Heimskringla - 18.03.1915, Blaðsíða 4

Heimskringla - 18.03.1915, Blaðsíða 4
BLS. 4. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. MARZ 1915. Heimskringla (Síofnoö 188«) Kemur út á hverjum fimtudegi. ÍJtgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. VerS blatSsins í Canada ogr Bandarikjunum $2.00 um áritS (íyrirfram borgatS) Sent til Islands $2.00 (fyrirfram borgatS) Allar borganir sendist rátSs- nanni blatSsins. Póst etSa banka ávisanir stýlist til The Vlking Press, Ltd. Rltstjóri: M. J. SKAPTASON RátSsmatSur: H. B. SKAPTASON Skrlfstofa. 729 Sherbrooke Street. Winnipee Box 3171 Talaímft Garry 4110 Saga skólamáls Manitoba fylkis o.fl. Úldráttur úr ræðu Sir fíodmonds P. fíoblins, er hann hélt á þingi þann 8. þessa mánaðar. Stjórnarformaður Sir R. P. Rob- lin flutti hinn 8. þessa mán. ræðu mikla í þinginu, og er vafamái, hvort áður fyrri hefir verið haldin önnur eins á þingi Manitoba fylkis, og flestum, sem heyrðu ræðuna, ber saman um, að eins góða ræðu hafi þeir ekki áður heyrt i þingsal fylk- isins. Ræðan var hóglát og kurteis i garð andstæðingaflokksins, — en þrungin af sláandi sönnunum, eink- um þó er á leið og hann fór að tala um skólamálin. Las hann sögu skólamálanna allra frá 1890 og ,til þessa; kunni hann hana alla upp á fingur sér. ^ap hann fyrst á fjármálaræðu Dr. Thortons, er hann talaði um fjármál fylkisins frá hlið Liberala. Hrósaði hann Dr. Thornton fyrir lipra og hógværa framsetningu málsins, er hann hélt fram skoðun- um sinum. En kvaðst þó ekki geta verið honum samþykkur um niður- stöðu þá, er hann kæmist að. Þótti Mr. Roblin það óþarfa hræðsla, er Dr Thornton talaði um minkandi tekjur og tekjuafgang. Sagði, að ef stjórnin hefði viljað ganga hart að inönnum, að kalla inn tekjur fylkisins, þá hefði hann nú getað sýnt hálfrar millión dollara tekjuafgang fyrir árið 1914. Og ef stjórnin hefði með hörku heimtað gjaldið af þeim, sem lögum sam- kvæmt áttu að gjalda crfðaskatt i fylkinu, þá hefði enn mátt bæta hundruðum þúsunda dollara við tekjuafganginn En stjórnin hefði viljað sýna mönnum nærgætni á þessum hörðu tímum. Þeim hefði aðeins verið gef- inn borgunarfrestur, þessum mönn- um, og stjórnin hefði yfirgnæfan- lega tryggingu fyrir þessu fé, sem útistandandi væri. En hvað það áhrærði, að fé fylkisins gengi svo til þurðar, að hætta stæði af, þá væri ekki hin minsta ástæða til þess, að ætla það. Fjárhagur fylkisins væri á eins föstum grunni bygður og klett- urinn Oibraitar. Og, ef að vér bær- um fylki þetta saman við hin önnur fylki, þá myndum vér sannfærast um, að Manitoba stæði traust og fast — svo að ekkert fylki í öllu Canada stæði jafnvel í fjárhagslegu tilliti, sem Manitoba. Búfræðisskóli fylkisins. Mr. Roblin sagði, að sér hefði gramist það, er hann sá þingmenn úr sveitum utan risa upp i sætum sínum og ávíta stjórnina fyrir það, að byggja búfræðisskóla i Winni- peg. Jarðyrkjan í fylki þessu er upp- sprettan að öllum auðæfum fylkis- búa. Hún er aðalstarf manna og at- vinnuvegur. Á henni byggist öll vor framför og velmegun, nú og i kom- andi tíð. Og ef vér látum það niður falla, að fræða bændur og bænda- efni vor um alt það, sem að jarð- yrkju lýtur, þá vanrækjuin vér skyldu vora við fólkið og fylki þetta. Það er bein skylda löggjafarvalds- ins í þessu