Heimskringla - 19.08.1915, Blaðsíða 7

Heimskringla - 19.08.1915, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 19. ÁGÚST, 1915. HEIMSKRINGLA. BLS. T. Torfi Bjarnason skóla- stjóri í Olafsvík. Seinustu 30 til 40 árin hefirTorfa nafnið fyrst og fremst mint islenzka þjÓS á Torfa í ólafsdal — svo sem hann var nefndur á síðari árum. Eins og Jónasar nafnið lætur manni ósjálfrátt detta í hug Jónas Hall- grímsson og Tómasar nafnið Tómas Sæmundsson — svo var það um Torfa-nafnið og Torfa í Ólafsdal. Við andlát hans er ekki aðeins héraðsbrestur orðinn, heldur lands- brestur. Hann var einn i hinum fá- menna hóp viðurkendra íslenzkra þjóðarfrömuða. Helztu æfiatriða Torfa skal hér getið, en að sjálfsögðu í stórum dráttum. Æfisögu hans teljum vér sjálfsagt að eitthvert tímarita vorra flytji ítarlegar en rúm er fyrir í fréttablaði. Torfi var fæddur 28. ágúst 1838, að Skarði á Skarðsströnd. Faðir hans var Bjarni Bjarnason, uppeld- issonur Skúla kammerráðs Magnús- sonar; en móðir hans hét Ingibjörg Guðmundsdóttir, bónda Guðmunds- sonar frá Tindum á Skarðsströnd, og Guðrúnar Guðmundsdóttur bónda Torfasonar frá Seljum í Helgafellssveit. Systir Guðrúnar þessarar, en ömmusystir Torfa, var Þórdís kona Einars dannebrogs- manns Jónssonar á Kollafjarðarnesi — en móðir hinna stórnýtu héraðs- höfðngja, alþingismannanna Ásgeirs á Þingeyrum og Torfa á Kleifum. Þrevetur fluttist Torfi með foreldr- um sínum að Bessatungu i Saurbæ og þar ólst hann upp fram yfir tvít- ugsaldur. Þá fór hann (1860) norð- ur að Þingeyrum til Asgeirs frænda sins og var hjá honum nokkur ár. Var þá í ráði fyrir Húnvetningum, að stofna hjá sér fyrirmyndarbú og fá Torfa til forustu þess. 1 því skyni varð að ráði, að Torfi sigldi til Skotlands til að læra jarðyrkju — fyrstur íslendinga, er þangað fór í þeim erindum. Þar dvaldi hann 5 missiri. Þaðan ritaði hann búnað- armála bréfin þrjú, sem birtust í Nýjum félagsritum (XXV. árg.). Um ]>essi bréf"rorfa segir B. J. i Sunn- anfara 1901, í æfisöguágripi þar, að rituð sé “af svo mikilli greind og framsýnu fyrirhyggju-viti, að mjiig niikið er á að græða enn, slík ókjör, sem rituð hafa verið uin búnað og búnaðarmálefni síðan vor á meðal”. Það mun hafa verið Jón Sigurðsson, er á marga iuntl hvatti og uppörfaði Torfa á þessum árum. Kemur það viða fram í bréfum Jóns, að hann liefir haft miklar mætur á Torfa og borið hið bezta traust til hans. Sama ár og búnaðarbréfin (1867) komu út i Nýjum Félagsritum birt- ist verðlaunaritgjörð (Sharpsverð- laun) Torfa: “Hvað á að gjöra til ao draga úr hinum mikla mann- dauða hér”, stórmerk ritgjörð, sam- ii' af Torfa 18 4, meðan hann var vinnumaður í Húnaþingi, og mundu fáir vinnumenn á vorum dögum leika þetta eftir. 