Heimskringla


Heimskringla - 31.12.1914, Qupperneq 4

Heimskringla - 31.12.1914, Qupperneq 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. DJ5SEMBER J9M Heimskringla (Stofnuð 1886) Kemnr út á hverjum flmtudegt. tJtgefendur og etgendur THE VIKING PRESS, LTD. Vertt blattstns i Canada og Bandaríkjunum $2.00 um áritt (fyrlrfram borgaö). Sent tll íslands $2.00 (fyrlrfram borgað). Allar borgantr sendlst rábs- manni blahsins. Póst etia banka ávisanlr stýltst ttl The Viklng Press, I.td. Rttstjórt M. J. SKAPTASON RáCsmaöur H. B. SKAPTASON Skrlfstofa 729 Sherbrooke Slreet, WjoBÍpeí BOX 3171. Talsítnl Oarry 4110 Gleðilegt nýjár! Gleðilegt nýjár, kæru vinir, og hafið þökk fyrir gamla árið! Gleðilegt nýjár! viljum vér óska yður öllum, htnum öldnu vtnum vorum, með þungar byrðar á baki ©g þreytta limu, hvort sem þér er- uð nær eða fjær. Vér óskum yður, að styrkurinn linist ekki, heldur eflist og aukist, svo að byrðarnar finnist þeim léttar sem fífupoki; að móðurinn vaxi og dugurinn efl- ist og hugrekkið svelli þeim í brjóstum. Þá kynni þeim að finn- ast byrðar þær léttar, sem svo voru þungar áður og vegir þeir greiðir ©g brautir þær sléttar, sem þeim sýndust ófærar áður. Og hinum ungu óskum vér gleði ©g ánægju og að dagar þeirra verði bjartir og vinir þeirra trygg ir og trúfastir, og að þeir leggi leiðir beinar yfir klungur og tor- færur lífsins. — Krókabrautirnar skulu þeir forðast, og brekkuna skulu þeir kljúfa beint upp á móti, — með hverjum steininum, sem þeir bylta, vex þeim þróttur; með hverri þrautmni, sem þeir sigra, vex þeim dugur og áræði, og bezt og hollast er, að horfa sem minst aftur á bak, — þú gengur æfina áfram en ekkt aftur á bak. Fram- undan þér er leiðin og framundan þér skaltu horfa, upp á brúnina, hærra og hærra; en þú skalt minn- ast fyrri leiðar þinnar, tjl þess að várast glappaskotin og sjá, hvar þér var áfátt. Og glaður og vonar- fullur skaltu ætíð vera. Hjálpir þú þér sjálfur, mun oftast rætast úr fyrir þér. Og komir þú að kletta- veggnum, sem ekki er hægt yfir að komast, þá skaltu hvorki sýta né gráta, ef þú hefir gjört þitt bezta ©g notað þína ítrustu krafta. Já, gleðilegt nýjár, ungir sem eldri! Og megi voðastyrjöld þessi, sem nú geysar í heiminum, enda taka sem fyrst, og orsakir þær af- mást, sem henni hafa valdið. Ræt- ur hennar þurfa upp að rífast. Ekki hættir þyrnirinn að vaxa, þótt höggvinn sé, ef að rótin er í jörðu eftir. Gleðilegt nýjár, kæru vinir! Og færi það oss öllum hamingju í skaut, hverjum eftir því, sem hann verðskuldar; huggun hinum sorg- mæddu, léttir hinum raunamæddu; framkvæmdir, dugnað og atorku hverjum einum, — frið og gleði og kærleika mannfélaginu! Jólakveðja Sir Rodmond P. Roblins Aldrei fyrri hafa Canadamenn átt þeim Jólum að mæta, er trufluðu fyr- ir þeim Jólagleðina og spiltu gleði- stundum og skemtunum þeim öðr- um, sem þeir eru vanir að njóta á þessum gleðinnar tímum. Aldrei fyrrir hefir Jólamorguninn runnið upp yfir sjálfa oss og rikið í heild sinni vafinn öðrum eins helj- armekki bardaga og hlóðsúthcllinga. Vér höfum stært oss af því á um- liðnum tímum og það með réttu, að hversu mikið sem hinar aðrar þjóð- ir heimsins mikluðust af frægðinni og dýrðinni af blóðidrifnum fánum og voðavopnum stríðanna og öllu þeirra glæsilega glamri,— þá höfum vér þó kosið hinn betri hlutann: sigurskrúð iðnaðarins