Heimskringla - 19.08.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 19.08.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 19. ÁGÚST, 1915. HEIMSKRINGLA. BLX £- ! liann sjónum?------ Það gat enginn fengið að vita, er sá hann. Fram- gangurinn allur var laus við alt yf- irlœti og fas. Hann var stiltur vel í orði, og það var margra óra verk, að verða honum vel kunnugur. “Látlaust fas og falslaust hjarta, — finst ei annað betra skrailt — með þessu réði hann skrúði skarta skirt var yfirlitið bjarta, — hið ytra þar hins innra naut”. Lengst af, þá tíð sem hann dvaldi vestra, hélt hann til á tveim heimil- um hér í bæ; framan af árum hjá Eyjólfi Olson, er var vinur hans og sýslungi, en síðari hlutann hér hjá frænda sínum Þorsteini kaupmanni Þórarinssyni. Nokkurn tíma dvaldi hann utan bæjar, vestur i Álfta- vatnsbygð. Urðu heimili þessi hon- um einkar kær, og allir, sem innan þeirra veggja bjuggu. Var svo líka, að hann batt ekki trygð við eitt í dag og annað á morgun. Kveður hann nú þessi heimili og alla, sem þar búa, og þakkar þeim liðinn dag. Og svo erum vér þa að rísa á fæt- ur til þess að fylgja honum til hinsta bústaðarins, er verður síð- asta heimilið, og geymir hans jarð- nesku leyfar um ókomna tíð. Yfir hvílurúmið það blessum vér öll, og biðjum guð að geyma þess og gefa honum sinn frið, sinn eilifa, heilaga og algóða frið. Svo kveðjum vér þig þá, vinur. í anda réttum vér þér höndina yfir djúpið. Vel sé þér að hitta þá, sem á undan þér eru gengnir, vini og samferðamenn. Guðs ljós og máttur umvefja þig á hinum nýbyrjaða degi, og veita þér skýrari sjón, dýpri skilning, æðra yfirlit, á æfinnar ei- lífa vegi. Friður og blessan drottins sé með þér og oss öllum að eilífu. Rögnv. Pétursson. i * * * Vér höfðum að vísu áformað, að setja dánarfregn Jóns sál. Dalmanns i blaðið; en er vér heyrðum hús- kveðju þá, er síra Rögnv. Pétursson flutti að heimili hins látna, svo snildarlega, rétta og röggsamlega i öllum atriðum, að J>að tók því langt fram, er vér mundum hafa sagt í því efni, — þá kom oss ásamt um, að láta ræðuna koma fyrir almenn- ingssjónir, sem fullnægjandi, ásamt mynd hins framliðna. Winnipeg, 16. ágúst 1915. Vinir hins látna. Búlgaría. Nú um tima hefir hver maðurinn spurt annan, hvað Búlgarar inyndi gjiira. Báðir flokkarnir hafa verið að reyna að fá Búlgara með sér. Með Þjóðverjum vilja þeir ekki berjast, þó að Jiýzkir hafi máske far- ið fram á Jiað i fyrstu, þá hafa Jieir fljótt fallið frá því; en þá hafa þeir beðið Jiá að vera hlutlausir og Búlg- arar hafa ekki tekið því fjarri. Bretar og Frakkar og Rússar hafa leitað til þeirra og viljað fá lið- veizlu þeirra. Með þeim eru Búlgar- ar til með að berjast og hefðu fyrir löngu verið komnir á stað, ef það hefði ekki verið fyrir Grikki. Þeir eða konungur Grikkja Konstantin hafa staðið þar öfugir á móti. En ásteytingarsteinninn er land, sem Grikkir og Serbar tóku af Tyrkjum i stríðinu seinast. Það er