Heimskringla - 26.02.1914, Síða 7
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 26. FEBR., 1914
The Grain Growers
Grain Co., Ltd.
Herra ritstj. Hkr.
j>ar eS ég hefi ekki oít beöið
um rúm í dálkum Heimskriuglu,
Setla ég nú að biðja um það. Til
þessa eru ýmsar orsakir, en aðal-
lega sú, aið íslenzku blöðin hafa
ekki, svo ég muni til, útskýrt
þetta mikla og volduga félag bænd
anna. É!g hefi mælst til við ýmsa
menn mér færari að skrifa um mál
þetta, en það hefir enn sem komið
er ekki komist í gang fyrir þeim
herrum, en aldrei mun ég biðja
tvisvar um hið sama. þetta mál
áhrærir svo marga, sem eru kaup-
endur Heimskringlu, en þó tölu-
.vert margir af þeim, sem ekki
skilja fyllilegai muninn, sem er á
The Grain Growers Grain Co., og
hinu svokallaða Grain Growers
Association. j>að er hið fyr-
nefnda, sem ég ætla að skrifa um
fyrst, en hið síðarnefnda vildi ég
skrifa um síðar, en þó eins fijótt
og tök eru til.
Hið svokallaða Grain Growers
Grain Company, I,td. (4 islenzku
Bændafélags-verzlun) mun hafa
verið byrjað árið 1906, í byrjun
septembermánaðar. þetta félag er
því að eins um 6 ára gamalt.
Við hljótum því að verða stóff-
kostlega undrandi, þegar vér lítum
yfir þessa 6 ára verzlunarskýrslu
bændanna. það er tæplega, að
maður átti sig á því, að það er
algjörlega rétt og satt, að þetta
bændafélag svona ungt sé nú í
'dag orðið hið s t æ r s t a korn-
yerzlunarfélag í þessu mikla Can-
ada veldi, og meira enn, — það er
f dag það m e s t a bœnda sam-
takafélag í heiminum, hvar sem
leitað er.
Ég játa, að ég tek hér djúpt í
árinni, en ég býð hér með hverjum
heiðvirðum manni, að yfirlíta og
lagfæra j>etta, ef órétt er tneð
farið hér.
j>etta félag hefir verið myndað
að eins af bændum, og bændur að
eins eru eigendur þess, og því er
eingöngu stjórnað af bændum sjálf-
um. Hluti í þessu félagi fá að eins
keypt bændur og konur þeirra,
synir og dætur, og sannarlegai
ættu allir bændur að vera með þvi
— þá mætti enn meiru afkasta.
því að það er svo ótal margt sem
gjöra þarf og ótal ókjör, sem
bændur líða og stríða við og kon-
nr þeirra og börn.
Já, bændastéttin hefir liðið hér í
VewfeTtrln.nJir>u oít líðnr •enn í (íag,
og því er það kveljandi að ltugsa
til þess, að þetta getur orðið í
komandi tíð líka, ef bændur sjálfir
ekki vakna í tíma. því einsog
skýrslur félagsins bera með sér eru
enn margar þúsundir bænda, sem
enn hafa ekki tekið hluti í þessu
félagi, og eru því oft af mótstöðu-
mönnum þessa félags taldir á
móti þessum félagsskap. En það
eru þeir samt ekki, en gáleysi
þeirra sjálfral er þó hér um að
kenna, sem þó ætti ekki að vera.
Félagið var löggilt árið 1911,
með sérstökum lögum, af Canada-
þingi. Höfuðstóll $2,000,000, í 80,-
000 hlutum, hver einn hlutur $25.
Aðalskrifstofur félagsins eru Win-
nipeg og Calgary.
Höfuðstóll í hlutabréfum
mun vera ............. $2,000,000
Eignir alls nú ......... 1,265,344
Innheimtur höfuðstóll ... 586,472
Varasjóður mun nú vera 260,520
Gjöf til útbreiðslu bænda-
félagsins ................ 5,500
Gjöf til að leiðbeina
1 bændum .................. 15,502
Gróði á verzlaninni í ár
afgamgs kostnaði ........ 121,614
Umsetning á korni bænda
í ár ........'......... 28,000,000
Korn selt fyrir bændur alls
síðan 1. sept. 1906 (sam-
tals bush.) .......... 77,707,067
Varasjóður árið 1911 ... 90,000
Varasjóður árið 1912 ... 200,000
Forsetar félagsins eru : T. A.
