Heimskringla - 19.11.1914, Blaðsíða 2

Heimskringla - 19.11.1914, Blaðsíða 2
BLS. 2 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. NóVEMBER 1914, Hvað höfum vér fyrir að þakka? Erindi flutt í Tjaldbúðarkyrkju þakklætisdaginn 12. okt. líll'f. Eftir F. J. BEEGMANN. Það er næsta erfitt fyrir mennina að vera þakklátir forsjóninni, þeg- ar mikið mótlæti er á ferðum. Samt sem áður verður það ávalt svo, að alvörumaðurinn finnur, að hann hef- ir mikið til að þakka. Þegar vér förum að rifja upp fyr- ir oss, hvað vér helzt höfum að þakka fyrir nú á þessu hausti, veit eg að stríðið mikla, sem nú geisar i heiminum, verður eins og torfæra á leiðinni, sem er örðugt yfir að kom- ast. En í því sambandi minnumst vér þá fyrst þess, hve undur-mikið allir þeir hafa að þakka, er fjarri búa styrjaldarsvæðinu og lausir eru við allar þær hörmungar, er yfir fólkið dynja á þeim stöðvum. Hugur vor flýgur óðara til Belgíu og Norð- ur-Frakklands, þar sem landið er laugað blóði og alt liggur í rústum, en harmur í hverju hjarta. Mönnum telst svo til, að í heimin- um séu einir 53 óháðir þjóðflokkar, er hafa sjálfstæða stjórn. Níu þeirra berast nú á banaspjótum. En í þeim hópi eru 5 helztu stórveldi Norð- urálfunnar. Mönnum telst svo til, að j ingsfæri með öðrum fólksfjöldinn i þeim löridum, sem við styrjöldina eru riðin, sé 904,- 559,000. En það er meira en helm- ingur alls mannkynsins, þó vér telj- um það 1623 miljónir. Taflan er *vona: Brezka veldið ........ 435,000,000 Rússaveldi............ 166,350,000 Frakkland með nýl... 98,850,000 Þýzkaland með nýl... 79,045,000 Austurríki-Ungverjal. 51,340,000 Belgía ................. 7,432,000 Serbía.................. 4,000,000 Svartfellingar....... 500,000 Japansmenn............/ 67,142,000 Samtals ........... 904,559,000 Voðaleg er sú tilhugsun, að mikið meira en helmingur mannkynsins skuli standa í styrjöld og verja til þess fé og fjörvi, að verða hver öðr- um alls þess tjóns og volæðis vald- andi, er þeir mega. Og þetta einmitt þær þjóðirnar, sem lengst eru á leið komnar og eru i fararbroddi. Skelf- ing er mannkynið skamt á leið kom- ið, þrátt fyrir allan metnað. En svo rís sú spurning ósjálfrátt upp í huga manns: Um hvað er eig- inlega verið að berjast? Hvað er það, sem lileypt hefir öllum þessum eldi út? Eg býst við inenn svari þvi á ýmsa vegu, alt eftir því frá hvaða sjón- armiði þeir dæma. Mér kemur það fyrir sjónir, sem mennirnir séu að eltast við sama skuggann og oftast áður, þegar styrjaldir hafa átt sér stað. Er ekki verið að berjast um völdin? Er það ekki valdaskugginn, sem komið hefir öllu í bál og brand? Það er víst naumast unt að svara þeirri spurningu nema á einn veg. Skýring Þóðverja er þessi: Vér höfuin verið neyddir til að grípa til vopna, til að koina i veg fyrir þá ó- hæfu, að þýzk menning verði að lúta i lægra haldi fyrir slafneskri menningu. Það er Rússaveldi, sem ætlar að gleypa Prússaveldi. Með öðrum orðuin: Þýzk menning, sem ægishjálm ber yfir allri menning annari, á það á hættu að verða étin upp af rússneskuni villidómi, eins og hinar feitu kýr Faraó voru étnar upp af hinum mögru. Þess vegna höfum vér neyðst til að leggja út í þetta ógurlega stríð. Það er þýzk menning, sem nú er að verja líf sitt gegn slafnesku menningarleysi. En eitthvað virðist bogið við þessa skýringu. Menn vissu ekki til þess, að Rússar ætluðu