Heimskringla - 25.03.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 25.03.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 25. MARZ 1915. HEIMSKRINGLA BLS. í- • • Vér afgreiöum y6ur fljótt og greiöilega og gjörum yöur í fylsta máta ánægöa. Spyrjiö þá sem verzla viö oss. THE EMPIRE SASH AND DOOR CO., UMITED Phone Main 2511 Henry Ave. East Winnipeg Spánnýr Vöruforði *-------------------------------* | Islands fréttir. 4-------------------------------* Fyrsla skipi Eimskipafélagsins er hleypt af stokkunum. — Þetta gjörð- ist þann 23. jan. sl. Skipið var alt fánum skreytt, dannebrogs-fáni aft- ast, á framstafni íslenzka valsmerk- ið, á framsiglu Eimskipafélags- merkið og á aftursiglu veifa með nafni skipsins. Ræðu flutti Finnur Jónsson pró- fessor og segir Berlingur svo frá henni: “Hann minti á, að fyrr á öldum hafi ísland rekið sjálfstæðar sigl- ingar til annara landa, en því miður bafi úr þeim dregið síðar. Guð- brandur biskup Þorláksson reyndi »ð koma fjöri í siglingarnar af nýju, en mætti mótspyrnu meðal lands- nanna. Tilraun biskups mishepn- aðist. Þóttist landsfólkið sjá guðs fingur í því, og varð þetta til þess, að þessi eðlilegi atvinnurekstur ís- lendinga leið undir lok. Nú er aftur, eftir margra alda bil, farið að s'míða skip handa Islendingum og hugsa af nýju um siglingar. Fylgi farsæld og auðna fyrirtækinu og skipinu!” Þegar húrrahrópunum lauk, gekk fram ungfrú Katrín Stefánsdóttir, Guðmundsson, á Fáskrúðsfirði, í skautbúningi. Hafði hún kampavíns flösku í hendi, vafða bláum og hvit- um borðum. Braut hún flöskuna á framstafni skipsins og mælti um leið: “Eg skýri þig Gullfoss. Fylgi þér farsæld! Var þá athöfninni lokið. — Þilskipaflotinn reykvikski er nú að leysast úr læðingi. Getur nú *ð líta mörg borðfögur sklp á höfn- inni hér, sem eru að búast til fiski- fanga. — Nýr botnvörpungur hefir bæzt við islenzka flotann núna í vikunni. Er það skipið sem Halldór Þor- steinsson hefir keypt á Bretlandi, Karl Hereford, mörgum hér gamal- kunnugt, með þvi að það hefir stundað fiskiveiðar við strendur landsins undanfarin ár. — Snorri goffi hefir nýverið selt afla sinn i Fleetwood á Englandi fyrir rúmar 13,000 kr. — Dánir. — Þórður Magnússon, trá Brekkuholti, 48 ára gamall. Lézt nr lungnabólgu Kristin Andrésdóttir, ekkja Guð- mundar Ámundasonar gestgjafa. — Fisksalan í höfuffstaffnum. Hr. Gisli Hjálmarsson, einn af ötulustu kiupmönnum bæjarins, hefir und- anfarið lagt fram krafta sína til að tryggja bæjarbúum góðan fisk og ó- dýran daglega. Hefir þessari ný- breytni verið tekið mætavel. — fíausnarleg gjöf til Heilsuhxlis- ins. — Hr Guðni Brynjólfsson í Churchbridge, Sask., Canada, ætt- *ður frá Laugardælum i Flóa, hefir nýlega sent mér 1000 kr. sjóðgjöf tíl Heilsuhælisins, og kann eg hon- utn bextu þakkir fyrir gjöfina. G. Björnsson. — Bæjarbruni. — Síðastliðinn þriðjudag brann bærinn Dagverðar- nes á Skarðsströnd. Brann liann til kaldra kola á skömmum tíma. Og hyggja menn helzt, að eldurinn hafi kviknað út frá ofnpípu. Engu varð bjargað nema