Heimskringla - 21.01.1915, Blaðsíða 4
BLS. 4
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 21. JANÚAR, 1915
Heimskringla
(Stofnuð 1886)
Grain Growers félagiS.
Eftirfarandi ályktun samþykti fé-
lag þetta á fundi í Brandon þan .
15. janúar 1915: —
Kamur út k hverjum fimtudegl.
tTtgefendur og eigendur
THE VIKING PRESS, LTD.
VertS blahsins i Canada og
Bandarikjunum $2.00 um áriti
(fyrlrfram borgatS).
Sent tll lslands $2.00 (fyrirfram
borgatS). .
Allar borganir sendlst rátSs-
manni blatSsins. Póst etSa banka
ávísanlr styiist til The Viking
Press, Ltd.
“Vér erum samþykkir og föll-
umst <í framkomu Manitoba-
stjórnarinnar, að afturkalla vin-
söluleyfi margra illriemdra kliibb-
fclaga í Winnipeg, og sömnleiöis
að fxkka stundum þeim, sem vín
má selja, og hötdum því fram, að
svcitir fylkisins settu að hafa öll
ráð yfir vínsölunni t hverri
sveit”.
Ritstjóri
M. J. SKAPTASON
RátSsmatSur
H. B. SKAPTASON
Ályktun þessi var samþykt með
öllum atkvæðum, — ekki eitt ein-
asta á móti.
Skrlfstofa
729 Sherbrooke Street, WioDÍpeg
BOX 3171. Talsimi Oarry 4110
Goodtemplarar í EUmwood.
í Orange Hall, Elmwood, hér i
Winnipeg, var fundur haldinn að
tilstilli Goodtemplara stúkunnar í
Elmwood, og var þar eftirfylgjandi
ályktun samþykt í einu hijw^*: —
Spakmœli.
Maðurinn á engan verri ó-
oin en sjálfan sig.
Enginn annar en þú sjálfur
getur dregið þig niður til of-
drykkju, þjófnaðar, óhrein-
leika í orði og verki.
Vanalega fárast menn um
það, hvað heimurinn fari illa
með þá. Þeir kenna svo ákaf-
lega í brjósti um sjálfa sig og
ásaka heiminn, hvað hann sé
vondur. Þeir kenna áslæðun-
um og erfðum og tundarfari
og forlögunum og öðrum
mönnum um alt hið illa, sem
fyrir þá kcmur og óhöpp þau,
sem þá hendir.
En ekki hefir nokkur sú u-
gæfa hent þig, að ekki hafir
þú lokið upp dyrunum sjálfur,
svo að hún gæli inn komist.
Ilver einasli steinn í bygg-
ingu skaplyndis og einkunna
þinna er lagður af þér sjálf-
um.
Forlögin og illgjarnir menn
og margl unnað getur ógnað
þér, meitt þig og sscrt, en ekk-
ert getur brotið þig og maluð
niður, nema sjalfur þú.
Sértu huglaus, crtu sjálfur
þinn versli óvinur. Sértu hug-
rakkur, áttu engan betri vin
en sjálfan þig.
Sála mannsins er hið eina
blys á leiðum hans, sem ó-
mögulegt er að slökkva; hið
eina afl, sem ómögulegt er að
sigra.
l)r. Frank Crane.
Viðurkenningar til
Roblin-stjórnarinnar
“Vér trúum því fasllega, að lok-
un vínsölubúðanna og veitinga-
húsanna snemma á kve/dln efli
og auki siðferðislcga og fjárhags-
lega velferð fólksins, og erum
því hjarlanlega samþykkir stefnu
og gjörðum þeim, sem forsxtis-
ráðherra vor og ráðaneyti hans
hefir tekið i þeim málum. Skal
eflirrit ályktunar þessarar sent
Sir R. P. Roblin og blöðunum til
birtingar”.
Grain Growers stíga
á stokk.
