Heimskringla - 05.08.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 05.08.1915, Blaðsíða 1
RENNIE’S SEEÐS. HEADQUARTERS FOR SEEDS. PLANT^-Í I BULBS AND SHRUBS MJ PHONE MAIN 3514 FOR CATALOOUE Wm. RENNIE Co., Limíted 394 PORTAGE AVE. - - WINNIPEG Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FLORISTS Phones Main 194. Night and Sun- day Sher. 2667 2S9 DONALD STREET, WINNIPEG XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 5. AGÚST, 1915. Nr. 45 VÍNSALARNIR FYLKJA SER MED NORRIS U Atvinna vor er í veði, ef Sir James Aikins og hinn nýji Konservatív flokkur kemst að nú, en ‘refer- endum’ síðar þurfum vér ekki að óttast,, ÞETTA SEGIR AÐALBLAÐ VINSALANNA BERUM ORÐUM.—LESIÐ NÁKVÆMLEGA EFT- IRFARANDI GREIN ÚR BLAÐI ÞEIRRA MANNA, ER BAKKUSI FYLGJA. Hvar standa vínsalarnir í Manitoba? (Ritstjórnargrein tekin úr blaðinu WEST- ERN CANADA TRADE REVIEW. En þa« er blað vínsölumanna og vindlagjörðarmanna- mannafélagsins og hótelshaldara félagsins í Manitoba). Þeim segist svo í sínu eigin blaði: — “Hin alvarlegasta spurning, sem vín- værzlunin (licensed trade) í Mamtoba verður að mæta hinn 6. ágúst, er mál það, sem hið nýmyndaða konservatíva félag í fylki þessu hefir tekið upp á aðalfundi hins nýja félags, er það gjörði að sínu aðalmáli Macdonold- lögin frá árinu 1900. Þau hafa á öðrum stað verið skýrð í blaði þessu. Og það er gjör- samlega ljóst, að Macdonald lögin þýða að eins eitt og ba ðer: algjört afnám vínsölu um alt fylkið. Það er ómögulegt að fara í kringum það; ómögulegt að snúa sig út úr því. Hinn nýji konservatív flokkur hefir ekki einu sinni skuldbundið sig til þess, ef hann næði kosn- ingu, að gjöra að lögum og fylgja fram þessum Macdonald lögum frá árinu 1900, — heldur hefir hann heitið því og lagt við æru sína og trú, að fylgja þeim fram undireins, án nokkurs “referendum" (eða án þess að skjóta þeim til atkvæða alþýðu), og án þess að gefa vínsölunum rétt til þess, að skjóta málunum undir almenning eða hleypa þeim fyrir dómstólana. Þetta er fullkomlega Ijóst. Það er ómögulegt að fara í kringum það. Hinn nýji konservatív flokkur hefir skýlaust og tvímælalaust tilkynt vínsölunum það, að, ef að flokkurinn kemst til valda hinn 6. ágúst, þá verði vínsalarnir í Manitoba að loka búð- um sínum undireins og hætta allri verzlun, án þess að menn þeir á nokkurn hátt geti vernd- að sig, sem hafa varið sínum seinasta dollar í verzlun þessa. Málið er svo skýrt og ljóst, að það er ó- mögulegt að misskilja það. Að greiða at- kvæði fyrir þingmannsefni, sem fylgir Sir James Aikins, er að greiða atkvæði með af- námi vínsölunnar, — afnámi hennar undir- eins, án þess að gefa mönnum nokkurt tæki- færi til mótmæla eða nokkra bið, er gæti gjört vínsölumönnum mögulegt að vernda sjálfa sig. Hins vegar gefur Liberal flokkurinn und- ir forustu Mr. Norris hótelmönnum, heild- sölumönnum, bruggurum og víngjörðarmönn- um (distillers), að minsta kosti tækifæri til að vernda sig (fighting chance). Mr. Norris hefir aldrei skuldbundið sig til að afnema vín- sölu. Þar af leiðir, að hann er ennþá ekki kominn lengra en svo, að það má tala við hann (he is open to reason). Alt það, sem Liberal