Heimskringla - 05.08.1915, Blaðsíða 3

Heimskringla - 05.08.1915, Blaðsíða 3
WINNIPEG. 5. ÁGC'ST 1915. IIEIMSKRINGLA BLS. 3. Brot úr fyrirlestri sem fluttur var á Goodtempl- arafundi í stúkunni Skuld, 28. júní. Háttvirtu bræður og systur! Eg vil leyfa mér að reyna til með jiokkrum orðum að færa rök fyrir ■og sýna yður fram á, hvað ómetan- legur sigur það væri fyrir oss Good- templara og bindindismálið, ef Konservatíve flokkurinn, sá ný- myndaði, með sinni nýmynduðu stefnuskrá, kæmist til valda við næstkomandi kosningar, sem fram ciga að fara 6. ágúst næstkomandi. Eg treysti þvi fyllilega, að Good- templarar yfirleitt láti ekki leiða sig i tjóðurbandi flokksfylgis. Og láti heldur ekki telja sér trú um, af þeim mönnum, sem þeim pólitisku viðjum eru fjötraðir, að fyrir þá sök, að það eru Konservativar, sem bjóða okkur Goodtemplurum og bindindismönnum algjört afnám á- fengra drykkja í þessu fylki, — þá getum við ekki verið þektir fyrir að þiggja það af þeim. Heldur skyld- um við eiga það á hættu, hvort við fengjum það nokkurntíma eða ald- reil 1 trausti þess, að minsta kosti Goodtemplarar og bindindismenn skoði þessar í hönd farandi kosn- ingar, sem alvarlegl áhlaup á veldi Bakkusar, og ef að okkur mætti nú auðnast að koma að þeim stjórn- málaflokki, sem eindregið og tví- mælalaust skuldbindur sig til, að koma i framkvæmd og lögleiða taf- arlaust, án nokkurrar aukaatkvæða- greiðslu, það háleitasta málefni, sem Goodtemplarar hafa á sinni stefnu- skrá: afnám allra áfengra drykkja, •— þá yrði hin langa styrjöld — nær 30 ára strið —, sem íslenzkir Good- templarar hér í þessum bæ eru svo ósleitilega búnir að heyja til lykta I leidd með algjörðum sigri. Hér ber þá að athuga afstöðu beggja pólitisku flokkanna, í sam- bandi við okkar Goodtemplara mál- efni, eins og nú liggur fyrir. Liberal flokkurinn (Norris stjórn- in) hefir það á sinni stefnuskrá, að svo framarlega sem þeir komist til valda við næstu kosningar, þá muni þeir láta búa til vínsölubanns laga- frumvarp, sem enginn veit enn, hvernig á að verða. Bera það svo undir atkvæði kjósendanna. Þar með ekkert loforð, hvað fljótt slíkt skuli framkvæmt. En vitanlega á það að ske einhverntima á þeirra lqörtímabili, sem þýðir einhvern- tíma á næstu 4 árum. i Á þeim tima, hvort sem það yrðu I ár eða ekki, hafa vínsölumenn frí- ar hendur að selja alt áfengi, eins og verið hefir. Og það, sem hættu- iegra er, að þeim er með þvi gefinn undirbúningstími til að hervæðast: búa til þær kröftugustu morðvélar, sem peningar geta keypt til að vinna á því lagafrumvarpi og drepa það, í þeim kosningum. — Þetta verða Goodtemplarar að athuga. Fyrst og fremst verða ekki að eins vínbrugg- ara félög öll hér i Manitoba, sem mundu láta sér blæða sínum síð- asta blóðdropa, verja sínum síðasta eyrir fyrir að drepa frumvarpið og fyrir að fá að halda áfram að reka þá arðvænlegu vínverzlun, heldur mundu öll vínbruggarafélög, . hvar annarsstaðar sem eru, og hér hafa markað og sölu fyrir það vín, sem þau framleiða, líka leggja offjár til höfuðs þeim lögum; því sjálfsagt mundi það verða stórkostlegur verzlunarhnekkir fyrir