Heimskringla - 18.03.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 18.03.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 18. MARZ 1915. HEIMSKRINGLA BLS. 5. TIMBUR • .• Spánnýr Vöruforði Vér afgreiöum y6ur fljótt og greiöilega og gjöruni yöur í fylsta máta ánægöa. Spyrjiö þá sem verzla viö oss. THE EMPIRE SASH AND DOOR C0M LIMITED Phone Main 2511 Henry Ave. East Winnipeg klukkutíma, taka svo aftur til og plægja þangað til kl. 6 á kveldin, dag eftir dag, þangað til akurinn eða bletturinn er búinn. Það eru engar ráðagjörðir um þetta, engar vifi- lengjru, engin vandræði, ekkert spursmál, — það er sjálfsagt, og svo er með hvað eina. Og á vorin er hver hálftiminn, hverjar tíu mínút- urnar dýrmætar. Bandarikjamenn eru æfinlega góðir, löghlýðnir borg- arar. Það er engin hætta á, að þeir verði öðrum til byrði. Þeir eru al- vanir að borga fyrir sig, og passa æfinlega, að hafa nóg til þess. Þeir leggja ckki út i þau fyrirtæki, sem þeir sjá ekki fyrir endann á. Og séu það sannir Bandaríkjamenn, þá standa þeir með því landi, sem þeir einu sinni taka sér bólfestu í, — standa með þvi út í það ítrasta. Þeir eru engir tviskinnungar, engin við- rini, svo að þeir séu hálfir þýzkir, hálfir brezkir og hvorugum helm- ingnum sé trúandi; ekki hálfir lib- eral og hálfir konservatív; og marga aðra helminga mætti upptelja, sem eru þeim andstyggilegir, þvi þeir eru það, sem þeir segjast vera, nema kannske einstöku færilýs á þjóðlík- ama þeirra. En vér höfum ekki þekt þá og höfuin þó verið mörg ár í Bandaríkjunum. En það eru ekki einungis Banda- ríkjamenn, sem eru að spyrja eftir löndunum, eða langar til að komast á þau, heldur fjöldi manna hér úr Winnipeg. Einkum sækjast j>eir eft- ir landi ekki mjög langt frá borginni — þetta 20—30 milur út. Menn vita reyndar, að alt það land er dýrara, en land lengra burtu; en þeir ætla sér að vinna það upp með hægðar- aukanum, að senda egg og smjör og mjólk og garðávekti inn í borgina. Sumir eru þeir, sem hafa búið úti á landi, en flutt inn í borgina á góðu árunum. Þeir eru þegar búnir að fá nóg af henni og vilja komast út á landið aftur. Þeir sjá, að þeir grípa ekki gullið upp úr steinstrætunum, nema að þræla fyrir því, og nú bú- ast þeir jafnvel við því, að það verði hart um að fá að þræla. þó þeir vildu. Til landsins stendur hugur þeirra og vonir; þeir vita það og eru búnir að reyna það, að landið svikur ekki þann, sem með atorku, úthaldi og hyggindum leggur sig fram ,til þess, að vinna fyrir sér og sinum. r DANARFREGN. Þann 14. júlí síðastliðinn andað- ist i Mouse River bygðinni konan Sigriður Freeman, 81 ára gömul. Banamcin hennar var slag, sem hún hafði fengið stuttu fyrir dauða snn. Sigríður sál. var fædd hinn 10. dag októbermánaðar 1833, í Kolvið- arnesi í Eyjahreppi innan Hnappa- dalssýslu á fslandi. Voru foreldrar hennar Eyvindur Gislason, frá Lang holti í Mýrasýslu, og kona hans Guð- björg Guðmundsdóttir Þórðarson, frá Eyðhúsum i Miklaholtshreppi. Sigriður flutti með foreldrum sín- um 7 ára gömul að Gerðubergi i sömu sveit. Ólst hún þar upp með þeim, þar til hún giftist 1854 Jóni hreppstjóra Jónssyni á Þorsteins- stöðum i Döluin, Jónssonar hins gamla á