Heimskringla - 18.03.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 18.03.1915, Blaðsíða 2
RLS. 2 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. MARZ 1915. THE CROTO DRUG CO. WINNIPEG Bætir fljótlega Ábyrgst RHEUMA TIC TREATMENT VeriS $1.50 Rafmagns heimilis áhöld. Hugrhes Rafmagns Eldavélar Thor Rafmagns Þvottavélar Red Rafmagns Þvottavélar Harlev Vacuum Gólf Hrelnsarar MLacor’ Nitrogen og Tungsten Liamp- ar. Rafmagns “Plxtures” “Universal" Appliances J. F. McKENZIE ELECTRIC CO. 283 Kennedy Street Phone Maln 4064 Wlnntpeg VlígjörtJtr af öllu tagl fljótt og vel af hendl lelstar. D. GEORGE & C0. General House Repairs Cablnet Makera and IJpholaterera Purnlture repalred, upholstered and cleaned, french pollshtng and Hardwood Flnlshtng, Furnt- ture packed for shlpment Chalrs neatly re-caned. Phone Garry 3112 36* Sherbrooke 3t. THE CANADA STANDARD LOAN CO, Attal Skrlfatofa« Wlnnlpeg $100 SKULDABRÉF SELD Tllþœglnda þelm sem hafa smfi. upp- hœhlr tll þess aö kaupa, sér t hag. Upplýslngar og TaztahlutfaU fœat fi skrlfstofunnl. J. C. Kyle, rátamator 428 Maln Street, W'lnnlpeg. Piano stilling Ef þú gjörir árs samning um að láta stilia þitt Fíano eða Player Píano, þá ertu æfinlega viss um að hljóðfæri þitt er í góðu standi. Það er ekki að- eins að það Jturfi að stilla píano, heldur þar að yfirskoða þau vandlega. Samnings verð $6.00 um árið, borganlegt $2.50 eftir fyrstu stillingu, $2.00 aðra og $1.50 þriðju. H. HARRIS 100 SPENCE STREET CARBON PAPER for TYPEWRITER—PENCIL— PEN Typewriter Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDG. Phone Garry 2899. Brúkaöar saumavélar mett hæfl- legu vertst.; nýjar Slnger vélar, fyrir penlnga út 1 hönd etla tll letlgu Partar I allar tegundlr af vélum; attgjört) fi öllum tegundum af Phon- nographs fi mjög lfigu veröl. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega “ag.nta” og verksmala. BETUR BÚINN TIL Bragð Betri,—er Betri í merkur eða pott flöskum. Selt hjá öllum verzlunarmönnum eða frá E. L Drewry, Ltd., Winnipeg. Gleraugu og notkun þeirra. Eftir Dr. Jón Stefánsson. Erindi flutt á Menningarfélags fundi 3. marz 1915. Marga blessan hafa vísindin og menn vísindanna fært mannheim- inum í liðinni tíð, og má án nokk- urs efa telja gleraugun, einsog þau eru gjörð nú í dag, eina þeirra allra stærstu og þýðingarmestu. En fólk yfirleitt lítur ekki á gleraugun sem blessan, heldur alveg hið gagnstæða. Sérstaklega er það unga fólkið, sem sjónar og heilsu sinnar vegna þarf að brúka gleraugu, sem formælir þeim. Auðvitað stafar það vanalega af þekkingarleysi, en þó stundum af heimsku og hégómaskap. En þeg- ar vér minnumst þess, að menn í öllum stéttum mannfélagsins, kon- ungar sem kotungar, Jærðir og ó- lærðir, ríkir og fátækir, þurfa að brúka gleraugu, og að mörg stór- menni í vísinda heiminum og menta heiminum, hefðu aldrei komist á það fullkomnunarstig, sem þeir hafa komist á, ef þeir hefðu ekki haft gleraugu, — þá verður oss fyrst ljóst, hve þarflegur hlutur gieraug- un eru. Oss verður þá einnig ljóst, að það er stór partur af mannfélag- inu, sem gæti alls ekki aflað sér al- mennrar þekkingar, og jafnvel ekki daglegs brauðs, ef vér hefðum ekki þenna þýðingarmikla hlut. En eins og flestar mikilsverðar og þarflegar uppgötvanir eru í fyrstu aðeins vis- ir til fullkomnunar, eins var það með gleraugun. Þau snotru og listi- lega gjörðu gleraugu, sem vér sjáum dags daglega, eru harla ólík þeim, sem fyrst voru smíðuð. Hverjum eða hvaða þjóð vér eig- um að þakka fyrir gleraugun, vitum