þau líka, ef liætt yrði að kaupa og drekka vín í öllu Manitoba. Af aðeins þessum fáu atriðum held eg að menn hljóti að sjá og skilja, svo framarlega sem þeir séu ekki algjörlega steinblindir af póli- tisku flokksfylgi, að eítir framkomu og loforði Norris stjórnarinnar, eiga Goodtemplarar þar hvergi nærri einlæga og ábyggilega trúnaðar- menn fyrir sinu máli; — heldur þvert á móti menn, sem auðsjáan- lega eru búnir að stúdera á hvern hátt þeir geti lokkað Goodtemplara og aðra bindindismenn á óákveðn- um og litilsnýtum loforðum, sem að þeir svo geti á sínum tíma gleymt algjcirlega og brúkað Pílatusar handaþvott fyrir fram- an fólkið og sagt: Við erum ekki sök i, að svona hefir farið; alt höf- um við gjört, sem við höfum lofað ykkur. En hvað yrðu þá mörg ár þangað til, að Goodtemplarar mættu vænta, að vínbannslög yrðu löggilt hér í Manitoba? Aftur á móti: Konservativar eru alveg nýmyndaður flokkur. Ekki af neinum einstökuin manni, sem hugs- i'ð hefir út stöðu og stefnu flokksins. Nei. Heldur af öllum konervatív- sinnuðum mönnum, hvaðan sem eru um alt þetta fylki, sem sendu sína fulltrúa frá 49 kjördæmum hér í Manitoba hingað inn til Winnipeg, á þing þeirra, sem haldið var hér I þann 14. og 15. júli. Og sem komu | sér þar saman um, að mynda algjör- [ lcga nýjan flokk, fyrst af öllu með það skjaldarmerki, með þeim fána, að hreinleiki, ráðvendni og dugn- aður skyldi vera mark og mið þeirra sem við þann flokk yrðu riðnir. Annað. — Með þeirri stefnuskrá i bindindismálum, kvenréttinda- | málum og öðrum málum, eins og j þegar hefir verið auglýst hér i op- inberum blöðum, og sem eg gjöri I ekki að umtalsefni hér í kveld, — j nema aðeins bindindismálið. Hvað er það þá, sem hinn ný- myndaði óháði Konservativ flokkur lofar bindindismönnum að hann skuli gjöra, ef hann kemst til valda við næstu kosningar, þann 6. ágúst næstkomandi, — hann lofar þvi, að hann skuli tafarlaust leiða í gildi vinbannslög, sem nái yfir alt Mani- toba fylki, — hið margþráða vín- banns lagafrumvarp, sem kent er við Sir Hugh John Macdonald. Þau | lög aftaka með öllu allan tilbúning áíengis og sölu þess hér í fylkinu. Og einnig innflutning alls áfengis inn í fylkið, svo framarlega sem Dominion stjórnin veitti sitt leyfi til þess, sem litill vafi mundi nú leika á. — Þá sýnist nú aðeins herslu- munur fyrir okkur; — aðeins undir komið að við Goodteinplarar og biiidindismenn verðum nú allir á eitt sáttir, allir samtaka í siðasta á- hlaupinu til algjörs sigurs. Oft hefir Goodtemplara og líka bindindismenn greint á um aðferð- ina til að ná hinu margþráða tak- marki, ná inn á hina margþráðu höfn. Sín leiðin sýnist hverjum til- tækileg til sigurs. Er vert í því sam- bandi að minnast á vínsölubanns (Local option) lögin, sem starfrækt hafa verið hér í Manitoba um nokk-| ui undanftrin ár. Goodtemplarar[ og bindindismenn hafa ekki getaðj komið sér saman um, að þau væru rétta aðíerðin, eða mundu leiða til | algjörðs sigurs. Að minsta kosti j þótti það tafsöin aðferð og kostnað- arsöm. Goodtemplurum og bindindis- mönnum hefir heldur ekki getað komið saman um eða orðið á eitt sáttir