Heimskringla - 25.03.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 25.03.1915, Blaðsíða 2
BLS. 2 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. MARZ 1915. THE CROTO DRUG CO. WINNIPEG Bætir fljótlega Ábyrgst RHEUMA TIC TREATMENT VerS $1.50 Rafmagns heimilis áhöld. Hughen Rafmapns Eldavélar Thor Rafmagns Þvottavélar Red Rafmagns Þvottavélar Harley Vacuum Gólf Hrelnsarar “Laco” Nitrogen og Tungsten Lamp- ar. Rafmagns "Fljctures” “Universal” Appllances J. F. McKENZIE ELECTRIC CO. 283 Kennedy Street Phone Maln 4064 Wlnnipeg ViSgJörSir af öliu tagi fljött og veJ af hendl leistar. D. GEORGE & C0. General House Repairs Cablnet Makere and Upholaterera Furniture repaired, upholstered and cleaned, french polishing and Hardwood Finlshlng, Furnl- ture packed for shlpment Chairs neatiy re-caned. Phone Garry 3112 369 Sherbrooke St. THE CANADA STANDARD LOAN CO. AVal Skrlfstofa. Wlnnlpeg $100 SKULDABRÉF SELD Tllþæginda þeim sem hafa smá upp- hættir til þess a?5 kaupa, sér i hag. Upplýsingrar og vaxtahlutfall fæst á skrifstofunni. Je C. Kyle, rAVcmaVor 428 Mala Street, Wlnnlpeff. Piano stilling Ef þú gjörlr árs samning um að láta stilla þitt Píano eða Player Plano, þá ertu æfinlega viss um að hljóðfæri þitt er f góðu standi. Það er ekki að- eins að það þurfi að stilla píano, heldur þar að yfirskoða þau vandlega. Samnings verð $6.00 um árið, borganlegt $2.50 eftir fyrstu stillingu, $2.00 aðra og $1.50 þriðju. H. HARR/S 100 SPENCE STREET CARBON PAPER for TTPEWRITER—PENCIL— PEN Typewriter Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDG. Phone Garry 2899. Brúkaöar saumavélar meö hœfl- legu veröt.; nýjar Slnger vélar, fyrlr penlnga út 1 hönd eöa tll letlgu Partar i allar tegundlr af vélum; aögjörö & öllum tegundum af Fhon- nographs & mjög l&gu veröl. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega "agenta" og verksmala. BETUR BÚINN TIL Bragð Betri,—er Betri í merkur eða pott flöskum. Kelt hjá öllum verzlunarmönnum eða frá E. L Drewry, Ltd., Winnipeg. Pólland. (NiÖurlag). Alexander annar keisari var ný- kominn til valda, og var frjálslynd- ur maður og frelsishreyfingar voru þá hér og hvar um Evrópu, og eink- um þó á ftalíu. Og nú héldu frelsis- postularnir í Póllandi gamla, að tími væri kominn til að vinna hið langþráða frelsi. En þeir höfðu eng- an her; þeir réðu ekki stjórn í nokk- urum hluta landsins; þeir höfðu ekkert fé, en treystu eingöngu upp á það, að fá hjálp utanað, frá öðr- um rikjum. Þeir leituðu víða hjálp- ar; allar stjórnirnar höfðu um það góð orð, en engin vildi baka sér reiði Rússa með því að skerast í leikinn. Þeir sendu Rússum reyndar bréf og héldu fram málstað Pól- verja; en svo sljólega, að Rússar stungu bréfum þeim með fyrirlitn- ingu undir stólinn. Þeir börðust hraustlega í örvæntingu, Pólverjarn- ir, i nokkra mánuði og stóðu i Rúss- um miklu lengur en nokkurn grun- aði; — en þeir hlutu að verða und- ir; það var óhugsandi annað. Þegar stríðinu var lokið, bjugg- ust menn við, að Rússar mundu slátra Pólverjum í hópatali; en þeir fóru öðruvísi