Heimskringla - 19.08.1915, Blaðsíða 8

Heimskringla - 19.08.1915, Blaðsíða 8
BLS 8. HEIMSKBINGLA. WINNIPEG, 19. ÁGÚST, 1915. Eimskipafélags-ljóð. (Ort er “Gullfoss” kom til Ameriku). Lifni nútíSar ljós, Lýsi vordaga rós, Lifi kjarkur og fornaldar fjör! Hopum aldrei á hæl, Hegnum nútíðar þræl. *) Flaggi Island þá ýtum úr vör! • Hefjum merki vor hátt: Hyggni, fróðleik og sátt! Höldum stefnu, sem eining og þjóS Yfir gjálpir og grund. GleSjumst framkvæmdastund. Syngjum Íslandi afmælisljóS! Heill sé þjóSanna þjóS, Þrungin krafti og móS ( GleSjumst allir á glitfögrum knör! HeyriS sonanna söng, Sízt mun útivist löng. Flaggi Ísland þá ýtum úr vör! Hornsírendingur. *) Nútíðar þræll: Danska eimskipafélagið. skrifað þér, Emil hróður mínum og Klöru systir. í síðasta bréfi til henn- ar bað eg ykkur að senda mér mat í hverri viku, ef hægt væri. Sendið aðeins þær fæðutegundir, sem ekki skemmast á leiðinni, svo sem: nið- ursoðið kjöt og lax, ost peanut but- ter, biscuits, jam, cocoa og te, sömu- leiðis reyktóbak og niðursoðin ald- ini. Eg vonast ekki eftir að fá alt þetta í hverri viku; en ef það einu sinni kemst hingað, verður mér horgið með matvæli. Eg hefi það í meira lagi hægt, þvi eg gjöri ekki nokkurn hlut, nema borða, sofa og lesa. En þegar eg er I ekki að þessu, er eg að læra að tala frönsku,*) svo í það heila tekið líð- | ur tíminn fljótt og mér leiðist ekki. Hvernig líður Helgu systir? Er henni batnað í augunum? Eg má til að fá að vita, hvernig henni líður. Segðu henni að hún verði að skrifa mér. Allar þær sendingar, sem til mín fara, ættu að vera í kössum úr borðum eða pjátri, og ekki stærri en I fet á neinn veg, og ekki þyngri en II pund; og eins og þú veizt er alt frítt til okkar, bæði bréf og böglar; en bréfin verða að vera ólokuð. Svo kveð eg þig og óska þér og öll- um til blessunar. Fréttir úr Bænum. Þann 12. þ. m. voru gefin saman i hjónaband af síra Guðm. Árnasyni Jir. Sigfús J. Sigfússon og ungfrú ’Vilhelmína Thórdarson, frá Lundar. Hrúðhjónin setjast að í Holland, Man., þar sem hr. Sigfússon er kenn- ari við High School.— Heimskringla ■cskar hinum ungu hjónum allra lieilla. Sunnudaginn 22. ágúst flytur síra It. Marteinssson erindi í Lundar- Lyrkju um skólamál kyrkjufélags- ins kl. 2 e. h. Messuboð, er eg hefi áður sent um Álptavatns- og Grunna- vatns-bygðir þeim mánaðardegi við- komandi, afturkallast með þessari ti'kynningu. Lundar, 13. ágúst 1915. II. J. Leó. SafnaíSarfundur. Næsta þriðjudagskveld(24. ágúst) líl. 8 er Skjaldborgarsöfnuður boð- aður á fund i Skjaldborg. Áríðandi inál liggja fyrir til ályktunar. .. Gunnl. Jóhannsson, forseti. ADSENT. Kelly úr hættu fyrst um sinn. “Þinghúss-Kelly” er nú kominn úr bráðasta háskanum. Anderson lög- maður vann fyrir hann málið fyrir Court of Appeal, um að skjóta mál- inu til æðsta réttar Bretaveldis (Privy Council). Anderson hafði einlægt haldið því fram, að Mathers-nefndin væri ólög- lega til dóma eða rannsóknar kvödd og allar hennar gjörðir því ónýtar og ólöglegar. Þeir