um aðferðina : fíanish thc Bar, að loka ölluni barrúmum og drykkjustofum. En á sama tíma mætti selja á sérstökum stöðum alls konar vín og áfengi i pela, potta og gallóna tali, hverjum sem þafa vildi. En hvergi bannað me§ lögum að drekka það, nema aðeins á þeim stöðum, sem það fékst til kaups á, Þá sjálfsagt allir aðrir staðir frið- helgir þeim, sem hafði pitluna upp á vasann til að njóta þess i næði. Þriðja atriðið, sem Goodtemplar- ar hafa ekki getað orðið á eitt sátt- ir um er, hvort bera eigi slik lög undir kjósendur fvlkisins til sam- jiyktar. Eins og marga mun reka minni til, var það gjört litlu eftir síðustu aldamót, eða eftir að Rob- lin stjórnin hafði tekið við völdum. Atkvæðagreiðslan féll þá þannig, að vínbannslögin voru feld með geysi- iniklum meirihluta. Mega þar Good- templarar sjálfsagt saka sjálfa sig um, að svo fór. Sundrung i pólitik, alvöru- og áhugaleysi fyrir málefni Goodtemplara kom aldrei betur í Ijós en þá. Ekki skal eg neita þvi, að Good- tcmplarar hafa oft síðau séð eftir þvi, að þau lög fengu þá ekki að ganga í gildi, — hafa séð eftir, hvað mikið ræktarleysi þeir sýndu bind- indis starfseminni á þeim dögum, þegar allra mest reið á. Enn stendur þá eins á fyrir oss. Við getum nú orðið aðnjótandi þess- ara margþráðu laga, — aðei’ns með því, að koma til valda hinum ný- myndaða Konservativ flokk þann C. ágúst næstkomandi. Á. P. Jóhannsson. Stefnuskrá Konservative flokksins. V FIRLIT yfir samþyktir þær sem viðteknar A voru á fundi konservatíva í Winnipeg, 14. og 15. júlí, 1915. I þessum sam- þyktum er fólgin stjórnmálastefna sú og grundvallaratriði mála þeirra, sem konserva- tívar í fylki þessu skuldbinda sig til að fylgja og framhalda, ef þeir komast til valda. Að halda óskertum meginreglum Breta fyrir þingbundinni stjórn. Að telja það hina fyrstu skyldu stjórnar- innar að efla og auka mentamál fylkisins; að tryggja hverju barni í fylki þessu heilbrigða og góða undirbúnings mentun (elementary education) án nokkurs tillits til þjóðflokka eða trúarbragða; að láta góða og fullkomna kenslu í ensku vera aðalatriðið í hverjum skóla. Að hafa góða kennara og gjalda þeim sómasamlega; að styrkja skólanefndirnar til þess að hafa skólana í sem beztu lagi, hvað kenslu og útbúnað snertir; að efla og styðja mentun í jarðyrkju í æðri og lægri skólum, að vinna að því, að efla og styðja háskóla Manitoba-fylkis, svo að áhrif hans geti orðið, sem blessunarríkust fyrir land og lýð. Að efla jarðyrkjuna, sem er aðal undir- staða allrar vellíðanar Manitoba-búa. Efla hana samkvæmt hinum nýjustu og fullkom- nustu uppgötvunum og rannsóknum vís- indanna. Að fella úr gildi Coldwell breytingarnar á skólalögunum. Að löggilda tafarlaust og koma á um alt fylkið án þess að láta til atkvæða koma vín- bannslög þau frá árinu 1900, sem kend eru við Hugh John MacDonald. Þau lög aftaka vínsölu alla í fylkinu. Að byggja og starfrækja opinber sláturhús. Að afnema ræningja siðu (spoil system) við veitingar verka allra, og skal þeim veitt staða í þjónustu fylkisins og þeim einum haldið, sem til þess eru hæfir og vinna verk sin. Að afnema fjárdrátt