fyrirtaksgóða fylki, með hinum frjósömu ökrum, að koma stofnun þessari á fót hið allra fyrsta og sýna það, að vér bærum traust til ókomna tímans. Og ókomni tím- inn ber i skauti sínu miklu bjartari framtið og betri og ágætari gjafir, en vér hingað til höfum séð, og treystandi þvi og sjáandi það yrir, bygðum vér jarðyrkjuskóla þenna, sem lengi mun vcrða heiður og sómi fylkisbúum. Skuggamyndir Liberala. Sagði hann, að það hefði lengi loðað við Liberala, að sjá með svörtum augum hluti og viðburði, er fram væru að fara. Fyrir 40 árum sat hann og hlustaði á gáfaða og vei gefna liberal menn, er þeir lýstu því yfir, að það væri vitlausra manna æði, að fara að byggja járnbraut þvert yfir land þetta vestur á Kyrra- hafsströnd. Þeir sögðu, að upp úr því mundi ekki einu sinni fást nóg til þess, að kaupa fyrir áburð á hjólása vagnlestanna. Þetta heyrði hann þá, og þá voru það konservatívu mennirnir, sem knúðu mál þctta áfram einmitt af því, að þeir treystu landinu, fram- tíðinni og sjálfum sér. Og fyrir hug- rekki, starfsþrek, atorku og fram- sýni þeirra, er landið nú orðið það, sem það er. Og “eg get fullvissað yður um það”, sagði Mr. Roblin, — “að land þetta á eftir að komast enn þá hærra; vér skulum ekki láta oss til hugar koma, að vöxtur þess og viðgangur sé nú á enda, svo að það komist ekki hærra. Vér skulum fyr- ir alla muni treysta fólkinu, treysta auðæfum landsins, treysta gnægtum þeim, sem landið gefur af sér, — gnægtum þeim, sem geta orðið hundraðfaldar, ef að vér berum oss eftir þeim með viti og dugnaði og hlúum að þeim á allar lundir”. Skýrslur stjórnarinnar sýndu vöxt akuryrkjunnar í stórum stíl. Bað Mr. Roblin menn koma á landskrif- stofurnar til þess, að sannfærast um þetta. Þar gætu menn séð tölu heim- ilisréttarlandanna, sem tekin væru á hverjum mánuði, og einlægt væru fleiri lönd tekin þenna mánuðinn, en næsta mánuð á undan. Fólkið er farið að sjá það, að Manitoba er bezta fylkið í Canada, með meiri kostum og gnægtum og landgæðum, en nokkurt annað fylki. Það væri því engin ástæða að vera kvíðandi fyrir einhverjum voða eða hruni eða háska. Rétt nýlega mátti lesa það i blöð- unum, að nú væru tuttugu township nýopnuð, svo að hver gæti fengið heimilisrétt, sem vildi. Það væri meðfram járnbrautinni, sem nú væri verið að byggja. Og Jandinu væri lýst svo, að það væri ágætt til búskapar, jafnaðist við beztu lönd annarsstaðar. Þangað væru menn nú að fara hópum saman, og, eins og gjörist, væru margir í fyrstu squat- ters. Þeir settust á löndin, án þess að taka réttinn, meðan enginn væri kominn á þau. Þeim væri ant um, að fá land fyrir sig og sína og tækju þau undir eins og þeir ættu kost á. Þetta væri að eins byrjunin. Þetta sagði hann að væri að eins byrjunin á byggingu hins mikla fláka lands, sem fylkið hefði fengið núna fyrir fáum árum. Kvað hann sér þykja það leitt, að þingmennirn- ir á bekkjunum andspænis gætu ekki Iitið þetta sömu augum. En meðan konservatívar héldu stjórnartaum- unum, myndi farsæld og framför fara vaxandi en ekki minkandi og lánstraust fylkisins ekki verða rýr- ara en það er nú í dag. Skólamálin. Þá gat hann þess, að foringi Lib- eral flokksins (Mr. Norris) hefði verið að hrígsla Konservatívum um það, að vér værum að sigla undir fölsku flaggi, er vér lögleiddum ný- mælin