Heimskringla - 19.11.1914, Blaðsíða 8

Heimskringla - 19.11.1914, Blaðsíða 8
heí'mskringla WINNIPEG, 19. NoVEMBER 1914. Ur Bænum ♦------------------------------♦ Föstudagskveldið 30. okt. fengu þau hjónin Jón Tryggvi Bergmann og Sigríður kona hans óvænta heiip- sókn. Þau voru nýflutt inn í sitt prýðilega hús á Lenore St., og mun heimsóknin hafa verið í tilefni af því. Þau höfðu farið út í bifreiðinni til þess að njóta veðurblíðunnar kl. 7 um kveldið og komu heim aft- ur laust eftir kl. 8. Þá var húsið fult af prúðbúnu fólki, sem sýndist vera komið til að skemta sér. 1 hópnum voru þessir: Mr. og Mrs. Sigfús Anderson, Mr. og Mrs. Páll Pálsson, Mrs. B. Sigurðsson, Sigurður Sig- urðsson, Pálmi Sigurðsson, Hjálmar A. Bergmann, Mr. og Mrs. Lindal Hallgrímsson, Ormur Sigurðsson, Mrs. B. Byron, Mrs. J. Henderson og Svafa dóttir hennar, Jónas Miðdal, Mr. og Mrs. Jónas Pálsson, Mrs. J. Carson, Mr. og Mrs. Björn Hallson, Eirikur Sumarliðason, Mrs. Thorpe, Miss Elín Thorlacíus og Miss Fríða Johnson, Jónas Jónasson og Mr. og Mrs. Fr. J. Bergmann. Þegar menn voru búnir að átta sig ofurlítið, var kallað á þau hjón- in, og sagði síra Friðrik þeim fyrir hönd gestanna, að þessir vinir hús- bóndans, sem hér væru samankomn- ir, hcfðu verið að bíða eftir tækifæri til að votta honum þakklæti sitt og tjá honum vináttu sína og heilla- óskir. Og þetta tækifæri fyndist þeim nú vera komið, þar sem hann væri nýfluttur með hinni ungu brúði sinni inn í þetta veglega hús. Hann væri þegar búinn að lyfta nokkrum grettistökum til heilla og velferðar fyrir mannfélagið, — þyngri og erf- iðari en flestir aðrir. Þessir vinir hans og margir fleiri, sem hann ætti, óskuðu þess, að hann ætti eftir að lyfta enn fleiri, sálfum sér til á- nægju en öðrum til hamingju. Sem vott þess, að hugur fylgdi máli, sagði hann að skilja ætti eftir í húsinu mynd eina, er einhvers- staðar mætti hengja á vegg. Hún væri af öræfajökli, því fjallinu sem einna frægast væri allra íslenzkra fjalla, og dregin af málaranum ís- lenzka, Arngrími Jónssyni, sem álit- ið væri af mörgum að verða myndi frægur af list sinni á sínum tíma. Hefði málarinn dregið myndina frá Ingólfshöfða, þar sem Ingólfur Arn- arson steig fyrst fæti á land, svo að útsýnin á myndinni er sú sama og hann hafði, er hann leit inn yfir landið fyrsta sinni. Gjöfin væri ekki eins rikmannleg og skylt hefði ver- ið, en hún ætti að minna þau hjón- in á það, sem heilagt hefði orðið í huga þeirra, er þau uxu upp sem börn, — islenzka náttúrufegurð. Þegar hér var komið rétti Guðný, sjö ára gömul dóttir Jóns, frú Sig- ríði prýðilegan blómvönd úr há- rauðum rósum. Þau hjónin þökkuðu bæði af mik- illi alúð. Og svo skemtu menn sér hið bezta við söng og hljóðfæra- slátt fram að miðnætti. Fundur í íslenzka Conservatíve Klúbbnuin næsta mánudagskveld, 23. þ. m. Byrjar kl. 7.30. —Fram- kvæmdarnefndin beðin að vera til staðar ekki seinna en kl. 7.15. Söngsamkomu all-mikla eru