Heimskringla - 02.07.1914, Blaðsíða 4

Heimskringla - 02.07.1914, Blaðsíða 4
Bls. 4 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. JÚLí 1014. Heimskringla (Stofnaí 1886) Kemur út á hverjum fimtudegl. ÍJtgefendur og eigendur THE VIKING PRESS, LTD. VertS blatislns í Canada og Bandaríkjunum $2.00 um árítS (fyrirfram borgaíi). Sent til Islands $2.00 (fyrirfram borgatS). Allar borganir sendist rátSs- manni blatSsins. Póst etSa banka ávisanlr stýlist til The Viking Press, Ltd. Hitstjóri RÖGNV. PÉTURSSON Rát5smat5ur H. B. SKAPTASÖN Skrlfstofa 729 Sherbrooke Street, Winnipeg BOX 3(71. Talsfmi Oarry 4110 Munið eftir þessu. Hvert at- kvæði sem greitt er með Roblin- stjórninni er greitt Manitoba í hag, —með góðum skólum, góðum veg- um, hagsýnni fjármálastefnu, al- mennum framförum. Og hvert atkvæði sem greitt er með Svemi Thorvaldssyni er greitt með Nýja Islandi, þjóðflokki vorum og þjóð- arrjettindum. Stjórnmálaspeki Lögbergs. Það er talað um margt i siðasta Lögbergi; byrjað með “samvizku- spurningum” á ritstjómarsiðu, og endað á “bitum”. — Læst ritstjór- inn vera að leitast við að tala með sanngirni, af viti og með röksemd; en margt ferst honum betur, en að ieika það eftir sér betri mönnum, þvi til þeirra hluta skortir hann flest. Samvizkuspurningar hans verða, einsog við mátti búast, óvitavaðall, og “bitar” hans persónulegar árásir á menn og stofnanir, er öllum stjórnmáladeilum eru xneð öllu ó- viðkomaandi. Má vel vera, að veg- ur hans vaxi við það, en óviðast verður það, nema þar sem þrif eru mest i óþrifum, — innan um litil- siglda og lágthugsandi dóna.. En þar ætlar hann nú sín sálarbein að þera, og (jllum holdum að eyða í hlaup og gelt eftir því, sem óvönd- um húsbændum þóknast að siga honum. Mun það flestra mál, að Lögberg hafi mist flest sem það prýddi, er fyrverandi ritstjóri og ráðsmaður fóru frá, en við tóku volumenni þau, sem nú sitja þar við stýri. Persónu-aðdróttanir til mín ræði eg ekki við þá, — Lögberginga, og eru það ekki fyrstu örvar mér sendar, hnútur þær, sem síðasta blað hendir að mér. Virðing mín og orðstir eru ekki í þeirra höndum, — þeir eru þvi ekki vaxnir, að eiga orð um það mál; til þess þurfa bæði fróðari menn, meiri menn og stærri menn, en þeir eru. En á hitt mætti benda, hversu sanngjarnlega og drengilega ritstjóranum ferst að ræða landsmálin, er hann fer að seilast í únítara kyrkjuna hér i bænum 09 uppnefna hana. Upp- nefningin ferst honum ekki sem hönduglegast, og það þótt sam- verkamenn hans hafi báðir hjálpað honum til, þeir Jón og Bjarni, er hann ber fyrir sögunni. Kyrkja vor heitir nú “Dis-Grace” kyrkjan. Er vel að sem flestir minnist þess nafns og þá ekki síður þess inn- rætis er velur henni þetta heiti. En fáheyrt mun það vera, að hlaupa slikar sniðgötur út fyrir umræðu- efni og þessa. Sakir eru þær einar, að nokkrir únítarar hér í bæ eru Conservativar, og fyrir það skal uppnefna kyrkjuna. Engir þessara Conservativa hafa þó nokkru sinni komið svo fram að virðing þeirra hafi verið skert í einu eða neinu. Þeir hafa aldrei unnið sér fyrir vantrausti eða ámælum manna, — leynilega eða opinberlega. Þeir hafa aldrei neitt ranglega