Heimskringla - 29.10.1914, Blaðsíða 7

Heimskringla - 29.10.1914, Blaðsíða 7
WrNNIPJEG, 29. OKTÓBER 1914 HEIMSKRINGLA BLS. 7 Fasteignasalar. Gistihús. TH0RSTEINSS0N BR0S. Byggja hús. Selja lóðir. Út- vega lán og eldsábyrgðir. Room 815-17 Somerset Block PHONE MAIN 2992 MARKET H0TEL I4t> PrincF88 St. á, móti markat51num Bestu vínföng vinölar og atShlyn- ing góC. íslenzkur veitingamatJ- ur N. Halldorsson, lelöbeinir ts- lendingum. F. O’CONNEL, clKandl WINNIPEG - J. J. BILDFELL FASTEIGNASALI. ITiílon Bank 81». Floor No. 820 Selur hús og lótSir, og annaó þar a8 lútandl. Otvegar peningalan o. 11. Ptione Hlaln 2085 W00DBINE H0TEL 40 MATN 8T. Stærsta Billiard Hall f Noröveatur- landinu. Tíu Pool-borÖ. Alskonar vín og vindlar. Gisting og fæöi: $1.00 #t daK oK I»ar yfir. LENNON A HEBB Bigendur S. A. SIGURDS0N & C0. llásom skift fyrir löncl og lönd fyrir hán. Lftu ofí eldrf&byrgö. Room : 20S Cabdeton Bi.dg Slnal Main 4403 ST. REGIS H0TEL Hmith Street (nálægt Portage) Europpftn Plan. ihisiiiess mannn mAItfðír frá hJ. 12 tii 2, 50o. Ten Course Table De Hote Jinner $1.00, n<eö vfni $1.25. Vér höf- um einuig borfl.sal fiarsem byer einstakliu- gur ber á si.t eigié bt*rö. McCARREY & LEE Plione M, 5fi64 PAUL BJERNAS0N I0ASTIS1GNASAI.1 gelur elds, liís og slysaábyrgB og útvegar peninga l&n, WYNYARD, - SASK. Þ 0 KUNNINGi sem ert mikið að heimas frá konu ogbörnum getur veitt þér þá ánægju að gista á STRATHC0NAH0TEL sem er likara heimili eo gistihúsi. Horninn á Main og Rnpert St. Fitch Bros., Eigendur SkrifBtofu BÍmi M. 3364 Heixnilis sími G. 6094 PENINGALÁN Fljót afgreiðsla. H. J. EGGERTS0N 204 McINTÝKK BLOCK. WlnnlprK - Mnn. J, J. Swanson H. G. Hlnrikson J. J. SWANSON & CO. PASTKIGNASAI.AR OG lieninfrn mlWnr TalHlml M. 2397 Cor. Portnee nnd Gnrry, WlnnlpeK J. S. SVEINSSON & CO. Selja ió'ölr I bœjum vesturlandsina og sklfta fyrlr bújaröir og Winnipeg lóöir. Fhone Blaln 2S44 710 MdNTYRE III,OCK, WINNIPEG Lögfræðingar. Graham, Hannesson & McTavish LÖGFRÆÐINGAR 907—908 CONFEDEEATION LIFE BLDG. WINNIPEG. Pbone Mnln 3142 GARIAND & ANDERSON Arni Anderson E. P« Garland LÖQFKÆÐINGAK 801 Electric Railway Chambers. PHONE MAIN 1561 Dominion Hotel 523 Main Street Hestu vlu <>g viudlsr. GieUug f»C<$l,50 AJAltlð ..... .35 Mmi M ÍIBI B. B. HALLD0RSS0N, eigandí Hitt og þetta. A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. HIli Nherbrnnke Ntreel Phone Clarry 2152 WELLINGTON BARBER SHOP undir nýrri stjórn HárskurÖur 25c. Alt verk vandaö. ViÖskifti tslendinga óskaö ROY PMAL, Elganéi 691 Wellington Ave. Vér hOfum fullar birgólr breinustu lyfja ot( ir.eöitla, Komiö meö lyfseöla yöar hing* aö vér gerum meöuiin nék vcemle'ga eftir ávfsan Ift kuisins. Vér siunum utansveita rÖDUDum og seijum giftingaleyfi, COLCLEUGH & C0. ffolrc Damc Avc. A Shcrbroob. 