Heimskringla - 09.09.1915, Síða 3

Heimskringla - 09.09.1915, Síða 3
WINNIPEG, 9. SEPTEMBER, 1915 HEIMSKRINGLA. BLS. 3 Mennirnir á undan Adam. EFTIR J AC K LON DON. (Höfundur að ‘The Call of the Wild’ og ‘The Sea Wolf’ osfrv.). Framkoma Kans gjörði geltina ennþá reiSari. Hann braut af trjánum kvistu og smágreinar, og kastaÖi þeim niður á óvini okkar. Hann hekk á annari hendinni, rétt svo að þeir naÖu ekki í hann, og kvaldi þá með því og hæddi þá og stríddi þeim, en þeir skeltu saman skoltum af magnlausri reiði. En hann var ekki ánægður með það, og braut af einu trénu digra grein, hékk svo á öðrum fæti og annari hendi og rak lurkinn í síðurnar á hinum reiðu og æstu villidýrum og sló honum um nasir þeim. Eg þarf ekki að geta þess, að við glöddumst stórlega yfir þessu, móðir mín og eg. En það er ekkert svo gott, að menn verði ekki leiðir á því á endanum, og loksins lagði faðir minn á stað á undan okkur um trjátoppana og hiakkaði ilskan í honum. Þá var það, að metnaðurinn og sjálfstraustið hjá mér fór að minka. Eg fór að verða hræddur; hélt mér fast við móður mína, þeg- ar hún var að klifra og sveifla sér um eikartoppana. Eg man eftir því, þegar greinin brotnaði undir þunga hennar. Hún hafði gjört stökk mikið; en þegar eg heyrði greinina bresta, tók mig hrollur og skelfing, er eg fann okkur falla um loftið bæði tvö. Skógurinn, sólskinið og hin suðandi laufblöð hurfu sjónum mínum. Eg sá myndinni af föður mínum bregða snöggvast fyrir, er hann stansaði og leit til okkar; — en svo varð myrkt. Á næsta augnabliki var eg vakandi í rúmi mínu undir rekkjuvoðunum, löðursveittur, skjálfandi, og með ógleði, svo mér lág við uppsölu. Glugginn var opinn og vindblærinn svalur stóð inn um gluggann. Næturlampinn logaði ósköp rólega. Og eg veit það að það er einmitt fyrir það, að við hröpuðum ekki alla leið niður til jarðar, að viltu svínin náðu okkur ekki. Því að hefði svo verið, þá mundi þessi hin önnur persóna mín ekki vera hér nú, að muna og skrásetja atburð þenna hundrað þúsund árum eftir að hann skeði. IV. KAPÍTULI. ITT er það við þessar fortíðar endurminninga mínar, sem eg gat ekki skilið í. En það er þessi þoka, sem hvílir yfir tímaspursmálinu. Það er svo oft, sem eg man ekki röð viðburðanna, hvernig þeir komu hver á eftir öðrum. Og ekki get eg held- ur sagt, hvort eitt eða tvö, eða fjögur eða fimm ár hafa liðið milli einhverra tveggja viðburða. Eg get aðeins farið nærri um tímann, með því að álykta af breytingum á útliti og störfum kunningja minna. En eg get líka beitt hugsunarfræðislegum regl- um við hina ýmsu atburði. Það er t. d. enginn efi á því, að við, móðir mín og eg, urðum að flýja und- an hinum viltu göltum upp í trén, og hröpuðum þeg- ar greinin brast, — áður en eg kyntist honum “Laf- eyra”, sem varð félagi og leikbróðir minn í bernsku minni. Og það er eins víst, að á millibilinu milli þessara tveggja viðburða, þá hlýt eg að hafa yfir- gefið móður mína. Eg man ekkert frekara eftir föður mínum, en eg hefi þegar frá skýrt. Árin næstu á eftir bar hann aldrei fyrir augu mér. Og eftir þekkingu minni á tímunum þeim, er sú eina útskýring hugsanleg, að hann