Heimskringla - 06.05.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 06.05.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 6. MAÍ 1915. HEIMSKRINGLA BLS. 5 Stephan G. Stephansson og skáldskapur hans. (Örstutt ágrip af erindi, sem Arn- yrímur Johnson flutti á fundi í félaginu “fslendingur” í Victor- ia, B. C„ þ. 19. júlí 1914). Stephán er mjög vel lesinn og auk þess gæddur frábæru minni; hann má því i mörgum skilningi kallast fjölfræðingur. Hann fylgist með öll- um aðal-atriðum í stjórnarfari hinna framfaramestu þjóða. — Um leið og hann leggur óhlutdrægan dóm á öll söguleg stórmerki, þá á lítilmagn- inn og sá, sem lægri hlut ber, þar ætið vísan svaramann, sem Stephán er. — Hann er, ef til vill, réttnefnd- ur “vantrúar-maður”, en er þó jafn- framt umburðarlyndur gagnvart öllum trúarskoðunum, og gjörir ald- rei, að fyrrabragði, árásir á trúar- brögð annara manna, en andinælir oft þunglega prestlegrf og kyrkju- legri kreddu-stefnu, sem honum virðist leitast við, að kefja niður dóingreind einstaklingsins, með því að krefjast trúar án skynsemi og í- grundunar. — Það álit, sem inargir hafa látið i Ijósi, að skáldskapur Stephán sé alt of þungskilinn, er sprottið af mis- skilningi. Auðvitað er skáldskapur hans djúphugsaður, en áreynsla í skilningi og íhugun er nauðsynleg á sama hátt og líkamleg áreynsla og æfing er bæði nauðsynleg og æski- leg til að ná fullkomnum líkams- þroska. Ræðumaður las upp ýmsa kafla úr kvæðum skáldsins, og nokkur heil kvæði, til þess þeim mun betur að sannfæra áheyrendur sína um það, að Stephán sé bæði góðskáld og kraftaskáld, og um leið ljós og auðskilinn. Að endingu hvatti ræðumaður á- heyrendur sína til að kynna sér vel skáldskap Stepháns, og kvaðst hann skyldi ábyrgjast, að þeir stórgræddu á því. * * * * ATIIS. Þó þetta stutta ágrip af hinu langa og snjalla erjndi Arn- grims sé eðlilega injög ófullkomið, þá langaði mig samt til, að það birt- ist á prenti, sérstaklega vegna þess, að það mótmælir |>ví marg-endur- tekna rugli, að kvæði Stepháns séu yfirleitt svo torskilin, að almenning- ur hafi þeirra engin not, og sé því að mestu leyti hættur að lesa þau! Alit Arngríms er, að minni hyggju, miklu meira virði, heldur en þess- ara skilnings-litlu nöldrunar-seggja. J. A. J. L. Ein skrúðgangann enn. Á laugardaginn var ein skrúð- ganga þeirra Austanmanna, ef skrúð göngu skal kalla. Vér komuin út frá Eaton búðinni miklu seinni hluta dags, og þegar út kom sáum vér lest þessa hinu megin á strætinu. Kom hún frá Main St. og hélt vestur Por- tage Ave. svo langt sem augað evgði. Gengu 4 í röð og svo þétt sem æfðir hermenn, svo að erfitt var að kom- ast gegnum þá, enda reyndu það fá- ir. En strætavagnar runnu þó eftir teinunum, en göngumenn hrukku frá á meðan. Með einum þessum strætisvagni komumst vér yfir stræt- ið og gengum þegar norður Princess stræti, en þegar kom á næsta stræti frá Portage, kom sama lestin að vestan og var þó hali hennar á Por- tage hjá Eaton. Ekki vitum vér, hvað langt hun kom að vestan, en þegar vér koinum á Notre Dame Ave., hélt lestin norður Princess, sem sjá mátti. Og hafi verið 15,000 í seinustu lest, þá skyldi oss eigi