Heimskringla - 15.08.1912, Qupperneq 5
HEIMSK5.INGLA
WINNIPEG, 15. AGTjST 1912. 5. BLS,
Hástígs tugga fyrir þá
sem kretiast betra en
vanalega gerist.
uEmpire Navy Cut” er
sérlega ágætt munn-
tóbak—hreint, smekk-
gott og varanlegt.
YÖur mun áreiðanlega
geðjast aö “ Empire
Navy Pliig”
ALLIK GÓDIR VEKZLARAR HAFA ÞAÐ
— BIÐ.HU YÐAR.
íslands fréttir.
— Rannsókn gjaldkeramálsins er
nú lokið. Rannsóknardómarinn M.
Guðmundsson skilaði henni stjórn-
arráðinu í hendur fyrir skömmu. A
það síðan að ákveða, hvort höfða
skuli sakamál gegn gjaldkera. Bú-
ast má við, ef að vanda lætur, að
stj. hraði sér ekki mjög í málinu.
Og ætti það ekki að þurfa að
hugsa sig lengi um, svo kunnugt
var það orðið málavöxtum í vet-
ur, sællar minningar. Nú er það
líka orðið lýðum ljóst, að þetta
mál á ekki heima nema á einum
stað : fyrir dómstólunum. þang-
að á það að komast sem fyrst til
endilegra úrslita. En ætlar stjórn-
arráðið að láta þá hneysu haldast
að gjaldkerinn (H.J.) sitji á “hálf-
um launum’’? Hve lengi? Er ekki
kominn tími til, að gefa honum
fullnaðarlausn frá “embættinu" ?
Ganga má að því vísu, að herra
Magnúsi Guðmundssyni verði falið
að dæma málið. Væri og annað
hugsandi ? En ekki væri nema rétt
að annar yrði skipaður til með-
dóms honum.
— Sá er nú orðinn fyrsti árang-
ur af þvi, að Ingólfur gerði mann-
skaðann á “Geir” að umtalsefni,
að stjórnarráðið hefir fyrirskipað
rannsókú í málinu. það er gott og
blessað. En alt er undir því kom-
ið, hvernig rannsakað er. Hefir
bæjarfógetanum hér í Kvík verið
falið, að vfirheyra skoðunarmenn-
ina hér m.m., — en í Hafnarfirði
er sagt að sýslumaður þar eigi að
rannsaka málið, og stappar það
nærri þvi ótrúlegasta, þar sem
jhann, eins og kunnugt er, lög-
! skráði mennina á þetta skip, og
j spurningin p-æti verið um, hvort
hann hefir þar gætt þeirrar eftir-
jlitssemi, sem honum bar. I mál
sem þessi á að skipa sérstakan
| rannsóknardómara ; annað hlýðir
ekki.
| — Nýlega féll dómur í meiðyrða-
máli, er A. J. Johnson bankaritari
höfðaði gegn þorsteini Gíslasyni
, rits-tj. Lögréttu. Var þorsteinn
. dæmdur í 30 kr. sekt og 25 króna
; málskostnað, og meiðyrðin dauð
og ómerk.
— Stjórnarráðið hefir vikið Gísla
sýslumanni ísleifssyni frá embætti
um stundarsakir vegna vanskila
! til landssjóðs. Björn þórðarson
lögfr. er settur til þess að gegna
sýslumannsstörfum fyrst um sinn.
— Menn eru orðnir hræddir um
i þilskipið ‘Síldin’ frá Isafirði. Á því
! voru 14 menn, ílestir úr Dýrafirði.
| — Embættispróf í læknisfræði
hefir Björgólfur Olafsson nýlega
tekið í Kaupmannahöfn og fékk II.
eink. betri.
i — Klemens Jónsson landritara
hefir þýzkalandskeisari gert að
riddara krónuorðunnar þýzku 2.
flokks, en Danakonungur leyfthon-
um að bera hana.
Mentunarástandið í
Canada.