norður- parturinn af Makedóníu og landið norður af höfðunum við Grikk- landshaf, austur af Soloniku, eða Tessaloniku. Land þetta byggja Búlgarar og er illa með þá farið af báðum, Grikkjum og Serbuni. Og er þetta alt náttúrlegt og eðlilegt, að Búlgarar vilji leysa bræður sína og frændur úr ána'uð. Þetta er það, sem allur heimur er nú að berjast fyrir. Ef að Búlgarar fá tryggingu fyrir Jivi, að fá land Jietta, þá segjast Jieir verða komnir á stað innan 24 kl,- stunda með allan sinn her. Fyrir þessu vilja Jieir berjast og engu öðru. En hinn 16. Jiessa mánaðar tekur Venizelos við völdum á Grikklandi og mcð honum flokkur hans, og þá er vonandi að úti sé um ráð Jieirra Það sem svalar þorstanum 1 merkur og pott tlösku hylkjum Fáanlegt hjá þeim *»• m þú kauplr af et5a hjá oss. E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg. HORFNIR FRÆNDUR. Sama er frumsýni sevagaldurs fjötruC rími’ etia frjáls.— Lesmál og ljótimál læt eg falla hvers i annars arma. i. VÉR lesum fivstir okkar æfisögn við upptendraðan Ijóma samtíð hjá, sem sér ei mitt í manna- og hunda-þvögu það mark, er göfgust hugsjón stefndi á. Og seinna margoft sagan breytir, glcymir þvi sannasta, er var í fari nuinris; og þó er hún það eitt — já, eitt, sem geymir hvert orð og verk, sem hrekst af sjó til lands. Eg heilsa ei, eg ætla ekki að kveðja — við áður höfðum það svo margoft gjört. í sólarljósi sjálfan mig að gleðja eg sækist til, þá nótt mig hylur svört. Hjá ykkur naut eg áður gleðibjarma; hann enn sem fyrrum skin við minni sjón. í minninganna ástarljiifu arma minn óður fellur. — Minnist við þig, Frón! En eg, er lworki samtið eða saga, sem segi þessar linur: — minning — þrá, sem vildi reyna að halda þvi til haga, sem hjartað geymir liðnum dögum frá. — Eg hefði sjálfsagt meira átt að erfa, svo orð mín geymdu stærra hngarsvið, en fornar stoðir fiina skjótt og hverfa hjá framtíð þeirri, er rótar öllu við. B a r n i S skríkir móti skrípamyndum hinnar skrítni þrungnu tilveru. Baðar út höndum og biður um meira —meira.----------- M a S u r i n n hvessir fránar sjónir móti útsýninu. — Þarna ---lengst út við sjónhringinn — sér hann markmiÖ sitt. -- .Áfram! Lengra! Áfram! — Eg skal! Eg skal!-------------- Öldungurinn stynur að stormviðri lægðu. Horfir sljófum augum á markmiðið út við sjónhringinn. Hallar höfði að svæfli og andvarpar: “Eg gat ekki gjört meira”. II. Eiríkur rímnaskáld frá Uppsölum í Svarfaðardal, Pálsson. Man eg það, afi, er þú komst til mín að kveldi dags, settir mig á kné þér og kvaðst við mig. Þá voru skuggar skamm- degisins langir — langir eins og kvöldið í kvöld. En þú kvaðst þá niður með kvæði og söngst þá burtu með söng: “Inni frændur eru tveir, eiga góðar náðir: Eiríkur og Þorsteinn, þeir þykja skrítnir báðir”. Og þú, gráhærði þulur, hlóst með mér, glókollinum. Gleði lífsins var þér gefin í fyllra mæli, en öllum þeim, sem eg hefi þekt: Glaður í fátækt, glaður við skipbrot vildarvona þinna og — glaður í sorg. Hallgrímur kvað af hálfum sér holdsveikina. Þú kvaðst lífsstríðið alt frá þér. t En fyrir innan “prjóna”-kyrtil kæti þinnar, lá und, er eng- inn sá. Hún var frá æskudögunum, þegar andi þinn hrópaði eftir meira ljósi, meiri þekking, meira víðsýni, en heimadal- irnir gátu veitt. En enginn svaraði. Aðeins blágrýtis björg- in bergmáluðu þrár þínar. Myrkrið og þögnin veittu þér sárið, og sjálfur dauðinn lok- aði því ekki til fulls. - Það mun ætíð sjást, ef vel er gætt, gegnum ljóðlínur verka þinna. Enginn var sá í “Dalnum", að eigi kvæði hann stökur þín- ar, og ætti bögu frá þér um bæ sinn. En margur var sá, er hélt báðum höndum föstum fyrir aftan bakið, þegar bjarg- ar þurfti.--------- Man eg það, afi, er eg sýndi þér fyrstu kvæðin mín. Þá var sólbjartur sumardagur og eg fór til kirkju. Við sátum fyrir neðan túngarðinn á Völlum, og eg las og las. Hvað eg þóttist þá mikill maður! — “Einhverntíma gerirðu bet- ur en þetta”, mælti afi, að loknum lestri. Nú eru 20 ár liðin síðan sumardaginn góða, og kvæðin þau löngu, löngu brend. — Önnur komin í staðinn, sem ekki hafa enn verið brend. En — hefi eg þá gert betur, afi? Hannes kaupmaður frá Gimli, Hannesson. Mannúð, hreinskilni og drenglund sátu hjá þér, reifabarn- inu, frændi, og signdu þig mátt sínum. Og kraftur þeirra fylgdi þér æ trúlega síðan, að öllum verkum þínum, sem bæði voru mörg og stór, í heimsálfunum tveimur. Þú varst einn af frumherjum brautryðjendanna íslenzku, sem landkostanna leituðu í vestri. Þrítugan hamarinn kleifstu til að 1 i f a, og láta a ð r a lifa. Og með dugn- aði, erfiði og sparsemi tókst þér það vel, svo alla æfina varstu veitandi, en eigi þurfandi. Karlmensku barstu á báðum öxlum, og varstu orkumaður í hvívetna; enda þurfti bani, alt-eyðandi, að byrla þér eiturdrykk, áður þú sigrast lést. Svo fór og Sinfjötla, að eigi fékk hann eitrið staðist, þótt styrkur væri. Barnslegt blíðlyndi og hjartnæm hugulsemi, bjó í sál þinni síungri, og sjaldan hefi eg fundið hlýrri yl til mín anda, en frá þér.. En skapi gastu skift, sem frændur fleiri. Stóð eg við dánarbeð þinn, þar sem dætur þínar og hús- freyja grétu yfir þér. En þótt sorgin væri sár, þá voru það friðartár yfir fögru lífsstarfi, sem höfug hnigu yfir hvílu- rúm þitt í hinsta sinn: Þakkartár — sigurtár. En á heimilinu þínu, fjarri banabeð þínum, dvaldi blint gamalmenni, sem því eigi mátti klappa kinn þinni, hina síðustu stund, sem minningarvott um ljúfmensku þína á liðnum tímum. Frá því látnu flyt eg þér þökk, ekkju þinni og börnum, fyrir ástríki og aðhlynningu í sambúð fjölda ára. — Lengi lifi lof þitt og minning, frændi! Þorsteinn smiður frá Upsum, Þorsteinsson. 