Höskuldsstöðum í Laxár- dal i Dalasýslu. Bjuggu þau hjón Jón og Sigriður hið fyrsta búskap- arár sitt á Gerðubergi. Þaðan fluttu þau búnað sinn að Þorsteinsstöðum og þaðan eftir tvegggja ára dvöl að Köldukinn i Miðdölum í Breiða- fjarðardölum. Bjuggu þau þar hinu mesta rausnarbúi um allmörg ár, samtaka að atorku og ráðdeild og Lagsýni; Þar misti Sigríður mann- inn sinn árið 1871, eftir 17 ára á- stúðlega sambúð. Jón í Köldukinn, maður Sigríðar, hafði verið snyrtimaður mikill og hið mesta glæsimenni á allan hátt. Hann andaðist á Stórahrauni í Hnappadalssýslu á heimleið af stranduppboði, sem kent er við Gömlu eyri við Löngufjörur. Beið ; Sigriður sál. allmikinn harm við fráfall hans, er seint nnin henni úr | mnni hafa Iiðið. Hið sama ár fór til bús meö henni Lárus Björnsson, bóndi frá Sauða- felli í Dölum; gekk hann að eiga Sig- ríði árið 1872. Fluttu þau þvi næst búsloð að Harastöðum. Þaðan fluttu jiau hjón til Vesturheims þjóðliátíð- arsumarið 1874; dvöldu þau hin fyrstu missiri i Ontario í Canada; Þaðan héldu þau suður til Banda- rikjanna og settust að i borginni Elgrapids i Michigan ríkinu. Þar lifðu þau um nokkur ár við dag- launavinnu. Þaðnn fluttu þau til Akra i Nórður-Dakota, tóku þar land og reistu bú; bjuggu þar yfir tuttugu ár, þar til vorið 1907, að þau brugðu búi. Frá þeim tima dvaldi Sgríður sál. með börnum sin- um, sem hér eru búsett i bygðinni. t fyrra hjónabandi sínu eignaðist Sigríður sál. 3 börn, sem fullorðins aldri náðu. Hið elzta er Björg, ekkja eftir Jón Davíðsson bónda hér í j bygð, skýr kona og vel gefin; ann- að Jón Freemann bóndi við Akra, dáinn 1901, liinn mesti atgjörvis- maður og vel að sér gjör; hið þriðja er Guðmundur Freemann, stórbóndi hér i b.vgð, og fyrrum þingmaður jiessa kjördæmis, skýrleiksmaður og hygginn mjög. 1 síðara hjónabandi sínu eignað- ist Sigríður sál. 2 syni; Lárus bónda i Pine Valley og Gisla Freemann, verzlunarmann í Upham; báðir eru þeir mjög vel gefnir menn og manna vinsælastir. Sigríður sáluga var mikil kona vexti og fríð sýnum og tigugleg, sem flestar konur í þeirri svo nefndu Hjorðarfellsætt. Hún var vel viti bor in, sérlega glaðlynd og skemtileg. Hafði hún ætíð nóg umræðuefni á reiðuin höndum, fornt og nýtt, þvi hún var fróð vcl og minnug; og að öllu leyti var hún góð kona og merk í háttum sinum og framkomu. A yngri árum sinum hafði hún verið hin mesta búsýslukona, ráðdeildar- söm og hagsýn. Enda hafa þeir eig- inleikar komið fram á niðjum henn- ar. Fáar konur, seni frá íslandi hafa flutt til þessa lands, hafa heft meira barnalán en Sigriður Freeman. Þá er hún leit ti! baka yfir sína löngu æfi, vöknuðu hjá henni margar end- urminningar, um alla l>á erfiðleika, sem orðið höfðu á vegi hennar. En hún sá að þeir voru allir sigraðir, er hún leit framundan sér og sá hinn glæsilega niðjahóp, sem nú var all- stór orðinn og kominn í fjórða lið. Sigríður sál. var sem margar aðr- ar góðar konur, hin mesta trúkona alla æfi; og hélt hún fast við þá trú sem hún hafði i æsku numið. Hún lét enga stund vera ónotaða, sem hin kristilega trú var kend, að vera þar viðstödd. Tveimur dögum fyrir and- lát sitt var hún meðal ættingja og vina á samkoinustað