Heimskringla - 24.07.1913, Blaðsíða 6

Heimskringla - 24.07.1913, Blaðsíða 6
6-. BLS. VVINNTPEG, 24. JÚLÍ 1913. HEIMSKRINGLA MARKET HOTEL 146 Princess St. 6 móti markaOuam P. O'CONNELL, elgandl, WINNIPEQ Bezto vtnfönK vindlar og aöhlynning góö. Islenzkur veitingamaöur N. Halldórsson, leiöbeinir Islendingum. JIMMY’S HOTEL BEZTU VÍN OG VINDLAR. VÍNVEITARI T.H.ERA3ER, ÍSLENDINGUR. : : : : : dames Thorpo, Eigandl Woodbine Hotel 466 MAIN ST. ötærsta Billiard Hall 1 Norövestnrlaudinn Tln Pool-borö.—Alskonar vfnog vindlar Glstlng og fœÖI: $t.00 á dag og þar yflr Lennon A Heblt. Eigendur. Ídominion HDTEL 2 523 MAINST.WINMPEG j Bjðrn B. Halldórsson, ■ y eigandi. £m C TALSÍMI 1131 ? J BIFREIÐ FYRIR GESTI. } | Dagsfæði $1.5o ^ Legsteinar A. L. MaclNTYRE selur alskyns legsteina og mynnistöflur og legstaða grindur. Kostnaðar ftætlanir gerðar um innanhús tigla- skraut Sérstakt athygli veitt utan- héraðs pöntunum. A. L. HaclNTYRE 231 Notre Dame Ave. WINNIPEG PHONE MAIN 4422 6-12-12 SKÓVERZLUN S. JOHNSON’S 349 Queen St. King Edward hefur ætfð nægar byrgðir af al8kyns skófatnaði Talsími S 2980 Vér höfum fullar birífölr hreiuu-tu lyfja og meöala, Komiö meö lyfseðla yöar hing- aö vér gerum meöulin nAkvœmlega eftir ávísan lwknisius. Vór sinnum utansveita pönunum og seljum giftingaleyfl, Colcleugh & Co. Notre Dame Ave, & Sherbrooke St. Phone Qarry 2699-269fT Islandsfréttir. Reykjavík, 20. júní. — Gtiöm. Björnsson lanálæknir sevir eftiríarandi fregnir af eld- stöövunum, eftir bréfum, er hann hefir nýlega fengiö þar úr ná- grenninu : — AÖ austan haia bor- íst ýmsar fréttir síðan ég var þar, og hvaö eftir annaö fullyrt að nú væri byrjað að gjósa aftur. liig hefi fengiö tvö bréf frá Guöm. hreppstj. Árnasyni í Látalæti og í þeim sannar og glöggar fréttir. Honum segist svo frá í hréfi dag- settu 8. júní : '‘Enginn hefir farið inn aö eldstöövunum síðan við komum þaöan. Reykirnir fóru minkandi eftir það, og í nokkra daga sást lítið sem ekkert til þeirra en svb tóku þfci r sig upp aftur, upjp úr fjórðu sumarhelg- inni ; — ætli tunglfyllingin hafi getaö valdiö því ? Mestir voru réykirnir fimtudag, föstudag og lau'rardag í fimtu viku sumars ; þá voru það suðureldstöðvarnar, sem rauk mest úr, aldrei rokið jafn mikið úr þeim og þessa daga síðan fyrsta gosdaginn (2. sutnar- dag). þfetta ftillyrtu þeir, sem fyr- ir austan fjall búa ; þeir sjá het- ur til en við, sam fvrfr vestan er- um. þetta sýndist vera vatnsgufa, lítill ösku- og elds-litur á reykn- um. Hefir þá sjálfsagt annaðhvort hert svona mikið á gufugosum upo úr eldstöðvunum, eða að nýtt hraun hefir komið og runnið á snjó og brætt. þessa áður- nefndu daga rauk líka úr norður- stöðvunum, en miklu minna, minna en þegar þið vortið þar á ferð. Síðan 30. maí hafa verið hér sífeld norðanrok og sandbyljir, og hví sjaldan sést til austurfjalla. En þegar þangað hefir sést, hefir lítið borið á norðurreykjunum, en úr suðurstöðvunum hefir þá rokið öðru hvoru, mismunandi mikið, en þó aldrei mjög mikið. I.andskjálfta