Crerar (forseti), E. J. Fream
(varaforseti), John Kennedý (ann-
ar varaforseti). Ritari : Wm.
Moffat.
Stjórnarnefnd : T. A. Crerar,
Russell, Man., R. McKenzie, Bran-
don, Man., John Kennedy, Rosser,
Man., Wm. Moffat, Souris, Man.,
Ilon. Geo. Langley, M.L.A., Wag-
mont, Sask., J. A. Maharg, Moose
Jaw, Sask., F. W. Green, Moos
Jaw, Sask., John Morrisony, Yel-
low Grass, Sask., E. J. Fream,
Cal^ary, Alta.
í viðbót við ofangreindar skýrsl-
ur mætti bæta við ýmsu fieiru og
sýna þannig hverja ársskýrslu út
af fyrir sig, en þess i rauninni
gjörist ekki þörf, þegar búið er að
sýna aðal liöfuðstól, tekjur og
tekjuafgang og svo gróða eftir að
allur kostnaður er írá dreginn. Ég
ætla því ekki, að fara mikið út í
tölur hér eftir um þetta mál, lield-
ur að eins segja nokkur orð aðal-
lega um verkahring þessa félags og
tilgang þess, sem alt er auðvitað
til efiingar og verndar fyrir bænd-
ur sjálfa. það er því lífsspursmál
fyrir bændur að styðjal félagið af
hug og dug og brúka alla sína við-
leitni og áhrif því til stuðnings,
einsog sýnt er hér að framan, er
íélagið komið langt á veg og hefir
afkastað miklu fyrir ykkur. En
gætið vel að öllum þeim sam
steypufélögum, sem láta ekkert
mögulegt tækifæri ónotað til þess
að rýra álit þess, og, með öllu
eyðileggja þetta félag, ef þeim væri
það mögulegt. Háskinn er þvi á
alla vegu og með allskyns móti og
brögðum er því beitt. því mörg
þessi auð-samsteypufélög sjá auð-
vitað sína sæng uppreidda ef bænd-
um tekst að sameina sig og
krafta sína. þau sjá þá, að búið
er með allar þessar hundrað þús.
undir dollars, sem þau hafa með
svikum og brellum og berum þjófn-
aði svælt undir sig af bændunum.
Og ein tegund þeirra var og er
hveitifélögin og kofnlilöður þeirra.
þar hafa rangindin verið með öllu
hróplev, og mörg er nú bláfátæk
fjölsk \ .<Un hér í Y'estur-Canada
fyrir aðgjörðir þessara íélaga, og
margur heiðarlegur maður og
kona hafa verið lögð í gröfina fyr-
tr ofreynslu og þrautir við lífs-
starfið, sem liggur mest í því, að
fá ekki að njóta stríðs sín og
starfa. Já, hveitið hefir verið hrifs-
að úr höndmn þeirra, oft og ein-
att fyrir hálfvirði, og stundum eiin
minna en hálfvirði.
Finst vkkur* nú bændur enn ekki
tími kominn til að styrkja bænda-
cða bræðraböndin ? Eða finst ykk
j ur, að sökin sé enn of lítil ? Já,
j það eru eimnitt liveitifélögin, sem
þurfa að fara fyrir kattarnef. það
eru þau, sem mesta eymdina hafa
gjört hér í Vestur-Canada,— enda
svna þau það uú í verkinu, hvað
liart þau berjast á nióti bændafé-
laginu. þau sáu, að hleðslupallar
ívrir bændur orsökuðu, að þau
gátu ekki náð því hvedti til sín,
sem þannig var sent burt i jám-
brautarvögnum, og þannig mistu
algjörlega klóíestu á þessu liveiti.
A þessu hafa bændur tnikið grætt,
. en hveitifélögin hafa séð sitt
' raunalega talp. þau hafa á marg-
víslegan og ítrekaðan hátt reynt
alt mögulegt til að ná burtu þess-
um hleðslupöllum bænda, og jafn-
vel farið svo langt, að reyna að fá
Canada þing til atí afnema með
öllu úr lögum þessa hleðstupalla.