bygðarinn- ar, þar sem guðs orð var haft um hönd. Til grafar fylgdu henni þrjú af börnum hennar og maðurinn henn- ar, ellihrumur, sem um hálfan fjórða tug ára hafði brotist i gegn- um torfærur lífsins við hlið hennar, í þessar álfu. Auk vina og vanda- manna fylgdi henni til grafar alt fólk bygðarinnar, auk sira Hans Thorgrímssonar, sem söng yfir moldum hennar. Einn af vinum hins látna. FRÉTTABRÉF. *----------------------------- fílaine, Wash., 9. marz 1915 M. J. Skaptason, ritstj. Hkr.. Þá er nú þar til að taka, er áður var frá horfið: Þrátt fyrir hina margræddu hörðu tima hefir á vetri þessum eða siðan eg reit þér síðast svo margt á dagana drifið, að fram hjá má ei ganga. Félagslíf, gleðimót og samkomur tíðara en nokkru WHITE & MANAHAN LTD. 500 Main Street AtSal útsölumenn fyrir “201li Century Itraud ClothinK*’ Okkar karlmanna sokkar á 25c. og 35c. parið eru óvið- jafnanlegir í Cashmere tegund. ÁBYRGSTIR AÐ VERA NOTALEGIR sinni fyr. Skal þess fyrst geta, er mest umtal hefir vakið, en það er Miðsvetrarmót “Framsóknar”. Var það haldið 26. febr. sl. og tókst nú öllu betur en í fyrra. Bezta sam- komuhús bæjarins var notað. Voru þrjú langborð og sátu að hverju þeirra um 60 manns, og eitt öndveg- isborð, er að sátu starfsmenn, söng- flokkurinn og aðrir vildarmenn fé- lagsins. Matur var allur svo islenzk- ur sem verða mátti, svo sem: hangi- kjöt, harðfiskur, pottbrauð, skyr, laufabrauð, rúllupilsur, kæfa, — ja og fleira. Svo hafði vel tekist með veitingar, að einn af fyrverandi austanmönnum, er þar var staddur, og setið hafði að veizlum Helga magra, sagði, að ei hefði sér á öðr- um stöðum betur liðið, og þakkaði það hinu alíslenzka og ágæta fyrir- komulagi á þessu móti. a sKemti- skránni var meðal annars sýnd is- lenzk baðstofa og fólk alt við vinnu, einsog þar tíðkast; þar var spunnið, hespað, prjónað, kembt, þæft og kveðið. Kona kom og fram i isl. búningnum og mælti fram Nýjárs- ósk Fjallkonunnar eftir Matthías. Konan var há og tignarleg, einsog F"jaIlkonan, ein af hinum tignarleg- ustu íslenzku konum, sem eg hefi séð og sómdi sér einkar vel i gervi Fjallkonunnar. Magnús Johnson flutti og minni Blaine í ágætri rit- gjörð, er heita mætti “Gaman og al- vara’’ Auk þessa söng söngflokkur- inn Minerva nokkur lög; eitt kvæði var og flutt. Ræðuföll urðu nokkur, eða breytingar frá þvi, sem vcrða átti, sökum fjarveru Sigurðar ólafs- sonar. En það sksrð fyltu góðfús- lega, að því er tíma snerti að minsta kosti, þeir herrar Árni Friðriksson og Erlendur Gillies, frá Vancouver. Að borðum uppteknum og skemti- skrá endaðri, skemti unga fólkið sér með dansi, en það eldra ýmist með spilum, tafli eða því, að horfa á og tala við aðra. Flestum kemur saman um, að þessi samkoma hafi verið langtum betri öðrum sam- komum hér.. — Nokkrir setja það út á, að hún hafi verið of dýr, — 75c fyrir fullorðna og 25c fyrir börn — og ýmsir hefndu sin á félaginu mcð þvi að koma ekki. Engu að síð- ur var mótið vel sótt; mátulega marginent til þess að öllum gæti lið ið vel. — Þykja kann ýmsum eg of orðmörg um samkomu þessa, en það er af þeirri astæðu, að svo lítið er um samkomur eða nokkuð það, er kalla rnegi alíslenzkt, að af