1 Skotlands vist sinni kyntist Torfi nýju lagi á ljáum. Breytti hann því eftir islenzkum þörfum og jét smíða eftir þeirri fyrirmynd 12 ijáblöð, er hann síðan tók með heim — og reyndi hér. Varð sú reynsla þann veg, að “skozku” ljáirnir, sem í raun réttri hefðu mátt heita Torfa- Ijáir, útrýmdu íslenzku ljáunum dengdu á 2—3 árum. Segir svo um 1 orfa-ljáina í æfiágripi Torfa í Sunnanfara, að þeir muni vera “hér um bil hin mesta búnaðar framför á öldinni sem leið, er aflað mundi liafa upphafsmanninum auð fjár, hvar sem var uin hinn mentaða beim annarsstaðar en hér, — sem sé með einkaleyfissölu. Ljáum þess- um eiga skógarleifar vorar líf ikitt £ið þakka, það litlar sem þær eru; en engin skógarhrísla væri líklega til á landinu nú, ef ljáadengslan gí.mla hefði haldið áfram”. Árið 1867 kom Torfi heim og kvæntist þá frændsystur sinni, Guð- laugu Sakaríasdóttur frá Ileydalsá, fósturdóttur Ásgeirs á Þingeyrum. Reistu þau bú fyrst á Varmalæk i Borgarfirði, en fluttust þaðan eftir tveggja ára dvöl, og mun mest hafa valdið þjóðbrautar-erill, er jörðinni fylgdi. Keypti Torfi þá ólafsdal. ár- ið 1871, af Jóni alþm. Bjarnasyni, og bjó þar jafnan síðan. • Það sem Torfi hefir gjört fyrir jórðina ólafsdal væri efni í heila ritgjörð. ólafsdalur er nú flestum jörðum betur húsaður; tún slétt, girðingar ágætar og slíkur fyrir- myndar frágangur á öllu innan húss og utan, að fá munu þess dæmi á landi voru. Árið 1880 stofnaði Torfi ólafs- dalsskólann á eigin spitur og hélt lionum einn uppi fyrstu 5 árin; en fékk sér þá aðstoð nokkura. Stóð skólinn með miklum blóma fullan aldarfjórðung, venjulega með 12 lærisveinum, 6 nýjum á hverju ári. íir hópi lærisveina Torfa eru margir nýtustu búfræðingar vorir. Sam- búð milli hans og þeirra var hin allra-bezta. Auk skólastjórastarfsins var Torfi hlaðinn mörgum og miklum öðrum störfum störfum i þarfir sveitar- félags, sýslu og amts. Hann stofn- aði verzlunarfélag Dalamanna 1885, kaupfélag Saurbæinga 1899, og var lifið og sálin i öllum félagsskap þar um slóðir um margra ára skeið. En við stjórnmálastarfsemi vildi liann aldrei fást, þótt margsinnis ætti kost á þingmensku fyrir Dala- sýslu. Eitt framfarafyrirtækið, sem Torfi beittist fyrir, var að koma upp tóvinnuvélum í Ólafsdal —- með miklum erfiðismunum. En verk- smiðjan brann nokkrum árum sið- ar. f blöð og tímarit hefir Torfi ritað ógrynnin öll og alt það verið ein- kent sömu kostunum: eldlegum áhuga fyrir framsókn og framför- um búnaðar vors, eindreginni fyrir- litningu á ómensku, ónytjungsskap og tómlæti , samfara óvenju mikilli greind og haldgóðri margra ára eig- in reynslu um það sem um er ritað. Hin afar gagnorða hvatningarhug- vekja, er Torfi reit í vor og sendi um land alt um heyásetningsmálið o s. frv. — þá rúmlega hálfáttræð- ui — var hin siðasta, en ekki sizta þjoðnytjahugvekja hans til íslend- irga. Eg get ekki stil mig um, að taka hér upp orð, sem merkur sveitungi Torfa ritar um hann, ,1901. Ilann segir svo: J' “Um athafnir Torfa og fram- kvæmdir mætti margt rita. Þeir munu fáir eða jafnvel engir hér á landi, er afkastað hafa jafn miklu sem Torfi vor á meðal á þeísari út- líðandi öld. Margur er sá, sem stjórnar myndarlegu búi með ráð- deild og atorku, og vinnur um leið dgenga sveitavinnu, sem þvi fylgir, en með þessu er þá fullfengið verk- efni i hendur. En þetta hvor tveggja hefir Torfi gjört með mikilli framkvæmd og fyrirhyggju. Og með þessu hefir hann um tvo