Heimskringla - 24.12.1914, Blaðsíða 4

Heimskringla - 24.12.1914, Blaðsíða 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. DESEMBER 1914« Heimskringla (Stofnuð 1886) á«mur út á hverjum flmtudegl. Ctgefendur og eigendur THE VIKING PRESS, LTD. Verð blaðsins i Canada og Bandarikjunum $2.00 um árið ífyrirfram borgað). 8ent til Islands $2.00 (fyrirfram borgað). Allar borganir sendist ráðs- ouanni blaðsins. Póst eða banka Avisanir stýlist til The Viking Press, Ltd. Ritstjóri M. J. SKAPTASON RáSsmaSur H. B. SKAPTASON Skrifstofa /29 Sherhrouke Sireel, 'Vinnipep BOX 3171. Talafml Oarry 4110 Bindindismálð er atal- atriðið. Það var ljóta ólánið, að Roblin- stjórnin skyldi fara að kippa fótun- nm undan brennivínssölunni og bar af leiðandi ofdrykkjunni. Það kem- ■r einhverveginn svö grátleg grein i Lögbergi um fylkisstjórnina og bindismálið, að mér liggur við að fara að gráta til samlætis. Greinin er náttúrlega Ijómandi vel skrifuð frá sjónarmiði þeirra, sem úti standa í kuldanum og frostinu, og langar, sem eðlilegt er, • að komast inn að eldunum, svo þeir geti bak- að sig og tekið úr sér hrollinn. Greinarhöfundurinn viðurkennir það, að þetta tiltæki stjórnarinnar að stytta stundirnar, sem selja megi áfcngi, og það að veita sveitunum full umráð yfir vínsölunni sé æski- legt og Iofsvert. Það er líka ómögu- legt að gjöra annað. Þar er klettur- inn, sem ekki er hægt að bifa, hann stendur bjargfastur; stendur sem minnisvarði stjórnar þeirrar, sem á- ræði hafði að leggja hann þarna. Og eins vist að hann standi um stundir nokkrar áður en hann sekkur i jörðu. Yfir höfuð gengur greinin öll út á það, að Roblin stjórnin hafi gjört þetta til þess, að afla sér hylli kjós- endanna: “Þetta er því ekki af öðr- um toga spunnið, heldur en aðrar aðgjörðir hans (Roblins), að reyna að afla sér fylgis meðal kjósenda. — Þetta eru orðin og þessi hugmynd rennur í gegnum alla greinina frá upphafi til endaá , En þó að þetta væri nú svo, hvað er á móti því? Er það ekki skylda hverrar stjórnar, að reyna að fara að vilja fólksins. En ef að hún gjör- ir það, þá aflar hún sér hylli manna. — Enginn maður aflar sér hylli annara með þvi að gjöra þeim alt til bölvunar. Þetta liggur í hlutarins eðli. Stjórnin er kosin af alþýðu til þess að vera fulltrúi alþýðunnar og fara með mál hennar. Hvað sem stjórnin gjörir, þá er hún siðferðis- lega skyldug, að reyna að fara svo langt eða skamt í einu eða öðru máli sem hún næst getur komist vilja al- þýðu, — hún má hvorki fara lengra eða skemra. Ef að hún fer of langt, þá steypir hún sjálfri sér. Alþýðan stendur þá ekki með henni. — Það hefir víst fáum komið til hugar, að stjórnin myndi fara eins langt og hún fór i málum þessum. Það er því ómögulegt að segja, að hún hafi fyr- irlitið vilja kjósendanna, — hún hef- ir einmitt fylgt honum svo langt, sem hugsanlegt var. Og í kosningun- um núna út um sveitir geta menn sagt, að vilji alþýðu hafi komið ský- íaust fram, þar sem 16 sveitir sam- þyktu vínbannið á móti 5, sem hrundu því. Þetta er staðfesting sveitanna á þessum umræddu gjörð- um stjórnarinnar. Það er því enginn efi á þvi, að sveitirnar eru samþykkar þessum rek hefir hann framið? “Af verkum yðar skuluð þér dæmdir verða”. — Mér kemur ekki til hugar, að efast um áhuga bindindismanna, og ekki heldur um einlægni liberala, að þeir hafi fullan ásetning, að fylgja fram bindindismannanna helgasta hjart- ans máli. Eg þekki marga mikils varðandi menn með einlægum á huga i þeim flokkum i hópi landa minna hér vestan hafs; — en