ís- lendingar, Svíar og Norðmenn að undirbúa í félagi um þessar mundir. Það eru um 70 karlmenn, sem syngja úrvalslög. Auk þess verða einsöngv- ar og hljóðfæraleikar o.fl. — Ágóð- inn gengur til Palriotic Fund. Sam- koman verður fyrstu dagana af næsta mánuði, annaðhvort á Walker leikhúsinu, eða í einhverri stærstu kyrkju bæjarins. Sú frétt kom nýlega í bréfi til systur Von Kluck í Duluth, að þessi nafnkunni hershöfðingi væri látinn. Eru allar likur til, að það sé áreið- anlegt. Enda hefði eitthvað meira heyrst frá honum ef hann hefði ver- ið ofanjarðar og heill heilsu. FÍFLAR Smásögrusafn, I. hefti; fást nú keypt- Ir hjá flestum umboösmönn'um Lögr- bergs og Heimskringflu, og íslenzkum bóksölum í Canada og Bandaríkjum. Einnig hjá útgefanda t>orsteini t*. t>or- steinssyni, 732 McGee St., er sinnir öllum pöntunum tafarlaust. Fíflar kosta 35c. Lestur þeirra lýsir upp rökkriö og stytt,ir veturinn. t.f. FLUTTUR. Eg hefi flutt verzlun mina að 690 Sargent Ave., — aðeins yfir götuna. Nú hefi eg meiri og betri húsa- kynni og get því gjört meiri og betri verzlun. — Þetta eru allir beðnir að aðgæta. Svo þakka eg öllum kærlegast fyrir viðskifti i gömlu búðinni og vona þau haldi áfram i hinni nýju. — Vinsamlegast. Phona Sher. 1120 B. ARNASON Einstök Kaup fyrir Kvennfólk----------- • Nú erum vér að selja kven- klæðnað afar ódýrt,—niður- sett verð á öllu. Vér búurn nú til Ladies’ Suits fyrir frá $18.00 og upp. Kven- manns haust yfirhafnir frá $13.50 og upp. Komið og skoðið nýtísku kvenbún- inga vora. B. LAPIN Phonk Garrv 1982 392 Notre Dame Avenue Þann 28. nóvember verður sam- koma —- At Home — í Fyrstu lút- ersku kyrkjunni. Hr. Arinbjörn Bar- dal ætlar að segja þar ferðasögu sina frá íslandi, og vér vitum, að fjöldi manna er þyrstur og sólginn í það, að heyra um hugsanir og gjörðir manna heima eftir að stríðið skall á, og Arinbjörn var þarna á ferðinni einmitt þegar tíðindin voru að gjör- ast, og kann vafalaust frá mörgu að segja. ' Samkoma í Skjaldborg. Samkvæmt því, sem áður var aug- lýst ætlar djáknanefnd Skjaldborg- ar safnaðar að halda skemtisam- komu næsta þriðjudagskveld 24. nóvember. Prógrammið er mjög vel undirbúið og verður með afbrigð- um bæði að skemtun og fróðleik, og er sem fylgir: 1. Ávarp forseta—Síra Rúnólfur Marteinsson. 2. Piano spil—Miss Maria Magn- ússon. 3. Frumsamið kvæði—Dr. S. J. Jóhannesson. 4. Einsöngur—Miss Martha Ander- son. 5. Ræða—Sira H. Leó. 6. Piano-Organ samspil—Miss Sig- ríður Frederickson og Brynjólf- ur Þorláksson. 7. Fjórraddaður söngur — Misses Thorvaidsson og Goodman og Messrs. Pálmason og Helgason. 8. Fiolin spil—Theodór Árnason. 9. Ræða—Dr. Jón Stefánsson. 10. Einsöngur—................. 11. Fiolin samspil—Miss C. Oddson og W. Einarsson. Að prógramminu enduðu verða fram bornar veitingar. Djáknarnir vonast til að hafa hús- fylli þetta kveld, því arðurinn af samkomunni á allur að ganga til fá- tækra, á þessum komandi vetri. Munið eftir þessari samkomu í Skjaldborg næsta þriðjudagskveld.