hafi látist stuttu eftir þetta galla-æfintýri. En á því er lítill efi, að hann hefir látist fyrir tíma fram. Hann var í fullu fjöri og hlaut því að hafa dáið hastarlega og voveiflega. En eg veit ekkert um, hvernig það atvikaðist, — hvort hann druknaði í fljótinu, eða slöngurnar gleyptu hann, eða þá að hann fór í kviðinn á gamla “Sverð-tanna”, — tígr- isdýrinu. Því að þér skuluð vita það, að eg man aðeins eftir hlutum þeim, sem eg sá sjálfur með mínum eigin augum, á þessum fortíðar dögum. Hafi móð- ir mín vitað nokkuð um endalok föður míns, þá sagði hún mér ekki frá því. Og hvað það snertir, þá efast eg um, að hún hafi haft næga þekkingu á orðum eða hljóðum til að segja mér frá því. — Á þeim árum var alt tungumál fólksins *) þrjá- tíu eða fjörutíu hljóð. Eg kalla það h 1 j ó ð, en ekki orð, af því að upprunalega voru það aðeins hljóð. Þau höfðu enga ákveðna þýðingu, og ekki var hægt að breyta þýðingunni með lýsingarorðum eða atviksorðum. Þetta hvorutveggja voru málspartar, sem þá voru ekki uppfundnir. í staðinn fyrir að breyta nafnorð- um eða sögnum með lýsingarorðum eða atviksorð- um, þá breyttum við hljóðunum með- raddbreyt ingu, með því að gjöra hljóðin fyllri og hærri, með því að draga þau eða hlaupa á þeim. Hljóðin tákn- uðu eitt eða annað, eftir því, hvað þau voru löng eða stutt. Við höfðum engar beygingar sagna. Tíminn fói eftir textanum, sem fylgdi með hljóðinu. Við töl- uðum ætíð um einfalda, óskipta hluti eða hugmynd- ir, af því að vér hugsuðum ætíð um hlutina á þenna veg. Og evo treystum vér hvað mest á bendingar. Að taka hugmyndirnar út af fyrir sig, aðgreindar frá hlutunum, var oss ómögulegt, og þó að ein- hverjum hefði hugsasí það, þá var honum ómögu- legt að gjöra öðrum það skiljanlegt. Vér áttum *) “Fólk” nefnir hann þann flokk manna, sem hann sjálfur og knnningjar lians tilheyrðu. engin þess konar hljóð. Hver sem það gjörði, hann hugsaði lengra, en málið náði, og ef að hann hefði fundið upp hljóð til að tákna þetta, þá hefði eng- inn frænda hans getað skilið hann. En þá var það, að vér tókurn til bendinganna og útskýrðum hug- myndina með látbragði og bendingum, eins og hægt var, og höfðum upp þessi nýju hljóð aftur og aftur. Þannig fór málið að myndast. Með hinum fáu hljóðum, sem við áttum, gátum við hugsað dá- lítið lengra en þessi hljóð náðu. Og þá kom þörfin fyrir ný hljóð, til þess að tákna hinar nýju hugsanir. Stundum var það og, að vér hugsuðum oflangt fram yfir gömlu hljóðin og urðum svo miklir menn, að búa til hugmyndir aðgreindar frá hlutunum (ab- stract) ; reyndar mjög óljósar. En vér gátum þá ekki látið hitt í'fólkið” skilja þær. — Já, málið óx ekki hraðara í þá daga. Ó-ó, við vorum svo undursamlega einfaldir og óbrotnir. En við gátum gjört margt, sem menn geta ekki gjört nú á dögum. Við gátum kipt eyrunum til allavega, spert þau upp og Iagt þau flöt með höfð- inu. Við gátum svo hæglega klórað okkur á milli herðarblaðanna. Við gátum kastað steinum með fótunum, og hefi eg svo oft gjört það sjálfur. Og úr því eg fór að minnast á þetta, þá vil eg geta þess, að eg gat beygt mig í mjöðmunum, án þess að beygja hnén áfram og niður