Það var á þingi Grain Growers
fclagsins 13. janúar, að fundarmenn
allir risu upp úr sætum sínum og
sungu þjóðsöng Breta, og á eftir bar
herra J. L. Brotvn upp svohljóðandi
uppástungu: —
“Það er öllum vitanlegt, að nú
stendur yfir hinn mikli slagur í
Evrópu, og eru þar annarsvegar
þeir, sem berjast fyrir framförum
og frelsi, en á móti eru þeir, sem
fylgja fram harðstjórn og her-
valdi og málum þcim, sem lil afl-
urfara lúta. Þetta útheimtir, að
Bretar allir, hcima og í nýlend-
unum, leggi sig alla fram og leggi
alt í sölurnar, scm hægt er til að
varðveita hinn brezka heiður, hið
brezka fyrirkomulag, og hinar
brezku stofnanir, frelsið og fram-
farirnar; og þar sem vér höfum
ekki ennþá fundið þunga byrða
þeirra, er á herðum liggja bræðra
vorra og bandamanna og sam-
borgara, — þá skulum vér nú
heita því og skuldbinda oss til
þess sjálfa, og fá aðra til að heita
því, að gefa alla uppskeru af
einni ekru korns, hclzt hveiti, á
þessu komandi ári til þarfa alrík-
isins á þessum þungu þrauta-
tímum”.
Með fögnuði tóku allir undir þetta
einum rómi og samþyktu það í einu
hljóði.
Oss hefir þótt það vel við ciga, að
fá einhverja hugmynd um það, hve
mörg félög það eru, bindindisfélög,
kyrkjufélög og kvenfélög, og önnur
félög, sein opinberlega hafa látið í
ljósi, að þau væru samþykk að-
gjörðum Roblin stjórnarinnar í vín-
sölumálinu. Það er aragrúi af þess-
um félögum i Manitoba, og það væri
sannarlega gaman og fróðlegt að
vita, hvernig þau stæðu í þessum
málum. Maður ætti að geta orðið
margs vísari af góðri skýrslu um
þetta; og tilgangur vor er sá, að
smátina það upp. Það er ekki hægt
að koma með skýrsluna alla í þessu
blaði, því oss hefir láðst, að rita
hjá oss nöfn félaganna, sem létu
yfirlýsingar sinar koma í blöðin
dag frá degi. En það má ná þeim;
og svo ef einhver kynnu að vera
eftir og séu þau íslenzk, þá væri gott
og æskilegt, að þau vildu senda
blaðinu yfirlýsingar snar.
í þessu sambandi leyfum vér oss
nú að birta eftirfarandi yfirlýsing-
ar:
Methódistar á fundi í Dauphin.
W’peg Telegram, 15. jan.: — í
Dauphin halda Methódistar fund, til
þess að votta Roblin stjórninni
þakklæti sitt fyrir að hefta vínsöl-
una með þvi, að banna sölu á vín-
tegunduin öllum þann tímann, seni
mest hefir verið drukkið. Uppá-
stungumaður var A. II. F. Slelck, en
stuðningsmaður A. Nicholson. Á-
lyktanin er á þessa leið: —
“Methódistar í Dauphin lýsa
þvi yfir, að þcir í hæsfa mála séu
ánægðir yfir gjörðum Manitoba-
stjórnarinnar, að cfía bindindi,
með þvi að löghelga lokun búða
þeirra og hótela, sem áfeng vin
selja — kl. 6 og 7 e. m. Og skal
eftirrit ályktunar þessarar sen'.
í;r R. P. Roblin’.’
Áskorun til brezkra
kvenna.
Eftirfylgjandi áskorun frá her-
málastjórn Breta var prentuð i öll-
um blöðum Englands 13. janúar og
hljóðar á þessa lcið:
“Hafið þér gjört yður skýra grein
fyrir þvi, að tilvera heimilis yð-
ar, eigur yðar, velferð barna yð-
ar er undir því komið, uð vér nú
fáum fleiri menn i herinn? Hafið
þér hugsað út i það, að með einu
orði getið þpr sent nýjan liðs-
mann til þeSs, að berjust fyrir
föðurlandi sínu og heimili, og
öllu því, sem yður er kært.
“Þegar stríðið er búið og bóndi
yðar eða sonur er spurður að því,
hvað hann hafi gjörl fyrir land
sitt i stríðinu, — á hann þá að
þurfa að hengja höfuð sitt heð
svívirðingu, af því að þér vilduð
ekki leyfa honum að fara?” .