um skyldugöngu barna á skóla í barnalöggjöfinni (Childr- ens’ Act), en ekki í skólalöggjöfinni (School Act). Lögin frá 1890. Þessu svaraði Mr. Roblin með því, að hann bað hvern þingmann, sem þessu væri ekki vel kunnugur, að leita uppi hið upprunalega laga- frumvarp frá árinu 1890, þegar róm- versk-katólska og prótestanta lög- gjöfin var afnumin í fylkinu. Og kvaðst hann vera sá eini þingmað- ur, er hér væri nú, sem verið hefði á þingi það ár, og muna vel eftir því lagafrumvarpi. Þar voru skylclu- lögin um skólagöngu barnanna (Compulsary Clauses) — hálf önn- ur blaðsiða. Skyldugreinarnar úlstrikaðar. Þegar frumvarpið kom fyrir þing- ið, þá reis upp Hon. Joseph Martin og stakk upp á því, að allar grein- arnar um skyldugöngu væru stryk- aðar út, og Hon. Clifford Sift^n, sem þá var forseti, var honum sam- dóma. Þetta upphaflega frumvarp, með útstrikuðum greinum og upp- hafsstöfum í nafni Siftons, hefir skjalavörður þingsins ennþá og geta þingmenn séð það, hvenær sem þeir vilja. Ástæður fyrir útstrikuninni. Margur kann nú að spyrja, hvers vegna þetta var gjört. En svarið er ofur einfalt. Liberalar höfðu þá far- ið að ráðum Dalton McChartþy’s, sem eiginlega var höfundur laga- frumvarpsins, og hann hafði sagt þeim, að svo framarlega, sem grcin- ar þessar væru í frumvarpinu, þá gæti minni hlutinn áfrýjað málinu til governorsins. Mr. Martin var þessu samþykkur og Mr. Sifton líka, og svo strikuðu þeir út skyldugrein- arnar (Compulsory Clauses). Laurier-Greenway verzlunin. Þá voru eftir ein skólalög fyrir alla þjóðina (Purely National Schools). En minnl hlutinn áleit, að hann hefði verið sviftur rétti sín- um, er hann hafði samkvæmt Mani- toba lögunum (Manitoba Act) og á- frýjaði málinu til landsstjórans (Governor General in Council). Og vér vitum allir, hve mikil óánægja og æsingar voru með mönnum hér alt þangað til árið 1896. En svo var það í septembermánuði árið 1896, að þeir gjörðu samninginn, Sir Wil- frid Laurier fyrir hönd Dominion- stjórnarinnar og Hon. Clifford Sif- ton fyrir hönd fylkisstjórnarinnar í Manitoba, og átti samningur sá, að binda enda á skólamálið hér í fylk- inu. En þá var ekki minst einu orði á skólaskyldu barna í samningi þessum. Samning þenna samþykti þingið í Manitoba og einnig þingið i Ottawa. Nú sáum við Konservatívar það glögglcga og Mr. Greenway lika, að svo framarlega, sem það væri mögu- legt, þá yrðum vér með einhverju móti að stöðva og bæla niður æsing þenna, sem kominn var í fólkið út af trúarbrögðum og milli hinna mörgu þjóðflokka. Mr. Greenway reyndi aldrei að innleiða nokkurt Iagafrumvarp til þess, að koma á skyldubundinni skólagöngu. Hon- um óaði við deilunum milli þjóð- flokkanna og æsingaganginum milli hinna mörgu trúarflokka, sem verið hafði undanfarið. Mr. Norris þekkir þetta. Vinur minn frá Lansdowne (Nor- is) kom á þing árið 1896, og hann veit um þetta alt saman, og að litið eða ekkert var gjört til að skylda börn til skólagöngu fyrri en árið 1900; en hins vegar hefir stjórnin verið að reyna að draga úr öllum þessum æsingum og vandræðum, sem eru þau verstu, sem nokkurt riki getur hent. Það var Hon. Mr. Campbell, sem fyrstur kom fram með þá hugmynd, að koma lögum um skólaskyldu barna á, sem lögregluskipan (Police Regulation). Það kom í veg fyrir það, að hægt væri að áfrýja lögun- um til landsstjórans (Governor- General in Council). Það var þá lög- regluskipan, en ekki uppfræðslu- löggjöf og þess vegna var ekki hægt að áfrýja þeim. Með þessu móti mátti komast hjá vandræðunum.