flokkurinn hefir skuldbundið sig til, ef að hann kemst til valda — er það, að skjóta því undir atkvæði allra kjósenda í fylkinu (referendum) og spyrja þá, hvort þeir vilji afnema vínsöluborðið (bar). Liberal-plankinn, sem þeir hafa við- tekið, nær ekki lengra. En síðan planki sá var viðtekinn hefir Mr. Norris samt persónu- Iega (hvað sjálfan hann snertir) farið tölu- vert lengra. Hann hefir heitið því, að at- kvæðin skuli greidd, ekki um það, að afnema vínsöluna, eða vínborðið, eins og flokkurinn hefir heitið, heldur um vínbann (prohibition) og skuli bindindismennirnir fá að semja þau lög. En nú komu bindindismenn fram á hin- um nýafstaðna fundi Konservatíva og báðu fundinn að taka Macdonald lögin mn á stefnu skrá sína, og getum vér því ráðið af því, hvers konar lög þeir myndu semja, ef að Mr. Norris skyti málinu til atkvæða kjósenda og það næði samþykkis þeirra og vínbannið kæmist á. Ef að vér berum nú saman afstöðu beggja flokkannna, þá getum vér glögglega séð, hjá hverjum flokkanna vínsölumennirn- ir hafa betra tækifæri. Ef að Aikins flokkur- inn vinnur sigur í atkvæðagreiðslunni, þá er úti um alla baráttu fyrir vínsölumönnum. Vínbannið verður gjört að lögum undireins og skelt á jafnharðan, án þess að nokkurt tækifæri sé gefið að skjóta því til atkvæða kjósendanna eða hleypa því fyrir dómstól- ana. En ef að Norris-flokkurinn nær nú völd- um, þá er þó dómsdegi vorum frestað (the evil day) um stund. Þegar löggjafarþingið kemur saman, þá búa þeir málið út eins og þeir ætla að bera það undir kjósendurna. En það gefur vínsölunum tækifæri til þess, að útbúa bænarskrár og senda nefndir til þings- ins, og benda því sterklega á hinar alvarlegu afleiðingar, sem það hefði í för með sér, ef bindindismennirnir ynnu sigur í atkvæða- greiðslunni. — Þetta er þó að minsta kosti tækifæri til að tala um málið og ef til vill til að fá ívilnanir eða undanþágur (conces- sions) frá hinni nýju stjórn. Hún situr í 5 ár og þarf ekki þann tímann að leita atkvæða kjósendanna; en af því leiðir aftur, að hún þarf ekki að óttast klerka eða æsingamenn (clerical agitators). Þegar svo málinu er til atkvæða skotið (referendum), þá hafa vínsölumennirnir ann- að gott tækifæri, því að þeir hafa nægan tíma til þess að búa sig undir harða baráttu á móti þessu og geta verið búnir að safna fé til baráttunnar. Beint eða opinberlega myndi stjórnin ekki skifta sér af því, hvernig at- kvæðin yrðu greidd. En fráleitt myndi Lib- eral stjórnin hjálpa bindindismönnum, eða láta menn sína gjöra það. Stjórnin hefir aldrei skuldbundið sig til þess, að afnema vínsölu, heldur aðeins til þess, að skjóta vín- bannsmálinu undir atkvæði kjósendanna. — Þess vegna yrði það blátt áfram bardagi milli bindmdismanna annarsvegar og hinsvegar vínsölumanna, og manna þeirra, sem ekki eru við söluna riðnir, en eru þó trúlausir á þetta bindindisbull. En í sögu Manitoba hefir ald- rei neitt það fyrir komið, sem geti komið oss til að óttast bardaga þann. Vér höfum Þingmannsefni Konservatíva í Mið-Winnipeg. fulla ástæðu til að ætla að vér getum kaffært (swamped) bindindismennina fyrir fult og alt. Og þó vér gjörðum ráð fyrir hinu versta, þá hefðu