Wilson og Coyne lögmenn voru á móti; en loks fékk Anderson því framgengt, að málinu yrði skotið til Privy Council og kvaðst myndu reyna að flýta svo fyrir því, að það kæmist fyrir rétt þenna i október; en aðrir ætla, að það muni dragast fram í maí næsta vor. — Fáir búumst .vér við að óski Kelly til lukku, og eru flestir leiðir á honum. Bréf frá J. V. Austmann Alten-Grabow, Germany, 30. júni 1915. Kæri faðir minn! Þinn elskandi sonur. Armorer J. V. Austmann, No. 532, Comp. 14, 8th Batt., Bar- racks 56, Battalion 4, Alten- Grabow, Germany. *) Þegar J. V. A. lá á spítalanum í Magdeburg, gat hann þess i bréfi til Emil bróður síns, að flestir af þeim lærðu inönnum, sem græddir voru þar með honum, væru franskir. Þeir eru að líkindum enn með hon- um og af þeim lærir hann frönsk- una. S.J.A. Vér bendum þeim á utanáskrift J. V. Austmanns hér að framan, sem kynnu að vilja koma til hans bréf- um eða smásendingum. — Eins er það með hina drengina, sem fangnir eru. Vér viljum biðja kunningja þeirra og frændur, að senda utan- áskriftir þeirra í blaðið. Það kynni einhverjum að koma til hugar, ða senda þeim bréfmiða eða eitthvað til að gleðja þá. Þetta ætti fleirum en færrum að vera ljúft. Lítið gleð- ur fanginn mann. Ritstj. Að skálholti. 21, ágúst 1913. Lykkjuhröp og hundafit höfund leppa skýrir. Lögberg hefir litið vit, líkt og sá er stýrir. KENNARA VANTAR fyrir Lowland skóla, No. 1684, frá 20 september til 20. desember 1915. Umsækjendur þurfa að hafa í það minsta Third Class Professional Certificate. — Tilboðum veitt mót- taka til 10. september. S. Finnsson, Sec’y-Treas. Vidir P.O., Man. 47-48- KENNARA VANTAR Fyrir Geysir skóla No. 776, fyrir þrjá mánuði. Kenslutíminn er frá 1. okt. til 31. des. 1915. Umsækjandi tiltaki æfingu, mentastig og kaup. Tilboðum veitt móttaka af undir- skrifuðum til 31. ágúst 1915. Th. J. Pálsson, Sec’y-Treas. Geysir, Man. Engar fréttir hefi eg enn fengið frá ykkur að heiman, en vonast nú eítir þeim á hverjum degi: Mér er ant um ykkur heima, og vil því fá að vita, hvernig ykkur líð- ur að öllu leyti. Þú verður því að skrifa mér eins oft og þér er hægt. Af sjálfum mér er það að segja, að heilsa mín er ágæt, og við hér get um ekki kvartað undan meðferðinni á okkur. Nú er tækifæri til þess að læra og ætla eg því að biðja þig að senda mér bækur, sem kenna bygg- ingarfræði (Building Engineering, Contracting). Eg hygg að þú getir fengið þær hjá Russel Lang. En ef þú álítur að styrjöldinni verði lokið fyrir fyrsta október, þá sendu engar bækur. • Hefir þú sent mér peningana, sem eg bað þig um? Enn hefi eg ekki fengið þá. Samt er eg rólegur, þvi eg veit að það er undirorpið mikl- um erfiðleikum að fá sendingar hingað. Siðan eg kom hingað, hefi eg I)egi hallar, húma tekur, heim þá snýr að Skálholtsstað skógarmaður — samt ósekur — svipast þarf hann mörgu að. IIér er eflaust margt til minja meistaranna dögum frá; ber það alt að skoða og skynja. Skal hér engu vikið frá. Kringum staðinn skjótt hann skund- ar, — skamma má