Heimskringla - 18.03.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 18.03.1915, Blaðsíða 6
BLS. 6 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. MARZ 1915. Hin Leyndardómsfullu Skjöl. Saga eftir WALTElt WOODS. mú var eg sannfærður um, aS eg hefði samferSafélaga, setn mundi taka kunningsskap mínum vel, ef eg skyldi ■rcrSa svo lánsamur, aS geta kynst henni, og eg var á- ikveSinn í því, aS sleppa engu tækfæri til aS láta þaS wrSa. I troSningnum, sem varS viS aS komast fram i “British Empire”, sem lá viS bryggjuna, misti eg al- jgjörlega sjónar á ungfrú Ethel Reed, einsog eg nú kalla hoi. 1 virkilegleika og raun réttri, þá eru allir þriSja ferrýmis farþegar jafnir aS virSingu á þessu skipi, en ét af því var þó breytt í þetta sinni. Einn af yfirmönnum skipsins vék sér aS mér og m&elti: “Þú ert vist Englendingur?” l'Já”, svaraSi eg honum. “Þá er þér bezt, aS taka þér pláss aftarlega á skip- ma og munt þú þá losna viS þessa”, sagSi hann og tinkaSi höfSinu í áttina til útlendinganna, sem hann auSsjáanlega ekKi bar mikla virSingu fyrir. Eg skildi þetta þannig, aS okkur Englendingum tœri ætlaS þaS bezta, sem fáanlegt væri á skipinu. YiS uppgönguna upp á efra þilfar skipsins var akipslæknirinn og skoSaSi hann hvern mann um leiS, ®g hann gekk fram hjá honum. ViS vorum látnir sýaa farbréf ekkar, og voru þau rifin í tvent; annar lifctmingurinn var okkur svo fenginn aftur, en hinum lielniingnum hélt æSsta ráS skipshafnarinnar. A8 svo konmu máttum viS fara og taka okkur sæti hvar sem tíC vildum; en þaS gjörSi eg ekki, fyrr en eg var al- veg viss um, aS ungfrú Ethel Reed væri komin um •korS. Þegar eg sá, aS hún var komin upp á þilfariS og búin aS afhenda farbréf sitt, þá var eg ánægSur; því þá fyrst var eg sannfærSur um, aS hún væri farþegi til Ameriku. Eg tók þá tösku mína, og kom til mín ! vít Uæddur þjónn, sem vísaSi mér til káetu þeirrar, er eg akyidi hafa til afnota á leiSinni. ÞaS var sannarlega BtiC herbergi, og ekkert of mikiS af dagsljósinu hafSi tekifæri til aS komast þangaS inn. Þar voru tvö rúm- Ueti, hvort upp af öSru, en hvort um sig svo lítiS, aS varúðar varð að gæta, aS maður vlti ekki út úr þeim. Eg sló hendi minni yfir efra fletið; mér leist einhvern- vegínn betur á það en hitt. Um borð á skipinu voru nálægt fjögur hundruð Iferþegar; helmingur af því, sem leyíilegt var að hlaða akipið með. Á þriðja farrými var betra að vera, eftir því sem akipverjar sögðu, heldur en á þvi fyrsta eða öðru. ÞaC þriðja var mikið rúmbetra og bjartara. Þar var stór salur með borði í eftir endilöngu og stólum alt í kring. Á borðnu var hvítur olíudúkur; gólfið var al- þakið finu sagi, og gaus upp úr þvi meðaladaunn, sem *g áleit vera af sóttvarnarrneðulum, er sett höfðu verið í herbergið. Eg er ekki sérlega uppástöndugur, eða mjög erfitt aC gjöra mér til hæfis; tók eftir kringumstæðunum og Sók þær til greina. En eg verð að játa það, að þetta jrfáss gat mér ómögulega fallið í geð, og sá stórkostlega aftir, að hafa ekki tekið mér far með öðru skipi, sem átli að leggja á stað þenna sama dag, aðeins