tugi ára verið bundinn við búnaðar- kenslu nær því 7 mánuði af árinu. Hann hefir og haft á hendi ferðir og framkvæmdir Verzlunarfélags Dalamanna og Kaupfélags Saurbæ- inga, sem forstöðumaður, og alla reikninga félaganna síðan, er þau voru stofnuð; • en þeir eru allum- fangsmiklir og taka mikinn tíma. Þar að auki hefir hann síðastliðin 20 ár smíðað 44 plóga, 22 kerrur, 48 herfi og jafn marga hemla, 27 hjólbörur og nokkra jarðnafra og hestarekur, — alt með eigin hendi, nema 2 árin síðustu hefir hann haft járnsmið sér til aistoðar. Ilitstörf hans í blöðum og tímaritum þekkja menn.........Margur ólatur maður og mikilvirkur, hvað þá aðrir, ber fyrir sig að hann hafi ekki tíma til þess eða hins. “Mér er ómögulegt að gjöra þetta, eg hefi ekki tíma til þess”, segja þeir. Torfi á það skylt við hina mestu afreksmenn, að hann skortir aldrei tíma; hann hefir ald- rei svo mikið að gjöra, að hann geti ekki framkvæmt það, sem hann þarf og vill, eða hann teljist undan nýj- um starfskvöðum; hefir þó sjaldn- ast mikið orð á um annríki sitt”. * • • Eins og sjá má á ofanrituðu, er lvér enginn meðalmaður i val hnig- inn, heldur einn þeirra manna.'sem latinumenn sögðu um: primus inter pares, það er: höfði hærri en stétt- arbræður hans. ........ En sá, sem þekkir aðeins fram- kvæmdir Torfa, óbilandi áhuga hans og torfæru-kvíðaleysi, hann þekkir samt ekki manninn sjálfan. Eg átti því láni að fagna að vera 2 sumur á uppvaxtarárum mínum á heimili Torfa i Ólafsdal. Og frá þeim árum geymi eg svo margar fagrar endurminningar um sjalfan hann og það öndvegisheimili, að aldrei mun fyrnast mér. Er l>að eigi lítill gróði æskunni, er fyrsta sinni fer úr foreldrahús- um, að lenda á öðru eins fyrirmynd- arheimili. Á þeim árum var Torfi að brjótast i þeim stórræðum, að koma upp tó- vinnuvélunum. Ekki þykir mér ó- líklegt, að þegar hann lagði út í það, hafi honum farið, eins og liann liefir sjálfur lýst sér: að hann hafi ekki eygt torfærurnar, — bæði við að koma verksmiðjunni upp og reka hana á þessum stað. En þetta var nú einu sinni ráðið, og eg hygg að það liefði verið á fárra manna færi annara en Torfa, að kljúfa sig fram úr þeim erfiðleikum. Miklar hljó.ta áhyggjur húsbóndans i ólafs- dal þá oft að hafa verið. En ekki bar á því. Gamanyrði og gott skap fylgdi honum, hvar sem hann kom og æðruorð heyrðust aldrei. Þeir, sem þekkja til staðhátta í Ólafsdal, geta skilið þau óhemju- vandkvæði, sem á þvi einu voru, að koma hinum þungu vélum heim, og fundu Jieir, sein verkið áttu að vinna stundum til þess. En ef Torfi var í nánd, þá var eins og alt væri miklu auðveldara, alt gengi miklu léttara. Svo var það um öll verk, er Torfi kom nálægt. Eg minnist þess, að er sá hann eitt sinn — þá rúmlega sextugan — taka á mót i heyi og leysa úr því. Það var eins og nýtt fjör færðist i menn'og skepnur, alt gekk hraðara og léttilegar. Og þau vínnubrögð og áhugi, sem húsbónd- inn sýndi! Það hefði mátt vera meiri silakeppurinn, sem eigi hefði fengið fjörkippi við að sjá það verk- lag. Eg býst vð því, að það sé eigi sízt þessi verklægni og verkáhugi, sem