Heimskringla - 18.06.1914, Page 1

Heimskringla - 18.06.1914, Page 1
GIFTINGALEYFIS- | VEL GERÐUR BRLF SELD |LETUR GRÖFTUR Tb. Johnson Watchmaker, Jeweler& Optician Allar vidgerðir tíjótt og vel af hendi loystar 248 Main Street Phone Maln óöOð WINNIPEG, MAN Fáið npplýsingar um PEACE RIVER HÉRAÐIÐ OG DUNVEGAN framtíðar höfuðból héraðsin» HALLDORSON REALTY CO. 710 Mclntyre Kloek Fhone Maln 2844- WINNIPEG MAN ♦..........................—■ ♦ XXVIII. AR. WINNIPEG, MANITOBA FIMTUDAGINN, 18. JONI 1914 Nr. 38 Almennar kosningar í Manitoba 10. Júlí næstk. Ismkvæmt yfirlýsingu, er birt ▼w í stjórnarráði Manitoba-fylkis síðastliðinn mánudag, þann 15. þ. er þing uppleyst og efnt til aýrra kosninga föstudaginn þann 10. júlí najstkomandi. tJtnefningar fara fram viku fyrir. Fara kosning- ar fram þann dag á öllum stöðum í fylkinu. Áríðandi er það fyrir livern þann, sem ætlar sér að greiða atkvæði við þessar kosingar, að komast á kjör- skrá. Er nú verið að semja kjör- skrár hér yfir bæinn og er þetta síðasti dagurinn er menn hafa tækifæri til að skrásetja, (17). Ættu engir að iáta það undir höfuð legg- jast. Skrásetninga staðir verða opnir til kl. 10 síðdegis en eftir það verður engum nöfnum komið á kjörskrá. Sé kjósandi annaðhvort veikur eða fjærverandi, svo þess- vegna geti hann ekki komist á skrá- setningar staðinn má faðir eða bróður, móðir eða systir eða kona «ða húsráðandi þar sem liann býr, láta-skrásetja hann. Þetta skyldi allir fslendingar athuga, því ekki er vegur vor of mikill þótt vér ekki gjörum oss, fyrir eigin vanrækslu éatkvæðisbæra eða réttlausa í land- itiu. Sækiö skrásetningar staöinn og komiö svo á kjörstaöinn. GRIKKLAND. Athenuborg, 12. júní—-Undanfarið kafa Tyrkir beitt harðræði miklu við alla Grikki sem í löndum þeirra búa. Þeir hafa rekið þá úr litlu Asíu f stórhópum svo að þúsundum nemur og eins af eyjum þeim þess- m fáu, sem þeir enn hafa ráð yfir og sveitunum í kring um Miklagarð og Adrianópel. Þetta æsti mjög hugi Grikkja á nióti þeim og um þann 12ta er sagt að Tyrkir hafi ráðist á þorp eitt á Grikklands ströndum sem Aivalik heitir og eru ]>ar 2500 Grikkja.. Meira þarf ekki til að kveikja Iogan. Enda var Venezuelos, stjórnmála- garpur Grikkja, búinn að vara þá við því á þinginu að ófriður væri í nánd. Koma þeim Grikkjum nú vel herskipin, sem þeir keyptu af ' Bandaríkjunum. Ennþá leggja Frakkar á sig 180 miliónir dollara til herkostnaðar, svo þykir þeim ótryggur friðurinn. Seinni frétt segir að Grikkir hafi slegið eign sinni á eyjarnar Chios og Mytiiene við Asíu strendur og um leið að Tyrkir hafi drepið 700 krist- inna Grikkja í borginni Aliaga. Er því ekki eftir annað en að gríska og tyrkneska flotanum slái saman. Óeirðir á Ítalíu. Það er ekki nýtt, að órótt Sé á ítalíu, þvf að ftalir eru menn fjör- ugir og heitt í þeim blóðið; en ó- róinn núna er svo einkennilegur, að vér viljum geta hans með fáum orðum. Það lá við, að járnbrautarmenn gjörðu þar verkfall þvert og endi- langt yfir landið, en það lognaðist út af og komst regla á smátt og smátt. En víða urðu óspektir nokkurar og risu menn upp og hrundu af sér stjórn allri, og lýstu því yfir, að þjóðveldið væri stofnað, en kon- ungur afsettur. Lítur helzt út fyrir að samtök hafi verið gjörð um alt landið. Því hefir oft verið spáð, að kon- ungsvaldið væri á förum í Evrópu, «n