dálitlu af rúmfatnaði, sem hent var út um glugga. Bærinn og innanstokksmunir allir var óvátrygt. uð. Er hún kom inn í eldhúsið, var þar alt í björtu báli og komst hún ineð naumindum út aftur, með stór brunasár á andliti og höndum. Móð ur hennar hafði tckist að bjarga út um glugga i öðrum enda hússins, og var hún ósködduð. En kona Vig- fúsar var flutt til Stykkishólms til lækninga og hjúkrunar. Sjálfsmorð. — Maður nokkur i Vestmannaeyjum, Árni Filppusson, 70 ára gamall, skar sig á háls í gær. Honum blæddi til ólifis á 4 stund- um. Hann var ættaður austan und- an Eyjafjöllum. Slysfarir. — Að kveldi 2. þ. m. hvarf um háttatíma frá heimili si.nu, Tryggvaskála, stúlkan Guðrún Þor- steinsdóttir, rúmlega tvitug að aldri og mannvænleg. Svo að segja sam- stundis varð þess vart, að stúlkan hvarf úr húsinu; var undir eins fundin far-slóð hennar frá því, enda mikill snjór nýfallinn á jörð. Lágu förin norður að ölfusá að norðan- verðu við stöpul þann, er stendur undir ölfusárbrúnni og enduðu þar á dálitlum hálkubletti á bergsbrún- inni. Var því auðséð um æfiafdrif stúlkunnar, bergið allhátt til vatns niður, og ólgandi straumiðan fyrir neðan. Fáir, er þektu hana, hugðu hana geðveika vera, eða að minsta kosti fór sá lasleiki mjög leynt. Hún var alin upp hjá Árna bónda Isleifs- syni á Stóra-Ármóti og fluttist það- an vistferlum að Tryggvaskála á síðastliðnu vori 1914. Stúlkan er ó- fundin enn. Náttskyrtufundur. Það var í bardögunum við Mons i Belgiu í ágústmánuði sem leið. — Þjóðverjar sóttu svo fast á, að þeir voru vaktir um nótt cina foringjar Breta, þeir French og Douglas, Haig og Horace Smith Dorrien, og sagt að Þjóðverjar væru á hælum þeirra með ofurefli líðs. Þeir stukku allir upp á náttskyrtunum, tóku kortin og fóru að leggja það niður, hvernig þeir skyldu mæta ofurefli þessu, og breyta þar með öllum hinum fyrir- huguðu hreyfingum cnsku bersveit- anna. .Um morguninn byrjaði undan- haldið og voru þeir saman herfor- ingjarnir French og Haig, en alt í einu rekur French upp skellihlátur. “Að hverju hlær þú, herforingi?” spurði Haig. , “Eg var að hugsa um það, hversu skringilega þessi “náttskyrtufundur myndi taka sig út i sögu eftirkom- andi tíma”. Nærri hálf millíón fellur. Það hefir eiginlega ekkert eða svo sem ekkert verið getið um hið afar merkilega undanhald Breta snemma í stríðinu, þegar þeir voru að hrökkva alla leið suður til París- ar úr Belgiu, undan ofurefli Þjóð- verja, og svo er þeir hrundu Þjóð- verjum norðpr aftur og tóku sér stöðvar þær, sem þeir halda nú nokkurnveginn. Þær eru eflaust oft stuttar skýrslurnar frá herforingj- unum.. Hér er ein frá French 31. okt. 1914: “Eg var í Hooge þenna dag frá “kl. 2—3”. Nú eru fimm mánuðir síðan og fáir eru þeir enn, sem vita hvað þar gjörðist. Þá höfðu- gengið látlausar orustur í 20 daga, og hver cinasta þeirra hefði kölluð verið stórorusta áður fyrri. Bæinn bygði maður að natn. .s- leifur Gislason og hafði hann 3 hús- menn. Mistu þeir allir alcigu sína. Kona eins húsmannsins, Vigfúsar Hallgrímssonar frá