af öðrum haft — ekki svo mikið sem gripið með sér "plóghefiV frá samverkamanni. Þeir hafa aldrei reynt að hafa mannorð af öðruin með ósönnum sögum og rógburði, slúðri og flugu- fréttuinm. Þeir hafa aldrei verið svo önnúm kafnir, að þeir hafi ekki gætt skyldu sinnar i því, sem þeim hefir verið falið að gjöra. Þeir hafa engin gróðabrallsfélög stofnað og plokkað og lokkað og dregið undir sig fé bænda og verkamamnna. Þeir hafa unnað öllum gamalmenn- um sins heilaga réttar, að njóta líkn- ar og aðhjúkrunar góðra manna, án tillits til flokka eðað skoðana. Þeir hafa sýnt sig umhyggjusama og trú- verðuga og hreinlífa heimilisfeður, og verið vinir vina sinna undir- málalaust. En þeir eru Conserva- tívar og þess vegna er kyrkju þeirra gefið þetta virðingarheiti: “Dis- Grace’’ kyrkjan. Allar hinar dygðirnar hverfa fyrir þvi eina, eru einskisverðar á orð og tungu Lögbergs. Er það gott, að fá þeirra innri mann svona ræki- lega i ljós leiddan og mat þeirra á mannkostum og siðferðisreglum mannfélagsins: Að þrátt fyrir all- an sakramentis- sultinn og guðs- ótta-slæðurnar, er þeir vefja sig í, er siðalögmálið alt einskisvirði hjá því sem að vera Liberal. Með helgimál manna sem blaðið sjálft hefir þó látist vilja vernda, er nú leikið sér sem annað sorp. Er sjálfur höfundur kristindómsins notaður i strákslegum líkingum og samanburði. Orð hans notuð sem fyrirsögn fyrir saurugum og stráks- legum árásar-greinum á menn og málefni. Jesú sjálfum er líkt við Roblin stjórnarformann, er blaðið telur hinn óvandaðasta mann og i- mynd alls ranglætis. Verður því samlikingin frá þeirra sjónarmiði, Lögberginga, einhver hin óvirðu- legasta, og vantar nú ekkert á, að það nafn sé alsvívirt fyrri en þeir fara sjálfir að líkja sér við hann. En þess mun nú ekki verða langt að bíða, því hjá þeim fara feikn og fjarstæður sjaldnast einar saman. Því þar sem ofstækið ríður undir hringlandann og ódrenglyndið, er skjótlega flest fagurt og gott flutt til dyra. Bót í þessu er sú, að fáir, sem til þekkja, lita svo á, að mikið sé að marka nokkuð það sem í blaðinu kemur — nú í seinni tið. Muna flestir hringlandann, sem auðkendi ritstjórann i hans fyrri ritstjórnar- tíð, og eiga víst ekki annars von, en hins sama af honum enn. Eitt i dag og annað á morgun, — sá var þjóð- málaferillinn. Eitt sinni guðfræðis- nemi, þá trúflækjumaður, þá trúar- afneitandi. Eitt sinn sosialisti, þá anarkisti, þá liberal. Gutlari í einu og öllul Gutlari sem þjóðmálamað- ur; gutlari sem guðfræðingur; — likamiegur og andlegur gutlaril — Er nú Lögberska þrenningin í fylk- ingu I 1 þjóðernismálum vorum er sama sagan: Islands vinur, málsvari ís- lenzkunnar (— raunar voru orð hans sjaldnast tungu vorri vörn —) — þá óvinur íslenzkrar tungu og þjóðernis hér vestra. Líkti islenzku þjóðerni við horaða og hálfdauða áburðarbykkju (fögur lýsing), er hann kvaðst helzt vilja skera niður úr kverkinni á, svo hún risi aldrei á fætur afturl En nú síðast er hann orðinn stækur — já, stækur, er orð- ið — stækur þjóðernisvinur og með- haldsmaður islenzkrar tungu hér vestra. En ekki er það afturhvarf eldra en síðan á þessu vori. Ein er ritstjóranum bót