8t. Phone Garry 2690—2691 JOSEPH J. THORSON I8I.KN7.KIJR I.UGKRÆÐ1NGIJR Arltun: McPADDKN A THORSON 1107 McArthur Bldg. Phone Main 2671 Wlnnlpea Vfr tnknn> i® omh A Mmnlnea bðk- ficralu. GJörn npp Jofn«»arrclknln*o mln- ■Strlcgl- Clark & Kell RKIKNINGA ^FIRSKODENDTJR OG BÖKHALDAUAR 3 Gllnca Block 344 PorlnKC Avcnoe, Wlnnlpc* Tnlmfml Maln 211» YfirskoBun, bókfœrslu-rannsókn- Ir. Jafnaóarrelknlngar, afrelknlng- ar. Kennum skrlfstofuhald og vlHsklftabókhald. II. J. PALMASON Chaf.tkhbd Aocountant Fhonk Main 2738 807 809 S0MER8ET BUILDING Læknar. DR. G. J. GÍSLASQN Fhyaician and Surpeon Athygll veltt Augna, Eyrna og Kverka Sjúkdómum. Asamt innvortis sjúkdómum og upp- skurói 18 South 3rd St^ Grand Fofltt. N.D. RELIANCE CLEANING AND PRESSING C0. 508 Notre Dame Avenue Vér hreinsum og pressum klætlnaT> fyrir 50 cent. ElnkunnarorD; TreystiTS oss KlœtSnaóir sóttir heim og skilaTSlr. DR. R. L HURST meölimur konnnglega sku-röJmknarftÐsins, ót-skrifaöur af konutiglega læknaskófarmm í London. Sétfræöinuur 1 brjóst og taugt- veiklun ofí kvensjúkdómunn. Skrifstofa 305 Kennedy Btiildimr, Portage Ave. ( iraguv- Eatons) Talsími Main 814. Til viötals frá 10—12, 3—5, 7—9. HERBERGI öjört, rúnigóð, bægileg fást altaf með pvi aö koma til vor City Rooming & Renta.1 Burean Office open 9 a.m. to 9 p m. Phone M. 5670 318 Molntyre Blk ÍErt Þú Viðbúin Eldi? ♦ •f X Cary eða Barnes Safe er yðar ábyrgð og vörn. Biðjið um skrá X yfir ný og brúkuð, frá $50.00 með vægum borgunar skilmálum. t Afsláttur fyrir peninga út í hönd. ♦ Geymdu ekki. Það kann að brenna hjá þér í nótt. I viðbúinn. Vertu £ ♦ 4- Modern Office Appliance Ccmpany PHONE GARRY 2058 257 N0TRE DAME AVENUE. WINNIPEG X t .. V.....— Lærðu að Dansa hjá beztH Dans kciiBurum WinnipeR ha jar Prof. og Mrs. E. A. Wirth, á COLISEUM Fullkomið kenslu tímnbil fyrir 82 50 Byrjar klukkan 8.15 á hverju kvöldi. Adams Bros. Plumbing, Gas & Steam Fitting Viðgerðun sérstakur gaumur gefin. 588 SHERBR00KE STREET cor. Sargent Ahrif klaustranna á Islandi. Eftir Moqtiús Jónsson. I»að er vafnlaust, að klaustrin á íslandi hafa hvergi nærri haft önn- ur eins feikna-hrif á sögu og æfifer- il þjóðarinnar, einsog þau höfðu i flcstum öðrum löndum álfunnar um mikinn part miðalda. Er það reynd- ar margt, sem til þess bar. En þó líklcga allra mest það, að sá andi katólsku kyrkjunnar, er skóp klaust- ur og hcimsflótta, mun aldrei hafa náð vcrulegri rót hjá íslcndingum. Þó að vald kyrkjunnar, eða öllu heldur biskupanna, væri orðið ægi- mikið á 14. og 15. öldinni, þá er þar býsna mikið öðru máli að gcgna. Það vald studdist að langminstu leyti við hugsunarhátt þjóðarinnar. Það var að komið og það var hvum- leitt þjóðinni. Það sýnist svo, sem hugsunarhátfurinn islcnzki hafi stefnt allmjög í aðra átt en inn fyrir klausiurveggina. íslendingar eru of rólyndir og katdir til þess að flana að slíku skjótræði, sem það er að “hafna heimi og ráðast undir reg- úlu”. Og það mun sanni næst, að þcir hafi verið fleiri, er i klaustrin gengu af einhvcrju öðru en bcint trúarhita. En þar með var úti um “súrdeigskraft” klaustranna. Klaust- ur-hugsunarháttinn vantaði. Hefðu margir kíausturmunkarnir verið lík- ir heilögum Þorláki, þá mundu áhrif klaustranna