í landi, sem margir þjóðflokkar
á mismunandi mentastigi byggja,
sem hér í Canada, hlýtur mentun-
arástandið að vera breytilegt, og
yfirleitt lakara en i þeim löndum,
sem bygð eru einni þjóð, er þar
hefir verið öld íratn af öld og náð
góðum og jöfnum mentunarþroska
Sem vér vitum, er alþýðument-
un á hærra stigi hjá þjóðum þeim,
sem eru mótmælendatrúar, en hjá
þeim katólsku, — að vér sleppum
Múhameðstrúar mönnum alger-
lega.
Nú vill svo til, að nær helming-
ur allra Canada búa, eða 41 pró-
cent, eru katólskrar trúar, og
verður því að álita, að mentunar-
ástandið sé ekki á jafn háu stigi
| yfirleitt, og ef mótmælendur væru
ráðandi trúílokkurinn.
þó er nú svo, að 75 prócent af
öllum land§lýð, að fráskyldum
börnum undir 5 ára aldri, er læs
og skrifandi, og má það teljast
furðu gott. Vér megum ekki
gleyma, að hingað til lands koma
árlega þúsundir manna frá Riiss-
landi, Galiciu og öðrum þeim
löndum, þar sem alþýðumentunin
er á frámunalega lágu stigi, og
sem hvorki kunna að lesa né
skrifa. Yfirvöld þessa lands geta
ekki mentað þá, sem hingað koma
fullorðnir, en það eru börnin
þeirra, hin uppvaxandi kynslóð,
sem þau geta mentað, og gera vel
og rækilega.
Canada hefir nú 1,197,630 nem-
endur á skólum sínum og 34,000
kennara ; svo að berlega sést, að
meining og vilji stjórnarvaldanna
er að uppfræða hina ungu kynslóð
og koma Canada þjóðinni á sem
hæst mentunarstig.
Hér í Canada eru nú 14 háskól-
ar, 108 listaskólar (academies), 4
landbúnaðar háskólar, 82 latínu-
skólar, 20 verzlunarskólar, 42
kennaraskólar, 98 gagnfræðaskól-
ar, 20 kvennaskólar, 16,490 al-
þýðuskólar, 35 prívat skólar, 4
lvfjafræðisskólar, 15 prestaskólar,
10 iðnskólar, 2 Indiána skólar, og
ídl-niargir sérfræðiskólar. Af þessu
má sjá, að ekki er hörgull á skól-
unum.
A síðasta skólaári (1911—12)
var nemendafjöldinn við helztu há-
skóla landsins sem fylgir : Við
Toronto háskólann 4,100 (hér með
taldir nemendur Victoria og Trin-
ity Colleges) ; McGill háskólann
2,188 ; Queen’s háskólann í King-
ston 1,489 ; Ottawa háskólann 720;
Manitoba háskólann 623, og rúmt
þúsund samtals við hina aðra há-
skóla landsins ; þar af 152 við Sas-
katchewan háskólann og 180 við
Alberta háskólann.
Kjirkjurnar hér í landi hafa mik-
ið að segja yfir skólunum, sérstak-
lega þó æðri skólunum, og eru
flestir þeirra eign einhvers trúar-
bragðaflokks. Rómversk katólska
kirkjan, sem voldugust er hér í
landi, á 72 háskóla og latínuskóla,
og þess utan 13 af hinum 15
prestaskólum landsins. Auk þess
á hún 327 líknarstofnanir, sem
ílestar eru jafnframt skólar.
Metódistar og Presbyteríanar
eiga og marga af æðri skólum
landsins.
Um 9,000 sunnudagaskólar eru
víösvegar um landið, og allir í
sambandi við kirkjurnar ; eru á
þeim sem næst milíón nemendur
og 100,000 kennarar. Aðallega
kenna þeir andleg fræði, því barna-
skólarnir, sem eru undir umsjón
liins opinbera kenna engin trúar-
brögð.