vér ekki með vissu. Það halda sum- ir, að Kínverjar hafi fyrstir manna notað gleraugu. Þeir voru, einsog við vitum, á mjög háu menningar- stigi löngu áður en Norðurlanda- þjóðirnar þektu nokkuð til þeirra. Það er því ekki ólíklegt, að þeir hafi til forna eitthvað fengist við að búa til gleraugu, en fyrir því eru engar beinar eða órækar sannanir. Það er haft eftir Marco Paulo, að þegar hann kom til Kína 1270, þá hafi landsmenn þar brúkað “lorgni- ettur”. Þeir, sem komu þnngað síð- nr, sögðu frá, að landsbúar brúk- uðu þá alloft gieraugu. Kinverjar bjuggu þau til úr brúnum steini, er þeir kölluðu “te”, af því steinninn bar sams konar lit Þeir festu gler- in saman á nefinu með tré eða leðri og bundu þau svo með spotta aftur fyrir eyrun. Sumir settu spottana aftur fyrir eyrun og hnýttu steinum eða einhvcrju þungu á endana, til að halda gleraugunum í skefjum. Ekki verður það séð í fornritum Gyðinga, að þeir hafi nokkuð þekt til gleraugna, og hið sama er að segja um bókmentir forn Grikkja og Rómverja; þær minnast hvergi á gleraugu. Það má því ganga út frá því sem vísu, að þessar þjóðir hafi alls ekkert þekt til gleraugna til forna. Ekki heldur hafa leitanir í borgarrústum, eða þar, sem grafið hefir verið eftir fornmenjum, leitt neitt í Ijós þessu viðvíkjandi. Safngler hafa fundist í Nóla, Pom- peji, Nineve og á Engiandi; en þau hafa öll verið of þykk til þess að hægt væri að brúka þau fyrir gler- augu. Er öllu líkara, að þau hafi verið notuð sem stækkunargler eða brennigler. Pliny skýrir frá þvi á nokkrum stöðum, að glerkúla fylt með vatni stækki mjög mikið. Var það álit manna til forna, að það væri vatnið í kúlunni, sem stækkaði, en þeir höfðu ekki hugmynd um, að það var lögunin á kúlunni, sem olli þessari breyting. Þessar glerkúlur með vatn inu í, voru iðulega notaðar sem stækkunargler, bæði til að ráða fram úr gömlum og smátt og illa rituðum handritum, og eins við ým- iskonar iðnað, sem útheimti skarpa og góflít sjón, svo sem við gullvefn- að og gimsteinasmíði. Pliny skýrir einnig frá, að þessar glerkúlur hafi verið notaðar af lækn- um og þeim, sem við lækningar fengust til forna. Mest brúkuðu þeir þær til að brenna með hörundið. En það, sem vakti mesta undrun, var það, að það var sama, hvort þeir settu sjóðandi heitt eða jökulkalt vatn í kúluna; hún brendi jafn fljótt og með jöfnum krafti. í þessu gátu þeir ekkert skilið. En það þóttust þeir vita með vissu, að það væri vatnið, sem hefði í sér þenna kyngi- kraft. í sambandi við þetta tókst skottulæknum, að hleypa af stað alls konar hjátrú, og töldu mönnum trú um, að það mætti ekki vera nema vist vatn i glerkúlunni, sem vana- lega enginn þekti nema þeir sjálfir. Og svo þóttust þeir, sem kunnu of- urlítið fyrir sér, geta aukið lækn- ingakraft vatnsins og jafnvel breytt því svo, að það gæti læknað nálega allar meinsemdir mannsins. Þetta minnir menn á skottuiækna vorrar tíðar og einkaleyfis meðul þeirra, sem alt eiga að lækna. Það er sagt, að Neró keisari hafi notað smaragð til að sjá með, þegar hann fór á þessa hryllilegu leiki, sem hann efndi oft til. Alls konar munnmælasögur hafa gengið um þenna stein, og eftir þeim átti Neró að hafa getað séð svo afar vel með steininum. En nú vitum vér, að slíkt gat ekki átt sér stað, að hann hafi séð leikina mun betur með að horfa í gegnum steininn. Hitt er öllu lík- legra, að hann hafi orðið þess vís, að grænn litur hefir sefandi áhrif á augun, og þar sein hann hafði veikl- uð augu, þá notaði hann steininn af- ar oft. Má vera, að