— Bezt væri að allir yrðu komnir í sæti fyrir kl. 8. Aðgangur að samkomunni 25c. Herra Jónas Hall frá Gardar kom að sjá gamla vini hér. Var hann ern og hress sem ætíð og verður hér um vikutíma. Engar sérlegar fréttir. — Sigur Repúblikana í kosningunum | syðra sagði hann að kæmi af því, að nú lögðu saman atkvæði sín bæði Repúblikanar og og Prógressives á móti Demókrötum, og máttu þeir þá ekki við margnum. Föstudagskveldið 6. þ.m. setti um- boðsmaður stúkunnar Heklu, Hreið- ar Skaftfeld, eftirfarandi meðlimi í embætti: F.Æ.T.—A. Jónasson. Æ.T.—Síra Guðm. Árnason. V.T.—Miss Kr. Abrahamsson. R.—B. Magnússon. A.R.—S. Björnsson. F. R.—B. M. Long. G. —J. Vigfússon. K.—-Mrs. G. Magnússon. D.—Miss J. Thorvarðarson. A.D.—Miss M. Nordal. V.—M. Magnússon. Ú.V.—F. Bjering. Miðlimatala stúkunnar 359. Næsta sunnudagskveld eftir messu verður safnaðarfundur haldinn í Únítarakyrkjunni. Safnaðarfólk er beðið að fjölmenna, því áríðandi málefni verður til meðferðar á fund- inum. B. Pétursson, forseti. ÞaíS er skylda mín gagnvart hinu lfðandi mannkyni aí segrja því frá Dr. Mlles Verk-Varn- andi Pillum. Mér finnst þær vera mesta blessun, og eg get varla lýst þakklæti mínu yfir slíku meöali. Oft þegar mér hefir fundist verkurinn svo mikill a?5 mér hefur fundist ómögu- legt aö fara á ræöupallinn, þá hef eg fengiö blessa?5 fróun. Eg hef brúkaö Dr. Miles Verk Vamandi Pillur í tíu ár og mun æfinlega bera þeim gott vottorb. Rev. R. M. BENTLET, Decturer Shelbyvllle, Ind. Fólk sem á vanda fyrir taugasjúk- dómum eða höfuð verk eftir að það kemur úr kyrkju, leikhúsum eða öðrum samkvæmum yrði þescs vart að Dr. Miles Verk Varnandi Piilur er sannur vinur, þegar þörf giörist Berðu eina eða tvær pillur I vas- anum og brúkaðu þær þegar þú þarft þeirra með. Fæst hjá öllum lyfsölum. Ef fyrsta askjan bætir þer ekki þá íæröu peningana til baka. * 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 Vér vonum, að kunningjar vorir í Norður Dakota taki vel eftir aug- lýsingunni hans Elis Thorvaldsson- ar núna í hlaðinu. Vitaskuld þekkj- um vér allir Elis Thorwaldsson, en vér vitum ekki allir, hvaða kjör hann býður, og þegar vér lesum. auglýsinguna hans, þá sjáum vér, að hann býður eins góð eða betri kjör en nokkursstaðar er hægt að fá ann- arsstaðar með ómaki og fyrirhöfn, og hver einasti hygginn maður hlýt- ur að sjá það, að fyrst þarf hann að fara að finna Elis og tala við hann og skoða vöruna og heyra boðin. AUGLYSING Þurfandi menn eru hér á hverjh strái, og hafa aldrei verið jafn mikil brögð að því og nú, og sannarlega er það heiðarlegt og skylda manna, að líta tii þeirra og láta þá ekki líða nauð. Hver, sem nokkurntíma hefir verið svangur eða kaldur, ætti að muna það, eða atvinnulaus, — menn sem nokkuð geta látið af mörkum ættu að muna þetta og fjölmenna á hjálparsamkomuna, sem Únítarar halda í samkoniusal sínum fimtu- dagskveldið í þessari