hann hafa bið. — Hyggur gott til fróðleiks-fundar .. fornu minningarnar við. Kann frá mörgu að segja Saga, sem hcr verður ekki skráð, frægðarljóma fyrri daga, framkvæmdum og trú og dáð. t>á miðaldanna myrkrið svarta, sem martröð þung oss yfir lá, sendi drottinn sitt hið bjarta sólar-ljósið himni frá, og þrumurödd svo þunga, sterka, er þá varð oft að kalla hvast, af því seinir æ til verka I íslands-niðir sváfu fast. KENNARA VANTAR fyrir Reykjavíkur skóla No. 1489. Verður að hafa Normal Training eða Professional Standing. -Kenslu- tími frá 1. saptember til 31. desem- ber (4 mánuði). Umsóknum verður veitt móttaka af undirrituðum til 20 september. Umsækjandi tiltaki kaupgjaid og æfingu. Reykjavík, Man., 23. júlí 1915. A .M. Freeman, Secy. 45-Í8-25-P KENNARA VANTAR fyrir Vídir skólahérað, No. 1460, frá 6. sept. til 21. des þessa árs; einnig ef um semur frá 15. febr. til júni loka næsta árs, 1916. Umsækj- endur verða að hafa annars eða 3. stigs Professional Certificate; einn- ig tiltaka kaup, sem óskað er eftir, æfingu sem kennarar og senda með- mæli, ef til eru. Tilboðum veitt mót- laka af undirrituðum til z4. þ. m. Vidir, Man., 5. ágúst 1915. J. Sigurðsson, Sec’y-Treas. 46-47—up H. STONE SARGENT AVE. GROCERIES, FRUITS, ETC. Hin bezta búð f Vestur hluta bæjarins þar sem nýlenduvarningur, aldini og öll matvara er hin bezta. ::::::: Reynið okkur og gefið okkur tækifæri að \ sanna ykkur það sem vér segjum. : : PHONE GARRY 180 —Heimsækið okkar ný-tízku Isrjóma stofu— 1 Héðan yfir hctming landsins | helgur guðdóms-ljómi skein. | Pegar röddin mikla mannsins J mild og s t e r k og djúp og hrein hljómaði svo hátt og lengi ■ oð heyrist víða enn í dag, og hreyfði ótal hjarta-strengi svo himneskt undir tóku lag. Nú er flest hér miklu minna en meistara J ó n s á blómatíð. Engan klerk hér er að finna, — ekki neinn sem vekur lýð. — Hér eru sjaldan sungnar tiðir svo að hrifi hal og drós. Nú eru salir fallnir friðir, J>ars fyrrum kveikt var mentaljós. Drottinn guð! Þinn dýrðarkraftur j og djúpa, heita kærleiksglóð, bið eg vcki’ og vermi aftur | vört hið kalda land og þjóð, sem ei köllun sína þekkir, j sem að vist er búið tjón, j sem að ennþá hefta hlekkir. Herra! send oss annan Jón. Skógarmaður má ei tefja myrkrið óðum fellur á. Förina’ áifram hratt skal hefja, hann þarf Iðu-ferju að ná. Honum að þó hrygð nú setur. — — Hunn má varta dylja það.-------- — Stígur á bak og blakkinn hvetur. Blessar í arida Skálholtsstað. Dulinn. — (Ileimilisblaðið), LEIKRIT. Leikfélög eða einstaklingar, sem eignast vilja frumsamin íslenzk leikrit, eftir vel þekt austur-íslenzkt skáld, geta fengið þau til kaups hjá undirrituðum. Leikritin eru þrjú; tveir stuttir gamanleikir, sem gjört hafa lukku heima og gjöra mundu eins hér. Hið þriðja er i fjórum þáttum, mikil- fcnglegur leikur með islenzkum þjóðsagnablæ; aðalpersónan er tröllkona. Leikur þessi er að dómi þeirra, sem séð hafa hann leikinn, að engu eftirbátur Fjalla-Eyvindar og Skuggasveins. öll eru leikritin með