Heimskringla - 12.08.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 12.08.1915, Blaðsíða 6
ÐLS. 6 HÉIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. ÁGÚST 1915. — Hver var hún?— Charlewick klukkan sló 10, svo Helen fór að hugsa til heimferðar. Tunglið var komið hátt á loft, svo bjart var orðið A vatninu og í skóginum. *Eg verð nú að fara heim, kæri Ronald’, sagði Hel- -*n. ‘Það er eins bjart og um hádag, svo menn kunna að sakna min. Þey, hvaða hávaði er þetta?’ ‘Fugl í trénu uppi yfir okkur’, svaraði Ronald. — T.g vil fylgja þér heim’. ‘Nei, Ronald, eg fer einsömul. Eg er hrædd við að við mætum jarlinum eða pabba. Þey, nú heyrði eg áreiðanlega fótatak. Það er einhver að koma. Það er r— það er pabbi!’ Hún þrýsti sér fastara að Ronald, þegar þau sáu harúninn koma til þeirra eftir næsta stig. Barúninn reykti vindil og hélt á hattinum í hend- ínni, því honum var mjög heitt. Hann hrökk við, þeg- ar hann sá elskendurna, og svipur hans sýndi, að hann varð bæði hissa og reiður. ‘Ert þú hér, Helen, með lávarði Ronald Charleton?’ spurði hann. ‘Eg er alveg hissa. Hvað ertu að gjöra hér um þetta leyti? Þetta er sá svívirðilegasti við- hurður, sem eg hefi heyrt getið um’. ‘Ungfrú Clair kom samkvæmt beiðni minni, bar- ún’, svaraði Ronald rólega og þrýsti Helenu að sér. ’T>ér eruð enn ekki búinn að afturkalla samþykki yðar til trúlofunar okkar, svo eg er henni heitbundinn enn þá. Jarlinn hefir bannað mér að koma í hús sitt, — svo eg var neyddur til að kveðja Helenu hér í garðin- um á þessum stað, þar sem við höfum notið margra ánægjustunda’. ‘Hafi eg enn ekki afturkallað samþykki mitt um giftingu ykkar Helener, þá gjöri eg það nú’, hrópaði Jbarúninn reiður. ‘Eg get ekki lýst gremju minni með -orðum. Helen þekti áform mín í þessu efni. Eg kom liingað til að finna jarlinn, sem einn þjónanna sagði að gengið hefði í þessa átt. Og hvað sé eg þá? Dótt- ir mín er á leynifundi með elskhuga, sem eg álít ekki verðugan henni’. ‘Eg neita því, að þessi fundur okkar sé með €eynd’, svaraði Ronald. ‘Eg hafði engan annan stað, þar sem við gátum mæzt’. ‘Já, lúkið nú erindi yðar við hana’, sagði barún- ann. ‘Eg er löglegur fjárráðamaður hennar, þó hún beri enga virðingu fyrir mínum föðurlega vilja, og eg banna henni að tala við yður, eða að standa í nokk- uru sambandi við yður. Komdu, Helen, eg vil ekki að jarlinn finni okkur hér, ef hann skyldi koma hingað. íXomdu, segi eg!’ Hann talaði í skipandi róm, og Helen hlýddi. ‘Eg skal vera þér trygg, Ronald — trygg til dauð- .arns’, hvislaði hún að honum. ‘Eg skal skrifa þér’. Ronald kysti hana og slepti henni svo. Barún- tinn tók handlegg hennar og vaggaði af stað með hana. Þau hurfu í skóginn. Ronald stóð kyr og horfði sorgmæddur á eftir Helenu. En hvað grunur afa hans um óhöppin rætt- isl fullkomlega. En hvað útlit hans hafði breyzt á sluttum tíma, — af öllum auðnum átti hann ekkert eft- Sx nema ást Helenar. Hann vaknaði af hugsunum sínum við það, að snert «rar við öxl hans, og þegar hann leit við, sá hann föður- 2>róður sinn, jarlinn af Charlewick, standa hjá sér. Svipur jarlsins lýsti háði, hatri og ósegjanlegri wonzku. 