viku. Þarna geta menn skemt sér og unnið gott verk um leið. Þess vegna ættu allir að hafa þctta hugfast og fjölmenna svo að húsfyllir verði, og þegar boðnar eru góðar skemtanir, og til að krýna alt kappræðan milli Skapta og Baldvins, sem báðir eru kunnir fyrir að spara ekki að halda fram máli sínu, þá ættu aðrir ekki að liggja á liði sínu að hlusta og brosa. — Sæki nú hver sem getur samkom- una fyrir þurfandi fólk, sem lialdin verður fimtudagskveldið 19. nóv- ( ember í samkomusal Únítara. Til yfirlits og gróða fyrir fólkið Uppboðssala fer fram á Þess hefir ekki verið getið enn, að herra Jónas kaupmaður Jónasson í Fort Rouge lét arðinn af hrcyfi- myndasýningu sinni eitt kveldið ganga til Patriotic Fund, og var það $41.65, og má það því teljast með því, sem kemur frá Islendingum. — Auk þessa gaf hann og í Red Cross sjóðinn, og býst við að haida eitt kveld ennþá sýningu fyrir Patriotic Fund. Næsta sunnudagskveld verður umræðuefni í Únítarakyrkjunni: Vétrarkoma, — á hvern hátt getum vér fagnað henni?—Allir velkomnir. Hr. S. Hlíðdal er að fara norður til Árborgar, Man., og verður þar í vetur, og biður menn að senda bréf sín þangað fyrst um sinn. HERBERGI TIL LEIGU. Á mjög hentugum stað á Sher- brooke Street. öll vel uppbúin, með gasi og ölium þægindum. G34 SHERBROOKE STREET Talsími Garry 4495 10-n.p Til sölu. % hluti úr Section af landi í Shoal Lake bbygð. Af landinu eru brotnar 25 ekrur; 80 ekrur girtar. Timbur- hús og bjálkahús fylgja. íbúðarhúsið er “plastrað” og málað. Steinhlað- inn brunnur með ágætu, óþrjótandi vatni. Verð: $2,500.00. Skilmálar og frekari upplýsingar fást hjá C. F. Líndal, Langruth P.O., Man. 8-29-n GUÐMUNDUR BERGÞÓRSSON vill minna landa og kunningja sína á, að hann skerpir sagir og gjörir það vel. Hann er að finna í skóviðgjörð- arhúsi Th. Thómassonar, 711 Ellice Avenue. H.JOHNSON j Bicyle & Machine Works f Gjörir við vélar og verkfæri f reiðhjól og mótora, skerpir J skauta og smíðar hlutl í bif- t reiðar. Látið hann sitja fyrir ♦ viðskiftum ykkar. Alt vel af > hendi leyst, og ódýrara en hjá ♦ öðrum. 4 651 SARGENT AVE. ♦ Clarkleigh, 24 þ.m. Byrjar kl. 10 f. h., móti peningum út í hönd. Varningur sá sem seldur verður innibindur: Leirvöru, Járnvöru, Bygginga pappír, Mjólkurvélar, Tinvöru Alnavöru, Matvöru, Fatnaíf, Sleða, Vagn, Kerru, Nautgripir, Hesta, Hænsni, Svín. Hestarnir eru allir ungir og ógallaðir; stórir og smáir. VerSur gefin ábyrgÖ með þeim, samkvæmt lýsingu af þeim. Getur vel veriS að þeir verði seldir meÖ gjald- lí\ fresti á 2-3 verðs. Þessháttar verður tilkynt á uppboðsdegi. Þessi sala má kallast hálfgjörð nauðungar sala vegna hinna höruð tíma og verður þetta gróða sala fyrir alla þá sem koma með skildinga og væri vonandi að sem flestir kæmu til að njóta hagnaðarins, því varningurinn má til að seljast. Einnig verður verzlunarhúsið og lóðin seld ef kostur verður, með því skilyrði að sá sem kaupir kaupi þær vörur sem kunna að