Heimskringla - 29.10.1914, Blaðsíða 8

Heimskringla - 29.10.1914, Blaðsíða 8
BLS. 8 HEIMSKRINGLA WINNfPEG, 29. OKTÓBER 1914 Úr Bænum Hr. Rögnvaltiur Vidal, frá Hnaus- um var hér á fer8 í bænum um miðja siðastliðna vikú. Var hann að undirbúa sig fyrir fiskiútveg i vet- ur. Fjölda kvaö hann ætla norður með Winnipeg vatni til haustfiskj ar, fullum helmingi fleiri en verið hefir nú uin nokkur siðastliðin ár, Stafar þetta meðfram af vinnuleys- inu. Nú má fá nóga menn til fiski- veiða, þar sem áður var tæplega hægt að fá mann, hvað sem var boði. Heimleiðis hélt hann á fimtu daginn var. Hr. Halli Björnsson, fiskikaup- maður norðan frá fslendingafljóti var hér á ferð i bæ um miðja síð ustu viku. Var hann að kaupa vörur fyrir veturinn og veiðarfæri. Mrs. B. F. Helgason, er dvalið hef- ir um þriggja mánaða tima norður við Narrows, kom lieim aftur miðvikudaginn var. Lét hún vel af vcrunni þar ytra. Einstök Kaup fyrir Kvennfólk-------— Nú erum vér að selja kven- klæðnað afar ódýrt,—niður- sett verð á öllu. Vér búum nú til Ladies’ Suits fyrir frá $18.00 og upp. Kven- rnanns haust yfirhafnir frá $13.50 og upp. Komið og skoðið nýtísku kvenbún- inga vora. B. LAPIN Phowk Garkv 1982 392 Notre Dame Avenue Síra Magnús J. Skaptason kom til baka aftur á föstudaginn úr Álpta- vatnsferð sinni. Maður nokkur C. A, Campbell að nafni, týndist á Winnipeg vatni fyrir nokkrum vikum og hefir eltki til hans spurst en bátur hans fanst ú hvolfi. Hefir því verið tal- ið víst að hann hafi druknað. En nú hafa ættingjar hans fengið nýja von um að hann sé enn á lífi. Spá- kona ein hefir sagt að hann sé strandaður á cyju einni í vatninu. Eftir lýsingunnf, sem hún gefur cr það cyja sú sem kölluð er Devils Island. Eru þegar gjörðir út menn til að leita þangað, en ekki verður komist í eyna nema í góðu veðri, þvi hún er klettótt og landtaka ill Hr. Jón Sigurðsson, frá Viðir, var staddur hér í bæ síðari hluta vik- unnar sem leið. Alt tíðindalítið það- an að norðan. Mrs. Paul Kærnested, frá Narrows, Man., kom til bæjarins á miðviku daginn var. Fáar fréttir sagði hún þaðan að utan annað cn að fólki liði þar bærilega. Miklir eldar hafa geys- að yfir bygðirnar vcstan við sundin einkum norður af Reykjavikurpóst- húsi. Hafa margir mist þar cignir sínar í eldinn. Einn fslcnding til greindi hún, er tapaði öllu sinu, hr, Arna Jóhannsson; brunnu öll hey hans og svo hús og fjós. Varð litlu sem engu bjargað. Er það tilfinnan legur missir, ekki sízt nú undir vetur. Hr. Stefán Thorson, bæjarstjóri á Gimli, kom hingað til bæjar uifi miðja siðastliðna viku. Hr. Kristján Pétursson, frá Siglu- nesi, Man., kom hingað ,til bæjar mánudaginn var með fósturdóttur sína Raldínu, er stunda ætlar hér nám í vetur við Búfræðisskóla fylk isins. Engar nýjungar þaðan að utan. Ýms óknytti hafa verið framin und anfarið á Gimli. Hafa húsbrot verið framin og jafnvel þjófnaður. Brot ist