sér þá dul, að gleypa Þýzkaland. Þjóðverjar virðast líka beita vopnum sínum af ákafa miklu meiri gegn Frökkum og Englendingutn, en gegn Rússum. Vörn þeirra gegn Itússum er eins- konar nauðvörn; þeim kemur eigi til hu^ar, að vinna verulegan bug á þeim að svo komnu. En Frökkum vilja þeir fyrir hvern mun koma á kné og ljósta Englendinga um leið eftirminnilegum kinnhesti fyrir hjálpina. Og þetta gjöra þeir í nafni þýzkr- ar menningar, sem þeir kveða ágæt- ari en alla menningu aðra. Vissulega eigum vér Þjóðverjum margt að þakka í menningarlegu til- liti. Háskólarnir þeirra eru frægir um allan heim og þeir eiga fleiri há- skóla en nokkur önnur þjóð. • Með þeim eru sjálfsagt fleiri sérfræðing- ar en nokkuri ]>jóð annari. Þeir eru allra manna þolnastir og þrautseig- astir að safna molum þekkingarinn- ar saman og leggja fram í sambandi við hvert atriði, seni um er að ræða, allan þann þekkingarforðt, er mönn- unum hefir tekist að afla sér. En þessi þekking vill oft verða að ryki í náttúruvísindum, eiga þeir naum ast nokkurt nafn, er sett verði þar til jafns við nöfn þeirra Darwins og Pasteur. Var annar Englending- ur, eins og kunnugt er, en hinn frakkneskur maður. 1 einni grein náttúruvísindanna er álitið, að þeir séu á undan öðrum, — en einungis einni. Það er efnafræðin. Þó ber þess að geta, að helzti efnafræðing- urinn er rússneskur maður, að nafni Mendeleff. Merkasta uppfundning nútiinans, þráðlausu loftskeytin, er ekki eftir þjóðverskan mann, heldur ítalskan — Marconi, Þó ber þess að geta, að Þjóðverjinn//erz var búinn að gjöra ýmsar uppfundningar, sem bentu í áttina. Og þegar vér förum um það að hugsa, hvaðan þau hyggindi sé runnin, sem eiginlega marka nútíð- armenninguna mest, komumst vér að þeirri niðurstöðu, að langt sé frá að þau sé öll af þýzkum ættum, að Þjóðverjanum alveg ólöstuðum. Járnbrautir og gufuskip hafa fram komið fyrir hugvit og framtakssemi ensku þjóðanna. Vér eigum verk hygni þeirra að þakka þessi ágætu flutningsfæri nútímans. Bifreiðin er fundin upp á Frakklandi. Þar var flogið fram og aftur um landið í bifreiðum, bæði af konum og körl um, eftir þeim ágætu vegum, sem Frakkland er frægt fyrir, löngu áð ur en bifreiðar urðu almenn flutn þjóðum. í Ioftsiglingum hafa Frakkar verið kennarar heimsins. Þeim, en ekki Þjóðverjum, eigum vér það að þakka, að nú er ferðast ekki að eins um lög og láð, heldur líka um loft Að sönnu hafa Þjóðverjar fundið upp loftdrekana stóru, sem kendir eru við Zeppetin og nota má að nokkuru til flutninga. En vafamál þykir enn, hvort þeir koma að tilætl uðum notum. Ritsíminn og talsíminn er ekki frá Þjóðverjum, heldur eigum vér hyggjuviti ensku þjóðanna hvort tveggja að þakka. Ljósmyndalistin er runnin frá Frökkum; þeim eig um vér hana að þakka. Hljóðritann og hreyfimyndir eigum vér Banda ríkjamönnum að þakka, eins og svo undur-margt annað af þarflegustu uppfundningum nútímans. Þeir hafa raflýst heiininn, en ekki Þjóðverjar, Þeir, en ekki Þjóðverjar, hafa gefið hverri húsmóður í mentuðum heimi saumavélina. Þeir, en ekki Þjóð verjar, hafa lagt sláttuvélar, sjálf- bindara og ótal önnur akuryrkju- áhöld upp í hendur bændanna. 