og sigurvinn- ingar friðarins og menningarinnar. Canada í striði með Bretaveldi. Þenna Jólamorgun erum vér í stríði. Vér erum i stríði af því, að alríki Breta er i stríði; og ríkið er í stríði af því, að þjóð ein, samvizku- laus og blásin upp af fýsnum her- mannavaldsins, undir forustu háska- mennis og harðstjóra eins, tók þann kostinn, að virða að vettugi orð og eiðsvarnar gjörðir og að engu hafa og forsmá samninga sina við hinar aðrar þjóðir. Og nú er hún komin fram á leiksvið þjóðanna og heimtar sér alheimsvald og stjórn. En það getur hún þvi að eins fengið, að hún merji undir hælum sinum hin- ar smærri þjóðir, og að lokum nið- urbrjóti og sundurlimi Bretaveldi, er með skipastól sinum og þúsundum sinna hraustu og hugrökku sjó- manna öld fram af öld hafa verið ó- bilandi trygging verzlunarinnar og heiðarlegra viðskifta þjóðanna sin á milli, — trygging og vörður frels- isins um heim allan. — Þegar vér litum á alt þetta, þá getum vér Can adamenn ekki lengur hrósað oss af því, að vér séum í friði við heim allan, eða lausir við hrellingar og voða stríðsins, sem vér þó gjarnan vildum óska oss að vér værum. En vér getum hrósað oss af því, að vér höfum tekist á hendur að vinna sigur í hinu réttlátasta máli, sem nokkurntíma hefir verið barist 'yrir; og undir sigri þeim er komið, hvort varðvéitast skuli fyrir heim allan blessanir þær, sem Jólahátíðin og Jólagleðin eru til endurminning- ar um. Hinir beztu synir Canada eru á leið- inni á vígvöllinn. Margir hinna beztu sona Canada- ríkis eru nú komnir á vigvöllinn, eða á leiðinni þangað, til þess að leggja lífið í sölurnar fyrir málcfni Bretlands, — málefni alheimsins. vlargar aðrar þúsundir manna eru reiðubúnar að fara. Glæður föður- landsástarinnar eru si og æ lifandi í hjörtum Canadamanna; en nú eru þær að báli orðnar, og skina bjart- jra en nokkru sinni fyr. Og Canada- ríki hefir nú gengið fram og lýst því yfir skýrt og skorinort: að hvar sem fáni Breta sé í hættu eða rikisins réttlátu og mest varðandi mál, þar sé Canada einnig að mæta og her- mönnum Canadaríkis; þeir muni standa öxl við öxl hinum öðrum her- nönnum konungs frá eyjunum brezku og frá öllum hinum öðrum víðlendu ríkjum og aðskildu þjóð- un um heim allan, sem til samans mynda hið brezka veldi. Eg er þess fullviss, að allir borg- arar þesa fylHis telja það hinn allra nesta heiður og sóma, að yngri og eldri synir Manitoba hafa i flokkum safnast um fána Breta, með hvat- leika og heitum hjörtum, svo að hvergi liefir betur verið i hinu mikla veldi, er heim þenna gyrðir. Og með framkomu þeirra nú og hinna drott- inhollu bræðra þeirra í hinum öðr- tm hlutum Canadarikis, hefst nú nýr og þýðingarmikill þáttur í sögu Canada. Faslara tengdir alríkinu en nokkru sinni áður. Vér erum einn hluti alríkisins, — tengdir við það fastari, tryggari böndum en nokkru sinni áður. Hér eftir mun verða litið réttari augum i hina þvi nær óuppausanlegu hrunna gnægta og vellíðunar vorrar, 'i framfarir og þroska vorn, og tekið tillit til hins háa marks, sem vér höf- ,m sett oss, og litið réttum augum i alla þá stóru og breytilegu mögu- eika, sem oss blasa við sjónum. Og þó að vér syrgjum djúpt og íörmum hvern einasta hinna göf- gu Canadamanna, sem fórnar lifi ínu á altari alríkisins, þá skal hver >g einn þessara manna vera oss vitn- iburður um það, að hér á þessu