þeim, er látast unna því, sem íslenzkt er, eiga þær sérstaka aðhlynning skilið. Þann 7. febr. sl. hafði Menninqar- félagið í Blaine opinn fund. Flutti sira Sigurður ólafsson þar erindi um mentnnarmöguleika fólks i þessu landi. Lýsti hinum ýmsu menta- stofnunum alt i frá alþýðuskólun- um til kveldskólanna í hinum stærri bæjum og correspondence- skólunum. Hversu með þeirra að- stoð jafnvel þeir, er ekki hafi tíma til að ganga mentaveginn á vanaleg- an hátt, geti það með hjálp þessara síðasttöldu skóla; jafnvel þó það sé eðlilega meiri örðugleikum bundið og útheimti bæði sérstaka sjálfsaf- neitun og staðfestu, — sé það þeim þó kleyft, er góðan vilja hafa. Er- indi það var í fylsta ináta uppbyggi- legt og Rutt með áhuga þess, er sjálfur veit hvað segir. Mr. ólafsson kendi aðeins það, sem hann sjálfur gjörði, — barðist áfram gegnum þvi næst ókleyfa örðugleika og sigraðit Þeim heiður, sem heiður heyrir. Það tíðkast nú mjög, að taka hús á fólki á ýmsum tímum fyrirvara- laust, ekki siður i Blaine enn ann- arsstaðar. Hefir allmikið verið gjör,t að því i vetur. Meðal annars af því tægi voru hús tekin á þeim hjónum Magnúsi og Hólmfríði Friðriksson, hér sunnan við Blaine, 2. þ. m. Var það i tilefni af því, að þá höfðu þau hjón verið gift i 25 ár. Færðu gest- irnir þeim vandað silfur kaffiset,— fjögur stykki. Skemtu sér svo við kaffidrykkju, ræðuhöld, söng, kveð- skap og spil fram yfir miðnætti. Hús voru og tekin á þeim hjónum Guðrúnu og Sigurði Bárðarsyni, hómópata, að kvetdi hins 6. þ.m. 1 aðför þeirri voru um 100 manns, — fólk af öllum mögulegum pólitisk- um og trúarbragða flokkum. Er það án efa sú fjömennasta heimsókn sem nokkrum Islendingi hefir gjörð verið hér vestra. Enda eigi undar- legt, að svo skyldi vera, — úr þvi fólki nú einu sinni hugsaðist, að minnast hinnar ósérplægnu þjón- ustu Sigurðar Bárðarsonar. Munu i þessum hópi fáir ef nokkrir hafa verið, er eigi höfðu ástæðu til að minnast hans sem læknis. Og þó voru efalaust margir heima, er þar hefðu mátt vera, jafnvel í þessu ná- grenni. Gestirnir fóru að nútíðar víkinga- sið — ekki evrópeiskum samt — gjörðu sig heimakomna og tóku að sér hússtjórn alla. Settu heiðurs- hjónin i öndvegi og þrumuðu yfir þeim lofræður og kvæði, og áttu all- ir sameiginlegt i því að vera ein- lægir, — því flestir mintust þeirra stunda, er Bárðarson hafði háð með þeim baráttu við óvininn almenna, um þá, er þeim voru kærir. Herra Bárðarsyni færðn þeir vandaða handtösku, með silfurskildi, er á voru grafin þessi orð: “Frá íslend- ingum í Blaine 1915”. En Guðrúnu settu þeir í nýan hægindastól, er tákna skyldi, hve fegnir þeir hefðu viljað, að sess hennar hefði verið hægri, en raun hefði á orðið sökum stöðu manns hennar, er óumflýjan- lega hlaut að baka henni auknar á- hyggjur og aukastörf. — Samsætið fór vel fram og skemtu menn sér frain undir morgun. Sannarlega hef- ir mörgum verið haldið heiðurs- samsæti, er siður skyldi; og það eitt er undarlegt, að eigi var það fyrir löngu gjört, — ekki svo mjög hér í Blaine, sem þar, er þau vörðu lengst- um tima og hjálpuðu flestuin. F'leiri skyndi-heimsóknir hafa ver- ið gjörðar hér i Blaine í ýmsu skyni. Skemtir fólk sér við það, þeg- ar elcki er annað að gjöra. Þessir hafa gift sig á þessu tíma- bili: 24. des. hcrra Sigmundur Fol- mcr og ungfrú Sigríður Björnsson; hcrra Louis Jónsson Freeman og ungfrú Ellen Allan. Og 1. jan. 1915 Mr. Theodore Dodd og ungfrú Rúna Bárðarson (hómópata). Þessir hafa dáið: Margrét Vigfús- dóttir Sveinsson 23. des. (sjá I.