10. KAPÍTULI. ndda hjá nýju samvistamönnunum. Þrátt fyrir það, að Upham hafði sagt ungfrú Pow- að hann elskaði Eddu og að hann vildi giftast henni, ']>á hraðaði hann sér ekki að þvi. Hann var ekki af þeim mönnum, sem tóku sér konu í hendingskasti til þess að iðrast þess síðar. Hann var hygginn og skynsamur i fjármálum og vildi ekki siður vera það í konuvali. £ins og hann hafði sagt frænku sinni, þurfti konuefni hans ekki að vera rik, en hún varð að vera af góðum nettum, vönduð og virðingarverð í alla staði. Þar eð han þekti ungfrú Powys svo vel, dramb Jiennar og virðingu fyrir hárri stöðu, áleit hann að £dda væri þessum kostum gædd, fyrst hún var ráðin GJOF Fyrir óákveðinn tíma á fólk völ á að fá einn árgang af Heimskringlu fyrir $2.00, og eitt eintak af stríðskorti norðurálfunnar, og þrjár Heimskringlu sögur gefins með. StrítSskortitS er nautSsynlegt hverjum sem vill íylgjast metS vit5burt5um I þeim stórkostlega bar- daga sem nú stendur yfir l Evrópu. Einnig er prentatS aftan & hvert kort upplýsingar um hinar ýmsu þjótSir sem þar eiga hlut atS máll, svo sem stærtS og fólksfjöldi landanna, herstyrkur þjótlanna samanburtSur á herflotum og loftsklpaflotum, og ýmlslegt annatS. Stríðskortið fæst nú til kaups á skrif- stofu félagsins fyrir 35 cent skra yfir heimskrinci.it premiijr. Brótturdóttir Amtmannslns_2.'»c. Ættarelnkennió____________35c. Dolores ................... 85c. Sylvia_________________ 2.%c. Lára ________________ 2í5c. Jón og Lára______________2.%c. Ljósavöróurinn____________85c. StríÖskort NorÖurálfunnpr _ 85c. The Viking Press, 729 Sherbrooke St. Ltd. Talsimi Garry 4110 P.O.Box 3171 fyrir lagsmær hjá dóttur bankarans, er ekki mundi taka neina stúlku í slíka stöðu, nema hún þekti ætt hennar og æfiferil. Upham var vingjarnlegur við frænku sína; hann fylgdi henni hvert sem hún vildi, og gjörði henni allan greiða, sem góður bróðir; en samt sem áður lá við að hann hataði hana. Þar eð hann var nær fertugu, var hann nokkr- um árum eldri en hún. Fyrir 15 árum hafði hann ver- ið ástfanginn af Agnace, sem þá var,á hæsta fegurðar- skeiði æfinnar, — ung, metnaðargjörn, með vonir um höfðinglega giftingu, — og gaf henni lil kynna, að hann vildi giftast henni. Agnace neitaði að giftast honum; en hann hélt áfram að biðja hennar, svo hún að lokum sagði honum, að hún fyrirliti hann. Þá sneri han sér að föður hennar, og bað hann að styrkja málstað sinn; en bankarinn, sem hlustaði á hann al- veg hissa, sagði honum að Agnace byggist við að fá miklu hefðarlegri biðil, þvi með fegurð sinni og auð ætti hún að geta fengið mann af aðli. ‘Það dugar ekki, Gascoyne’, hafði bankarinn sagt við þetta tækifæri. ‘Agnace er ekki sú stúlka, sem giftist bankaþjóni. Láttu mig ekki heyra þessa heimsku aftur, annars verður þú að yfirgefa heimili mitt og þjónustu’. Bankarinn heyrði