kippir engir síðan þið voruð hér”. — T>ar næst fékk é.g bréf frá Guð- mundi hreppstj., skrifað 16. júní. þar segir hann : “Nú voru sendir 2 menn inn að eldi í gær, þeir Jón Hannesson, bóndi í Húngarði og Arni Hannesson, bóndi í Helli. Komu aftur í dag og segja, að eldur sjáist nú enginn, en mdklir revkir um alt hraunið (I.ambafitj- arhraun) mest þó kringum gíg- inn og upp úr honum. Ilelliskvísl í vexti, ketnst ekki áfram nema út i hraunið, sem auðvitað er heitt niðri í enn, og ej'kur þetta guf- una. Kvíslin myndar lón við hraunbrúnina innanverða. Hraun- íð lítið breiðst út síðan við vor- utn þar, en auðvitað hefir hlaðist nokkuð ofan á, mest í kringum gíginn. Að suðureldstöðvunum bef- ir enginn komið”. — Nú er í ráði að gera við fjallaboksveginn, þar sem Lambafitjarhraun er runnið yfir hann, og hefir landsstjórnin veitt 200 kr. styrk til þess, og sennilegt, að það fé nægi til að gera vel neiðfæfan. veg yfir hrattn- jaðarinn, eða tnilli hrauns og hlíð- ar. — Rótt eftir að þetta var skrifað, barst mér bréf frá séra ófeigi í Fellsmúla, dagsett 18. júní. Honum ber alveg saman við Guðmund í Látalæti. En svo seg- ir hann : “Nú er aftur tunglfylling og við erum hrædd um, að eitt- hvað sé nú til tíðinda þarna inni frá að nýju, enda þótt ekkert hafi sést til fjalla í dag fyrir mistri og mori, því að fólk þykist hafa hevrt drunur ekki svo fáar úr gos- áttinni og loftið í da.g mjög svo eldlegt, þrungið af roðamisíri, og hrannað um alla austuract glóö- leitum skýjum. Er talið víst. aó þetta geti varla verið sand- eða moldar-mistur, enda þótt all- hvast hafi verið, því að sandrok hefir verið lítiö hér. Eu uin þetta skal þó nú ekkert fuilytöa”. — Synódxis kom samaii í gar í heimspekisdieild háskólalis. Jón Ilelgason prófessor ílutti á undau guðsþjónustu í dómkirkjunni. Er- indi þessi verða meðal annars flutt : Séra Gísli Skúlason talar um aðstöðu fríkirkju og þjóð- kirkju hér á landi ; IIar. •Nielsson prófessor um Kristsheitin í hiblí- unni ; K. Zimsen verkfræðingur um sögu sunnudag.askólanna ; Sig. Síversen dóoent um kristindóms- kenslu, og þórhallur biskup um biblíurannsóknir. Landlæknir uk- ur þátt í umræðunum um hjóna- bandslöggjöfina. — Oddur Gíslason yfirdómslög- maður hefir kært til bæjarstjórn.ir yfir því, að borgárstjóri hafi táð- ið annan mann til að flytja tnál fyrir bæinn, og telur það samn- ingsrof við sig, þair sem hann sé málafiutningsmaður bæjarins, og fleiru kvartaði hann undan. Mál þetta var til umræöu á bæjar- stjórnarfundi á fimtudaginn var og var þar samþykt traustyfirlýs- ing til Odds Gíslasonar. Borgar- stjóri fór af fundi þegar Jæssi urðu málalokin. M a n n a 1 á t. Nýlega er látinn Benedikt Sölvason, bóndi á Ing- veldarstöðum á Reykjaströnd í Skagafirði. Iíann var merkisbóndi. Hann lætur eftir sig ekkju og einn son, Guðmund, ritara við íslands- banka. Nýlega er og dáinn séra Bene- dikt Eyjólfsson, prestur í Bjarna- nesi, tæplega fimtugur að aldri, fædduir 1. nóv. 1863. — ísbjörn var skotinn austur í Fljótsdalshéraði