allan (Patronage) í sambandi við kaupsamninga og vinnusam- niga, og skal stjórnin því skipa aðalyfirskoð- unarmann (auditor general) að rannsaka reikninga alla, og má aðeins víkja honum frá embætti með tveimur þriðju af atkvæðum allra þingmanna. Að breyta kosningarlögunum (The Con- troverted Election Act) þannig, að það sé gjört að lagaskyldu að veita áheyrn ákærum út af kosningum, og flýta fyrir málum þeim og gjöra þau svo einföld og óbrotiin, sem unt er. Að skylda menn til að greiða atkvæði. Að geyma og varðveita rétt hins opinbera til allra afurða vatnafls í fylki þessu. Að veita konum atkvæðisrétt með lögum, þegar þær krefjast þess. Að gera að lögum ákvarðanir, er tryggja verkamönnum arð vinnu sinnar og efli hag- sæld þeirra. Að gæta og varðveita meginreglur og undirstöðu sannrar lýðstjórnar með því, að halda fund með öllum konservatívum í fylki þessu á ári hverju, og útiloka þar allar maskínu-brellur (machine rule) og yfirgang. Hversu margir menn eru það, sem hugsa? Eftir Addington Bruce. öllum mönnum má i þessu tilliti skifta í þrjá flokka. / fyrsta flokknum eru þeir, sem verulega hugsa og prófa i huga sér hugmyndirnar og fyrirburðina, — vega það alt eftir hugsanfræðisleg- um reglum. t öðrum flokknum eru þeir, sem reyndar eru að reyna að hugsa. En þeir eru svo fullir fordóma og rangra hugmynda, sem aðrir liafa troðið inn hjá þeinl, eða þekkingar- leysis, að þeir geta ekki borið hug- myndirnar saman og geta ekki dreg- ið réttar ályktanir. / þriðja flokknum eru þeir, sem ekki geta bundið hugann við neitt stundu lengur, og geta aðeins gjört sam'anburð á einstaka hugmynduin úr daglega lifinu, því sem tíðast kemur Tyrir. * Þessir menn allir verða að fá lánaðar hugmyndir ann- ara. Þeir taka þær góðar og gildar, án þess að prófa þær, án þess að skilja þær, án þess að liafa hugsað um það, hvort þær séu réttar eða rangar. — Þeir trúa þeim og það er þeim nóg. Hverjum þessara flokka heyrir þú til, vinur minn? Þetta geta alt verið heiðarlegir menn. En margur maðurinn hefði gott af þvi, að í- huga með sjálfum sér, hverjum flokkanna hann tilheyrir. Ástæðan til þess, að þú þarft að íhuga það er sú, að hugsunarháttur þinn getur bæði eyðildgt velferð þína og lika gjört þig farsælan. Það má óhætt segja, að þeir eru of fáir, sem til heyra fyrsta flokkn- um. Þeir mættu gjarnan vera fleiri. Sannleikurinn er sá, að flestir af oss hugsa aðeins stöku sinnum (það sem maður getur kallað að hugsa). Án þess að vita af því erum vér þræl ar tilfinninga vorra. Fordómarnir og áhrifin drotna yfir oss og halda oss i járnsterkum viðjuin. Og þó að vér séum nú að berjast við að hugsa við og við, þá getum j vér ekki hugsað skipulega og getum Hemphill’s American Leading Trade School. A»nl MkrifMtofn «43 Mnln Street, Wlnnlpcif. Jltney, Jitney, Jitney. Þaí þarf svo hundrut5um skiftir af mönum til aö höndla og gjöra viö Jitney bif- reiöar, arösamasta starf i bænum. Aöeins tvær vikur nauösynlegar til aö læra I okkar sérstaka Jltney “class" Okkar sérstaka atvlnnu- útvegunar skrifstofa hjálpar þér aö veíja stööu eöa aö fá Jitney upp á hlut. Gas Tractor kenslu bekkur er