1 einu eru Þjóðverjar á undan öðrum þjóðum nú á dögum, en það er i hernaðarlist , ef list má kalla Engin þjóð á aðra eins hernaðarvél og herinn þýzka. Þess vegna eru þeir nú svo ægilegir í þeim hildar- leik, sem nú er háður. Fæst af því er til hernaðar iýtur, er samt fund- ið upp af Þjóðverjum. Skambyssur, ’élabysssur, skot-turnar á herskipum er snúa má í kring, herskip, sem fara undir mararfleti, — ekkert af þessu hafa Þjóðverjar fundið upp fyrstir manna. En þeir hafa kunnað að tína saraan allar þær uppfundn- ingar, sem gjörðar hafa verið ann- arsstaðar, fullkomnað þær oft og einatt, og hagnýtt þær í þjónustu þeirrar listar, sem óþörfust er allra, en einkennir þýzka menningu og gjörir hana ólíka menningu hinna annarra þjóða. Þjóðverjar hafa á síðari tímum meira og meira lifað sig inn í þann hugsunarhátt, að þjóðin sé til þess sköpuð, að vera herþjóð. Hvar sem farið er um Þýzkaland, þó á friðar- tímum sé, glamrar í korðum og stíg- vélasporum. Hervaldið er æðsta valdið. Fyrir því verður alt að beygja sig. Ferðamenn hafa Iengi um það talað, sem merkilegt fyrir- brigði, er veita megi eftirtekt oft á dag í hverri þýzkri borg, að þrír þýzkir undirforingjar ganga hlið við hlið og fylla alla gangstéttina, svo allur fólksstraumurinn, sem mætir þeim, konur jafnt sem karlar, verða að hrekjast út í strætið, til að víkja úr vegl þeirra. Engin þjóð hefir jafn-mlklnn landher, í samanburði við fólksfjölda, og Þjóðverjar. Þeir hafa verið druknir af hernaðarþrá í þau 44 ár, sem liðin eru síðan þeir börðu á P'rökkum. Leiðtogunum, þakkarefni, að sú tegund menning- vísinda, en nokkur þjóð önnur. En ar nær ekki til vor hér. mjög hefir sú heimspeki þótt furðu- Þá eru bókmentirnar. Þær eru á- (leg upp á síðkastið. valt skoðaðar órækt menningarmark | Allir muna eftir Nietzsche, nú er og menningarstigið mælt eftir ágæti ] svo mikið um hann talað. Hann kom þeirra. Þær eru vissulega i miklum j fram með kenninguna um ofurmenn- blóma með Þjóðverjum. Hvorki með j ið, — þá menn, sem meiri væru en Frökkum né Englendingum eru þeir j aðrir menn. Þeim væri alt leyfilegt. jafn-margir, sem fást við ritstörf og Lífsþráin br^yttist i huga hans i með Þjóðverjum. Rithöfundar eru valdaþrá. Og til^iess að svala valda- þar fleiri en með nokkurri stórri! þránni er sjálfsagt fyrir ofurmennið herdólgunum þýzku, hefir farið Iíkt og dreng, sem Iúskrað hefir einum leikbræðra sinna og fær óstjórnlega löngun til að lúskra þeim öllum. “Eins og við fórum með Frakka 1871 getuin við farið með hvert stór- veldanna hinna á fætur öðru, unz við ráðum lögum og lofum i Norður- álfu”. — Svo virðast herdólgarnir (war-lords) þýzku að hafa hugsað. Hugsjónin, sem fyrir þeim virðist vaka, er sú, að þrýsta þýzkri menn- ingu og þýíkum hugsunarhætti upp á aðrar þjóðir og láta það verða ríkj- andi í heiminum, en vikja öllu öðru á bug með hervaldi og nauðungar- tækjum. Þetta er það, sem nefnist einu orði Militarismi. Undir þeirri martröð hafa Þjóðverjar legið og nú mentaþjóð annarri. Hvergi með stórþjóðunum er annað eins bók- mentaflóð og þar. Bækur um alla hluti milli himins og jarðar koma þar út á hverju ári. Enginn utan Þýzkalands fylgist vel með i neinni grein þekkingarinnar, sem ekki kann að lesa þýzku, og les hið helzta, sem þar kemur út og brýtur til mergjar. En mikið er léttvægt og á mjög lit- illi útbreiðslu að fagna.Fjöldi þýzkra bóka er enn með gotneska letrinu, sem ekki er nærri því eins einfalt, óbrotið og fagurt og latneska letrið, sem Frakkar og Englendingar nota. f umgengni þykja Þjóðverjar heldur ekki nærri þvi eins mikil