Heimskringla - 24.07.1913, Blaðsíða 5

Heimskringla - 24.07.1913, Blaðsíða 5
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. JÚLÍ 1913. 5. BLS, BYGGINGAVIÐUR Af öllum teeundum fæst gegn sanngjörnu verði. The Empire Sash & Door Co., Limited Phone Main 2510 Henry Ave. East. Winnipeg Kennaraprófin. Eftirfcirandi íslenzkir nemendur hafa staöist próf viö kennaraskóla fylkisins : 1. Fyrsta flokks próf — Váolet Fjeldsted, Margrét Hamsson, ölína Stotie. 2. Annars flokks próf — Ljótunn Johnson, ágætiiseink. Miabel Joseph, ágætiseink., ' Rannveiir D. Thorsteinsson. Bamey Bjarnason, Inga Sveinsson. 3. Jtriðja flokks próf (2. deild) — Jtóranna Anderson, ág.eink., Magnúsína Magnússon, ág.eink Númi Hjálmarsson, ág.eink. Anna S. Bjarnason, Rósa E. Frederickson. 4. Fyrsta deild— ASalbjörg Johnson, ág.eink., Pálína Johnson, ágætise nk. Elín A. Sveinsson, ág.eink. Lóra G. Sveinbjörnsson, ág.e. Kristjana Brvnjólfsson, Sigurbjörg Johnson, Július Sveinsson, Ljótunn Thorsteinsson, Rúnti Evjólfsson, Ólavía Bardal. Ben. V. Johnson. Nokkrir íslenzkir nemendur stóð- nst ekki prófin. Eimreiðin. Jtriðja heftið af nítjánda árg. Eimneiðarinnar hefir verið sent til Heimskringlu fvrir nokkrn síöan, en láðst hefir að geta þess fyr en nú. Fvrsta og aðalritgerðin í þessu hefti er alþýðuerindi eftir Guð- mund skáld Friðjónsson, sem hann nefnir : “Á kríuskerið að leggjast í eyði?” A hann þar við ísland, en fyrirsöignina tetur hann eftir ummælum vestur-ísleneks menta- manns, sem dvaldi heima á ætt. jörðinni í fyrra sumar, þá í ó- veðra tíð ; á hann þá að hafa ' sagt : “þetta kríusker ætti að 1 lep-g'jast í eyði”. Vér þekkjum i mann þann, sem þetta á að hafa | sagt, og trúum því tæplega, að hann hafi látið sér slíkt um munn fara, á þá leið, sem tilfært er. — Annars er þetta erindi Guðmund- ar að mörgu levti merkilegt og á kjarnfniklu máli. Raunar er þar skætingur nokkur til hr. B. L. Baldwinsonar og Hieimskringlu, en það er ekkert til að verða upp- næmur vfir. Er það samanburður Heimskringlu á Canada og íslandi sem höfundinum er ekki allskostar geðfeldur, og má honum vel til vorkunar virða, jafn funheitum ættjarðarvin og hann virðist vera. En sem sagt, erindið er snjalt og víða smellið. Næst er saga : “Eyland minn- inganna”, eftir sænska skáldið Jó- hann Bojar. Góð saga, og vel þýdd. þá kemur erindi eftir þjóðskáld- ið Matthias Jochumsson : “Um alþýðukveðskap á Norðurlandi á 19. öldinni”. Erindið er alt fróð- legt, og eru all-margar vísur til- færðar. Sumar éru miður snotrar. þar er þessi eftir Skarða-Gísla : “Hrokinn tryllir galinn glóp, góðra h\’lii vikfnn ; ef bú ei fyllir þrælalióp, þá er ég illá svikinn”. þar næst skrifar Guðm. Davíðs- son : “þingvellir við Öixará”, góða hvatniingargrein. Vill hann að hinn forni alþingisstaður verði gerður að friðlýstum þjóðgairði, er verði prýddur og sá sómi sýnd- ur, er þessi fornhelgi staöur verð- skuldi. Ritstjórinn (V.G.) stvður mál greinarhöf. þá kemtir ritsjá og hringsjá eft- ir ýmsa, og eru óvenjulega ræki- legar. áleð þessu befti lj'kur nítjánda árgangi Eimireiðarinnar, og renn- ur hún nú yfir á tuttugasta árið. í nítján ár samfleytt hefir hún flutt