mælandi í þessum síðasta orðavaðli hans og ásökunum, og skal hún hér fram tekin. En hún er sú, að hann er á annara valdi, og eftir þeirra skip- unum verður hann að hegða sér, og eftir þeirra fyrirsögn að tala. Ofan í hann tala Jón og Bjarni, en gamla guðshetjan, grá og lot- in, heldur i sundur pokanum, þó skjálfhent sé. * * * Næst er þá að athuga, hvað blað hans segir, þegar það fer að svara “samvizku-spurningunum’ ’ viðvíkj- andi ráðsmensku stjórnarinnar hér í fylkinu um síðastliðin 14 ár. Seg- ist það ætla að segja það eitt, sem satt sé og samvizkan bjóði! Segir hann þá fyrst, að stjórnin hafi fleygt frá sér 160 ekrum af landi fast við Winnipeg borg, sem verið hafi minst $800,000 virði, “til >ess að auðga vissa gróðabrallara”. Þetta eru ósannindi, og getur hvorki hann eða nokkur annar sannað það. Þarna er þá fyrsti sannleikur- inn! Stjórnin hefir aldrei haft hönd yfir landi hér við Winnipeg borg, og því ekki getað kastað því frá sér, sem hún aldrei hafði umráð yfir. Land hér umhverfis hefir verið privat eign nú í meira en tvo mannsaldra, og því ekki opin- ber eign. Annað svar: “hún (stjórnin) hef- ir aukið laun stjórnarinnar og þjóna hennar um 366 prósent”. — Þetta hljóta flestir að skilja svo, sem laun hafi verið hækkuð við embættismenn þess opinbera svo nemi nærri fjórföldu. Ekki eru stærri ósannindi til. En hitt er satt, að launa-útgjöld fylkisins eru sem næst þessu meiri, en þau voru i Greenways tíð, því embættum hef- ir fjölgað sem næst að þessu skapi. Skulu hér að eins tiltekin menta- málin, er Liberalar hafa sýknt og heilagt þrá-alið á, að vanrækt hafi verið af stjórninni. Umsjónarmenn alþýðuskóla (Inspectors) voru 9 talsins 1899. Var þá fylkinu skift niður í 9 umdæmi, og hafði hver þessara eftirlit með sínu unulæmi. Þessu varð að breyta eftir því sem bygðir jukust. Eru nú 22 umsjónar- menn. Er því von, að launa útborg- un til þessa starfs hafi hækkað. — Hér áður var enginn búfræðisskóli til. En nú er sú stofnun hér í fylk- inu ekki eingöngu til, heldur ein með þeim allra beztu sinnar tegund- ar í landinu. Auðvitað er skóli þessi kostaður af því opinbera, en fé það, sem honum er lagt, gengur til að launa kennara, en ekki í launavið- bót til stjórnarinnar. Áður fyrrum átti fylkið ekkert talsíma-kerfi. En nú á það slíkt kerfi og auðvitað fylgir því sá galli, að það starfrækir sig ekkhsjálft, án þess við það séu fjölda margir menn. Og þeim er borgað kaup, en það kaup fær ekki stjórnin, og geng- ur ekki einn eyrir af þvi til henn- ar. Þá eru vegamál fytkisins. Við þá deild þess opinbera starfa nú margfalt fleiri en áður, en ekki að nauðsynjalausu, — því hvað getur nauðsynlegra verið en vegagjörð? Þeim er borgað kaup, er þar vinna, og þeir vinna fyrir þvi. Staðhæfing þessi er þvi eins heimskuleg einsog hún er ósönn. Það eru sömu áheit og alt af eru notuð af öllum lýðæsingamönnum framan í almenningi. Opinber störf eru of launuð. Þið eigið að hatast við stjórnina fyrir það, að hún launar opinber einbætti. É'yrir þá miklu vinnu, sem nú er unnin í fylkinu, bæði að menta-, akuryrkju- og umbóta-málum er hlutfallslega miklu minna borgað, en áður var, er launin voru