Matvöru-gjafir.
Matvöru-sendingar til Belgíu.
Eitt af mörgu við stríð þetta hafa
menn aldrei fyrri séð í heiminum,
það er, hvernig óviðkomandi menn
og konur hlaupa til að reyna að
bjarga frá hungursdauða millíónun-
um i Belgiu.
Skýrsla eða opið bréf frá nefnd
þeirri, er fyrir þessu stendur, segir
að í Belgíu þurfi nú að fæða 6—7
millíónir mannao. og af þeim eru
nú um 1,400,000 svo allslausir, að
þeir geta ekki hina minstu ögn
bjargað sér sjálfir. Það þarf eigin-
lega að klæða þa og mata, gefa þeim
hverja einustu máltíð. En til þess
þarf að senda þangað vænan gufu-
skipsfarm hvern einasta dag.
En hvernig stendur á þessu? Er
það nokkrum að kenna, að í hundr-
uð þúsunda og milíóna tali ueiui
fólkið niður hrunið ? Hver, eða
hverjir hafa farið svona með land-
ið þéttbygða, friða og farsæla? Og
hvers vegna þurfa aðrar þjóðir að
bæta fyrir svívirðingarnar, ránin,
brennurnar og morðin, sem vísinda
þjóðin mikla, iðnaðar þjóðin, frels-
is þjóðin, með allar réttarbæturnar,
alla Sósíalistana og framfaramenn-
ina framdi? Eigum vér að taka of-
an hattinn fyrir þeim, taka í hönd
þeirra og þakka þeim fyrir frammi-
stöðuna. Þeir drýgja skammirnar.
Eigum vér að breiða yfir þær? Þeir
fremja morðin o& af sverðmn þeirra
rennur blóð hinna saklausu. Eig-
um vér að græða — og þegja — taka
þetta alt sem sjálfsagt? Nautin og
hundarnir myndu kannske þegja,—
en eigum vér að gjöra það? Verður
yður þetta nokkuð ljósara, ef að þér
lesið skýrslu um skipin, sem eru á
ferðinni nú stöðugt milli Banda-
ríkjanna og Belgiu, til þess að flytja
þessum aumingjum fæðu, sem Þjóð-
verjar hafa öllu svift. — Og þá vil eg
aðeins drepa á það með einni setn-
inu: Hvernig haldið þið, að Pól-
verjum líði, þar sem Þjóðverjar
hafa farið um lönd þeirrá?
Og ómögulegt er því að neita, að
vel koma Bandaríkin þarna fram.
— En skálkurinn?
SKIPSFARMAR TIE BEIGA.
Þrír skipsfarmar komnir þangað
og uppskipaðir, samtals 7,298 tons.
Verið að afferma í Rotterdam 2
skip, samtals 9,500 tons.
Á leið til Rotterdam frá Banda-
ríkjunum: 5 skip með samtals
33, 950 tonnum.
Verið að ferma í Bandarikjunum
— 6 skip með samtals 36,450 tonn-
um.
Á leið til Bandarikjanna eftir
farmi: 18 skip með samtals 116,500
tonna lestarúmi.
Matvaran sem öll þessi skip flytja
og þegar er annaðhvort send eða
verið er að undirbúa að senda, nem-
ur alls 203,788 tonnum, eða yfir
413 millíónir punda.
Fimm mánaða stríðið.
Við árslok hafa glöggir menn
reiknað út, hvað stríð þetta hið
mikla væri búið að kosta þjóðir
þessar allar, sem við það eru riðn-
ar, og hafa komist að þeirri niður-
stöðu, að það hafi þegar kostað þær
6 millíónir manna, sem búið ar að
drepa eða í sárum liggja, og 7 bilí-
ónir dollara.
Bretland hefir mist: 800 for-
ingjar fallnir, 4,000 særðir; 15,000
hermenn fallnir, 60,000 særðir, og
25,000 týndir.
Frakkland—Alls fallnir og særðir
og týndir 1,100,000 manna; þar af
180,000 fallnir.