fræðandi og skemtandi grein- ar, sögur ög kvæöi. Húm hefir ver- ið bezti bókmenta laiðarvísirinn islenzki, og í heild sinni bezta ritið á vora tungu, |ió vitanlega mcirgt liafi hún misjafnt flutt. En í eintt hefir hún aldrei brugðist : málið hefir einatt verið hreint og fagurt. Niíursett far fyrir íslendingadaginn. Forstöðunefnd Íslendingadagsins giefur þieim til kynna, sem koma með brautum C.P.R. fþlagsins til Wiunipeg fvrir Islendingadaginn 2. ágúst, að þeir ættu ekki að kaupa far fram og til baka, heldur að eins hingað leiðina, og ivm leið og fiiirseðillinn er keyptur að biðja farseðla salann, að láta yður híi.fa .1 ‘Standard Convention Certificate’. Ef að 100 manns eða fkirj koma frá einhverri utanborgar stöð Y. P.R. félagsins, til þess að vera á íslendingadags hátíðinni, útvegar nefndin öllu því fólki fritt far heim. Ef 25 ,eða fleiri koma tir ein- um stað mieð C.P.R. braut, útveg- ar nefndin þeim farseðla heim fvr- ir þriðjung verðs, — ef þeir sýna áðurnefnd skýrteini (oertificate) ritara nefndarinnar, hr. ólafi S. Thorgeirsson, ekki seinna en á há- degi þann 2. ágúst. Niefndin vill fá vitneskju um, hversu margir aðkomttmenn sækja hátiðina, og lætur þá vita kl. 4 um daginn, hvað fargjaldið verður heimleiðis. Skrifarinn afhendir þá aftur skýrteinin, sem verða að sýnast farseðlasalamtm hér- að minsta kosti 10 mínútum áður en lestin lieggur aif stað. — Gestir, sem hiafa þessi skírteini, geta beð- ið bar til næstkomandi þriðjudag. Glevmið því ekki, að þér verðið að fá þessi skírteini frá þeim far- seðlasala, sem selur vður farseðil- inn hingað, og það gildir ekki, nema skrifari íslendingadagsnefnd- arinnar skrifi upp á það. þetta ertt aflir utanbæjarmenn beðnár að hafa hugfast. > 1 slending ad ag s nef n din. A víð og dreif. í kirkjuþingsfróttiinum í Lögb. 10. þ.m. stendur méðal annars svo hljóðandi : “Tillögur þær, sem fjársöfnttnar- maður bar fram voru þess efnis, að maður skyldi kosinn á kirkju- bingi, til að annast fjársöfnun í þarfir heimatrúboðs næsta ár, og að neningar þeir, sem nú eru í s.jóði, séu notaðir til að kaupa fyy- ir bá verðbréf, eða fasteignakaup- bréf, Og sé einhver maðttr eða ein- hverjir menn fengnir til þess að sjá um, að trvgging sé góð i sam- bandi við þessi kaup. •“All fjörugar umræður urðu um síðari tillögu fjársöfntinarmanns, en að þeim loknum urðu bæði til- lögu-ákvæðin samþykt. Geta mætti þess, að svo virtist, sem sumir væru móti síðari tiflögunni, er nefnti var, fvrir þá sök helzt, að beim væri ekki fvllilega ljóst, hvað í henni fælist, og algerlega rangur skilningur er þaö, að hér sé um ‘landakaup’ að ræða, held- ur hitt, að kaupa fastedgnakiaup- bréf, sem viss upphæð igreiðist af”. Elg held því fram enn, eins og ég gerði í þimginu, að gróðafyrirtæki þetta fvrir kirkjufélagsins hönd sé bvvt á fölskum grundvelli. Alt ver aldlegt gróðabrask stríðir gegn ltelgttm kristindómi, og þar af andi er ekki gott að þjóna bœði guði og míummon. Annanhvom verðttr að afrækja : Gttð réttlætis- ins eða Mammon ranglætisins ; ég sé því ekki, hvernig kirkjufélagið fer að þjóna báðum i senn. Eg fæ ekki séð, að þaö sc mikill munttr á því„ að kattpa fasteigna- kaupbréf eða hinu, að kattpa last- eignina sjálfa, er kaupbréfið hljóð- ar um ; því ef sá, er hefir undir- skrifað kaupbréfið, getlir ekki full- nægt þeim samningi, þá verður kaupbréfs-hafi, að verzla mcð fast- eignina sér til skaöa eða ábata, eftir því semi á stendur, og er .