— Siðan hefir einlægt verið smábætt við barna-löggjöfina (Childrens’ Act), og er nú löggjöf sú hjá oss orðin eins góð, ef ekki betri, en í nokkru öðru fylki í Canada. Laurier-Greenway samningarnir. En hvað snerti Laurier-Greenway samningana, þá var það alt gjört af flokki andstæðinga vorra, Liberala, og vinur minn frá Lansdowne (Nor- ris) veit það, og eins hitt, að eg (Roblin) var á móti þeim, af því að eg sá fyrir vandræðin og ergjurnar og deilurnar, sem af þeim mundu standa. Eg gjörði alt, sem i minu valdi stóð, til að vinna á móti þeim, til þess að reyna að koma í veg fyrir það, sem nú er orðið og er að koma fyrir daglega og mun halda áfram að koma fyrir. Eg var á þinginu þá á annari hlið en eg er nú, og hafði tæplega nógu mikið flokksfylgi til þess, að nokkur maður vildi styðja uppástungu mína. Þetta, sem eg sá þá fyrir, er nú þegar skeð. Til annarar umræðu kom svo mál- ið 11. marz, en var þá frestað. En hinn 17. marz talaði eg í því máli, og er ræðan í Hansard og fréttablöð- um frá þeim dögum. Þótti honum undarlegt, að Mr. Caineron skyldi ekki hafa séð þetta fyrir árið 1890, því að þá hefðu menn sloppið við 7 ára deilur og ó- ánægju. “Þetta kallar ra'ðumaður- inn næst á undan miðlun mála eða sa'tt. En hvaða mál eru þetta, sem miðlað er til sætta? Og við hverja er sættin gjörð? Er hún fullnægjandi fyrir minni hlutann eða þá, sem sviftir voru rétti sínum? Nei, þetta er: hydra-headed illegitimate off- spring of a monslrous political duplicity (marghöfðað, óskilgetið afkvæmi viðbjóðslegrar pólitiskrar tvöfeldni). “Hinn heiðarlegi vinur minn Mr. Norris, er maðurinn, sem árið 1897 greiddi atkvæði með því, að eyði- leggja grundvöll þann, sem þjóðskól- arnir voru bygðir á”. Eg sagði ennfremur (segir Mr. Roblin): Minn heiðarlegi vinur, Mr. Norris, hefir viðurkent, að að- almálið i seinustu Dominion kosn- ingunum hafi verið skólamálið og ekkert annað, og þetta er önnur af- leiðing af skólalögunum 1890. En Mr. Greenway svaraði þá og sagði: “Þau áhrifin voru þó góð að því leyti, að reka Konservatíva frá völdum” Já, herra forseti, skólainálið var þá gjört að pólitiskum fótbolta, al- veg einsog hinir heiðarlegu vinir vorir, andstæðingarnir, ætla að göra nú og gjörðu seinasta júlímán- uð. Þeir héldu, að það mundi hafa hin sömu áhrif, einsog þau, er Mr. Greenway átti við í svari sínu. En þeim varð ekki að því, þó að eg játi, að þar hafi hurð skollið hælum nærri. Þetta var eina verulega málið, sem um var verið að keppa i sein- ustu kosningum. ÖIl hin málin voru litils virði í samanburði við það. Og hefði það ekki verið fyrir þetta mál, þá hefðu andstæðingar vorir ekki verið eins fjölmennir á þingi þessu. Það eru vist fimm eða sex þingmenn á andstæðingabekkjun- um, sem hljóta að játa að þeir hafa, grætt á þessum pólitiska fótbolta. Hélt svo Mr. Roblin áfram, að lesa úr ræðu sinni árið 1897, og sagði, að anda þjóðskólanna hefði verið mis- boðið. Því að 4. grein laganna hefði gjört ráð fyrr katólskum kennara. Til hvcrs væri að tala um þjóðskóla með því fyrirkomulagi. Talaði