var inn i vörubúð þar i bænum er Gyðingar eiga, og ýmsum mun um stolið þaöan. Þá var og brotist inn i kofa til gamallar konu, er bý eín í húsi sunnarlega i bænum. Var innbrot það endurtekið i tvær næt- ur. Hvert crindi hefir verið, vcrður ekki með fullvissu sagt, því fátt mun þar hafa verið af fémæti að bera í burtu. ógnanir voru í frammi hafðar við gömiu konuna. Var það fslcndingur, er brauzt inn á hana, þó ekki sé með öllu vist ennþá hver hann er, þó grunur Ieiki sterkur á einum þar sérstaklega. Haldið er að sá sami, eða þeir sömu, ef fleiri eru, muni valdir að búðarbrotinu og öðrum smáþjófnaði, er þar hefir komið fyrir í scinni tið. Þá hafa ýms prakkarstryk ver- ið framin hér i bænum, húsbrot og brennur. Hafa fslendingar verið að mestu lausir við það. Þó var einn íslenzkur piltur eitthvað bendlaður við innbrot. Hafði hann lent i fé- lagsskap með einhverjum varmenn um, og sem unglingur verið gintur út á glapstigu. — óskandi væri, að íslcndingar gætu haldið sig sem mcst frá þess konar vcrkum, og ættu þeir eldri sannarlega að reyna að sporna við þvi alt sein þeir gætu Fátt er svo gott, að ekki sé það bezt, að fái þeir að eignast þann orðstir og halda honum, að vera taldir lög hlýðnastir og brcinlifastir mcnn i þessu Iandi. Dorcas félagið, ungu stúlknanna í Fyrstu Lúthersku kyrkjunni, hér í bænum, hefir ákveðið að halda skemtimót á föstudagskveldið kem ur, í fundarsal kyrkjunnar. Kalla þær það “HalJoween Soeial,” er það kvöldið fyrir “alira hcilagra messu' er haldið er hér hátíðlegt sem skemtikvöld, að samkoman verður haldin. Allskonar skemtanir verða um hönd hafðar og kaffi selt, hverj- um sem hafa vill. Aðgangur að samkomunni ókcypis. Ættu sem flestir að fjölmenna á samkomuna, og njóta góðrar skcmtanar. Arður- inn af samkomunnl einsog áður, gengur f hjálparsjóð félagslns, til þess að líkna og gleðja cinhverja snm eru vinaféir og vina þurfar. Eg kvaldist í mörg ár af bakverk e. i n>r .aveiki, og bef reynt morg meSöi frú hinum os öörum læknum. 'itr* r-eira rn ári kom lyfeali mér til aS reyna OR. 9III.RS VRR.K- VA8NAMDI I’11,1,1)11, og eftir atS eg var btiinn aö brúka þær í Möugt ár þá fann eg at3 eg var mlkltl betri i nýrunum. og eg er glatiur ati segja a8 <*" u-f BóCa von uro at5 vertia brátium albata. J. F. AULEN, fyrrnm bæjarriArnnrl Glasgow, Ky. Dr. Miles verk-varnanði pinur hafa gefiti rnjög géCan árangur viti verkj- um í öllum pörtum iíkamans. Meti því aC varna æ-ingi gefur þati iíffær- unum tæklfæri til þeaa aC ná sér aftur og g.iöra sltt vana starf reglulega. var búin aC trúka þær i lltSiigt ár Selt meC þelrrl ábyrgti ati skila pen- i—imum artur ef fyrsta askjan bætir ekki. Þau hr. Jón J. Straumfjörð, frá Senmo, og kona hans komu til hæj- arins að vcstan á föstudaginn var til að vitja um son þeirra, er liggur hér á spitalanum. Gjörðu þau ráð fyrir, að tefja nokkra daga. Hr. Björn Hjörleifsson frá