minni, embættin færri, — því verkið var næst ekk- ert. — í þessu svari ritstjórans hef- ir þvi vond samvizka verið fyrri til að svara, en hin betri vitund, og ofstækið mýlt sanngirnina. Þriðja ásökunin er, að stjórnin hafi selt land til jafnaðar fyrir $4.00 ekruna, sem þeir í Saskatchewan fái $15.00 fyrir. Hér er enn svarað af vondri samvizku. Fylkisstjórnin, einsog kunnugt er, hefir engin um- ráð haft yfir landi, er hún hefði get- að selt, nú i síðastliðin tvö ár. Þau lönd öU, er hún hafði nokkru sinni til sölu, voru flóa-lönd, og verðið, sem ritstjórinn tekur til, er nokkru fyrir neðan meðalverð, er öllu er saman jafnað, frá fyrstu sölu, er gjörð var árið 1900, er fengist hefir fyrir fylkislönd hér í Manitoba. En á þeim árum voru lönd ekki í háu verði hér í fylkinu. Alveg nýafstað- in óstjórn Greenways! — þá mátti kaupa land af bændum hvar sem var hér norður á milli vatna, fyrir $100—$150 160 ekrurnar. Framan af árinu 1903 voru seld mörg bú- lönd i Nýja fslandi fyrir $100— $130. Nú voru flóa-löndin ekkert lík þvi, sem bændaeignir voru. En samt sem áður voru engin þeirra seld jafn lágt. Nú á síðari árum voru lönd seld hér af stjórninni fyr- ir $14 til $18 ekran. F’yrst og fremst er það land í Saskatchewan, sem stjórnin hefir til sölu, ekki berandi saman við óræktar-flóa þá, sem hér voru stjórnarlönd, og svo er ó- sanngirnin fyrst sýnileg, þégar sam- anburðar-verð er tekið á landi, sem selt er þar nú, eins og land hefir hækkað síðari ár, og meðalverð lægsta hér í Manitoba um síðastliðin 14 ár. Þá á stjórnin að hafa gefið einu vildarblaði sínu $367,295.21 fyrir alls ekki neitt, — annars væri það engin gjöf. — Þetta eru bein ó- sannindi, sem tæpast eru svara verð. Fyrst og fremst er hér talið alt, sem stjórnin hefir varið í aug- lýsingar og prentkostnað, með þess- ari upphæð. Hve mikið það er, sem stjórnin þarf að láta prenta fyrir allar deildir þess opinbera, hafa fáir nokkra hugmynd um. Þess utan kemur til tals símaskráin, er prent- ast verður tvisvar á ári; búfræðis- skóla-skráin, lögbirtinga-blaðið og þingtíðindin, lagasafnið o.s.frv. — Fæstir munu vilja vinna það verk, að prenta þetta og leggja til í það pappír — fyrir alls ekkert. Er það því sýnileg ósanngirni, sem segir, að fyrir útgáfu alls þessa sé borg- unin ofborgun, og öll borgun gjöf. “Stjórnin hefir sett sig úpp á móti öllum siðfágunarmálum þjóð- arinnar”. — Þetta er eitt samvizku- svarið! Fyrst og fremst er ekki sú stjórn til í nokkru landi, sem slíkt myndi gjöra. Því í stjórninni sitja þó menn, sem ekki snertir minna en aðra menn, sem utan stjórnar- innar sitja, siðferði og velsæmi þjóðarinnar, og svo er ekki sá mað- ur hér til í þessu fylki, sem svo myndi vilja haga framkvæmdum sínum, þótt hann gæti. Slík stað- hæfing sem þessi, ber hvað ljósast- an vott um óhreinskilni ritstjórans, þegar hann segist ætla að fara að svara samvizkusamlega stjórnmála- spurninguni, — eða þá hitt, að sain- vizka hans er til reika einsog “þjóðernis-húðarbykkjan” hans, — hryggsár og blind og hölt á öllum fótum. Stjórnin á að hafa stofnað ó- lifnaðar-klúbba, — ólifnaðar-skóla fyrir unga inenn. Einn þeirra skóla eftir þvi er sjálfsagt The Young Men’s IAberal Clnb, er hefir vín- söluleyfi. 