og snert jörðina, — ekki með fingurbroddunum, heldur með olnbogunum. — Á klifrið eftir fuglahreiðrunum vil eg ekki minnast; eg vildi gjarnan, að einhver tuttugustu aldar dreng- urinn hefði séð okkur. En við söfnuðum þeim ald- rei saman eggjunum; við átum þau. Eg man það. En eg hleyp nú á undan sögunni! Fyrst ætla eg að minnast á Laf-eyra og vináttu okk- ar. Mjög snemma æfi minnar skildist eg frá móður minni. Hefir það ef til vill orsakast af því, að eftir dauða föður míns fékk hún sér annan bónda. Eg man lítið eftir honum, en það litla er alt ilt eitt. Hann var væskill mesti. Það var ekkert hraustlegt við hann. Hann var mesti kjaftaskúmur. Óhræsis bullið hans ergir mig nú undireins og mér kemur það til hugar. Sálin hans var of ómerkileg til þess að hafa nokkuð fast í huga. Sjái eg apa í búri, þá minna þeir mig undireins á hann. Hann var apa- skrípi. Það verður bezta lýsingin á honum. Hann hataði mig frá fyrstu. Og eg varð fljótt hræddur við hann og hin illgjörnu hrekkjabrögð hans. Hvenær, sem eg sá hann, þá skreið eg til móður minnar og hélt mér föstum við hana. En eg varð einlægt að verða eldri og það var óhjákvæmi- legt, að eg færi við og við í burtu frá henni og reik- aði þá lengra og lengra burtu. En eftir þessu var hann “Bullari” að bíða. (Eg má eins vel geta þess, að í þá daga höfðu menn engin nöfn. En til hægð- arauka hefi eg sjálfur gefið nöfn ýmsum af "fólk- inu”, sem eg helzt átti eitthvað saman að sælda við, og “Bullari” er hið bezta lýsingarnafn, sem eg get gefið þessum elskulega stjúpföður mínum! En hvað sjálfan mig snertir, þá hefi eg kallað mig “Stóru- tönn”, því að augnatennurnar á mér voru einkenni- lega stórar. En svo að eg snúi mér að honum “Bullara”, þá var hann sí og æ að kvelja mig og hræða. Hann var einlægt að klípa mig og kjaftshöggva og stund- um beit hann mig líka. Oft var það að móðir mín tók málstað minn, og sannarlega var það gleðileg sjón,, að sjá, hvernig hún barði á honum. En niður- staðan á því öllu var ljómandi og endalaus “famil- íu”-rimma, og sjálfur eg var hnútan, sem barist var um. Nei! heimilislíf mitt var sannarlega ekki á- nægjulegt! Eg verð að brosa með sjálfum mér, er eg rita orðtæki þetta: Heimilislíf! heimili! Eg átti ekkert heimili, eftir því sem nútíðarmenn kalla því nafni. Heimili mitt var félagsskapur, en ekki hús neitt. Eg lifði undir umsjá móður minnar, en ekki í húsi neinu. Og móðir mín átti alstaðar heimili. Undir eins og náttaði var hún komin upp í trén. Hún var gamaldags, hún móðir mín. Hún hélt mest upp á trén sín. Reyndar bjuggu hinir framfara- mestu af ættbálki vorum í hellrum upp af fljótinu. En hún móðir mín var grunsöm og afturhaldandi. Trén voru nógu góð handa henni. Eins og segir að sjálfsögðu, var þar eitt sérstakt tré, sem við vana- lega höfðum bústað okkar í, þó að við svæfum oft í öðrum trjám, þegar okkur náttaði uppi. í þægi- legum eikarklofa einum var pallur einn lítt vand- aður úr kvistum, greinum og vínviðarteinungum. Var það líkara fuglshreiðri stóru, en nokkru öðru, þó að vefnaðurinn á því væri þúsund sinnum gróf- ari en á nokkru fuglshreiðri. En það var eitt ein- kennilegt