Heimskringla - 19.08.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 19.08.1915, Blaðsíða 2
BLS. 2. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 19. ÁGÚST, 1915. Ýmsar stökur. "Sem stygðu upp léttfleygust ljót5in mín öll Svo liöu þau hljómlaust frá mér” St. G. St. — innanum og í hlé vrð annir. — fslenzkur hermaSur. í “sálfboðaliðinu” landinn stóð. — Þess lifandi tftirmynd var hann, sem ætíð í hávegum hafði þjóð um hreysti og dáð, er hún samdi ljóð, — öll íslendings einkenni bar hann! Með vöðva svo stælta og vaska önd og vilja að góðu sem miðar. — Svo honum ei nein gátu haldið bönd, sem hermaður ráðast í önnur lönd gegn óvinum frelsis og friðar. “Eg hata ei Þjóðverja, þjóðin sú er þrælshlekkjum harðstjórnar bundin”, hann sagði. “En harðstjórnar trölla-trú við tápniðjar menningar sigrum nú — úr hálsliðnum hún verður undin!” Bjartsýni. Hervalds þó að hlekkjum þungum heimur brynjist nú, finst mér fyrir morgni móta! Mín er vissa sú: seinna stríðsins rís frá rústum reynsla en ekki “trú”. Lengsti dagur á Fróni. Ef aftanroðinn “vætir” en árdagsroðinn “bætir”, sem oss er kent — og furðu stundum sætir, hvað gömlum sögum gjarnt er á að rætast! — hvað boðar það á Fróni, er Ijóss hefst lengsti dagur, sem ljómar þar um himin svo yndislega fagur, og FnöWroðinn og morgunroðinn mætast? Dýrð sunnudagsins. Hvar er sunnudagsins dýrð? Stund er útrunnin hclgra hljóma, himnanna munnar fátt því róma — hvar er sunnudagsins dýrð? Enn ríkir sunnudagsins dýrð — hvar sem við unnum fögnuð, frelsi; friður upp runninn, slitnuð helsi, þar er nú sunnudagsins dýrð. Þröngsýni. Kossinn er kærleikans kraftur og vífs og manns vottur um hjarta heilt. — ö/undsjúk ellin sér elskendur mynnast hér, segir: “Nú að eins er engu með tveimur deilt!” Úr bréfi. Hver vinarsál er sólskinsblettur skær, sem sérhvert líf fær unaðsbjarma vafið — um vetrarstund hér vor i hjarta grær, ef vinarhönd þín réttist yfir hafið. Heilræði til skálds. 1 mannraun hverri “móð” þinn stilt’, það mátt þinn getur sparað — Svo tala djúpt og vizku-vilt, þér verði ekki svarað! O. T. Johnson. Einar Jónsson mynd- höggvari. Fáir munu þeir fslendingar vera, sem komnir eru til vits og ára, að ekki hafi þeir heyrt getið um lista- manninn Einar Jónsson frá Galta- felli. Ef til vill erum við líka flest ofurlitið upp með okkur af því að hann skuli vera íslendingur. Við vitum að hann er að verða eða er orðinn heimsfrægur maður, að er- lend stórblöð hjá helztu mentaþjóð- um heimsins, flytja myndir af hon-| im og listaverkum hans. Eitt þeirra | stórblaða — The World í New York^ — tekur jafnvel svo djúpt i árinni, að það segir: “ísland, sem gaf ossj sögurnar um hctjuskap Norðmanna, hefir nýlega gefið veröldinni snill-1 ing, sem listdómarar Evrópu lúta með aðdáun. Hann heitir Einar Jónsson”. — Já, við erum upp með okkur af sögueyjunni okkar, frægð forfeðranna og sömuleiðis af þeim löndum okkar, sem eitthvað skara fram úr, og heimurinn er farinn að viðurkenna. En okkur hætir við að gleyma ábyrgðinni og skyldunum, sem fylgja öllum réttindum. Okkur þykir gott að njóta ávaxtanna af verkum annara; en oft erum við ekki jafn fús á að laggja fram okkar skerf til að verkin geti notið sín. Fárra manna lif mun vera jafn örðugt eins og listamannsins. Oft- ast nær þarf hann að berjast við fá- tækt, og æfinlega við misskilning