hann þá um úrskurð leyndarráðs kon- ungs (Privy Councils), ekki sem lögmaður heldur óbreyttur alþýðu- maður, og tók fram, að úrskurður- inn hefði verið á þá leið, að minni hlutinn hefði umkvörtunarefni, eða með öðrum orðum verið sýndur ó- jöfnuður, og að ójöfnuð þenna mætti laga, án þess það kæmi í bága við skólalögin. En minni hlutinn vildi ekki sinna miðlun eða sætt þessari. En þvi var þá farið að misbjóða anda skólalaganna? Hverjum var það til góðs? Tvöfeldni Liberala. Nú vissu menn, að stjórnin leyfði sumum skólunum að halda áfrain, sem áður, einsog þeir voru 1890 og sendu út umsjónarmenn, til að sýna, hvað góðir þeir gætu verið þessir skólar,. Nú er þetta standandi þrætuefni og það er orðið sannað, sem eg sagði áður fyrri, að anda skólalaganna væri misboðið. — Eg stakk þá upp á, að málinu væri frest- að til óákveðins tíma, en var ofur- liði borinn. Skólarnir á tveim tungumálum (Bilingual Schools). Las ræðumaður þá 10. grein skóla laganna, og gat þess, að orðið shall gjörði hana compulsory (þvingun- arlög). En þar er tekið fram, að hvar, sem 10 börn útlend eru á skóla einum, þá geti þau, eða aðstandend- ur þeirra, heimtað, að hin enska tunga verði kend þeim á þeirra eig- in tungumáli. Og þannig gætu hér komið upp þýzkir, assyriskir, kín- verskir, japanskir, galisiskir, norsk- ir, austurríkskir, italskir, rússnesk- ir skólar. Þetta hlyti að gjöra æsingu milli þjóðflokkanna og trúflokkanna og var bersýnilega notað í þeim til- gangi, að koma Konservatívum frá völdum, einsog Greenway sagði. — En þá fór þó svo, þegar kosið var næst á eftir, ao þetta var um garð gengið, að Greenway stjórnin valt úr sessi. Við vorum einir 5 á þingi 1897, er reyndum að bjarga þjóðskólunum hinn 17. marz. Það voru: Lauzon, Marion, McFadden Pare og Roblin. En hinir höfðu 32 atkvæði á móti okkar 5 Þá var það víða siður, að líta hornauga til allra rómversk-kat- ólskra manna, sem væru þeir rétt- lausir menn. Og, meðan Greenway fylgdi jieirri stefnu, þá hafði hann yfirhöndina á þingi. En þegar búið var að gjöra þetta, gjöra hátíðlega samninga um það, við Launer-stjórnina og samþykkja það á þingi, þá álitum vér samning- inn, gjörðir þingsins og skuldbind- ing laganna, sem hátíðleg loforð, sem ekki mætti rjúfa, eða rífa sund- ur, sem ómerkilegt pappirsblað. — Vér höfum viljað framfylgja því samvizkusamlcga, scm heiðarlegir menn, og höfum gjört alt, sem í voru valdi stóð, til að frámfylgja þessum lögum heiðarlega, með lip- urð og samvizkusemi. Kvað Mr. Roblin sér þykja leitt, að æsingi þessum væri haldið á- fram eftir svo langan tíma, nú nærri fjórðung aldar. Þeir, sem væru búnir að vera hér 30 35 eða 40 ár, myndu þá dagana, þegar allir fylkisbúar voru aðeins nokkrar þúsundir. Þá komu menn saman og skenitu sér hver með öðr- um og hjálpuðu hver öðrum, hvort sem mennirnir voru katólskir, Gyð- ingar, prótestantar, Frakkar eða írar eða Bretar eða Skotar. Þá voru menn bræður en ekki féndur í flokk- um. Sannarlega væri nú kominn tími til að fella þetta niður, þessar deil- ur, eftir 25 ára erjur og óánægju; — sannanega væri nú timi til kominn, að vér allir tækjum höndum saman til að vinna að jivi, að slétta þessar misfellur, ekki sizt þeir, sem voru orsök þeirra. Vér allir, sem í Can- ada búum, ættum að fella niður all- ar