islenzku á hugsunar- háttinn hafa orðið alt önnur. l.iklegu hafa klaustrin venjulcga verið freniur fámenn. Viðeyjar- klaustur var t. d. stofnað með 5 kan- okum, og þegar Jón biskup Sigurðs- son setti þar Benediktsrcglu um miðja 14 . öld, vigði hann undir hana 6 bræður. í Þykkvabæ munu hafa verið 12 bræður, þegar plágan mikla kom þar; 6 lifðu og 6 dóu. Þó sýnist það hafa verið óvenjumargt, þvi þegar Gizur Einarsson varð bisk- up, voru þar einungis 5 munkar auk ábóta. Þegar Helgafellsklaustur var lagt niður, voru þar 3 bræður auk á- bóta 1543). Þegar Möðnivall aklausí- ur brann (1316), sýnist bafa verið þar 5 munkar. Ormur biskup seldi klaustrið ó lcigu (1351), og þá var það í samningum, að 5 bræður ætti að fæða, en tæpri öld siðar setur Jón Vilhjálmsson það upp við leigj- anda klaustursins, að fæða 2 bræð- ur aðeins. Þetta skýrir einnig, að nokkru álirifaleysi klaustranna. Herinn var svo fámennur, auk þess hvað hann var afskiftalítill. Margir voru í klaustrin komnir af lifsleiða, og löngun eftir næði, og voru þvi sizt í því skapi, að gaurast i neinu. Fæstir munu hafa alist upp til klaustralifnaðar. Ekki er heldur unt að sjá, að nein veruleg samtök hafi verið á milli klaustranna. Munkarnir skifta að visu oft nokkuð um klaustur, eða þá að munkur úr einu klaustri varð á- bóti i öðru, en slikt hafði litla þýð- ingu. Ekkert eitt klaustur gat af sér hin, einsog oft var annarsiaðar, og þó að Þingeyrarklaustur sýnist oft- ast hafa notið cinna mests álits, þá hafði hvorki það né neitt hinna klaustranna ncina forustu. . Og ckki verðum vér þess varir, að þau beiti sér neitt til þess, að hafa áhrif á fólkið. Hinar stórkostlcgu bylting- ar i klaustrunum og voldugu um- bótahreyfingar, sem hvað eftir ann- að gcngu yfir.Iöndin, og gáfu murik- lifnaðinum nýtt fjör og aukinn kraft, hafa farið fram hjá íslenzku klaustrunum, hvort scm verið hefir af útilokun frá straumunum eða ró- lyndi og værð. Og islenzka þjóðin frclsaðist alveg undan betlimunkun- uin, sem strcymdu i þúsundum út um löndin, heimilislausir, prédik- andi og æsandi. Það var mikið lán. En áhrifalaus hafa klau&trin á Is- landi ekki verið. Þó er hér næsta óhægt um að dæma, þar sem saga klaustrannu cr hulin því kynlegasla inyrkri. Oftast nær er hægt að rekja sögu þeirra upp á unnála vísu, stikía á ábótunum, en þar með er þvi lok- ið, nema þar sem önnur atvik liggja til. Og sumt er alveg ofurselt getgát- um cða i livíssu, cinsog t.d. klaustr- in eða klausturmyndin í Hítardal. Kemur slíki kynlcga fyrir sjónir, þar sem vér cinmitt í klaustrunum væntura að finna fróða mcnn og þá, er mest rita. Er vér L d. lítum á Þingeyraábótana Karl, Guðmund og Arngrím o. fl., þá voru þeir hver öðrum fróðari, og hafa án cfa kunn- að sögu klaustursins eða margt úr hcnni, en engum þcirra datt i hug, að lita svo nærri sér, að rita sögu þess. En fyrir bragðið eigum vér svo ervilt aðstöðu, er meta skal áhrif klauslranna. og fyrir bragðið gætir klaustranna svo litið i sögu landsins. En það er mikill