ögn seinna. En það var ekki til neins fyrir mig, að hug* i um það héðan af; eg hafði borgað farbréf mitt og afhent það «g varð því að gjöra mér þetta að góðu, alt svo ilt, sem það var. Eg tók mér þvi sæti við endann á borðinu, eins nálægt stiganum og eg gat, ef ske kynni, að eg ^eti frekar andað að mér ögn af fersku lofti. Eg hafði varla sett mig niður, þegar eg fann, að Mappað var á öxlina á mér. Eg leit upp, og sá að það yrur sami þjónninn, sem hafði vísað mér til herbergis míns skömmu áður. “Þú þarft ekki að borða með útlendingunum”, sagði 3ianh, “þú skalt borða með almennilegu fólki. En mat- aririn er ekki til reiðu enn, en verður það eftir hálfan Hukkutíma”. Að svo mæltu gekk hann upp í stigann; saýr sér svo við og sagði: “Þér er bezt að koma upp á þilfar á meðan, þar er betra loft”. Eg hlýddi honum og fór upp á þilfarið. Eg horfði i skipsmennina útbúa seglin, og hafði unun af því; á saina tima notaði eg tímann vel til þess, að horfa í Jtringum rnig, í þeirri von, að eg kæmi auga á ungrrú Iteed. Eg sá hana hvergi, fyrr en eg kom ofan aftur, þá só eg hvar hún sat hjá öSrum stúlkum fyrir utan sjúkra herhergið. Eg þekti hana strax, og sá að hinar stúlk- wrnar töluðu ekkert við hana og hún ekkert við þær. Eg þóttist strax sjá, að hún væri þarna vinalaus ein- staklingur. Nú var farið að setja á borðið: Fyrst var komið ajeð diska, hnifa, gafla og skeiðar. Og þegar við vor- ani sezt undir borð, var okkur færður fullur diskur iverjum af hnausþykkri súpu. “Hvað er á eftir súpunni?” hrópaði einn af þeim, sem við borðið sat, og var okkar fyrstur að klára sína súpu. “Ekki ncitt”, var honuiri svarað. “Við gefum ekki aema súpu í miðdagsmat; en í kveld fáið þig nóg að iorða”. “Fyrir guðs skuld, komdu þá með kveldinatinn andir eins; við eruin til fyrir hann”, sagði sá, sem fyrst hafði talað. Það var maður stór og þrekinn og torn frá Lancashire. Að máltiðinni afstaðinni fór eg upp á þiljur aft- sr ag horfði á skipið renna af stað. Þegar við vorum lomin út að ármynninu, sá eg hvar skipið “King Uarry” rann fram hjá okkur, á leið sinni til Isle of Man. Eg starði á eftir skipi þessu, sem eg hafði lent S svo stórkostlegt æfintýri á, og sem forlög mín virtust vera svo hnýtt við. Bátur þessi fór mikið hraðara en aá, sem við vorum á. Þegar “King Harry” rendi fram með hliðinni á okkar skipi, þá byrgði eg andlit mitt ii höndum minum, af ótta fyrir því, að eg kynni að þekkjast af einhverjum um borð síðán í mikla óveðr- inu yfir lrska sjóinn. Mér létti mikið, er skipið var iomið fram hjá og stefndi beint á haf út, og hafnsögu- aiaðurinn skildi við okkur og skipinu var gefinn full- ur hraði og við rendum i haf út á eftir “King Harry”, »n áleiðis til Queenstown, svo leiðir hlutu að skiftast hráðum. Allan eftirmiðdaginn ráfaði eg um þilfarið mér til afþreyjingar, og einnig til þess, að ef ske kynni, að eg kæmi auga á ungfrú Reed; en ekki auðnððist mér það, — eg sá hana ekki og ekki heldur undir borðum um kveldmatartímann. Bjóst eg því við, að hún héldi 3ig inni í herbergi sínu, því eg taldi sjálfsagt, að