og hleypidóma umheimsins. Það er cins með listamanninn, eigi hann það nafn skilið í raun og veru, eins og með slðbóta og umbótamanninn, að hann er mörgum árum, stundum öldum, á undan sínum tíma. Hann hefir fengið það hlutverk, að færa heiminum sannindi eða hugsjónir, sem samtíðarmenn hans geta ekki skilð eða veitt viðtöku, nema að ein- hverju litlu leyti. Og svo koma list- dómarar, peningamenn og almenn- ingur og segja: “Þetta og þetta verk viljum við hafa svona og svona unnið, annars er það ekki eftir okk- ar geði”. Beygi listamaðurinn sig ekki fyrir þessum hæstarétti heims- unnar, meti hann köllun sína og hugsjónir meira en stundarhagnað, þá er dómur hans fallinn og fram- tiðarkjör hans innsigluð. Það er því alvanalegt, bæði með skáld og listamenn, að þeir lifi og deyji í fá- tækt; en svo sem mannsaldri síðar eru þeir orðnir þjóðar-dýrlingar, og verk þeirra komin í geypiverð, en þó að sjálfsögðu ekki þau, sem hinir og aðrir valdir menn sögðu þeim fyrir um, hvernig vera ættu. Einar Jónsson hefir ekki farið varhluta af þessari sjálfsögðu fylgju listamannsins, fátækt og misskiln- ingi, enda selur hann ekki listgáfu sína, og láetur ekki tízku og heimsku neyða sig til að skapa það, sem ekk- ert bergmál finnur í hans eigin anda. Og enn erfiðara uppdráttar J á hann eflaust vegna þess, að hann i er eflaust brautryðjandi nýrrar stefnu í listinni, líkingar-stefnunn- ar. Það er vanalegt, að skáld og umbótamenn kenni í líkingum, og sú kensluaðferð er löngu viðurkend scm hin kröftugasta og heilbrigð- asta, en listamaðurinn, að minsta kosti síðari alda listamenn, hafa að miklu leyti haldið sér við hina raun- verulegu hlið lífsins, og láta sér nægja, að sýna hlutina sins og þeir koma fyrir í daglega lífinu. Einar Jónsson aftur á móti klæðir hug- sjónir sínar, sem hann mótar i steininn, í hinn yndislegasta lík- ingabúning. Því er það, að mörgum fer eins og Færeyingunum, sem höfðu beðið Einar að búa til minn- isvarða yfir einn af sínum helztu fiamfaramönnum. Hann mótaði þá hönd, sem lyftir upp stóru bjargi, og heldur á því í lófanum. Hefir víða íerlendum blöðum verið dáðst mikið að hugmyndinni, en færeysku minnisvarðanefndinni leist annað. Þessa hugmynd kvaðst hún ekki geta notað, þvi það mundi alt af verða að standa maður hjá minnis- varðanum, til þess ðð segja fólki frá þýðingu hans. Annað einkennilegt við list Ein- ars Jónssonar er það, að hann sýn- ir aldrei annað en það sem er fag- urt. Hann hefir enga ánægju af því, að draga fram á sjónarsviðið það ljótasta og saurugasta, sem til er í mannssálunni og mannlifinu. Auð- sjáanlega fylgir hann þeirri stefnu, sem heldur þvi fram, að hið góða og fagra í manninum þroskist bezt rrieð því að sýna honum það, sem er gott og fagurt, en ekki hið gagn- stæða. Einnig fer þetta mjög i bág við aðalstefnu nútímans, sem tekur listina í iframsetningunni langt fram yfir innihaldið, og gjörir í raun og veru ekki kröfu til annars, en að leikið sé sem allra mest á til- finningastrengina, hvort sem það er til góðs eða ills. En — við lifum á timamótum, heimsmenningin gamla er á förum, efnishyggjukenningin liggur í fjör- brotunum, hvert sem við litum, sjá- um við, að gagngjörðar byltingar eru í vændum. Heimurinn þarfnast r.