1 myndun allra þessara klúbba á stjórnin alls engan þátt, heldur bæjarbúar sjálfir. Borgarbúar hér hafa ákveðið, að hér skuli leyfð vera vinsala. Undir héraðsbanns- lögunum gátu þeir komið á vín- sölubanni, ef þá liefði fýst þess. En svo hefir ekki verið. Þá hefði engir klúbbar mátt haldast hér við. Þá hefðu eigingjarnir menn ekki getað sett á fót vínsölu, né heldur þeir, sem ekki vildu hanga á hótelum, en óskuðu eftir að mega neyta víns, — sett á fót þessa klúbba. Það er bæj- arins skuld. Hið undarlegasta af öllu er það, að klúbbar þessir, sem sumir eru spiltir, en aðrir siðsamir, eiga tvo mótmælendur: Hótelin, af því verz- húshöldurum finst frá sér tekið með þeim, og bindindisinenn. Eru þar á sama máli; hótelin og Templ- arar — bæði vilja burt með klúbb- ana. — Sem sagt eru sumir þessir klúbbar ófagnaðar-stofnanir og ættu alls ekki að fá að eiga sér stað. En hvorki er það fremur Conserva- tíva að vernda þá, né Liberala að ofsækja þá; því í Ontario, undir al- iiberal stjórn, risu þeir upp hver af öðrum og þrifust vel. Svo var og í Quebec, og er ekki langt síðan, að ófagrar sögur hafa af þeim borist þaðan. Sannleikurinn er sá, að þar sem mannfjöldinn er nógur fyrir og bæir orðnir stórir, rísa þessar stofnanir upp, hverju nafni sem stjórnin nefnist, er við völdin situr. Og enn er það öllum ósannað mál, að allar slíkar stofnanir verði af dögum ráðnar, þegar Liberalar komast hér til valda. Hugsunarhátturinn verður að breytast, — þá batnar stjórnin. En með því að ala þann hugsunarhátt, að ekkert gjöri til með hvaða vopn- uin sé vegið, hvort sagt sé satt eða logið, að eins komi það að tilætl- uðum notum, að narra atkvæði til sín frá kjósendunum, — verður þess langt að bíða, að stjórnin batni að mun, þó skifti verði flokk- anna, sem við völdin sitja.. Og ineð því að viðhalda þeim liugsunar- hætti, er lengdur náðarfrestur klúbba og annara stofnana, er ver mega. — Manitoba stjórnin er ekki fullkomin, henni er í mörgum efn- um ábótavant, en þrátt fyrir það, er hún betri en nokkur sú stjórn, sem þetta fylki hefir haft þangað til hún tók við, og betri heldur en fylkið getur fengið frá hendi þeirra manna, sem á móti henni keppa nú. Stjórnin á að hafa bannað mönn- um að tala. Fyrir því eru jafnmiklar heimildir og hinum öðrum sam- vizku-svörunum. Hún hefir hvorki átt með það, að banna mönnum að tala, né heldur reynt það. Hún hefir leyft þeim að tala, sem sjálfs sín vegna hefðu gjört betur að þegja. Hún 'hefir leyft þeim að tala, sem ekkert hafa haft að segja, nema gjöra hávaða, og getur tæplega hugsast, að málfrelsið geti meira krafist. Hún hefir leyft það, leyfir það og mun leyfa það, þótt not þess séu engin. En það lætur vel við skrílæsingar, að látast vera að ógna lögunum með þvi að tala, og fáum vér ekki betur séð, en að hér sé ver- ið að reyna að leika eitthvað því- líkt með þessari, annars óskiljan- legu staðhæfingu. En hætt er við, að það verði eggjunar-sljótt orð í æði-margra eyrum. Þá er eitt svarið, að stjórnin misbeiti svo lögum, að hún hneppi í fangelsi saklaust fólk. Þessi ásök- un hefir áður