðir. Herra A. E. Duff, einn af embættismöiinum Grand Truk járnbrautariunar, býÖL’i* ðll- um þeim konum, er óska að tryggja sér héismóðurstöðu á bú- görðum basláranna í Vestur-Can- ada, að rita sér, svo hann geti komið þeim á giftingrarlegt fram- færi.. J>etta félag hefir ásett sér, að útvega 500 konur í þessu skyni og starfsmenn félagsins hafa um sl. tveggja mánaða tíma verið að velja bændaefnin. Herra Duff sagði nýlega í viðræðu við blaðamann þar evstra : “Mér er kunnugt utn, að þeir menn, sem eftir kon- um óska, eru allir velstæðir menn. ]>eir hafa .bvgt sér kostbær lieim- ili á löndum sínum, og flestir eiga þeir 360 ekra bújaröir, hreinsaðar og uudir ræktun, og eru skuldlaus- ir. ]>eir hafa og margir talsvert fé á bönkum. Eg hefi sjálfur ferðast um þar vestra og er vel kunnugur öllum ástæðum þar, og ég álit, að gjafvaxta konur gerðu vel i, að sæta þessum tilboðum baslaranna. Eg þekki mörg dæmi, þar sem fólk hefir gifst á þennan liátt, og þau hjónabönd hafa vanalega far- ið vel”. — Helzt óskar hr. Duff, að fá þær konur, sem einhvern- tíma hafa unnið í sveit. Hann kv*aðst einnig hafa fengið tilboð frá mörgum stúlkum í bælum, sem fúsar væru að giftast. bardaga. Margir meiddust í slag þessum og 40 manns voru hneptir í fangelsi. Svo varð bardaginn al- varlegur, að lögreglan réði ekki við mannfjöldann. Riddarasveit var því kvödd til starfa, og mest af meiöslunum orsökuðust við á- rás þess flokks á mannfjöldann; 12 konur v*oru og handteknar í þess- um bardaga. — Síðustu fregnir frá Tyrklandi staðhæfa, að þúsund manns hafi beðið bana og 5 þús. manns orðið fyrir meiðslum í jarðskjálftunum þar í landi. — J>ann 7. þ. m. fóru 300 bænd- ur frá Ontario áleiðis til Vestur- Canada, til þess að festa sér hér biijarðir og gera hér framtíðar- heimili fvrir sig. þeir fluttu allir fjölskyldur sínar með sér og bú- slóð alla. Með þessum hóp voru og um 20 gjafvaxta konur, sem — undir leiðsögu Grand Trunk járn- brautarfélagsins — voru að fara til þess að mæta tilvonandi bænd- um sínum, sem engin þeirra hafði nokkru sinni áugum litið. — Nýlega hafa 15 þús. manns, er v’inna á klæðagerðar værkstæð- um í Mexico, gert verkfall á 22 stórverkstæðum. þeir heimta kaup hækkun og bætt atvinnuskilyrði. Nokkrar óeirðir hafa orðið þar og hafa bæði spænskir og franskir hermenn verið kvaddir til að halda uppi friði og reglu. Nýlega var handtekinn í Tor- onto borg Walter Davis, kærður um að hafa i sept. sl. rænt 350 þús. dollars frá Montréal bankan- um í Westminster, B.C. Nær 10 þúsund dollars fundust í farangri þessa manns, og er talið víst, að hanti sé þjófurinn, þótt ennþá hafi hann ekki meðgengið. Maður þessi er kvmngaður og kona hans hefir víxlað nokkrum hinna stolnu seðla - Spæjararnir hafa átt örðugt með að leita hins seka í þessu máli, og síðast tóku þeir það ráð, að láta prenta lista af öllum hin- um stolnu seðlum með néimeri hvers þeirra ; þessa lista skildu þeir eftir víðsvegar í verzlunarhús- um og á hótelum og yfir höfuð allstaðar þar, sem likindi vroru til, að þjófarnir kynnu að kaupa eitt- hvað fyrir seðlana. það voru þess- ir listar, sem komu upp um Davis. — Upppot mikið varð í Pitts- burg á laugardagibn var. Sósíal- istar ætluðu að halda fund mikinn bar, en lögreglan hafði bannað það fundarhald. Samt héldu þeir fundinn, og þegar lögreglan reyndi að afstýra samkotnunni, þá sló í Frá Alþingi. Alþingi sett. Mánudaginn 15,. júlí var alþingi sett. Á undan þingsetningunni fór fram guðsþjónusta í dómkirkjunni og prédikaði séra Magnús Andrés- son. Að henni lokinni söfnuðust þingmenn saman í fundarsal neðri deildar. 