hann hafi hald- ið, að þessum steini fylgui einhver sérstök náttúra. í annan stað má geta þess, að græni liturinn • var uppáhalds litur Neró keisara. Hirð- fólkið varð að klæðast i grænt að mestu leyti. Hann lét bera grænan sand á gólfin í höll sinni og prýða hana á alla vegu með grænum dúk- um. , 1 gömlum handritum Norðurlanda er hvergi minst á gleraugu, og má af því ráða, að þar þektist ekkert til þeirra snemma á miðöldunum. — Forngripasöfn Norðurlanda geyma ekki nein sýnishorn af gieraugum frá þeirri tíð. Það er fyrst getið um gleraugu á Englandi árið 1276, af Roger Bacon. Hann var álitinn einhver lærðasti maður þar í landi, er þá var uppi. Segir hann frá þeirri undra breyt- ingu, er gleraugu gjöri á sjón manna og hvað stórmikið þau bæti sjónina á gömlu fólki og þeim, sem hafi veikluð augu. Um aldamótin 1300 þektust gler- augu víða í Þýzkalandi. Sézt það á lýriskum kveðskap frá þeirri tið. Einnig voru Flandrar farnir að brúka gleraugu um þær mundir. ít- ölsk handrit skýra frá þvi, að mað- ur nokkur, Salvino degli Armati, hafi fyrstur manna fundið upp gler- augu. Hann dó árið 1317. Ekki alls fyrir löngu fann ítalskur fornfræð- ingur, Leópold del Migliori að nafni, gamla steintöflu í kyrkju einni í Florence á Italiu, og voru þar á letr- uð þessi orð: “Hér liggur Salvino Armati frá Florence, sá er uppgötv- aði gleraugun. Guð fyrirgefi honum þá synd”. Það er líka skýrt frá því í itölsk- um liandritiun, að munkur nokkur, Spina að nafni, hafi búið til gler- augu, um sama leyti og Salvino Ar- mati var uppi. Þessi munkur var að sögn manna svo dverghagur, að hann gat smiðað alla hluti, sem hann sá og heyrði talað um. Margir álíta, að Roger Bacon á Englandi hafi fyrstur manna búið til gleraugu. Eitt er víst, að hann hann bjó til mörg stækkunargler/Og skaraði langt fram úr samtiðar- mönnum sínum, að vísindalegri þekkingu. Komst sá orðrómur á loft, að hann væri fjölkyngis maður, og að þessi stækkunargler og gleraugu, sem hann hafði með höndum, væru með göldrum gjörð. Einn höfundur skýrir frá því, að Bacon hafi eitt sinn búið til gler með þeirri nátt- úru, að í þvi mátti sjá nærri alla hluti, jafnvel sjálfan Satan að leik- um. I.æknar á þeirri tíð voru mjög mótfallnir því, að fólk brúkaði gler- augu. Þeir prédikuðu fólki, að það væri óþarfi og heimska, að nota þau, því að augnameðul þeirra væru miklu hollari og betri. En einstöku þeirra sögðu þó, að ef augnameðulin brigðust og öll önnur ráð brigðust, þá skyldu þeir reyna gleraugu. Enginn á þeirri tíð þekti lögmál það, sem ljósið cr háð. Og þegar Mausolycus og Kepler tókst nokkru síðar að útlista það ' lögmál fyrir heiminum, þá kom það bezt i ljós, ■i.jo mikið hafði verið talað og rit- að um gleraugu og notkun þeirra, sem ekki var nema tóm vitleysa. — En það vill oft koma fyrir, jafnvel á þessari miklu menningar- og upp- Iýsingar-öld, að fólk, sem ekki hefir hina minstu þekkingu á þessum hlutum, og gæti ekki, þótt það ætti líf sitt að leysa, skýrt hvernig gler- augu bæta sjónina, og hvernig þau stundum skemma sjónina, hikar sér samt ekki við, að láta álit sitt í ljós um, hvort þessi eða þessi þyrfti að nota gleraugu eða eigi. Slikt álit er augljóslega bara út í bláinn og hefir ekki við hið allra minsta að styðjast. En það getur oft og tíð- um leitt mikið ilt af sér, og út í það er sjaldan hugsað. Fólk er oft að tala um, að notkun gleraugna sé að færast i vöxt, og er það álit margra, að mannkyninu sé að fara aftur með rjón og alls kon- ar augnveiki sé að aukast að mun. Byggja þeir