kent hafi út frá sér ólafsdals- búfræðingum og gjört þá um langt árabil fremri i almenningsálitinu, en búfræðinga frá öðrum skólum. — E'yrirmyndarheimili eins og ól- afsdalur hefir verið i tíð Torfa og þeirra hjóna, munu fá gjörast í land- 11 u. á það við snyrti-umgengni úti og inni, daglegan myndarskap og rausn, og eigi sízt um þann ágætis- brag, er var á öllu heimilislifinu. Sambúð hjónanna hin bezta og sam- komulag hjúanna og lærisveinanna við húsbónda og börn svo góð, að aldrei bar þar skugga á, þegar eg þekti þar til. Mjög hafa þau hjón reynt harma hin siðari árin, því af 12 börnum þeirra lifa nú aðeins 4: Ásgeir efnafræðingur, Bagnheiður kona Snorra alþm., Áslaug kona lljálmars bónda á Ljótsstöðum í Laxárdal í Þingeyjarsýslu, og Mark- ús búfræðingur. Átta börn hafa þau mist, 3 í æsku, en 5 uppkomin: — Karl stud. polyt. í Khöfn, Ingibjörgu forstöðukonu kvennaskólans á Ak- ureyri, Ástríði fyrri konu Ellerts Jóhannessonar, Þórdísi og Sigriði, báðar ógiftar. Svo lýkur B. .1. grein sinni, sem fylgir mynd Torfa í Sunnanfara: “Það er eitt ttlein litilsigldra smáþjóða, hve þeim er hætt við að hefta þá fáu afbragðsmenn, sem þær eignast, á höndum og fótum, með því að láta þá eyða þjóðinni dýr- mætum kröftum sínum til að berj- ast við féskort, í stað þess að sjá sér mestan hag í því, að láta þá njóta sín sem bezt. Framfaraskeiðin gengur betur undir ólinuðu átaki cins slíks fjörmanns, en hundrað lítilhugaðra liðléttinga, sem eru þó liver um sig eins þungir á þjóðfé- laginu”. Þessi orð eiga vissulega við nú, þegar minnast á Torfa látins. Svo mikið þjóðþarfa-æfistarf, sem hann liefir af hendi int, er samt enginn vafi á þvi, að enn meira hefði orðið, ef fengið hefði til fullnustu að njóta sín í þessu efni. * * * Jarðarför Torfa fór fram þann 2. júli, að viðstöddu fjölmenni. Prest- arnir Sveinn Guðmundsson, Jón Brandsson og Jón Þorvaldsson fluttu ræðu. Minningarsjóður var stofnað- ur við jarðarförina. Þar að auki gáfu Geiradalshreppsbúar 170 kr. til Árs- tíðaskrár Heilsuhælisins til minn- ingar um Torfa. ó. B.. . — (ísafold). Stórtemplar og pólítík. Svo heitir greinarstúfur í síðasta blaði Heimskringlu eftir herra B. M. I.ong. Vegna bindindismálsins á- lít eg það skyldu mina, að svara greininni fáeinum orðum. Allir þ.eir, sem þekkja B. M. Long, vita það, að hann er einn hinna elztu og ötulustu starfsmanna Good- templarafélagsins. Hefir hann unnið því af alefli i meira en fjörðung aldar. Starfsþrek hans og elja í þarfir stúkunnar Heklu hefir verið írábærlega mikið. Eg hefi verið meðlimur Good- templara álíka lengi og hann og þótt okkur háfi ekki ávalt komið saman um aðferðir og báðum ekki sýnst sama leiðin liggja til sigurs, þá liefi eg fyrir mitt leyti borið 4júpa virð- ingu fyrir honum, sökum hans mikla áhuga, og einnig sökum þess, að eg hefi oftast verið sannfærður um, að hann var einlægur i skoðunum sín- um, þótt þær kæmu mér stundum undarlega fyrir sjónir. Mér fanst það til dæmis óviðkunnanlegt — til þess að við hafa væg orð — þegar liann í fyrra vildi láta styrkja þann flokk til