deilur milli Jijóðflokkanna og trúflokkanna, en koma einingu á milli mannaUna, sem allir búa sam- an og eiga eftir að búa sainan í kom- andi framtíð, og mynda eina Jijóð með einum og sama bróðurlegum huga, en ekki ótal flokka, fulla hatri og fjandskap hver við annan. Ef að vér hugsuin um vora eigin velferð og allra þeirra, sem oss eru kærir; ef að vér hugsum um velferð eftir- komcnda vorra, landsins og þjóðfé- lagsins, sem vér lifum í, þá skulum vér umfram alla muni reyna ao fella niður og eyða þessum þjóðflokka- og trúardeilum; þær eru hverju landi og hverri þjóð til niðurdreps. Reynum heldur að jafna misfell- urnar og sameina alla hina ýmsu þjóðflokka i eina þjóð i þessu frjálsa landi; eina samliuga þjoo, er geti starfað að velferð og farsæld allra sinna barna, nú og i komandi fram- tíð Frá sambandsþinginu. Ágrip af ræðu fjármalaráðherra Hon. W. T. White. Hon.W. T. White svarar ræðu Sir Wilfrid Lauriers um fjármálin og minnir hann á fyrri tíma, er for- sætisráðherrann, eftir tilmælum flotamálaráðs Breta, kom fram með lagafrumvarp um að reyna þó að lítið væri að leggja eitthvað til sjó- varna hins brezka ríkis. Þá kom Laurier fram með öllum sínum fylgi fiskum, með öllum flokki Liberala, og lét einskis ófreistað til að vinna á móti því og hrinda þessu laga- frumvarpi, — þessu hinu þýðingar- mikla varnarspursmáli rikisins, eins og þeim líka tókst, því þeir feldu frumvarpið, svo að frá Canada kom enginn styrkur til varnar ríkinu í það skiftið, og það þegar mest lá á, einsog nú er á dagin nkomið. Þetta var fyrir tveimur árum. — “En nú verð eg að segja honum”, mælti Mr. White, “að hvernig sem hann reynir að bæta úr þessu og hversu margar uppástungur og viðauka-uppástung- ur, sem hann gjörir nú eða endrar- nær, Jiá getur hann aldrei nokkurn- tíma afplánað verk það, sem hann þá gjörði, er hann stóð á móti því, að styrkja gamla England”. Við þessi orð Mr. Whites varð svo mikið lófaklapp og samhygðaróp um Jiingsalinn, að aldrei hefir ann- að eins heyrst þar fyrri. Menn voru svo sárir yfir þvi, þegar Liberölum tókst að koma í veg fyrir það, að Canada legði sem sinn skerf til varn ar ríkisins og þá Canada um leið, þessi þrjú herskip, sem Konservatív- ar viidu láta byggja eða kaupa. Þó að Jiað væri ekki mikið, þá hetði það Jió kannske afstýrt stríði þessu. Þjoðverjar hefðu þá séð, að Canada ríki hefði staðið einbeitt með móð- urríkinu, gamla Bretlandi, en ekki me liuiium huga, og pa búist við því að hið sama myndu ailar hinar ný- lendurnar gjöra. Hon. W. T. White sýndi þarna Sir Wilfrid einsog hann var, fletti hon- um sundur, svo að hver gat séð, hvað bjó Jiar innan rifja; þar var ekki Jjegnhollusta til, þó að hún væri að kápu hötð, og ekki hollusta við hið brezka ríki, heldur hið mót- setta. Fyrst í ræðu sinni svaraði Mr. W. T. White ásökunum Lauriers uin ó- þarfa eyðslu, með því að sýna, að Liberalar hefðu skilið Konservatív- um eftir 125 millíón dollara nýjar skuldir, þegar Jieir fóru frá völdum. Það var National Transcontinental brautin og Quebec brúin. Gat hann þess, að mismunurinn á hinum á- ætlaða kostnaði við braut þessa og því, er hún kostaði undir stjórn Lib- erala, hefði verið meira en nóg til þess, að borga alla stríðsskuld Can- ada. — Þögnuðu þá þeir Pugsley og McLean, fulltrúar