furða þó að í þessari hefði verið 20,000. Ekki vitum vér til og ekki viljum vér trúa því, að nokkur Islendingur hafi verið í för þessari. Flöggin, er vér sáum, voru letruð á Czeknesku r ' -----J-------S I Hospital Fharmacy Lyfjabúðin sem her uf ölluni öðrnni. — Komið off skofíii) okknr um■ | ferðar hókusafn; mjoy vdýrl — Linnifj seljum vifí prningu■ ávisanir, seljuni frimerki oy I gegnnm uðrum poslhnsslnrl ] í um. j 818 NOTRE DAME AVENTJE i Phone G. 5670-4474 " -----------------------------* FURNITURE on Easy Payments 'i OVER-LAHD MAIN & ALEXANDER eða Ruthena máli, sem hinir slaf- nesku Austurríkismenn tala. Með lestinni fór á hjóli maður, einn eða fleiri, sem töluðu á útlenda tungu, er enginn skildi í hópum þeim, er vér stönsuðum hjá. Margir i göng- unni voru vel búnir, með hvítu líni og armstúkum. Á tveimur eða þrem- ur stöðum sáum vér konur, frekju- iegar og var sláttur á þeim. Aftur voru sumir illa búnir; margir reykj- andi, margir rauðir mjög í andliti, sem þeir kæmu af knæpum og litu út fyrir að vera til alls búnir. Yfirhöfuð leizt oss ekki á söfnuð þenna. Hvers vegna fara þeir ekki út á land? Eru þeir ver af en vér fslendingar vorum, þegar vér kom- um hingað allslausir? Eða geta þeir ekki bjargað sér á landi úti?- Eru þeir ekki til annars hæfir, en að stinga með skóflunni eða liggja á knæpunum? Hverjir réðu komu þeirra hingað? Járnbrautirnar hafa boðið þús- undum vinnu. Stjórnin hefir tekið góðan hóp þeirra og látið þá fara að stinga upp land, sem hún gat plægt með miklu ódýrara móti, og gefur þeim, eftir því sem vér komumst næst, 3 máltíðir á dag og 50 cents fyrir 5 klukkutíma vinnu. En þeir eru óánægðir með það. Þeir segjast vera Social-Demo- crats; það er þeirra pólitiska trú. Þeir hafa flutt hana með sér úr lönd- unum, sem þeir komu frá. Eftir framkomu þeirra hér, er hún mið- ur girnileg, og virðist ekki vera landi eða lýð til mikillar upphygg- ingar. Harðstjórn og kúgun hafa skapað hana í Evrópu, og riddara- hællinn og sporarnir Þjóðverja og Austurríkismanna. Þetta er hér hvorugt til, og pólitisk trúbrögð Austanmanna þessara viljuni vér helzt vera lausir við. Oss virðist jieir ekki vera uppbyggilegir læri- feður. , Það getur verið spursmál um það, hvort það sé heppilegt, að hafa svo margar þúsundir verkamanna þess- ara lausar,—að láta þá ganga svona mállausa — því að þeir kunna ekki ensku —, hungraða og iðjulausa um borgir og bæji. Vafalaust hafa stór- ir hópar komið úr borgum og bæj- um vestur í landi. Þeir setjast hér upp í Winnipeg og heimta að menn fæði sig og klæði. f bráðina væri kannske bezt, að senda þá alla aust- ur til Evrópu, ef þeir vildu berjast á móti Vilhjálmi. En sé þeim ekki til þess trúandi, þá væri vissara að hafa eftirlit með þeim hér. Ný kvæðabók. ÖRÆFALJÓÐ, eftir Einar P. Jónsson. Winnipeg. 