Rússland—Alls fallnir og særðir
og týndir 1,800,000; af þeim eru
250 þúsundir fallnar.
Belgíum-—30,000 fallnir, 58,000
særðir, 35,000 fangnir.
Serbía—Alls 170,000; þar af seg-
ist Austurríki hafa fangað 80,000.
Þjóðverjar—250,000 fallnir, 850,-
000 særðir, 400,000 týndir.
Austurríki—Alls 1,500,000; þar af
160,000 fallnar.
Þetta er við árslokin, og ef nokk-
uð er rangt við þetta, þá er það
það, að Þjóðverjar og Austurríkis-
inenn hafa tapað töluvert meiru, en
sagt er, einkum fallinna og særðra.
Það hefir einlægt verið legið á þeim
skýrslum.
Kostnaður.
Bretland—$225,000,000 á mánuði,
eða 1,225,000,000 dollara við árslok
31. des. 1914.
Frakkland—$300,000,000 á mán-
uði, eða 1,500,000,000 dollara við
árslok.
Rússland—$350,000,000 á mánuði
eða 1,750,000,000 dollara við árslok.
Þýzkaland—$300,000,000 á mán-
uði, eða 1,500,000,000 dollara við
árslok, og aðauki að borga herkostn
aðinn fyrir Tyrki, bandamenn sína.
Austurriki—Áætlað alls 1,000,-
000,000 við árslok.
En auk þess hafa þessi þrjú síð-
asttöldu ríki tapað eins miklu fé
heima, við tjón á verzlun og iðnaði
í löndunum. Sumir ætla, að fjár-
þurð kreppi svo að, að þau geti
ekki haldið ófriðnum uppi lengur
en aðra 5 mánuði.
Ameríka þarf að vera
við illu búin!
Éftir Theodore Rooseve.lt.
(Framhald).
Hinir áhrifamiklu og sönnu frið-
arpostular voru menn einsog Stein
og Cavour og Lincoln. Það voru
menn, sem dreymdi mikla og fagra
drauma, en sem líka voru atkvæða-
menn, er létu til sín taka, sem stóðu
fast með réttu málefni, og vissu það
vel, að réttlætinu myndi ekki fram-
gengt verða, nema afl stæði að
baki. En friðarpostular nútimans
eiga ekkert sameiginlegt með þess-
um miklu mönnum, og hvenær, sem
þeir hafa prédikað friðinn tómann,
hvenær sem þeir hafa undanfelt að
láta réttlætið koma fyrst og boða
friðinn sem fylgikonu réttlætisins,
— þá hafa þeir gjört ilt en ekki
gott.
Eftir Napóleons-striðin voru alí-
ir uppgcfnir, og komu þá 35 ár eða
svo, að ekkert strið var, og var tími
sá kallaður “friðurinn langi”. Að
eins voru þá smáskærur milli þjóð-
anna og skammlifar byltingar. Á
Englandi, Þýzkalandi og í Ameríku
fór þá góða en skammsýna menn að
dreyina draunia sína — ekki um
allsherar frið, sem bygðist á rétt-
lætinu með afli að baki, hcldur um
alheimsfrið, sem fengist fyrir orða-
glamur fáráðlinga, og neyðarvein
hinna elskulegu hugsjónamanna,
sem fyllast ógnuin og skelfingu, ef
einhvern voða ber að höndum.
Næstu tuttugu árin voru blóðug,
með grimmum stríðum og hörðum.
Báru þau langt af öllu, sem skeð
hafði siðan Napóleons-striðunum
lauk, hvað þau náðu yfir mikið
svæði, hvað þau voru löng og hvað
mikill fjöldi manna var lífi sviftur
og eignir eyðilagðar.
Þá kom enn þrjátiu ára tími, eða
því nær, og voru stríð fá og heldur
lítilfjörleg. Nú reis upp fjöldi af
góðum og greindum, en fáfróðum
mönnum, er héldu, að nú hefðu
menn heimsfriðinn höndum gripið,
og nú var mikið talað og mikið pré-
dikað og ósköpin öll um siðgæði og
siðmenningu þjóðanna. Hvert frið-
arþingið var haldið á eftir öðru,
og aldrei var neinu til leiðar kom-
ið, og svo komu friðarþingin í
Haag, sem reyndar gjörðu dálitið,
þó að mjög væri það takmarkað.