það er því auðséð, að þessir bar-
únar hafa orðið varir við tekju-
halla sinn, þegar bænd tr knésettu
þá svona. En þetta með ýmsu
fleiru kostar bændafélagið mikla
peninga. það getur ekki sent stór-
ar nefndir austur til Ottawa fyrir
litla peniuga, því þangað þarf alt
af að vera að senda, að fá stjórn-
ina til að mdðla. En þessi aragrúi,
sem allir sækja sem einn í etuu að
Bændafelaginu, þeim virðist það
mikið áhugamál, að því sé sem
allra fljótast á kné komið. Setjum
nú svo, að hveitifélögunum tækist,
að ná af bændum þessum hleðslu-
pöllum, þá mundi fljótt koma í
Ijós gamla lagið, því þá yrðu
bændur naluðugir eða viljugir að
selja og senda hveitið til þeirra
aftur, og yrði auðvitað seinni vill-
an enn verri en hin fyrri. það ‘er
því ekki lítið undir því komið, að
bændur sjálfir sjái sinn eigin hag
og sómn. þó það sé ef til vill hag-
ur í bráðina, að láta aðrá berjast
fyrir sinni velferð, þá er slíkt ekki j
samboðið heiðvirðum mönnum. <
því ef allir bændur tækju hlut og
j>átt í þessu mikla fyrirtæki, þá i
vrði þetta fijótunnið stríð. — En I
að hugsa sér þann sannleik, að enn j
séu ekki helmingur bænda hlúthaif- j
ar, eftir öll þessi ár og eftir allar j
þær umbætur, se-m þó er búið að j
afkasta, — þetta segi ég að sé alls j
ekki forsvaravert fyrir þá bœndur, j
sem hér eiga hlut að máli. þetta j
segi ég í fullri alvöru, og gætið að j
— þalð er vinur, sem til vamms j
segir.
Ýms önnur félög vinna á móti j
oss, og sum þeirra í laumi og j
pukri, og brúka öll meðul fáanleg. j
þannig hafa þessi hveitifélög hér ;
í Vestur-Yanada leyni-hveitikaup- ;
menn til að fala hveiti af bamdum, j
seni þó brúka hleðslupalla og hæg-j
Iega gætu sent hveitið sínu eigin !
félagi. En þessir svo nefndu l
skuggasveinar virðast oftlega geta j
talað um fyrir sumum bændum, og j
uáð þannig aftur gömlu tökunum. j
— Já, þetta ér drepandi! — En i
þetta set ég ekki hér til að sýna
einn eða annan, heldur til að sýna
aðferð þá, sem brúkuð er, þvi bar-
únar þessir munu finnast í flestöll-
utn bæjum og borgttm hér í Ves-t-
urlandinu. það er í fylsta máta
vonandi, að þessi bogalist bregð-
ist þeim, og það fljótt, og er slíkt
algjörlega á valdi bændanna, að
þeir standi stöðugir og trúir í
sinni stétt og hafi sjálfstæði.
það er margt fleira, sem umbæt- ]
ur hafa verið gjörðar á. það hefir
verzlunarsamtök til að kaupa inn
varning fyrir hverja sveitardeild
með heildsöluverði, svo sem kol,
hveitimjöl, tvinna, jarðyrkjuverk-
færi og allra handa fleira. það
le-n-ur til mikið fé árlega til leið-
beiningar og ttppfræðslu fyrir
bændur í Vesturlandinu i ölíum
fylkjunum. Að kaupa hluti í félag-
inu þarf nú að borga $30
hvern hlut. þó þarf ekki að út-
borga hlut'inn, en svo vaxa þessir
hlutir eða hækka í verði og þar
íyrir utan færð þú rentur af hverj-
um hlut, sem er borgað árlega í
peningum til þín. þessi renta eða
vextir uemur um 10—12 prósent.
það er því ekki að eins að þú
Styðir félagið m-eð því að taka
hluti, heldur er það gróðafyrirtæki
um leið, og það er líka vernd fyrir j
þig, sem meðiitnur í þjóðfélaginu. igild peninga-ávísun,
Hér er auðvitað alt hið sama fyr- prósent af uppliæð
Þessi búð er fyrir yður—Lítið eftir svarta og hvíta merkinu.