1 síðasta sinni, er eg sá þig, faðir, austanhafs, fylgdi eg þér, ásamt fóstra mínum á Syðra-Hvarfi, upp á Sprengi- brekkuna ogútí Hvarfið. Þar kvöddumst við og skildum: Þú, sem þektir lífið langt fyrir skamt og varst að missa s j ó n a r á því, og eg, 9 ára gamall drengurinn, sem var að byrja að s j á og skilja hinar hreyfingarminstu sveiflur þess. - Þá þekti eg ei kendir föðursins, sem flytur burt frá barni sínu ungu, en — nú myndi eg skilja þær. Aftur sá eg þig gamlan og blindan, fyrir vestan hafið, þá 20 ára gamall unglingur. Þá fyrst lærði eg að þekkja föð- urhjartað, sem eigi getur gleymt. Marga bæi og baðstofur bygðir þú, sveitungum þínum til skýlis, fyrir lágt endurgjald, og kirkjur reistir þú, sem áttu að vera guðshús og máske urðu það. En efi lék þér á, hvort nokkur baðstofan myndi þér nógu s t ó r, þegar þú værir alblindur orðinn, þótt k i s t a þín myndi rúmast vel í kirkjunni og komast ofan í garðinn á kostnað annara beina. Nú eru baðstofurnar flestar endurbygðar og kirkjurnar breyttar. Svo fer um flest vor störf. En sagnir þær, úr ís- lenzku þjóðlífi, sem þú ritaðir, og sem komust á framfæri, ásamt merkum fornmunum, er þú safnaðir, munu lengi geyma minning þína og nafn. Því alt, sem vér vinnum göfugt í þarfir annara, stendur óhaggað, þegar eigin hags- munir hafa fyrir löngu til moldar gengið. Hversu sannlega tókstu ekki í trú þinni undir með Milton, þar sem hann spyr sjálfan sig að, eftir að hann er orðinn blindur: “Ætlast guð til eins mikils verks af þeim, sem ljóssins er neitað?” Og lætur svo þolinmæðina hugga sig í sjónleysinu og svara sér þessum orðum: “Guð þarfnast hvorki verka mannsins, né hæfileika hans. Þeir, sem þola mótlætið bezt, þeir þjóna honum mest------------Þeir þjóna honum einnig, sem aðeins líða og bíða”. Dauða seldan, sá eg þig greiða hið hinsta lausnargjald. Bros lék þér um auglit að enduðu lífsstarfi. Haustnætur- kulið breyttist í íslenzka vornæturblíðu. — Alt var bjart. — Alt fullkomnað. — Sáttur sofnaðir þú við alt og alla. Friður sé með íslenzku holdi þínu í erlendri mold! III. Það er íslenzkt, andlegt útsýni, norðlenzk einkenni og svarf- dælskt ættmót, sem tengir dularböndum grafreitinn á Völl- unum miklu vestra, við kirkjugarðinn litla á Völlum eystra.---------- Að Uppsöl u m skal stefna, Eiríkur frændi! En við mætumst allir, ásamt n a f n a mínum og f ó s t r a, fyrir neðan Hálsinn, í þinghúsinu á Tungunum, ef ------ H e 1 j a r - d a 1 s h e i ð i verður fær. Hve litil nóta í lífsins undra-hljómi, er líf hvers eins, oy varir skammu stund, unz tónninn þrýtur fyrir danðans dómi i djúpri þögn, og höfgum jarðar blund. En það er gjöfin heil, og ekkert annað vér eigum til, með oss að leggja á borð, ef lengra verður leitað fram og kannað það land, sem þekti ei nokkurt spádóms orð. En kannske augun minki meir en stækki, hvert myndblik hér, sem bregður fyrir sýn, og andinn stöðugt hefji sig og hækki til himins þess, er fegri vorum skín.