að. Bændurnir höfðu lítinn þátt tekið í uppreistinni. Það var aðallinn, sem átti mestan eða allan þátt í henni, lendu mennirnir, — þeir höfðu æfinlega verið fljótir til að hefjast handa. Rússar áttu því ekkert við bændurna, en snöru sér að hinum lendu mönnum og tóku af þeim löndin. Þeir vissu, að þá mundi þverra máttur þeirra; þeir gátu þá ekkert. Þetta gjörðu Rússar i stórum stíl, og sópuðu Pólverjum af löndum þeirra/ Það hafði lengi verið urgur og sundurgjörð milli pólsku bændanna og landeignamannanna. Þetta not- uðu Rússar sér, og árið 1864 kom út lagaboð, er tók helming landanna af öllum aðalsmönnum, og voru svo lönd þessi gefin leiguliðunum, sem höfðu búið á þeím og ræktað þau áður; og auk þess voru bændur los- aðir frá öilum skyldum, að vinna á löndum þeim, sem áðalsmennirnir héldu eftir. Hagur þeirra, sein jörð- ina ræktuðu, batnaði drjúguni við þetta; en mikill hluti aðalsmann- anna varð alveg féiaus og vandræða- menn, og lengi eftir urðu þeir að sætta sig við, að vinna á járnbraut- unum eða i veitingastofunum, eða við það, að keyra menn i stórborg- unum, eins þó að þeir hefðu náð hárri mentun. En nú tók stjórnin, sem eðlilegt var, að reyna að gjöra Pólverja að góðum Rússum. Hin pólska tunga mál var fyrirboðið í kyrkjunum, á skólum, leikhúsum, fréttablöðum og á öllum skriflcgum skjölum cða samningum, og hinir rússnesku em- bættismenn biðu vonarfullir dags- ins, þegar mæðurnar færu að kveða rússnesk vögguljóð yfir börnum sín- um. Þessari aðferð var haldið áfram öld- ina út. Reyndar fengust nokkrar umbætur árið 1905, en þær voru ekki mikiisvirði. Bannið lág á tungu máii þeirra; það var fyrirboðið, að hafa það um hönd á öllum opinber- um mannfundum, og þeir gjörðir útlægir, sem kendu ófróðum mönn- uin fullorðnum að lesa eða skrifa pólska tungu. 1 löndunum, sem Austurríki fékk, hafa Pólverjar verið betur settir; einkum siðan Austurriki beið ósig- urinn fyrir Prússum við Sadow árið 1866. Frá þeim tíma fóru Austurrík. ismenn að bæta sig og veita hinum mörgu þjóðflokkum rikisins meira frelsi en áður. Og með lipurð og lægni gátu Pólverjar lokkað út úr Jósep keisara árið 1889 iagaboð, sem veitti þeim einskonar sjáifsfor- ræði i Galiziu. Þeir hafa héraðs- stjórn þar (Provincial Constitu- tion), og senda svo á aðalþingið í Vínarborg 80 þingmenn, er þeir kjósa sjálfir, og hafa margir þeirra orðið ráðgjafar; sumir ágætir, svo sem þeir Badeni og Goluchowski. En á Prússlandi var meðferðin alt önnur. Hún var lík og á Rúss- landi, og eiginlega engu betri. Þeir voru þar hörku og kúgun beittir, Pólverjarnir. Þá voru Prússar að ná forustunni yfir öllum þýzku þjóð- flokkunum. Og fljótt fóru þeir að kvíða því, að Þjóðverjar myndu eiga erfitt með, að ná yfirráðum inni í löndum þeim, sem Pólverjaor bygðu. Þeir fóru þvi að reyna að gjöra þá þýzka og beittu þá, er fram í sótti, svo mikilii hörku, að það var háifii verra en á Rússlandi. Aðferðin var tvens konar: fyrst að bæla niðu og útrýma hinni pól- versku tungu, og svo hitt, að koma lýzkum bændum inn í pólsku sveit- irnar; áttu þeir að vera súrdeig >að, er sýrði alla pólsku þjóðina, svo að hún týndi sögu, trú og máli og yrði alþýzk. Arið 1872 kom út lagahoð eitt, sem gjörði þýzku að skyldunámsgrein í skólunum og lögregluiiðinu var skipað, að loka eða banna hvern fund, þar sem ræð- ur væru fluttar á pólskri tungu. Arið 1888 var skipuð nefnd manna til þess, að kaupa Iönd af Pólverjum, og setja á löndin þýzka nýlendumenn. Veitti ríkið til þess eitt hundrað milliónir marka, og tíu árum síðar var upphæð sú tvöföid- uð. A 15 árum voru þannig keyptar scx hundruð ferhyrningsmílur, og settar á löndin fjögur hundruð fjöl- skyldur. En þrátt fyrir þetta komu Pólverjar inn að austan fljótara, en Þýzkir gátu tekið löndin undan hinum, sem fyrir voru og hrakið þá burtu, en komið Þjóðverjum inn; en flestir þeirra, sem löndin létu, hurfu burtu, iangflestir til Ameríku. Arið 1902 komu upp óhróðurs- sögur margar um athæfi þetta. Var það borið upp á þingi Prússa, að" eftir boði stjórnarinnar hefðu börn verið húðstrýkt á pólsku skólunum, sem ekki vildu lesa Faðir-vor á þýzku. Varð Buelow kanslari að kannast við það, og eins hitt, að það hefði ekki dugað. En ait fyrir þetta, var að nýju lagt fram fé til þess, að kaupa löndhi af Pólverjum, og lagaboð gefin út, er bönnuðu hin- um þýzku nýlendumönnum að selja Pólverjum löndin. Það var árið 1906, að börnin gjörðu eins konar verkfall (strike) í lönduin Pólverja, og í verkfalli því voru hundrað þúsund börn, alt sam- an börn á skólaaldri. Þau afsögðu, að láta húðstrýkja sig fyrir það, að neita að svara spurningum kennar- ans á þýzkri tungu. A þessu ári kvartaði fjármálaráðherra Þjóð- verja, barún von Rheinbachen um það, að seinustu 15 árin hefðu Þjóð- verjar fækkað í Austur-Prússlandi um 630 þúsund; en aðeins 5 sein- ustu árin hefðu 300 þúsund Pólverj- ar flutt inn þangað. Stjórnin sá, að þetta dugði ekki, hún varð eitthvað til bragðs að taka; og 1908 komu út lög um það, að neyða pólska iand- eigendur til að selja Þjóðverjum lönd sín, og hefur margur Þjóðverj- inn notað sér það, og fengið ódýr kaup hjá Pólverjum nauðugum, er skyldir voru að láta land sitt falt, ef nokkur Þjóðverji kom, sem vildi kaupa. , Þegar á alt er litið, hefir engin mentuð þjóð á seinni timum orðið fyrir öðrum eins hrakförum og mis- þirmingum einsog Pólverjar, að undanteknum Gyðingum. Tuttugu millíónir karla, kvenna og barna búa nú innan takmarka hins forna konungsrikis Póllands Tíu millíónir þeirra tala pólska tungu, eða myndu gjöra það, ef þeim væríleyft það, og eru í ströng- um skilningi pólskir. Helmingur þeirra lýtur veidi Rússa, einn þriðji undir Austurríki, og þeir, sem þá eru eftir, undir Prússlandi. A Rúss- landi og Prússlandi hefir með öllu móti verið reynt, að slíta úr huga þeirra allar endurminningar um forna frægð og ætterni og brjóta og hæla niður aliar hreyfingar og tii- finningar þeirra, sem sérstök þjóð; og Austurríki hefir si og æ verið að minna þá á, að þeir eigi cngan rétt og megi ekki ala neinar vonir um sérskilið þjóðerni, eða að þeir nokkurntima geti staðið á eigin fót- um. , En þrátt fyrir alt þetta er