prúð- tnenni. Þeir eru oft nokkuð hávaða- samir og hrottal'egir, þar sem Frakk- ar eru allra manna elskuverðastir í umgengni og Englendingar fyrirtaks látlausir og blátt áfram. Sjálfsagt stendur það i einhverju sambandi við þetta, hve fáa vini Þjóðverjar áttu nú, þegar styrjöldin skall á. Það var eins og alls staðar hefðu þeir komið sér fremur illa, — ekki haft á sér prúðmensku-snið sann mentaðra manna. Fjöldi af skáldum og ritsnilling um er uppi með Þjóðverjum vita skuld. Samt er það eftirtektavert að siðan skáldið og spekingurinn mikli, Goethe, dó, árið 1832, hefir eiginlega ekkert heimsfrægt skáld verið uppi með þeim annað en Heine. Hann var Gyðingur, eins og kunnugt er, og dó í Parísarborg. Skuggahliðar þýzkrar menningar virtust honum svo miklar, að hann skaut að henni örvum hárbeittrar hæðni sí og æ. Enda má svo að orði komast, að slitnað væri upp úr með honum og Þjóðverjum nokkuru áð ur en hann lézt 1856. Síðan hefir Paul Heyse líklcga verið einna mest söguskáld með Þjóðverjum, en hann er fremur lítið kunnur með ensku þjóðunum að minsta kosti. Eins er með þá Ilauptmann og Sudermann sem nú þykja fremstir. Bók var ný lega þýdd á ensku eftir Hauptmann The Fool in Christ, heimskinginn Kristi, en hefir fremur litla út breiðslu fengið, og virðist líka vera býsna langt fyrir neðan flest það, sem heims markaðurinn hefir að bjóða. Þess vegna má svo heita, að frægð þeirra Hauptmanns og Sudermanns sé enn bundin við föðurland þeirra. Aðrir en Þjóðverjar láta sér fremur fátt um finnast. Skáld Norðurlanda bera af þýzku skáldunum eins og gull af eiri. Ibsen og Björnson með Norðmönnum gnæfa yfir þýzka láglendið eins og Mundíufjöll. Þjóðverjar eiga naum- ast nokkurt skáld, er tefla megi fram á móti August Strindberg eða Selmu Lagerlöf með Svíum. Á svæði bók- mentalegrar gagnrýni er enginn Þóðverji, er kemst til jafns við Ge- org Brandes, danskan mann. Og nú er tekið að tala um islenzka skáldið Jóhann Sigurjónsson, sem líklegan til að erfa spámannskápu Ibsens, áður en nokkur Þjóðverji gjörir til- kall til hennar. Skáldin heimsfrægu, sem skemt og kent hafa mentuðum heimi síðan í höndum þeirra. Hingað til hefirihefir það brotist út í alglcymingi. bæði Frökkum og Englendingum betur tekist, að færa sér þekking- una í nyt verklcga og setja í sam- band við lífið. Bókvitið er gott, en verkhygnin bezt, þegar er til fram- kvæmdanna kemúr. Þótt Þjóðverjar standi framarlega Ef militarisminn er blóm, sem þýzka menningin ber, eða skuggi, sem henni fylgir, eða heimanmundur, sem hún má eigi við sig skilja, þá dögum þeirra Goethe og Schiller, hafa lang-flest verið af öðru bergi brotin en þýzku. Þau hafa ýmist verið frakknesk, eins og. Victor Hugo og Aiphonse Daudet, eða eng elsk, eins og Alfred Tennyson og Charles Dickens, eða rússnesk, eins og Ivan Turgueniev, Fedor Dosto ievsky og Leo Tolstoy, eða Pólverjar, eins og Henryk Sienkiewicks, eða ftalir eins og Antonio Fogazzaro, eða Belgir, eins og Maurice Maeterlinck, sem gaf oss Bláfuglinn og Bífluguna og ótal annað. Ef menningarstig þjóðanna er mælt á skáldskapar-mælikvarðann, verða Þjóðverjar alls ekki efstir. En hljómlistinni eru þeir á undan. Þar kemst engin þjóð til jafns við þá. Þeir eru þar fyrstir. En Það er Hka eina listin, fyrir utan hernaðarlistina, sem eg vil nauðugur telja þar með. Frakkar og Ameríkumenn í Bandaríkjum þykja skara