skaði. Og cnginn vafí er á því, að ítarleg þekking á sögu klaustranna mundi varpa Ijósi á ýmislegt í sögu landsins og kenna oss að skilja margt, sem nú er tor- velt að átta sig á. Litum fyrst á bókmentirnar. Þar bljótum vér að vænta helztu áhrif- anna frá klaustrunum. Klaustrin gáfu svo gott næði til lesturs og rit- starfa. Hversu mikið öldurót, sem geysaði úti fyrir, innan klaustur- veggjanna mátti ávalt finna ró og næði. Og ekki er óliklcgt, að marg- ur hafi leitað þangað einmitt af löngun cftir næði til þess arna.. Búk- sorg og fátæktarbasl og áhyggjur voru menn og lausir við. Bókakost- ur hefir vafalaust, þcgar fram í sótti, verið góður og hvergi bétri en í klaustrunum. Þar komst t. d. Gizur Einarsson yfir margan fróðleik, tím- ann sem hann dvaldi í Veri. Klaustur á íslandi hafa lika kom- ist inn á farsælli rás í þessu efni, en víða ánnarsstaðar. Munkaandlcys- inu cr við brugðið, en framan af ber litið á þvi hjá íslcndingum. Og þeir eru þjóðlcgri miklu en viða annar- staðar. Sjáum vér á þvi enn eitt dæmi upp á það, hvé lin tök kyrkj- nnnar voru hér á landi. Þvi að al- slaðar, þar sein hún náði haldi á hugsun manna, ól hún upp í þeim alheimsborgara-braginn. Hún var sú alþjóðlegasta stofnun, sem hugsast getur. Alstaðar vann hún að þvi, að tengja alt saman og nema burt þjóð- armuninn. Og ekki sízt mun sú til- finning hafa lagt undir sig mnnk- ana, að þjóðamunúrinn væri eng- inn; allir væru borgarar hins sama félagsskapar, kyrkjunnar. En ís- lenzku munkarnir voru þjóðlegir. Þeir rituðu margir á sínu móður- máli. Þeir létu grísku og rómversku fornaldarritin deyja drottni sínum, — ef þeir þá þektu þau — og dýrð- lingarnir urðu að mestu að eiga það undir náð einhverra annara góðra manna, að kraftaverk þeirra gleymd- ust eigi. Og þó a§ heimurinn eigi mikið að þakka þessum andlegu (eða andlausu) ritvélum, sem enda- laust voru að rita upp gamalt dót, já var það þó verulegt lán, að ís- lcnzku munkarnir urðu ekki fastir i ivi feni frá byrjun, heldur sneru sér að þjóðlegum fræðum. Það er auðséð, hve stórt skarð væri höggv- ið i fornaldar bókmentir vorar, ef klaustramunkarnir hefðu ekki tekið )essa þjóðlegu stefnu. 1 þessu efni hljótum véf þó að vaða mikinn reyk. Höfundarnir nefna sig ekki, og ágizkanir eru þvi oft það eina, er á borð verður bor- ið. Miðaldamennirnir voru svo afar dulir á nöfn sin, næstum einsog karlinn, sem varð hæði liryggur og reiður, þegar hann sá, að nafnið sitt hafði verið “sett á prent” á inarkatöflunni. Einstaklings tilfinn- ingin var svo sljó fram eftir öllum miðöldum (alt fram á endurreisn- artimann), að vér, sem nú lifum, og helzt viljum að nafn vort sé á hvers manns vörum, eiguin ervitt með að skilja. Vér vitum um nöfn konung- anna, sem lögðu til féð i hinar að- dáanlcgu miðaldakyrkjur, en nöfn mcistaranna sjálfra þekkjum vcr fæst. Rafael, Tizian, Michelangelo og da Vinci settu ekki nöfn sín á málverkin frægu. Og þessi andi hefir einnig náð út til lslands. Eg get hugs að mér, að niðurlagsorð lslendinga- bökar, “en