Staðarfelli, brendist mikið á andliti og hönd- um. Hyggja menn, að hún muni missa sjónina, að liKindum á — um augum. Kona Vigfúsar var komin út. úr hænuin, en hljóp inn aftur til þess að bjarga móður sinni, se mer öldr- HliS komi'S á hermannagarSinn. Þjóðverjar voru búnir að taka Antverpen og komu nú með óvigan her í breiðum, stórum fylkingum að norðan, og stefndu að sundinu nálægt Calais. French hafði verið fal ið það, að stöðva þá með Bretum, fylla upp skarðið; og nú dró hann að sér alt það lið, sem hann gat safn að og gat fengið eitthvað 120 þús- undir manna. En Þjóðverjar höfðu líka safnað öllu sem þeir gátu, og að VOR FATNAÐUR FYRIR KARLMENN með sanngjörnu verði Blátt og Svart “Serge” TWEED FÖT ALFATNAÐUR YFIRHAFNIR $12 til $22 $16, $18 til $25 $12, $15 til $22 WHITE & MANAHAN LTD. 500 Main Street morgni hins 31. október höfðu þeir 4 herdeildir, sem þeir gátu hleypt á miðflokka Breta. En í hverri deild eru 50,000 manna og þarna höfðu þeir eithvað 200 þúsundir á móti 50,000 Bretum, eða 4 um einn. Fyrir þessum miðher Breta var Sir Doug- las Ha.gi Yfirhershöfðingi French sá nú, að eftir að hafa þuklað fyrir sér í þessa 20 daga undanfarið, þá hefðu Þjóð- verjar loks ráðið það af, hvar þcir skyldu láta til skarar skríða. Orustan byrjaði um morguninn á allri lengjunni, sem Bretar vörðu og var það snemma. Vígvöllurinn gamla Napóleons við Waterloo var sem leikgarður barna í samanburði við þenna. French var við Ypres nokkuð á bak við herfylkingarnar og sat þar yfir kortum sínum. Talþræðirnir lágu inn til lians frá öllum her- sveitunum, sem voru að berjast, og einlægt komu ríðandi sendimenn frá herforngjunum. Þegar fór að líða undir hádegi, urðu áhlaupin linari til endanna, en í miðjunni urðu þau einlægt grimmari og heift- arlegri. Þjóðverjar beittu öllu afli sínu til þess að brjótast þar í gegn. Nærri á hverri mínútu kom fregn um, að einn eða annar herflokkur (regiment) Breta hefði stráfallið, eða unnið afreksverk, sem lengi myndi í sögum geymast Og sannarlega var útlitið oft voða legt, svo að fáar hafa verið þær or- ustur f sögu heims, scm harðari hafa verið ,ef það er nokkur, og nær engin von um að geta forðast algjörðan ósigur. Þá var það um hádegisbiiið, að French kom sjálfur á autóinu sínu inn í smáþorpið Hooge. Rétt þar hjá var bardaginn allra grimmast- Sprengikúlunum rigndi niður, og þær sungu í loftinu, féllu svo niður í hópum og drífum, og öskrið, er þær sprungu, var látlaust og uppi- haldslaust. En er hermennirnir sáu French koma í drífu þessari, þá glaðnaði yfir þeim. Hann kom með vonina um sigur, eða sigurinn sjálf- an. Þetta var stundin, sem hann sagðist hafa verið í Hooge. Foringjarnir söfnuðust utan um hann og Sir Douglas Haig, major- arnir, ofurstarnir, kapteinarnir, og undirforingjarnir; allir hermenn- irnir fyltust eldmóði. Foringjarnir gripu riflana af föllnum félögum sín um og börðust með herinönnunum. Það þurfti engan foríngja lengur; nú var ekki annað að gjöra en duga eða drepast. Það var þá fyrst kl. 2.30. að French gat komist að því, að