þarna sprakk nú bólan í þetta skifti. Lakast var það í héraðinu Rav- enna á Norður-ítalíu við Hadria- flóa. Þar risu menn víða upp í hin- um smærri bæjum og kusu nefndir til að stýra málum öllum og köll- uðu þjóðveldisnefndir (republican eommittees). Þeir vopnuðu hvern, sem vopni gat valdið, en menn þar víða mentunarlausir og þroskalitl- ir og héldu, að nú mætti hvergjöra sem honum sýndist. Menn brutu •g brendu kyrkjur og klúbba og rændu öllu, sein fémætt var; en ættu prívatmenn stórhýsi eða aðr- ar eignir, þá voru þeir beðnir að iáta þær af hendi við þjóðveldið, og svo lögðu hinir nýbökuðu þjóð- veldismenn hald á þær og seldu við opinber uppboð, hverjum sem hafa vildi, og fóru þær oft fyrir lftið verð, eða svo sem ekki neitt. Með þessu ætla þeir að endurnýja hina gullnu öld, þegar enginn þurfti að vinna og menn höfðu allsnægtir án þees. Sumstaðar gekk það til líkt og á dögum stjórnar byltingarinnar frönsku, til dæmis í Ancona, sem er sjóborg all-mikil við Hadria-flóa. Þar var það fullyrt, að frelsishreyf- ingin hefði orðið ofan á, en kon- ungsvaldið undir lok liðið. Opin- beriega var því lýst yfir, að þjóð- veldið væri stofnað, og dreginn upp hinn svarti fáni bændafélagsins í stað ríkisfánans Öll fréttablöð, sem þangað komu og til bæjanna í kring, vom óðara tekin og brend, svo að skríllinn skyldi ekkert frétta af því, sem ann- arsstaðar gjörðist Mönnum var tal- in trú um, að herinn hefði snúist frá hlýðni við konung og gengið í flokk freisisvinanna Þetta gekk um hríð, en svo fóru herflokkarnir að koma, og víða urðu þeir að skjóta á fólkið í bæjunum, áður en þeir gætu sannfært það um, að konung- ur sæti ennþá fastur á stóli. Malatesta liét hann frelsispostul- inn í Ancona, scm foringi var fyrir uppreistinni Tók hann alla mótor- vagna í borginni og sagði að kon- ungur væri flúinn, en forsætisráð- herrann til fanga tekinn og nú væri upprunninn dagur frelsisins. En þegar hermennirnir komu til að sefa uppreistina, var Malatesta flú- inn og fanst hvergi. 1 Ancona var það, að fjöldi af heldri mönnum og efnuðum var dreginn fyrir þjóðveldisnefndina. og urðu þeir að afneita konungs- valdini og sverja þjóðveldinu lioll- ustu. Meðal þeirra var Ugolir.i greiii — hann var tekinn í bifreið sinni og lést ' 0' a með byltingamönnum, og var dreginn rauður fáni upp á vagn hans og hann látinn keyra með það um borgina En með hon- um í vagninum var einn úr nefnd-' inni, sem þeir kölluðu Robespierre, í höfuðið á hinum alræmda bylt- ingamanni Frakka. Þarna var reglulegur “anarkism- us”, og gáfu þeir út blað, sem þeir kölluðu ‘Brutus Gazette’. I þvístóð meðal annars: “Stjórnarbylting hefir brotist út, og er að breiðast út um héraðið Romaqua (á miðri Italíu, þar sem Rómaborg er). Enn sem komiö er, hafa menn ekki tekið Quirinal-höll- ina (þar sem páfinn situr), en það verður bráðlega gjört. Konungur er dæmdur og alt hans vald og hlýtur að falla í dag eða á morgun. Áreið- anlega mjög bráðlega. Yér verðum því að vera harðir og einbeittir. Að hvarfla eða hika nú er bleyðu- skapur, iandráð og ófyrirgefanleg- ur sljóleiki”. Þar var og sagt, aö hinir og þess- ir hefðu verið dre])nir í þessuin og þessum bænum, að bráðabyrgðar- stjórn væri komin á f Mailand (Milan) og Etrúskar hefðu allir risið upp og að sjóflotinn hefði gjört hið sama í litlum bæ, Alfonsine, nálægt