------ Þá fel eg ykkur, frændum mínum öllum, að fyrirbúa mér þar lítið skjól, sem blasi móti fjörðum, ám og fjöllum með fegurð landsins kæra, sem mig ól. Þorsteinn Þ. Þorsteinssson. konungs og drotningar Sofíu, syst- ur Vilhjálins. Radoslavoff heitir forsætis ráð- lierra Búlgara, og lýsti hann þessu yfir fyrir nokkrum dögum, sem hér er sagt að framan. Sagði hann þá, að það væri til- hæfulaust, að Búlgarar hefðu ágirnd á Miklagarði. Sú borg væri svo slór og hefði svo mikla þýðingu sökum legu hennar þarna á þjóð- götum mannflokkanna, og haldi hennar fylgdi svo mikil ábyrgð, að það væri ekki fyrir smáþjóð eina af. stýra henni, eins og Búlgarar væru. En það væri eitt mál, sem Búlg- arar væru fúsir að berjast fyrir, en i Jiað væri að auka lönd sín svo, að allir Búlgarar gætu verið undir einni stjórn. Ef þess er krafist, að vér berj- umst einir, Jiá erum vér fúsir til þess; ef þess er óskað, að vér berj- umst í félagi með Grikkjum, Serb- nm og Rúmenum, þá erum vér einn- ig fúsir til þess. En fyrir það verð- um vér að fá Makedóniu-löndin, sem Serbar fengu. Búlgaría er albúin að fara á stað, og fer undir eins og vér fáum fulla tryggingu fyrir, að fá það, sein all- ur heimurinn er nú að berjast fyrir, nefnilega: að hver ein þjóð ráði sér sjálf, án þess að vera undir i drotnunarvaldi annara þjóða. Flestir af bræðrum vorum búa í Jieim löndum Makedóníu, sem Serb- ar fengu. Þar eru 1,500,000 Búlg- £.rar og þeim löndum var oss hátíð- lega iofað fyrir Balkanstríðið. Vér höfum fengið tilboð frá báð- um málspörtum. Bandamenn biðja oss að berjast með sér. Þeir vita, að hermenn vorir eru hraustir og hug- prúðir. En Þjóðverjar, Austurríkis- n enn og Tyrkir óska aðeins, að vér stöndum hjá og séum hlutlausir. — Vér erum tregari til þessa siðara, Jiví vér vitum ekki hvað ske kann á komandi árum og álítum það ekki hvggilegt, að binda hendur vorar. Utan vorra eigin landa búa nú millíónir Búlgara og mikill fjöldi þeirra er i næstu sveitunum við oss. 500,000 eru reyndar i Bessarabiu, austur af Rúmeniu; 300,000 eru í Rúmeníu; en 1,500,000 i Makedóníu — sem Serbar fengu mestan hlut- ann af og Grikkir nokkurn. Þessar sveitir langar oss til að fá, og vér erum svo áfram um það, að vér vilj- um alt í sölurnar leggja til þess. Meira en 600,000 Búlgarar eru flóltamenn frá Serbum og Grikkjum, sem flúið hafa heim til vor. Helm- ingur íbúa höfuðborgarinnar Sofiu cru þessir menn. Það er oss ekki nóg, að fæða þá og klæða heima hjá oss, vér verðum að fá löndin, sem þeir áttu og flúðu af. Nú eru hermenn vorir betri en nokkru sinni áður, og forirrgjasr vorir eru útlærðir á herman raastóí- um Norðurálfunnar. Vér höfúra; safnað vistum, vopnum og skotTær- um til lengri tíma. Aldreí tieSm' Jijóðin verið eins vel undirhúiní ag; nú. Vér bíðum en erum albúoir a® fara á stað innan 24 klukkusöintlai, hvenær sem vér fáum þessi* filB- vissu sem vér þráum. Þannig litur stjórnarförmaðtnr Búlgara á málið. ÁGRIP AF REGLUGJÖRL’. um heimilisréttaríönd í Caisaá® NorðvesturlandinUo Hver, sem hefir fyrir fjölshyltíw m&F- sjá eöa karlmaöur eldri en 18 á'm, ur teklö heimilisrétt á fjóröucjr ik&4 section af óteknu stjórnarlanát t sœkjandi veröur sjálfur aö Iioma itoba, Saskatchewan