henni hefði verið úthlutað herbergi einsog mér. Lélegur var miðdagsverðurinn, einsog eg hefi drepið á hér að fraraan; en við hugguðum okkur þá við, ao við myndum fá góðan kveldverð, einsog okkur var lofað. Nú kom kveldverðurinn, og má með sanni segja um hann, að lengi getur ilt versnað. Á borð var bor- ið brauð, tvær tegundir, sem báðar reyndust illa bak- aðar og bragðvondar; síðan einhver samsuða af kjöti og kartöflum, sem eg veit ekkert nafn á, og hafði ald- rei séð né bragðað fyrr, og vona, að ekki liggi fyrir mér, að borða það attur. Sv~ síðast var okkur fært mjólkurlaust tevatn í stórum skálum, og var það það skásta af máltíðinni. Og svo með öllu þessu varð maður að þola hinn illa daun, sem lagði inn í borðsal- inn, bæði af útlendingunum, sem borðuðu í næsta sal við okkur, og eins frá vélarrúmunum . Veggirnir i borðsalnum voru þaktir af myndum af þessu mikla skipi, ásamt auglýsingum um ágæti þess og goðan viðurgjörning. Að kveldverði afstöðnum fór eg til herbergis mins í frekar illu skapi. Það batnaði ekki mikið, þegar þangað kom. Eg sá, að eg var búinn að fá herbergisfélaga, — einn af þessum útiendingum. Dót hans tók upp alt plass í þessu i tla herbergi: stór kista á gólfinu; á hverjum fatakr^it hékk spjör af honum og skórnir nans lágu upp í rúminu mínu á hvítri ábreiðunni. Maðurinn sjálfur lá hálf afklæddur, endilangur í rúminu neðra og teygði frá sér alla anga og hraut fá dæma hátt. Eg þreif skóna hans og fleygði þeim á gólfið og var hinn reiðasti. Siðan fór eg úr fötunum og lagðist upp i rúmið mitt, þreyttur og angraður, og vonaði að eg gæti sofið hugsunar- og draumlaust til næsta morg- uns. Þann morgun áttum við að koma til Queens- town, og þar átti að taka fleiri farþega um borð. Eg lagðist út af á koddann, en illa gekk mér að sofna. Eg byltist á enda og hliðar í rúminu og fékk enga værð. Ef eg lagði aftur augun, runnu ýmsar myndir fyrir þau: Miss Reed leit með þóttafullu hæðn- isbrosi til mín, og það sárnaði mér svo mikið. Stund- um sá eg þenna nýja félaga minn, og hann var mér regluleg ógn í augum; eg hræddist hann. Loks sofn- aði eg frá öllu saman. IV. KAPITULI. Svikarinn. Þegar eg vaknaði næsta morgun, heyrði eg glamr- ið í diskunum og borðbúnaðinum í borðstofunni. Eg varð einnig þess áskynja, að samferðafólkið var kom- ið á kreik. Börnin voru að hljóða og mæður að sussa viS þau. Yfir höfði mér heyrðist tramp og gangur í þeim, sem farið höfðu upp á þilfarið, til þess að anda að sér hinu ferska lofti. Eg var búinn að hugsa mér, að fá sjóbað um morguninn um leið og þiljur yrðu þvegnar; en nú var eg orðinn of seinn til þess; það var búið að þvo þiljur, en baðkar ekkert á skip- inu. Eg ætlaði bara að nota þvottapípuna. . Þetta höfðu þeir sagt mér, sem voru nokkurskonar löggæzlu- menn á skipinu; þeir litu eftir því eins vel og þeir gátu, að regla væri höfð á skipinu. Þeir voru alt sam- an: Lögreglumenn, vitni og dómarar, og er synd að segja, að það tæki þá lengi, að útkljá hvert málið. þessa liiggæzlumenn. Sögðu þeir mér þá, að það tvö baðherbergi á efsta þilfari; en annað