ög- berg 25 febr.). , 20 febr. sl. Kristján Friðriksson um eða yfir sextugt. Hann átti all- mörg ár heima i Selkirk, Manitoba; þar gekk hann að eiga eftirlifandi konu sina, Unu Johannesdóttir F'riðriksson, árið 1900. Tveim árum seinna fluttu þau vestur til Blaine, og hafa verið þar síðan. Kristján heitinn fékk snert af slagi sumarið 1914, og dró það hann til dauða. — Hann var jarðsunginn af síra Sig- urði ólafssyni. Og 6. marz: Richard Howard Davis, fimin og hálfs árs, elzti son- ur hjónanna Ragnheiðar Jónasdótt- ur og Kristians Davis, úr heilabólgu eftir tiu vikna legu. Hann var jarð- aður 8. þ. m. af síra Sigurði ólafs- syni. , Að öllum likindum verður síðar sagt frá þessum dauðsfölluin betur, — tvcim þeim síðasttöldu. F'rá þvi fyrsta hefir áður verið sagt í Lögb. Það er mín skoðun, að íslenzku vikublöðin, hvort um sig, eigi að hafa skrá yfir dauðsföll allra ísl.- inga, sem deyja í þessari álfu, og jafnvel giftingu, — sérstaklega yfir þá, er giftast út fyrir þjóðerni sitt; svo hægt sé að vita, hvað af þeim verður. En til þess, að slikt yrði grcinilcga gjört, ættu hlutaðeigend- ur að kunngjöra það fréttariturum blaðanna i hverjum bæ eða héraði, ef þeir ckki sjálfir senda það til blaðanna. Það er oft all erfitt, að fá nauðsvnlegar upplýsingar, til þess að fjarverandi vinir og ættingjar átti sig á atburðunum. En til þess er þó frá þeim sagt, og svo hins, að ha>gt sé að rekja slóð þeirra gegnum blöðin, þegar fram líða stundir. Vera má að eitthvað fleira mætti i fréttum finna, þó eg ekki minnist þess nú. Geta má þess, að nokkrir austan- menn hafa verið hér á ferð í vetur; sumir aðeins til skemtunar, að heim- sækja frændur og vini og sjá fegurð- ina hér vestra og verma sig við vetr- arsólina; aðrir í féleit. Til siðara hópsins tel eg hr. Jón Bíldfell, sem safnar fé fyrir Jóns Bjarnasonar há- skólann; heyri eg sagt, að honum hafi orðið allmikið ágengt. Til fyrra hópsins teljast: Thorvaldsons hjónin frá Akra; Normans hjónin frá Argyle, og þær Johnsons systur frá Hólmi (Argyle). Fleiri kunna að hafa verið hér, þó eg ekki minnist að hafa séð fleiri. Kvæði þau, er mér hafa borist í hendur við sum af þessum tækifær- um, sendi eg þér hér með, ef þér sýnist að lofa því að vera með. Þess má geta, að sumir eru orðn- ir langeygðir eftir sira Rögnvaldi. Má vera, að hér sannist það, að þeir hinir sömu verði þeim mun fegnari, að sjá hann, sem þeir bíða þess Ieng- ur, — þeir, sem ekki verða þá komn ir svo langt burtu i vinnu, að þeir fari þess vegna á mis við það. Einsog fyrri fel eg þér að gjöra við þessar línur sem þér sýnist, — hýsa eða úthýsa þeim. Með virðing og vinsemd, M. J. Benedictsson. * * * Aths.—Kvæði þau, er bréf þetta get- ur urn, verða sökum rúmleysis að bíða næsta blaðs.