Ravenne, var járnbrautarstöðin brend upp til kaldra koia; kyrkj- urnar voru rændar, ijósastjakar og margir helgir dómar dýrlinga voru teknir, bornir í liaug einn og brend- ir upp. Sama var gjört við klubb einveldismanna þar. Og svo var mikill ótti manna þar, að menn opnuðu hús sín og búðir allar og báðu uppreistarmenn að taka þar hvað sem þeir vildu. En þetta æsti skrílinn í stað þess að sefa, og svo fóru byltinga-lióparnir til ráðhúss- ins, brutu það og rændu og brendu svo upp með öllu, sem þeir ekki gátu með sér tekið Þetta var þó bráðlega alt niður- brotið. Stjórnin var einlægt við völdin og fór að senda hermenn út um sveitirnar í þúsundatali. Þeir bældu náttúrlega alt niður. En þetta er sýnishorn þess, sem í vænd- um er og búast má við fyrri eða síð- ar. Það er “anarkismusinn” eða stjórnleysið, sem er að reka upp kollinn. Líkt og fiskurinn í Fróðár- undrum, sem rak höfuðið upp úr gólfinu, og þegar barið var á það, þá gekk fiskurinn einlægt hærra og hærra. Þetta sýður undir niðri í ölluin meginlöndum Evrópu. Og enginn veit, hvenær það kemur, en einiægt mega menn búast við einu eður öðru af þessu tagi FJÖLMENT SAMSÆTI. Á föstudagskvcldið var, þann 12. Þ.m., liélt Únítara söfnuðurinn ffjölment mót í fundarsal kyrkjunn- ar til þess að fagna heimkomu Hannesar Péturssonar og Tiliy Pét- urson, konu hans, og að þau kom- ust lífs af úr skipstrandinu mikla, er Empress of Ireland sökk með rúmt 1000 manns innanborðs, í St. Lawrence fljótinu, föstudagsmorg- uninn þann 29. f. m. Var fólki fyrst stefnt saman uppi f kyrkjunni, og var svo þaðan gengið ofan í fundarsalinn og sezt undir borð. Áður en til snæðings var tekið, flutti Skapti B. Brynj- ólfsson ágætis-ræðu, og munu flest- ir, er til hans heyröu, minnast þeirrar ræðu iangan aldur. Skýrði hann fyrst frá orsökunum, er lægi að þessu samsæti, og fór þá nokkr- um orðum um slysið mikla; vék því næst að því, hversu giftusam- lega að þau hjón hefðu bjargast úr þessum háska, og fram bar því næst lieilla- og árnaðaróskir allra félagsmanna til þeirra. Að loknu erindinu afhenti hann þeim sína úrfestina hvoru, er safnaðarnefnd- in liafði keypt, og látið grafa á fangamörk þeirra og safnaðarins. Skemti þá söngflokkur safnaðar- ins, undir stjórn hr. Brynjólfs Þor- lákssonar, með nokkrum söngv- um. Var þá byrjað á borðhaldi. Undir borðum voru fluttar fjölda- margar ræður. Meðal ræðumanna voru þessir:Dr. Sig. Júi. Jóhannes- son, síra Guðm. Árnason, Árni Egg- ertsson, Gunnar Goodmundsson (flutti kvæði), Jóseph B. Skapta- son, Magnús Pétursson, síra Magn- ús J. Skaptason, Þoriákur Þorfinns- son og síra Rögnv. Pétursson. Að ræðunum loknum þakkaði heiðursgestur ræður og velvild sér sýnda, og alla góðvild félagssyst- kina sinna til þeirra hjóna. . Samsætinu sleit um kl. 12. Allur var salurinn prýddur með ljósum og slæðum. Á innra stafni liússins var málað tjald af miklum hagleik, eftir Friðrik málara Sveins- son. Á tjaldinu stóðu þessi orð: “Hannes og Tilly. Hjörtu vor og hendur bjóða ykkur velkomin heim!” GJAFIR í SAMSK0TASJ0D tii MISS STEINUNNAR PETURS- SON, $1.00 100 1.00 1.00 1.00 B. Halldorsson, Gerald, Sask Kr. Gíslason, Gerald, Sask.. K. E. Gíslason, Gerald, Sask... B. H. Hjálmarson, Akra.N.D... M. ólason, Hensel, N.D...... G. Eyólfsson, Hensel, N.D... 1.00 E. S. Guðmundsson, Tacoma, Wash.......... 1.00 Mr. og Mrs. J. G. Davidson Antler, Sask............ 5.00 B. Josephson, Antler, Sask... 1.00 Miss K. Oddson, Antler, Sask. 1.00 Áður auglýst.............