þeirra væri ætlað kvenfólkinu, þó það reyndar notaði það ekki, en hitt væri fult af bjórflöskum, sem skipshöfnin hefði meðgjörð með. Eg borðaði morgunmat í mesta flýti, þar sem eg fann ekki ástæðu til að hanga neitt yfir því. Fór svo upp á þilfar til að sjá hina írsku farþega koma um borð, því nú vorum við komin til Queenstown. Flest af Jiessu fólki, sem nú bættist í hópinn, var grátandi, — liklcgast sökum þess, að verða að skilja við vini sina og ættmenn á gamla landinu og kanske sjá það aldrei aftur. Gat eg því naumast búist við, að glað- værðin jykist mikið við komu þessa fólk um borð Undir ölluin vanalegum kringumstæðum myndi eg haia getað fest hugann við það, að athuga meðferð á þessu ferðafólki. Sú meðferð var sannarlega ekki í samræmi við það, sem lofað var i auglýsingunni, er ég las starfstofu gufuskipafélagsins, þegar eg keypti farbréfið. Reglur þær, sem við urðum að lifa undir og hegða okkur sainkvæmt, voru strangar og einkenni- legar; en eg gjöri ráð fyrir, að þær hafi verið nauð- synlegar. Á hverjum morgni, hvernig sem veður var, urðum við að fara upp á þilfar, á meðan verið var að hreinsa til í herbergjum okkar; og á hverju kveldi urð- um við að vera komin til herbergja okkar á vissum, ákveðnum tíma. Við vorun. miklu líkari því, að vera fangar—stór- glæpumenn.—, en frjálsar manneskjur, sem hefSum borgað far okkar, og Jiað mjög lítið minni upphæð, en borgað var á iiðrum skipum, sem veittu öll Jjægindi, sem hægt var að veita á sjó, — að minsta kosti voru farþegar þar frjálsir. Eg iiuiui lítið samneyti við samferðamenn mína, og heiir það ef til vill komið af því, ao mér fanst nauðsynlegt, að hafa allan hugann á herbergisfélaga mínum. Pig hafði myndað í huga mér stcrkan og kannske ósanngjarnan mann, og fylst hatri til hans, svo sterku hatri, að eg ásetti mér, að hafa engin mök við hann, og leiða hann hjá mér eins mikið og mér væri þ ð mögulegt. Og setti eg þenna ásetning minn i fram- kvæmd, að sumu leyti með því, að taka ekki undir þegar hann heilsaði mér. Þegar eg kom inn í herbergið, var dót hans á víð og dreif um alt herbergið, og jafnvel hafði hann geng- ið svo langt í yfirgangi sinum, að hann var búinn að stafla rúmfletið mitt fult af doti sínu af ýmsu tagi. Umsvifalaust tók eg það og henti þvi á gólfið. Eg sá nú, að maðurinn hafði reglulega tuddalegt yfirlit, sem sýndi sig svo glögglega við þetta tækifæri, því hon- um rann i skap. Ferðakistan hans, sem var gömul og fornfáleg, var með miða, límdum á lokið, og áritað með klunnalegri hcndi nafnið: Adolph Goodwin. Eg var sannfærð- ur um, að þetta var ekki hans eigið, rétta nafn, heldur væri hann útlendingur, sem einsog svo margir aðrir útlendingar, sem gjörast borgarar á Englandi, hefði tekið sér þetta nafn. Eg þóttist sannfærður um, að þessi maður væri af Gyðingaættum, ef til vill þýzkur Gyðingur, og það var meir en liklegt, að hann liefði breytt nafni sínu og gjörst brezkur borgari, af þeirri tegund. sem mann- félagið kemst svo dæmalaust vel af án. Eg er kann- ske nokkuð harður í þessum dómum mínum; en þetta var sú niðurstaða, sem