—Ritstj. Þvert yfir landið. Eftir Þórólf Sigurðsson í Baldursheimi. Vafalaust mun það skoðun flestra manna, að skemtilegast og fróðleg- ast sé að ferðast um ísland á sumr- in, þegar sólargangur er hæstur, náttúran í sínum fjölbreyttasta skrúða og grösin i blóma. Sennilega hefir mörgum líka reynst það svo. — Þó eg veldi þenn- an tíma árs — svartasta skammdeg- ið — til langferðar norðan og aust- an úr Þingcyjarsýslu suðurí Reykja- vík, þá er það ekki af þvi, að eg á- líti þann tima skemtilegastan; sér- stakar ástæður og erindi knúðu mig til þess. Slik ferð, landveg, er að vísu erf- iðust á þessum tíma; en að henni lokinni vil eg samt sem áður halda því fram að sú skoðun, sem eg nefndi, sé ekki að öllu leyti rétt. Á sumrin nýtur ferðamaðurinn náttúrunnar og fræðist um hana, en hefir þá verri afstöðu til þess, að kynna sér félagslífið og ýinsar grein- ar landbúnaðarins. Fólkið er bundið við störfin yfir bjargræðistímann og gefur sér naum ast tóm til að svara spurningum ferðamannsins. Sá, sem vill kynnast þjóðlifinu og bera saman búskapinn og framtið- armöguleika landbúnaðarins i hér- uðunum og landsfjórðungunum, — hann má ekki sneiða hjá íslenzka vetrinum. Vctrarríkið setur mark sitt á héruðin og búskapinn og er mjög misjafnt í landshlutunuin. Viðbúnaður bænda gegn þvi gefur bendingu um, hve föstum fótum bú- skapurinn stendur. Að vetrinum er auðveldast að kynna sér búpeningsræktina, og engu siður en á sumrin húsabygg- ingar, jarðamagn og afnot þeirra.— Síðast en eigi sízt má nefna félags- lifið og bóklegar mentir, sem þá er hægast að njóta og fræðast um, einkum þar sem mentastofnanir eru starfandi, og þá fyrst og fremst í höfuðstað landsins. — Náttúrufegurðin heyrir sumr- inu til; þjóðlifsgróðurinn fremur vetrinum. Þetta finst mér vera niðurstaðan. Það er ekki ætlun min, að skrifa beinlínis nákvæma ferðasögu, held- ur aðeins að draga saman nokkrar hugsanir, sem vöknuðu upp fyrir mér í sambandi við það, sem bar fyrir augu og eyru í ferðinni, og gæti svo jafnframt orðið bréf til kunningjanna heima i héraði mínu. Þegar eg fór að heiman, var vet- urinn nýgenginn í garð. öndvegis- tíð mátti heita á Norður- og Austur- landi frá októberbyrjun til nóvem- berloka. En þá skifti um með vonzkuhríðum. Koin þegar svo mik- il fönn í Þingeyjarsýslu og Eyja- fjarðarsýslu, að naumast varð um þær farið nema á skíðum. Viða mátti þó telja nokkra útbeit- arjörð Mér þykir rétt, að geta þess til! samanburðar, hvernig veturinn j heilsaði, fyrst eg fékk svo gott tæki- ^ færi til að veita þvi athygli. En það| var nokkuð á annan veg i vestur- sýslunum Norðanlands. Hygg eg, að i flestum áruin muni það svipað og nú, eftir umsögn manna að dæma. i Eg lagði af stað frá Akureyri 7. j des. með norðanpósti; þá var grá-j miglu veður og norðanhríðarhragl-! andi, er a daginn leið. Annars varj furðu greiðfarið eftir Öxnadalnum, j þvi áin var lögð og snjólítið a ísn- j um. Dalurinn er alræmd snjókista. J Engin sveit þótti mér jafn leiðin- j lega löng. Langt er á milli bæja, og þeir flestir álits einsog hjáleigur fra j stærri jörðum i ræktarsvcitum. Flest ar jarðirnar kostarýrar og áhöfn J litil, sem fleytir einni meoal fjöl-j skyldu. — Svipað mun þvi og hátt-j að i Hörgárdalnum. Yfir bæjunum gnæfa hvassir: hnjúkar og beittar