framhaldsvalda, sem jafn svikull hafði reynst áhugamáli voru og Roblin-flokkurinn hafði gjört og sérstaklega þegar sá flokkur gekk til kosninga með þeirri ákveðnu yf- irlýsingu, að hann þverneitaði þvi, seiu bindindismenn þá kröfðust í einu hljóði. Og mér fanst það ein- kennilegt af Long, að hann vildi láta hafna þeim mönnum, sem ein- dregið lofuðu þvi, sem bindindis- menn báðu um, og sérstaklega þeg- ar þeir menn höfðu aldrei gjört neitt það, sem benti i þá átt, að ekki mætti fullkomlega treysta loforðum þeirra. Já, mér fanst ]>etta ein- kennilegt af 25 ára gömlum starfs- manni í Goodtemplarafélaginu. Mér fanst satt að segja, að það hlyti að vera af blindu flokksfylgi við Con- servatíva og það er sannfæring mín enn að svo hafi verið. En þegar svo langt var komið atferli þessa flokks, að það var orðið lifsspursmál fyrir alþjóð þessa fylkis, að reka hann af höndum sér — rífa hann upp með rótum —, þá datt mér ekki annað í hug, en jafn trúr bindindismaður og B. M. Long er, mundi gæta skyldu sinnar og leggjast með öllum sínum þunga á þá sveifina, sem til sigurs benti málefni voru. En því miður hefir pólitiska flokksfylgið borið hærra hlut í huga hans, þegar það glímdi þar.við bindindismálið. Og ckki nóg með það, að B. M. Long léði fylgi sitt þeim, er oss hafa ver- ið og eru óvinveittastir, heldur á- mælir hann mér og öðrum fyrlr það, að við skyldum ekki styðja þá lika. B. M. Long kveður það hafa ver- ið samþykt i Heklu á fyrstu árum liennar, að gjöra aldrei pólitisk flokksmál að þrætumálum á fund- um. Ef þessi staðhæfing á að þýða það, að stúkan hafi útilokað allar umræður um pólitík og löggjöf, þá liefir henni skjátlast herfilega, þvi að aðaltakmark Goodtemplarafélags- íns er algjörð litrýming allra á- fengra drykkja með lögum. Hafi stúkan samþykt, að tala aldrei um aðalmál félagsins, þá hefir hún með því vanrækt skyldur sínar. Bind- indismálið er í eðli sínu pólitiskt eða löggjafarmál, sökum þess að það stefnir aðallega að því, að fá þannig breytt löggjöf þjóðanna, að áfengi verði ekki viðurkend verzl- unarvara, nema eins og annað ekur. Ef við höfum þvi á bernskuárum 'kkar i Goodtemplarafélaginu verið svo grunnhygnir, að útiloka af fundum aðalgrundvallaratriði fé- lagsins, þá ættum við nú að fyrir- verða okkur í hljóði djúpt og ein- læglega. Sannleikurinn er sá, að á meðan Goodtemplarar voru svo þröngsýnir, að skilja það ekki, að bindindisrúálið var aðallega lög- gjafarmál, þá ávanst þeim sáralítið. Þau fáu ár, sem liðin eru siðan það var v.iðurkent löggjafarmál, hefir það stigið áfram stórskrefum. Og snmt eigum við ennþá svo flokks- fasta menn og flokksblinda, að þeir sjá þetta ekki. Þvi miður er vinur ittinn B. M. I.ong einn þeirra. Greinarhiif. sakar mig um, að hafa fengið stúkurnar Skuld og Heklu til þess, að heita Liberal- flokknum fylgi sínu í fyrra, sökum þess að hann byði bindindismönn- um meira og betra en hinir. Já, hann sakar mig um þetta. Eg held þvi fram eindregið, að eg hafi þar unnið skyldu mina, enda kom það í Ijós, að nálega allir félagsmenn í báðum stúkunum voru sömu skoð- unar. Ummæli