það þá orðið fiillkomlega veraldlegt gróða-brask, sem kirkjufélagið hefði lagt þessa beimatrúboðs p>en- inga í. Samt sem áðtir segir rit- st jóri Lögbergs, að kirkjufélagið sé ekk.i að kattpa fasteign fvrir þessa peminga, helnttr fasteignia-kaupbréf; en þetta er alt í siamrœmi við aðr- ar gierðir kirkjufélagsins undanfar- in ár. Élg ætla að bregða mér 26 ár aftur í tímann. Hvað sé ég þá? E'g sé, að bá er verið að byggja Fvrstu lútersku kirkjuna í Winni- pef Mér var ekki ókunnugt um, aö llest-allir lslendingar, þá bú- settir í Winnipeg, glöddust ekki lítiö við að fá þá byggingu, svo þeir gætu farið þ'atiigað til þess að afla sér andlegrar fæðu. A meðal beirra var ég einn, því hið sama ár staöfosti ég ráð mitt og var gefinn saman í hjónaband við hana Soffíu mína, af séra Jónd Bjarna- svni, sem var þá hinn eini íslenzki biónandi prestur í Winnipeg. En hvað skeður svo ? það, sem sé, að fólkið, se.m ætlaði að .eiga þar heima alla hérvistardaga sína, hröklaðist út úr kirkjunni fvrir strembna og óholla análega fæðu. Sumir, sem þá lirutu út úr kirkj- unni, hafa aldrei síðan tilheyrt lúterskri kirkju. Aðrir mvndtíðu sér nýjan trúflokk, er kallast Úní- tarar. Svona var nú byrjunin. Eftir nokkur ár klofnaði Fyrsti lúterski söfnuðurinn vegna inn- byrðis sttndrunvar. Suðttrbæjar- menn fóru og mvnduðu söfnuð með séra Hafstem Pétursson i broddi fvlkingar, þó mtð sam- bvkkj séra Jóns Bjarnasonar, enda þótt lipnttm þætti miður, að þessi klofningur ætti sér stað. það eru ýmist prestar eða leik- menn, sem eru orsök í óeining og sttndrung safnaðai oftast fyrir þá sök, að hvorugir skilja tilgiang kristind ómsin s. Kris tindómurinn þolir hvorki ójöfnuð né flokka- drætti ; hann vill hafa alt hreiint, og honum nægir ekkert hálft. þiess ve<rna eiga allir flokkadrættir inn- an vébanda kirkjunnar ekkert skylt við kristindóminn. Dæmi þess má sjá af gerðum kirkjtt- bingsins 1909, þegar ednn prestur- inn var svo hrrinskilinn að segja, að bann tryði því ekki, áw Bile- ams asnan hcfði talað. Hér er i ekki um nokkttrn kristindóm að ! ræða ; ekki er þetta heldttr nokk- urt sáluhjálpar-atriði, og þó iolli þetta sundrung. þó Gamlatesta- mentið sé að mörgtt leytá ófull- komin bók, þá æ.tti það ekki að verða kristnmni að fótakefli. I tilefni af þessu vil ég leyfa mét að gefa prestum og alþýðu nokkr- ar bendingar. I’restar ættu að fara að vanda meira efni í kenningar sínar, en verið hefir til þessa, og timfram alt, fara meö sannsögli í prédikun- arstólnum, gætandi þess, að þeir standa þar ekki að eins frammi fyrir mönnum heldur og guði. — Sömtileiði.s ættu prestar að forð- ast, að klæða kenningar sínar i svart-nætur hjúp trúarvillu mið- aldanna. Safnaðarfólk þarf að vanda sig betur en befir verið gagnvart kennimönnum sítnim, bæði með þvi, að sækja betur kirkjur og borga betur til prests og sæfnaðar rfiála. Ennfremur þarf