það er þetta, sem algjörlega er ómögulegt að breyta, afturkalla eða vefengja, og það er það, að Roblin stjórnin er búin að gjöra verkið. Hún hefir stig- ið sporið. Það þarf ekki að efast um það lengur, hvort hún muni gjöra það einhverntíma seinna, — það er búið. Og, eins og höfundur greinar- innar í Lögbergi viðurkennir, er þetta að eins byrjunin; stjórnin hlýtur að halda þessari stefnu á- fram, svo framarlega, sem alþýða manna snúist ekki á móti henni fyrir það, sem hún er búin að gjöra Meðan báðir flokkarnir áttu eftir að uppfylla heit sin og loforð, mátti efast um það, hvort þeir myndu nú standa við þau eða ekki. En nú er annar flokkurinn kominn fram og búinn að efna loforð sin; það er skeður hlutur. Efinn, ef að um efa er að tala, liggur þvi ein- göngu á hinum flokknum, hvort hann nokkurntíma myndi hafa upp fylt loforð sín, ef að hann hefði völdum náð. En það er þýðingar- laust að deila um þetta, — það er eins og þegar grunnhyggnir krakkar eru að jagast, og hver segir annan fara með ósannindi. Hafi Liberalar verið einlægir í heitum sínum og loforðum til al þýðu, þá er nú ekki nema einn veg- ur opinn fyrir þeim; en hann er sá, að styðja stjórnina eftir megni, af alhuga og slyndrulaust til allra þeirra framkvæmda í vínbannsmál- inu, sem þeir geta séð farsælastar og beztar því til viðgangs og efling- ar. Þar liggur mestur heiður þeirra og sómi; þannig vinna þeir bezt fyr- ir velferð og vilja fólksins. Og þar af fá þeir bæði hylli manna og virð- ingu. Og þetta hefir líka allur þorri þeira séð. gjörðum stjórnarinnar, samþykkar með miklum meirihluta; og líkur til, að sá meirihluti fari vaxandi, ein- mitt fyrir það, að stjórnin gjörði skyldu sína og fylgdi vilja alþýðu og þá náttúrlcga ávann sér hylli henn- ar um leið. Það er eftirtektavert, að málefnið hverfur eiginlega í Lögbergs grein- inni, — þetta málefni, sem er svo mikilsvarðandi, að það yfirgnæfir flest eða öll önnur málefni. Alt geng- ur út á það, hverjir hafi gott af því, hverjir græði við það. Oss hættir alt of mikið til þess, að hugsa um þetta gróðabrall; vér erum býsna mikið farnir að dýrka dollarinn, i hvaða helzt stöðu sem vér erum, og virðingu berum vér fyrir honum meira en öllu öðru. Hann er áreið- anlega góður og ágætur að brúka hann, án þess að tigna hann. En það eru málefnin, umbæturnar, hug- myndirnar, hugsjónirnar, sem vér eigum að skipa í öndvegi, og brúka dollarinn til þess; þar er hann góð- nr, sé hann til, og í þeim tilgangi «ttu menn að afla hans. Það er mál- efnið, sem vér eigum að líta á, en ekki persónurnar. Persónurnar eru sem títuprjónar, en málefnin sem hin víða veröld. Það er því ekki hið stóra spurs- mál, hvor flokkurinn er við völdin, heldur: hvað gjörir hann, hvaða af- Hið þarfasta verk. George Bradbury, sambandsþing- maður fyrir Selkirk kjördæmið, hef- ir unnið hið þarfasta verk fyrir hið opinbera og alla alþýðu manna, þar sein hann hefir fengið hin stóru fiskifélg, bæði i Winnipeg og Sel- kirk, til þess að selja fiskinn i smá- sölu, með lítilli hækkun yfir til kostnað. En fyrsta sporið til þess að auka sölu á fiski og notkun er að gjöra þá fæðutegund svo ódýra sem hægt er. Og þegar fiskifélögin eru farin að selja fiskinn i smásölu og lcggja að eins eitt cent á pundið fram yfir verð á honum útfluttum í járn- brautarvögnum — over the exporl carload price —, þá ætti fiskurinn óðara að lækka hjá smásölunum, að öðrum kosti rennur öll smásalan úr greipum þeirra. En hvernig stendur á þvi, að fólk skuli ekki borða meiri fisk en það