ek heitek Ari”, muni hafa þótt álíka vel viðeigandi, einsog nú á dögum mundi þykja, ef einhver auglýsti í blöðunum, að hann hefði verið dubbaður til riddara af Danne- broge. Fyrst skal fra:gar telja: islend- ingasögur. Ekki getur verið vafi á þvi, að þær eru langflestar ritaðar af klerkum. Fyrir 1200 kunnu naum- ast aðrir að rita að mun. Og þess utan eru i flestuin sögunum orð og setningar, sem bcnda ótvírætt til lærðra manna. Þau fáu höfunda- nöfn, sem vér þekkjum, eru flcst nöfn klerka. Sú mótbára, að klerk- ar hafi eigi getað ritað svo einfalt og án mærðar, er fyrir ofan garð og neðan. Ari var klerkur, en hvar er mærðin i Islendingabók? Sama er að segja um t. d. Svcrrissögu Karls ábóta. Vér verðum að muna, að þótt helgra mana sögur og biskupa væru oft mærðarfullar, þá var þar alt öðru máli að gegna. Helgra manna sögur voru i rauninni skoðaðar sem prédikanir og uppbyggileg rit, — miklu fremur cn sagnfræði. Nokk- uð af þessu slæðist svo inn i sögur biskupannn. En sami maður, sem fullur cr af mærð og mælgi i prédik- unarstólnum, getur verið Látlaus og jafnvel “þur” þcss utan. Og svo að lokum getum vér aldrci á þann hátt sett heila stétt inanan i eitt númer, og sagt t. d., að klerkar séu fullír af mærð. Þar kennir vitanlega margra grasa. En hvar eigum vér þá að leita að þessum listfengu klerkum? Mér finst eðlilegt og sjálfsagt, að leita einhvcrra, ef ckki margra i klaustr- unum. Þegar vér þckkjum ckki nöfn- in, þá hljótum vér að leita höfund- anna þar, sem mest eru likindi til, að höfundar hafi getað þrifist, þar sem mest og flest eru skilyrðin. Og það er í klaustrunum. — Þetta stað- festist einnig af ýmsu, cr vér vitum. Ýmsir af þeim höfundum, sem vér þckkjum, voru klaustramenn. Þess utan vitum vér um marga, scm áttu bæði kyn til og gáfur að vera höf- undar, þótt ekki sé gctið ritstarfa þeirra. Eiin er það, að sögurnar gjörast nálega allar i þeim hlutum landsins, sem klaustrjn voru í, og getur naumast hugsast,' að það sé hcnding ein. Og lokst hefst sögurit- unin rétt um sama Ieyti, scm helztu klaustrin eru komin vel á fót — sið- ari hluta 12. aldar. En sé svo, að einhvcr hluti íslend- ingasagna sé upprunninn í klaustr- unuin, og það cf til vill sumar hinar beztu, svo sem er Eyrbyggja og Lax- dæla, þá eiga klaustrin um leið sinn þátt í þeim ómetnlegu áhrifum, sem þær hafa haft á hugsunarhátt og andlegt líf þjóðarinnar fram á þcnna dag. Á óbein áhrif klaustranna á söguritunina mun eg minnast éinu orði seinna. f klaustrunum er að mestum parti saminn hinn mikli sagnabálkur, Biskupasögur svonefndar. En þær eru ómetanlegar fyrir sögu lands- ins, og fylla þar upp stóra eyðu. Ketill Hermundarson, ábóti að Hclgafelii, mun vera höfundur Hungurvöku, Þorlákssögu og Páls- sögu, en þær rekja sögu Skálholts- biskupa fram yfir 1200. Gunnlaugur Leifsson, niunkur á Þingcyrum, rit- aði Jónssögu helga. Lambkárr, á- bóti i Hítardal, prestssögu Guð- mundar Arasonar, og Arngríinur, á- bóti á Þingeyrum, biskupssögu hans. Styrmir fróði, sem var meira og minna riðinn við 3 ldaustur, Þing- eyra. Helgafells og Viðeyjar, mun hafa samið þætti af Þorvaldi víð- förla og ísleifi biskupi og eiga mik- inn þátt i Kristnisögu. Hann hefir og ritað Landnámu nokkra og hann var i verki með Karli ábóta við samning síðari bluta Sverrissöga, og loks var hann með Snorra Sturlu- syni i Rcykholti. Þá mættu Norðmenn vera þakk- látir klaustrunum íslenzku, einkum Þingeyrarklaustri.