Liberala, og mæltu ekki orð af inunni. Áður en eg lýk ræðu minni”, mælti MT. White, “vil eg taka það skýlaust og ákveðið fram við and- stæðing minn Sir Wlfrid Laurier, að tveir vegir eru til þess, að stjórn þessa lands taki nokkurn verulegan þátt i stríði þessu. Annar er so, að ganga beint fram og þverneita því: eða standa a móti því blátt áfram og i heyranda hljóði, hátt og skýrt. — Þetta hefir ekki verið gjört. “Hin önnur aðferðin er sú, að stada á móti öllum framlögum, sem nauðsynleg eru til þess, að halda uppi stjórn landsins, að varna stjórn inni að geta fullnægt árlegum út- gjöldum eða skuldbindingum, sem henni á herðum liggja, eða að rýra og eyðileggja lánstraust hennar, svo að hún geti hvergi fengið peninga til þess að halda áfram striðinu. — Það er svo augljóst liverjum manni, að vér getum ekki haldið áfram striði í annari heimsálfu, nema vér getum gegnt öllum störfum heima fyrir og goldið hverjum það, sem honum ber, goldið rentur af skuld- um ríkisins og haldið lánstrausti voru á heimsmarkaðinum. En stefna andstæðinga vorra er sú, að banna oss þetta og hindra oss frá að upp- fylla Jiessar skyldur. Það sýnir sig á þvf, hvernig þeir háfá andæft öIT- um fjárframiögum. — Eg vil tala sem minst um framkomu þeirra, að því er framlög til stríðsins snertir; en þess vil eg geta, að þjóðin sér þetta, viðurkennir það, inetur það og skilur það fyllilega einsog það er. Þjóðin — þessi hér — heimtar það skýlaust, að stjórmn haldi stríðinu áfram, einhuga og hiklaust, af öllum kröftum og leggi þar við sál og æru. Þetta er það, sem vér ætlum að gjöra. Þetta er umboð það, sem vér höfum fengiö frá þjóðinni i Canada. “En ef hinn heiðraði foringi and- stæðingaflokksins efast um það, hvort vér höfum þetta umboð, þá segi hann svo. Hann má treysta því, að vér látum ekkert ógjört til þess að vera vissir um, að Canada, sam- kvæmt vilja þjóðarinnar, uppfylli í fylsta skilningi allar skyldur sinar við sjálft sig og Bretaveldi. Eftir umræður þessar getur eng- inn vafi leikið á tilfinningum og hugarþeli Konservative flokksins.— Allir sem einn eru Konservalivar argir og reiðir við Sir Wilfrid Laur- ier fyrir að standa á móli öllum að- gjörðnm þingsins i fjórmálnm þess- um, sem snerta ekki einungis velferð Canada þjóðar, heldur einnig Breta- veldis, og mundu þeir fúsir, að skjóta málum þessum öllum til kjós- endanna. Ot á land! Eftirspurn eftir löndum I Manitoba aldrei meiri en nú. Þúsundir manna spyrja á hverj- um degi eftir löndum á skrifstofum stjórnarinnar, og hjá landsölumönn- unum í borginni. Stórmikill fjöldi efnaðra bænda í Miðríkjum Banda- ríkjanna vilja selja lönd sín og bú þar syðra og koma hingað norður. Og eru þetta hinir beztu bændur, er hugsanlegt er að nokkur þjóð geti fengið; .þeim standa til boða lönd í Ástralíu og Nýja Sjálandi, en þeir vilja heldur koma hingað. Manitoba getur enga nýlendu- menn fengið aðra eins. Þeir eru bú- skap vanir og kunna til hans. Þeir eru ekki hræddir við eða tregir að grípa til hendinni. Þeir leggja þegj- andi við klárana sína milli kl. 6 og 7 á morgnana, setja á Jiá aktýgin og fara svo rakleiðis með þá út að plógnum og setja hann niður í slétt- una og plægja svo til kl. 12. Þá hvila þeir sig einn eða hálfan annan

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.