gjörir? Við veiðum fiskinn, en vilj- um ekki éta hann, og svo verður að senda hann langar leiðir til manna, sem eru vitrari en vér, og þeir verða að borga meira fyrir hann en vér, og fá hann ekki eins góðan og vér. En þeir éta hann samt. En því þurf- um vér að vera að veiða fisk fyrir aðra, og sitjum svo 'kannske hálf- svangir heima. Fiskurinn er þó við- urkendur að vera ágætasta fæða, sé hann vel matreiddur, bæði næring- armikill og góður fyrir heilsu manna; og að mörgu leyti er fiskur- inn betri og heppilegri en kjötið og alveg eins uæringarmikill. Það er sá eini galli á fiskinum, ef galli skal heita, — að hann er ódýrari en kjöt- ið. Og það er enginn efi á þvi, að alþýða manna væri betur af, hvað heilsuna snertir, og hefði fleiri cent í vasanum, ef að menn neyttu meira fisks en þeir gjöra. Það sér ekki á, að dýrt sé að lifa núnal En þetta stafar mikið af vanþekkingu. Fjöldi manna í bæjum og úti um sveitir þekkir ekki eina fiskitegund frá ann ari: tekur sucker fyrir hvítfisk, pike fyrir pick og keilu fyrir kattfisk, eða hver veit hvað; og svo kann það ekki að matreiða fiskinn. því reki maður sig á fisk sumstaðar, þá er hann nærri óætur, af því, hvað illa hann er matreiddur. En þetta þarf að lagast, því að eftir því sem fólki fjölgar í landinu og timar líða fer kjötið að hverfa af borðum, en fisk- urinn fer að sjást þar oftar og oft- ar. Og það er þingmaður George Bradbury, sem þarna hefir verið að hjálpa og leiðbeina fólkinu, — líta eftir, að þvð hefði ódýrara en jafn- gott fæði á hinum þröngu tímum^ líta eftir því, að konurnar og mæð- urnar fengju ódýrari en þó jafn- góða máltíð á borðið. Og á bak við alt standa fiskimennirnir. Ef að fisk- urinn verður almennur réttur á borðum manna í borgum og bæjum og sveitum úti, þá er um leið trygð og aukin atvinna fiskimannanna. Notkun fæðutegundar þessarar marg faldast, og þá náttúrlega um leið eft- irspurnin. Allir fiskimenn mega þvi vera Mr. Bradbury þakklátir; hann talar máli þeirra nú sem oftar. Og þetta eina, litla cent, það kann að verka meira en menn grunar, ef að alþýða manna í bæjum og sveitum tekur eftir þvi. Og vér viljum enda þessar línur með þvi að geta þess, að George Bradbury er maður, sem kjósend- urnir geta verið stoltir af, ekki ein- ungis fyrir það, að hann er manna færastur, hvar sein á er litið, heldur lika fyrir hitt, að hann ber fyrir brjósti hag og velferð kjósenda sinna. Góðar fregnir. Vér höfum fengið frcgnir frá ís- lendingafljóti/ að í kosningunum þar hafi 140 atkvæði verið greidd með vínbanninu, en að eins 9 á móti. Af þessum 140 með banninu Voru milli 50 og 60 greidd af Pólverjum og Austurríkismönnum. Það er gott að • heyra, ljómandi gott, — sérstaklega, að þeir fylgjast að málum landar og hinar útlendu þjóðir, sem þar búa. •— Við erum að mynda nýja þjóð af mörgum, og þar á engin þjóð yfir annari að drotna, heldur allar að vinna saman í bróð- urlegum kærleika; hið mótsetta er að eyðileggja sjálfan sig og koma engum nýtum eða góðum málum til leiðar, en spilla sambúð og sam- vinnu allri. Það má ekki vera, sam- an verðum vér að vinna og einhuga að vera einsog vér framast getum. Eld-dýrkarinn. 0>CD0> Eg ligg hér í lágnættis armi Og lj ósvana, fletinu á, I tóft undir túngrónu þaki, MeS torfvegg aS hliSum og baki. Um gólfiS fer blossanna bjarmi Sem brýzt þangaS hlóðinni frá. 1 arin-súg eldsins eg skynja Eitt alveru-tungunnar IjóS. Sem í hennar eilífSar-kvæSi Um umsköpun, hættinum næSi: AS veraldir hefjast og hrynja Og hugsanir, steyptar í glóS. 14.-12.