ýrri'og hreinni hugsjóna, og þær munu vaxa upp úr rústum þess gamla, sem nú hrynur. Margt bend- ír til þess, að á eftir efnishyggju- öldinni muni koma andleg öld, að andinn muni fá yfirráð yfir efninu, og þá munu menn læra að sjá og skilja, að guðdóinleg sannindi og guðdómleg lög felast á bak við jafn- vel hina algengustu hluti daglega lifsins og allstaðar i náttúrunni um- hverfis okkur. Þá munu hugsjónir og hugsjónalíf sitja í öndvegi þjóð- félaganna, og peningarnir verða skoðaðir eins og þeir eru, meðal til þess að ná takinarki, en ekki með- alið sjálft. Einar Jónsson er einn af vorboð- um þessa nýja tímabils. Hann muq á sínum tíma, í náinni eða fjarlægri framtíð, verða skoðaður sem spá- maður, eins og risi, sem gnæft hefir yfir flesta samtiðarmenn sína og flutt heiminum nýjar, fagrar og hreinar hugsjónir, mótaðar í stein- inn. En þá mun líka dómurinn falla yfir okkur, Iöndum hans og samtíð- armönnum, þvi þá kröfu má óneitan lega til okkar gjöra, að við reynum að varðveita listaverk Einars handa komandi kynslóðum, og látum hann sjálfan ekki eiga í sífeldri baráttu við skort og fátækt. Listaverk Einars eru sem stendur geymd í pakkhúsi úti í Kaupmanna- höfn, og má nærri geta, hve vel fer um þau þar; hvort ekki má búast við að þau verði fyrir slysum og verði skemd meira eða minna. í fyrrasumar gaf Einar lslandi þessi listaverk sín, með því skilyrði, að landið sæi um, að þau' ýrðu flutt heim til íslands. Þingið tók við gjöfinni, en þó ekki umyrða eða at- hugasemdalaust; því heyrt hefi eg, að einn framsýnn þingmaður hafi bent á það, að þetta yrði aðeins byrjunin; á næsta sumri yrði farið fram á, að bygt ýrði yfir listaverk- in, og þá þótti honum nú skörin vera að færast upp í bekkinn. En vitaskuld verður að byggja. Til hvers er að eiga listaverk og láta þau svo eyðileggjast í pakkhús- um hér eða úti í Kaupmannahöfn. Eða finst nokkrum, að meðferðin á “Útilegumanninum” hans Einars, sem Thomsen konsúll gaf landinu, liafi verið okkur til þess sóma, að við,ættuin að ástunda, að fara eins með öll þau listaverk, sem við eign- umst. Eg veit að þvi muni verða svarað, að það sé dýrt að byggja stór safnhús, að landið hafi ekki efni á því. Eg ætla ekki að spyrja, livort öllu fé landsins sé betur var- ið, t. d. því, sem gengur í alt stjórn- ir.álaþjarkið, sem alþýða manna er fyrir löngu orðin dauðleið á. En eg spyr: Höfum við efni á, að eyðileggja þetta eina listasafn, sem landið nokkurntíma hefir átt? Höf- um við efni á, að fara svo með lista- manninn, að hann aldrei geti notið sín að fullu? Mundum við ekki nú vilja vinna til, að sjá einhverju af listaverkum Alberts Thorvaldsens fyrir sæmilegu húsnæði, ef við gæt- um með því helgað okkur hann og verk hans að einhverju leyti? Þetta mál kemur eflaust fyrir al- þingi í sumar. Það kemur til þess kasta, að svara þessum spurningum. Um það skal engu spáð, hvert svar- ið verður, en vafalítið er það, að einhverntíma verður það talinn sem vottur um menning okkar eða menningarleysi, vit eða skammsýni. Farist okkur illa við Einar, og get- um við ekki geymt verk hans, þá verður það sá blettur á þessari kyn- Slóð, sem seint verður af þveginn, og þess vildi eg þá óska, þó það kunni að þykja óþjóðræknislega tal- að, að íslandi fæddust ekki margir slikir menn sem Einar er. (Heimilisblaðið). Kona. Gamall glæpur. Eftir I. A. Tiffany. (Niðurlag). ‘Það er Langlois! ‘ Framseldu oss hann!’ hrópaði fjöldinn. ‘Hann drap bróður þinn! Hvers vegna fela hann?’ ‘Það er ekki hann, segi eg. Hann er ekki markaður á handleggnum, cins og Langlois var’, sagði Black mótmælandi. Bisavaxinn maður brauzt í gegn- um hópinn óg kom upp að svölun- um, lyfti hattinum lotningarlega og sagði í ákveðnum róm: ‘Fyrirgefið, — en við tökum eng- in mistök á þessum manni. Bæði andlitið og röddin tilheyrir Lang- lois, og hann hefir mist fremstu kjúkuna af vísifingri á. hægri hend- inni’. ‘Já, en samt sem áður er þetta ekki hann. Langlois var hörunds- merktur á handleggnum, — það hefi eg þó sagt ykkur’. ‘Við kærum okkur ekkert fyrir þau mörk, því við vitum að þetta er Langlois, og við viljum ná haldi á honum! Það er bezt að þér látið þann af höndum góðfúslega!’ ‘Eg get ekki framselt saklausan mann. Væri hann sekur, mundi eg hafa orðið sá síðasti, sem orðið hefðj að halda aftur af; en þessi er ekki sekur’, endurtók Black. ‘Látið hann lausan, eða við rífum húsið niður!’ öskraði hinn risa- vaxni maður, og allur flokkurinn tók undir með honum. “Hvort sem hann er sekur eða saklaus — eg framsel ekki mann í hendurnar á hefnigjörnum skrýls- hóp!” “Passið yður sjálfan!” hrópaði tröllið og færðist að dyrunum með hópinn. “Stanzið!” hrópaði Black. “Farið frá eða eg slæ yður flatan!” hrópaði risamennið. í sex ár höf- um við beðið eftir að sjá þessum morðingja hegnt, en enþá hefur ekkert verið gjört í þá átt að hegna þessum manni, sem drap bróður yðar. Nú höfum við fundið mann- inn og nú skal hann úttaka sína verðskulduðu hegningu.” “Heyrið mig! Hvaða sannanir hafið þið fyrir þvf, að þessi maður, jafnvel j>ó það væri Langlois, hafi drepið bróður minn? Þið hafið engar. Þið vitið ekki hver drap hann,—það er aðeins einn núlifandi maður sem veit það.” “Hver?—-Segið oss hver það gjörði 1 hrópuðu allir. “Eg!” svaraði hann í snjöllum rómi.—Eg sagaði brúna í sundur— látið hefnd ykkar koma yfir mig—- eg myrti bróður minn!” Hann þagnaði; það varð und- runarlega óviðkunnanleg þögn. Eoringinn horfði á Black, og var svipur hans þannig, að það var sem hann sárlangaði til að slíta hann í sundur. Svo lét hann hinn up-prétta handlegg falla niður með hlið sér, sneri sér í burtu meðe fyrir: litningsarsvip og gekk ofan gras- flötinn. Ejöldinn fylgdi honum eftir, suðandi eitthvað, sem líktist meira meðaumkvun en reiði. Þá opnuðust dyrnar, og ungfrú Marta Strong kom hlaupandi, og sló handleggjunum um hálsinn á Black og hvíslaði: “Robert—aumingja Robert minn!’ “Þú heyrðir allt, se»n eg sagði?” spurði hann í lágum rómi. “Já Robert, eg heyrði það allt saman.” “Og þú veist hvaða glæpamaður eg er?” “Eg er ekki að hugsa um hvað þú hefur gjört, heldur um það hvað þú líður og hvers þú þarfnast!” * v * Daginn eftir var Black handtek- inn og fluttur til Bockville. Þar endurtók hann sjálfsklögun sína frammi fyrir málafærzlumanni borg- arinnar, 'og neitaði algjörlega, að þyggja nokkurn verjanda. Rétt á seinustu augnablikum útnefndi dómarinn lögfræðing nokkurn, sem rétt í því kom í réttarsalinn, til að taka að sér að verja hann. Hann, sem annars hafði haft allt of stutt- an tíma, til að undirbúa málsvörn, gjörði samt alvarlega tilraun, að útlista alt, sem að gæti orðið til að milda málið; en það virtist ekki hafa nokkur sjáanleg áhrif á dóm- nefndina. En jiegar ríkissóknarinn var að flytja sína ræðu, var kallað á málsverjandann