eiginhendi höfundar, og gjörir það þau mun eigulegri. Eg hefi engin afrit tek- ið, svo kaupendur geta að vilja tek- ið afrit og selt eða lánað leikritin leikfélögum gegn sæmilegu endur- gjaldi. Verð þessara leikrita er óheyri- lega lágt. Skrifið eftir frekari upplýsingum eða finnið mig að máli. Gunnl. Tr. Jódsson, 623 Sherbrooke St., Winnipeg. Frá Islandi. Alþingi sett. Alþingi var sett á miðvikudaginn 7. júli. Voru þá allir þingmenn komnir nema þrír, þeir Karl Einars- son þm. Vestmannaeyja, er kom daginn eftir, Pétur Jónsson og Magn ús Kristjánssoíi, er báðir höfðu tek- íð sér fari á Goðafossi, sem enn er ókominn. Síra Eggert Pálsson flutti ræðu í dómkyrkjunni áður þing var sett. Ráðherra setti því næst þing, og var þá gengið til kosninga í samein- uðu þingi undir stjórn Eiríks Brí- ems aldursforseta. “Nýbræðingar ætluðu sér að hafna síra Kristni Daníelssyni sem forseta sameinaðs þings og vildu i lians stað láta kjósa Sigurð Gunn- arsson, sakir þess að Sigurður hefir hallast á þeirra sveif. Beittist ráð- herra mjög fyrir þes’su og gegn sira Kristni, er hann taldi “einhvern eindregnastan andstæðing” sinn. En ráðherra og fylgifiskar hans komu ekki sínu fram, heldur voru brotnir á bak aftur, og var síra Kristinn Daníelsson kosinn forseti samein- aðs þings með 19 atkvæðum. I.ið- hlauparnir þrír greiddu honuríí ekki atkvæði og náðu í lið með sér fjórða manninum, en meira reyndist fylg- ið ekki í þetta skifti. Heimastjórnarmenn greiddu at- kvæði Hannesi Hafstein og urðu þau 14. , Varaforseti var kosinn síra Sig- urður Gunnarsson eins og í fyrra og skrifarar síra Sigurður Stefánsson með 33 atkv. og Magnús Pétursson ineð 27 atkv. í neðri deild var kosinn forseti Ólafur Bríem með 20 atkvæðum. Fyrri varaforseti var kosinn Pét- ur Jónsson og annar varaforseti Guðm. Hannesson (12 atkv.) eftir ítrekaða kosningu. Benedikt Sveins- son hlaut 11 atkv. — Við kosning annars varaforseta gjörðu íiðhlaup- arnir (Einar, Sveinn og Guðm. Hannesson) samband við Heima- stjórnarmenn og urðu þá sigursælli en við forsetakosning sameinaðs þings. Skrifarar voru kosnir síra Eggert Pálsson og Björn Hallsson. ' Hinn seinni með 7 atkv. í efri deild var kosinn forseti Slefán Stefánsson skólastjóri, í einu liJjóði, og varaforsetar Jósep Björns- son og Karl Einarsson. Skrifarar voru kosnir Björn Þorláksson og Steingrímur Jónsson. — (Ingólfur). Gullfoss tekinn af Bretum. Gullfoss liafði meðferðis er hann fór héðan ull, hesta og fisk. Brezk herskip hittu skipið og lögðu hald á það og létu það sigla til Kirkwall. Skeyti um þetta barst frá skipstjór- anum 15. júlí. En þann 16. barst Cable konsúli skeyti frá utanríkisráðherranum brezka uin það, að Bretar mundu taka alla ullina úr Gullfossi, og gefa síðan laust skipið. — (Isafold). Dánarfregn. Þann 3. ágúst síðastliðinn anðað- ist að heimili systur sinnar (Mrs. B. Johnson, Blaine Wash.) konan Gróa Sölvadóttir, 59 ára gömul. Hún var dóttir Sölva, er bjó á Löngumýri í Húnavatnssýslu, og þaðan flutti til Vesturheims fyrir rúmum 40 árum. Gróa sáluga var ein af þessum fáu, scm ekki fara í felur með skoðanir sínar. Hún hikaði heldur aldrei við, t.