-’l 4. Stephan G. Stephansson. Vilhjálmur Stefánsson. Ottawa, 18. des.—Engar fréttir af honum aðrar cn þær, sem menn vissu, að hann lagði af stað frá Her- scheleyju síðastliðinn vetur með þeim ásetningi, að ferðast að minsta kosti hundrað mílur á ísnum og mæla djúp sjávar hér og hvar og gjöra rannsóknir aðrar og athugan- ir. Og nú er það ætlun manna, að hann hafi farið 200 mílum lengra norður, í von um að finna þar land einhverstaðar og halda þar til yfir sumarið. Ef að hann hefir ekki fundið land, þá hefir hann orðið að hafast við á ísnum um sumarið og rekast til og frá. En engin var hætt- an, að fæðu myndi skorta, því að nógur var fiskur í sjónum og selir og birnir til veiða. En hvort sem hann findi land eða ekki, þá myndi hann ekki koma aftur til félaga sinna fyrri en með næsta vori; þetta væri löng leið og seinfær og krókótt mjög á rekísnum, því að oft er farið meira aftur á bak annan daginn en áfram hinn, Það væri tvísýni á þvi um flesta aðra, hvort þeir myndu koma aftur úr þesari för. En hver, sem þekkir Vilhjálm, veit það, að hann ksmst i gegnum það, sem flest- ir aðrir standa ráðþrota fyrir. Hann er ákaflega úrræðagóður, hugrakkur og orðinn þessu lífi svo þaulvanur, sem hafi hann með ísbjörnum verið alinn, og lítill efi er á því, að við þá alinn, og lítill efi er á því, að á ísunum þarna. En enginn efi er á því, hver þar hefir borið hærra hlut. Undrumst þvi eigi, þó að koma hans dragist. Vilhjálmur kemur, ef að nokkrum menskum manni er það mögulegt, og kemur þá með frægð og fróðleik. þess, sem áður var, Abbas Hilmi að bréfi, að eg væri kominn í vopna- nafni, og sein nú um tíma hefir ver-1 smiða deildina (The Armory Corps) ið að flækjast með Tyrkjum og allurj— Áður en farið var frá Valcartier á þeirra bandi. Hinn nýkosni jarl er gengu allir vopnasmiðir undir próf, af ætt Mehemet Ali gamla og frændi og þegar eg kom hingað, var mér Abbas Hilmi; nafn hans er Hussein Khemal, og er hann elztur prins- anna af ætt Mehemet Alis. — Það er eftirtektavert, að fyrirrennari hans, Abbas Hilmi, var kallaður khedive Egyptalands, en þessi fær hjá Eng- lendingum annan titil, sem ekki er óverulegri i augum Mahómetsmanna, sagt, að eftir skipan frá Ottawa yrði og yfirsmiður við áttundu Batallion. Við erum 8 smiðir við hverja Batal- lion, og hefi eg því 7 yfir að ráða. Það lítur út fyrir, að eg hafi reynst beztur við prófin af þeim, sem þau tóku og tilheyrðu áttundu Batallion. Eg er því það sem þeir kalla Armory er soldán Egyptalands. — Það er einsog Tyrkjasoldáni sé ætlað að velta og hann megi fara, því að Ma- hómetsmenn hafi samt eftir soldán á Egyptalandi. Prinsinn af Wales. Bretar taka Egyptaland Bretar hafa nú í seinni tið haldið Egyptalandi, sem nokkurskonar jarlsdæmi frá Tyrkasoldáni, og hefir hann á ári hverju fengið vissa upp- hæð peninga í skatt af landinu. En nú er Tyrkjasoldán að senda herlið þangað, og gátu þá Bretar ekki ver- ið að lúta flóni því lengur, sögðu honum upp gjaldi öllu, en tóku Egyptaland undir vernd og umsjá sína (Protectorate). Það eru líka Bretar og engir aðrir, sem eiga allan þáttinn í vellíðan Egypta núna. Þeir hafa sannarlega fylt aska þeirra með stýflunum i Níl- fljótinu við Assuan, og nú eru þeir að stýfla báðar kvíslar Nílfljótsins, Hvítu Níl og Bláu Níl. Millíónir ekra eru þar nú sem aldingarður, þar sem áður var sandauðn tóm, og svo hafa þeir bylt um lögunum, bygt skólana og háskólana; breitt út menninguna og mentunina, veitt fólkinu jafnrétti og í öllu bætt hag Iandsmanna. En þetta var seinasti