vest æga meginlandi hafi nú þegar risió pp nýtt Bretlund, er leggist - eitt með sinni öldnu móður og láti rödd ína heyrast með röddu hennar á nálfundum þjóðanna, og láti aft sér iveða og orð sín vera til greina tek- n í úrslitum allra þeirra mála, er íeiminn varða. Þegar svo loksins Bretland hið nikla og Bandamenn hafa unnið iigur, sem er eins áreiðanlegt og íst einsog að dagur komi á eftir íóttu, — þá hefir Canada fengið tvennu framgengt með fórnum fjár >g blóðs, sem fram hafa lagðar ver- 'ð. Ilið fyrra er það, að leggja ekki svo smáan skerf til þess, að mylja ng troða niður þenna djöful her- mannavaldsins, sem ógnað hefir Evrópu og öllum heimi, sem einn voða vígabrandur; og svo er hitt, að þá hefir Canada stigið fram stórum skrefum til þroskunar sinnar eigin tilveru, sem þjóðarheild, og virð- ingar, sem lilýtur að vekja eftirtekt og aðdáun allra hinna mentuðu þjóða heimsins. Hvernig svo, sem vér þvi lítum á þessi mál: hina áreiðanlegu vissu um sigur að lokum; réttlæti máls- ins, sem í veði er; hin feykilegu, ó- útreiknanlegu afdrif, sem þetta hef- ir á mannkynið og mannfélagið og áhrif þau, sem það hefir á vort eig ið Canadaríki, — þá sjá menn glögt, að Canadaríki og Canadamenn hafa enga ástæðu til þess, að missa móð og dug, eða sitja uppi með hangandi höfðum, í þessum trylta og voðalega slag. Viðskifti og verzlun hlýtur að aukast og allur hagur manna að batna. Það er hverju orði sannara, að viðskifti manna hafa nokkuð á los farið; en það mun tíminn laga. Það er ómögulegt að eyðileggja eða jafnvel skerða uppsprettulindir vel- megunar Canada, sérstaklega Vestur fylkjanna með stríði þessu. Þær auk- ast einmitt og margfaldast sökum um stríðsins. Auðæfi vor liggja hul- in í jarðvegi akranna og akurlendis- ins á hinum víðáttumiklu sléttum, sem þrungið er af frjófgunarefnum margra alda, er þar hafa saman- safnast. —• Og þessi auður er betur geymdur heldur en fjársjóðir þeir, sem'læstir eru á bönkum inni og kjallarahvelfingum í jörðu niðri. Og framtíð þessa Vesturlands er óhult og borgið, hvað sein yfir dynur. Og þeir af oss, sem frumbyggjar eru, hafa séð erfiðleikana svo mikla í landi þessu, að í samanburði við það er ólag það, sem komið er á viðskiftalífið fyrir þetta mikla strið, litilræði eitt og þýðingarlítið. Á dögunum þeim lá stundum nærri, að við mistum móðinn, — traustið á landið og framtíðina var á förum, af j)vi, að vér vorum ó reyndir. En nú þekkjum vér landið og vitum, hvað það getur framleitt. Vér vitum, að tala búshela þeirra, af hinu bezta hveiti í heiminum, sem framleiða má af sléttujörðunum okkar, er að eins takmörkuð af og bundin við tilraunir vorar og á- stundun að rækta landið nógu vel Þegar eg drap á viðskiftalífið Manitoba og Vesturfylkjunum, þá gat eg þess, að það hefði farið nokkuð á ringulreið (somewhat disturbed), og ætla, að eg hafi þar hagað orðum nær sanni. Og nú vil eg spyrja hvern og einn: Er það ekki sláandi vott- orð um hinn fasta grundvöll, sem velmegun vor hvílir á, á þessum þrautatimum alls heimsins, að öll störf og viðskifti í þessu fylki ganga sinn vanagang, sem ekkert væri að? Og þó að sumstaðar sé eitthvað að, þá er líka aftur víða, sem viðskifti manna og störf ganga þolanlega og betur en það. Þrátt fyrir þrungaskýin, sem í lofti hanga og slá myrkum skugga á fylki þetta, finst mér vera full á- stæða til