Eftir nýjustu skýíslum eru hin
ýmsu fylki þannig skipuð skólum
og kennurum (sunnudagaskólum
slept) :
í Quebec fylki 6,760 skólar, æðri
og lægri, með 486,568 nemendum
og 14,000 kennurum, og eru 5,805
þeirra andlegrar stéttarinnar, en
að eins 195 leikmenn, 6991 eru
kvenkennarar , og er rúmur helm-
ingur þeirra nunnur.
1 Ontario eru 6,825 skólar, æðri
og lægri, með 8586 kennurum og
508,563 nemendum.
í Nova Scotia eru 2,639 barna-
skólar, með 102,910 nemendum og
2,799 kennurum.
í New Brunswick 2,324 barna-
skólar, með 92,354 nemendum og
2,516 kennurum.
1 Prince Edward Island 478
barnaskólar, 591 kennarar ; þar
af 381 kvenmenn, og 17,932 nem-
endur.
1 Manitoba eru 1,551 skólaum-
dæmi, með 2,774 kennurum ; þar
af 2,153 kvenmenn, nemendafjöld-
inn 76,247.
í Saskatchewan 1,912 barna-
skólar ; 2,207 kennarar og 63,964
nemendur.
í Alberta 1,436 barnaskólar,
1,916 kennarar og 58,214 nemend-
ur.
1 British Columbia eru 724 skól-
ar, æðri og lægri, með 39,822 nem-
endum og 1,037 kennurum, þar af
749 kvenmenn.
Mentunarástandið i hinum
ýmsu fvlkjum er mismunandi, og
stendur Quebec, þar sem katólskir
eru yfirgnæfandi, á lægra menn-
ingarstigi en hin fylkin, og sýna
skýrslurnar, að þar eru fleiri
menn, sem hvorki kunna að lesa
né skrifa, en i öllum hinum fj'lkj-
uniim til samans ; en aftur eru og
tnargir hámentuðustu menn þessa
lands í Quebec fylki.
Mentamál þessa lands eru örðug
viðfangs, vegna þess, hve margir
óskyldir þjóðflokkar hafa tekið sér
bólfestu, og eru að koma ár eftir
ár. Flestar fjölskyldur, sem hing-
að til landsins koma og ekki eru
enskumælandi, hafa með sér börn
á ýmsum aldri. þegar svo börn
þessi eiga að fara að ganga á
skóla kunna þau því nær ekkert í
málinu og gengur því námið ifla,
osr oft vilja nýkomnar fjölskyldur
alls ekki senda börn sín á skóla.
Örðugleikarnir eru því miklir, að
fá hinar lítilsigldari aðkomuþjóðir
til að færa sér í nvt mentun þá og
fræðslu, sem landið býður þessum
fósturbörnum sínum. Samt sem
áður fer þetta alt af batnandi, —
ekki sízt síðan að stjórnirnar
komu því svo fyrir, að efnileg
efnileg tingmenni af þessum ver
mentuðu þjóðflokkum fengu sér-
mentun, og síöan fengin til að
uppfræða börn og ungmenni sam-
landa sinna. Með þessu móti geta
börn nvkomin hingað frá Galicíu
eða Rússlandi fengið strax tilsögn
í ensku og öðrum fræðum, sem
verður þeim góð undirstaða síðar
í lifinu.
Stjórnarvöldum þessa lands er
mjög umhugað um. að ala hér
upp mentaða og sjálfstæða þjóð,
og það varðar .mestu, að undir-
staðan rétt sé fundin. Rússar,
Norðmenn, Frakkar, Bretar, Gal-
iciumenn, Gyðingar, ítalir og Is-
lendingar eru bitarnir í hinum
mikla bræðslupotti, sem bræðir
hin óskyldu efni saman í eina
þjóðarheild, og þessi heild verður
hin canadiska þjóð. Upp af öllum
hinum mörgu aðkomuþjóðflokka-
brotum rís ein voldug og samhuga
þjóð, þjóð, sem hefir eitt óskift
ættarland, Canada.