vínsalarnir þó alla daga tækifæri til að halda atvinnu sinni (fighting chance for life). Hin pólitiska trú vínsölumanna í Mani- toba ætti að vera aðeins ein. Pólitíkin þeirra ætti að vera samfara atvinnu þeirra, og at- vinna þeirra að vera samfara pólitíkinni. — Hér er alt í veði. Enginn, sem nokkuð er við vínsölu riðinn, ætti að vera í hinum allra minsta vafa um það, hvernig hann skyldi greiða atkvæði. Það er ekki tilgangur blaðs þessa, “Western Canada Trade Review, eða nokkurs félaga þeirra, sem eru í því, að reyna að skipa fyrir hverjum einstökum með- lim félagsins, hvernig hann skuli greiða at- kvæði. Þáð væri fyrst og fremst óhæfilegt, og svo væri það miður heppilegt (embarras- sing) fyrir þingmannaefnin og stjórnmála- flokk þann, sem oss er hlyntari. Það getur jafnvel orðið nauðsynlegt fyrir Liberal for- ingjana, að taka sér þá stöðu í kosningabar- áttunni, sem getur litið út, sem væru þeir jafn andvígir oss vínsölumönnum og öllum vor- um hag, eins og afstaða Sir James Aikins og flokks hans er oss hættuleg og eyðUeggjandi. Báðir flokkarnir vilja náttúrlega fá eins mörg atkvæði og þeir geta. En blað þetta (Western Canada Trade Review) vill nú að eins benda á það, hvor flokkurinn muni skil- málalaust svifta oss algjörlega atvinnunni, án þess vér fáum nokkuð að segja, eða nokk- urn rétt til þess, að skjóta málinu fyrir dóm- stólana, — benda á það, hvor flokkurinn það sé, sem gefi oss þó dálítið tækifæri. Því að jafnvel þó að kjósendurnir sam- þyktu vínbannið við atkvæðagreiðsluna, þá erum vér þó sannfærðir um það, að vínsölu- mönnunum yrði gefinn nægur tími til þess, að selja út vörur sínar, sem þeir væru búnir að kaupa, og koma sér svo vel fyrir, sem mögulegt væri, áður en vínsölubannið gæti verið komið í fult gildi. Hin minsta töf á þessu er mikilsvirði. — Ef að hægt væri að fresta óhappadeginum um eitt ár eða tvö, þá eru mikil líkindi til þess, að bindindisaldan deyji út við enda stríðsins, -— þessi hin flónslega alda, sem nú veltur yfir alt, ekki einungis land þetta, held- ur allan heim. Og þá myndu þjóðirnar fá vit sitt aftur og vera til þess búnar og fúsar, að gefa oss vínsölumönnum tækifæri (fair play). Þér ættuð að sjá, hvar mest er hags von fyrir yður. Látið stjórnmálastefnu yðar vera þar, sem hagnaðurinn er mestur og hagnað- inn vera yðar pólitisku trú!” Grein þessi er afarmerkileg og sýnir ljós- lega að vínsölumennirnir hér í fylkinu álíta atvinnu sinni að öllum líkindum borgið, ef Norris stjórnin vinnur kosningarnar 6. þ. m. —Vér reyndum að þýða greinina nokkurn- veginn orðrétt, en settum á nokkrum stöðum ensku orðin innan sviga, og hvað helzt þar, sem vér héldum að menn myndu ekki trúa oss. R i t s t j. H. M. Hannesson. A. J. Norquay. Bendingar. Manitoba þarfnast umfram alt þann mann fyrirstjórnarformann, sem getur hafið fylkið úr þeirri niðurlægingu, sem það nú er í. Sir James Aikins er rétti maðurinn til þess. Hann er sómi þessa fylkis f ítugum allra landsmanna. — Norris er hvervetna skoðaður sem “kjöt- katla-pólitíkus” á lægsta stigi. — Hér er því mikill mannamunur. * * * Velferð fylkisins ætti öllum kjós- endum að liggja þyngst á hjarta. — Sýni .