bletturinn Tyrkja í Afríku, og nú eru þeir ai- gjörlega reknir þaðan; því að áður voru ítalir búnir að taka Tripolis, og ströndina alla frá landamæruin Egypta vestur að Kartagó borg hinni fornu. Upp af Persaflóanum eru Bretar búnir að taka allan syðsta partinn af Mesópótamíu, bezta land Tyrkja, og óefað verða þeir úr Ev rópu reknir áður lýkur. En Rússinn klappar þeim á báðar kinnar í Arm eníu. Og hafa þeir þetta maklegy fyrir hlaupin með gcltinum þýzka. En svo hafa Englendingar kosið nýjan jarl fyrir Egyptaland, í stað Frétta ritari stórblaðsins Times í Lundúnaborg minnist töluvert á prinsinn og segir, “að hann hafi með framkomu sinni náð hylli og virðingu hermannanna. Hann er smár vexti, sem þeir frændur aðrir, og heldur veiklulegur að sjá, og fáir höfðu þekt hann i fyrstu eða veitt honum eftirtekt. En nú eru menn að verða þess vísari, að hann er alt annar maður, en þeir nokkurn tíma gjörðu sér í hugarlund. Hörku og djarfleika hans er við- brugðið og þoli og úthaldi. Hann gengur einlægt sex mílur og meira á undan hverjum morgunverði. Og hann keyrir autóið sitl sjálfur og ver öllum stundum til þess, að kynna sér alt ástand hermarinanna, og öll þau störf, er í stríðinu þur.fa að gjörast. Reyndar hefir hann verið tekinn í herforingjatölu Sir John Frenchs; en þó er hann þar engum viðjum bundinn, og er eins með hinum her- deildunum, tíma og tíma hjá hverri. Og fær hann nú mentun þá, sem hann hefði ekki getað lært af nein- um bókum. Það var i vikunni sem leið, að hann j hafðist við í ruggu þeirri, sem vel I hæfði hverjum prinsi; en það var hús eitt, sem skalf og nötraði dag og nótt af drununum og dynkjunum j frá fallbyssunuin. Og í skotgrafirn- ar hefir hann oft komið, jafnvel í j skotgrafir Indverjanna. Þykir for- 1 ingjunum það vandræði, að geta haldið honum frá þvi, að sitja að skotspæni með hermönnunum og hafa Þjóðverjana að marki. Þykir hann vera hinn ákafasti hinna ungu foringja og óþreytandi. Hann er ofur rólegur og hægur og laus við flas og gáska, en athugull og gætinn, og þykir hermönnunum mjög mikið til hans koma, og má segja, að þeir sjái ekki sólina fyrir honum. Má til sönnunar geta þess, að þeg- ar hann gekk frá hermönnum nokk- urum, er hann hafði verið að spjalla við, þá horfa þeir á eftir honum, og sagði þá einn þeirra, gamall her- maður, við sjálfan sig: “Það er skratti góður strákur þettal” Það hefði kannske ekki þótt fínt í höllum höfðingjanna þetta; en þarna í gröfunum sýndi það hjarta- lag hermannanna. Þeir stóðu þarna jöfnum fótum á jörðu berri, og dauð inn flaug í Iofti yfir höfðum þeirra. Og þetta var viðurkenning langtum betri og hreinni og meira virði, en flest það, sem í höllunum er skrafað. en það er nafnbótin sultan. Hann JSargeant, og er það mikið betri staða en vera Pioneer Sargeant, eins og eg var í Canada. Bæði er vinnan léttari, skemtilegri og betur borguð. En við höfum svo sem ekkert að gjöra, þar sem engin byssan gengur úr lagi; eins og ekki er von, þar sem ekkert er stórkostlegra á ferðinni en æf- ingar. Við erum því látnir vera á æfing- um með hinuin drengjunum og ösla forina. Enn erum við i tjöldum og alla tíð rignir. Það er regn, regn regn dag eftir dag og viku eftir viku og við höfum ekki haft þurran fót síðan við komum hingað, nema þessa daga, sem við vorum í burtu héðan, og tvo fyrstu dagana, sem við vorum hér. Og í þessu veðri eru menn Iátnir standa við að grafa skurði nema á sunnudögum. Þá fá menn að liðka (1) sig á því, að ganga hraðan gang frá þvi kl. 8 f. m. til 5 e. m. En þó