$305.15 þar—heldur vegna hins að við þann stað er tengd nafn þess manns frá sögu öld Islands er mest var ljúf- menni og öðlingur í fornri tfð og er svo fagur og hógvær flutningsmað- ur hins nýja siðar.—Hjá Síðu-Halli birtast strax þau einkenni kristn- innar, sem veita þeirri trú yfirburði yfir allar aðrar trúarstefnur heims- ins, mannást og næm tilfinning fyrir réttlæti og friði. Fornöld Islands var síra Jóni ein- kar kær. Það var sem hann drægi þaðan þrótt og styrk og heilbrigði, og með krafti hennar verði margt það í íslenzku þjóðlífi nú, er hann u«ni hvað heitast, fyrir gleymsku og glotun og dauða. Sjaldan flutti hann svo tækifæris ræður á ís- lenskum samkvæmum að ekki sækti hann samlíkingar og áminningar sínar aftur í fornöldina íslenzku. Fornmenn voru honum einsog hand- gengnir vinir sem hann hafði dag- lcgan umgang við, og alia þeirra kosti og veikleika þekti hann, og þeir urðu flestum tilheyrendum hans lifandi og sýnilegir. Um meir en fjórðung aldar var Síra Jón höfuð prestur Islendinga hér í álfu. Hann fylgdi í kenning- um sínum lærdómum Lútherzku kyrkjuhnar, einsog honum skyldust þeir vera ómengaðastir og lausastir við allar efasemdir og lausa tilgátur. Hann var ákveðin í skoðunum, að upplagi rökfastur í hugsun, var hann því fastur í kcnningum og .sakaður um þröngsýni. 1 raun réttri var hann ekki þröngsýnn, og flestir sem feta þóttust í fótspor hans en náðu ekki sömu tökum á hugsuninni og hann, höfðu ekki sama breiða og glöggva útsýnið og hann—yfir alla fornöldina og sögu þjóðarinnar—voru þröngsýnni og meir einhliða, en með velmeintri vandlætingasemi helguðu stefnu hans ýmsan öfug-skilning sinn, er svo í deilum ög orða-stríði er var honum eignaður. En hann var of drenglyndur til þess ávalt að hafna beim skoðunum almenningsl. og taka ekki svari fyigismanna sinna, og af því, fremur en ritgjörðum hans sjáls, festist sú skoðun í huga margra er iftið þektu hann að hann hefði verið maður einhliða í skoð- unum. Hann var skoðana fastur, og hvort sem hann átti samleið með fjöldanum eða ekki í þeim efnum sem honum voru sannfæringarmál lág honum í léttu rúmi. Ekki var það þó svo að skilja, að það stafaði af sambyggðarleysi með kjörum og þörfum almennings, því gagnvart öllum sem að einhverju leyti voru olnboga börn samfélag- Alls..........................$319.15 Harry Seir og Anna Tliorsteinsson voru gefin saman 16. júní að heimili foreldra brúðarinnar 523 Ellice Ave. af séra Fr. J. Bergman. óskar Hkr. brúðhjónunum ungu allra fyam- tíðar heilla. Síra Jón Bjarnason D.D. Eins og áður var sagt frá, hér í blaðinu, andaðist að heimili sínu 118 Emily St., miðvikudagsmorgun- in, 4 júnf s.l. Síra Jón Bjarnason, D.D„ prestur til Fyrsta lútherska safnaðarins hér í bænum. Var hann búin að vera lengi þjáður af sjúkdómi þeim er að lokum leiddi hann til dauða. En þó mátti ekki á honum sjá, fram til þess tfma að hann iagðist, að hann væri maður bilaður að heilsu og bæri ólækn- andi mein; því svo var honum að eðlisfari varið, að hann iét ekki slíkt á sér festa meðan kraftarnir entust. Hann var í öllu hinn mesti atorku maður og áhuga mað ur, fyiginn sér og framsækjandi í öllu sem .hann tók