1915. Kostnaðarmuður: Þorst. Otidsson. Hún.er ekki stór, þessi bók, en kvæðin i henni eru öll snotur, og sum þeirra beinlínis vel ort. Málið er yfirleitt ágætt, hreint, þýtt og til- gjörðarlaust. Einstöku orð má, ef til vill, eitthvað út á setja, svo sem “hrausti þulur”, i kvæðinu til Jó- hannesar Jósefssonar, bls. 61. Þulur er gamall og vitur maður, og þo að það, ef til vill, geti þýtt maður í víðtækari merkingu, er það ótækt, Jiegar átt er við ungan mann, sem lielzt hefir það til sins ágætis, að vera hraustur. Sama má segja um orðið “brýn” i kvæðinu “Næturvíg”, bls. 28. Til forna var orðið brýnn i fleirtölu, nú ávalt brýr. Hálfóvið- kunnanlegar lýsingar koma fyrir á einstöku stað, svo sem: “undrafjöll, ofin rósum og drifin mjöll”, á bls. 35. — En þetta'eru smámunir, engir verulegir gallar. Yrkisefnin eru ekki stórfeld, en það er vel farið með þau, og hugs- unin er alt af Ijös og týnist hvergi í orða-moldviðri. Kvæðin eru helzt til jöfn og það eru fá verulega góð tilþrif i þeim, þó þau séu nokkur. Dettur manni í hug, að þau mundi víðar að finna, ef h<>f. hefði ort lengri kvæði og valið sér sjaldgæf- ari yrkisefni. Sumstaðar er ágæt- lega að orði komist, einsog í “Suin- arvísunum” á bls. 24: , "Mér finst all nicr opni veg og ijfir hafið kæmist eg i einu áratogi”. “í dögun” er fallegt kvæði; æsku- þránni er rétt vel lýst þar. önnur góð lýsing, J>ó alls annars eðlis, er í kvæðinu: “Á Heljardalsheiði”, og í stökunni: “Gömul kona” er af- bragðs góð lýsing: "Fyrtnm var hún falleg björk, fögrn linii btíin. Xú er hún eins og eyðimörk öllnm fjróðri riiin”. 1 i leiri .vísur eru hæði efnisríkar og [ kjarnyrtar. Ettjarðar- og tækifæris-kvæðin j r i naumast meira en í meðallagi j yfirleitt, þó sum þeirra séu rétt góð. Það, sein er sérkennilegast við kvæðin i heild sinni, er það, að i g' gnum þau andar hlýr <>g þægileg- > !■ blær. Þau skilja eftir hjá lesand- anum hlýjar tilfinningar, og þess vegna finst manni, að maður hafi grætt eitthvað við lestur þeirra; en það er meira en sagt verður um margt af skáldskap þeiin, sein birt- ist á prenti hér hjá okkur Vestur- lslendingurö. Elest kvæðin eru ort á lslendi; nokkur hér vestra. Vestur-íslend- ingar geta ekkert betur gjört, en að hlynna að þeim litla bókmenta- gróðri, sem vex hjá þeim. Hann þarf þess með, því rithöfundar geta ekki fremur en aðrir menn unnið alveg endurgjaldslaust. En, segir fólk, við viljum fá and- virði peninganna, hvað sem við kaupum, hvort sem það eru bækur eða annað. Gott og vel, þessi ljóða- bók er virði þess, sem fyrir hana er borgað, fyrir alla, sem hafa ánægju af skáldskap. G. A. ÆFIMINNING. * ■ - -------------------* Björn B. Jónasson. Hinn 24. jahúar síðastliðinn and- aðist Hjörn R. Jónusson, bóndi að heimili sínu í Cavalier Co., N. Dak. Hann var jarðaður að Ganlar 27. s. m., að viðstöddu miklu fjölmenni, ]>rátt fyrir afarmikinn kulda og ilt veður. Björn heitinn var fæddur í Heið- arseli í Gönguskörðum í Skagafirði, 2. sept. 1871. Foreldrar hans eru þau Bjarni Jónusson og Guðbjörg Magnúsdóttir, sem bæði eru á lífi. Þau eru bæði Skagfirðingar að uppruna og eru nú í hárri elli. Þau fluttust vestur uni haf, þegar Björn var barn að aldri, 1874, og settust að í Kinmount, Ont., en fóru bráð- lega þaðan aftur, til Nýja Islands. Átta ára gamall fluttist Björn svo ineð foreldrum sinum til Norður Dakota, 1879, og dvaldi þar upp frá því til dauðadags. Hann kvæntist Rósu Árnason og lifir hún mann sinn, ásamt 7 ungum börnum þeirra. Björn var einkar vel