fram úr sem málarar, mynd- höggvarar og húsameistarar. Vér eigum Þjóðverjum mikið að þakka. En það yrði fremur dapurt í heiminum samt, ef þýzk menning kæpii allri menningu annarri fyrir kattarnef og gjörðist sjálf eina Ijós- ið í heiminum. Það dimdi býsna mikið uppi yfir, ef frakknesk menn- ið brjóta öll helsi, — brjóta alt nið- ur öldungis miskunnarlaust. Stjórnmálastefna Þjóðverja hefir líka öll verið í valdaáttina. Hún hef- ir um langan aldur verið sú, að brjótast fyrir hvern mun til valda i Norðurálfu og þrýsta þýzkri menn- ing inn á aðrar Norðurálfuþjóðir með ofbeldi. Hver á fætur öðrum af heimspekinguin þeirra nú i seinni tið hefir hamrað þessa ofbeldis- kenningu — Machtpolitik — i stjórn- málum inn i þjóðina með þeim á- rangri, sem nú er sýnilegur. Þýzkur sagnfræðingur nefnist Treitschke. Hann hefir ritað sögu Þjóðverja í 17 bind. og var prófess- or við háskólann i Berlin. Þegar Bismarck framdi ofbeldisverkið gegn Dönum og reif Schlesvig-Hol- stein af Danmörku, varð Treitschke drukkinn af sigrinum, þá ennþá ung- ur maður. Upp frá því tók hann að kenna, að öll mannkynssagan stefndi að því, að Þjóðverjar yrðu öndveg- ishöldar heimsins. Og þegar Þjóð- verjar eru að skýra mannkynssög- una, er hann biblian þeirra. Ranke, sagnfræðingurinn mikli, mótmælti þvi fastlega, að Treitschke yrði pró- fessor við háskólann í Rerlín. Hann væri alls ekki sagnfræðingur, heldur að eins ritdeilu-höfundur. Militar- ismann, eða hermenskuna, dýrkaði hann um fram alt. Honum gramdist, að skilmingum var tekið að linna. Hann sagðist vona, að guð itiyndi sjá um, að stríð kæmi fyrir hvað eft- ir annað, eins og áhrifamikið hejlsu- lyf handa mannkyninu. Um fram alla aðra hefir hann blásið upp of- beldis-kenninguna í stjórnmála- stefnu Þjóðverja. Hann hefir kent þeim, að það sé guðleg skylda þeirra að brjótast til valda. Kenning hans felst meðal annars í þessari setningu: “Af öllum stjórn málasyndum er máttleysið fyrirlit- legast. Það er stjórnmálasyndin gegn heilögum anda”. Annar spekingur, sem mikið hefir ritað og afar-mikii áhrif hefir haft á hugsunarháttinn, heitir Bernhardi. Hann segir: “Mátturinn er um leið hið æðsta réttlæti, og deiluna um, h-vað rétt sé, verður að láta dóm- stól stríðanna gjöra út um; stríð gefur réttlátan úrskurð frá sjónar- miði liffræðinnar, siðan úrskurður þess hvílir á eðli hlutanna”. Þessi ofbeldis-kenning heim- spekinganna hefir hvarvetna fund- ið þakklátan jarðvég, frá hinum æðsta til þess lægsta. Keisarinn áfcgir: “Einn er drottinn þessa lands. Það er eg. Þann, sem setur sig upp á móti mér, mer eg til agna....... Sic volö, sic jubeo......Við Hoh- enzoll-arar tökum við krúnunni frá guði sjálfum og guði einum gjörum við reikningsskil fyrir uppfylling skyldu vorrar” (sbr. Nincteenth Century, sept.). Samkvæint ofbeldiskenningu þess- arri virðast nú Þjóðverjar hafa lagt út í þetta stríð, sem stendur yfir Markmiðið sýnist vera það fyrst og frcmst, að svifta Frakka nýlendum sínum, svo þeim verði allar bjargir bannaðar. Því næst að snúast gegn Englendingum, gjöra að engu yfir- ráð þcirra á hafinu og ráða svo lög- um og lofum í Norðurálfu. Þegar þeir hafa látið sér takast, að þrýsta þýzkri menningu yfir Norðurálfu- löndin, en eyða öllu þvi, sem af öðr- um rótum er runnið, virðast þeir ætla að gjöra öðrum hlutum heims- ins sömu skil. Eg fyrir mitt leyti er þakklátur