þess, þegar á alt er litið, að vér á Jólum þessum ættum að gleðja oss á hátíð þessari og bjóða velkomið og heilsa fagnandi hinu nýja, komandi ári, sem vér óskum og vonum, að flytji oss hinn lang- þráða, afgjörandi sigur, sem drott- inhollusta Canadamanna og r tt læti málefnis þess, sem þeir berjast svo fúslega fyrir, virðist eiga skilið. Kveð eg yður svo með öllum hin- um beztu óskum á hátíð þessari; hjartanlegum óskum fyrir velferð og farsæld yðar allra á þessu kom- indi ári. Og fyrri eða siðar, löngu áður en því lýkur, vona eg, sem djórnarformaður fylkisins, að geta >skað yður til hamingju og þakkað yður fyrir hinn göíuga hluta, sem synir \ ðar og okkar allra hafa átt í igri þeim, sem Bandamenn þá verða búnir að vinna. Hótelin rjufa samninga. Það er öllum kunnugt, að vínsölu- menn og hóteleigendur í Winnipeg gengust undir þau tilmæli stjórnar- innar, að selja ekki vín eftir kl. 7 á kveldum. Frá þeirra sjónarmiði var þetta hart og þeir töpuðu peningum við það, cn samt gengust þeir undir það. Þetta gekk nú vel nokkra daga og allur bærinn var að verða svo glaður og ánægður yfir þessu, og varla sást drukkinn maður. En þeg- ar Jólin komu, þá stóðu hó’telin og brennivinsmenn það ekki lengur. Þvert ofan í loforð sin heldu þeir áfram að selja eftir kl. 7 kveldin fyr- ir og eftir Jólin og sjálft Jóladags- kveldið og það var engu likara, en að hungruðum grisum væri hleypt að trogi. Og ösin um brennivíns- garðana varð svo mikil, er á leið kveldin, að engu tauti varð við kom- i suinstaðar. Flöskurnar gengu mann frá manni, salirnir fullir af her- inönnum og öðrum ^ifnuði manna af strætunum. Pólitíin réðu ekkert við og vildu kannske ekkert við það eiga. En vínsölumennirnir stóðu mcð hendurnar í vösunum og horfðu á flöskurnar hverfa úr skápunum og ganga mann frá manni, en fáir eða enginn borgaði. Þeir hristu höfuðið og óskuðu, að þeir hefðu aldrei gjört þetta. Þeir ætluðu að græða á þessu, en gróðinn varð þá minni en til var stofnað. Og svo var annað: Þeir skemdu stórlega málstað sinn i augum al- mennings. Það er æfinlega leitt, að rjúfa orð sín og loforð, og þegar það er gjört i hitamálum, þá er það þvi verra; — það er einskonar sjálfs- morð. Það er þvi mjög hætt við því, að þegar lög verða gjörð um hluti þessa — þá vcrði bæði stjórnin og þingið og alþýða harðhentari á vinsölu- mönnunum, en nokkurntíma áður, og ekki trútt um, að margur hugsi þeim nú þegjandi þörfina. Styrkið allir bindindis- starfsemina. Herra ritstj. Heimskringlu: Heiðraði vinur: Eg sendi þér hérmeð, stutt ágrip af bindindisræðu sem eg flutti í Glenboro, kvöldið fyrir sveitarkosn- ingarnar í South Cypress. Eg sendi hana samkvæmt tilmæl- um þínum síðast, nefnil. að senda þér ritgjörðir til birtingar í blaði þínu. Bindindismenn unnu frægan sig- ur í South Cypress Municipality, eins. og víðar í Manitoba, og eru það gleðileg takn tímans. Menn sjá og skilja altaf betur og betur, spilling og skaðsemi ofdrykkjunnar. Mér er það sönn ánægja að áfengissala var afnumin f Glenboro. Hún var þar, eins og anarstaðar, sem hún er íeyfð, til sorgar, skaða og óblessun- ar. Það var álitið að atkvæðamun- ur myndi verða mjög lítill. Mönn- um kom það því óvart að bindind- ismenn unnu með 61 atkvæða meiri- hluta, fram yfir vínsöluflokkinn. Og af þeim meirihluta atkvæða, voru 45 greidd í Glenboro. Þar mun vera um