fjallabrúnir, með tröllagiljum hér og þar. Standa flestir bæirnir i nánd við gilin und-j ir brekkunni á gömlum, gronum skriðum. Landslagið vestan Eyjafjarðarj stingur mjög i stúf við Þingeyjar-j sýsluna; þar eru fjöllin ávöl. bungu- vaxin og meiri gróðri klædd. Þing- [ eyjinguin mund og þykja rangnefni á öxnadalsheiði, sem i raun og veru er eigi annað en skarð gegn- um fjallgarð, grýtt og gróðurrýrt. — Með orðinu heiði tákna þeir lægri hálsa eða hálendi með mýrum og mólendisflákum. Þá tekur hann heila sýslu í faðm sinn, er yfir að líta virðist ó- skift einsog ein sveit. Marga hreppa sem engin landslagstakmörk skilja. Þar var og öðruvisi umhorfs en austan fjallanna; snjólaust að kalla á undirlendinu, en harðfenni i hlíð- um. Snjólagið var nokkuð svipað í Húnavatnssýslunni; jókst lítið fyrr en kom vestur á Miðfjarðarháls. Enda hafa þessi héruð við meiri léttangur að búa á vetrum en aust- ursýslurnar. Og þess vegna er frem- ur treyst þar á útbeit og tíðargæði. Mér var sagt, að menn myndu ekki eftir, að jarðlaust hefði orðið fyrir hross i Blönduhlíðinni, t. d. í Miklabæjarnesi. Þar sá eg lika stærstan hrossahóp á einni jörð, eft- ir ágiskun nokkuð á annað hundr- að. En hinu megin Héraðsvatnanna, litlu utar, blasti við fjárbreiða Vall- hyltinga, mergð mikil að sjá. Var þó sumt fé þeirra í vist hjá nágrönn- unum, að sið gömlu búmannanna.. Næstum þúsund fjár áttu þeir á fjalli i sumar. 1 Skagafirði munu byggingar víð- ast í eldri stil, en stærri bæjir, þeir, er eg sá, traustlega gjörðir. Á einni jörð, Vallanesi, sýndist alt gjört af nýjum stofni, túnið, úthýsin og nýtt steinsteypu ibúðarhús. Alt unnið af eigin kröftum og efnum Valdimars bónda, sem er enn ungur maður. Um óttuskeið lögðum við af stað frá Viðimýri í blíðviri, skinandi tunglsljósi og norðurljósum, svo að fannhvít fjöllin og fjörðurinn glóðu i geislum. Útsýnisumgjörðarinnar naut svo, að eg fór hálfgjört á hæt upp skarðið; en mjög skorti samt mýkstu töfradrættina, er sumar- morguninn hefir sýnt Hannesi Haf- stein Nú rifjaðist upp fyrir mér ein vis- an af annari, sem skáldjöfrarnir hafa um Skagafjörð kveðið. Ekkcrt hérað hefir hlotið eins mikið af að- dáun þeirra og hóli. Þegar kemur vestur úr skarðinu i Húnavatnssýsluna, bregður öðru- visi mynd fyrir augun. Austurhluti sýslunnar er að landslagi mjög ó- reglulegur; en svipmeira er það» þegar kemur vestur i Þingið. Háir hálsar og fjallgarðar á milli suinr* dalanna. Eg fór efst úr Langadalnum beint vestur i Þingið, yfir Ásana, þar sem þeir eru hæstir og útsýni bezt Sá þaðan flest stórbýlin i Langadal og Svínavatnshreppi. Á stöku bæ era nýreist steinhús, og munu þau alls vera orðin 8 til 10 i sýslunni tii sveita. Þar eru víða miklar og góðar jarðir og ríkisbændur í fornum stil; t. d. var mér sagt, að einn gamall bóndi, Björn á Orrastöðum á Ásunu hefði selt sonum sinum búið siðastL vor, þar á meðal 400 ær og 200 hesta af heyi. Er það sennilega cin- stakt nokkuð, þvi að viðast urðu bændur fóðurlausir þar um sloðir. einsog annarstaðar. Yfirleitt virtist mér efnahagur bænda misjafnari i vestursýslunum tveimur, heldur en í austursýstun- um. Þar eru vafalaust fleiri rikari bændur, en