Slík er stefna stjórnarvalda
þessa lands, og hún er nauðsynleg
fyrir framtíðarheill landsins og
þjóðmyndun, og skapast bezt með
mentuninni.
Mentunarástandið í Canada er í
góðu horfi ; æðri mentun í bezta
lagi og alþýðumentunin fer batn-
andi með ári hverju. Yiðleitni yfir-
valdanna er að bera góðan ávöxt,
og áður en mörg árin líða verður
hér í Canada mentuð og sjálfstæð
þjóð, frjáls þjóð í frjálsu landi, —
einhuga þjóð, með eitt óskift ætt-
arland — Canada.
Fréttir.
— Frétt frá Tyrklandi 9. þ. m.
segir jarðskjálfta hafa gereytt bæj-
unum Tchanak og Kalessi. Fjöldi
manna létu þar lífið og aðrir^töp-
uðu aleigu sinni og heimilum, og
mesti fjöldi fólks meiddist. — Ann-
ar jarðskjálfti varð þann 10. þ.m.,
en vægari miklu. Mestar urðu
skemdirnar á svæðinu um 150 míl-
ur suður frá Constantinopel. þ>ar
var sendiherra stöð Grikklands og
sagt hún hafi hrunið til grunna.
Fréttasamband við Constantinopel
slitnaði. Fjöldi hinna særðu hefir
verið fluttur þangað til borgarinn-
ar til læknijga á sjúkrahúsum. —
Annars eru fregnir um slys þetta
ennþá ónákvæmar, en sagt að
fjöldi bæja hafi skemst mjög mik-
ið í jarðskjálftunum og margt
manna farist.
— Forseti svertingja lýðveldis-
ins á eyjunni Hayti var brendur
inni í höll sinni 8. þ.m. Óvinir
hans höfðu lagt eld í púður forða-
búrið, og olli það slíkri spreng-
ineu, að öll höfuöborgin, Port-au-
Prince, lék á reiðiskjálfi, og örg
hús skemdust, en í forsetahöllinni
kviknaði, en forsetafjölskyldan, að
forsetamun sjálfum undanskildum,
tókst að ná þtgöngu við illan
leik. Forsetinn, Leconte, svaf vær-
an og fórst i brunanum. óeirðir
miklar höfðu verið á eynni stuttu
áður, og hafði forsetanum tekist,
að bæla þær niður með o-rimd mik-
illi, og látið drepa hél/.tu forgöngu
mennina ; nú kom hefndin. Sjálfur
hafði Leconte brotist til valda og
rekið þáverandi forseta, Antoine
Simon, úr landi. Áður hafði og
Simon brotist til valda á sama
hátt. Síðan hefir hann komið á
fót hverri uppreistinni af annari
gegn Leconte, en beðið legri hluta
bar til nú. Margir menn hafa ver-
ið teknir fastir, grunaðir um, að
vera valdir að forsetamorðinu. —
T,ingið kaus samdægurs Tancrede
Auguste hershöfðingja fvrir for-
seta ; var hann hermálaráðgj fi
áður. Allir hafa foi’setarnir verið
kynblendingar. Nú er Simon fvrv.
forseti, að undirbúa eina uppreist-
ina enn ; situr hann í eyjunni Jam-
aica og dregur að sér lið Op- er að
útbúa skip í mesta ákafa, er flytja
á hann og liðið yfir í HajAi, og
þar býst hann við miklum liðs-
stvrk. — Pólitíkin á Hayti hefir
síðan lýðveldið komst á fót verið
eintóm óöld, og þeir menn, sem
forsetatigninni hafa náð, hafa ein-
göngu hugsað um, að auðga sjálfa
sig og ryðja mótstöðumönnum
sinum úr vegi. Minnihluta stjórn-
málamenn þar eiga gálgan vísan,
þegar minst varir. — Á Hayti eru
mestmegnis svertingjar, en þó
nokkuð af hvítum kaupmönnum
og fjárhyggjumönnum ; en þeir
skifta sér ekkert af pólitikinni og
eru óhultir undir vernd sinna
sinna ríkja. Ekkert ríki vill hafa
Hayti fvrir nýlendu, þó eyjan sé
all-frjósöm, því eyjarskeggjar eru
svo illa séðir þegnar af öllum.