við það, sem eg hefi aldrei séð á neinu fuglshreiðri: Það var'þak yfir því. Ó! Það var ekki þak eins og þau gjörast nú á dögum. Ekki einu sinni eins og hinir lægstu frum- byggjar gjöra þök sín. Það var óendanlega miklu klunnalegra, en hin grófustu handaverk manna, — þeirra, er vér þekkjum nú. Það var sett saman eða hrófað upp af handahófi. Uppi yfir klofningnum á trénu, sem við höfðum aðsetur okkar í, var hrúga af dauðum greinum og smáviði. Fjórir eða fimm næstu klofningar héldu uppi mænirásunum, ef eg má svo kalla þá. Voru það viðarteinungar um einn þumlung hver í þvermál. Á þeim hvíldu greinarn- ar og smáviðurinn, sem virtist hafa verið kastað þar upp af handahófi. Þar var engin þakmynd. Og eg verð að játa það, að þak þetta lak miskunnarlaust, þegar mikil rigning var. . En hann Bullari! Hann gjörði okkur heimilis- lífið leitt, henni móður minni og mér; og þegar eg nefni heimilislíf, þá á eg ekki við leka-hreiðrið uppi í trénu, heldur við félagslífið okkar þriggja. Hann ofsótti mig stöðugt af megnustu illgirni, hann Bullari. Það var hið eina áform, sem hann gat haldið stöð- ugt við, lengur en fimm mínútur. Og svo var ann- að; en það var það, að þegar tímar liðu, þá varð móðir mín linari að taka málstað minn. Eg held hún hafi verið farin að verða leið á mér, út úr öll- um þessum illinda-hreðum hans Bullara. Að minsta sosti fór samkomulagið versnandi, og það svo fljót- lega, að eg hefði af frjálsum vilja farið að hypja mig burtu frá þeim. En eg fékk ekki ánægjuna af því að vera sjálfráður um að fara burtu. Eg var rekinn burtu, áður en eg ætlaði mér. Og þetta er bókstaflega satt. Tækifærið til þessa kom Bullara í hendur einu sinni, þegar eg var einn í hreiðrinu. Móðir mín og Bullari höfðu farið bæði saman út í bláberjamýr- ina. Hann hefir verið búinn að hugsa sér það alt áður, því að eg heyrði hann koma einan heim í gegn um skóginn, og grenjaði hann af reiði á leiðinni. Var hann líkur öllum öðrum mönnum af ættflokki vorum í því, að hann stansaði við og’ við og barði brjóstið með hnefanum. Þetta voru þeir vanir að gjöra, þegar þeir voru reiðir, eða þegar þeir voru að reyna að gjöra sig reiða. • Eg sá mér ekkert undanfæri og hnipraði mig saman skjálfandi í hreiðrinu. Bullari kom fast að trénu, — eg man það var eikartré —, og fór að ílifrast upp eftir því. Og aldrei linti hann þessum argvítugu ólátum sínum og óhljóðum. Mál okkar var ákaflega fátækt; en hann teygði furðanlega úr því með hinum margvíslegu mátum, sem hann lét mér í ljósi hið óslökkvandi hatur sitt og ásetning sinn, að nú skyldi þó skríða til skarar milli okkar. Á meðan hann klifraðist upp í klofann á eik- inni, þá flúði eg út á grein eina, er stóð þvert út frá eikinni. Hann kom á eftir og eg flúði lengra og lengra út á greinina. Loks var eg kominn út að smáu kvistunum og laufblöðunum. Bullari var æf- inlega raggeit mesta og varasemi hans var æfinlega meiri en reiði hans. Hann þorði' ekki að koma á eft- ir mér út á milli kvistanna og laufblaðanna. Enda hefði þyngd hans steypt honum niður um laufblöð- in, áður en hann hefði getað komist til mín. En það var ekki nauðsynlegt fyrir hann að ná