gjöra áhiaup á hliðina á einni fylking þeirra. Bretar óðu í gegnum þá. Það voru Worchester piltarnir; þeir hlupu á þá við smábæinn Chenwelt, hröktu þýzku hermennina á augabragði þaðan og tóku bæinn og þjóðveg- inn, sem kallaður var Manny-vegur. Úr því snörist bardaginn. Aldan þýzka var stöðvuð, hamremmi Þjóð- verja var brotið á bak aftur. Þeir máttu láta sem þeir vldu; þeir kom- ust ekki lengra. Þarna létu Bretar í þessum bar- daga og dögunum á undan 50,000 manna (nærri annanhvern mann); Frakkar og Belgir 75,000; en Þjóð- verjar 350,000, eða samtals féllu þá á þessu svæði 475,000 manna. Ef menn bera þetta saman við mannfall Norðanmanna f öllu Þrælastríðinu, þá verður lítið að munum. Norðanmenn létu alls 500 þúsundir manna í stríði því. En þarna féllu svo að segja í einu 475 þúsundir. Munurinn er aðeins 25 þúsundir. Um þetta hafa menn vit- að lítið eða svo sem ekkert. En hver sem hugsar út í það, hlýtur að sjá, að það hefir þurft meira en lítið til að stöðva Þjóðverja meðan vígamóð urinn var sem mestur á þeim. AFURÐIR OG MATVÆLI I BÆNUM. EPL.I I TUNNCM Spys *«.r>« Baldwins sr>.oo HVEITI—Bezta tegund S3.2S upp í $:i.C5 100 pundin. Pyltllega Jafn- gott og Five Roses a!5 lit. VIDIIR—Fluttur helm til fólks hvar sem er i bænum. TamarkSS.ZS Jack Pine «4.5« Poplar *3.50 «3.75 KARTEPIUR—70c bUshelitS. Eitk, seljast hér í bænum fyrir 21c og 22c dúsíni®. SmjSr, útan af landi 2Sc og 30e pundih mótats eBa i krukkum. Sendið okkur bús afurði ykkar. KORN TIl, PODURS-Bændur og at5rir geta sparati sér peninga metJ því at5 slá sér sarnan og panta “carload”. Vert5 ve-rt5ur 85c til 86c bushelit5, simit5 eftir vert5i. Skrifit5 eftir vert5i á öllum matvælum. All- ir ofangreindir prísar eru F.O.B Winnipeg. Vit5 seljum þær ykkur í hag, sölu- laun at5eins 5 prósent Ný egg, HoIjnHt hér f dagr fyrlr Ifh* dOMínitJ. Ilnnsnl 12 til i:tc pundiö. Fuglar öc tll lOc pundit5. (án hausa og fóta) Kalkunar lóc ok l«e pundit5. Andlr og (iænlr 13c ok 14c pundit5(óverkat5ar met5 haus- um og fótum). Snijör No. 1 mótat5 2.*tc til 25c. \o. 2 Smjör 20c og2lc í krukkum 2lc og 22c þar til vit5 sjáum þat5. No. 2 Dairy í krukkum eða kollum lOc tll INc. Vegna þess hvaö markat5urinn er óstööugur er rát51egt at5 bændur sendi afurt5i sína til markat5s í umbotSl: D. G. Mc BEAN CO. 241 Princess St.f Winnipeg. Þjóðræknissjóðurinn. Áður auglýst ...........$2,806.60 Sveinn Sveinsson, Wpeg .. 5.00 Á meðf listum ............... 106.55 Samtals ............$2,918.15 Frá Mary hill — E. Guðmundsson ............ 2.00 H. Guðmundsson ............ 1.00 H. Thorsteinsson .......... 1.00 Mrs. H. Thorsteinsson...... 1.00 E Sigurðsson............... 1.00 P. B. Johnson ............. 0.50 J. B. Johnson ............. 0.50 B. J. Eiriksson .......... 10.00 G. Grimsson ............... 1.00 S. Jóhannsson ............. 1.00 G. E. Hallsson............. 5.00 Samtals............... $24.00 Frá Lundar — Mrs. M. Jakobsen ..........$ 1.00 S. Einarsson ............... 5.00 Jóhann Gislason ............ 5.00 Magnús Gíslason ............ 