í fyrradag, ætla menn að hanu hafi synt í land af hafís. — “Alt í grænum sjó”, gaman- leikritið, sem bannað var að leika í vor, hafa eigendurnir nú selt Vestur-íslendingum og mun það koma út þar vestra innan skams. — Séra Arnór þoifláksson á Hesti hefír sagt af sér embætti sínu. Trvggvi J>órhailsson guð- fræðiskandídat er settur til að þjóna brauðinu. — Maggi Magnús, sonur Júlíus- ar Halldórssonar læknis, er se/.tur að hér í bæ ogtekinn að stunda jækningar. Hann hefir dvalið er- lendis undanfarin ár og lagt fyrir sig húðsjúkdóma, og er nú sér- fræðingur í þeirri grein. — Mælt er, að þess muni nú ekki langt að bíða, að tekið verði að gera höfn við' Skerjafjörð. það er enskt félag, sem fyrir því gengst. — jón þorláksson verkfræðingur hefir nýlega sent stjórnarráðinu skýrslu um járnbrautarmálið. Tel- ur hann, að járnbraut austur í sveitir muni meira en borga rekst- ur sinn og viðhald þegar frá byrj- un. — Sigurður læknir Hjörleifsson er settur til að gegna hiéraðslækn- isembættinu í Reyðarfjarðarhéraði frá 1. júlí. — Björn Pálsson er látinn af ritstjórn Reykjavíkurinnar, og far- inn að gefa sig einvörðungu við málfærslustörfum. *• þlN GMÁLAFUNDUR. Hér í Reykjavík var þingmála- fundur haldinn í Barnaskólaport- inu kveldið 21. þ.m. Fundarstjóri M. Einarsson dýralæknir, skrifar- ar þórður Bjarnason verzlunarstj. og Matthías þórðarson fornmenja- vörður. Fyrri þingm. bæjarins, Lárus Bjarnason prófessor, lýsti stjórnarfrumvörpunum, en þessar tillögur voru samþyktar ; Frá J. Jónssyni alþm.: ‘‘Fundur- inn telur síðustu samningakosti í sambandsmálinu óaögengileiga, og er ekki ætlast til þess, eftir atvik- um, að leitað verði undirtekta Dana um málið í bráð”. Frá ól. Björnssyni ritstj.: 1) ‘Fundurinn- skorár á þingmenn bæjarins, að stuðla að því, að ísl. fáni verði löggiltur þegar á næsta þfngi”. 2) “Fundurinn skorar á alþingi, að gera sitt ítrasta til að efla peningastofnun þjóöarinnar, Landsbankann, á allan hátt”. Frá J. ólafssym alþm.: .“Fund- urinn telur rétt, eftir því sem sambandsmálið horfir nú við, að samþykt verði á alþinpi frumvarp til þeirra breytinga á stjórnar- skránni, er ætla má að þorri kjós- enda fylgi”. Frá A. J. Johnson áskorun til bingmanna um, aö vera á móti launahækkun embættisjnanna, — stofnun nýrra óþarfra embætta og bitlingum “til þeirra manna, sem ekkert svnilegt vinna í þarfir þjóð- arinnar ár frá ári, eða þá að eins það, sem enga nauðsvn ber til að vinna að svo stöddu”. Frá Guðj. Einarssyni prentara : að “borgarstjóri skuli kosinn af öllum atkvæðisbærum kjósendum kaupstaðarins, sem kosningarrétt hafi til bæjarstjórnar”. ^ Frá Gísla Sveinssvni málaflutn- ingsmanni : að “alþingi láti eim- skipafélagi íslands í té allan þann stvrk, er það megnar". Ennfremur áskorim til þingmanna út af Fálkamálinu 12. þ.m. og önnur út af ávöxtun opinberra sjóða. LÆKURINN. Sé ég litla lækinn renna liðugt fram í djúpið svala ; kominn nyrzt af hálsum, heiðum hrjóstrug'ar um leiðir dala. * Braut ég af mér fsalæðing, engum færa