mér; og hann vissi það vel, þrjóturinn sá! Með illgirnissvipinn á andlitinu og þorskaaugun starandi af grimdarhug, fór hann að skaka greinina. Skaka greinina! — Eg var þarna úti á blá-endanum, og var að grípa í smágreinarnar, sem einlægt brotn- uðu af þunga mínum. En tuttugu fetum fyrir neðan mig var jörðin! Hann skók og hristi greinina meira og meira og skældi sig allan, hlakkandi af hatri. Svo var það búið. Fjórir kvistirnir, sem eg hélt mér í, brotnuðu allir í einu; og eg hrapaði niður, aftur á bak, horf- andi upp til hans með brotnu kvistina í höndum og fótum. Til allrar hamingju voru engir viltir geltir undir mér, og fjaðraflið í hinum seigu smáhríslum dró úr falli mínu. taugahristingurinn er nægilegur til þess, að brúa yfir þessar þúsund aldir á einu augnabliki og kasta mér alvakandi í rúm mit, og ligg eg þar svo löðursveitt- ur og skjálfandi og hlusta á klukkuna slá stundirnar. En þenna draum, að eg færi burtu frá móður minni, hefir mig margsinnis dreymt, og hefi eg þó aldrei vaknað við hann. En eg hrapa þó æfinlega hljóð- andi niður um smáhríslurnar og skell svo niður á jörðina. • Eg var allur rifinn og marinn, og lá þarna snöktandi, þar sem eg hafði niður komið. Eg gægð- ist upp um smáhríslurnar og sá þar Bullara. Hann var að reka upp djöfullegan gleðisöng og sló takt- inn með því að skaka greinina. Eg hætti þá fljót- lega að snökta. Eg var ekki lengur óhultur uppi í trjátoppunum, og eg þekti gjörla hættuna, sem eg gæti stofnað mér í, ef að eg drægi til mín veiðidýr- in með háværum gráti. Þegar eg hætti að gráta, man eg það, að eg fór að gefa gaum að áhrifum ljóssins, þegar eg opnaði til hálfs hin tárvotu augu mín og lokaði þeim svo aftur. Svo fór eg að skoða sjálfan mig og sá að eg var þá ekki neitt fjarska meiddur eftir biltuna. Það hafði rifist af mér hárið og skinnið hér og hvar. Hvassi endinn á brotinni grein hafði stungist fullan þumlung inn í framhandlegginn á mér, og eg hafði sáran verk í hægri mjöðminni; en hún kom fyrst niður og tók við allri biltunni. En svo voru þetta alt smámeiðsli. Ekkert bein var brotið, og á þeim dögum greri hold manna fljótara en það nú gjörir. En það var samt býsna mikið fall þetta, og eg var haltur í mjöðminni á eftir fulla viku eða meira. Svo lá eg þarna í hrísrunnanum og var leiður mjög á lífinu, og fann sárt til þess, að eg skyldi nú vera heimilislaus. Eg ásetti mér, að aldrei skyldi eg hverfa aftur til Bullara og móður minnar. Eg ætl- aði að fara langt í burtu um hinn voðalega skóg og leita að tré einhverju, sem eg gæti búið í. En hvað fæðu snerti, þá vissi eg, hvar eg skyldi leita hennar. Seinasta árið hafði eg ekki verið upp á móður mína kominn, hvað fæðu snerti. Hún hafði aðeins vernd- að mig og leiðbeint mér. Eg skreið varlega um hrísrunnana. Einu sinni leit eg aftur og sá Bullara, ennþá vera að syngja og skaka greinina. Var það langt frá því að vera mér geðfeld sjón.. Eg hafði vit á því, að vera varkár, og var ákaf- lega varasamur á þessari hinni fyrstu ferð minni út í veröldina. Eg hugsaði ekkert um það, hvert eg væri að fara. Eg hafði aðeins eitt áform; en það var, að komast svo langt í