aldrei meira af þessari heimsku Upliams, og hann var kyr við vinnuna og á heimilinu. Hann mintist aldrei oftar á ástir við Agnace, en gjörði henni margan greiða sem bróðir. Hann sá hana ilm- kringda af biðlum, sumum af aðli, en sýndi enga af- brýði. Ást hans á henni breyttist í beiskju og reiði og svo i hatur, sem hann duldi undir kurteisu við- móti og málamyndar vinsemd. Hann gleymdi aldrei. að hún neitaði honum og fyrirgaf það aldrei. Eftir þvi sem árin liðu og fegurð ungfrú Powys óx, fjölguðu biðlarnir, svo gestasalur hennar varð sam- komustaður mentaðra og gáfaðra manna, er margir voru af aðli. Upham furðaði sig á, að hún skyldi ekki gifta sig, og spurði hann einn daginn af hverju það kæmi. ‘Eg hefi engan séð, sem eg get elskað’, sagði hún blátt»áfram. ‘Auk þess er eg metnaðargjörn og ætla mér að giftast aðalsmanni, sem ekki er fátækur, svo fólk hafi Ækki ástæðu til að segja, að eg hafi keypt hann fyrir peninga mína; jafnframt því, sem hann er ríkur, verður hann að vera heiðvirður maður, sem menn bera lotningu fyrir’. Hvort sem henni var erfitt að finna mann með þessum skilyrðum, eða hún hafði aðrar ástæður, þá var reyndin sú, að hún giftist ekki. En Upham vissi, að hann gat enga von gjört sér og var fyrir löngu hættur að hugsa um hana. Hann hafði aldrei fest ást á neinni stúlku eftir þetta, og eft- ir þvi sem tímar liðu, höfðu geðsmunir hans orðið mjög óviðfeldnir, svo ungfrú Powys varð að vorkenna þeirri stúlku, sem yrði kona hans. Þar eð fjármunir hans höfðu nýlega aukist til muna, réði hann af að fara að gifta sig, og um sama leyti og hann tók þessa ákvörðun, var það að Edda Brend kom. Upham var ekki maður af því tagi, sem kvenfólki geðjast að. Hugsunarháttur hans var auðvirðilegur, eigingjarn var hann og harður, en framkoma hans var prúðmannleg, svo gallar hans sáust ekki. Það gat nú virzt mjög eðlilegt, að Edda, sem var einmana i heiminum og ekki þekti mennina, hefði tekið tilboði Gascoyne til þess að eignast sitt eigið heimili, — og orðið svo ógæfusöm það sem eftir var æfinnar. En Agnace gætti félagssystur sinnar nákvæmlega, þegar Upham var hjá henni. Daginn eftir að Edda kom til Cavendish Square, byrjuðu hinar nýju skyldur hennar, ef hin hæga vinna má nefnast því nafni. Eina stund á morgnana las hún í nýrri franskri bók fyrir ungfrú Powys, og fékk hrós hjá henni fyrir framburðinn og hve greinilega hún las. Hún skrifaði nokkur fáorð bréf fyrir ungfrú Powys, er las fyrir það, sem skrifa átti; lék fáein lög á píanóið, og síðari hluta dags ók hún út í skemtigarð- inn með ungfrú Powys. Við dagverðinn fann hún Upham, og hann talaði við hana heila klukkustund á eftir. Svo fór Edda til herbergis síns, en ungfrú Powys fór á danssamkomu og kom ekki aftur fyr en löngu eftir að Edda var sofnuð. Margir af næstu dögunum líktust þessum. Lestur, hljóðfærasláttur, ökuferð út í skemtigarðinn, heim- sókn í verzlanir og leikhús, voru aðalstörf Eddu á þessu nýja heimili. Ungfrú Powys var í heimboðum á hverju