ruddi vegi, kom ég loks að kletti hörðum”, — kvæði hans mér þetta segir. “Hefi ég á hundrað árum holað klettinn — brotið vegi, margar á þá lykkjur lagði”. — Ljóöið hans mér þetta segir. * “Stundum frusu allar æðar, oft ég flúði rudda vegi, — uppgefist þó aldrei hefi”. — óður hans mér þetta segir. “Itig hefi barist til að týnast, — tapa í sigri, að loknum vegi, hverfa í úthafs ægi-djúpið”. — Óður hans mér þetta segir. Er ei þetta sérhvers saga ? Sigrar, tap og vonaiylling. Finst við endi æfistríðsins ekkert nema sjónhvörf, hylling ? Brynhildiír. MANITOBA. Mjög vaxandi athygli er þessu fylki nú veitt af ný- komendum, sem flytja til bú- festu í Vestur-Canada. þetta sýna skýrslur akur- yrkju og innflutninga deildar fylkisins og skýrslur innan- ríkisdeildar rikisins. Skýrslur frá járnbrautafé- lögunum sýna einnig, að margir flytja nú á áður > ó- tekin lönd með fram braut- um þeirra. Sannleikurinn er, að yfir- burðir Manitoba feru einlægt að ná víðtækari viðurkenn- ingu. Hin ágætu lönd fylkisins, óviðjafnanlegar járnbrauta- samgöngur, nálægð þess við beztu markaði, þess ágætu mentaskilyrði og lækkandi flutningskostnaður — eru hin eðlilegu aðdráttaröfl, sem ár- lega hvetja mikinn fjölda fólks til að setjast a* hér í fylkinu ; og þegar fólkið sezt að á búlöndum, þá aukast og þroskast aðrir atvinnu- vegir í tilsvarandi hlutföllum Skrifið kunningjum yðar — segið þeim að taka sér bólfestu í Happasælu Manitoba. Skrifið eftir frekari upplýsingum til : JOS. BURKR, Industrial Bureau, Winnipeg, Mnnitoba. JAS. IIARTNEÝ, 77 Tork Street, Toronto, Ontario, J. F. TENNANT. Oretna, Maniloba. W. W. UNSWORTII, Emeraon, Manitoba; S. A BEDFORD. Deputjj Minnister of Agriculiure, Winnipeg, Manitóba. » ♦ VJlTUR MAÐUR er varkár með að drekka ein- » * göngu hreinl öl. þér getið jafna reitt yður á. » » » » -» » » » ♦ » » » DREWRY’S REDWOOD LAGER það er léttur, frey Bandi bjór, gerður eingöngu úr Malt og Hops. Biðjið ætíð um hann. i E. L. DREWRY, Manufacturer, WINNIPEG. J » * a Skrifstofu tals.: Main 3745. Vörupöntunar tals.: Main 3402 t National Supply Co., Ltd. i Verzla með TRJÁVIÐ, GLUGGAKARMA, HURÐIR, LISTA, KALK, SAND, STEIN, MÖL, ‘HARDWALL’ GIPS, og beztu tegund af ‘PORTLAND’ MÚRLÍMl (GEMENT). Skrifstofa og vörugeymsluhús á horninu á : McPHlLLIPS OG NOTRE DAME STRÆTUM. Með þvl að biðja æfinlega um ‘T.Li. CIGAR,” þA ertu viss aö fá ógætao vindil. (UNION MADE) Western Cigar Factory Thomas Lee, eigandi WinnnipeR D o 1 o r e s 271 272 Sögusafn Heimskringlu Dolores 273 47. KAPlTULI. Lopez býður Harry að vera við gifting sína. Strax og dagur kom voru fangarnir vaktir. — Ashby var fyrst færður inn í herbergið, þar sem giit- ingin átti fram að fara, sem var sama herbergið og frú Russell og ungu stúlkurnar höfðu verið geymdar f. Sesx hermenn komu til að sækja hann, og höguðu sér jafn kurteislega við hann eins og hann væri heið- ursgestur ; en það var að eins spaug. Hann var naumast kominn inn, þegar Harry kom líka. Hann hafði íengið sérstakt tilboð írá Lopez að