langt frá þvi, að búið sé að bæla niður framsóknaranda, ættjarðarást og freisisþrá Pólverjanna. Seint á næstliðinni öld kom fram hópur manna i Austurríki, er báru mál Pólverja fyrir brjósti. Arið 1866 stofnuðu þeir biaðið “Polish Re- view”. Hélt það fram á friðsamleg- an hátt ölluiii málum, sem Pólverj- um voru hjartfólgnust og mest varðandi, og unnu að því framúr- skarandi menn, mentamcnn, málar- ar, listamenn aðrir og stjórnmála- menn. Arið 1886 var í þeim hluta Pól- iands, er Rússum laut, stofnað fé- lagið The Polish League, og iagði þjóðin öll fé til með samskotum, og um leið var þar blað stofnað. Niu árum seinna var nafninu breytt, og kallaðist félagið upp frá þvi Nation- al League, og hefir það varið öllum kröftum sinum til þess, að halda uppi minningunni um Pólland, og gefur út blöð og tímarit, og stofnar smærri félagsdeildir (klúbba) út um landið, til þess að halda við þjóðerni sínu móti Rússum, Prúss- um og Austurríkisinönnum, sem allir hafa viljað kæfa það; eins berj- ast þeir af alefli á móti alþjóða sós- ialistum og þeirra stefnu, því að alt miðar þetta að hinu sama: eyði- ieggingu þjóðernis þeirra og sjálf- stæðis. En hvernig sem með Pólverja er farið, hvernig sem þeir eru kúgað- ir og undirokaðir og flæmdir land úr iandi, þá er ekki hægt að kæfa hjá þeim hæfileikana, námfýsina, skarpleikann. Sem vísindamenn og listamenn, myndasmiðir, máiarar, söngfræðingar, standa Pólverjar framarlega og margir þeirra eru heiminum kunnir fyrir eitt eða annað af þessu. Þetta sýnir, að hin póiska þjóð hefir ákaflega mikinn lífskraft í sér ennþá, og er vottur um það, að fái þeir nú tækifæri til sjálfstjórnar og menningar, þegar stríði þessu er lokið, þá muni þeir sýna heiminum það, að þeir eru engir eftirbátar annara. Og ef að nokkurntíma kemur sá dagur, að Evrópa verður fyrir árásum Asiu- manna, þá gæti svo farið, að það væri holt fyrir hinar vestiægu þjóð- ir, að hafa þarna voldugt pólskt ríki, er næði frá Eystrasaiti og suð- ur undir Svartahaf, með Serbum og Rúmenum sem bandamönnuni. Hún kynni að brotna á þeim flóðaldan Kinverjanna eða Tartaranna, eins- og hún gjörði áður fyrri, er þeir stöðvuðu fyrst Mongóla hvað eftir annað og síðan Tyrki, þegar öll Norðurálfan skalf og nötraði. En nú einmitt eru Pólverjar von- betri, en nokkru sinni áður um við- reisn þjóðar sinnar; því að 14 dög- um eftir að stríðið byrjaði, lýsti Nikulás stórhertogi því yfir, og lét embættsskjal útganga tii allra Pól- verja, ritað — ekki á rússnesku — heldur pólskri tungu, og í þvi lofaði hann, að Pólverjar skyldu allir verða sameinaðir, undir veldi keis- ara að visu, en fá fult trúfrelsi, mál- frelsi, sjálfstjórn og njóta óhindrað- ir hinnar fornu pólsku tungu sinn- ar. Rétt á eftir þessu lýsti Rússakeis- ari yfir hinu sama. Enda mun hann hafa sent frænda sínum Nikulási símskeyti um þetta, áður en hann gaf út þessa yfirlýsingu sína; og ó- efað hefir Nikulás hertogi átt inik- inn þátt í þessum gjörðum frænda síns, ef ekki verið fyrsti maður til að halda því fram, þvi að hann er stórvitur maður. En nú er það