fyrir, að eg er á þessum dögum eitt- hvað annað en Þjóðverji. Eg þakka fyrir að fá að búa í landi, þar sem militarisminn þýzki hefir ekki náð sér niðri. Og eg er sannfærður um, að allir hér inni eru þakklátir með mér. Eg ann þýzkri þjóð meira en flest- um öðrum, sakir ágætra þjóðar- kosta. En hún hefir verið afvega- leidd með óhollum kenningum. Eld- gosið þetta vona eg að verði henni til lifs, — það hristi af henni mar- tröð hervaldsins. Þeir, sem nú berj- ast á móti henni, berjast í raun réttri með henni. Herdólgunum þýzku, jcssum ljótu miðaldaleyfum, þarf að koma fyrir kattarnef. Og æði-mörg- urn kenningum heimspekinganna þarf að koma sömu leiðina. Hervald- ið þarf að detta úr sögu og nýtt skipulag að komast á mannfélagið, ]>ar sem mannréttindin verða betur tekin til grcina. Gæti styrjöld sú, er Þegar þú ert í Róm, þá breyttu sem Rómveiji og drektu BLUE MBBON þú ért þá viss um að fá bezta teið sem selt en I. Sendu au°lýsingu þessn með 25 centum fyrir Blue Ribbort MatrciÖslubókina. -Skrifaðu nafn og heimili skýrt og greinilega.- J ingar upp á aðrar þjóðir, með hern- aði og ofbeldi, er eigi hugsan- leg . Það er ein sú afleitasta fjarstæða, sem unt er að hugsa sér. Eftir viðureignina við Frakka 1871 hefir valdafýknin svo hertekið huga þýzkrar þjóðar, að hún virðist hafa svift hana ráði og rænu. En það er önnur fegurri hugsjón, I- kippir algjörlega fótum undan þeirri falskenrringu, að sambandið megi til með að halda áfram, vegn* verndarinnar, sem það hefir í för með sér fyrir ísland. Og neiti Danir um einfalt kon- ungs-samband, standa Islendingar betur að vígi nú en nokkuru sinni áður. Stríðið sannfærir sjálfa þá og sem um er barist. Og henni megum sannfærir allan heim um, að fyrir vér sízt af öllu glata úr huga vorum vernd af hálfu Dana séu þeir jafn- af því hún snertir oss sjálfa. Það er verið að berjast um tilverurétt smáþjóðanna. Vegna smáþjóðarinn- ar belgisku lögðu Bretar út á or- ustuvöllinn. Það átti að traðka rétti hennar, eins og líka hefir verið gjört, og rjúfa við hana alla samn- inga. Land hennar hefir verið lagt í eyði, borgir brendar, listaverkum splundrað. Mikið er það píslarvætti, sem aumingja Belgir verða að þola. En þeir láta ekki bugast að heldur. Hvernig skyldi þjóð Maeterlincks geta bugast? Brezkir stjórnmálamenn hafa hvað eftir annað gjört að umtals- efni árangurinn, sem verða ætti af þessari styrjöld: Gömul landamæri vilja þeir láta haldast. Þjóðerni og tungumál vilja þeir að látin verði ráða takmörkum landa og ríkja. Og þar sem um landshluta er að ræða, sem gengið hafa undan því landi, er þeir upphaflega heyrðu til, eins og Elsass og Lothringen og.Schles- vig-Holstein, vilja þeir að fólkið sé látið sjálft ákveða, með atkvæða- greiðslu, hvorri þjóðinni það held- ur vilji heyra til. Þeir hafa beint lifandi og dauðir. Árið 1814, þegar byltingin mikl* varð í Norðurálfu og Norðmen* fengu frelsi sitt, svaf ísland. Fyrir hundrað árum var engin islenzk sjálfstæðistilfinning til. Noregur varð sjál/stætt land, og gekk 1 bandalag við Svía um leið og hanit sagði sig úr lögum við Dani. En fs- landi var gleymt. Það átti með öll- um rétti að fylgja Noregi úr hendí Dana, eins og það hafði fylgt Nor- egi Dönum i hendur. En það sat, þar sem það var komið. Því ísland svaf. Enginn var tek- inn að rumskast. ísland kom ekkl til tals við friðarsamningana fyrir