eg komst að um þenna ókunna mann. Goodwin var frekar hár maður vexti og vel bygð- ur; nokkuð Ijósleitur að yfirlitum, með hrafnsvart hár hrokkið, og með svart, vel vanið yfirskegg; tennur hans voru snjóhvítar. Augnatillit hans var það, sem kvenfólki geðjast svo makalaust vel að. Þegar eg kom inn í herbergið, þá var hann að ljúka við að þvo sér. Hann blés reiðilega, þegar hann sá, hvað eg gjörði við dót hans, og sneri upp á yfirskeggg sitt í á- kafa. Svo fór hann að tina saman pjönkur sinar og fleygði þeim aftur upp í rúmið mitt. Þetta atferli hans var hrein og bein herhvöt til mín, og var eg þeirrar orustu algjörlega reiðubúinn. Eg tók þessa hluti hans aftur — það var par af brúnum skóm, kragakassi og yfirfrakki — og opnaði dyrnar og fleygði öllu saman út á þilfar. “Gjörðu þetta einu sinni enn”, sagði eg við hann, “og muntu þá sjálfur fylgja eftir föggum þinum”. Nú var hann búinn að þvo sér. Hann virti mig fyrir sér, einsog hann væri að athuga, hvort eg væri nógu mikið karlmenni til þess að framkvæma það, sem eg var að hóta honum. Augnatillit hans var alt ann- að en frýnilegt, og bar vott um, að honum gekk ekki gott til þess, að hefna sín ekki á þann veg, sem hann hefði helzt kosið, sem eflaust var, að gefa mér duglega ráðningu. Hann hreytti úr sér nokkrum blótsyrðum, steytti hnefana í áttina til mín, um leið og hann fór út úr dyrunum. Hann tíndi saman dótið sitt, kom með það inn og lét það ofan í kistuna; einnig öll þau föt, sem hann átti í herberginu, hrúgaði því öllu niður í kist- una og fór siðan með hana á eftir sér út á þilfar. Fyrir utan dyrnar mætti liann einum af yfirmönn um skipsins, og skýrði honum frá í fljótu bragði, hvað gjörst hafði. Yfirmaður þessi hafði verið yfir 40 ár i sjóferðum og einsog nærri má geta, hefir séð margt og reynt margt á þeim ferðum sínum; varð því ekki uppvægur út af hverju einu smáræði. “Eg held”, heyrði eg hann segja, “að eg geti gefið þér annað herbergi, svo þessi herramaður geti verið einn um þetta herbergi”. “Herramaður!” át Goodwin upp eftir honum. “Herramaður ” Hann virtist ekki eiga ö. nur orð til, og eins lengi og eg gat heyrt til hans, heyrði eg hann marg-endurtaka og tönglast á: “Herramaður. Herra- maður ” Hann var þu farinn, og eg var feginn. Eg hugði hann horfinn mer fyrir fult og alt; en seinna komst eg að raun um það, að svo var ekki, heldur átti hann eftir að leika stóran hlekk í lifskeðju minni. Eg hefi enga hugmynd um, hvernig eg hefði getað lifað af allan þann kulda og lijáningar, sem við urð- um að þola yfir Atlantshafið, hefði það ekki verið fyrir nærveru Ethel. Vissan um það, að hún var á skipinu og vonin um það, að mér tækist að ná kunn- ingsskap hennar, stytti mér stundirnar og létti mér fyrir hjartanu. Dagarnir liðu og virtist sem alt standa i stað á milli okkar Ethel; en von min var alveg óbil andi. Eg ásakaði sjálfan mig stórlega fyrir að hafa far- ið í þessum flýti frá London. Því setjum svo, að eg hefði skaðað þenna mann stórkostlega í herbergjjum mínum, þá fann eg með sjálfum mér ýmsar ástæður fyr- ir því, að hann