látinn nieðal allra þeirra, er þektu hann; enda bafði hann til að bera margt það, er vekur samúð og vinfengi annara. Hann var sérlega greindur og skýr maður, <>g vakti með þvi eftirtekt þegar á unga aldri. Fastur í lund, og óhvikull í skoðunum. Atorku- maður var hapn mikill og vann ineð dugnaði og fyrirhyggju fyrir heim- ili sínu og rann ekki af velli fyrri en hann gat með engu móti uppi staðið, — Heimilið hans uppi í “fjallabrúnunum”, með viðsýni miklu austur yfir sléttuna, bar al- staðar ótvíræðan vottinn um sívinn- an<li hönd og umhyggjusaman hug. Gleðimaður þótti Björn einn hinn mesti, og hrókur alls fagnaðar á mannamótum, þótt á síðari árum gítetti þess minna, bæði af því að al- varan áranna færðist yfir hann, og svo af þvi, að heimili hans var nokk- uð út úr aðalbygð fslendinga. Bjarnar er að maklegleikum sakn- að af fjölda manns, og skarð hans er ekki auðfylt i vinahópnum, þótt ekki sé talað um missi ástvinanna hans nánustu. En Eftir tifir minning nuct, þótt maðurinn degi. Þýzkir kvelja og myrða særða og fangna Breta. Lávarður Kitchener lýsti þvi ný- lega yfir á þingi, að óhrekjandi sannanir væru fyrir þvi, að þýzkir færu hrakiega með fangna og s;e|'ða ; flettu þá klæðum, lemdu þá og svi- virtu þá og hrektu á ótal vegu. í valnum flettu þeir sundur særðum möhnuin með byssufleinunum, eða þeim, sein blindir og hálfdauðir lægju af eiturloftinu, sem hinn nafn- kunni amerikanski prófessor Devar segir að sé liquid chlorine. Og svo skjóti þeir þá vopnlausu með köldu blóði.— Þetta er þeirra þýzka menn- ingö Um járnbrautlr á íslandi Wynyard, 27. apr. 1915. Herra ritstjóri M. .1. Skaptason. Viltu gjöra svo vel, að taka i Hkr. eftirfylgjandi línur. Járnhrautir <i íslandi. Eg hefi lesið grein með þessari yfirskrift i Lögbergi, tekna’ upp úr blaði, sem gefið hefir verið útá ís- landi, og höfundur grcinarinnar er Jón Þorláksson verkfræðingur. Aft- ur hefi eg lesið aðra grein í Heims- kringlu með sömu yfirskrift, tekna upp úr islenzku blaði, og er höfund- ur þeirrar greinar Björn Kristjáns- son. líkki ætla eg að rita neitt um þá grein, þvi hún er svo vel skrifuð og lýsir svo mikilli þekkingu á málinu, að eg get ekki imyndað mér þann mann, sein sér það ekki, að herra Björn Kristjánsson er tífalt meiri verkfræðingur, en hinn, sem ritar fyrri greinina; og ennfremur það, að hr. Björn skilur málið, sem hann er að skrifa um; og einnig það. að hann skilur sjálfan sig, sem vanséð er, að hr. Jón Þorláksson gjöri, — nema ef það væri í því einu, að hann sæji leik á borði, sjálfum sér í hag; i þvi imm hann skilja sjálfan sig, ef svo væri. Mig langar til að leggja spurningu f.\rir hr. verkfræðinginn. Hvernig ætlar hann að leggja járnbraut uin Island eða járnbrautir? Ætlar hann að leggja þær um heiðar og dali? Eða um hvorttveggja og í gegnum fjöllín? F7kki mun verða mikið fyr- ir skóflunni hans, ef hann fer að grafa sundur hin klettamiklu isl. fjöll(!!!), en þó mun það verða nóg fyrir skóflu eins verkfræðings; þó maður tali ekkert um þann kostnað, sem slíkt brjálæði hefði í för með sér. Enda vona eg það, að hr. verk- fræðingnum takist það ekki, að hengja neina helgrímu fyrir augu allra