burtu, að hann Bullari næði ekki í mig. Eg klifraðist upp í trén og ferðaðist um þau stundum saman. Stökk eg tré úr tré og kom 'aldrei til jarðar niður. En eg fór ekki í neina vissa stefnu og ekki hélt eg stöðugt áfram. Það var eðli mitt, eins og allra af sama kyni, að vera óstöðugur í rás- inni. Og svo var eg aðeins barn og var að stansa Vanalega enda föllin drauma mína, því að við og við á leiðinni að leika mér. Heimta að Eystrasalti sé lokað. Nú eru blöðin í Parísarborg farin að heimta, að Bandamenn gjöri nú bið sama Þjóðverjum i Eystrasalti, sem þeir gjöra Breturn í Norður- sjónum og írlandshafi, með öðrum orðum: að þeir sendi nú hópa þangað af neðansjávarbátum og sökkvi hverri fleytu, sem um sjóinn fer við norðurstrendur Þýzkalands. Þykir mönnum að Bretum hafi ve! gengið í Eystrasalti. Þeir hafi hjálp- að Rússum og sökt stórum og smá- um herskipum Þjóðverja, alt með neðansjávarbátum. Fá þá þýzkir að kenna á sínu eigin bragði. Og þá myndu allir flutningar hætta bæði frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Væri þá fljótlega hægt að sjá, hvort Þýzka munaði ekki um það, sem þeir hafa fengið frá þessum lönd- um. Þeir gætu að visu flutt skot- færi og kopar og ull frá Svíþjóð og Danmörku á Zeppelinum, eins og þeir fluttu vopnin til Tyrkja yfir allan Banlkanskagann. En það yrði þó miklu minna en nú er. Nýgiftur maður við konuna sína: ‘Hefurðu, elskan min, talað við mjólkursalann um það, að enginn rjómi er ofan á mjólkinni?’ > Ilún: ‘Já. og liann sannfærði mig um, hvernig á þessu stendur. Hann sagðist hella könnuna okkar svo fulla af mjólk, að ekkcrt borð væri sldfið eftir fyrir rjómann’. Járnbrautarræsi (pipe) til aS skýla fallbyssum Serba. Serbar hafa barist af hreysti mikilli, og má pakka þab hólum og hœtium landsins. Fyrir þatS eiga þeir svo létt meb ab fela fallbyssur sínar, svo aS óvinirnir varast þær ekki og sjá ekki fyrri en þeir eru at5 þeim komnir. Ein persóna (fyrlr daginn), íl.50 Herbergi, kveld og morgunveríur, $1.25. MáltítSir, 35o. Herbergi, ein persóna, 50c. Fyrirtak i alla statil, ágæt vínsölustofa í sambandi. Talsfml Garry 2252 ROYAL OAK HOTEL Chas. Gustafsson, eigrandi Sérstakur sunnudags mit5dagsverti- ur. Vín og: vindlar á bor?5um frá klukkan eitt til þrjú e.h. og frá sex til átta ab kveldinu. 2S3 MARKET STREET, WINNIPEO Rafmagns — heimilis — áhöld. Hughes Rafmagns Eldavélar Thor Rafmagns í>vottavélar Red Rafmagns í>vottavélar Harley Vaeum Gólf Hreinsarar “Laco” Nitrogen og Tungsten Lamp- ar. Rafmagns “Fixtures” “Universal” Appliances. J. F. McKENZIE ELECTRIC CO. 283 Kennedy Street I’hone Maln 4004 WIXMPEG Vit5gjörtSir af öllu tagi fljótt og vel hendi leistar. CARBON PAPER for TYPEWRITER—PENCIL—PEN Typewrlter Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDG. Phone Garry 2899. Winnipeg f...... *...... ^ ^ Hospital Pharmacy Ly f jabúðin sem ber af öllum öðrum. — : Komið oy sl.oðið okkar um- I ferðar bókusafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- | ávisanir, seljum frimerki og gegnum öðrum pósthússtörf- um. 818 NOTRE DAME AVENUE Phone G. 5670-4474

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.