þetta álit sitt á þvi, að fyrrum hafi svo fáir notað gleraugu, en komist áfram og unnið verk sitt eins vel og fólk gjörir nú á diígum. Það cru margar ástæður til þess, að fólk fyrr á tímum notaði ekki gleraugu tiltölulega eins mikið og vér nú gjörum, og skal eg aðeins drepa á nokkrar þeirra. Einsog eg hefi þegar minst á, komst á gang alls konar hjátrú í sambandi við notkun gleraugna. — Héldu sumir, að það væri stórkost- leg synd, að brúka þau; og má ganga út frá því, sem vísu, að margur, sem þurfti gleraugna með, hafi af þeirri ástæðu ekki þorað að brúka þau. Svo héldu sumir, að þau væru smíð- uð með fjölkyngi og voru þess vegna hræddir við að nota þau. Álitu sum- ir, að þeim fylgdi, ef ,til vill, ein- hver vond náttúra, sem gæti þá og þegar gjört þá blinda. 1 annan stað ber að muna eftir því að samgöngur voru lengi fram eftir mjög ógreiðar, og það spurðist ekki út um sveitir eða héruð, hvað gler- augu komu oft að góðum notum. — Svo hafði fólk oft hvorki efni né ástæður til að ná sér i gleraugu. Að ferðast langar leiðir var bæði kostn- aðarsamt og erfitt, og fólk lagði ekki upp í langferðir á þeim dögum, nema þegar bráð nauðsyn bar að höndum. Þá voru læknarnir, sem prédikuðu lengi vel á móti því, að fólk brúk- aði gleraugu. Það var ekki fyrr en svo sem fyrir hundrað árum siðan, að læknar fórn að ráðleggja fólki að nota þau. Alt ftam að þeim tíma voru gleraugu að mestu leyti í hönd- um umferðasala, sérstaklega i hönd- um Gyðinga. Ekki má gleyma, að minnast á fjölgun mannkynsins á síðustu hundrað árum. Eg hefi ekki skýrslu við hendina til að sýna, hvað sú fjölgun hefir verið mikil, en við vitum öll, að hún er afar mikil. Þar af leiðir, að það eru mikið fleiri menn og konur í heiminum, sem nota gleraugu nú en fyrr. Svo eru margar iðnaðargreinar reknar á vorri tið, er þektust ekki fyrir hundrað árum síðan. Sumar þessar iðnaðargreinar eru þannig, að þeir, sem þær stunda, þurfa að hafa ágæta sjón, og til þess að geta rekið þenna iðnað, hafa margir orð- ið að nota gleraugu. Þá eru embættismennirnir, prest- ar, læknar, lögmenn, prófessorar og margir aðrir embættismenn og kenn arar í ýmsum greinum. Meir en lít- ið hefir þessu fólki fjölgað upp á síðkastið. Þetta fólk, einsog öllum er kunnugt, les og skrifar mjög mik- ið. Skólatími þess er langur og strangur, og ekki að eins á skólaár- unum, heldur lika á embættis árun- um, verður það að reyna afar mik- ið á sjónina og augun. Svo er á- reynslan mikil, að þótt margur virð- ist hafa góða sjón, þegar hann byrj- ar nám, þá getur hann ekki haldið áfram, nema hann fái gleraugu til að hvíla augún. Þá er sjálfsagt, að minnast á barnaskóla mentun nú á dögum. Það hefir víst aldrei verið lagt meira kapp á, að kenna börnum ýms fræði, en í vorri tíð. Þau eru send, stúlkur jafnt og drengir, í skólana strax á unga aldri, þegar augnavöðvarnir, einsog aðrir vöðv- ar líkamans, eru veilir og óþroskað- ir. Þau cru látin rína í bækurnar fleiri klukkustundir á dag. Ætla menn, að það Sé engin áreynsla fyrir ung og lítt reynd augu, Jú, það er langtum meiri áreynsla, en margur á þeim aldri er fær um. — Það var ekki alment verið að kenna stúlkubörnum lestur og skrift fyrr- um. Þær stúlkur, sem það lærðu, voru mjög fáar og aðeins af háum ættum. Þótti sá kvenmaður vera sér- lega vel að sér, sem gat dálítið iesið og skrifað, og var i mjög miklu á- liti. Það þótti óþarfi og tímaeyðsla, að dunda við að kenna lægristétiar- stúlkum, og jafnvel drengjum líka, lestur og skrift. Það hélzt lengi við sá hugsunarháttur, að