undir stríðinu komið, hvernig þetta geng- ur, eða hvort Prússar og Austurrik- ismenn verða að sie'ppa löndum sinum, sem þeir tóku fyrrum með ráni og svikum. Yerði Þjóðverjar ofan á, geta öll þessi áform að engu orðið, þvi að þá vilja Þjóðverjar taka öll þessi lönd. Það var eitt af því, sem þeir voru búnir að ætla sér. En verði bandamenn ofan á, þá sjáum vér þarna mýndast pólverskt ríki. Vér munum þá sjá margar fleiri breytingar á landamerkjum ríkj- anna í Norðurálfu; þá munu sumir svírann beygja, sem ekki hafa lotið fyrri, en fjöldi þ«rra hiifðum lyfta, sem nú hafa orðið að standa niður- lútir og þola svipuhögg stórbokk- anna öld fram af öld. Fyrirmynda bóndi í Manitoba. JAMES CARR, Warrington. Einn af góðu búmönnunum, sem hefir nú fengið hæstu verð- laun i annaö sinn fyrir hveitirækt. (Þýtt úr Free Press af Jóni Jóns- syni frá Sleðbrjót). James Carr býr nálægt járnbraut- arstöðinni Warren, við Oak Point brautina i Warrington póstumdæmi. Hann hefir nú í annað sinn fengið hæstu verðlaun fyrir hveitirækt. — Fyrir ári siðan fékk hann fyrst þessi verðlaun, sem svo margir þrá að hreppa. Mr. Carr kom frá Hastings í Ontario fyrir 17 árum, og keypti þá ábúðarjörð sina, sem var half breed scrip, fyrir 2 dollara ekruna. En þrátt fyrir fjárhags vandræðin, sem nú eru, mundi honum veitast létt, að selja nú ekruna fyrir 75 doli- ara. Bezta sönnunin fyrir þvi, hve mikilsverður þykir búskapur Mr. Carrs er sú, að prófessor Bedford, aðstoðarráðgjafi Manitoba fylkis í búnaðarmálum, taldi bújörð hans eina af þeim, er ákjósanlcgast væri að fá, til að setja þar upp fyrir- myndarbú, og i vetur hefir búnaðar- málastjórn fylkisins beðið Mr. Carr að hafa til 200 busheis af hveiti tii útsæðis handa fgrirmgndarhúum fylkisins. Fréttariari Free Press hitti Mr. Carr að máli í gærkveld, og þó hann sé nijög yfirlætislaus maður, varð hann fljótt máihreifur, er ræðan barst að mixed farming; því þessa tegund búskapar hefir hann lagt stund á af áhuga og trúmensku, sið- an hann kom hér vestur. Það eru æskuhugsjónirnar, sem honuin voru innrættar í Ontario, sýndar verk- iega hér vestra. Kenningin um, að “sá hveiti í hverja einustu ekru” hef- ir ekki þokað um fet æskuhugsjón- um hans. Arið 1914 sáði hann i 320 ekrur, og uppskeran var 4000 bushel af öllum korntegundum; auk þess fékk hann 110 tonna uppskeru af fóður- bæti, og taisvert af alfalfa. Bletturinn, sem verðlauna-hveitið óx á, var 40 ekrur. nýbrotið, að kalla. Hann hafði brotið og disk- herfað þenna blett 1913. Hveitinu var sáð 18. apríi; en slegið 10. ágúst. “Þangað til fyrir þremur árum síðan, hefi eg aðeins sáð Red Fife hveiti”, sagði Mr. Carr. “En þá fékk eg Marquis hveititegund frá Mr. Burnill við Elfros, Sask. Hann fékk hæstu verðiaun fyrir hveiti það ár, og það var af þvi útsæði, sem hveit- ið spratt, er eg fékk verðlaun fyrir í f.vrra. Svo notaði eg mitt eigið verðlaunahveiti til útsæðis í sumar og árangurinn varð, að eg fékk aftur verðlaun. Eg borgaði Mr. Burnill 2 dollara fyrir bushelið og betri kaup hefi eg aldrei gjört. “Eg fékk 28 til 30 bushel af