5.00 Ágúst Jónsson .............. 5.00 B. R. Austmann ............. 3.00 Mary Hill School Children.. 8.55 Thorkell Jónsson ........... 1.00 G. K. Breckman.............. 5.00 Samtals '...............$38.55 S. Eyjólfsson, Hove ........$ 2.00 J. Guttormsson, Oak Point.. 5.00 J. Sigurðsson, Lundar....... 2.00 V. Thordarson, Hove ........ 2.00 Samtals ................$11.uO í Belgian Relief Fund — Paul Reykdal, Lundar........$50.00 í Þjóffræknissjóff frá Lundar, Seamo, Mary Hill og Otto — H. J. Halldórsson ..........$ 1.00 John Halldórsson ............ 0.50 G. Guðmundsson .............. 2.00 Sigríður Hnappdal............ 1.00 John Hördal, jr. ............ 1.00 Mrs. Anna Sigfússon.......... 1.00 A. G. Breiðfjörð............. 1.00 Mrs. E. Hallsson............. 1.00 Mr. E. Hallsson ............. 1.00 St. ólafsson ................ 1.50 Arthur O. Johnson............ 1.00 Theodor Jóhnson ............. 1.00 Oddur Johnson ............... 1.00 Jónas Halldórsson............ 0.50 Guðlaugur Sigurðsson ........ 1.00 Oddný Magnússon.............. 5.00 Pétur Pétursson.............. 1.00 Magnús Davíðsson............. 1.00 Jón Rafnkelsson.............. 1.00 J. J. Straumfjörð ........... 0.50 Jón Einarsson ............... 1.00 Friðrik Kristmannsson .. .. 2.00 Jón Sigfússon................ 5.00 Ólafur Jónsson .............. 1.00 Samtals ..............$33.00 Gjafir i vörum. Listi yfir vörur sendar til C. F. Rolands, Sec’y Manitoba Patriotic Fund — H. Halldórsson, Lundar Man., One hog, 125 lbs..........$10.00 Mrs. B. R. Austmann, Lundar Socks and Mitts............ 2.00 John Sigurðsson, Mary Hill, Fish ...................... 3.00 Mrs. I. ólafsson, Lundar Socks and Miits............. 1.75 F. Thorgilsson, Seamo, Man., 40 Babbits .................. 2.50 Sigurjón Jónsson, Lundar, Babbits ................... 0.50 Árni Einarsson, Mary Hill, Socks and Mitts............. 1.30 Mrs. M. Einvarðsson, Mary Hill Socks and Milts............. 1.30 Mrs. G. Guðmundsson, Lund- ar, Socks.................. 2.00 Mrs. J. Jóhannsson, Mary Hill Socks ..................... 0.80 Samtals ..............$25.15 “Red Cross Fund”. Áður auglýst..........$208.80 Arður af samkomu ungra stúlkna, Hnausa, Man..... 55.05 ónefnd, Hecla P. 0....... 5.00 Meðf. listi frá Hnausa, Man. 6.95 Mrs. Kristín Moxam, Marker- ville, Alta,............... 3.00 Samtals.............$278.80 Frá Hnausa P.O., Man.— Mr. og Mrs. Magnússon.....$ 1.00 Jón V. Magnússon .......... 0.25 M. R. Magnússon ........... 0.25 Helga Magnússon ........... 0.25 Sveinn Magnússon........... 0.10 Óskar Magnússon ........... 0.10 Ásta Magnússon ............ 0.10 Jóhannes Magnússon......... 0.10 Einar Magnússon ........... 0.10 Guðmundur Magnússon .. .. 0.10 Ingibjörg Magnússon........ 0.10 Rannveig Albertsson........ 0.25 Sigríður Jónsdóttir ....... 1.00 Kristín Jónsdóttir ........ 0.50 Jakob Guðjónsson........... 1.00 Th. Sigmundsson ........... 0.50 E. J. Magnússon ........... 0.50 E. Einarsson .............. 0.25 Gunnsteinn Jónsson ........ 