bókvitið væri látið í askana. Þannig sjáum vér, að börn og unglingar reyndu fyrrum ekki nærri þvi eins mikið á augun og sjónina, einsog unglingar verða að reyna á vorri tíð. Það kom þvi ekki í ljós, hvað margt af börnum og unglingum höfðu lélega sjón, og veikluð augu, fólk alment var ckki að hafa gætur á slíku. En þegar vér hugsum um allan þann mikla fjólde af bæði konum og körlum, sem fást við alls konar skrifstofustörf frá morgni til kvelds, á vorri tíð, og þá miklu áreynslu fyrir augnn, sein því starfi er samfara, þá þurfum vér naumast að undrast yfir, þótt marg- ir þurfi að brúka gleraugu nú á dög- um. Þá mætti minnast á eina ástæðu enn fyrir því, að fólk á fyrri tím- um notaði ekki alment gleraugu, og hún var sú, að það var eingöngu rík- isfólk, sem gat veitt sér þau. Gler- augu voru lengi vel svo dýr, að fa- tæklingar urðu að vera án þeirra. Þau voru seld i nú gildandi pening- um á fimtíu til hundrað dollara. Það voru aðeins örfáir menn, scm kunnu þá list, að búa til gleraugu, og þeirri list var haldið leyndri í liðugar tvær aldir. Vegna þessa voru gleraugu svona afar dýr. Líka voru þau svo illa tilbúin og bættu oft sjón- ina svo lítið, að fólki þótti ekki til- vinnandi, að borga þetta háa verð fyrir þau. Eigi leið á löngu áður en sá hugs- unarháttur náði að festa rætur, að gleraugu bentu á líkamlegan veik- leika, og að það væri ijótt og bjálfa- legt, að brúka þau. Ungt fólk sér- staklega var spottað og gjört gys að, þegar það bar gleraugu, og fældi það marga frá að nota þau, sem ann ars þurftu þeirra með. Skrípamynd- ir af fólki með gleraugu voru al- gengar. Enda litu þau víst ekki vel út á mönnum fyrst framan af. Gler- in voru ljót og óregluleg í laginu og umgjörðin vanalega úr leðri eða Það skýrir best hvað það er í miklu afhaldi BLUE RIBBON TEA að það er einlægt hið sama á- gæta te. Gæði þess bregðast aldrei. Þeir sem drekkaþað, vita, að það er besta teið. Spurðu eftir því með nafni. Sendu þessa auglýsingu með 25 centum fyrir BLUE RIBBON matreiðslubökina. Skrifaðu nafn og heimili skýrt og greinilega tré. og bundin með spotta aftur fyr- ir eyrun. Savonarola, i einni opinberri ræðu er hann hélt, ráðlagði þeim, er þyrftu að nota gleraugu, að festa þau við skygnið á húfunni sinni. Það væri svo þægilegt að toga húf- una niður að framan, þegar maður vildi brúka gleraugun, eða þá toga húfuna aftur á hnakkann, ef maður þyrfti ekki að nota þau. Þessa að- ferð notuðu margir lengi vel, sér- staklega munkar og þeir, er mikið fengust við skriftir; en aldrei varð hún vinsæl meðal almennings. Er fram liðu stundir, var farið r.ð nota bein og horn í gleraugna um- gjörðir; síðar járn, silfur og gull. En lengi var smíðið ónett og ósmekk- legt. Það var ekki fyrr enn laust fyr- ir miðja síðustu öld, að gleraugu fengust, sem voru þægileg og luru fólki sæmilega vel. Síðan, einsog vér vitum, hefir verið stórmikil framför í þeirri list, einsog öðru. Enginn þarf lengur að bera það fyrir, að hann geti ekki fengið falleg og vönduð gleraugu. Það lýtir engan mann og enga stúlku nú á dögum, að brúka gler- augu, og sá eða sú, sem þráast við að brúka þau, þegar þess er þörf, bara vegna þess, að þeim finst þau óprýða sig, verðskulda fyrirlitning allra velhugsandi manna. Það lystr svo miklum hégómaskap og heimsku að stofna þannig, ekki aðeins sjón- inni, heldur líka heilsunni í hættu, að það er ekki hægt að fara um það nema hörðum orðum. Hvers vegna þurfa sumir gleraugu en aðrir ekki, við sama verk'/ Þcirri spurningu er ekki hægt að svara svo vel sé, í stuttu máli. Þó skal eg leitast við að svara þessu í sem fæstum orðum. Tii þess, að auga manns geti með öllu áreynslulaust séð skýrt hlut, sem er í nokkurri fjarlægð, þarf augað að vera reglulega kúlumynd- að, og ljósleiðin i gegnum augað al- veg gagnsæ. En augað er ekki reglu- lega kúlumyndað, nema i mjög fá- um. Ncfið er ekki eins að lögun á okkur öllum, og svo er með augun. 