ekr- unni í sumar. Og það er mér gleði, að hafa getað áimnið mér verðlaun í annað sinn”. Mibboíí í BLUE R/BBON KAFFI OG BAKiNG POWDER Blue Ribbon te, kaffi, Baking Powd- er, Spices, Jelly Powders og Extracts eru hreinust og best. Þegar þú ert í vafa þá brúkaðu Blue Ribbon. Vér ábyrgj- umst fullkomin gæði allra þeirra hreinu vörutegunda, sem vér höfum meðferðis. “Hefurðu gripi?” spurði tíðinda- maðurinn vor. “Já, eg hefi altaf gripi. Eg get aldrei hugsað inér búskap án gripa. Eg hefi mest mjóikurkýr af Holstein kyni. Eg sel rjómann alt af til Win- nipeg. Það er injög arðsöm sala í vetur. Eg hefi nokkra uxa, sem eg el inni i fjósi, og svo hefi eg nokkur svín. Það var fyrst í sumar, að eg fór að rækta korn til fóðurs, að nokkrum mun; hafði aðeins smá- bletti áður. En í vor er var, sáði eg fóður-korntegundum i 8 ekrur, og uppskeran varð þetta, 110 ton. Fyr- ir 4 árum byrjaði eg að rækta al- falfa, og mér hefir reynst það vel. Eg fæ 2% til 3 tön af ekrunni tví- slcginni”. “Elurðu upp hesta?” spurði tíð- indaniaður vor. “Já, eg el upp hesta. Mín skoðun er, að hver bóndi ætti að ala upp alla þá hesta, sem hann þarf, og eiga fáeina umfram til að selja, þeg- ar gott verð fæst. Eg hefi gjört þá áætlun, að fjórfalda gripatöluna á 4 árum. > “Allir bændur ættu að kappkosta, að hafa sem bext jafnvægi á öllu í búskapnum. Ekki að leggja of mikla stund á, að framleiða aðeins eina tegund, en reyna ekki að hafa aðr- ar. Það er ekki gróðavegur. Hún bygð á misskilningi þessi marg- rædda kenningl' “Meira og meira hveiti”, Afleiðingin af því, ef þess- ari kenning er fylgt i blindni, er sú, að það er oft sáð i land, sem þyrfti að hvíla, eða er ónýtt, og árangurinn verður léleg uppskera. “Bændur ættu að kynna sér vel horfurnar á markaðinum. Eg sel aldrei hveiti á haustin. En eg reyni altaf að vanda hveitið, svo það sé hæft til útsæðis. Það er æfinlega hægt að selja útsæðishveiti á vorin”. Auk hæstu verðlauna fyrir hveiti, hefir Mr. Carr fengið fyrstu verð- laun í sinni sveit fyrir hafra. Og þriðju verðlatin í almennri sam- keppni í hafrarækt. “Betur við ætlum bændur marga slika”. DÁNARFREGN. *--------------—-------------* Laugardaginn 6. febrúar síðastl. þóknaðist guði að burtkalla mína beztu vinkonu, Ragnheiði Krist- jánsdóttur Goodman. Hún hafði legið rúmföst á þriðju viku. Bana- mein hennar var garnabólga. Seinni part legunnar hafði hún sofið all- mikið og leið að síðustu út af eins og ljós. Hennar er sárt saknað af eftirlif- andi ekkjumanni Lárusi Goodman. Við hlið hans starfaði hún í 40 ár. Þau hjón bjuggu f Brekkukoti í Tungusveit f Skagafirði. Árið 1883 fluttust þau hjón vestur um haf og byrjuðu búskap í Pembina, N. D., og bjuggu þar um margra ára skeið. Til Joliet fluttu þau fyrir þriggja ára tfma og svo aftur á sfna cign f Pembina, N. Dak. Seinna fluttust þau til Wynyard, Sask. Auk ekkjumannsns syrgja Ragn- heiði heitina börn þessi: Skúli, Þor- björg, Lára og Kristn.undur. öll eru þau gift, að hinu sfðasttalda und- anteknu. Þau hjón mistu einnig fyrir inörgum árum sfðan dóttur um tvítugs