skynberandi manna heima á F'róni. F7n lofum hinum, að fá grim- una, sem vilja, þeir eiga eftir að súpa úr ausunni. Nú, menn ættu að athuga það, að á Istandi eru fannkomur miklar, og ekki mundi hætta að snjóa þó Jón Þorláksson væri farinn að bruna um landið á járnbraut, og vanséð, að járnbrautir gætu haldið áfram að vetrinum, þvi að skaflarnir eru þykkir og stundum harðir á gamla landinu; — þegar járnbrautir oft og tiðum stansa á sléttunum í Ame- ríku, með öllum þeiin mikla og góða útbúnaði, hvernig ættu |>;er þá að geta haldið áfram i hinum fann- iniklu islenzku <lölum? því ekki væri það neitt viðlit fyrir verkfræð- inginn, að taka spaðann sinn í hönd og standa við snjómokstur uppi á heiðum, því það er töluvert kahl- ara en að ganga um gölf í hlýjum herbergjum, og dálítið meira erfiði en að skrifa um járnbrautir; auð- vitað fekur það töluvert á höfuðið, að hugsa út "plan” fyrir járnbraut um heilt land, þó það sé ekki stort. Það ætti að vera mikið léttara fyrir ■heilan verkfræðing, en fyrir mann, sem aldrei hefir lært verkfræði; þó á það sér dæmi, að lærdómurinn hefir hlaupið með menn á bráð ó- færan veg. Menn mega ekki ;vtla það, að hr. Jón Þorláksson sé á ó- færum vegi, hann sem ætlar sér að sitja “i ro og mag” á járnbrautinni sinni um þvert og endilangt fslan'd Það er ætíð nninur að vera eitthvað, þá er hægt að gjöra svo mikið, að ininsta kosti á pappirnum! Það væri óskandi, að allir leið- andi menn heima á F'róni tækju i sama strenginn, sem herra Björn Kristjánsson. — Því menn eins og þessi verkfræðingur ættu það skilið, að vera hrópaðir niður, þeg- ar þeir beinlínis fara að reyna til þess, að stofna heilu landi í óbotn- andi fjártjón; því þaö yrði uppi sú hliðin á teningnum, ef farið væri að leggja járnbrautir á íslandi. Menn ættu að fá upplýsingar hjá járn- brautafélögum í Ameriku, livað það hafi kostnð, að leggja brautirnar um Canada, staðinn, sem Jón Þorláks- son tekur til samanburðar við ísland Þeir ættu að fá upplýsingar um allan þann kostnað; alveg nóg, að fá kostnaðar upphæðina við brautar- lagninguna um hinar kanadisku sléttur. Þeir þurfa ekki til Kletta- fjallanna; þeir munn sannfærast fyr, hvað það kosti, að leggja járnbraut um ísland. En um arðinn af slíkri járnbraut, sem þeirri er lögð yrði heima, mun enginn geta séð neina hr. Jón Þorláksson verkfræðingur; einsog herra Björn Kristjánsson tek- ur fram með svo skýrum rökum, að eg efast um að augu Jóns hafi nokk- urntima verið betur opnuð, heldur en að herra Björn gjörir, með sinni Ijósu og kjarnyrtu grein. þá er Jón algjört blindur, ef hann getur ekki séð sannleikann, sem innifelst i orð- um Bjiirns. En honum fellur það kannske illa, að þurfa að kannast við sannleikann; hann verður þrátt fyrir sinn mikla lærgóm, að gjöra það; að öðruin kosti er hann ekki frekar verkfræðingur en sá, sem ald- rei hefir verið það. Margur maðurinn mundi halda það, að þessi mikla járnbrautar- rolla hans væri eftir mann, sem ekki hefði skyn á þvi, sem verkfræði snertir, ei nafnið verkfræðingur stæði ekki við greinina. Jú, það var “passað” að sleppa því ekki; á nafn- inu þekkist maðurinn. Eitt er enn, að ekki er svo mikill