vera til staðar við giftingu, og var bæði hissa og forvitinn yfir því. Kvíði hans og löngun til að sjá Katie var eins sterk nú og nokkru sinni áður, og sýndi útlit hans ljóslega, hversu órór hann var. En hann vildi þóknast Lopez og halda við velvilja hans til sín, og þess vegna kom hanji þangað nú ; svipurinn sýndi, aö hugnr hans var annarstaðar. þannig stóð Harry þögnll og hugsandi út af fyrir sig. Og Ashby, sem hugsaði um þrætu þeirra og óvináttu, var efnnig þögull r>g hélt sér í fjarlægð. Meðan þeir stjóðu þannig þegjandi, kom þriðja persónan inn. það var Russell. Hann var enn í kvenkjólnum, af því hann gerði sér óljósa hugmynd um, að hann gæti komið sér að liði, ef hann reyndi að flýja, þó hann hefði enga hugynd um, hvernig sá flótti yrði' framkvæmanlegur. Harry starði á þessa einkenni- legu persónu og aðgætti hana nákvæmlega ; hann þekti hana von bráðar, og afleiðingin varð hávær skellihlátur, þrátt fyrir hugaróróann og kvíðahrygð- !ina. Russell leit á hann bænaraugum og gekk svo til Ihans til áð finna ofurlitla samhygð. þeór fóru stratx j að spjalla saman ; en Ashby, sem líka hafði þekt iRusselI, stóð kyr og brosti að eins lítið eitt. Vesalings Russell, sem var fuDur af kvíða yfix iþví, hvað fyrir gæti komið, gerði sér þó von um, að íeitthvað gæti komið íyrir, sem hindraði giftingu hans og Ritu. Honum fanst það vita á gott, að jhann sá Harry, og engill af himnum hefði naumast verið honum kærkomnari undir þessum kringumstæð- um heldur en Harry. Meðan þeir voru að tala saman, Harry og Russ- jell, kom Brooké inn ásamt Talbot. Harry sneri baki að dyrum, svo hann gat ekki séð Talbot, og Talbot sá ekki framan f liann. Og þó andlit Harrys hefði snúið að henaii, mundi hún naumast hafa séð þáð. Hún gekk hægt, andlitið var hvítt sem krít og aug- unuim hoirfði hún á góiflð, en hugsanir hennar voru langt, langt í burtu. Brooke var eins hugsandi og ihún, og gaf engan gaifm að þeim, sem inni voru. Nú varð Harry litið við, og hann sá — prest — að eins prest, en þaö snerti hann ekkert, hann sá að eins prestsklæðnaðinn, og hélt svo áfram samtalinu við Russell. Nokkrir hermenn bættust nú við þá, sem inni voru, en allir hinir hermennirnir voru fyrir utan dymar í ganginum. Við slikt tækifæri hefðu eflaust fleiri verið til staðar, ef ekki hefði svo staðið á, að hinir voru að neyta morgunverðar, sem verið var að veita þeim úr afarstórum potti. Nu kom Rita inn og méð henni Katie, sesm studdi sig við Ritu, af því hún var svo magnþrota. Lopez kom rétt á eftir þeim. þegar Russell og Harry sáu konur þessar, hættu þeir samtalinu undir eins. Báðir urðu þeir jafn hissa. Russell fanst sinn síðaáti tími vera kom- inn. þarna var stúlkan, sem elti hann og kvaldi og vildi giftast honum, hvort sem liann vildi það eða ekki. Hann hafði sagt Harry frá vandræðum sín- um, ert gat ekki fengið neitt fullnægjandi ráð frá hon- um. Hvað átti hann að gera? Hann vissi það ekki. Átti hann að segja ‘nei’, þegar Rita, prestur- inn og Lopez og allir hermenni^nir bjuggust