— Tala Goodtemplara í undir-
stúkum. á íslandi var 1. febrúar í
vetur 3,272 ; þar af 1,265 karlar,
1,564 kvenmenn og 443 ungmenni.
Lang-fjölmennasta stúka landsins
er Einingin í Revkjavík (212 fél.);
þar næst st. Verðandi (155 fiél.). —
Tala stúkna á landinu er alls 80 ;
meðaltal félaga því rúm 40.
Agrip af reglugjörð
<tm heimilisréttarlönd í C a n a d a
Norðvesturlandinu.
Sérhver manneskja, sem fjöl-
skyldu hefir fyrir að sjá, og sér»
hver karlmaður, sem orðinu er 13
ára, hefir heimilisrétt til fjórðungs
úr ‘section’ af óteknu stjórnarlandi
í Manitoba, Saskatcliewan og AI-
berta. Umsækjandiun verður sjálf-
ur að koma á landskrifstofu stjórn
arinnar eða undirskrifstofu í því
héraði. Samkvæmt umboði og með
sérstökum skilyrðum má faðir,
móðir, sonur, dóttir, bróðir eða
systir umsækjandans sækja um
landið fyrir haus höud á hvaða
skrifstolu sun er.
S k y 1 d u r. — Sex mánaða á-
búð á ári og ræktun á landinu í
þrjú ár. Landnemi má þó búa á
landi innan 9 milna frá heimilis-
réttarlandinu, og ekki er minna en
80 ekrur og er eignar og ábúðar-
jörð hans, eða föður, móður, son-
ar, dóttur bróður eða systur hanæ
I vissum héruðum hefir landnem-
inn, sem fullnægt hefir landtöku
skyldum sínum, forkaupsrétt (pre-
emption) að sectionarfjórðungi á-
föstum við land sitt. Verð $3.00
ekran. S k v 1 d u r : — Verftur að
sitja 6 mánuði af ári á landinu f
6 ár frá þvi er heimilisréttarlandið
var tekið (að þeim tima meðtöld-
um, er til þess þarf að ná eignar-
bréfi á heimilisréttarlandinu), og
50 ekrur verður að yrkja auk-
reitis.
Landtökumaður, sem hcfir þegar
notað heimilisrétt sinn og getur
ekki náð f"rkaupsretti (pre-emtion
á landi, getur kevpt heimilisréttar-
land i sérstökum heruftum Verð
$3.00 ekran. Skv dtir Verðift að
sitja 6 mánuði á landinu é ári f
þrjú ár og rækta 50 ekrur, reisa
hús, $3u0.00 virfti.
W W. C O R Y,
Deputv Minister o» the lnterior.
48 Sögusafn Heimskringlu
hélt hún áfram á sinn vana hátt. ‘Margir menn hafa
komist í basl og bágindi og orðið miklir menn síðar
meir fyrir því. Ef þú að öðru leyti ert virðingar-
verður maður, gerir þér þetta ekkert til. Nú skul-
um við reyiia að koina þér á fætur’.
‘Eg hefi legið á spítala í sex vikur’, mælti han|i
lágt, ‘og hefi komið — —’
‘Já, ég sé að þú hefir verið veikur’, greip hún
fram i, ‘cn hvaðan þú kemiir og hvert þú ætlar, þurf-
um við ekki að vita. J>ú verður í nótt á herra-
g^rðinum. Hvíld er þér efns nauðsynlev og fæða ; á
morgun sjáum við til. Nú, upp með þig ; látum
okkur reyna’.