myndi aldrei segja neitt um viðureign okkar. Hann myndi að öllu sjálfráðu þegja, ef hann hugsaði sér, að ná aftur þessum dýrmætu skjölum. En nú var of seint að snúa aftur, og ekki til neins að ör- vænta; ásetti eg mér þvi að halda áfram og reyna lukkunai hinni nýju veröld. Þessi sérstaka ferð á skipinu "British Empire”, var aðalllega minnisstæð farþegunum fyrir hina enda- lausu þoku, sem allan tímann grúfði sig yfir hafið. — Dag og nótt heyrðist i málþráðaskeyta verkfærunum. sem voru að gefa til kynna, að ísjakar væru á leið- inni. Þess á milli heyrðust hin diminu, drungalegu hljóð í blásturspípunum, sem gáfu til kynna, að skip væru að koma á móti okkur. 1 fimm daga samfleytt héldum við áfrarn í þessori þoku; en á sjötta degi um morguninn, var sem vi# rendum inn í nýja veröld, þvi þá kom sólskin og blið- asta veður. Það var sem skipið findi til dýrðarinnar og þvi yrði léttara um rásina og hraði þess jykist. — Þilfarið, sem alla þessa löngu daga hafði verið blautt og kalt, var nú orðið þurt og hlýtt og allir farþegar komu upp á þilfar, til þess að fá sinn skerf af þess* blíða veðri. Allan tímann siðan við fórum frá Queenstowa hafði eg ekki séð ungfrú Reed; en nú, ásamt öðrum, kom hún upp á þilfarið og sat á stól fyrir utan jiaoi hluta skipsins, sem afþiljaður var fyrir kvenfólkið. — Eg leit til hennar, að mér fanst biðjandi augum, því mig langaði svo mikið til þess, að geta talað við ein- hverja almennilega mannveru á þessu leiðinlega ferð*- lagi minu. Mér fanst eg sjá vott um einhverja þess konar ósk í hennar augum líka. Eg ætlaði að ganga til hennar, en hvert sem það var af hendingu einung- is eða af ásettu ráði hennar, þá stóð hún upp og gckk aftar á þilfarið og settist þar út við borðstokkinn, vafði að sér ferðakápu sinni og sökti sér niður í að lesa bók, sem hún var með i hendinni. Eg færði mig ögn i áttina á eftir henni og hallaðt mér upp að borðstokknum og gat ekki að mér gjört að stara á hana. Ekki veit eg með vissu, hversu lengi eg var í þessum stellingum, því eg var einsog í leiðslu, en þegar eg kom til sjálfs mín aftur, sá eg að fyrrum herbergisfélagi minn hafði fylgt dæmi hinna og haft sig upp á þilfar, og var þetta i fyrsta sinni, sem eg hafði litið hann augum, síðan við áttumst við í her- berginu minu. Eg held að ungfrú Reed hafi hlotið að njóta ein- hverra hlunninda hjá yfirfólki skipsins, því hún sást aldrei upp á þilfari á morgnana, á meðan verið var að þvo og hreinsa til í herbergjunum, einsog alt hitt fólk- ið varð þó að gjöra. Hún hélt sig inni i herbergjun- um allan timann. Kannske henni hafi ekki fundist neim upplífgun i þvi, að vera á þiljum uppi. Goodwin gekk fram og aftur um þilfarið framhjá Ethel, og um siðir fann hann kjark hjá sér til þess, að taka sér sæti hjá henni. Það var auðséð á liáttalagi hans, að hann var vanur að reyna til Jjess, að láta stúlkur veita sér eftirtekt og koma þeim til þess, að lítast vel á sig, og að hann taldi sér sigurinn visan má i þetta sinn. Hann brosti bliðlega til hennar um leið og hann bauð henni góðan daginn. Hann fór svo að