safnaðar- fólkið a8 taka jafnan þátt í krist- indómsstarfihu, og láta sér skilj- ast, að það er ekki prestsins eins, því kristindómurinn er fyrir alla, og ætti að kenna mönnurn skvn- samlega hegðttn og brevtni, því að án þess getur heildinni ekki vegn- að vel. I Sú skvlda hví-lir á kirkjufélagimt að velja að eins þá rtnenn til p resta, sem líklegastir eru til þess að fullnægja öllttm skynsamlegum kröfum safnaða sinna. Prestaskól- arnir, som menta þá, þttrfa að Vera andlega hedlbrigðir og lausir við bókstafs-kneddur og hindtir- vitni. Eitt af stórmálum kirkjufélags- ns er þingvallasafnaðar-málið um kirkjuna, sem stendur á Evford, ef ég man lítt. A kirkjuþinginu ár- ið 1912 var sú ályktun tekin, að ledta samskota í söfnuðum kirkju- íélagsins. IMienn voru kosnir til þess starfa, og áttu þeir að gera skil verka sinna á kirkjuþinginu 1913. Ekki voru það ne.ma surnir, sem gerðu það. Yar því málið tek- iö ttpp að nýju, og verðttr enn leit- að samskota innan salnaðanna. Eg sé ekki, að sölnuðum kirkjufé- lagsins beri skvlda til, að annast íjárframlög í máli þessu. Féð ætti að koma úr alt annari átt. Menn- irnir, sem rifu í sundttr uppá- stungii sétra Friðriks Hallgrímsson- ar, er miðaði til þess að draga úr sundritnginni, sem á var oröin á kirkjuþingdnu 1909, eru einmitt mennirnir, sém eága áð borga all- an kostnað af máli þessu, því þeirra er sökin, og persónu sinnar og samvizktt vegna ættu þeir að sjá skvldtt sina. það hlaut að leiða ilt af gerðum þeirra, sem þeir hefðu mátt sjá í upphafi. Að endingu votta éig öllum þeim, sem á einn eður annan hátt gerðu mér verttna skemtílega síð- astliðinn kirkjuþings-tíma, mitt innilegasta þakklæti. Sérstaklega vil ég nefna í því sambandi þá bræðnrna Svein Thorwaldson og Elis Thorwaldson, sem ekkert spöruðu til þess að gera mér tím- ann skemtilegan. þá má ég ekki gleyma að votta forseta kirkjufélagsins þakklæti mitt Erir hina framúrskarandi góðu ræðu, er hann flutti í byrjun þingsins, sem og fyri,r alt starf hans sem forseta þingsins. Skrifari þingsins á og þakkir skvldar fyrir hina prúömannlegu framkomu sína og vel unna starf í þinginu. Rnn- fremttr þakka é:g þeim prestumim séra Steingrími Thorlákssvni og séra Guttormi Guttorm.ssyni fyrir fvrirlestra sína, að undanskildu dökksvni því, er var á fyrirlestri séra Guttorms ; og séra Rúnólfi Marteinssvn.i fvrir hina frjálsmann- levu fratnkomu hans í þingimt. Góðrar viðkvnningar allra þing- manna og presta minnist ég með þakklæti. Hinn góði og gamli vámur minn, berra Loftttr Jörundsson, veitti mér móttöku, þiegar ég kom til Winnipeg. Ratisn þeirra hjóna var sem fvr, enda eru þatt hjón 1 fuð af ölium, er til beirra þekkja, fvr- ir dugnað og ljúlmannlega frarn- komu. Daginn, sem ég beið þar, skemtii herra Jörtmdsson mér með bví að fara með mig í bifreið sinni tt.m bæinn, og meðal annars svndi hann mér Tjaldbúðiarkirkju, sem nú er í smíðum ; verðttr það tilkomumikið hús og fögttr bvgg- ing Svo að 1 >knttm öllttm skemt- untim fvlgdi hann mér á j árn- brautarstöðina, begar tíminn kall- aði mig til burtiferðar. Gimli, 15. júlí 1913. K. Valgarðssott. JÓN JÓNSSON, járnsmiður at 790 Notre Datne Ave. (horni Tor- onto St.), gerir við afls konar katla, könnur, potta og pönnur. brvnir hntfa og skerpir sagir. Job Prentun tekur .