hundrað árum. Enginn munnur kemur fram með réttarkröfur sof- andi þjóðar. Á það að verða svo enn? Eða er nú svo fyrir að þakka, a8 ísland verði nefnt á nafn, þegar til friðarsamninga kemur? Er nú þjóð- in svo vöknuð, að hún kunni a® segja : Annaðhvort konungssamband eitt cðá si^rstakt Iand, sjálfstætt land, alfrjálst land, með fullu frelsi til a8 drýgja eigin örlög? Verði þjóðerni og tungumál látim iátið á sér heyra, að Schlesvig-Hol stein ætti að hverfa aftur til Dan- ráða ríkjum og Danir fái aftur það, merkur, en Kielar-skurðurinn verða sem þeim hefir þótt sárast að láta, aljijóðaeign. Pólverjum hefir verið eru þá ekki likur til, að þeir myndi gefin nokkur von um uppreisn mála fúsari til að slaka á klónni við ls- sinna af Rússum, og hver veit nema land? aumingja Finnum verði þá eitthvað liðsint líka. Nýjar hugsjónir eru að í ryðja sér til rúms á Rússlandi. Við v’onum allir, að það verði Rúss- land þeirra Tolstoys og Turguen- ievs, sem rís upp, þegar stríðinu linnir. Ef nú svo skyldi takast til, að Danmörk fengi uppreisn mála sinna við Þýzkaland og fá hertogadæmin ! aftur, ætti ísland svo sem að sjálf- sögðu, að koma fram með kröfuna mn einfalt konungs-samband við Dani, svo þeir fengi algjörlega að ráða lögum og lofum í landi sínu sjálfir. Því þetta stríð hefir sýnt og sannað, svo ekki verður móti mælt, að þegar nokkuð reynir á, er sam- band þeirra við Dani algjörlega | gagnslaust. Þeir standa jafn-varnar- j lausir uppi eftir sem áður. Stríðið Þá skyldum við öll þakkal- MAIL C0NTRACT. 'IL.BOD í lokut5um umslögum, Arft' / uí til Postmaster General, vert5«L met5tekin í Ottawa til hádegis í. föstudaginn þann 11. desember, 1914 um póstflutning um fjögra ára tíma, sex sinnum á viku, hvorra leit5, millt Oak l'oint og .iArnhrautar Mtöttlnnar. sem byrjar þegar Postmaster Generat svo ákvet5ur. Prentut5 eyt5ublöt5, sem innifela frek- ari upplýsingar um samnings skilyrt5im vertia til sýnis, og samnlngsform fást á. pósthúsinu í Oak Point og á skrifstofm Post Office Inspectors, Winnipeg. Post Office Inspectors Office. Winnipeg, Man., 30. október, 1914 H.H PHINNEY, 8-29 Post Office Inspector ing hyrfi úr sögu. Og það yrði frem-1 nú geisar, orðið til þess, að koll- ur óvislegt i veröld bes:«ari, ef brezk j varpa militarismanum, með öllu því menning væri þurkuð út. Eitt er samt ótalið, se i Þjóðverj- ar standa óefað fremstir í. Það er I böli, sem honum fylgir, væri ekki til engis barist. Það er barist um völdin, sagði eg er mjög mikið vafamál, hvort hún er j áður finst mér sem óhætt muni að nokkurt keppikefli. Miklu fremurjtelja þá þar á undan. Þeir leggja mun fléstum finnast það stór-mikið I sjálfsagt meiri rækt við þá tegund heimspekin. Reyndar er nú samt sá } í byrjan. Og eg vona, að þér kannist spekingurinn, sem einna mest er les- inn og víðtækust áhrif hefir, frakk- neskur: Hcnri Bergson. Sámt sem við það sem sannmæli. En valda- fýknin er léleg hugsjón. Sá fær sjaldan mikla samúð, sem ekki hefir: annað sæmilegfa að berjast fyrir en j völdin. Stærri heimsku en þá, að } unt sé að þrýsta einni tegund menn-! Stofnsett 1882 Löggilt 1914 D. D. Wood & Sons. Limited verzla með beztu tegund af KOLUM ANTRAC/TE OG B/TUM/NCUS. Flutt heim til yðar hvar sem er í bænum. VÉR ÆSKJUM VIÐSKIFTA YÐAR. SKRIFSTOFA: Cor. R0SS & ARLINGTON ST.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.