B. M. Longs um æs- ingu, er eg hafi valdið, leiði eg hjá mér. Þeir sem á fundum voru minn- ast þess væntanlega, hvorir voru æstari eða grófari i orðum, við sem itiálið fluttum eða hinir fáu, sem á móti mæltu. Þess getur greinarhöf., að sumir hafi grunað mig um, að flytja þetta mál fram fremur af pólitisku flokks- fylgi en bindindisáhuga. Það er satt, að vinur minn Long hélt því fram; en úrslit málsins i báðum stúkum sýndu honum það greini- lega, hvor okkar var þar talinn ein- la-gari. Þá finst honum víst, að öxin vera vel brýnd, þégar hann minnir mig á, að eg hafi lýst því yfir, að eg ckyldi standa með hvaða flokki sem væri og vinna með honum, sem byði Templurum betra og meira en ann- ar flokkur. Þetta er alveg satt; en vini mínum Long láðist að geta þess aö eg bætti því við, að sá flokkur >rði að vera skipaður mönnum, sem við hefðum ekki hvað eftir annað reynt að því, að svikja loforð sín vinna á móti bindindismálinu. Það gjörir dálítið strik í reikninginn, þegar skoðaður er svikaferill aftur- haldsflokksins i sambandi við bind- indismálið. ir.gu þjóðarinnar eins lengi og nafn; Manitoba verður til. B. M. Long kveðst hafa búist við, að eg sem stórtemplar mundi koma fram fyrir stúkurnar og biðja þær um liðveizlu. Satt að segja gjörði cg það ekki aðeins fyrir þá sök, að j cg taldi þess enga þörf. Málin lágu j svo beint fyrir: allir vissu svo glögt um það, hversu mikinn trúnað mætti leggja á loforð afturhalds- manna, að eg treysti dómgreind fé- lagsbræðra minna, sérstaklcga eftir þeirra drengilegu undirtektir í fyrra Reynslan sýndi l>að 6. ágúst, að ntér skjátlaðist ekki í þessu atriði. Þau ummæli vinar mins B. M. Long, að eg sé óeinlægur og hræsn- ari i bindindismálinu særa mig ekki djúpt. Eg trúi því staðfastlega, að þau finni ekki bergmál í hugum margra þeirra, er mig þekkja. Þá finnur höf. mér það til ámælis, að eg hafi ilnnið á móti tveimur ís- lcndingum, sem báðir séu Good- templarar. Mér vitanlega var það aðeins einn (Sveifin Thorvaldsson), sem eg vann á móti; hann hafði komið þannig fram á þin^i, sem fulltrúi bindindismanna, að við vorum ekkert upp nteð okkur af, hversu mikla mannkosti og hæfi- leika, sem hann kann að hafa að óðru leyti. Hann hafði fyrir fáein- um vikum greitt atkvæði á móti vinsölubanni í þinginu, og hann I hafð einnig fyrir fáeinum vikum greitt atkvæði á móti kvenréttind- um, og það mál hafa Goodtemplarar tckið ui>p á stefnuskrá sína. Það var því með goðri samvizku, að -eg vann á móti honum sem bindindismað- ur. Að þvi er þjóðernið snertir, þá hefi eg gjört grein fvrir afstöðu minni í siðasta Lögbergi. Það er J sjálfsagt.undir venjulegum kringum- stæðum og að öðru jöfnu, að kjósa fslending, þó þeirri reglu væri ekki haldið sérlega eindregið fram af iill- um i Taylors kosningunni á Gimli i hitt eð fyrra eða i St. George i fyrra. En nú var það til þess að bjarga þjóðarheiðri íslendinga, að kjósa ekki þá I.anda, sem undir aftur- haldsmerkjum sóttu. Það er því að eins sómi, að hafa íslendinga á þingi í ð þeir komi þar fram til sóma. —- Það eða eitthvað því líkt