við að heyra ‘já’ ? Var hann fær um, að bera aíleiðingarn- ar af ólilýðni sinni við Lopez og þrjóskunni gagnvart Ritu ? Og í þessum vandræðum sinum ásetti hann sér að velja það, sem var minni hættu undirorpið. Harry varð mállaus af undrun, þegar hann sá Katiie. Hann stóð eins og hann væri orðinn að stedni ; í huga hans skiftust á undrun, grunur og ótti á víxl, svo hann vissi ekki, hvað hugsa skyldi. Hvað var meiningin með þessu öllu ? Gifting? — Gifting þessa spænska kapteins ? Hver var brúð- urin ? Hvað gerði Katie hér ? Og hvers vegna kom Katie þangað niðurlút, náföl, skjálfandi, og gat naumast staðið nema með því, að styðjast við hand- legg þessarar spænsku stúlku ? þetta voru spurning- arnar, sem Harry bar upp í huga sínum, en gat ekki svarað. Að sjá Katie þannig, var fyrir hano það sama og verða fyrir þrumufleyg. Hún kom án þess að segja eitt orð, án þess að brosa, án þess að líta á hann ; hún kom eins og fórnardýr, sem nú átti að fóma. Ashby sá þetta líka. Hann hafði verið gramur við Katie, en að sjá hana þannig, vakti hjá honum djúpa meðaumkun. Hvað átti þetta alt að þýða? Var Katie brúðurin? Átti lnin að giftast Lopez? Var þetta heíndin lrá Lopez til hans? Lað hlaut að vera. En hvers vegna samþykti Katie þetta? 274 Sögusafn Heimskringlu það gat hann ekki skilið. Honum fanst það enn ný sönnun fyrir hverílyndi hennar. Hún hafði verið fölsk gagnvart honum vegna Rivers, — var hún einn- j ig fölsk gagnvart Rivers vegna Lopez ? Harry sárlangaði til að þjóta til hennar og beilsa henni, en það var eitthvað í svip hennar og augna- ráði, sem bannaðr honum að gera það. Örvilnan hennar, sem sást á svipnum, veikleiki hennar, í- stöðuleysi og niðurlúta andlitið. Hann gat ekki hreyft sig. Hann skalf af hræðslu. Allar hugsanir hans snerust um liana meðan hann spurði sjálfan sig að : Hvað er þetta ? Hvað þýðir þetta ?' Gift- ingu ? Og er Katie brúðurin ? Á meðan þeir hugsuðu þannig, Ashby og Harry, hafði Lopez tekið sér stöðu í öðrum enda herbergis- ins, og fór nú að ávarpa þá, sem inni voru : ‘Herrar mínir’, sagði hann, ‘mcr til ánægju hefi ég boðið ykkur að vera viðstaddir þennan viðburð, það gleðflegasta augnablik mitt á æfinni, þegar ég kvongast þeirri stúlku, sem ég hefi lengi elskað, og hefi loks náð.samþykki hennar með því, aö frelsa hana frá voðalegri hættu. Ég vona, að hljóta ykkar innilegustu árnaðaróskir, en hve innilegar, sem þær verða geta þær þó ekki jafnast við tilefnið sem fram- leiðir þær’. þegar Harry .heyrði þessi orð, stóð hann fyrst ky5 sem stein-líkneski, en svo breyttist hann alt í einu gersamlega : Rauðir flekkir sáust á fölu kinn- unum hans, og hann starði á Lopez með þeim heiít- arbruna í augum sínum, að æði var likast. ‘Herra! ’ sagði hann með hárri og nötrandi röddu, ‘hver er brúðurin?’ Lopez brosti háðslega og tók hendi Katie í sína. ‘þetta er brúðurin, sem verður konan mín að vígslunni alstaðinni’, Um leið og hann sagði þetta, greip Harry skam-> i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.