TROÐNINGUR! MANNÞRÖNG!
Hin nýja Winnipeg sölubúð kemur fram í dagsljósið með risasporum. Hver böggullinn
eftir annan hefr verið sendur úr búðinni víðsvegar um borgina. Þúsundir ánægðra viðskifta-
manna hrósa happi að hafa haft tækifæri að verzla við oss, Orðtiltæki, svo sem:_“Það var
sannarlega góð sending fyrir hina fátæku”, “Þau frámunaleg verðgæði”—heyrast daglega
í búð vorri. Nýjar vörubyrgðir daglega. Veröið lægra en áður. Komið á hverjum degi
og þér munuð ekki verða fyrir vonbrigðum. Eftirfylgjandi munir á aíarlágu verði, og þús-
undir annara hluta.
President Axlahönd Þetta eru hin tísviknu President axla- bönd. Vér höfum allar tegundir fyrir 34c. Karla bómullar sokkar. Allar stærðir og litir, vanalegt verð 35c Sérstakt verð 17c
Karlmanna húfur. $1.00, $1.50, $1.75, karlmanna húfur> allar tegmidir og litir. Þér verðið á- reíðanlega ánægðir. Sárstakt. 49c. Karla aluUar nærföt. Vel þæfð, ábyrgðst að endast vel. Allar stærðir. Skirtur og buxnr samstætt. virði $1.50 49c.
Allar Karla flannels skirtur. stærðir. Margar tegundir að velja úr. 76c. Karla sauðskins jakkar. Ytra borðið úr þykku Duck klæði 7 þum!. stangaðir kragar. Vel saumaðir $2.98
Grá aluilar Blankets 53x73. 6 pund, alullar blankets. Sér- stakt verð. áður $2.50, Nú parið $1.05 Karla fatnaðir. ,Vesti, jakki og buxur, allt samstætt Vana verð $12 00 og $15.00. Vel sanm- að, nú aðeins $4.29
Karla og Kvenna hvítir vasaklútar
og kven»a hvítir vasaklútar
Venjulega lOc. karla
meðan þeir endast
2c.
488 MAIN STREET .
Þar sem Hingston-Smith búðinn var. á Inóti Confederation Life
Hermála ráðstofan í Ottawa.
L OKUDUM TILBOÐUM, er
merkt séu “Tilboð um eldivitJ',
um að leggja til eldivið við her-
mainnabyggingarnar í Winnipeg og
lyj.7. Brandon, Man., og Regina, Sask.,
til árs, upp til 31. mars 1915, —
j verður veitt móttaka af undirrit-
skrifstofu
Fyrir bestu brauðgerð
— reynið þetta.
Hepni er meS ySur suma bökun-
ardaga, hvaSa mjöl sem þér notiS,
en hepni hvert skifti fæst aðeins
meS því aS mölunarmaðurinn velji
hveitiS samkvæmt reynslu ofnsins.
Þessvegna tökum vér 10 punda
sýnishorn af hverri hveitisendingu
sem vér fáum. Mölum og bökum
úr því brauS.
Ef brauSiS er stórt og gott, not-
um vér hveitiS, annars seljum vér
þaS. þér verSiS æfinlega hepnir
meS böl’.uninna ef þér notiS hveiti
meS þessu nafni.
ir alla bændur, hvaða búskapar-
tegund sem þeir stunda — svin,
gripi, fisk, fugla, allir hafa jöfn
réttindi.
Já, hamingjunni sé lof, að loks-
ins rof-ar fvrir ljósi, að bændur og
allur vinnulýður fá meira jafnrétti
og þessir fáu ofríkismenn, — sem
eru þó of margir og vilja fá að
ráða og ríkja helzt yfir öllum og
allri jörðunni — líka fái sín m-ak-
leg málagjöld, og þá en ekki fyrr
fær hin iðjandi þjóð að njóta sinn-
ar eigin starfsemi, og þá verður
gnægð fyrir alla. Keppum að ná
því takmarki.
Meira seinna um hið svokallaða
“Grain Growers Association”.