sér fyrir að gjöra, stefnu fastur og starfsamur og velvakandi um öll sín áhugamál. Hann var iundríkur og unni mjög hreysti og drenglyndi, ætlaði sjálf um sér engu minna hlutverk en öðrum og áleit fánýtt að hvetja aðra til starfa og fylgjast ekki að verki meö þeim sjalfur. Royndi það og tíðum mjög á heilsu hans er fremur var veil hin síðustu 20 ár æfinnar. Síra Jón var fæddur 15 dag No- vember 1845 að Þvottá í Álftafirði í Suður-múlasýslu, á hinu forna býli Hails á Síðu. Getur hann þess í erindi er liann flutti hér í borg á kyrkjuþingi sumarið 1909. Er sem maður geti lesið þar á miili lína, að fæðingastaður lians hafi veijið honum einkar kær. — Ekki vegþa þess, að hann sjálfur var fæddur eins og stefnu í bókmentun,—hafa flestir ýngri guðfræðingar íslenzkir orðið fyrir meiri og minni áhrifum. Ekki er ósennilegt er stundir líða fram, að einmitt það verði talin stærsta þýðing hins langa starfs síra Jóns. Sem íslenzkur fræðimaður vg.r liann yfir alla vaxinn hér vestra og með burtför hans eiga íslend- ingar hér á baki að sjá einum mesta fræðimanni þjóðarinnar. Hann kom hingað snemma; var eitt hans fyrsta verk að kynna hérlendu ])jóðinni norrænu fornöldina með þýðingu sinni á Þorsteinssögu Víkingssonar og Friðþjófssögu hins frækna. Fyrir viðhaldi íslenzkrar tungu hélt hann uppi vörn og þótti flestum það vera fremur sókn en vörn. Við minningu mikilmenna nítjándu aldarinnar, íslenzkra, hélt hann tryggðir fram í deyð. Muna víst flestir það með hvað miklum á- huga og fjöri hann starfaði hér í samskota nefnd til minnisvarða Jóns Sigurðssonar forseta nú fyrir þrem árum síðan, sjálfur sem forseti þeirrar nefndar og starfsmaöur á margan hátt. Eiga íslenzk mál hér vestra honum meira að þakka en nokkrum öðrum manni sem hér hefir dvalið. Auk “Sameiningarinnar” er hann stofnaði og hefir verið ritstjóri við í 29 ár liggur mikið verk eftir hann á prentuðu máli, þýðingar úr ensku og dönsku, og fyrirlestra og prédik- ana-safn afar-mikið Er ekki ó- sennilegt að vinir hans safni öllu því saman og gefi út sem heildar verk . Jarðarförin fór fram 9. júní. í kyrkjunni töluðu sfra Björn B. Jónsson, síra Friðrik Friðrikson og síra Kahre þýzkur prestur hér í bænum. Heima flutti síra Steingr. N. Thoriaksson húskveðju en síra Gutt. Guttormsson bæn. Voru sungnir sálmarnir No. 600 og 440 heima en í kyrkjunni No. 432, 616, og áður en út var farið passíu salmur- inn No. 458. Út í kyrkjugarði flutti sfra Björn B. Jónsson nokkur minn- ingar orð og las upp kafla úr “Sam- einingunni” sem dæmi upp á stefnu liins látna. Má sumum hafa fund- ist það fremur einkennilegt og lýsa sérstökum smekk. Vér fundum til þess strax og vér spurðum lát síra Jóns að vér Is- lendingar hefðum þar mist sannar- legt mikilmenni og söfnuður hans og kyrkjufélag sinn lang mesta og bezta mann. En það var fyrst við útfaraminningu hans er vér sátum undir ræðunum í kyrkjunni hans, að sú tilfinning greip oss hvað á- sins, var hann eðallyndur og hjálp-; þreifanlegustum tökum, hversu fús. Eitt af því sem sagt var um síra Jón viðkomandi prestlegu starfi hans og me'i sanni, var það, að hann liafi metið hag kyrkjunnar og þess málefnis sem hann barðist fyrir meira en sinn eigin hag. Mun öll æfi lians er hún verður gjörskoðuð bera þess ljósan vott. Um langan aldur bjó hann við lftil laun og þá oft gaf hann