1 sumum eru þau of stutt, í öðrum eru þau of löng. En látum oss at- huga áhrif Ijósssins á augað. Ljósið fer fyrst í gegnum horn- himnuna, sem er fremsti gagnsæi partur augans. Þar næst fer það í gegnum vatnsvökvann, sem fyllir bilið á milli hornhimnunnar og ljósbrjótsins. Gegnum hornhimn- una og vatnsvökvann sjáum vér hringmyndaða hintnu, regnboga- himnuna, og er litur augans undir henni kominn. Á miðri regnboga- himnunni er kringlótt op, sem kall- að er sjáaldur. Þetta op minkar og stækkar eftir því, hvað sterkt eða dauft Ijós fellur á augað. Rétt neðan við regnbogahimnuna, er ljósbrjót- urinn, og er hann allra likastur sterku safngleri í laginu, en er þó meira bunguvaxinn að aftan en framan. í ungum, og þeim, sem hafa heilbrigð augu, er ljósbrjóturinn glær og svo linur, að hann sveigist og teygist á alla vegu. Yið ljósbrjót- inn eru tengdir fínir vöðvaþræðir, sem breyta lögun hans eftir þörf- nm. Aftan við ljósbrjótinn er hlaup- kendur vökvi, sem kallaður er gler- vökvinn, og utan um glervökvann, að aftan og til hliðar, er nethimn- an. Nethimnan er eiginlega partur af sjóntauginni, sem liggur aftur úr auganu og inn í heilann. Augað er hreyft af sex vöðvum, sem kallaðir eru hreyfivöðvar aug- ans. Þeir liggja allir utan á aug- anu. Látum oss nú til skýringar taka ungling, sem er dálítið fjarsýnn — hypermetropic — af því að augað er of stutt. Og látum hann horfa á mynd, sem er tuttugu fet eða ögn lengra frá honum. Hann sér mynd- ina skýrt, og hann virðist hafa góða sjón. Það er ómögulegt, að hann þurfi gleraugu. Svo sendum við hann á skóla. Eftir nokkurn tima fer hann að kvarta um, að hann fái verk í augun, eða jafnvel höfuð- verk, þegar hann lesi til lengdar- laust. Augun verða rauð og þrútin, augnahvarmarnir rauðir; hann ev oft voteygður; hann er einlægt að depla augunum, því honum finst eitthvað vera upp í þeim, sandur eða ryk. , Þegar hann horfði á myndina, sem var dálítið frá honum, félln ljósgeislarnir af myndinni beint og samhliða á augað. Hornhimnan, af því hún er bunguvaxin, og vatns- vökvinn, safnaði geislunum samai og benti þeim í gegnum sjáaldrið. Af því augað var of stutt, urðu hin- ir fíngjörðu vöðvaþræðir, scm að ljósbrjótinum liggja, að taka tR starfa. Þeir urðu að gjöra ljósbrjót- inn þykkri um miðjuna, svo mynd- in yrði skýr á nethimnunni. Eða, þeir urðu að láta ljósbrjounn brjóta geislana, — safna þeim saman en» meir. Þegar maðurinn horfir á einhver» hlut, sem er nær honum en tuttugra fet, falla geislarnir af hlutnuin ekki lengur samhliða á augað, heldur eru þeir þá dreifðir. Og þvi nær, sem hluturinn er auganu, þvi meir Hospital Pharmacy LyfjabúSin sem ber af öllum öðrum. — Komið og skoðið okkar um- ferðar bókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- ávísanir, scljum frimerki og gegnum öðrum póstliússtörf- um. 818 NOTRE DAME AVENTJE Phone G. 5670-4474 Isabel Cleaning and Pressing Establishment J. W. QUINN, elgandi Kunna manna bezt ab fara mel LOÐSKINNA FATNAÐ VlbgertSir og breytlngar fi fatnatii. Phone Garry 1098 83 Isabel St. hornt McDermot

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.