Ice- landic River, kom hingað til bæjar- ins á laugardaginn mcð son sinn, að leita honum lækninga. En litla úr lausn fékk hann fyrir drenginn, og mun hafa orðiö að hverfa svo bú- inn heim aftur. Næsta sunnudagskveld verður um- ræðucfni i únitarakyrkjunni: Gæ/u- vcyurinn. — Allir velkomnir. Ungmennafélag Únitara hcfir kveldskemtun á laugardagskveldið kcmur, Hallowc’en. Margskonar á- gætar skcmtanir verða um hönd hafðar. Allir meðlimir eru mintir á að koma, og einnig er börnum þcim, er sækja sunnudagaskóla únitara, boðið. Hr. Bcnedikt Rafnkclsson, frá Clarkleigh, var staddur hér á mánu daginn. Lét hann þcss gctið,*að inn an skams ætlaði hann að byrja stór- kostlega afsláttarsölu á öllum varn ingi, er hann hefði i búð sinni Sagði hann að útsalan myndi byrja um þann 24. nóvember. og verður hún rækilega auglýst fyrir þann tima. Hr. Gunnlaugur Rjörnsson, gull fangasali og úrsmiður hér i bænum hefir gefið út svolitinn ritling, scm hann kallar “Tímamælirinn”. Efnið er alt um úr og klukkur, kosti þeirra og smiöi. — Eiginlcga er ritlingur þcssi auglýsing um verzlun Mr, Björnssonar; en i honum er þó ým iskonar fróðleikur annar, sem mein laust er að Icsa. Vcl er frá ritinu géngið, og er það vcrzlunarbúð hr. Björnssonar til virðulcgrar viðkynn ingar og meðmælinga út á við. Hr. Skapti B. Brynjólfsson vafr hér i bænum sciqni hluta vikunnár sem leið. Búa þau hjón nú norður á land cign sinni við Middlechurch. Sagði hann að þeim liði vcl og kynnu vcl við sig. Hr. Ástvaldur Sigurðsson, héðan úr bæ, fór norður til Árborgar á miðvikudaginn var. Hefir hann vist- að sig til fiskjar yfir haustvertið- ina þar norður frá. Ilr. E H. Johnson i Spanish Fork Utah, hefir góðfúslcga heitið Hkr, hvi, að hafa innheimtu og útsölu blaðsins á hcndi þar syðra. Viljum vér biðja alla viðskiftamcnn blaðs- ins, að snúa sér til hans mcð við skifti sín við blaðið, og umfram alt, að greiða götu hans i crindum blaðs ins eftir bcztu föngum. Samtal um samkomu. Spurull— Hcyrðu, hérna kunningi skyldi það vera satt, að únitarar ætli að fara að halda Illulaveltu á fimtudagskveldið kemur, 29. þ.m.? Svörull—Já, svo hvað vera. Spurull—En ætli það sé satt, að T. Eaton Co. hafi gcfið $20.00 til hlutaveltunnar? Svörull—Já, satt mun það vera; og meira að scgja, hann lét vclja úr búðinni hina vönduðustu og bcztu muni, og er þar þó úr mörgu að velja, — þar á meðal er stunda- klukka og úr, sem hann ábyrgist. Spurull—Nei, segðu ekki fleira; mikill dánumaður er þessi Eaton. 