0.50 Samtals $6.95 Talsfml Maln 5302. Dr. J. G. SNÆDAL TANNLÆKNIR Sulte 813 Enderton Block Cor Portage Ave. og Hargrave St. fUNlON Disc Harrows, $36.70 og $39.00. Drag Harr- ows $15.00 og $18.90. %Engine Discs, double $80. 50 og $115.50. ÞatS getur veriS a5 prísar hækki ef breyting tollskrá- arinnar gjörir þaö nauösy nlegt. The G. G. G. Co. I.til. 1915 V»vS«kr4 sýnir og útskýr- ir Seed Drills, Fanning Mil ls, Pricklers, Tractors, Cul- tivators, Plows, Manure Spreaders, Wagons, Bugg- ies, Fencing, Building Supp lies, Flour, Salt, etc., etc. Sendiö okkur vagnhlass af korni. Sjötugsafmæli Torfhildar í*. Hólm. Skáldkonan frú Torfhildur Hólm höf. skáldsagnanna um Brynjólf biskup, Jón biskup Vídalín, Eld- ingar o. fl., ótti sjötugsafmæli 2. feb. Var afmælisins minst um daginn með veifum á stöng viða um bæinn, og um kveldið var skáldkonunni haldið fjölment samsæti í Hotel Reykjavík. Samkvæmið sátu á ann- að hundrað manns. Ræðu fyrir heið- ursgestinum flutti frú Jarþrúður Jónsdóttir — skáldlegt erindi, og þar á eftir var sungið eftirfarandi kvæði eftir Guðinund Magnússon skáld: Heil og sæl!—aff heilsa þér er gleffi, hárri að árum, glaffri samt á brá. Það er einsog enn þér brenni i geði eldur þinnm beztu dögum frá. Æskan hefir enzt þér fram að þessu, óði þínum gefið Ijóma sinn. Hlýja gjörði marga kyndilmessu myndir þær, sem skóp oss andi þinn í þeim myndum ástin býr og vorið, yfir þeim er rósafcgurð þýð. FóLk þitt hefir bjarta kyndla borið, birtu varpað yfir sina tiff. Vel sé þér, sem vanst úr myrkum sögum vald og þrótt í spámannlega sýn, sýndir feður frá jieim góðu dögum, fanst það gull, sem bezl í ættum skín Heil og sæl—í björtum elliblóma! Blessuð veri kyndilmessan sii, sem þig gaf, og gömlum helgiljóma gæddi alt þitt lífsstarf, kæra frú. ísland þakkar þér i einu liljóffi, þú hefir mörgum langar vökur stytt. Endurfundin sæmd i sögu og óði signir kyndlum æfikvöldið þitt. Þá talaði ráðherra Sig. Eggerz; flutti kveðju frá æskustöðvum skáldkonunnar eystra. Frú Torfhildur þalckaði fyrir virðing þá og vináttuhót, er sér væru sýnd og áréttaði Indriði Einarsson það þakklæti með snjaiiri ræðu, sem endaði á minni kvenfólksins. Fyrir minni íslands talaði Guðm. Magn- ússon skáld. Þá er borð voru upptekin, sátu menn drjúga stund i hinuin efri söl- um við söng og samræður fram yfir miðnætti. DÁNARFREGN. *-------------—-----1---------* Þann 18. febrúar sl. andaðist hér í bæ Kristján Hólm Þórðarson. Hann veiktist snögglega af lungna- bólgu og dó eftir fáa daga. Kristján sál. var fæddur hinn 19. maí 1878, að Bot'ni í Súgandafirði í ísafjarðarsýslu. Foreldrar lians voru Þórður Jónsson og María örnólfs- Fnjóskadal. Þau hjón bjuggu & ís*- > firði, þangað til árið 1912, að þa* fluttu sig til Winnipeg í Canada- Þeim varð fimm barna auðið; fjöff- ur þeirra lifa, elzta tíu ára, yngst* fjögra ára. Hann var jarðsettur þann 25. febc. Síra Rúnólfur Marteinsson söng ytú: moldum hans. • • • Þessi tryggi, ráðvandi samfylgdar- maður var einn af þeim mörg þús- und Islendingum, sem til þessa. lands hafa flutt