Sinclair, 16. feb. 1914.
A. Johnson.
uðum á aðal hermála
landsins í Ottawa.
Prentuð samningsform, er gefa
allar upplýsingar þessu viðvíkj-
andi, geta menn fengið hjá um-
sjónarmanni hermála skrifstofunn-
ar í Ottawa, og hjá héraðsum-
sjónarmanni i Winnipeg.
öllum tilboðum verður að íylgjai
er svari 5
tilboðsius,
borganleg til hermálaráðgjafa, og
tapar íbjóðandi þeirri upphæð, ef
honum veitist umsóknin, cn ljúki
hann ekki skyldum samkvæmt
samningi. Peningarnir verða end-
ursendir sé tilboðinu hafnað.
Ráðstofan skuldbindur sig ekki
til þess, að takal lægsta eða nokk- j
uru boði.
EUGENE FÉSETT, ofíursti.
Ilermála ráðstofan,
Ottawa, 4. febr. 1914.
Sérstakt Jóla-góðgæti
BolliDger kampavÍD, búið til 1906. Kampavín búið til 1898, 1930, 1904
1906. Veuve Anoiot í tuga körfum 2, 3, 4. 6 flöskur í hverri. Sjerrí, 106
ára gamalt. búið til 1807. Ágætt kampavín, Claudon & (’o. 83 ára, 1830.
Ágætt kampavín, Olaudon 4 Co. 55 ára 1858. Gamalt portvín búið til 1870
Lfion Violland, llurgundies, búið til 1898-1904. Gaden & Klipsch,
Hoideaux, rauðvín. Ed. Saarbach <fe Co., Kinurctg Moselle \in. VVilliam
I'ou 1 d, ekoskt vrn. Bavanan Munieh lijor. Bohemian I’ilsner bjór
Golden Grain Belt bjór.
Richard Beliveau Co. Ltd.
Stofnað 1880
Importers of Wines, Spirits and Cxgars
Phone M 5762, 5763 - 330 Main St.
f-1_j_j_j_l_j_i,.j_}_j_j_t_j_|_j_j_l_4_*_»-
ISherwin - Williams”
AINT
FLOUR
KENNARA
íyeir Westside S.D. 1244, Saskat-
chewan. Skólatimi 8 mánuðirn
byrjar 1. apríl, endar 1. des. Um-
sækjendur tilgreini mentastig, æf-
ingu og kaup. Umsóknir þurfa að
vera komnar til undirritaðs fyrir
15. marz næstkomandi.
Oscar Gislason, Sec’y-Treas.
Ueslie, Sask.
KENARA VANTAR
P
fyrir alskonar
húsmálningn .
“ Meira brauð og betra brauð ‘ og
“ betri kökur líka. “
'fyrir Norðurstjörnu skóla No. 1226
i sex mán-uði, frá 15. apríl til 15.
nóv., su arfrí yfir ágústmánuð.
Tilboðum, sem tilgrein-a mentastig
og katip, sem óskað er eftir, verð-
ur veitt móttaka af undirrituðum
til 1. apríl næstkomandi.
Stony Hill, Man,, 18. febr. ’14.
G. Johnson.
“ Prýðingar-tfmi nálgast nú. *’
Dálítið af láherwin-Williams ..
; * húsmáli getnr prýtt húsið yð- * •
.ar utan og innan. — B rú k i ð J
ekker annað mál en þetta. —
S.-W. húsmálið málar mest, 31
endist lengur, og er áferðar-
>. fegurra en nokkurt annað hús *
ntál sem búið er til. — Komið .
inn og skoðið litarspjaklið.— ••
| CAMERON & CARSCADDEN |
QUALITY HARDWARE
í Wynyard, - Sask.
PHONE GARRY 4346
OWEN P. HILL
CUSTOM TAILOR
Sjáið mig viðvíkjandi haustfatnaðinum Alfatnaður frá $19
og upp. Verk ábyrgst. Eg hreinsa. pressa og gjöri við
kvenna og karla klæðnaði. Loðvara gerð sem ný. Opið hvert
kveld.
522 NOTRE DAME AVE.
Main Ofpice 221 Bannatyne.
OBA
Phones Garby 740 741 and 742