helmingur bæjarbúa Is- lendingar. Eg vona að allir ís- lendingar, svar sem þeir eru, geri ætíð skyldu sína, f því sem öðru, að vinna eindregið með bindindi og vínbanni; en móti ofdrykkjunni og öllu óheiðarlegu siðferði. Með beztu óskum um gleðileg jól, og langt og bjart æfikvöld er eg þinn einlægur vinur, ÁRNI SVEINSSON. • • • Kæru tilheyrendur! Eg geng að því vísu: að sóma og réttlætistilfinningar ykkar allra.séu svo háleitar, göfugar og viðkvæmar, að þið viljið ávalt breyta, sam- kvæmt því sem þið álítið, og hafið sannfæringu fyrir, að er réttlátt, gott og heiðarlcgt, og yfir höfuð að tala til blessunar og þjóðþrifa; og þá að sjálfsögðu, vinna móti öllu því sem verkar í gagnstæða átt, til •■kaða og spillingar fyrir mannfélag- ið. En auðvitað eru skoðanir inanna einatt skiftar um það, hvað er til blessunar, og hvað er til eyði- leggingar í raun og veru. Þessvegna er það svo oft að menn skiftast í flokka, og þar af leiðir, að ágætis- menn, sem ekki “vilja vamm sitt vita” styðja beinlfnis eða óbeinlfnis, þau málefni, sem leiða til niðurlæg- ingar og spillingar; en það mun að sjálfsögðu vera af því að þeir íhuga ekki þau mál nógu nákvæmt. Van- alega skiftast menn í þrjá flokka; í fyrsta flokki eru þeir sem ávalt leitast við að útrýma allri spilling í hvaða mynd sem hún kemur fram. í öðrum flokki eru þeir, samvizku sljóu nærsýnu og eigingjörnu menn, sem hugsa mest um sinn eiginn f- myndaða stundarhag, og nota flest ólieiðarleg meðul til að efla hann, svo sem vínsölu og ýmislogt f sam- bandí við hana, og styrkja og við- halda þar með ofdrykkju spilling- unni, og þeirri eyðilegging, og þeim glæpum, sem hún hefir í för mcð sér. í þriðja flokki cru hinir hikandi og óráðnu menn. Þeir vilja gjarnan gjöra sitt hið bcsta, en virðast ekki hafa nógu vandlega í hugað hvað þetta besta er; eru því í efa um hvað gjöra skal og styrkja þar með óbeinlínis verri hliöina. Stundum kiftast þeir milli hinna tveggja and tæðu flokka. Það yfirgengur minn skilning að nokkur heiðvirður mað- ur, með óspiltu hugarfari, skuli geta fengið sig til að styrkja og styðja vínsöluflokkinn; jafnvel þótt þeir þykist hafa einhvern peningalegan hagnað af því. Þar sem þeir hins- vegar hljóta að vita, að yfir höfuð að tala, er vínsalan til skaða og bölvunar fyrir mannfélagið. Ykk- ur mun það öllum kunnugt, að nú liggur stórt, og ábyrgðarmikið spursmál fyrir kjósendum, í South Cypress Municipality, við sveitar- kosningarnar sem fara fram á morg- un, nefnilega það spursmál, hvert enn eigi að viðhalda vínsölu og vfndrykkju í Glenboro, til að auöga fáa, en til skaða og eyðileggingar, fyrir fleiri eða færri íbúa bygðarinn- ar. Engum til góðs, en öllum til skaða og^gagnslausra útgjalda. Það er auðgjört að koma í veg fyrir slfk gagnslaus aukaútgjöld, með því að burtrýma allri vínverzlun úr bygð- inni. Ef gjaldendur hafa bara sam- tök og vilja til þess. Það þaTf ekki langan tíma til að ‘kasta” atkvæði sínu en það getur haft mjög mikil áhrif—til ills eða góðs—hvernig þvf er kastaö. Það ætti því englnn að greiða atkvæði með nokkrum manni eða málefni, íhugunarlítið, )g því síður hugsunarlaust. Eg vona því að þið takið til alvarlegrar í- hugunar, hvað ykkur og börnum ykkar er fyrir bcstu; og komist þá að þeirri niðurstöðu, að best sé að vera alveg laus, við alla áfengis- blöndu og þar af leiðandi greiðið