Það var vel þess virði, að koma
á þessi friðarþing í Haag; en þa
hlutu menn að sjá og skilja, hve
mjög það var takmarkað, sem þau
gátu góðu til leiðar komið. Það var
viðkvæma og tilfinningarríka fólk-
ið, sem hélt að þau væru óbrigðul,
sem pafenf-meðul, að koma á al-
gjörðum veraldarfrið; en þeir menn
gjörðu ilt eitt, og eyðilögðu að
meira eða minna leyti hið litla og
smáa góða, sem þingin gátu til leið-
ar komið. Þessir menn trúðu þvi
fastlega, að það væri mögulegt, að
koma á þúsund ára guðs friði á
jörðu, með ráðum þeim, sem ónóg
hefðu verið til að halda friði milli
fjörugra drenghnokka á vanalegum
sunnudagaskóla, og hvað þá held-
ur á milli vaxinna manna í heimi
þessum, einsog hann er í raun og
veru. Átakanlega sönnun fyrir á-
rangri fundarhalda og fundargjörða
þessara, geta menn séð á því, að á
þessum fimtán árum, siðan fyrsta
friðarþingið í Haag var haldið, hef-
ir stríðum ákaflega fjölgað, — þang-
að til að nú kemur þetta hið síðasta
stríðið, sem háð er með mannfjölda
svo miklum og blóðsúthellingum svo
gífurlegum, að aldrei hefir fyrri
verið dæmi slíks í sögu mannkyns-
ins; þetta yfirgengur alt og svo
langt umfram.
En alt þetta gefur oss enga hina
minstu ástæðu til þess, að linast í
því, að vinna fyrir friðnum; en það
útheimtir það skýlaust, að vér gjör-
um oss það fyllilega ljóst, að það
sé skaðlegt, að vinna fyrir friði
þeim, sem ekki er á réttlæti bygður,
og gagnslaust að vinna fyrir friði,
sem bygður er á réttlæti, ef að ekki
er afl á bak við, til að fylgja réttin-
um fram. En þetta þýðir það, að
eina tryggingin móti ofbeldi og á-
rásurn, fyrir þjóð þessa, er sú, að
vera hæfilega búin við ófriði, hve-
nær sem hann kann að höndum að
bera.
Emerson hefir sagt það, að þegar
til lengdar dregur, sé hinn óvið-
feldnasti sannleikur margfalt betri
förunautur, en hin notalegustu og
geðþekkustu ósannindi. Postular
friðarins koma engu til leiðar, nema
illu einu, þangað til þeir eru fúsir
til að sjá og kannast við hlutina
einsog þeir eru. Einn af þessum
hlutum eða sannreyndum er það,
að hvar sem almenn varnarskylda
hefir verið reynd, þá hefir hún,
þegar á alt er litið, orðið þjóð
þeirri til góðs, en ekki ills, svo fram
arlcga, sem tíminn hafi ckki verið
of langur, sem hver og einn varð að
gefa sig við henni. Það er deginum
ljósara, að Svisslendingar hafa haft
mjög mikið gott af þessum tak-
markaða tima, sem hver maður í
þvi landi þarf að verja til þess, að
búa sig undir hermenskuna. Alveg
hið sama má segja um Ástraliu,
Chili og Argentínu og sannarlega
myndi það vera heppilegt og á-
kjósanlegt, hvernig sem á það er
litið, ef að Bandaríkin sæju mönn-
um fyrir liinum sama undirbúningi
og æfingu.
Menn mega ekki gleyma því, að
bæði Þjóðverjar og Japansbúar hafa
alt til þessa verið svo sigursælir, af
þcirri ástæðu, að þeir hafa verið
svo vel undirbúnir og æfðir í öll-
um herskap. Fyrri en menn sjá
þetta og skilja það vel, geta menn
ekki hugsað til að koma á betra
samkomulagi og samvinnu meðal
þjóðanna, hversu mentaðir, sem
menn þessir eru, og hversu heitt,
sem þeir þrá friðinn; þeir verða að
viðurkenna þetta, hvort sem þeim
er það geðfelt eða ógeðfelt. Og það
þarf að koma því svo fyrir, að menn
geti fengið þessa reynslu og æfingu,
án þess að það dragi þá til þess, að
verða skaðlegir fyrir nágranna
sína eða mannkynið í heild sinni.