lífið sé ekki skemtilegra en þetta, heyrist aldrei æðruorð hjá nokkrum manni. Þeir koma syngj- andi heim á kveldin, þó vatnið renni úr fötunum. Reifa sig svo í blaut teppin og sofa til morguns. Og þeir, sem hafa þolað þessa eldraun, eru orðnir svo harðir, að þá drepur ekk- ert neina kúlur og byssustirigír. En þó vinnan sé svona hörð, væri hún að eins leikfang, ef öðruvísi viðraði. Öilum kemur saman um, oð þetta sé það versta bölvað rigninga- bæli í veröldinni, og allir verða þvi glaðir, að komast burtu úr þessu kviksyndi. Við erum allir að óska þess, að við verðum sendir til Egyptalands, því þar yrði þó munur á tíðarfarinu. Eg býst við, að við förum héðan ipp úr nýárinu og þá náttúrlega annaðhvort til Frakklands eða þá Egyptalands. Berðu systkinum mínum og vinum mína kæra kveðju og segðu að eg óski þeiin öllum gleðilegra jóla.-- Það mælir þinn elskandi sonur J. V. Austmann. FRA J. V. AUSTMANN. 90th Reg., 8. Batallion Canadian Exped. Force. Salisbury Plain West Down South Camp. 2. des. 1914. Kæri faðir minnl f gær meðtók eg þitt langa og ;kemti!ega bréf af 7. nóvember. Ó! hversu það er gleðilegt og á- nægjulegt að fá bréf að heiman! Lífið hér í Tjaldbúðunum er ekki ■kemtilegt, og þegar við fáuin bréf 'rá þeim, sem okkur þykir vænt um, lleður það okkur og hressir. Oss "inst það eins mikils virði undir ;ringumstæðunum, eins og ef við 'cngjum peningasendingu að heim- in, ef við værum strandaðir hér og væmumst ekki lengra. Eg held að eg hafi sagt þér áður í JARLINN AF LEVINE OG MELVILLE. Hann er nýsloppinn úr höndum Þjóðverja og kominn til Lundúna. Hann fór með fyrstu sveitunum, er sendar voru til Frakklands, og var liðsforingi i Grámannaflokki Skola. Þann 22. ágúst var hann særður og lág eftir á vígvellinum, þegar sveitungar hans urðu undan að halda. Þjóðverjar tóku hann til fanga og færðu á spítala. Hafði kúla farið í gegnum læri hans. Á sjúkra- húsinu sat hann þangað til nú fyrir skömmu; en leiddist vistin og vildi komast úr höndum þeirra. Loks gat hann náð sér dularbún- ingi, sem Belgi og freistaði undan- komu. Tók hann stefnu norður um Belgíu og komst í gegnum hergarða Þjóðverja og inn á Holland, og það- an til Lundúna. Ilann cr haltur enn þá, en vill ólmur í stríðið aftur und- ir eins og hann er albata. BÓLAN í SELKIRK. Herra Sigurbjörn Jónsson frá Sel- kirk kom að sjá okkur. Daufir tímar í Selkirk og vinnuleysi, sem víðar. Og svo er bólan komin þar, og var spítalanuin lokað, en sagt að 24 hafi verið orðnir sjúkir. Haifbreed einn hafði fyrst orðið veikur, er hann fór þar um, og var hann þegar sett- ur á skólahúsið í St. Peter, neðan við bæinn og vörður hafður um; en sýk- in þá farin að breiðast út miklu meira en menn bjuggust við. Viðbú- ið, að brátt verði gjörðar frekari ráðstafanir og sóttverðir auknir. Islendingur heiðraður. S. Sumarliðason, Thurston County, Cal., gjörður að heiðursfélaga i Luther Burbank Society fyrir vísindalegar bú- skapar aðferðir. Mr. S. Sumarliðason er kunnur orðinn flestum ibúum í Thurston County, Cal. Hann er nú 81 árs að aldri og hefir alla æfi sína fengist við alt annað en búskaparstörf. En þessi seinustu árin hefir hann unn- ið svo vel að 15 ekra bújörð sinni við South Union brautina, nálægl Brighton Park skólanum, að hann hefir verið gjörður að heiðursfélaga í Luther Burbank félaginu i Cali- fornia; en í það félag komast ekki aðrir en úrvalið af garðræktarinönn- um. Hann hafði ekki við þessu búist og vissi ekki fyrri en alt var búið og frétti að honuin hefði verið sýnd- ur heiður þessi