þeir á föstudaginn að svo er, með því að fylkja sér undir merki heiðarlegs manns, sem megnar að vera bjargvættur vor allra og liefja fylkið að nýju til vegs og gengis. — Fylkið ykur um Aikins. * * * Svo Norris kom alla leið frá Gris- wold til að hitta Howden vin sinn hér á Royal Alexandra til þess ein ungis að tala um veðrið! * * * Vegna þess að Roblin hafði sagt, að Norris væri heiðarlegur maður(!) — þá úrskurðaði Perdue nefndin að svo væri! Viti menn til, orð Roblins mega sér ennþá nokkurs! Orð hans eru gullvæg, þegar þau geta orðið Liberölujn að liði, þó annars séu ekki þau smánaryrði til, sem honum hafa ekki verið valin af þeim, sem orð hans nú bjarga. En Roblin sagði líka Howden vera heið arlegasta di-eng. Hvers vegna voru þau orð síður tekin trúanleg? * * » Hvernig var það annars, — heflr ekki eitthvað verið sagt um póli- tisk hrossakaup milli Roblins og Norrisar? Oss rámar eitthvað í það. Og var það ekki eftir að þau kaup gjörðust, að Roblin lýsti því yfir, að Norris væri heiðailegur maður? * * * Svo brennivínssalarnir og liótels- haldararnir hafa lýst blessun sinnl yfir Norris stjórninni og heitið henni öruggu fylgi! Ætia mætti, að Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni, Bjai’na M. og Steina snikkara hafi orðið fiökurt undir þeirri blessun! — En var svo? * * * Ef þið viljið útrýma brennivíns- knæpunum tafarlaust, þá kjósið Sir James Aikins og fylgismenn hans. — Ef þið viljið lofa þeim að vera óáreittum svo árum skiftir, þá kjósið Norrisar menn! * * * Ef þið viljið koma mentamálum fylkisins í viðunandi horf, þá fylkið ykkur um þann manninn, sem er viðurkendur menningarfrömuður, en ekki um þann, sem enga slíka viðurkenningu hefir, svo sem á sér stað með Norris. * # * Kjósendur, gjörið skyldu yðar,— þá munu komandi kynslóðir blessa nafn yðar! FYRIRSPURN. Svohljóðandi fyrirspurn hefir blaðinu borist: — “Eru menn skyldugir að kjósa menn af sama flokki í kosn- ingunum í Winnipeg á hverjum kjörstað?” SVAR: Tökum til dæmis Mið-Winnipeg. Þar er kosið um 4 menn á kjörstað hverjum, tvo af flokki Liberala og tvo af flokki Konservatíva, því að tvö eru þingsætin og keppa tveir um hvort. Um sætið A keppa þeir Hon. T. H. Johnson af hálfu Liberala og Mr. A. Norquay af hálfu Konservatíva. En um sætið B keppa þeir Mr. Dixon af hálfu Liberala og Mr. H. M. Hannesson af hálfu Konservatíva Kjósandi, sem ætlar að kjósa Mr. T. H. Johnson, er ekki skyld- ugur að kjósa félaga hans Dixon, heldur má hann líka kjósa Mr. H. M. Hannesson. En ekki má sami maður kjósa Hon. T. H. John- son og A J. Norquay. Þeir komast ekki fyrir í sama sæti og kosn- ing sú yrði ónýt. Og ekki dugar heldur neinum að kjósa Mr. Hannesson og Mr. Dixon, því þeir keppa um sæti, sem aðeins ann- ar getur fengið. Sú kosning yrði ónýt. — En Mr. Hannesson og Mr. Johnson er alt öðru máli 'að gegna; sú kosning væri í alla staði lögmæt og færi vel á. /: Þossa verða kjósendurnir að gæta, er þeir merkja seðla sína. —Það væri mikið leiðinlegt, að hafa mikið amstur yfir þessu, og svo yrði atkvæði kjósandans ónýtt fyrir gáleysi eitt. En oft hefir þó þetta og þvílíkt fyrir komið.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.