flutningur á landinu að hann geti borgað úthald heillrar járnbrautar, nema ef járnbrautin ætti að flytja járnbrautargreinar eftir Jón Þor- láksson; þá kannske fengist nægur flutningur, an að öðrum kosti ekki, — og svo hann sjálfan svona við og við. Að siðustu vil eg þakka Birni Kristjánssyni fyrir sína góðu og skýru grein, og eg treysti þvi, að hann haldi velli, og að margir fleiri taki í sama strenginn, því að það er margt annað nauðsynlegra, sem unt væri að gjöra heiina, en að leggja járnbraut um ísland. Jón H. Arnason. ATHS. — Oss þykir fullmikið af glensi og persónulegum ádeilum til Jóns Þorlákssonar verkfræðings í grein þessari. Þó að vér séum þeirr- ar skoðunar, að járnbrautir séu ekki heppilegar á íslandi, sem stendur, þá gefur sú skoðun engum manni leyfi til, að gjöra persónulega árás á mann, sem kann að vera á annari skoðun. Menn mega hamast á mál- efnunum, sem þeir vilja, ineð rök- uni og ástæðum. En bezt er að vita ekki af neinni persónu í sambandi við þær ástæður. Þegar farið er út i persónuleik i sambandi við um- ræður um málefni einhver, þá er það nóg til að eyðileggja nærri hvaða málefni sem er. — Ritstj. ÆFIMINNING. *---------------------------;---* Þann 9. marz síðastliðinn andað- ist að heimili Jónasar bónda Jóns- sonar i Akrabygð i Norður Dakota ekkan Sesselju Ilalldórsdóttir, nær þvi 81. árs gömul. Bar andlát henn- ar að mjög snögglega. Um morgun- inn hafði hún venjulega fótaferð; en kendi lasleika snemma um dag- inn, svo hún hélst ekki á fótum, en um kveldið leið hún útaf fyrirvara- laust. ^ Sesselja sál. var fædd 18. júni 1834 á Auðólfsstöðum í Langadal i Húnavatnssýslu. F'oreldrar hennar voru Halldór Snæbjörnsson, er síð- ar bjó á Stapa i Tungusveit i Skaga- firði, og kona hans Þuríður dóttir Hinriks Þorsteinssonar i Unadal. Snæbjörn faðir Halldórs var prestur i Grimstungu (d. 1820), og var son- ur Halldórs biskups Brynjólfssonar (d. 1752).. Kona Halldórs biskups var Þóra dóttir Björns prófasts í Görðum á Alftanesi (d. 1747), Jóns- sonar, sýslumanns á Víðivöllum í Fljótsdal (d. 17x2) , Þorlákssonar | biskups (d. 1656), Skúlasonar. En kona Þorláks biskups var Steinunn dóttir Guðbrandar biskups Þorláks- sonar. Vegna heilsuleysis Halldors föður Sesselju, gátu ekki foreldrar hennar haldið saman. Fylgdist Sesselja með mýður sinni, fyrst að Þingeyr- um, svo að Hnausum. ólst hún þar upp frá því hún var 5 ára, þar til hún var 18 ára, hjá Skaptasen, sýslu- læknir Húnvetninga i þá tíð. Svo var hún eitt ár á Auðkúlu, eitt á Búrfelli, eitt að Víðivöllum i Skaga- firði, og svo að Mælifelli. Þaðan giftist hún árið 1857 merkisbóndan- um Árna Sigurðssyni, er þá var sjötugur og ekkjumaður í þriðja sinn. Eignuðust þau sex börn; dóu tvö ung; en fjögur komust upp, og eru þau enn á lífi: Þorbjörg, heima á íslandi; Sveinn og Bjarni í Sas- katchewan, og Guðríður, kona Jóns Bjuggu þau Árni og Sesselja fyrst aS Starrastöðum i Skagafiroi, svo aS Vallmúla, en siðast að Hofi i Skaga- fjarðardölum. Þar dó Árni 7. júli 1871. Var hann frámunalega fjöl- hæfur maður, listainaður á alt, og heppinn mjög við ljósmóðurstörf. Árið 1878 fluttist Sesselja vestur i Húnavatnssýslu. Var