nú aö myndast til þess aö vera til fyrir vor vinnuna, mikil eftirspurn eftlr Tractor Engineers fyrlr frá $5.00 til $8.00 á dag, vegna þess aö svo hundruöum skiftir hafa fariö i striöiö, og vegna þess aö hveitt er í svo háu veröi aö hver Traction vél veröur aö vinna yfirtíma þetta sum- ar. Eini virkilegi Automobile og Gas Tractor skólinn i Winnipeg. Læriö rakara iönina í Hemphlll’s Canada’s elsta og stærsta rakara skóla. Kaup borgaö á meöan þú ert aö læra. Sérstaklega lágt inn- gjald og atvinna ábyrgst næstu 25 nemendum sem byrja ViÖ höfum meira ókeypis æfingu og höfum fleiri kennara en nokkur htnna svo nefndu Rakara Skólar í Winntpeg. Viö kennum einnig Wire og Wire- less Telegraphy and Movlng Picture Operatlng.” Okkar lærisveinar geta breltt um frá einni lærigrein til anarar án þess aö borga nokkuö auka. Skrlfiö eöa komiö viö og fáiö okkar fullkomiö upplýsinga- skrá. HemphiU’s Barber College and Trade Schools. Hrad Offlces «43 Muln St., Wlnnlpog Branch at Regina, Sask. Þegar þú þarfnast bygginga efni eða eldivií D. D. Wood & Sons. -------------Limited--------------- Verzla með sand, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” plastur, brendir tígulsteinar, eldaðar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar, "Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl. Talsími: Garry 2620 eða 3842 Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St. sjaldan haldið hugsuninni fastri við eitt eður annað, að undanskildu þvi allra vanalegasta. Frægur sálarfræðingur einn sagði einu sinni við mig: Hugsun flestra manna er ein kon- ar draumur. Hugmyndirnar renna gegnum huga þeirra af hendingu, án þess að vekja þá til alvarlegrar yfir- tegunar. Hugsunarafl þeirra er svo sljóft, að þeir taka góðar og gildar, hvaða hugmyndir sem að berast, en yfirvega þær eða ígrunda sjaldan eða aldrei. Þetta einkenni mikils þorra mannkynsins veldur þvi, að sálin sýkist eða “smittast” svo oftlega (Psycliic Contagion), og stafar oft af háski mikill, ekki einungis fyrir einstaklinga, heldur heila hópa manna , eða heilar þjóðir. Þegar sanna verulega hugsun brestur hjá fjöldanum,—þegar menn rannsóknar- og íhugunarlaust að- hyllast hugsanir og hugmyndir annara, þá eiga allra handa flugu- menn og kuklarar, i trúmálum, póli- tík, læknisfræði og viðskiftum öil- um, svo hægt með að fá aðra til að álita kenningar þeirra i þessari og þessari grein, sem heilagan, al- gildan sannleika, og þannig ná þeir handa sjálfum sér auðæfum og völd- um, metorðum og virðingu, þó að eiginlega ættu þeir i túkthúsinu að vera. Trúmála bullarinn, pólitiski flag- [ arinn og fjármála refurinn sigla þannig fullum 'seglum, af þeirri á- j stæðu, að fjöldinn, fólkið, getur tkki eða vill ekki eða hirðir ekki um að hugsa. Af sömu ástæðum er það, að þrátt fyrir liina hátt-lofuðu, hálfbroslegu mentun, þá þróast og dafna glæpir cg siðleysi og veikleiki og brestir af öllu tagi og það opinberlega í stór- um stýl. En ef að menn verulega hugsuðu, þá myndi óðara hverfa úr heimin- um alt þetta siðlausa og ófagra, lausung og drykjuskapur og fjár- hættuspil og hinir rótgrónu og