Hún tók um annan handle(g>g hans og hr. Markús
um hinn ; maðurinn reis á fætur, en var of máttfar-
inn til að geta gengið einn, svo þau leiddu hann á
milli sín ; en auðséð var á honp|m, að hann fann
sáran til eymdar sinnar.
Völlurinn fyrir fram’an herragarðinn hafði verið
sleginn. Ejj&ylykt lagði um loftið og tvær stúlkur
voru þar við rakstur.
Stúlkurnar litu upp og horfðu undrandi á þrí-
menninijana, er smáfærðust nær, og Lovísa, er stóð
við hKðið í ljósrauðum kjól með hvíta svuntu, kom
hlaupandi á móti þeim, svo hart, að gulu flétturnar
fleyigðust til á baki hennar.
“Hefir liann meitt sig, mamma?” spurði hún og
leit með meðaumktin til ókunna mannsins.
Aftur roðnaði hann og reyndi að standa upprétt-
ur, en árangurslaust.
Frú Griebel kallaði til annarar vinnukonunnar
að koma og styðja manninn, svo hún sjálf gæti kom-
ist inn og tekið sitthvað til handa honum. Stúlkan
kom, en muldraði í barm sér, að engin húsmóðir
liefði nokkru sinni skipað sér, að taka betlara upp
af veginum eða leiða fullan mann heim ; hún kvaðst
Bróðurdóttir amtmannsins 49
vera í hreinum fötum Qg ekki kæra sig um óhreinka
þau.
Ókunni maðurinn stundi þungan.
þegar Lovísa heyrði þetta, bauðst hún^strax til
að hjálpa til.
‘Farðu, smásmílðið þitt’, sagði arnma hennar
hlæjandi um leið og hún leit hýrt á hið mjúka en
granna vaxtarlag einkabarnsins síns. ‘Eins og þú
gætir það með brúðuh^ndleggina ; það ’væri eins og
lítill rauðfugl kæmi hoppandi. Flýttu þér heldur inn
í húsið og láttu súpupottinn á eldinn og hreinar
rekkjuvoðir í eitt piltarúmið. ‘Við þig þarf ég að
tala’, kallaði hún til stúlkunnar, er áður var getið,
og sem tekið hafði upp húfu sína. ‘Að fjórum vik-
um liðnum fer þú burtu frá Ilirschwinkel. Nú veiztu
það! ’
Eftir hálftima var búið að koma ókunna mann-
inum ofan í gott rúm. Glugginn á vinnumannaher-
beiiginu, er var niðri í húsinu, var stór og bjartur,
og perutrén í garðinum fvrir utan teygðu greinarnar
upp með rúðunum. Kveldgolan þaut eftir trjátopp-
unum og andaði angandi grasilm inn í litla, skemti-
lega herbergið. Kalkúnarnir voru gengnir til hvíld-
ar, en á vegg, er aðskildi hænsnagaröinn frá húsa-
garðinum, sat hvitur köttur.
þetta kveld tók hr. Marktis í fvrstá skifti lykl-
ana út úr skáp, er stóð í stóra bogaglugganum, og
opnaði með þeint vínkjallara gömlu skógvarðarekkj-
unnar ; hann tók þaðan eina flösku af víni því, er
ætlað var einungis handa veikum.
ókunni maðurinn hafði étið sijr saddan og drakk
nú líka dálítið af Madeira víni, en ekki mælti hann
orð frá munni. það var sem örvænting hans kæmi
enn betur í ljós, eftir að hann hafði-nærst og kraft-
arnir aukist ; hann leit löngunar-augum til hins
opna glugga, svo hr. Markús hugsaði með sjálfum
| 50 S ö g u s a f n H’eimskringlu
sér, að það fyrsta, er vesalings maðurinn gerði, eftir
I að hafa hvílt sig, yrði að hlaupa út um g'luggann og
koma aldrei aftur, svo hann og hans aumingjaskap-
; ur gleymdist sem fyrst.