heyrst. Er hér átt við, að teknir voru fastir atkvæðasmalar og falsarar, er stinga voru nefi inn í sakir almennings við sambands- þings aukakosningar i hitt-eð-fyrra. Áttu þeir heima austur í Ontario, og höfðu svo sem ekki lítið erindi hingað, að hlutast til um kosningar hér. Hversu sekir eða saklausir þeir voru, látum vér ósagt, því málsókn gegn þeim var slept af þess opin- bera hálfu og þeim lofað að halda heim aftur. En út af þessu hefir ver- ið gjörður mikill hávaði síðan. — Hið eina, sem mætti segja um þetta atvik, er: ekki það að þessir menn voru teknir fastir, heldur, að marg- ir fleiri, er jafnsekir voru, skyldu ekki vera teknir og svo dómur lát- inn ganga yfir alla. , Það hefði átt að gjörast, en í því sýndi stjórnin helzt til mikla vægð pólitiskum flugumönnum og slettirekum. Það hefði getað verið þeim framtíðar- lexía ef strangara hefði verið í þetta farið, og þá hefði ekki kosn- ing þessi verið ónýtt, og orðið að efna til hennar á ný fyrir svik frá báðum hliðum. Samvizku-svörin enda svo ineð ægilegri “peróration” til feðra og mæðra, er sonu eiga og dætur, og þeim er ógnað með því, að vondi karlinn (þ. e. Roblin) taki frá þeim börnin þeirra, ef hann fái að sitja lengur við völdin! Og ekki nóg með það, heldur það, sem enn grimmilegra er, að hann taki kær- astann frá kærustunni, og skilji hana eftir og “móðurina, sem á fagra drauma í sambandi við dóttur sína”, og búin er að hugsa svo lengi «g gott til þess, að komast í tengda- móður-sessinn, — mannlausar og vonlausar! Oss kom fyrst til hugar: “Hvað ætti liann að gjöra með þá?” Kær- astar eru dýrgripir, en þeir eru ekkert sjaldgæfar skepnur skapar- ans, svo þess vegna er það með öllu ástæðulaust, að vera að ásælast þá. — En ritstjórinn veit það. Nei, feðurnir mega sofa þess vegna að Roblin ónáðar þá ekki, og tengdamæðurnar tilvonandi lifa ó- áreittar í sinum sæluríku tengda- sona- dótturbrúðkaups-draumum — upp á það að gjöra, að Roblin rænir þær ekki þeirra margra ára slita- lausu erfiði, framtíðar huggun og von — tilvonandi tengdasyni. Svo vondur og miskunnarlaus er hann ekki, hversu þungt sem hann kann nð liggja á samvizkum þeirra á Lög- bergi. Hvernig merkja á at- kvæðaseðla hér í bænum. Hér í bæ, einsog alkunnugt er, samkvæmt kjördæma niðurjöfnun- inni nýju, verða kosnir tveir þing- menn fyrir hvert kjördæmi. Að minsta kosti sækja fjórir í hverju kjördæmi, — tveir frá hvorum flokki Conservative og Liberal. Má vera, að fleiri verði i vali. Nú hefir margur þá skoðun, að greiða megi atkvæði með einhverj- um tveimur þeirra, sem sækja, eins- og þegar verið er að kjósa bæjar- ráðsmenn á haustin, að kjósa mfc fjóra úr hópi þeirra, sem sækja, hvað margir sem eru. Þessu er ekki svo varið, og það skulu lslendingar athuga vandlega* svo ekki ónýtist kjörseðill þeirra. Hugmyndin, sem felst í erinds- reka-tölu héðan úr bæ, er sú, að hvert kjördæmi er í virkilegleika tvö kjördæmi. Það er að segja: Sætin eru tvö og aðgreinanleg. Þess- vegna má ekki greiða atkvæði með þeim tveimur, sem sækja um sama sætið, heldur verður að greiða at- kvæði með þeim tveimur, er sækja sinn um hvort sæti. Á kjörseðlinum verða sætin