ð hjálpa eftir mætti þeim, sem bágt áltu, hvort sem heimurinn áleit þá hjálparverða eða ekki. Til þín sem að hinstu hvílu hallast og hefir hvatt að fullu þessa storð; OF CANADA ■t—«■■■ —— ■ »i — Hver uppvaxandi sonur þinn og dóttir ætti að hafa persónulegan sparisjóðsreikning á Union Banka Canada ásamt nægum tækifærum til að spara stöðugt peninga og leiðbeiningu í því að fara hyggilega með þá- Svo- leiðis uppeldi í sparsemi og góðri meðferð efna sinim er ómetanleg seinna meir. LOGAN AVE. OG SARGENT AVE, 0TIB0 A. A. Walcot, bankastjóri Eru börnin farin að Iæra að spara PENINGA ? þó tjóð mitt naumast kristið geti katlast, þá kem eg samt með fáein þakkar- orð. Það er ei skraut að þessum stirðu línum, þökk af hjarta vil þó reyna að tjá fyrir hjálp sem veittir mér og mín- um. * Minning þín skal æ mér lifa hjá. Hver að réttu handtak hlýtl kann meta og hreina brosið, sönnust vinahót, það eru einu gjafir sem að geta gengið beina leið að hjarlarót. Fyrir handan grafarhúmið greina, hvort geti þeir að líta betri lönd, eg megna ekki og mun ei hcldur reyna. Mun sú gátan verða flestum vönd. En mér er nóg þín minning göfug lifir i mörgu hjarta, er veittir lið í nauð. Það er eilífð hafin hjátrú yfir og hindurvitni, sem er presta brauð. Vinur hinnar látnu. Hugmyndir Þjóðverja um friðinn. Blaðið “Tagewacht” í Berne á Svisslandi flytur grein með yfirlýs- ing prófessora á Þýzkalandi, hinna helztu, við háskóla landsins. Undir greininni standa prófess- orarnir Meineke. Seeberg or Schaef- er frá Berlín, Oncken frá Heidel- berg, Schumacher frá Reichenau, Kirdolin director í Geisenkirchen námunum, ráðgjafi von Shcwerin, og borgarstjóri í Frankfurth an der Oder o. fl. En þessir eru kostirnir, sem þeir i versta falli geta gengið að: Fyrst og fremst er það aðalskil- yrðið, að Þjóðverjar hafi fult tæki- færi til að breiða út þýzka menn- ing og auka iðnað sinn og verzlun. Belgíu verða þeir að hafa óskerta; 1-rakkland verður að láta þá hafa alt Norður-Frakkland, frá línu þeirri, sem dregin er frá Belfort (sunnan við Elsas) beint vestur til ósanna á ánni Somme, og stórkost- lcgar fébætur að auk. En Rússar yrðu að láta alt Pólland og löndin öll með Eystrasalti; en þau eru Kúrland, Lífland, Estland og Inger- mannaland. Og enn yrðu Rússar að láta þá fá landflæmi mikil upp i fé- bætur, sem þeir gætu ekki greitt. Þetta eru kostirnir! Þess má geta, að landið, sem þeir vilja taka af Frakklandi, er bezti liluti landsins. Hollands er ekki getið. En þá yrði það citt og einangrað, með löndin Þjóðverja á þrjá vegu, og Fáðu þér land til eignar IJORGIST A 20 ÁRUM of l*fi vllt. LandlK fæíHr 1»Ik' op; klæít- !r ojf iM.rttar fyrlr «I>? sjállt um IeI9. T'eykimikiD flæml af fyrlrtaks frjO- Mömu landl er tll «ölu í Veatur-Canada fyrlr lAart verS meÖ göKum MkilmAlum* lietta frft $11 tll $Ö0 ekran ð bðnattar- iöndum l>ar sem nöjfnr eru ri«:nina:ar oar Aveltulönilin $ö."