út- hreiddu pólitisku glæpir og allur slíkur óþverri. Fyrir velferð mannfélagsins, fyrir velferð hvers einasta manns, fyrir þína eigin velferð og andlegan þroska, vinur minn, skora eg á hvern þann ungan mann, sem gaml- an, karl sein konu, sem línur þessar les, að venja sig oft og iðulega, á liverri stundu dags og nætur, sem hann eða hún getur fengið tóm- stund til, að nota og æfa hugsunar- afl og hæfileika þá, sem guð hefir gefið þeim. Varist það sem heitan eld, að láta huga yðar vera ruslaskrínu og ekk- ert annað, — ruslaskrínu hugmynda þeirra, sem af hendingu hrapa ofan i skrínið, eða er kastað þar af ein- hverjum öðrum, i stað þess að ber- ast út á hauginn. Notið hugann sem aflstöðvar til að ummynda, prófa og laga hug- myndirnar; til að skapa aðrar nýj- ar; til að finna út sannleikann, sem flýtur i kringum yður, — til þess að gjöra yður að sönnum mönn um, körlum og konum. mennirnir of óprúttnir ‘ og kæru- lausir, en nú upp á síðkastið eru þeir farnir að verða gætnari. Hafið þér heyrt söguna um stórvaxna Ástr- alíumanninn. Hann komst í skot- gröf eina, þar sem 11 Tyrkir voru fyrir alvopnaðir. Hann var með byssuna sína og sveðjuna framan á lilaupinu. Hann réðist á jiá og lagði hvern á eftir öðrum og kastaði af sveðjunni upp á grafarbakkann, — rétt eins og hann af kappi væri að kasta hveitibindum á vagn sinn i þreskingu. Þeir lágu allir dauðir á skotgrafarbakkanum. Mennirnir frá Indlandi berjast hver upp á sína vísu. En alt er þetta hið hraustasta og hugprúðasta lið; allur herinn dá- ist að Ghurka sveitunum”. THE CANADA STANDARD LOAN CO. Aftnl Skrlfstofa, \\ iunlpett $100 SKULDABRÉF SELD Tilþægindá þelm sem hafa smá upp- hæ?5ir til þess a?3 kaupa, sér f hag. Upplýsingar og vaxtahlutfall fæst á skrlfstofunni. J. C. Kyle, rAtinmaÍlnr 42N Mnln Street, UlnnlpeK. Brúkahar saui avélar meh hæfl- legu vertti.; ný r Singer véiar, fyrir peninga út i « nd e?Ja til letlgu Partar I allar te^ tdir af vélum, a?5gjör?i á öllum teg \um af Phon- nographs á mjög lá* verhi J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega “agenta” og verksmala Hann kastaði þeim úr víggröfun- um sem hveitibindum. Margir segja að hvergi séu bar dagar eins látlausir og harðir t og á skaganum við Hellusund, og segir vélastjóri R. N. Hochford frá þvi á þessa leið: “Vér þokumst reyndar hægt á- fram en áreiðanlega og sleppum aldrei þvi, sem vér náum. Vér víg- girðum hvert fótmál að kalla má, sem«vér tökum frá Tyrkjanum. —- Ástraliumenn og Ghurkaliðið frá Indlandi eru allir ljómandi bardaga- menn. í fyrstunni voru Ástralíu- D. GE0RGE & C0. General House Repairs Cahlnet Mttken and Ipholsterera Purnlture repaired, upnoistered and cleaned. french polishlng and Hardwood Finishing, Furni- ture packed for shtpment Chairs neatly re-caned Plione Garr» 3112 369 Sherbroolte St. Hospital Pharmacy Lyfjabúðin se/n ber af öllum öðrum. — Komið og skoðið okkar um- ferðar hókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- ávísanir, seljum frímerki og gegnum öðrum pósthússtörf- um. 818 NOTRfi DAME AVENtTE Phone G. 5670-4474 V-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.