fátæklingar meiri innan um. 1 Þingeyjar- og Eyjafjarðar- sýslu er aftur á móti meira af meðal búum, og öllu jafnari afkoma, sem mest er að þakka verzlunar umbót- um á síðari árum, — öflugum kaup- félagsskap og vaxandi samhjálp> sveitabænda, þegar harðindi og skort ber að höndum. — Að kveldi þess 12. des. náðuin við vestur að Stað í Hrútafirði. Þ* var farið að liriða i logni, og hlóðst niður fönn um nóttina. Snjórinn var meiri, þegar kom vestur fyrir Viði- dalinn, og Strandasýslan mjög hvit og harðindaleg að sjá. Framhald á bls. 8. Talslml Maln 5302. Dr. J. G. SNÆDAL TAXNLÆKNIR S’uite 313 Enderton Block Cor Portage Ave. og Hargrave St, I OKUDUM tilbotSum (tvískrifuti) am at5 skafft kol og eldsneyti nauTSsyn- leg til at5 hita “Military Buildings at Winnipeg, Brandon, Portage laPrairie Man. og Regina, Sask., fyrir árit5 til marz 31, 1916, vertSa veitt móttaka þar til fimtudaginn marz 25. næstkomand#. Hvert tilboti verfcur a?5 vera merkt “Tender for Fuel,” og árita® til Direct- or of Contracts, Milítia Headquarlers, Ottawa. PrentutJ tilboðs ey?5ublö?5 sem géTa allar nau?5synlegar upplýsingar rásl frá Director of Contracts, Militia Head- ouarters, Ottawa, e?5a á skrifstofa. District Officer Commanding, Winni- peg, sem gefa allar upplýsingar sera æskt er. Hverju tilbo?5i veríur a?5 fylgja vi?5- urkend bankaávísan á “Canadian Chartered” banka, borganleg til Hon- ourable the Minister of Militia and Defence, upp c 5 prósent af þeirri upp- hætS sem tilbo?5i?5 kemur upp á. Þeirri ♦ai'nr svo umsækjandi ef hann neitar a?5 standa vi?5 tilbo?5i?5, sé þes» krafist, e?5a á anan hátt ekki uppfyllir pær skyldur sem tilbo?5i?5 blndur hana til. Ef tilbo?5inu er hafna?5 ver?5ur á- vísunin send hluta?5eiganda. Ekki nau?5synlegt a?5 lægsta e?5» nokkru tilbo?5i sé teki?5. EUGENE FISET. Surgeon GeneráS Deputy Minister of Militia and Defence Ottawa March 5th, 1915. Blö?5 sem flytja þessa auglýsinga leyfislaust fá enga borgun fyrir—75985 H.Q. 99-10-13 AFURÐIR OG MATVÆLI f BENUM. EPLI f TUNNUM Spys $6.50 Baldwins $5.00 HVEITI—Bezta tegund $3.25 upp í $3.05 100 pundin. Fyllilega jafn- gott og Five Roses a?5 lit. VIDITR—Fluttur heim til fólks hvar sem er í bænum. Tamark$5.25 Jack Pine $4.50 Poplar $3.50 $3.75 KARTEPLUR—70c busheli?5. KORN TIL FóDURS—Bændur og a?5rir geta spara?5 sér peninga me?5 því a?5 slá sér saman og panta “carload”. Ver?5 ver?5ur 86c til 86c busheli?5, sími?5 eftir ver?5i. Skrifið eftir ver?5i á öllum matvælum. All- ir ofangreindir prlsar eru F.O.B Winnipeg. Sendið okkur bús afurði ykkar. Vi?5 seljum þær ykkur 1 hag, sölu- laun a?5eins 5 prósent Ný egg, seljast í bænum 23c dús. gildir í 10 daga. Hænnnt 12c tll I3c pundi?5. Fuglar Oc tll lOc pundiö. (án hausa og fóta) Kalkunar I5e »K lOc pundi?5. Andlr oj? Gæslr 13c ogr 14c pundiö(óverka?5ar me?5 haus- um og fótum). Snijör No. 1 móta?5 23c til 25c. No. 2 Smjör 20c og21c í krukkum 21c ok 22c þar til vi?5 sjáum þa?5. No. 2 Dairy í krukkum e?5a kollum 16c tll lHc. Vegna þess hva?5 marka?5urinn er óstööugur er rá?51egt a?5 bændur sendi afuröi sína til markaös í umbo?5i: D. G. Mc BEAN CO. 241 Princess St, Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.