2n ætli það sé satt með Goodman, sem sagt er? Svörull—Satt mun það vera, því hann gaf hcila tunnu af eplum, og >að er meira, að A. J. Goodman & Co. verzla með þau bcztu epli, sem koma til Winnipeg. Spurull—Það hefi eg lika heyrt. Og eg hefi heyrt meira: Það, að Eggertsson hafi gefið heilt svinslæri, en það vissi cg gat varla verið i icssu harðæri. Svörull—Jú, laxmaður, þetta cr hcilagur sannlcikur, og þetta er ekki ncma einsog annað af slikum manni. Spurull—Já, þú segir satt, vinur. En skyldi nokkur hæfa vera fyrir þessu mcð eldiviðinn, scm sagt er? Svörult—Já, cg hcfði nú sagt það; þvi Hallidy Bros. gefa Vá cord af eldivið, og svo R. P. Blake gefur % cord og sagar það líka frítt. Spurull—iéi, já, skárri eru það nú hlutaveltu drættirnir. Já, cg kem og Í8 kaupi 10 drætti í það minsta. Success Business College Tryggið framtíð yðar með því að lcsa á hinum stærsta verzlunarskóla Winnipeg- borgar — “TIIE SUCCESS BUSINESS COLLEGE” sem er á horni Portage Ave. og Edmonton St. Við höfum útibú I Regina, Moose Jaw. Weyburn, Calgary, Leth- bridge, Wctaskiwin, La- combe og Vancouver. ís- lenzku nemendurnir sem vér höfum haft á umliðnum árum hafa verið gáfaðir og iðjusamir. Þessvcgna vilj- um vér fá flciri Isleudinga. Skrifið þeirri dcild vorri sem næst yður er og fáið ó- keypis upplýsingar. FUNDARBOÐ. ------ Almennur fundur verður haldin að Lundar, Man. á mánudagin, 2. Nov. n.k., kl. 2 e.h. til að ræða um og reyna að koma á stað fram- kvæmdum til stofnunar almenns þjóðrækniscsjóðs í Coldwell svcit. Óskandi að sem flestir sæki fund- in. Lundar, Man. okt. 19. 1914. W. H. Fielding 5-29-u Paul Reykdal Stúlka frá 14 til 16 ára, eða öldruð kona getur fengið vist á góðu heim- íli út á landi. Verður skaffað sér- stakt herbergi, Ijómandi húsakinni með öllum þægindum, þarmeð bað- hcrbergi og svo framvegis. Frekari upplýsingar fást hjá Heimskringlu. 5-29-u Uppíyliing allra þinna beztu vona og meira til, er ávalt þaS sem vér keppum eftir í viðskiftum, hvað svo sem pantað er. Það er aðalregla Eaton póstpöntunar deildar- innar. Einskis er látið ófreistað til að geta sent þér fylsta peningavirði, sem fáanlegt er í Vestur-Canada,—beztu loðskinns yfirhafnir, bezta fatnað, beztu húsgögn, bedtu verkfæri, beztu matvöru, te og kaffi og alt sem heim- ilinu er nauðsynlegt, fyrir lægsta verð, sem unt er setja á vöruna. “Betra en það bezta sem eg bjóst við,”— það er úrskurðurinn sem við óskum þú getir gefið þegar þú opnar póstpöntunar sendingu frá Eaton. Pantaðu þessvegna allar nauðsjmjar þínar frá Vöruskrá Eatons, því það er leiðin til sannarlegs sparnaðar. Fftirfylgjandi er gott sýnishorn af Eaton kjörkaupum: 1BF.333—New York kvenhattnr, altilbú- inn. Fallega Iagaður, með flos kolli og flöjels börðum, 9 tommur frá hlið til hliðar, en 11 fam og aftur, með vængjum og borðuin til beggja hliða. Svartir og grænir, Svartir og Bláir. Alsvartir, Bláir eða Brúnir. Fyrir.......................ít>i.50 T. EATON WINNIPEG * C°u, LINIITED CANADA Verðskráarseðill Til T. Eaton Co. Ltd. Winnipeg, Canada. Gjörið svo vel og send- ið mér eintak af yðar Haust og vetrar Verð- skrá, sem eg hef ckki enn fengið þctta ár. Nafn................... Heimilisfang........... M KENNARA VANTAR fyrir Arncs-South Skólahéraðið. No. 1054. Kenslutími frá lsta Janúar til 30. Júní 1915, (6 mánuðit Kennari tiltaki mentastig og æi ingu við kenslu, ásamt kaupi þv) sem óskað er eftir. Tilboðum verður veitt móttaka af undirskrifuðum til 25. Nov. 1914 Nes P. O., Man., 7. októbcr, 1914. ISLEIFUR HELGASON, 5-29-p Sec.