1 Ráðherra mintist hins látna konungs og hl}*ddu þingmenn standandi á mál hans. því næst las ráðlierra upp tvö konungsbréf, annað, er stefndi alþingi saman, og hitt, er fól ráðherra, að setja þingið fyrir konungs hönd. Var í því vikið að komu konungs hing- að til lands síðar, en ekkert minst á stjórnarskrána í hv*orugu bréf- inu. Að því búnu setti ráðherra þiugið, *óg gekk þá aldursforseti Júlíus fyrrum amtmaður til for- setastóls. Kv>addi hann til skrif- ara séra Sigurð Stefánsson og Jón bæiarfógeta Magnússon. Rannsókn kjörbréfa. Voru þá kjörbréf rannsökuð og íundust öll ógölluð nema tvö og voru s'amþykt orðalaust. Annað af þessum tv*eim var kjörbréf Bj. J. íyrv. ráðh., en yfir kosningu hans (umbúnaði um atkvæðakassa) hafði verið kært ; var þó sam- þykt lögmæt. — Hitt var kosning- in i Vestur-ísafj.s. Höfðu komið kærur yfir henni frá þingmanns- efninu séra Kristinn Daníelssyni og ennfremur frá 172 kjósendum (en þar höfðu 276 greitt atkv.). Haföi Matth. Ólafsson hlotið kosningu með þvú, að hann hafði fengið gerða ógilda allmarga seðla hjá andstæðingi sínum, sökum þess, að margbrotnir höfðu værið sam- an, en ekki einbrotnir, eins og sum ir vilja halda fram, að lögskipað sé samkv. 35. gr. kosninyalaganna. Matth. Ól. var sjálfur i yfirkjör- stjórn í kjördætninu. — Varð um þetta þjark nokkuð og tóku marg- ir til máls. Lyktaði þannig, að frestað var að skera úr kosning- unni, en málinu vísað til kjör- bréfanefndar samkv. þingsköpum. í þá nefnd voru kosnir Guðlaugur Guðmundsson, Jón Magnússon, Guðjón Guðlaugsson, Björn Jóns- son og Jeus Pálsson. Klofnaði nefndin, og v’ildi minnihlutinn (B. J. og J.P.) gera kosninquna ó- gdlda, en meirihlutinn taldi hana góða og gilda. Málið kom aftur til umræðu í sameinuðu þingi 19. júlí, og urðu þá heitar umræður að nýju. Svo fóru leikar, að kosn- ingin var dæmd gild með 19 atkv. gegn 14. þrír þingmenn greiddu ekki atkvæði. þeir, sem á móti greiddu voru : Benedikt SVeinsson, Bjarni Jónsson, Björn Jónsson, Björn Kristjánsson, Björn þorláks- son, Jens Pálsson, Jón Jónatans- son, Jósef Björnsson, Ólafur Briem Sigurður Sigurðsson, Skúli Thor- oddsen, Stefán Stefánsson 5. kon- kj., Valtýr Guðmundsson, þorleif- ur Jónsson. þessir þrír greiddu ekki atkvæði : Kristján Jónsson, Magnús Ándrésson og Sigurður Stefánsson. Var þar með Matthías ólafsson lýstur réttkjörinn þing- maður Vestur-lsfirðinga. Kosningar: t sameinuðu þingi var kosinn forseti Ilannes Hafstein með 25 Flreinasta hvítt brauð og Agæt- asta SRíta orauð er gert úr OGILVIE'S Royal Housebold Flour Hásfreyjur allstaðar I Canada eru að komast að raun um að -til þess að baka þad bezta, verða hær að kaupa bað bezta” osr nota nú ekkert nema Royal Household. -Diijio matsaian um það. i he Oírilvie Ffour MiIIs Co. Ltd. Winfiipeg -1"!1=411-S ■! » atkv., Eir. Briem fékk 3 atkv*., 9 seðlar voru auðir. — Varaforseti : herra hafi 1060 kr. eftirlaun ; njóti Eir. Briem með 28 atkv., auðir l50 eftirlauna eftir eftirlaunaem- voru 13 seðlar og ógildur 1. — jbætti, sem hann hefir haft áður en *" ■ r -*• hann varð ráðh. Hafi ráðherra verið á eftirlaunum, er hann tók Skrifarar : Sig. Stef. -og Jóhann- es Jóhannesson. Til efri deildar voru kosnir : Séra Einar Jónsson (32 qtkv.), sr. Jens Pálsson (32 atkv*.), Jósef Björnsson (32 atkv.), þórarinn Jónsson (32 atkv.), séra Sig. Stef. (32. atkv.), Guðj. Guðl. (30 atkv), Sig. Eggerz (27 atkv*.), Jón Jónat- ansson (21 atkv.). — Bj. Jónsson, fyrv. ráðh., fékk 7 atkv. Forseti í efri deild var kosinn : Júl. Hfavsteen. — Varaforseti Stef. Stefánsson, og 2. varafors. Jens Pálsson. — Skrifarar : Stgr. Jóns- son og Bj. þorláksson. 