aldur, Þurfði að nafni, mjög efnilega og göfuga stúlku. — Þessi börn eru öll vel gefin og góðhjörtuð. Jarðarför Ragnheiðar sál. fór fram 13. febrúar að viðstöddum fjölda fólks. Sú, er þetta ritar, finnur það skyldu sína að geta þoss, að Ragn- heiður sál. var göfug og góð kona, og sannur vinur, þegar á vin þurfti að halda; að hún tók mér með móð- urlegri ástúð og umhyggju, er eg kom á heimili hennar ein míns liðs, er þau hjón bjuggu f Pembina, N. D. — Það eru margir, sem eru fúsir á að verða að liði og gjöra gott; en það eru færri, sem er gefið að gjöra það af jafn einlægu hjarta og Ragn- heiður heitin; eg gleymi aldrei móð- urlegri umhyggju hennar og ástríki mér til handa, sem einnig fylgdi mér eftir að eg bjó f mörg hundruð mílna fjarlægð £rá henni. Ragnheiður sál. var trú og stað- föst kona, sem dó örugg í von um eilífa sáluhjálp. Eg geymi endur- minningu um hana og hennar fólk, sem alt var mér svo gott, þegar mér lá sem mest á, unz hönd mín stirðn- ar og hjartað hættir að slá. Við skul um öll vona, að við eigum samleið með henni hinu megin, að enduðu þessu hérvistar stríði. Eg veit hún lifir á vegum guðs. , Blessuð sé minning hinnar látnu! Mrs. August Teitsson, Blaine, Wash. Rausnarleg gjöf *-----------------------------—* Hr. ritstj. Heimskringlu! Viljið þér gjöra svo vel, að leyía eftirfarandi lfnum að birtast f yðar heiðraða blaði. Við undirritaðar finnum oss skyit að geta þess, að í vetur hefir herra Jóhannes Sigurðsson, kaupmaður hér á Gimli, afhent okkur eitt hundrað dollar í peningum, til út- býtingar meðal fátæklinga hér á Gimli og grendinni og höfum við nú að mestn afgreitt það, cftir okkar dómgreínd og saiimzKU. Vér' erum þess fullvissar, að hugheilustu þakklætistilfinningar frá þiggjend- unura fyigja línum þessum, og einn- ig að sá sem ekki lætur einn vatns- drykk ólaunaðan, metur gjöfina að verðleikum. Hr. Sigurðsson gat þess, að gjöfin væri frá verzlunarfélagi sínu, Sigurdsson, Thorvaldsson & Co. Þetta sýnir réttan skilning á því, að sælla er að gefa en þiggja. Elísabet Polson, Ingibjörg Frímannsson. Gimli, Man. Menn! LæriíS AutomobQe og Gas Tractor Iðn. Via þurfum að fá flelri menn til a15 sklpa þær stölSur sem eru auöar vegna þeirra möreu hundruö manna sem hafa farlö f srfölö, og vegna þess hvaö korn matur er h&r þ& veröa allar Tractor vélar i brúki næsta vor; og eigéndur eru aila reyöu farnlr aö gjöra efttrspurn eftir véla frætiingum. Byrjatiu & skölanum nú strax svo þú verölr vlöbúin vorinu. Skrlfiti etSa komltS og fáltS fallega ðkeypls vertSskrá. Hemphill’s Motor SchooL 483Main Street, Wlnnlpeff. Isabel Cleaning and Pressing Establishment J. W. ÚUINN, elgandl Kunna manna bezt atS fara mel LOÐSKINNA FATNAÐ VitSgertSir og breytlngar & fatnatSi. Phone Garry 1098 83 Isabel St. hornl McDermot Phone Mnln S181 179 Fort 8t. FRANK TOSE Artist and Taxidermist Sendin mér dýrahOfoVln, nem blQ vlljlfi lfita ntoppo fit. Kaupi stór dýrshöfu'ö, Elk tennur, og ógörfuö loöskinn og húölr. Biöjiö um ókeypis bækling meö myndum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.