verða eftir í búðinnimeð innkaups verði. Einnig má geta þess að eg hef gripafóð ur og hveiti til sölu uppboðsdaginn með niðursettu verði handa þeim sem ekki skulda mér þann 23. nóvember. Ekki svo að skilja að neinn einn fái að kaupa ótakmarkað af því. Mig vantar að sem flestir nái í hið niðursetta verð. Býst við að hafa tólf hundruð poka. B. RAFNKELSS0N óskar að sjá fjöldafólks Dýrtíðar útsala á Tví- bökum og hagldabrauði Seldar og sendar til allra staða í Canada fyrir niðursett verð um óákveðin tíma: 1 14 punda köss- um, í 25 punda kössum, í 43 punda tunnum. Tvíbökur, pundið...........lOc. Hagldabrauð, pundið.........8c. Fínar Tvíbökur. 1 1 punda kössum á.........15c. 1 2 punda kössum...........25c. Kökur af ýmsum tegundum “mixed” 38 dús. fyrir.............$3.00 G. P. Thordarson PHONE GARRY 4140 1156 Ingersoll St. Winnipeg SKEMTISAMKOMA, kökuskurður og veitingar í samkomusal Únitarasafnaðarins, undir umsjón hjáiparnefndar safnaðarins. Fimtudagskveldið, 19. nóv. 1. —Piano Solo.............Miss Jean Campbell 2. —Ræða..................Séra Rögnv. Pétursson 3. —Upplestur..........Mrs. G. J. Goodmundsson 4. —Solo...............Miss Dóra Friðfinnsson 5. —Upplestur.............Mr. I>. Þ. Þorsteinsson 6. —Fíólín Solo...........Mr. Lúðvík Eiríksson 7. —Ræða...................Séra Guðm. Árnason 8. —Piano Solo.............Miss Jean Campbell 9—Kappræða.............Skafti B. Brynjólfsson og B. L. Baldwinson 10.—Kökuskurður og Veitingar............ Allur ágóði af samkomunni gengur til að hjálpa þurfandi fólki INNGANGUR 25c TIL LEIGU—Þrjú góð herbergi; gas og rafurmagn í húsinu; rýmileg leiga, — að 475 Langíide St., Cor. Ellis St. 8-np T. THOMAS. CONCERT verður haldinn í Tjaldbúðar kyrkju Mánudagskveldið, 23. nóv. 1914 kl. 8.30 e.m. Er hún haldinn fyrir landa einn, sem slasaðist stórlega fyrir ári síðan og er veikur og hjálparvana ennþá. Nú á hann að fara undir annan uppskurð. Forseti.................Rev. F. J. Bergman Organ Solo................Mr. Jónas Pálsson Vocal Solo. .................Mrs. Dalman Violin Solo.............Miss Clara Oddson Vocal Duett..........Mr. & Mrs. Alex. Johnson Violin Solo..................Mr. Árnason Vocal Solo................Mr. Thorólfsson Quartette...........Alfred Albert, Baldur Olson Paul Bardal, S. Bardal Piano Solo..............Miss L. Halldorsson INNGANGUR 25c. ÆFINTÝRIÁ SJONLEIKUR G0NGUF0R verður leikið undir umsjón G. T. stúknanna Heklu og Skuldar á Mánudags og þriðjudags- kveldin 23 og 24 þ.m. í Goodtemplara húsinu. Aðgöngumiðar verða til sölu í búð Mr. B. Metúsalems- sonar a horninu Sargent og Victor St. eftir hádegi á laugar- daginn 21. þ.m. og báða leikdagana og einnig við inn- ganginn á G. T. húsinu bæði kvöldin, meðan rúm endist. k-;»wawEiiu Aðgöngumiðar kosta: Bestu sœti 40c. Lakari sœti 30 og 20c. Byrjar kl. 8. Húsið opið kl. 7.30 Phone Sher. 2623 Húsbúnaður frá Banfield

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.