*) Enginn vafi á því, að þar hefir snemnNa- verið til mikill fróðleikur um sögu Norcgs, og i tíð Karls ábóta rituðu munk- arnir Oddur Snorrason og Gunn- Iaugur Leifsson báðir ólafssögur og Karl sjálfur hina ágætu Sverrissögu. Og ekki er gott að vita, hve víðtæk áhrif það kann að hafa haft á Hcimskringlu, að Slyrmir, sem vafa- laust hefir verið ódæma fróðleiks- sjór og minnugur, skyldi dvelja þar í klaustrinu og í kunningssskap við ulla þessa fróðu menn, og fara þvi næst i Reykholt til Snorra. Það er alls óvíst, að Heimskringla væri það sem hún er. ef þettn airiði hefði ekki komið til. GuIIöldin i bókmentum ísiend- inga varð ekki löng Að þvi er til kyrkjunnar kemur er henni lokið að mestu snemma á 13. öldinni. Eg hygg, að ástæðan til þess sé auðsæ. Og hún er sú, að vald kyrkjunnar er farið að aukast og hún er farin að taka sig út úr. Upphaflega var kyrkjan þjóðleg í allra sterkustu merkingu. Hún var bcinn ávöxtur úr islcnzkum jarðvegi. Jafnvcl klerkarnir hafa skoðað sig fyrst og fremst íslcndinga og þar næst kyrkj- unnar menn. Og meðan hún var það, gat hún borið uppi þjóðlegar bók- mentir. En Þorlákur biskup og hans likar unnu ekki til cinskis. Þó að honum yrði litið ágcngt hið ytra, þá fcr nú hugsunarhátturinn að ’) Annars hafa íslcndingar feng- ið meira að reyna ásælni Norð- manna en þakklátssemi í þessu efni. Þeir vilja eigna sér Eddukvæðin, sagnritunina upphaflegu og Stjórn| o. fl. Leiðinlegt fyrir þá, að geta ckki náð Heimskringlu, enda ekki örvænt um það! Stjórn t. d. ber nafn Brands Jónssonar og samt hafa Norðmcnn viljað krækja i hana. Höf. breytast Kyrkjan fer að verða fyrir sig, einsog annarsstaðar, en hættir að sama skapi að vera þjóðleg. Og cinmitt þá sjáum vér hvilikur mátt- arviður hún var fyrir bókmentirn- ar. Einstaka menn, sem Snorri og Sturla, rita i sama anda, en svo er því lokið. Ekki er þetta svo að skilja að kyrkjunnar menn hætti að rita. En nú breytist alt. Skapandi aflið dofnar og “munka-andleysið” fær- ist yfir kot og klaustur. Menn safna gömlu, rita það upp og auka ein- hverju inn í. Alt er þurt og and- laust. Og nú fara helgisögur og helgikvæði að vera það helzta og eina, sem klaustrin framleiða. Það kyrkjulega tekur við af þvi þjóð- lega. “Helgar þýðingar” voru meðal elztu ritverka lslendinga. Þær hafa komið strax með kristninni, því að það heyrði i rauninni til með “ornamentis et inslrumentis” hverr- ar kyrkju, að eiga helgra inanna sögur, að minsta kosti sögu þess, er kyrkjan var helguð. Þegar klaustrin komu á fót hafa þau vafalaust verið beztu verksmiðjurnar fyrir þenna