Sérstaklega þurfa Ameríkumcnn
þess, og svo Bretar og P'rakkar, að
festa það i huga sér. Því að á hin-
um seinustu árum hafa hinir áköf-
stu friðarpostular hvergi verið eins
margir eða starfað eins mikið og
óhappalega, einsog í Bandaríkjun-
um, þó að þeim skjóti við og við
upp í hverju öðru landi.
Háskalegt, að keppa eftir friði, hvað
sem það kostar.
Það veit hamingjan, að í þessu
landi höfum vér vandræði nóg að
berjast við og ráðgátur að leysa, og
stafar þó ekkert þeirra af hermanna
valdi. Og þ'ess vegna er það viðlíka
nauðsynlegt, að berjast á móti her-
mannavaldi i íBandaríkjunum, eins
og að fara að berjast á móti því, að
éta hrossakjöt til heiðurs Þór eða
Óðni. En undarlegt er það, að am-
eríkanskir háskóla-forsetar, pró-
fessorar, rithöfundar og blaðamenn,
sem allir þykjast hafa fylling viík-
unnar, — þeir hafa lofað og veg-
samað rit eftir aðra eins menn og
Bloch, sem “sannaði” það, að slrið-
in væru ómöguleg, og Norman Ang-
eli, sem “sannaði” það, að það væn
imyndun ein, að nokkur gæti haft
gagn af stríði.
En einmitt stærstu og voðaleg-
ustu stríðin í sögu mannkynsins
liafa komið síðan að Blocli sann-
aði, að þau væru ómöguleg. Og þeg-
ar Angell skrifaði bok sína, þá
hlaut hver fordómslaus, skynber-
andi maður, að sjá það og skilja, að
tvær þjóðirnar, sem í mestu-m upp-
gangi voru, Þjóðverjar og Japanar,
áttu allan uppgang sinn að þakka
sigurvinningum sinum. Og Banda-
ríkin eiga velmfegun sína að þakka
því — og sjálfa tilveru sína — að í
borgarastríðinu mikla voru það her-
menn og framkvæmdarmenn —
fighting men — sem réðu öllum
málum þeirra.
Hefðum vér fylgt ráðum friðar-
postulanna sem vildu hafa friðinn,
hvað sem það kostaði, þá var það
dauðadómur þjóðarinnar og óút-
reiknanlegt tjón fyrir mannkynið.
Réttlátt stríð getur, hvenær sem er,
verið nauðsynlegt fyrir heill og vel-
ferð þjóðarinnar. En það er líka
satt, þó að ekki sé fagurt, að þjóð-
irnar hafa oft haft hagnað mikinn
af stríðum, sem ekki voru réttlát.
En við því geta menn aldrei gjört,
fyrri en að vopnað herlið stendur
á hak við réttlætið.
Hnefarétturinn.
En vér vcVðum Hka að hafa það
hugfast, að vanhygni þessara
manna, sem koma fram með jiessar
ónýtu og skaðvænu ráðagjörðir og
bollaleggingar, er ekki verri en ó-
drengskapur manna þeirra, er dást
að rétti hnefans, og fegra og í há-
vegum hafa og jafnvel telja guð-
dómleg hin sóðalegustu verk þeirra,
sem sterkari eru og máttinn hafa.