hún þar á ýms- um stöðum, þar til árið 1886 að hún fluttist að Smy rlabergi i Hjalta- bakkasókn, til Jónasar bónda Jóns- sonar frá Hnjúluim, cr þá bjó þar. Veitti hún búi hans forstöðu með myndarskap, trúmensku og dugnaði upp frá þvi til dauðadags. ÁrFð 1888 fluttust þau til Ameríku. Voru þau fyrst fjögur ár í Gardar bygð í Norður Dakota. F'luttu svo norður i Akra bygð og bjuggu þar ávalt síð- an. Sesselja sál. var mjög vel látin kona, vönduð í framkomu, vinföst og trygg; lét lítið á sér bera og var fáskiftin; en þar sem hennar var getið, var það ætíð til hins betra Trúkona var hún mikil; kristin- dómurinn, sem hún lærði að þekkja i æsku, var henni alt til enda hinn eini skjöldur og vörn í öllu striðí og mæðu. Jarðarförin fór fram 3. marz. Var húskveðja á heimilinu, svo útfarar- athöfn í kyrkju Vidalíns safnaðar. f grafreit þess safnaðar var hún lögð til hinstu hvíldar. F'jöldi yina og nágranna fylgdu henni til grafar. K. K. Ó. DREWRY’S AMERICAN STYLE RICE BEER $3.00 hylkiC af 2. dús. merkur flösk- um. $1.00 borgaður til baka ef hylkinu og flöskunum er skilaö. $2.00 aöeins fyrir innihald hylkisins. $1.00 dús. merkur. 1 í»ví ættir þú aö borga $1.75 upp í $2.25 fyrir dús. merkur af ötJrum Bjór. Fáanlegt h.iá þeim sem þú kaupir Vf eöa hjá oss. E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg; NÝ VERKST0FA Vér erum nú færir um að taka á móti öllum fatnaði frá yður til að hreinsa fötin þín ón þess að væta þau fyrir lágt verð: Suits Steamed and Pressed 50c Pants Steamed and Pressed 25c Suits Dry Cleaned $2.00 Pants Dry Cleaned 50c Fáið yður verðlista vorn á ölluin aðgjörðum skófatnaðar. Empress LaundryCo.Ltd. Phone St. John 300 COR. AIKENS AND DUFFERIN Sextíu manns geta fengið aðgang að læra rakaraiðn undir eins. Til þess að verða fullnuma |>arf aðeins 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup horgað meðan verið jer að læra. Nemendur fá staði að enduðu námi fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfuin hundruð af stöðum |>ar sem ]>ér getið byrjað á eigin reikning. Eftir- spurn eftir rökurum er æfinlega mikil. Til þess að verða góður rak- ari verðið þér að skrifast út frá Alþjóða rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEGE. Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St., Winnieg. Magnussonar, Hensel, N. Dak. Islenzkur ráðsmaður hér. WHITE & MANAHAN, Limited 500 MAIN STREET KOSTA BÚÐIN I * Kauptu vorföt þín hér TÍZKA, SNIÐ 0 G ENDING ER ÓVIÐJAFNANLEG. BÆNDUR Sendið okkur Smjör, Egg, Hænsni Við skulum kaupa allt sem þið sendið eða selja það fyrir ykkur sem haganlegast og setjum aðeins 5 per cent. fyrir. Með þessum hætti geta bændur selt afurðir bús síns svo lang haganlegast, en það eru fáir bændur sem ekki lifa nærri stór- bæunum sem hafa notað sér þennan stórkostlega hagnað. Hænsni, 10-12c punditJ Kalkúnar, 18-20c pundiö Andi.r, 15-16c pundi?5 Gæsir, 15-16c punditJ Smjör Nr. 1, 30c pundiö Smjör, Nr. 2, 26-27c punditS Kgg, 18c dúsínií; kassarnir skilaöir. • Reynið okkur það borgar sig. Skrifið eftir verð-skrá. D. G. McBEAN CO. 241 PRINCESS STREET — WINNIPEG, MAN.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.