hiklaust atkvæði með Local Option. Það hefir verið dregin fram á sjón- arsviðið cin ástæða, fyrir því, að óheppilegt væri fyrir Glenboro, að afnema vínsölu, meðan hún væri leyfö í næsta bæ, nefnilega Cypress River, þvf meðan svo stæðu sakir, myndi Glenboro tapa, bæði vcrzlun og greiðasöluþægindum. En þetta virðist mér lýsa of mikilli vanhugs- un og nærsýni. Hvað fyrra atriðið sncrtir, mun cnginn hætta á því að kaupmcnn tapi verzlun. Til dæmis, austur bygðin í Argyle, mun ávalt að undanförnu hafa verzlað í Cyp- ress River, og mun engin breyting verða í því tilliti, þótt vfnsala verði afnumin í Glenboro. Og varla mun- um vér í vesturbygðinni sem náioga höfum öll okkar verzlunarviðskifti f Glenboro, fara til að leggja lykkju leið okkar—til Cypress—þótt vínið verði afnumið f verzlunarbæ okkar. En hlnsvegar myndi mcst af þeim peningum sem viðskiftamennirnir eyða hér á Bar-roomunum ganga til verzlunarmanna, fyrir lífsnauðsynj- ar þeirra, sem þeir urðu einatt að vera án; vegna hinnar skaðlegu vín- drykkju. Og slfkt væri til hagnaðar og góðs bæði fyrir verzlunarmenn- ina, og viðskiftamenn þeirra. Verzl- unarmennirnir hefðu þá peningana en viðskiftamenn þeirra, lffsnauð- synjar sínar, og fjölskyldunnar. Hitt gæti heldur komið fyrir að •istihússþægindi yrðu erfiðari, eink- um fyrst í stað, en það erfiði myndi alveg hverfa með tíinanum, eins og f öðrum bæjum þar sem vfnsala hefir verið aftckin. Ef vér nú kynn- r.m okkur mannkynssöguna munuin vér fljótt komast að raun um það, að öll sönn mikilmenni heimsins, hafa verið reglumenn, lausir við alt þrjál og tildur, heimilislífið hef- ir verið heilnæmt og ekki margbrot- ið, og laust við hina skaðlegu áfeng- isnautn. Tökum til dæmis Abra- ham Lincoln, sem var sannur bind- indismaður, liann var ávalt móti víndrykkju og vínverzlun en örugg- ur hjálparmaður þcirra, sem höfðu um sárt að binda, vegna hinna skaðlegu afleiðinga víndrykkjunn- ar. Á hans dögum var í Clinton, mjög ósvifinn vfnprangari, enda var þar Ifka nóg af hóflausum drykkju- slörkurum, sem eyddu peningum sfnum á drykkjukrá óþokkans, sve> konur þeirra og börn liðu húngur og nekt. Konurnar báðu vínprang- arann grátandi að hætta að selja mönnum sínum vín. En hann hlé að þeim, og skeytti ekkert um bág indi þeirra, tár, né bænir. Svo þeg ar hann vildi ekkert gjöra fyrir þær með góðu, foru 15 þcirra ofan f vfn- ;jallara hans og mölvuðu með öxum víntunnur hans og flöskur, svo alt fór til spillis. Yínsalinn lét taka þær fastar, og leiða fyrir lög og dóm. Enginn lögmaður treystist til eða vildi verja þær. Þær höfðu brotlst inn f annars mans hús, og eyðilagt eignir hans. Abraham Lincoln kon» inn í réttarsalinn. Það var eitfr hvað við framkomu hans, sem gaf kormnum hugrekki til að ávarpa hann:—“Við höfum engann til að verja okkur, væri það ofmikið að mælast til þess, að þú talaðir nokk- ur orð til varnar vorri-hlið.” Allir horfðu á lögmanninn, Abrahame Lincoln, frá Springfield. Hann tófe til máls á þessa leið: “Ef réttinum þóknast mun eg segja nokkur orð til varnar þessum konum. Vil eg þá fyrst leggja það til, að sakar é, kærunni sé breytt, svo hún lesist ! þannig:—“Rfkið móti Mr. Whisky” í staðinn fyrir ríkið móti konunum | Það væri réttmætara og betur við- | eigandi. 