Ritin cftir j)á Homer Lea og Niet-
sche, og jafnvel prófessor Trcitscke
— að vér sleppum Carlyle — eru
eins röng og óhafandi einsog rit
þeirra Blochs og Angells eru vit-
laus. Vér getum borið virðingu fyr-
ir föðurlandsást og dugnaði Þjóð-
verja. En þeir þurfa að sjá það, að
þessari föðurlandsást þeirra — og
sjá það fyllilega —, hefir stundum
fylgt tilfinningarsnautt kæruleysi
fyrir réttindum hinna smærri og
veikari þjóða; og stundum- hefir
dugnaði og atorku jieirra verið
þannig beitt, að jiað hefir orðið til
afturfarar menningunni og mann-
kyninu. Breytni og framkoina Þjóð-
verja við Belga, geta menn ckki með
nokkru móti réttlætt, nema menn
samj)ykki breytni Napoleons við
Spán, og meðferð hans á Prússum
og öllu Þýzkalandi næstu 6 árin eft-
ir orustuna við Jena. Eg get ekki
séð, hvernig nokkur maður getur
komist hjá þvi, að bera hlýjan hug
til Stein og Schornhorst, Andrésar
Hofer og Koerner og Tugendbund,
og sé svo, hljótum vér bæði að dást
að og elska Albert konung og hina
þrautseigu Belga.
Ennfremur ættu Ameríkumenn,
að festa það í huga, að það, sem
Þjóðverjar hafa gjört Belgum, það
hið sama hefðu þeir sýnt oss Ame-
ríkumönnum, ef að svo hefði að
höndum borið.
Þó standa þeir friðarpostularnir
á lægstu tröppum, sem sí og æ eru
að hljóða um friðinn, án þess að
hafa dug eða áræði til að andmæla
glæpum þeim, sem eru hrot á frið-
inum. Undir þann lið má flokka
öllum þeim löndum vorum, sem nú
eru hávaðamestir að heimta frið-
inn, — án þess að krefjast þcss
skýrt og Ijóst, að hið fyrsta skilyrði
fyrir friðinum sé það, að bæta öll
þau rangindi, sem Belgar hafa orð-
ið að J)oIa, — láta þá fá hið fylsta
endurgjald fyrir, og tryggja öllum
hinum smáu rikjum mentaðra
manna og ábyrgjast, að slíkt skuli
ekki fyrir koma i framtíðinni. Það
getur reyndar svo farið, að friður-
inn komi án þess, að þetta verði
gjört; en fari svo, þá verður það á-
reiðanlega friður ranglætisins, al-
veg einsog friðurinn, sem saminn
var i Tilsit fyrir 107 árum síðan.
(Framhald).
Frá ríkisráðsfundinum
30. Nóvember.
(Niðurlag).
Fánamálið.
Að þessu búnu bar ráðherrann
fram tillögu til úrskurðar um gjörð
hins sérstaka íslcnzka fána, með
þessum orðum:
Eftir að Yðar Hátign, með allra-
hæstum úrskurði 22. nóv. f. á. höfð-
uð lögleitt sérstakan fána fyrir ís-
Iand, hcfir íslandsráðherra sam-
kvæmt ákvörðun úrskurðarins leit-
ast við, að kynna sér óskir manna
um fánagjörðina á Islandi. í j)essu
skyni hefir Islendsráðherra skipað
nefnd 5 mikilsvirtra manna til yfir-
vegunar um þetta atriði. Þessi nefnd
hefir aðallega komið fram með eft-
irfarandi tillögu (sbr. álit fána-
nefndarinnar). þar að auki hefir
þessi spurning verið ihuguð af al-
þingi síðasta sumar, og hefir meiri
hluti þingsins haldið fram bláhvíta
fánanum og hefir sú gjörð verið
borin fram á alþingi 1911 og 1913,
— eií til vara óskaði þingið fánann
með þeirri gjörð, sem aðaltillaga
fánanefndarinnar for fram á. Þar
sem nú liggur fyrir, samkvæmt úr-
skurði 22. nóv. 1913, að ákvarða
hina íslenzku fánagjörð, leyfi eg
mér að leggja til, að gjörðin ákveð-
ist samkvæmt nefndri uppástungu
fánanefndarinnar.
Konungur talaði svo: Það var
ætlun min, að staðfesta úrskurð um
gjörð hins sérstaka íslenzka fána,
sem eg lögleiddi með úrskurði 22.
nóv. 1913, fyrir íslendinga á landi
og fyrir islenzk skip á íslcnzku
sjávarsvæði, og eg gjörði ráð fyrir
því, að óskir manna á fslandi gætu
safnast í einingu um fánagjörðina.