fyrir tilmæli ná- granna hans og manna þeirra, sem sendir hafa verið til að lita yfir bú- skap hans. Þessi hinn æruverði bóndi hefir alla sína æfi, að heita má, verið gull- smiður; en þegar hann seinustu ár- in fór að búa, þá tók hann að lesa alt, sem hann gat yfir komist, er snerti visindalegan búskap, skýrslur stjórnarinnar og búskaparskýrslur allar. Sjálfur var hann dverghagur maður og kunnugur aflfræði og var eiginlega aflfræðingur að eðlisfari; hann fann upp og smíðaði hin og þessi verkfæri við jarðyrkju, og eitl af þeim er Cullivator til að hreinsa sráberja beð. Gömlu aldinatrén í garðinum hans voru skafin og skorin frá rót- um og í topp upp, og haldið fyrir- taks vel við. Áburðinum blandaði hann á vísindalegan hátt, og sneið búskap sinn að öllu eftir nýjustu háttum. Afleiðingin er sú, að hann er orðinn öllum kunnur þar um bygðir, og þessi litli búgarður hans, sem er hans inesta unun og gleði. — Og nú seinast veittist honum þessi heiður, að vera gjörður hciðursfé- lagi í Luther Burbank Society, og hefir engum íslending fyrri hlotnnst sá heiður. Þvi að hann er lslend- ingur og er búinn að vera mörg ár í landi þessu. Hann hefir stóra fjöl- skyldu og dóttir hans, Miss Dora Sumarliðason, er skólakennari í hér- aði þessu; en sonur hans, Franklin Sumarliðason, er á háskóla og er framúrskarandi í Manual Training Deparlment, og tekur þar hvert heið- ursmarkið af öðru. * * * Þann fyrsta janúar 1915 ganga Í gildi lög um algjört áfengisbann á íslandi. Goodtemplara stúkurnnr Hekla og Skuld liafa áformað að minnast þess með samkvæmi á nýárskveld i Good Templara húsinu. Stúkurnar álíta þetta svo markverðan atburð i sögu íslands, að hans vegna ætti enginn fslendingur hér i Winnipeg, sem annars mælir islenzkt mál, að vera fjarri þessu samkvæmi. Nýársdagurinn er einnig 27 ára afmælisdagur stúkunnar Heklu hér i Winnipeg. Þess verður minst i sam- kvæminu. Stúkan Hekla hefir unnið mikið og þarft verk meðal íslend- inga hér, og ætti mörgum að vera ljúft að heyra hennar minst. Lesið auglýsingu um samkvæmið i næsta blaði. Forstöðunefndin. ÞJÓÐRÆKNISSJÓÐURINN. Aður auglýst..................$2,087.40 Mrs. G. Skulason, Lakota, N. ...5.00 Herdfs Torfadóttir, Mozart....1.00 Dora Thorleifsson, Mozart.......1.00 Kvenfélag “Tilraun” Framnes. .10.00 Sveinn Sigurðsson, Húsavík..10.00 B. S. Líndal, Markland..........3.00 S. Sigurðsson, Markland.........2.00 Shoal Lake Farmers Institute, Otto, Man...........1......50.00 S. Friðbjörnsson, Langruth.... 10.00 Jóhann Baldwinson, Langruth 2.00 Ladies Aid, “Augustinusur Con- gregation, Kandahar........20.00 A. O. Olson, Churchbridge ....5.00 A. J. Skagfeld, Hove P.0.......3.00 Ladies Aid Icelandic River, Riv- erton.....................25.00 Proceeds of Entertainment, Riv- erton.....................37,10 Jónas Jónasson, Lonl, Man......5.00 Mrs. Helga Jónasson, Lóni____.5.00 Jónas Magnusson, Riverton....l.00 Thorg. Jónasson, Riverton......1.00 Tryggvi Thorsteinsson, Tantallon 5.00 Nú alls......................$2,298.50 % Oss kom ekki til hugar að landar skyldu misskilja þessi fáu orð: “hleypið ekkl úlfinum Inn” f rifc- stjórnargrein í Heimskringlu 10. des. Þau voru fráskilin grein Jóns Sig- urðssonar og áttu ekkert við kosn- ingu hans eða nokkurra manna, heldur áttu þau við brennivínsinál- in sem kosið var um líka. Þeir hafa stundum verið fljótari að skilja landar, hvar fiskur lág undir steini. Og það var engin ástæða tU að mis- skilja þau þannig.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.