mun Hann-1 es Hafsteinn hafa haft i huga, þegar hann sagði í háði: “Bara’ ef lúsin íslenzk er er þér bitið sómi”. Á móti Páli Reykdal vann eg ekki i'fitt; hafði engan tíma til þess. Ef bróðurband Goodtemplara er £ þvi einu innifalið, frá sjónarmiði B. M. Long, að enginn hafi leyfi til ao vinna að bindindismálinu i gegn um loggjöf, nema því að eins að liann fylgi Rogersflokknum, þá mis- skilur harm það herfilega. Að öðru leyti verður almenningur að dæma um bróðurhug okkar Longs, hvors um sig. Að endingu beinir B. M. Long þeirri spurningu að Stórtemplar: “Hvað Stórtemplar þurfi að koma lélega fram til að vera rækur úr embætti?” Þeirri spurningu er má- ske erfitt að svara. En eitt er víst of' það er það, að Stórtemplar er ckki með réttu rækur úr embætti fyrir það, að vinna á móti óvinum bindindismálsins og með vinum þess eins og Stórtemplar revndi að gjöra samkvæmt skyldu sinni við síðustu kosningar. Annars þykir mér það ilt, að vera ncyddur út í orðakast við félags- bróður minn B. M. Long; en þegar liann beitir sér þannig bæði per- sónulega gegn mér og á móti bind- indismálinu, þá hefi eg tvöfalda skyldu til svars: Aðra sem sjálfs- vörn fyrir mig persónulega; hina fyrir hönd Goodtemplarafélagsins. Sig .Júl. Jóliannesson. ™i D0MINI0N BANK Horbl >otr« Dam» og Sherhrooke Stf. HftinfiMtAII upph....... Vnranjftftur........... \llar rlsrnlr . . .. ...... . •> ft.lHMMMMI * 7.IHMI.OOO *7S.(HM».0O0 Vér óskura eftlr vlftsklftuizji verm* lunarmanna og ábyrjrumst aft gefm. þeim fullnægju. Sparlsjóftsdeild vor er sú stærsta sem nokkur banki hef- ir í borginnl tbúendur þessa hlura borgarinnar óska aft skifta vtft stofnun sem þeir vlta aft er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhlutlelka. Byrjift sparl Innlegg fyrlr sjálfa yT5ur. konu og börn. W. M. HAMILTON, Rá<Ssma«ur PHONK GAHHV :i4M» THORSTEINSSON BROS. Byggja hús. Selja lóöir. Útvega lán og eldsábyrgöir. Phone Maln 2992 Room 815-17 Somerset Block Talsinii Maln 5302 Dr. J. G. SNÆDAL TANNLÆKNIH Suite 313 Enderton Block Cor. Portage Ave. og Hargrave St. J. J. BILDFELL FASTEIGXASALI. Union Itank 5th. Floor No. 520 Selur hús og lóöir, og annaö þar aö lútandi. Útvegar peningalán o.fl. Phone Mnln 26S5. E. J. SKJÖLD DISPENSING CHE.MIST Cor. Simcoe and Wellington Sts. Phone Garry 4368 WINMPEG Greinarhöf. kveður báða flokkana i ár hafa haft margt gott á stefnu- skrá sinni, og um það segir hann að sé ekkert efamál, að tilboð Conser- vativa til bindindismanna sé miklu fullkomnara en hinna. En viti menn, t hvað er tilboð þeirra. Það eru Mac- [ donald lögin. Þegar bindindismenn i irnir “hossuðu” Conservatívum upp I i valdasessinn 1899, svo eg viðhafi | eigin orð höfundarins, þá var það J loforðið um, að setja þessi sömu lög | tafarlaust í gildi, sem þeir lugu út j atkvæðin með. Aikins var maður-1 inn, sem bjó þá til lögin og tók þús- j undir dollara fyrir úr vasa fólksins;j Aikins var maðurinn, sem hjálpaði til þess, að halda þessum sömu lög- um sofandi i 15 ár með chlöroformi þagnarinnar annarsvegar og með á- kveðnum ræðum á móti þeim hins- vegar. Aikins