flokk- uð niður sem A og B; um sætið A sækja tveir, sinn frá hvorum flokki, og um sætið B sækja einnig tveir, sinn frá hvorum flokki. Hver kjósandi getur þvi að eins gefið- öðrum sækjanda fyrir A-sætið at- kvæði sitt og sömuleiðis öðrum sækjanda fyrir B-sætið. En ekki mái gefa báðum sækjendum fyrir A- sætið atkvæðið, eða báðum fyrir B- sætið, þó með þvi séu kosnir tveir- menn. Þá er atkvæðið ónýtt. Þá væri kjósandi að greiða atkvæði. með og móti sjálfum sér, þar sem hann kysi tvo andstæðinga, er báð- ir sækja um það sama, en að eins er hægt að veita einuin. Þetta er ofur einfalt mál, en af því að þessi aðferð hefir ekki tíðk- ast áður, álítum vér réttara að benda á það, svo enginn ruglingur geti átt sér stað, þegar ti) kosning- anna kemur. Það eina, sem íslendingar þurfa að gæta að, er það, að greiða at- kvæði með þingmanni A og þing- manni B. Þá kemur atkvæði þeirra að notum. Kjörseðlar verða að likindum tveir. Á öðrum kjörseðlinum eru nöfn þeirra, sem sækja um A-sætið, — á hinum þeirra, sem sækja um B-sætið. Merkir kjósandi að eins við eitt nafn á hverjum seðli. Til frekari skýringar setjum vér hér lagagreinar tvær áhrærandi kosningar hér í bænum: “Frá hverri kjördeild — Suður- Winnipeg, Mið-Winnipeg og Norð- ur-Winnipeg — skulu skipuð tvö sæti á löggjafarþinginu og skulu þau nefnast A og B sæti, og skal hver þessi kjördeild eiga tvo full- trúa á löggjafarþinginu, er kosnir séu fyrir hvort þessara sæta. “Sérstakur kjörseðill giidir fyrir hvora deild kjördæmisins (A og B) og skal kjörseðillinn merktur með tölu, eða öðru merki, er sýni deild- arskiftinguna. “Hver kjósandi hefir rétt til aS greiða atkvæði fyrir að eins einn uinsækjanda í hvorri deild kjör- dæmisins, og á heimtingu á, að f® eins marga kjörseðla eins og deild- irnar eru margar”. Kringlur. Lögberg getur þess, að “Miðhúsa- Mangi” sé skipaður aðalforingi * liði íslendinga til þess að berjast á móti kosningu Thomasar. Hver skyldi nú af hinum bera, Magnús sá eða Her-mann? * * * Auðtrúa halda þeir á Lögbergi að fslendingar séu. Alt sem þurfi til þess að fá þá á sitt mál, sé að segja nógu mikið og hafa það nógu of- stækisfult, rökstyðja ekkert, en kasta dónalegum getsökum að mönnum. Eftir orðum blaðsins eru allir menn sem stjórninni fylgja. ærulausir ódrengir, ósannsöglir, ill- gjarnir og samvizkulausir. En allir andstæðingar stjórnarinnar eru hreinir og flekklausir. Vel má vera, að segja megi þetta blygðunarlítið framan i þá, sem ekki þekkja til, en kunnugum þarf ekki að segja það. * * * . Þeir reiddust yfir vísunni á Lög- bergi um kýrnar, cr Hkr. var send. Því má ekki auglýsa fylgi Skúla sem bezt í báðum blöðunum? * * * Hver faðir, hver bindiifdismað- ur, sem greiðir atkvæði með stjórn- inni, segir Lögberg, svíkur afkvæmi sitt, svikur konu sína og börn, o. s. frv. Og heitið er á allar konur og stúlkur, að vinna móti Roblin — “kyni sínu til frelsis og bjargar”. Ekki er nú ófínt að orði komist! En myndi nokkrum manni, sem virðingu ber fyrir viti og heilbrigðri skynsemi, hugkvæmast að koma með annan eins þvætting og vaðal sem þenna? Nú fyrst er verulega

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.