1 neðri deild var kosinn forseti : Séra Magnéis Andrésskn með 18 atkv. — Varaforseti : Guðlaugur Guðmundsson með 16 atkv., og 2. varaforseti P. Jónsson með 16 at- kv. — Skrifarar ; Eggert Pálsson og Jón Jónsson. Skrifstofustjóri alþingis er ráð- inn Halldór Daníelsson yfirdóm- ari ; en utanþingsskrifarar : Ein- ar Iljörleifsson skáld, Guðm. skáld Magnússon og Einar þorkelsson.— Skjalavörður : Marinó Havstein. — Deildaskrifarar : Andrés Björns- son, Sig. Guðmundsson, Páll E. Ólason, og ýmsir fleiri.. F lokkaskiftingin á þinginu er nokkuð ógreinileg enn þá, en svo virðist, sem þrír séu flokkarnir. Heimastjórnar menn halda hópinn ennþá ; en sjálfstæð- isflokkurinn er klofir.u, Og- fylgja flokksleysingjarnir öðrum hlutan- um, sem er Isafoldar-liðið, og eru horfurnar, að Valtýr Guðtnunds- son muni verða leiðtogi þeirra, þó flokksleysingi sé. Honum fylgja Jóhannes sýslumaður og Stefán kennari. Sjálfstæðisflokkurinn telur þá að eins Bjarna frá Vogi, Bene- dikt Sveinsson, Sigurð Stefánsson oir Skúla Thoroddsen ; er Skúli svo kominn til heilsu aftur, að liann situr á þingi, og munu fregn- irnar um veikindi hans hafa verið allmjög ýktar. — Aftur er Björn Jónsson, fyrv. ráðherra, orðinn veikur að nýju og frá öllum þing- störfum. Útlit er fyrir, að aukaþing þetta verði all-róstusamt. Sérstaklega munu verða heitar umræður um einokunarfrumvarpið endurvakta, sem ráðgjafanum þóknaðist að leggja fyrir þingið. þingmannafrumv. Helztu þingmannafrwmvörp, sem fyrir þingið hafa lögð verið, eru : Fyrsta frv. er frá Jóni Magnús- svni, um breyting á áfengisveit- ingalögunum frá 1899. Bannar fé- lögum að hafa um hönd áfengis- veitingar sín á milli og áfengis- nautn í veitingahúsum, kaffihús- um, í þeim herbergjum, sem veit- ingar fara fram í. Annað er frv. um eftirlit með þilskipum og vélaskipum. Flutn- ingsm.: þingm. Reykjavíkur og Ben. Sveinsson. Gerir að skyldu, að skoða öll skip áður en þau leggja út í fyrsta sinn á árinu. Tveir skulu skoða í hverju lög- sagnarumdæmi, nema Reykjavíkur skoðutiarmennirnir skulu skoða skoða fyrir Gullbr.- og Kjósars. þriðja er um eftirlaun ráðherra. Flutningsmenn : þingmenn Rvík- ur, Benedikt Sveinsson o. fl. Ráð- er við ráðherraembættinu, þá nýtur hann og þeirra, nema svo sé, að hann hafi haft eltirlaun fyrir rekst- ,ur ráðherraembættis, því að þá I fær hann ekki frekari eftirlaun, en hann hafði. Frv. til laga um vörugjald flytja ]>eir : L.H.B., P.J. og Sig. Stef. (Eyfirðinga). Á að leggja 3 pró- cent gjald til landssjóðs á verð varnings, sem til Islands er flutt- ur frá útlöndum. Gjaldið sé á- kveðið eftir sölureikningi (fakt- úra). Gildi um þrjú ár, frá 1913 til 1915. • — Áður en stjórnarfrv. voru tek- in til umræðu á þinginu, tók ráð- herra Kr.J. til máls og skýrði frá ástæðum stjórnarinnar fyrir því, að frumvarpið um breytingu á stjórnarskipunarlögum Islands, ei hafði veriö lagt fyrir þingið aí ! hálfu stjórnarinnar. Ástæðuna kvað hann vera ]>á, að h. li. kon- ungurinn hefði ekki viljað vei-ta samþykki sitt til þess, að frv. yrði lagt óbreytt fyrir þingið af hálfu stjórnarinnar. Reyndar kvaðst liann hafa gert sér von um, að Friörik konungur VIII. mund,i hafa I samþvkt stjórnarskrána óbreytta I tneð fororði ; en liinn néirikjandi | konungur e*ti ekki felt sig við úr- fellingu ríkisráðssetu ákvæðisids, nema jafnframt væri gerð skipun á sambandi íslands Op- Danmerkur með lögum, er samþykt væru bæði | af alþingi íslendinga og ríkisþingi IDana. Borgið Heimskringlu. VEGGLIM Patent harclwall vegglím (Empire tegnndin) gert úr Gips, gerir betra vegglím en nokk- urt annað vegg- líms efni eða svo nefnt vegglíms- ígiidi. PLÁSTER BOARD ELDVARNAR- VEGQLÍMS RIMLAR og HLJÓDDEÝFIR. Manitoba Gypsum Company, Limited

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.