varning. Við hlið snillinganna, sem rituðu þjóðleg fræði, hafa frá upp- hafi verið aðrir, sem sískrifandi voru helgum mönnum til lofs og dýrðár. Þegar eftir stofnun Þverár- klausturs sjáum vér þessa iðn rckna. Nikulás ábóti yrkir drápu um Jón guðspjallamann. Nærri má og geta, hvor,t Þorlákur hafi ekki ýtt undir slikt verk, i Þykkvabæ. Þar var þá Gamli kanoki og kveður um Jón guðspjallamann, svo og guðfræðis- kvæðið “Harmsól”. Um miðja 1?.. öld er þar ábóti Brandur Jónsson, iærdómsmaður göður og hinn incsti sniliingur. Eftir hann liggur hin lang-elzta biblíuþýðing á Norður- löndum, “Stjórn” svokölluð. Eru þar sögubækur gamla testamentis- ins, Alexandcrssaga i ljóSuin og svo Gyðingasögur (apókrýfiskar bækur, Jósefus o. fl.), alt þýtt á meistara- lega fagurt íslenzkt mál! t sjálfu Þingeyrarklaustri var fengist við að semja helg rit, jafnhliða söguritun- inni; Gunnlaugur munkur diktaði Amhrósíussögu, sem hann var fram- úrskarandi niontinn af. Hann þýddi og Merlínusspá. Þetta nægir til að sýna, að íslenzku klaustrin voru ekki alveg laus við þetta sameigin- lega klaustramark. enila var það engin von. En sá vai' nninurinn rriikli, að hér var flest annaðhvort þýtt eða samið á iálcnzku. Og þó að ritin hafi flest veri.ð ómerk, þá var þó málið á þeim ágH-it. Annars er ekki mögulegt að vita neiít til hlýt- ar um það, hve margt og mikið af öllum þeim helgra nianna sögni’.i og kvæðum honiilium n f!.. sem j>i> var ungað út, á rút sína að rekja til klaústranná. Um miðja í4. öldina er uppi munkur einn, sem ekki má gleyma, þegar rætt er um áhrif klaustranna, því hann hafði hin viðtækustu áhrif á skáldskap og hugsun, og varpar nýjum Ijóma yfir klaustrin. Þessi rnunkur er Eysteinn Ásgrímsson, sá er kvað hina nafntoguðu “Lilju”. Eysteinn var munkur í Þykkvabæ, J og hefir vísast verið stórgeðja og ó- jvæginn í lund. Hann gjörði cins- ! konar samsæri móti Þorláki ábóta ! sinum, og barði jafnvel á honum, svo að hann flæmdist burt. Seinna sinnaðist honam við Gyrð biskup og orti um hann nið. En með Lilju hefir hann haft afarmikil áhrif til góðs á skáldskap íslendinga um langan aldur. Kvæðið er að öllu leyti eitt hið ágætasta listaverk. And- riki og einfaldleiki, kraftur og lip- urð, lærdómur og skáldaflug fcr hér alt saman. Kenningar eru sá.íáar, en alt um það er kveðandinn ávalt jafn lipur og leikandi. Að fá slikt kvæði, sein Lilja er, einmitt þegar smekkur manna var að spillast í skáldskapnunr, er alveg ómetanlegt. Og talshátturinn: “allir vildu Lilju kveðið hafa”, sýnir, að flest skáld rnuni hafa reynt að stæla hana, og þá ósjálfrátt orðið fyrir áhrifum af henni. Um sjálfstæða guðfræði er ekki að.ræða. En Lilja, með öllum sínum hollu og góðu áhrifum, hylur fjölfla synda hjá klaustrunum. (Niðurlag næst). Kaupendur Heimskringlu. eru vinsamlega beðnir, að geta þess við auglýsendur, þegar þeir hafa viðskifti við þá, að þeir htfi scð auglýsinguna í ITkr. Það gjörir blaðinu og þeím sjálfum gott.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.