-Treas. H/utaVe/ta og Veitingar í samkomusal Únitara, undir umsjón safnaðarnefndarinnar, Fimtudagskveldið 29. Október, Góðir drættir,—tvö hálf cord af við, svínslæri, stundaklukka, úr, eplatunna o.s.frv. Veitingar ókeypis. Leikir á eftir. INNGANGUR MEÐ EINUM DRÆTTI 25c. BYRJAR KL. 8. Á engri hlutaveltu á þessu hausti hefir jafn mikið verið boðið fyrir aðeins 25 cents. Svörull- samfcrða. -Við skulum þá vcrða1 FLUTTUR. Eg hcfi flutt verzlun mina að 690 Sargcnt Ave., — aðeins yfir götuna. Nú hefi eg mciri og betri húsa- kynni og get því gjört meiri og betri verzlun. — Þetta eru allir beðnir að aðgæta. Svo þakka eg öllum kærlegast fyrir viðskifti i gömlu búðinni og vona þau haldi áfram i hinni nýju. — Vinsamlegast. Phone Sher. 1120 B. ARNASON TVö HERBERGI , með aðgang að eldastó, óskast til leigu. — Hkr. vísar á. Dýrtíðar útsala á Tví- bökum og hagldabrauði LeiÖbeining til almennings Hérmeð gcfst heiðruðum almenningi til vitundar að eg rek framvegis undir minu eigin nafni klæðskurðarstofu þá sem vér hr ög Sigurðsson höfum átt I félagi, með því að hann hefir gengið út úr félagsskapnum cins og sjá má á öðrurn stað í blað- inu. Vinnustofa mfn er að 698 Sargent Avenue. Vænti eg þess, að hinfr heiðniðu viðskiftavinir láti mig njóta hinnar sömu vetvildar og fyr. Enda hefi cg nú betra húsnæði og úr meiru að vclja. Virðingárfyl8t. HELGI JÓNSSON, 698 SARGENT AVE. Seldar og sendar til allra staSa í Canada fyrir niðursett verS um óákveðin tíma: I 14 punda köss- um, í 25 punda kössum, í 43 j punda tunnum. Tvíbökur, pundiíS..........lOc. I HagldabrauS, pundiS.........8c. Fínar Tvíbökur. I 1 punda kössum á........15c. I 2 punda kössum..........25c. Kökur af ýmsum tegundum “mixed” 38 dus. fyrir............$3.00 Talsími: Shcrbr. 2935. linxBnuiiminBtttiittxttnnuttuutítiunxxtiBtiKuaviiztititi G. P. Thordarson PHONE GARRY 4140 1156 Ingersoll St. Winnipeg Skemti- samkomu Veitingar og Dans (á nýja gólfinu) heldur Good Templara Stúkan HEKLA Þriðjudagskveldið 3 November Byrjar kl. 8 SKEMTISKRÁ: 1. —Ávarp forscta 2. —Violin Solo............ ..........Miss Clara Oddson 3. —Itæða.................. .............Séra Hjörtur Lco 4. —Samspil.. ..Miss Fredrikson og Br. Þorláksson 5. —Upplestur.............. ..............Árni Sigurðsson 6. —Vocal Solo............. ...........Miss Thorvaldsson 7. —Ræða................... ......Dr. Sig. Júl. Jóhanncsson 8. —Violin Solo............ • • .........Theodor Árnason 9. —Samspil...Miss Frcdrikson Th. Árnason og Br. Þorláksson 10. —Vcitingar 11. —Dans—Miss Fredriksson og Mr. Árnason spíla fyrir dansinum AÐGANGUR 25 CLNT

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.