kveldi, þegar hún hafði ekki heimboð hjá sér. Eftir kl. 9 var Edda látin eiga sig. Hún veitti því eftirtekt, að bank- aranum þótti vænt um, að kveldblaðið hans væri lesið hátt fyrir hann, svo hún tók þetta að sér, án þess hún væri um það beðin, og las bankafregnir, nýjungar frá Parlamentinu (þinginu), og margt annað þessu líkt. Þetta þótti bankaranum undur vænt um, enda þótt hann sofnaði oft meðan á lestrinum stóð, þrátt fyrir það, að hann reyndi að halda sér vakandi, og þá fór Edda kyrlátlega til herbergis síns. En áður en vikan var liðin komst unga stúlkan að því, að bókaherbergið með hillunum fullum af bókum, sem þöktu veggina, var miklu skemtilegra, en ein- manalega herbergið hennar, og eitt kveldið, þegar hún yfirgaf ungfrú Powys, fór hún þangað inn og var brátt sokkin niður i lestur. En hún var ekki búin að vera þar hálfa stund, þeg- ar U.pham kom inn til hennar. Hann var heima þetta kveld í því skyni að kynnast ungu, fjörugu stúlkunni betur. Hann sá hana fara inn í bókhlöðuna og fór þangað á eftir henni. Hann sagðist koma þess erind- is, að fá sér bók að Jesa. Edda ætlaði að fara, en hann bað hana að vera kyrra. .‘Eg skal fara héðan, ef yður geðjast ekki að nær- veru minni’, sagði hann. ‘Mér finst eins og þér hafið forðast mig síðan fyrsta kveldið yðar hér, ungfrú Brend. Eg hefi að minsta kosti aldrei fengið að tala við yður’. ‘Er það nokkuð áríðandi, sem þér hafið í huga yðar?’ spurði Edda með ertandi kulda, og leit á hann stórum og spyrjandi augum. ‘Ef til vill ekkert sérstakt’, svaraði Upham, er varð nokkuð vandræðalegur; ‘en sólskinið, sem þér breiðið út í kringum yður, virðist falla á alla nema mig. Þér lesið og leikið á hljóðfæri fyrir ungfrú Pow- ys, sem er eins og það á að vera; en þér lesið líka fyrir gamla Powys og eruð mjög ástúðleg við hann; og hann sagði við mig í dag, að sér þætti vænt um, að Agnace hefði fengið jafn aðlaðandi, unga Iagsmær; að þér væruð sem sólskin á heimilinu, og að hann mundi sakna yðar, ef að þér færuð. Þetta gamla og dimma hús verður bjart og hlýtt við æsku yðar og fjör, ungfrú Brend —’. ‘Sagði bankarinn þetta líka?’ spurði Edda í ein- Iægni. ‘Ó, nei. Það eru mín eigin lítilfjörlegu lofsorð’. ‘Einmitt það. En mér geðjast ekki að lofsorðum frá ókunnum mönnum. Þau likjast gjöfum, sem mað- ur verður að afþakka’. ‘En, ungfrú Brend, þér viljið þó ekki neita að heyra sannleikann, enda þótt hann komi frá mönnum, sem þér þekkið lítið? Enginn virðir yður meira en eg gjöri. Eg hefi tekið mikinn þátt í félagslífinu, en eg hefi aldrei kynst jafn aðlaðandi ungri stúlku úr flokki heldri manna eins og yður’. ‘Eg er hrædd um, að þessi lofsorð ætli að fara að verða nokkuð smjaðursleg’, sagði Edda og hleypti brúnum niður. ‘Þetta tjáir ekki, Mr. Upham. Þér hrekjið mig i burtu til herbergis míns, ef þér haldið þannig áfram. Eg er aðeins lagsmær ungfrú Powys, og henni geðjast ekki að þvi, að þér talið til mín á þennan hátt’. ‘Eg skal ekki gjöra það oftar’, svaraði Upham, —- ‘ekki af þvi að eg hræðist Agnace, heldur af því að yður geðjast ekki að lofsorðum. Eg hélt að kvenfólki geðjaðist eins vel að lofsorðum og sælgæti. Að eins Yorkshire getur framleitt jafn alvarlega unga stúlku, sem er svo ólik öllum öðrum. Hvaðan úr Yorkshire eruð þér, ungfrú Brend?’ ‘Frá West Riding’, svaraði Edda, án þess að geta plássins nánar. ‘Einmitt það, sagði Upham brosandi; ‘en West Riding er býsna stórt svæði. ‘Nafnið Brend þekki eg ekki’. ‘Eg trúi þvi’, sagði Edda þyrkingslega. ‘Ættarsam- tengd mín er ekki útbreidd. Eins og litli drengurinn sagði: ‘Þegar þú sérð mig, þá sérðu alt sem eg er’. — Ætt mín er innifalin í einni persónu — mér sjálfri’. ‘Það er hryggilegt að vera foreldralaus’, sagði Up- ham. ‘Eg er líka foreldralaus’. Þessi foreldralausi Upham var orðinn roskinn maður, og svipur Eddu lýsti hvorki hrygð né með- aumkvun, þegar hún svaraði: ‘Já, nokkra’l manneskjur verða að vera foreldra- lausar; en þér virðist vera vaxinn yfir æskuárin, svo eg álít, að þér séuð orðinn vanur við þetta einmana- lega líf. Og þér eigið vini og heimili, meðan eg — en eg ætla ekki að tala um sjálfa mig. Það eru mörg önn- ur uintalsefni betur viðeigandi’. ‘En ekkert eins áhugavert’, svaraði hann kurteis- lega. ‘Eigið þér enga ættingja lifandi, ungfrú Brend?’ ‘Eg er uppalin á heimili manns, sem eg kallaði frænda, en sem var aðeins fóstri minn’, svaraði Edda út í hött, en með hrósverðri þolinmæði. ‘Mér þykir leitt, að geta ekki sagt yður ættartölu mína. En ef þér viljið fá nánari fregnir um mig og ætt mína, leyfi eg mér að vísa yður til ungfrú Powys’. Upham hugsaði sér, að spyrja ekki um fleira nú. Honum fanst snertur af háði í svari Eddu, og ætlaði að fara að bendingu hennar og fá nákvæmari upplýs- ingar hjá frænku sinni. Hann hætti því að spyrja um ætt og heimili Eddu, en reyndi að vera eins viðfeldinn og hann gat, og brátt varð samtal þeirra skemtilegt. Eftir einnar stundar sarntal um bækur, London, ferðalag og því um líkt, fór Edda til herbergis sins. Þar fann hún frú Priggs, sem beið hennar og var frem- ur gröm á svip, svo hún lét hana fara, þar eð hún kaus heldur að vera ein. Edda áleit enga nauðsyn, að segja ungfrú Powys frá samveru sinni og Uphams, þar eð hún spurði einsk- is i þá átt morguninn eftir, þegar þær fundust. En þegar Edda um kveldið var í bókhlöðunni að lesa, kom frú Priggs þangað með handvinnu sína og sagði; ‘Ungfrú Powys sagði mér, að sitja hjá yður á kveldin til skemtunar, ef þér vilduð það, ungfrú Brend’. ‘Það er gott’, svaraði Edda og kinkaði kolli. — ‘Hér er nóg pláss fyrir okkur báðar. Setjist þér niður’. Upham kom rétt á eftir eins og kveldið áður. — Hann varð hissa, þegar hann sá hina alvarlegu frú Priggs; en skeytti því engu; talaði, hló og spaugaði, og Edda var kát, töfrandi og býsna áreitin með köfl- um — á sinn vanalega fjöruga og glaða hátt. Næstu viku eða lengur varð það að reglu, að Up- | ham og Edda voru saman eina stund eða lengur í bók- hlöðunni; sat þá frú Priggs rétt