1 sambandi við þetta '• spursmál, eru þrjú lagaákvæðl. Eyrst sjálfsvarnarlögin, annað, ríkis- I lögin, og þriðja lög Guðs. Sjálfvarn- | arlögin eru nauðsynleg, það er af- | sökun og vörn þessara kvenna. Þrátt fyrir ítrekaðir bænir þeirra i hélt þessi maður áfram að sclja s mönnum þeirra áfengisblöndun | sína, án þess að skeyta nokkuð um I velferð þeirra, eða afleiðingar fyrir konurnar og börnin. Hann óttast ekki Guð! Ber enga virðingu fyrír mönnum eða lögum ríkisins. Fram- koma þessa vínsala hefir verið til eyðileegingar mannfélaginu. A- fengisblanda hans til skapraunar j og óþrifnaðar. Þessar konur kom- ust að raun um það, að allar sið- j fortölur og bænir voru árangura- lausar við hann. Svo þær tókn höndum saman, til að vernda heim- ili sín, og vinna að velferð mann- félagsins. — Nauðsýn félagslífsfns krafðist þess, að áfengissala þessi væri aftekin, og þær hafa komið því f framkvæmd, sem annars hefði ver ið ógjört”. Þegar Lincoln hafði lokið máli sínu virtust allir vera honum sam- mála. og með honum. Dómarinn leit til þeirra góðmannlcga, og sagði þær mættu nú fara þegar þær vildu sem var sama sem að segja að þær væru nú sýknar og frjálsar. Þann- ig var framkoma og áhrif Llncolns ætíð til góðs, enda báru allir virð- ingu fyrir honum sem nokkra kynn- ing höfðu af honum. Vér getum ekki gjört betur en að fylgja dæmum hans og taka hann okkur til fyrirmyndar. Það er svo margt gott af líferni hans að læra, bæði f mannkærleika og siðfcrðia- legu tilliti. Já tökum hið heims- fræga mikilmenni Abraham Lincoín oss til fyrirmyndar og ckki hvað sfzt f vínbannsmálinu sem nú ligg- ur fyrir. Og þegar sú spurning cr lögð fyrir okkur hvort afncma skufl vínsölu og víndrykkju f Glcnboro, þá segjum hiklaust já, og undtr það já, eða játning vona eg eð alllr taki einróma: þvf eg trúi því ekkl að óreyndu að nokkrir vilji styðja og styrkja vínprángarana, og þeirra óhciðarlegu atvinnu sem leiðir svo mikla eymd, spillingu og glæpi yfir mannkynið. Það er mjög ánægju- legt og mikið gleði efni fýrir okkur bindindis mennina, að vita, að allir mikilhæfustu og bestu menn hefms- ins hafa verið og eru sannir bind- indisvinir; og eg vona að alltr vilji fylgja dæmi þeirra. En ekki vfnprángaranna sem mér virðlst að séu úrkast mannkynsins að þvf «r snertir dygðir og ráðvendni. Það væri hryggllegt að hugsa til þess, ef einhver ykkar væri svo langt leiddur eða blindaður af eigingirnl og ímynduðum stundar hagsmun- um að hann fyllti flokk vínprángar- anna eða annara siðspillingar- manna. En eg trúi ekki að slfkt eigi sér stað eða geti komið fyrir, eftir að þið hafið nákvæmlega í hugað og brotið til mergiar allar hinar illu g sorglegu afleiðingar áfengisblðnd- unnar. Kappkostum allir að hafa ætfð karlmensku og nægari kiark til að styðja og styrkia öll góð málefni, giöra skyldu okkar í öllum greinum gagnvart æskulýðnum. Innrætum og reynnm að ryðja af vegi þeirra, unga fólkinu til dygðar og ráð- vendni öllum ginnandi og tælandl freistingum. Verum eins samtaka og einhuga—f þvf tilliti—eins og konurnar f Clint- on. Raunar þurfum vér ekki við þessar kosningar, á cins mikilli hug- prýði að halda. Þið getið á frlð- saman og löglegan hátt kveðið nið- j ur áfengis draugana, með þvf að j greiða atkvæði mcð Local Option, j á morgun. Og eg vona þið gjörið það svo rækilcga að þeir eigi hér ekki framar neina uppreisnarvorx ÁRNI SVEINSSON.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.