var maðurinn, sem nú lofaði að grafa upp þessi lög úr þeirri gröf, sem hann hafði sjálfur hjálpað til að halda þeim í allan þennan tíma; Aikins var maðurinn, sem við áttum nú að trevsta til þess, að efna loforð, sem flokkur hans | liafði svikið í sjöttung aldar með J hans aðstoð og samþykki. Honum átti að fylgja í þessum loforðaefnd- j um Sharpe sá, sem öflugasta þátt-1 uin tók í McDonald kosningunni j frægu, og svo 17 þingmenn, sem fyrir fáúm vikum greiddu atkvæði á móti vinsölubanni. Þarf það ekki að vera meira en í meðallagi blind-1 ur flokksmaður, sem tekur loforð frá þess konar mönnum fram yfir loforð þeirra, sem hafa hvað eftir annað greitt atkvæði með afnámi vínsölu i einu hljóði? Eg fyrir mitt leyti legg það ánægður og óhrædd- ur undir dóm allra sjáandi manna, hvorum flokknum var eðlilegra að að trúa í bindindisn|álinu, eins og sakir stóðu, með sögu manna þeirra fyrir augum, sem báða flokkana skipa. Enda sýndi fólkið greinilega skoðun sína á því máli 6. ágúst. Sá dagur verður helgur haldinn i minn- PAUL BJARNAS0N FASTEIGNASALI. Selur elds, lífs, og slysaábyrgft og útvegar peningalá.n. WYNYARD, - SASK. J. J. Swanson H. G. Hinriksson J. J. SWANSON & CO. PASTEIGXASAIAR OG l>enlut£» miíílar. Talsími Main 2597 Cor. Portage and Garry, Winnipeg GTaham, Hánnesson & McTavish LÖGFR.EÐINGAR. 907—908 Confederation Llfe Bldg. Phone Main 3142 WINNIPEG Arni Anderson E. P. Garland GARLAND & ANDERSON LÖGFR.EÐINGAR. Phone Main 1561 401 Electric Railway Chambers. Dr. G. J. GISLASON Physiclan and Surgcon Athygli veitt Augna, Eyrna og Kverka SJúkdómum. Asamt innvortis sjúkdómum og upp- skurói. 18 South 3rd St.. Grand Forka, X.D. D r. J. STEFÁNSSON 401 BOYD Bl’ILDlNG Horni Portage Ave. og Edmonton St. Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er aft hitta frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 til 6 e.h. Talsfml Maln 4742 Heimill: 105 Ollvla St. Tals. G. 2815 Vér höfum fuliar binrOir riremnstu lyfja og meéala, Komiö meö lyfseö’.H vóar hu<g- aÖ vér gerutn meóniiu ní kv^ailoe’a eftir Avlsan lneknisins. Vér stnuum utansveita pönnnnm og seiinm eiftinaraleyfi. COLCLEUGH & C0. ^iotrf Dauir A % r. 4 ^bt*rHro«»kf 8t. Phone Garrv 2690—2691 Mnasta skóviðgerð. Mjög fín skó viögerft á. meöan þú bíftur. Karlmanna skór hálf botn- aöir (saumaö,) 15 mínútur, gútta- bergs hælar (don’t slip) efta leftur, 2 mínútur. STKWART, 193 Piiclfle Ave. Fyrsta búö fyrir austan aöal- stræti. S H A W ’ S Stærsta og elsta brúkaöra fata- sölubúöin í Vestur Canada. 479 Notre Dame Avenue GISLI G00DMAN TINSMIDIIR VerkstæÖi:—Horni Toronto St. og Notre Dame Ave. Phone Helm'lla Garry 2988 Garry 899 A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaöur sá bestl. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. 813 Sherbrooke Street. Phone Garry 2152 WINNIPEG. MARKET H0TEL 146 Brincess St. á mótt markaTIlnum Bestu vinföng vlndlar og aöhlyn- lng góö. Islenzkur veitlngamatt- ur N. Halldorsson, lelöbelnir Is- lendingum. P. O’CONNEL. etgandl n IVNIPEO

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.