söfnuði sínum upp mikið af tekjum sínum. Efnahagur hans var alcþrei rífur. En með þvi að hann lagði mikið af mörkum við málefni kyrkju sinnar ætlaðist hann og til mikils af öðrum. Var það oft misjafnlega skilið og að iaunum honum goldið með því, að telja hann ofríkis mann og kröfu- harðann. Með ritstörfum sínum og prédik- unum hefur hann nýja stefnu í ræðum og riti, — skapar nýjan ræðu- og prédikunar-stíl, sem mun hafa þótt fyrst framan af mjög ólík- ur því, sem menn áttu að venjast. Hann kennir f líkingum og dæmi- sögum. Hann tekur dæmi af al- gengum hlutum úr daglega lífinu eða þá af sögulegum viðburðum úr fornöldinni til skýringar því sem hann í þann og þann svipinn talar um. Bera fyrirlestrar hans þess vitni sérílægi og prédikana safn hans einnig líka. Eru samlíkingar þessar oftast mjög ljósar og hafði hann manna bezt sjón á því að gjöra myndirnar skýrar. Þótti hann stundum altof iaus við ritn- ingar orðin en fastur við fornsögur- nar, en þaö var fyrir það að menn voru óvanir þessum nýja stíl. En einmitt þetta gjörði alt hans ritmál ljósara, iiélt mönnum fastara við lesturinn og festi betur í huga tillieyrendanna þaö sem liann var að segja. Um leið og ritningin var lionum boðskapur guðs til mann- anna, voru forn.sögurnar honum sálarspegill mannlegs lífs, og varð að taka hvað með öðru, hvorugt mátti missast við almenna uppfræðingu. Af predikunar stefnu hans, því það íná tala um stefnu f predikun alveg mikils kyrkja hans og kyrkjufélag hefði mist f við dauða hans. Kistu hans báru út úr kyrkjunni safnaðar nefndin og formenn þeirra félaga er í sambandi standa við kyrkjuna. Besta Canada Hveiti Ogílvie’s Royal Household FRÁ HAFI TIL HAFS OG UM ALLA VERÖLD, FÆR ÞAÐ ÞENNAN VITNISBURÐ OG HELDUR HONUM. The Ogilvie Floiir Mills Co. Ltd. WINNIPEG, FORT WILLIAM. MEDICINE HAT, MONTREAL, Stærstu hveltimölunarmenn i brezka ríkinu. Mala dag- lega 1<S,000 tunnur. KonungleKlr malarar. ÞINGBOÐ Næsta kyrkjuþing hins Únítar- iska Kyrkjufélags Vestur-íslendinga verður haldið að Lundar, Man. og hefst föstudaginn, 19. júní, 1914, kl. 5 síðdegis. Eftir fylgjandi erindi verða flutt á þinginu: Föstudagskvöld, séra G. Árnason, efni óákveðið. Laugardag, kl. 3 e.h. séra Albert E. Kristjánsson, umræðu efni: Kyrkjan og þjóðfélags-málin. Sunnudaginn kl. 2 verður messað bæði að Lundar og Otto. Eftir messu á Lundar verður trúmála- fundur haldin, umræðuefni á fund- inum: Framtíðar-kyrkjan, máls- hefjandi hr. Skapti B. Brynjólfsson. Almennar umræður á eftir. Nánari auglýsingar á staðnum. S. B. Brynjólfsson, forseti G. Árnason, skrifari ÞOKAN. Hún þeyjandi þrengir sér víða, Og þokan er margvísleg : Hún liggur í höfum og hugum Og hvervetna leiðinleg. Með fúann í fangi sínu Hún fellur um metnaðssjúkt geð, Og hreykir upp hundaþúfum Og hækkar in smæðstu peð. Hún rýkur til huldra heima Frá heimspeki’ og vanþekking, Og grúfir á vegum og vöðum Með villum og sjónhverfing. Hún þurkar út ljósið og liti, Sem lífsgleði morgnanna naut. A sannleikans leitenda leiðir Hún legst sem á smalamannsbraut. Hún grámar in gufandi augu, Er glápa sem suddafult kvöld, Og límist um hendi og heilsan Svo hráslagaleg og köld. Og þokunni helgað það er, Alt þetta hennar lið, Sem hnefa mót heiðríkju steytir Og hatast sólskinið við. Kr. Stefánsson.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.