með bjartar vonír um góða framtíð sín og sinna. Vera má, að tíminn hefði leitt það í Ljðs, hefði honum enst aldur til, en sterk- ustu eikur falla um síðir, leggjast að jörðu eða eru höggnar upp. Þai er iögmál tímans. Af öllum rauðum rósum er þær þó rauðastar, er grerti. í kringum vögguna; menn berast óðfluga með straumnum, því nser gleyma, hvar vaggan stóð. ín Krist- ján sál mundi einlægt, hvar vaggan hafði staðið; það var viðavæmasö strengurinn í sál hans. Konan syrgir góðan eiginmannt; börnin ástríkan föður, sem í ni; t- andi frosti vann sitt síðasta dags- verk til að geta látið þeim öllum [líða vel Góð meðvitund um að hafa upp- fylt siðferðisskylduna, er sá beztá ferjumaður yfir þá á stunduia straumhörðu kvísl, er skilur hér- veru vora frá þvf ósýnilega og huld*. ’ Winnipcg, 22. marz 1915. Þ. Tómasson (írá Isafirði). Vestri er beðinn að taka þesss.. dánarfregn. Stórt og gott framherbergi t2 leigu, á mjög hentugum stað, rétt við hornið á Sherbrooke og Sarg- ent. Nógu stórt fyrir tvo. Öí þægindi í húsinu. Telephone C- 270. 623 Sherbrooke StreeL I OKUÐ TILBOÐ stíluh til undirriUOi og árituT5 "Tender for Flttings for Post Office, Stonewall, Man.” verfcur veitt móttaka á þessari skrifstofu þar til kl. 4.00 e.h. á mitSvikudaglnn 7. aprit 1915, fyrir ofangreint verk. Tilbot* vertSa ekki tekin til greinm. nema þau séu skrifut5 á þar tll prentu* eyt5ublÖt5 sem þessi Deild leggur til, OflT samkvæmt þeim skilyrt5um sem þar ert tekin fram. Uppdrættir og upplýsingar fást, oí þess er beit5st hjá Mr. T. A. Wood, Clerk of Works, Post Office, StonewaTi. Man., Mr. H. E. Matthews, Resldent Architect, Winnipeg. Man„ og á Depart ment of Public Works, Ottawa. Hverju tilbotii vert5ur at5 fylgja viT5- urkend banka ávísun á Chartered Can- ada Banka, borganleg til Honourabli The Minister of Public Works, sen kemur upp á 10 prósent af upphæTS til- botisins. Eftir skipun, dóttir. R. C. DESROCHERS, ritait. Árið 1904 giftist hann Jóhönnu Department of Public AVorlts. Hrólfsdóttur,' frá Draflastöðum í 26Ottawa. 17. marz, 1915. —756« BONDINN VEIT að þeir sem mala Purity Flour kaupa beztu tegund af harða hveiti vesturlandsins. Þetta félag á um hundrað kom hlöður í sléttu fylkjunum, þar sem bezta hveiti veraldar- innar vex. Nákvæm athugun í kaupum efna gjörir hveiti roalaranum mögulegt að framleiða mjög góða og jafn góða’tegund af hveiai. PUBITY er uppáhald i Canada. Reyndu það þegar þú. bakar næst. PURIT9 FLOUR More Bread and Better Bread F L O R / D A! NOTID TÆKIFÆRID! PRA I DAG Tlt, 1. APRUi, er hægt a5 fá keypta gótSa byggingarlúti i liíorth Deerflold. (Palm Beach fylki) og fimm ekrur skamt þar frá, af góSu ávaxtarækunarlandi, fyrir atíeins $175.00. Borgunarskilmálar: $10.00 nit5ur og $10.00 á mánutii. Allar nánari upplýsingar gefur: J O N A S H. JONSSON 5, Vinborg Block, homi Agnes og Sargent. Til viítals frá kl. 3 til 6 alla viku daga ati 606 Sterling Bank Building 506 Sterling Bank Bldg. TALSIMI MAIN 2733 off GARRY 27!»7.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.