> ekran.)SkiImAlart Einn tuttuarasti af verbinu borjflst flt í liönd, hitt A 20 Arum. í Aveltusvelt- iim mA fA lAn upp A hyaa'inaar upp tll $2000, er einnia hora:Ist A 20 Arum. Leljfnn A lAnl l>vl er nfíelns O per eent. IVfl or tæklfæritS ab hieta vl?5 sijcf lönd- um hlnum næstu etía fltvega l»au handa vinum Nínum ojf nAjfrönnum. Frekarl uplHýsÍnjfnr fAst hjA F. W. RUSSELL, - - Land Ajfent Dept. of IVatural Resoiirces. C.P.R. DESK 31), C.P.R. DEPOT - WINNIPEG væri varla við því að búast, að Þjóð- verjar létu svo lcngi standa. Þarna má sjá friðarkosti þá, sem Þjóðverjar af miskunn sinni vilja bióða þjóðunum, sem þeir réðust á. En á Englendinga er ekki minst, og mega menn vita, að þeirra kostir verða þeim mun harðari, sem þeir liata Englendinga meira en aðrar þjóðir, og væru þeir nú sigurvegar- ar, þá yrðu kostirnir margfalt verri. BRfiF Á HEIMSKRINGLU. — Mr.s. K. Kernested. Miss María B. Gunnlögsson. Oddur Jörgen Benediktsson, frá Hjarðarhaga. P. O. Bell. Kristján G. Snæbjörnsson. Sextfu manns geta fengið aðgang að læra rakaraiðn undir eins. Tll þess að verða fullnuma þarf aðeins 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgað meðan verið er að læra. Nemendur fá staði að enduðu námi fyrir $15 til $20 á viku. Yér höfum hundruð af stöðum þar sem þér getið byrjað á eigin reikning. Eftir- spurn eftir rökurum er æfinlega mikil. Til þess að verða góður rak- ari verðið þér að skrifast út frá Alþjóða rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEGE. Alcxander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St., Winnieg. íslenzkur ráðsmaður hér. NÝ VERKST0FA Vér erum nú færir um að taka á móti öllum fatnaði frá yður til að hreinsa fötin þfn án þess að væta þau fyrir lágt verð: Suits Steamed and Pressed 50c Pants Steamed and Pressed 25c Suits Dry Cleaned........$2.00 Pants Dry Cleaned..........60c Fáið yður verðlista vorn á öllum aðgjörðum skófatnaðar. Empress Laundry Co.Ltc1. Phone St. John 300 COR. AIKENS AND DUFFERIN Ávarp til Argyle-búa. TAKIÐ EFTIR MEYJAR OG SVEINAR, KONUR OG MENN! Eg undirritaður leyfi mér hérmeð virðingarfylst að vekja athygli heiðraðs almennings í Argyle bygð og grend, að á laugardaginn, 14 ágúst, opnaði eg nýja klæðagerðar-stofu í Glenboro bæ, (útibú frá vinnustofu minni á 698 Sargent Ave., Winnipeg). Eg tek að mér að búa til allan fatnað karla og kvenna, úr vönduðu og fallegu efni. Alt samkvæmt nýjustu tísku.. Einnig tek eg að mér allskonar fata aðgerð, og annast um hreinsun og pressun, á öllum tegundum fatnaðar, loöfötum og hverju sem vera skal. Vinnustofa mín í Winnipeg hefir notið almennings hylli, og eg vona að mínir nýju viðskiftavinir verði margir í fram- tíðinni Eg læt ekkert ósparað til að gera þá alla ánægða. Verðið er mjög sanngjarnt, og eg ábyrgist að verkið verði vandað. Góðir íslendingar! Munið eftir minni nýju vinnustofu í Glenboro. Styöjiö íslenzkan iönað! ! Með virðingu yðar, HELGI JÓNSSON, klæðskeri.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.