út úr réttarsal- num, og héldu áheyrendurnir, að ef hann kæmi ekki fljótt, mundi vera úti um sökudólginn. Dómarinn hefir þegar gefið fyrir- skipan sína til dómnefendarinnar, og án þess að fara úr réttarsalnum, hafði hún gefið dómaranum, dóms- orð sitt: “sekur”. Rétt þegar dóm- arinn ætlaði að fara að lesa upp hegningar ákvæði laganna, kom T TE BOBÐS SKRAF No. 1. Það væri engin börf á “Pure Food Lögum” ef við til- búning matvæla, væri viðhöfð nokkuð, af þeirri var- kárni sem kostað er til, til þess að hafa fullvissu fyrir algjörðu heilnæmi BUJE WBBON J^%. TEA Sú varúð er við höfð frá því te laufin eru tekin úr te garðinum jiangað til þau erp kotnin á matborðið. í blöndun té laufahna er viðhöfð sú sérstaka varúð sem tryggir óbreytanlegleika—tryggir heilnæmi—Tryggir full- komlegleika. Hin tvöfalda varúðarumbúð er trygging fyrir því að teið gangi nokkuð úr sér fyrir ryk, slagningi eða óvandaðri meðhöndlun. Þínar hugmyndir um hreinlæti á mat lýsa sér bezt í því að jni brúkir BLUE RIBBON TE. verjandinn aftur inn í dómsalinn. tíminn í þcssu tilfelli er nú orðinn Hann gekk inn til dómarans, og nokkuð lengri, er ekki annað fyrir skýrði frá að hann hefði verið kall- j yður, hágöfgi dómari, að gjöra, en að sleppa hinum ákærða lausum’. Verjandi hins opinbera reyndi án nokkurs árangurs, að fá þvi slegið föstu, að Robert Black ætti að út- taka hegningu fyrir að hafa sagað i sundur, í glæpsamlegum tilgangi, aður út, af þeim ástæðum, að menn hefðu fundið eitt nýtt og mjög svo áríðandi Vitni í málinu; og vitni það væri enginn annar, en bróðir- inn, sem hinn kærði væri sakaður um að hafa myrt. Augnabliki síðar stóð Austin plankana í brúnni. En dómarinn Black umkringdur af stórum hóp af| neitaði að taka það til íhugunar, og borgurum bæjarins í réttarsalnum. i fanganum var slept. Af sakamannabekknum hafði bróðj Þegar hann kom út fyrir dóm- ir hans hlustað á orð dómarans með grindurnar, tók hann Austin bróður truflunarlegu útliti; en þegar hannj sinn í faðm sér, og svo leiddust þeir sá Austin bróður sinn koma inn, raki fram að dyrunum. Þar var þeim hann upp gleði-óp. Augnabliki síð-imætt af tveimur konum. ar sat hann og huldi andlitið í hönd-j Austin hljóp fram og hrópaði upp um sér og titraði allur frá hvirfli | yfir sig af gleði og faðmaði ungfrú til ilja, af hinum innri umbrotum, j Bell að sér. En Róbert stóð þegj- sem smugu i gegnum hann. Þegar { ai’di með niðurbeygt höfuð framm* Austin s<ettist niður á bekkinn, við fyrir Mörtu Strong. Að síðustu sagði ldiðina á bróður sínum, endurtók hann: lögfræðingurinn vörn sína. Svo ‘Vertu sæl Marta! Eg sé þig ald- skoraði dómarinn á hann, að skýrajrei framar, því eg get ekki komið frá, hvað hann hefði fengið að vitajaftur til Furudals’. viðvíkandi hinu nýja vitni. 1 Marta lét sem hún sæi ekki hina Sagði þá lögfræðingurinn það framréttu hönd hans, en færði sig sem fylgir: nær honum og hvislaði: ‘Fyrir sex árum síðan fór — einsj ‘Nei, þú getur ekki farið til baka, og þið allareiðu vitið — Austin | Róbert, og eg gjöri það ekki heldur. Black frá húsi frú Bells, klukkan Við förum bæði saman í burtu’. hálfellefu um kveldið. Hann varj ‘Viltu sannarlega giftast mér eft- kominn rétt hálfá léið hcim; þ’éjar iF"' áfí sem S'iíndan'"’' er gengtð?’ maður hljóp að honum úr skógar- spurði Róbert með augun full af jjykninu og hrppaði með formæl- ingum: ‘Nú hefi eg þig á mínu valdi!’ — Það var dimt, svo að Austin_ gat ekki séð framan í árás- armanninn en hann þekti röddina sem Berhards Langlois. Hann hafði verið bókhaldari hjá Blacks-bræðra télaginu; en hafði verið vikið frá starfinu af Austin. í sínum hefnd- arhug sló hann Austin þvíiíku höggi í höfuðið, að nóg hefði verið til að deyða flesta menn. Ilvort að hann féll flatur eða ekki getur hann nú ekki munað. En þegar hann kom til meðvitundar aftur, reikaði hann i.ieðfram St. Lawrence fljótinu. í nokkurs konar meðvitundarleysis- ástandi reikaði hann, og mundi ekki nokkuð áreiðanlegt, þar ,til hann j einn dag var um borð í gufubát, sem í fór ofan eftir St. Lawrence fljótinu. Ilann vissi ekki, hver hann var, eða hvaðan hann kom, en skildi það| eitt, að hann hafði orðið fyrir meiðslum eða hræðslu, svo að hann af þeim ástæðmn hafði tapað minni sínu. Honum fanst að hann mundil sjálfur hafa gjört eitthvað ólöglegt,; og þess vegna fór hann af batnum i Kingston og lagði leið sina inn í landið, hvar hann fékk vinnu hjá hónda nokkrum, um 40 milur frá Kingston. Og i öll þessi sex ár hefir iiann unnið fyrir þenna sama martn. ‘Alt þangað til í gær hefir hann ekkert getað munað um sína fyrri æfi; en þá náði hann i blað nokk- urt, og þar las hann um það, hvern- ig Robert Black var kærður fyrir að hafa myrt bróður sinn Austin, fyrir 6 árum síðan. Þá rankaði hann við sér, • og alt stóð opið fyrir sjónum hans, segir hann; og hann flýtti sér hingað alt hvað hann gat, til þess að frelsa bróður fcinn undan þessari hræði- legu ákæru. En þetta burtskefur ekki ásökunina um, að sakborning- urinn hafi sagað sundur plankana í brúnni, þvi einhver manneskja hcfir farið þar yfir og tapað lífinu fyrir. Eftir árásina á Austin Black og með seðlahulstrið hans í vasanum, gekk Langlois upp á brúna, og féll niður í ána, til þess 6 mánuðum síð- ar að finnast niður hjá Kingston, og var það auðvitað skjótlegt og hræðilegt endurgjald. En Langiois dó fyrir 6 árum síð- an, og það er fyrst í dag, að við höf- um fengið vissu um það. Nú er til grein í hegningarlögunum, sem segir, að engum geti orðið hegnt fyrir nokkurn glæp, sem ekki hafi verið rannsakaður og sannaður áð- ur en fimm ár séu Iiðin, og þar sem tárum. ‘Já, þegar eg sá, hversu mikið þú leiðst út af hvarfi bróður þíns, — lærði eg að elska þig. Þú ert nú niðurbrotinn maður, Róbert, og það er aðeins einn vegur til þess að eignast lán og rósemd. Komdu, og láttu mig leiðbeina þér þangað’. Og þegar þau komu út á götuna, þar sem mannfjöldinn vék úr vegi fyrir þeim, stigu þau upp i létti- vagn, sem í skyndi ók þeim í burtu. J. P. ísdal þýddi. Isabel Cleaning and Pressing EstaBlishment J. W. itL'IIV.N'. elKandl Kunna manna bezt a?5 fara mel LOÐSKINNA FATNAÐ VITJírerTJlr og breytlnyar á fatna?51. Phone Garry 1098 83 Isabel St. homl McDermot CARBON PAPER for TYPEWRITER—PENCIL— PEN Typewriter Ribbon for every make of Typewrlter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDO. Phone Garry 2899. jr Hospital Pharmacy Lyfjabúðin - sem ber af öllum öðrum. — Komið og skoðið okkar um- ferðar bókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- ávísanir, seljum frimerki og gegnum öðrum pósthússtörf- um. 818 NOTRE DAME AVENUE Phone O. 5670-4474

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.