og Alberta. landskrifstofu stjórnarinnar, etfá ttnA* irskrifstofu hennar í því héraöt; lí um-* boöi annars má taka land á öllnA landskrifstofum stjórnarinnar («31 «^Bldfc*, á undir skrifstofum) meö vissum oill^ yröum. SKYLDUR—Sex mánaöa 4bú9 OB' ræktun landsins á hverju af þremu®* árum. Landnemi má búa meö viesum skilyröum innan 9 milna frá heimillu* réttarlandi sínu, á landl s?m ekkl minna en 80 ekrur. Sæmilegt ívörm- hús veröur aö byggja, aö undanteknv þegar ábúöar skyldurnar eru /ullnœgÖ* ar innan 9 mílna fjarlægö á öðrfp’ landi, eins og fyr er frá greint. 1 vissum héruöum getur góöur ©C? efnilegur landnemi fengiö forkaupa- rétt á fjóröungi sectiónar meÖfraaE landi sinu. Verö $3.00 fyrir ekru hverjm* SKYLDUR—Sex mánaÖa ábúV Q hverju hinna næstu þriggja ára ©ftto aö hann hefir unniö sér inn eigaar* bréf fyrir heimilisréttarlandi sinu, o& ,uk þess ræktaö 50 ekrur á hinu seiauar landi. Forkaupsréttarbréf getur lanð* nemi fengiö um leiö og hann tekam helmilisréttarbréfiö, en þó meö viiisu® skilyröum. Landneml sem eytt hefitú hefcnllle**- rétti sínum. getur fengiö helmliterétt- arland keypt í vissum héruöum. Ver# $3.00 fyrir ekru hverja SKVLKUJt— VerÖur aÖ sitja á landinu 6 mánuöt ai hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og reisa hús á landinu, sem om $300.00 vlröi. Bera má niöur ekrutal, er ræktaef skal, sé landiö óslétt, skógi vaxiö eöe grýtt. Búþening má hafa á landinu staö ræktunar undir vissum skilyröunR- W. W. CORY, Deputy Mlnlster oí the YntertOiTí Blöö, sem flyija þessa auglý«in»iJ leyfislaust fá enga borgun fyrtr. Ein persóna (fyrir daginn), $1.5© Herbergi, kveld og morgunveröuir, $1.25. Máltíöir, 35c. Herbergi, ei* persóna, 50c. Fyrirtak í alla staöi, ágæt vínsölustofa í sambandi. Tnlslni! Gnrry 2252 R0YAI OAK HOTEL Chas. GustafnMon, eigandl Sérstakur sunnudags miödagsýerö- ur. Vín og vindlar á boröum frá klukkan eitt til þrjú e.h. og frá »ex til átta aö kveldinu. 2K3 MAUKET STREET, WINNIPEG Rafmagns — heimilis — áhöld. tlughes Hafmagn.** Eldavólar Thor Hafmagns L>vottavé«ar Red Rafmagns Þvottav *1 *.r Harley Vacuum (iólf Ht -.n*arar ! Laco Nitrogen og Tungsten Lamp* 1 ar. v.« iiiaKii> “Flxtures” Unlversal” Applíances J. F. McKENZlE ELECTRIC CO 283 Kennedy Streel Phone Main 4o<>4 Wtt>n*p«g Vlögjöröir af öllu tagt fljótt og vel \ af hend! l**istar BrúkaÖar sau ivelar meí iafl- ingu verö! . n> r Stnger véltur, fyrlr penlnga út 1 nd eöa tll le'íijn Partar i allar te». ídlr af vé>u2a; aögjörö á öllura teg lurn af Pbop- nographs ð m.iög lár veröl J. K. HRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vautar du«rit*aM og *rr k >maia I. ÍHE CAKAiJ* STANDARD LOAN CO, Aöal Skrlfstofa, Wlnnlpeg $100 SKULDABRÉF SELD Tilþæginda þelm sera hafa smá upp- bæöir til þess aö kaupa, sér i hag. Upplýsingar og vaxtahlutfall fæst ( ; á skrifstofunni. J. C. Kyle, ráö«maÖur 428 MmIu Street, U lonlpeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.