Þetta hcfir þó ekki orðið svo, eftir
því sem fram er komið við ályktun
hins sameinaða alþingis, þar sem
þingið ályktar, að lýsa því yfir, að
flestum íslendingum muni vera lang
kærast, að sú gjörð fánans, sem var
borin fram á alþingi 1911 og 1913
verði staðfest af konungi, og ein-
ungis, ef þessu yrð i ekki fram-
gengt, hallast þingið að þrílita fán-
anum. Þar sem nú ráðherra hefir
skýrt frá því, að hann ætli að biðj-
ast lausnar og þar sem eg nú vil
bera mig saman við islenzka stjórn-
málamenn um misklíð þá, sem orð-
in er um ríkisráðsatriðið til þess
að greiða fyrir stjórnarskipunar-
málínu, verð eg að álita það réttast,
að úrslitum fánamálsins sé slegið
á frest, þangað til eg með umræðum
um málið get fengið fulla vissu fyr-
ir því, að íslendingar verði fylli-
legá WW WSHffWffífW
gjörð fánans.
Ráðherrann talaði svo: Af orð-
um þeim, sem Yðar Hátign hefir
látið falla, er eg hefi átt tal um
þetta mál, hefi eg skilið, að Yðar
Hátign mundi ekki sjá yður fært að
verða við aðal-ósk Alþingis. Eg
hefi j)ví, sainkvæmt ályktun Alþing-
is, lagt til j)rílita fánann. Þegar um
er að tala útlit fánans, koma ein-
staklings- og fagurfræðislegar skoð-
anir til greina, j)vi að erfitt verður
að ná samkomulagi meðal almenn-
ings. Eg lit einnig svo á, að Alþingi
legði aðal-áherzluna á, að fa fána,
en minni áherzlu á útlit hans, og eg
hygg því, að það mundi verða Al-
þingi og þjóðinni vonbrigði, ef fána
málinu cr frestað. Þar sem nú er
fullnægt skilyrðum úrskurðar frá
22. nóv. 1913, verð eg að halda fast
við ósk mína um, að tillaga mín fái
staðfesting.
Konungurinn talaði svo: Eg á-
skil umræður um þetta mál í heild
sinni við íslenzka stjórnmálamenn,
er eg ætla að kalla hingað.
Ráðherrann talaði svo: Við þessi
orð Yðar Hátignar styrkist enn bet-
ur ósk mín um að fara frá. Og eg
skal því leyfa inér, cftir að hafa
borið upp þau mál, sem enn eru ó-
útkljá, að fara fram á, að mér verði
veitt lausn.
F'orsætisráðherrann talaði svo:
Eg bið um állrahæst samþykki Yðar
Hátignar til að auglýsa i Danmörku
skýrslu um það, sem nú hefir gjörst
í ríkisráðinu, þannig að eg undir-
riti þá skýrslu.
Ráðherrann talaði svo: Ef svo
ber að skilja undirskrift forsætis-
ráðherrans undir þessa skýrslu, að
hann taki á sig nokkra ábýrgð á is-
lenzkum sérmálum hlýt eg að mót-
mæla því. Eg bið um samþykki Yð-
ar Hátignar til að birta á fslandi
það, sem gerst hefir í rikisráðinu.
Forsætisráðherrann talaði svo:
Undirskrift mína á ekki að skilja
svo, að eg taki mér neina ábyrgð á
íslenzkum sérmálum. En Hans Há-
tign konungurinn er ábyrgðarlaus,
og þar eð eg liefi ckki látið neitt í
Ijósi við umræðurnar um islenzku
málin, sem þó einnig hafa snert
sambandið milli íslands og Dan-
merkur, óska cg með undirskrift
minni, að taka á mig hina stjórnar-
skipulegu ábyrgð á orðum Iians
Hátignar gagnvart Danmörku.
Ráðherrann: Eg óska að halda
fast við fyrri yfirlýsingar mínar.
Konungur veitti þá hin umbeðnu
leyfi.
f ríkisráðsfundarlok afhenti ráð-
herrann lausnarbeiðni sina, en lýsti
því yfir, samkvæmt ósk konungs,
að hann gengdi störfum fyrst um
sinn.