|ón Hannesson n óti á prentsm. Heimskringlu DANARFREGNIR. þann 4. júlí lézt að Islendinga* fljóti i Nvja íslandi Jóhannes Jóns- son, hálf-áttræður að aldri. Jóhannes heitinn var a-ttaður úr Borgarfirði eystra í Norður-Múla- sýslu á Islandi. Ilann var búinn að vera í þessu landi í kringum 35 ár, og var því meið íyrstu mn- bvgg.jum þessa héraðs, því hingað fiutti liann strax og liann kom að heiman og var hér til dauðadags. Jóhannes sál. var tvíkvæntur. Fvrri kona hans var Guðrún Högnadóttir, ættuð úr sama hér- aði á íslandi og hinn látni. Iiin siðari kona hans var Halldóra þorleifsdó ftir, ættuð tir Húna- vatnssýslu. Báðar nti látnar. Hinn látni eignaðist 3 börn nTeð hinni fvrri konu sinni, og er eitt þeirra enn álífi. Börnin voru : Sólveig, kona þorsteins Goodman, í grend við Milton, N. D;iik., og Jónina kona Jóh. Helgasonar hér við Fljótið, nú látin. Hið þriðja barn þeirra var drengur, er dó m.jög iingttr. Jóhannes sál. var mörgum góð- ttm mannkostum búinn og í bezta lagi trúrækinn. Tarðarförin fór fram frá kirkjtt Bræðrasafnaðar bér við Fljótið bann 8. b. m. Séra Jóh. Bjarnason jarðsöng. Vinur hins Látna. Stórhneyksli á Þyzkalandi. — Á þýzkalandi hefir það valdið rniklu hneyksli, að tiu herforingj- ar, sem unnið hafa í hermála- stjórnardeildinni, hafa vierið ’ settir fastir og ákærðir ttm mútuþágur frá Krupp verksmiðjunni. b'.r betta árangurinn af kærum þeim, sem foringi jítfnaðarmanna í ríkis- þinginu bar á hermálastjórnina, og sem orsakaöi það, að hermála- ráðgjaíinn H. von lleeningen hers- höfðingi varð að Leggja niður em- hætti. Réttarrannsókn vfir hinum ákærðu foringjum stendur nú vfix, og er biiist við, að margt komi bar á daginn, sem nú er í myrkr- ttnum hulið. Jafnaðarmenn eru mjÖ!r glaðir vfir þesstim árangri af kærttm foringia síns, þó þeir hins viegar haldii því fram, að stjórnin mund p-era nlt, s«m hún getur, til þess að hjálpa hinum kærðtt út úr vandræðunttm. GOTT HUSNÆÐl TIL LEIGU. Ilreinlátt, skynsamt og skemtið fólk, sem ekki hefir í förnm óþarfa farangur, sem teknr upp húsrúm að óþörftttn, getur fengið húspláss með mjög sanngjö’rntim kiruskil- mála. í húsinu ertt öll nútíð þæg- inói : Bað, matreiðsbistó (Range)' talsími og rafurmagns-eldavél, sem sýöur vatns og eldar hvað sem er og steikir á 5 til 10 mínút- tim. Húsið er rétt við •'karlínu”, sem flytur rnan.n frá og til yZtu takmarka borgarinnar. Lysthafendur snúi sér til ■ S. VILHTÁLMSSON, 637 Alverstone St., Wintiij>eg. Kaupið He:mskringiu. D o 1 o r e s 267 þessu svaraði Talbot engu. Hún þagði stundar- korn og var hugsandi, en byrjaði svo aftur : ‘Nú vieit éig þetta og skil þaö ; stúlkan, se.m hann ætlar að giftast er enska stúlkan, dóttdr frú Russell. Okkur var sagt, að Lopez elskaði hana. Bann hefir komið hingað á eftir henni og frelsað hana frá Karl- istunum, og nú er hún auðvitaö ]>akklát honum og fús til að ganga að eiga hann. En hvernig get ég gert nokkurn hlut ? það er mér alveg ómögulegt. það væri voðalegt helgispell. Nei’, ég ætla að segja honiim allan sannleikann’. Brooke horfði á hana með kviöaftiUum svip. ‘G, Talbot, ef ]>ér gerið það, hvað haldið þér að þá verði um yðnr?’ ‘Ilvað meinið þýr ? ’ ‘Hann deyðir yðtir — já, verra en það’, sagði Brooke. ‘ITvers vegna ætti hann að deyða mig? það P'er- ir honum ekkert gagn. Og hvaða ástæðu hcfir hann til aö dieyða mig?’ ‘Eg hefi httgsaS um það — hitgsað ttm það þús- ttnd sinnttm. Rg hefi. nákvæmlega ígrundað það, hvað ske kynni, ef v.ið segðum liomnn eins og er, óg ég hefi komist að þeirri niðurstöðu, að það er betra að eiga alt á hættu í þessttm dtilarbúningi, já, að horfa í augti dattðans — heldttr en að opi'nbera Lopez levndarmál okkar nú’. ‘Opinbera homtm leyndarmál okkar ? Og hvers vegna ekki ? Hvað þurfum við að opitvbera? Eg þarf að eins að segja honum að ég sc ekki prestur — ég sé ensk stúlka, sem ltafi kíæðst þessttm dttlarbún-, ingi til þess að vera óhultari’. Brookc stundi. ‘það er of seint — of seint! En sá a9ni setn 6g er — stórasni. En ég þorði ekki að trevsta jiessttm stjórnarmönnum. Eg var liræddtir um, að þe|r 268 Sögusafn Heimskringlu mttndu gera yður eitthvað ilt, ef þeir vissu, að þér væruð kvenmaöur. það var yðar vegna, að ég varð- vei'tti þetta leyndarmál, og nú kemttr það i Ijós, að það var það versta, sem ég gat gert’. ‘Elg heiita því, að það hafi verið hið versta’, sagði Talbot róleg. ‘Hingað til hefir dttlaribúningurinn varðveitt mig ágætlega, og að því er ókomtia timann snertir, þá er nægttr tími til að tala um það’. ‘Of seiint! ’ . 'Elg held ekki. þír komdð ekki með nefn fullgild of seint. Eg skal segja yðttr hvers vegna. þér skilj- rök. Að minsta kosti vil ég reyna —’ . ‘Gerið ]x'r ]>að ekki, gerið ]>ér þaö exki! J>aö er ið það, aö ]>essi táldrægni hefir staðið yfir svo lemgi, að traust ltans á vötir er óbrigðtilt, og voubrigði hans 3'rðti meíri en hann gæti boriö. Sem presttir ltafið þér öðlast traust haits og viröingu, og ef þér segðuð hontim nú, að þetta væri alt saman svik, myndi hann verða svo reiður, ’að liann réði ekki við sig. Hann mundi líta svo á, að þériværuð að skop- ast að hans helgustu, hreinustu og' beztu tflfinnin/g- um, og við ]>etta bætist annað. Af einhverri ástæðu vill hann kvongast þessari stúlku, og ef þér neitið að gifta þau og segið honuni sannleikann, þá verður hainn svo reiður, að hann álíttir enga kvöl of mikla hegningu fvrii; vður. Ilann ntun segja, að l>ér að nauðsynjaJatisu hafið tælt og svikið hann — og, þó að þér í byrjuninni hafið álitið dttlarbúninginn nauð- synlegati, þá hefðuð þér átt að treysta honum og segja sannleikann, þegar l>ér sátið hve tniskttnnsamttr hann var nuér. Hann mun segja, aö þér hafið séð hann var göfugur maður, sem yður var óhætt að treysta og leita verndar hjá, og að það, að þér voruð dulklæddar svona lengi, var háð'utig og svi- virðing. Og þess vcgna verðum við að dvljo leynd- D o 1 o r e s 269 armiálið eins lengi og unt er, og opinbera þaö ekki tyr en seinast af ölltt’. ‘Ja, ég veit ekki’, sagði Talbot efanda. ‘Eg ætla aö gera ;eins og þér segið, Brooke ; en að halda áfram að vera dulklæddur á meðan mögulegt er, á- lít ég alveg eyðileggjandi. Hann er liklega ekki fáan- legtir til 'að fresta giftingunni ?’ Brooke hristi höfuðið sorgmæddur. ‘Nei’, sagði hann, ‘það er ekki líklegit. ILann getur haft stierkar ástæður til að hraða benni. ITann hefir máske þvingað stúlkuna til að lofast sér. Ilún elskar hann ef til vill alls ekki. Ilann er því líklega hræddur við, að bún bregðist sér, ef hann frestar giftingunni’. ‘Sé þannig ástatt’, sagði Talbot, ‘þá eykttr það mér erfiðleika. Ef hún elskar haun ekki og kringum- stæðurnar aru eins og þér gizkið á,. þá er ennþá sterkari ástæða fyrir mig til að neita, að vilja eiga hið minsta við þessi svndsamlegtt helgispjöll’. ‘0, Talbot!'’ sagði Brooke, og sneri sér að henni með algerlega vonlausum stúp. ‘Eg gæti þolað þessa eldraun fvrir sjálfan mig, en f\-rkr \7ðtir giet ég það ekki, cg giet ckki v.itað af því, að þér lendið í slíktim háska. Getið þér ekkert gert?’ Talbot stóð kyr, atigtt hennar fvltust af tárum, varirnar skttlftt og hendtirnar nötruðu. længi stóð hún þannig, án þcss að geta talað, og þegar hún loksins rcyndi að tala, var röddin hás og startlandi. ‘0, Brooke’, sagð .hún, ‘vðar vegna vil ég gera — hvað setn' viera skali; en ég get samt ekki \"ðar vegna gert öðrtim rangt. Mér sjálfri get cg g'ert rangt vðar vegna. Biðjið þér mig að ltða e nhveTja þraut vðar vegna, og ég skal gera það glöð og á- nægð. Já, Brooke, biðjið þér mig um að de\-ja f\-r- ir \-ður, oðó látið citthvert tækifæri gefast, þar sem ég get dáið til að frelsa \*ðttr, og ég ger.i það með '270 Sögusafn IIeimskringl.it inæigjtt. Ó, Brooke, þér megið ekki horfa á rrig með þessum örvilnanar svip, það er \erra en dauð- mn. Hugsið þér um .eitthvað anmað, Brooke, sta lið hugann,, s\-ngið ]>ér eitihverjar gamianvísur, syngið þér, — s\-ngið þér. Talið um eitt ©ða annað, en eyðfkggið okkur ekki með vonlausri sorg’. Brooke sneri sér frá henni og fór að ganga um gólf til þess að r,e\-na að ná sér. það var erfið bar- átta, en loks varð hann rólegri. Svo kom hann aíit- ur til Tnlbot, hló sinn stutta, einkennilegttf hlátur og sagði með sínum gamla kærulevsisróm : ‘Já, Talibot, duglegi drengurinn minn, þér hafið meira en að hálfu Leyti rétt, og eins og ég hefi alt af sagit, þá.er ekkert, sem jafnast á við góðan söng, °g ég kann tnarga góða söngva. Nú ætla ég að syngja einn af mítium-lökustu söngvum, það er efi íil vill ekki svo vitlaust að syngja hann. En — Talbot, ]>ér ættuð að læra að srengja, í öllu falli að raula. Rlg skal fcenna \-ður að blist.ra, ef þér viljið það. Mér þætti gntnan að vita, hvort þessum spænska þorpara geðjast að söng, Éjg skal svngja kvæði fvrir yður, ef þér viljið, og ég skal veðja Í0 sentum um það, að þér hafiö aldrei heyrt: það áðtir’. Og Brookte söng mjög undaxlegt lag við ennþá ttndarlegra kvæði. ‘Brooke’, sagði Talbot, ‘mér þvkir vænt ttm a'Ö þér, syngiS, þó kvæðið sé ekkert úrval, að því er feg- ttrð snertir'. í*Já, ég veit það, en dálítið af edttfeldni er stuml- um gott. J>að er ekki alt af gott fyrir mctin að vera of vnndlátir. Tijfdlið er, að þessir tímnr eru um of fínir, og ég hefi ásett mér, að koma þeim í hetra horf, ef mögulegt er, eða devja ella við þ;vr tilraunir’.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.