lijá þeim og veitti : því nána eftirtekt, sem þau sögðu, en var þögul sem steinn. Þegar Edda var búin að vera tvær vikur í húsi j bankarans, hristi ungfrú Powys af sér kuldann, sem j einkendi dagfar hennar, og sneri sér með hlýju við- j móti að lagsmær sinni, og að síðustu reyndi hún á all- j an hátt að ná vinsemd hennar og trúnaði. Þegar frú j Priggs gætti að Eddu, gjörði hún það auðvitað eftir j skipun húsmóður sinnar, og auðvitað gaf hún nákvæma j skýrslu um alt, sem Edda gjörði; um samfundi hennar j og Uphams, og að þvi er séð varð, ánægju hennar yfir þeim samfundum, — á hverjum morgni fékk ungfrú Powys nákvæmlega að vita um alt þetta. Þó hún færi leynt með það, þá var hún hrædd um í þessa ungu lagsmær sína. Hún reyndi að vera vin- j gjarnleg við hana; en Edda forðaðist að sýna henni j nokkurt traust. Hún vildi ekki, að milligjörðin, sem aðskildi þær, yrði rifin niður; hún vildi ekki neinn j trúnað milli sín og hennar, og samt gat ungfrú Powys j ekki reiðst henni. Eddu fylgdi sólskin og fjör, sem gjörði hana aðlaðandi. Kæti hennar og fyndni þýddi jafnvel klakann i huga frú Priggs, svo henni fór að þykja vænt um hana, og hlustaði á fótatak hennar í ganginum og fjöruga róminn inni í hcrbergi hennar. Þriðja vikan leið; en sami kuldinn og vantraust- ið ríkti á milli ungfrú Powys og Eddu eins og fyrsta daginn, sem þær fundust. Þessa þriðju viku hafði Upham ekkert tækifæri til að tala við Eddu. Tvö kveldin.var ungfrú Powys heima og hafði Eddu hjá sér; önnur kveldin tók hún hana með sér, fyrst á leikhús og svo á samsöng. Og hin kveldin bað hún Eddu að æfa sig i að spila nokk- ur ný lög á pianóið, og Edda gjörði það, sem henni var sagt, og svo var frú Priggs alt af hjá henni. En við máltiðirn,ar kveld og morgna fundust þau Upham og Edda, og stundum voru þau í stóra salnum. Upham gaf henni blómvönd frá gróðrarhúsinu á hverj- um morgni, og loks sá bankarinn, að Upham var hug- fanginn af Eddu. ‘Gascoyne gæti auðvitað gjört betur, Agnace’, sagði hann um kveldið, þegar hann var búinn að sjá ást frænda síns á Eddu; ‘eg á við frá almennu sjón- armiði; en ungfrú Brend er fjörug, aðlaðandi og góð, og hann gæti gjört ver. Eg var farinn að halda, að hann myndi aldrei giftast; en eg er nú glaður yfir því, að líf hans verður ekki gjört ógæfusamt sökum viltra drauma og vona, — eg á við hinn gainla, heimsku- lcga ástarhug, sem hann feldi til þín. Heldur þú, að ungfrú Brend endurgjaldi ást hans?’ ‘Eg veit það ekki’, svaraði hún fljótlega. ‘Það er bezt að þú hvetjir hana, ef henni geðjast að honum, Agnace’, sagði bankarinn. ‘Það yrði ágæt gifting fyrir fátæku stúlkuna. Hún er auðvitað af góðri ætt? Hvernig náðir þú í liana, Agnace?’ ‘Vinur minn réði mér til að taka hana’, sagði Agn- ace. ‘En hún er of ting til að gifta sig, — og sízt af öllu ætti hún að giftast Gascoyne. Mér geðjast ekki að giftingum á ungurn aldri, pabbi. Þær hafa oft ógæfu í för með sér’. ‘Mér þætti vænt um, að þér geðjaðist að giftingu á einhverjum aldri í öllu falli’, sagði bankarinn og stundi. ‘Mér þætti vænt um, að sjá þig gifta áður en eg dey; en bíð þú þíns tíma, kæra dóttir. Máske þú fáir metnað þinn uppfyltan og eg sjái þig gifta aðals- manni áður en eg sofna hinn síðasta blund. F.n að því er ungfrú Brend snertir, — láttu hana ekki inn- ræta sér þá hugsun, að lifa ógift. Hún fær aldrei slikt tilboð aftur. Gascoyne er raunar ekki sérlega elsku- verður maður; en hann er göfugmenni, og hann er rikur, og það er heiðarlegt af honum, að skeyta ekki uin, þó hún sé fátæk’. Það fór hrollur um ungfrú Powys, en engu svar- aði hún. Um kveldið, þegar Edda var háttuð og hálfsofn- uð, heyrði hún að dyrnar voru opnaðar með hægð, og að einhver gekk að rúmi hennar og knéféll þar í myrkr- inu og kyrðinni. Hún þorði varla að draga andann, og lá grafkyr. Svo heyrði hún þungan ekka og fann tár hrynja ofan á hár sitt og kinnar sínar kystar á þann hátt, sem hún hafði aldrei dreymt um: við- kvæmir, ástríkir og ástriðulegir.kossar, sem ruddu sér braut inn í instu fylgsni sálar hennar. ‘Góða stúlkan mín! Elskan mínl’ heyrði hún hvíslað með skjálfandi, ástriðuríkri röddu. ‘Vesal- ings misboðna stúlkan mín!’ Röddin var ungfrú Powys. Edda var hrifin, en lá grafkyr. Hin fagra, ljós- hærða dóttir bankarans lá þar á hnjánum í margar mínútur, grét og tárfeldi með liægð og lét rigna við- kvæmum kossum á liina ungu stúlku, sem hrn hélt að svæfi. Og svo — með sömu kyrðinni og hún kom — stóð hún upp og fór út úr herberginu, og Edda var ein eftir. Hún settist upp í rúminu og nuggaði augun. — ‘Hvað þýðir þetta?’ tautaði hún. ‘Það var ungfrú Pow- ys. Ilve margar nætur hefir hún heimsótt mig á þenn- an hátt? Hár mitt er vott af tárum hennar. Hvers vcgna kemur hún hingað og grætur? Ilvers vegna kyssir hún mig svo áfergjulega með leynd? Er hún i rauninni betri en hún sýnist? Geymir hún viðkvæmt lijarta undir öllurn sinum kulda? Er eg máske sú, sem j hún skammast sín fyrir? Og er hún í raun og vern móðir mín? Eg held eg sé að finna ‘litlu frú P"— 11. KAPÍTULI. Ýmislegt um Eddu. Morguninn eftir þenna viðburð athugaði i,uaa verndarmeyju sína með óvanalegri nákvæmni. Ung- frú Powys var jafnvel kaldari við hana en áður. Þeg- ar maður leit á drambsama og kalda andlitið, þurfti meira en lítið ímyndiHiarafl til þess að fá sig til að trúa þvi, að hún væri sama manneskjan og heimsótti Eddu um nóttina, — að hún hefði látið tárin rigna yfir höf- uð lagsmeyjar sinnar —, að grátekkinn og viðkvæmu orðin hefðu töluð verið af hinum fagra en hálfháðska munni. Edda furðaði sig á dirfsku sinni, en hélt samt skoðun sinni. Edda las hátt eina stund eða lengur meðan þær sátu í samtalsklefanum; en þegar hún sá, að ungfrú Powys veitti þvi enga eftirtekt, hætti hún og lagði bók- ina i keltu sína, en leit á ungfrúna. Ungfrú Powys varð þess brátt vör, að Edda horfði á sig, og revndi þá að segja glaðlega; ‘Það litur út fyrir, að eg hafi vakið athygli yðar, ungfrú Brend’. ‘Já’, svaraði Edda, ‘eg sat einmitt og var að hugsa um yður’. ‘Þér skjallið mig, ungfrú Brend. En að rannsaka mig mun reynast gagnslaus vinna’, sagði ungfrú Pow- ys brosandi. ‘Eg ber ekki hugsanir mínar utan á mér. Og yður mun finnast eg vera gáta?’ ‘Ef til vill ekki meiri gáta en alt annað’, sagði Edda og stundi við ofurlítið. ‘Mér er alt gáta — og mest af öllu mín eigin persóna. Hvernig það atvikað- ist, að eg lifi í heiminum, þar sem enginn óskaði til- veru minnar, — það get eg ekki skilið. Mér hefir fundist þetta harður heimur, — hve harður hann hefir verið, ungfrú Powys, getið þér ekki ímyndað yður á allsnægta heimilinu liér. Og nú furðar mig það, hver endirinn verður á öllu þessu’. ‘Endirinn! Þér gjörið mig hissa, ungfrú Brend. Eruð þér þá ekki ánægðar hér?’ ‘Jú, ágætlega ánægð’, svaraði Edda með einkenni- legri beiskju. Auðvitað er lif mitt nú orðið hreinn al- gleymingur. Eg furða mig nú ekki lengur á þvi, hverj- ir foreldrar mínir eru, — hvers vegna þeir hafa yfir- gefið mig, hvar þeir búa, ef þeir lifa ennþá —, ásamt hundrað öðrum hégómagjörnum spursmálum. Og auðvitað hugsa eg aldrei um ókomna tímann, né undra niig yfir því, hvað af mér verði, þegar eg yfirgef þetta heimili. Þér megið ckki halda, að eg sé óþakklát, ung- frú Powys. Ef þér standið ekki í neinu sambandi við mig, — eg á við, ef c-g er ekki í ætt við yður, þá hafið þér sýnt mér aðdáunarverða vinsemd, sem verðskuld- ar þakklæti mitt meðan eg lifi’. ‘Að því er snertir framtíð yðar, ungfrú Brend, þá megið þér ekki láta hana hryggja yður’, sagði ungfrú Powys. ‘Þegar eg tók yður til mín sem félagssystur, þá voru það ekki aðeins dutlungar, því héðan vil eg aldrei að þér farið. Sleppið þér þessari beiskju yðar, og verið hreinskilin og elskuleg ung stúlka, eins og andlit yðar bendir á að yður sé eðlilegt. Þyggið þér vináttu mína viðstöðulaust, og þér skuluð aldrei missa hana. Eg skal sjá um framtíð yðar’. ‘Eg er yður þakklát, en eg bið ekki um slikar vel- gjörðir, — alt sem eg bið um, er réttlæti.’ Fyrst varð ungfrú Powys gremjuleg, en brátt varð svipur hennar jafn rólegur og áður. ‘Eg held þér eltið skugga, ungfrú Brend’.sagði hún kuldalega. ‘Af því þér gejtið ekki fengið alt, sem þér viljið, fleygið þér frá yður því, sem þér getið fengið’. ‘Lngfrú Powys’, sagði Edda og skifti um umtals- efni, ‘hafið þér nokkurntíma átt systur?’ ‘Já, eg átti systur einu sinni’, svaraði hún. ‘Hún var eldri en eg. Hún var aðeins 20 ára, þegar hún dó, og þá var eg barn’. ‘Giftist hún?’ Fyrst roðnaði Agnace og svo fölnaði hún af geðs- hræringu. ‘Hún var þekt sem ungfrú Powys til dauðadags’, svaraði hún að lokum. ‘Afsakið, ungfrú Brend; en dauði systur minnar er yður óviðkomandi, og mér sárnar að minnast á hann’. ‘Þrátt fyrir það’, sagði Edda alvarleg, ‘verð eg að koma með eina spurningu enn. Var hún á Racket Hall fyrir nítján árum síðan, undir nafninu frú Brend?’ Geðshræring mikil greip ungfrú Powys, svo hún svaraði ekki strax, en loks sagði hún:

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.