tala eitthvað við Ethel frekar; en eg var of langt frá til að geta lieyrt, hvað hann sagði; en svar hennar var það, að hún reis á fætur og færði sig í annað sæti. Eg hálf reiddist Goodwin fyrir ó- svifni hans, en lét það ekki í ljós, heldur beið frekari átekta. Hann gjörði enga frekari tilraun til þess, að koma sér i mjúkinn hjá ungfrú Reed, heldur sat hann al- > * l [ DÁNARFREON. blessunarríkar endurminningar þess jafnan meðvitund mannsins sjálfs, nm leið og þær eru hinar huggunar- ríkustu á hinum þögulu en þungu saknaðarstundum eftirlifandi vanda inanna og vina. Af því fögur ferðaspor fór hann lífsins veginn, ljómar eilíft auðnuvor æfin hinumegin. Duluth, Minn., 5. marz 1915. John Th. Ardahl. <Tormaldehyde,, fyrir bændur. Hjálmar Gunnarsson. Þann 19. desember síðastliðinn dó að heimili sinu, Wadena street 6403, West Duluth, Minn., Hjálmar Gunnarsson; sonur hjónanna, er þar búa, Kristinns Gunnarssonar og Margrétar konu hans. Iljálmar sál. var fullnuma í sleam- fitting og varð ytirmaður við Jiað verk í desembermánuði 1914; í þeim sama mánuði var hann sendur héðan úr bæ til Michigan; þar hafði hann verkstjórn á hendi, þar til hann vegna veikinda varð að hverfa hingað hem í janúarmánuði (1915) í fyrstunni virtust veikindi hans vera aðeins þungt kvef, en þrátt fyr- ir tilraunir lækna, gat það ekki batnað. Eftir nokkurn tíma sögði: læknar það vera berklaveiki, og létu einhver læknislyf við því. Þannig liðu tímarnir; hann var oftast á fót- um og nokkuð við verk; sérstaklega í septemhermánuði, og eigi lagðist hann rúmfastur fyrr en 1. desember, Jiá var hann líka mikið veikur til dánardægurs. Hjálmar sálugi var fæddur 1. marz 1889; hann var mesti efnispiltur, verklaginn og duglegur við alla vinnu; krafta og lipurð hafði hann með afbrigðum, enda var hann í leikfimisfélagi hér í bænum i röð þeirra fremstu. Iíann tók veikinni með sérlegri stllingu og óbilandi kjarki, Jiví dugnað og ráðvendni átti Hjálmar sál. í rikum mæli, og fylgja Smut á korni hefir valdið 15 mill- íón dollara tapi fyrir bændur árlega hér, og hafa þvi einhverjir ekki vandað vel útsæðið. Formaldelujde er hið bezta meðal að verja því, og mega bændur ekki undanfella, að útvega sér það. Það er einn kostur- inn við formaldehyde, að það má brúka það með hörðu vatn eða mjúku, og l)að á vel við hvaða korn- tegund sem er. Sé það keypt í tunnum, ])arf að girta þess, aö formuldehyde-etni% vill setjast á botninn, og þarf þvi aí hrista J)að; J)ví of sterkt getur þaí deyft kornið, en of þunt er það é- nýtt. Kaupendur Heimskringlu. eru vinsamlega beðnir, að geta þesa við auglýsendur, þegar þeir hafa viðskifti við þá, að þeir hafi séð auglýsinguna í Hkr. Það gjörir blaðinu og þeim sjálfum gott. FURNITURE on Easy Payments OVERLAND MAIN & ALEXANDER Stofnsett 1882 Löggilt 1914 D. D. Wood & Sons’ Limited Garry 2620 Prívate Exchange verzla með beztn tegund af KOLUM ANTRACITE OG B/TUMINOUS. Flutt heim til yðar hvar aem er í bænum. VÉR ÆSKJUM VIÐSKIFTA YÐAR. SKRIFSTOFA: Cor. ROSS & ARUNGTON ST.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.