En litlu síðar hafði þreytan j'firstígið hann, og
| sofnaði hann fast og rólega. Hr. Markús gekk burtu
og út í garðhúsið,. þar sem frú Griebel haföi borið
I kveldmatinn á borð handa honum. Hann borðaði
; lítið, en hugsaði með gremju til nýja brauðsins, er
yrði nú á borði skógvarðarins í Grafenholz. Ilann
j dáðist að, hve innilega fólk þetta annaðist hvað ann-
j að. Frú Griebel var góð kona, með hjartað á r.étt-
j um stað, en úr hans eigin vasa var borgað fvrir sil-
j unginn og kartöflurnar. Malarinn hafði eigi gefið
honum silunginn af ást til hans, og því síður kast-
alavörðurinn kartöflurnar.
Eins og til að bæta enn meira á gremju hans at-
; vikaðist það svo.J að vinnukonurnar voru að raka í
j garðinum rétt undir glugganum, og létu þær munn-
j inn ganga hvor í kapp við aiSra.
‘það gerir ekkert til, mér er alveg sama, þó hús-
móðirin skipaði mér í burtu’, sagði önnur þeirra.
! Jafndugleg stúlka og ésg er, getur fengið vinnu hvar
! sem er’.
‘Ekki um þetta leyti’, mælti hin ; ‘nú er hvergi
laus staður í allri Tilroda. það getur skeð, að þú
j verðir að gera þér að góðu, að fara til fólks, sem er
j eins og það i hjáleigunni : Vinna baki brotnu frá
| morgni til kvelds og. fá engan eyrir í kaup’.
I ‘Ó, vitleysa! Sú, sem er þar núna, hefir það á-
j gætt. Skógvörðurinn hjálpar henni nær sem hann
getur. Ilún má hlæja, og ég er viss um að hún fær
kaup, því’ alt af er hún í beztu leðurstígvélum. —
það hefi ég getað séð, þó hún forðist okkur sem heit-
an eldinn’.
‘Já, hún er æöi sjálfbyrgingsleg’, mælti hin. ‘það
Bróðurdóttir amtmannsins 51
verður gaman að sjá, hvernig hún verður, þegar hún
er sezt að í Grafenholí. Hún er ga'fusöm, — jafn-
mikiö i staðinn fyrir ekkert, og því líkt heimili .
‘Mér er satna. I'( að varðar mig um alt þetta
úr þvi ég hefi einu sinni yfirgefið Hirschwinkel ? En
ég er alveg forviða á húsmóðurinni. Flún kemur
heim með flakkara, sem hiin fi.nnur á veginum, hátt-
ar hann ofan í rtim eins og barn, og* gefur honum
bezta vínið, sem til er í kjallaranum. Auðvitað leyf-
ir húsbóndinn það. það er alt saman bandvitlaust,
fólkið hérna. Við fáum verstu skammir, ef við skilj-
um eftir opna hurð, — af hræðslu við þjófa ; en svo
leiðir það sjálft inn ræfla, er enginn veit deili á. Eg
skyldi deyja af hlátri, ef hann tæki eitthvað í vasa
sinn á morgun tim leið Og hann fer. Rg vildi ekki
vinna það fvrir t u dollara, að missa af þeirri
skeimtan’.
Herragarðseigandinn skelti alugganum hart aft-
ur. Stúlkurnar þögnuðu og flýttu sér svo að raka,
eins og þær ættu lífið að leysa.
í þessum afkima jarðarinnar, þessu friðsæla
öfuiid og illgirni mannanna sjálfra ráðku hann á
skóglandi, hafði friðurinn ekki einu sinni friðland, —-
burt.
7. KAFLI.
Næsta morgun voru allir snemma á fótum á
herragarðinum. Hr. Markús leit út unt gluggann,
og sá Lovísu í grasinu fyrir framan húsið. Hún var
í ljósleitum morgunkjól, og falleg hvít blæja hélt
rnikla hárinu hennar saman.
Htin var að gá að einhverju því hún leitaði vand-