Heimskringla - 09.09.1915, Síða 5

Heimskringla - 09.09.1915, Síða 5
WINNIPEG, 9. SEPTEMBER, 1915 HEIMSKRINGLA. BLS. 5. Members of theCommercial Educators’ Association E. J. O’Sullivan, M- A. Pres. ESTA BL/SHCD Stærsti verzlunarskóii í Canada. Býr fólk undir einkaskrifara stöðu, kennir bókhald, hrað- ritun, vélritun og að selja vörur Fékk hæstu verðlaun á heimssýningunni. Einstaklingskensla. Gestir velkomnir, eink- um kennarar. Öllum nemendum sem það eiga skilið, hjálpað til að fá atvinnu. Skrifið, komið eða fónið Main 45 eftir ókeypis verðlista með myndum. THE WINNIPEG BUSINESS COLLEGE 222 Portage Ave...Cor. Fort Street. Enginn kandídat atvinnulaus. að eins er borið fram fyrir alþýðu, þá er ekki úr vegi að láta menn vita það, að tvær þjóðir heimsins hafa stærri flota en vér, og að floti Jap- ana verður bráðlega stærri og öfl- ugri en floti Bandarikja. Og auk þess standa þeir betur að vígi en vér, þar sem þeir geta haft öll sín herskip á einu meginhafi. En vér verðum að skifta flota vorum á tvö höfin, að austan og vestan, og verja báðar strendur og þær furðu lang- ar. Einnig ætti mönnum að vera það kunnugt, að hver einasta af hin- um stærri þjóðum hefir þetta fimm sínnum og sumar tuttugu sinnum meiri landher en vér höfum, betur æfðan og betri vopnum búinn. Og svo er þessi draumur manna, að peningamennirnir geti stöðvað stríðið. Það var uppáhaldshugmynd friðarpostulanna, að þjóðirnar gætu hvergi fengið lán hjá peningamönn- unum til að heyja striðin, og að þjóðirnar væru fjárhagslega svo liver upp á aðra komnar, að striðin væru ómöguleg og óhugsandi. En höfum vér þá gleymt Huerta, hershöfðingja i Mexikó. Það var einlægt verið að segja, að hann væri gjaldþrota, og einlægt biðu her- flokkar hans ósigur. Og mönnum fanst það óhugsandi, að hann gæti barist lengur en þenna og þenna daginn. En Huerta hefði verið að fcerjast enn þann dag i dag, ef að England og Frakkland hefðu ekki neytt hann til þess að leggja völdin niður. En hverjir lánuðu honum? Evrópa. Þá eru Balkan þjóðirnar einhverj- ai hinar fátækustu þjóðir i heimi. En þær eru aldrei i vandræðum og fá einlægt nóga peninga til að berj- ast. En hefir nokkur heyrt, að hin sináu og fátæku lýðveldi i Ameriku liafi nokkru sinni vantað peninga til að fara i stríð? Peningaskortur getur aldrei komið i veg fgrir stríð. Japan er þó ríkið, sem friðar- postularnir vanalega vitna tii sinu máli til sönnunar. Þegar Japan hóf strðið við Rússa, þá voru Japanar rniklu ver staddir fjárhagslega, en Rússar. En þetta hið mikla stríð jók þó ekki skuldir Japans meira en 22 prósent. Síðan hefir Japan varið feiknamiklu fé á ári hverju til þess að búa sig undir stríð, svo að hið næsta strið þeirra verður létt á þeim. — Það væri gaman að vita, hvort allir peningamenn heimsins eiska svo Bandaríkin, að þeir neit- uðu Japönum lánum, þegar þeir tengju gott veð og 30'ðar rentur af peningum sínum. Þeir sjá að á og umhverfis Kyrrahafi standa Japan- ar betur að vigi. Her Japana er margfalt stærri, margfalt æfðari og margfalt betur vopnum búinn, eir her Bandaríkjanna. Það eina, sem Japan helzt vantar, eru peningar. — Bjór fyrir kunningja Bjór sem þér þykir góður í merkur etia pott hylkjum. Fáan- Iegt hjá þelm sem þú kaupir af eBa hjá oss E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg. Og svo er annað sem peningainaður- inn tekur til greina, en það er þetta: Að kaup og fæði japanskra .lier- manna er miklu lægra og fæði þeirra margfalt ódýrara en her- manna Bandaríkjanna. Japanskur hermaður kostar ekki me>ra en 240 dollara á ári, en Bandrríkja her- maður 800 dollara. Vér hittum einlægt menn, sein ó- mögulega geta trúað því, að vér get- um nokkurntíma lent í stríði við Japan. Og þetta eru ástæðu'nar fyrir því: Japanar eru eina bardagaþjóðin Austurlanda. Og jieir eru drembi- legasta þjóðin allra þeirra. Þeir finna til sin og eru ákaflega miklir föðurlandsvinir og ætla þjóðflokki sínum sæti ofar öllum öðrum þjóð- um. Þeir eru mjög sviplíkir Þjóð- verjum eftir hinar miklu sigurvinn- ingar þeirra 1870, er þeir risu upp sem endurbornir. Vér höfum sama sem sagt þessari framsóknarþjóð Austurlanda: “Þér eruð ekki jafningar vorir, þér eruð gulir”. Þetta er og hefir verið aðal- atriðið í Californiu-deilunum við Japana. Þær komu ekki út af því, að Japanar byðust til að vinna fyrir lægra kaup, en hvítir menn, og ekki af því, að japanskir bændur boluðu út innlendum bændum af jörðum sinum, því að þeir hinir síðari gátu ekki kept við þá. Þetta eru aðeins auka-stoðir undir þjóðarliatrinu. — Það var sjálfsvörn hjá Californiu- mönnum, að útiloka Japana og banna þem að eignast nokkurt land. Þeir gátu ekki staðið gula litinn. Þegar yfirheyrslur og vitnaleiðsl- ur fóru fram í málum þessum árið 1913, kom bóndi einn amerikansk- ur fram fyrir nefndina og mælti:— “Uppi við Elk Grove, þar sem eg bý, er stúlka ein, sem gengur um meðal manna með ungbarn á örmum sin- um. Barnið er hvorki hvítt eða gult. En eg get sagt yður hvað það tákn- ar: Þetta er uphafið á hinu mesta vandamáli, sem nokkurntíma hefir komið fyrir Bandaríkin. Og bóndi þessi var sannarlega vitur maður. Setjum nú svo, að vér hefðum lát- ið undan .Tapönum þarna. Setjum svo, að vér hefðum leyft þeim, að hreiðast yfir Kyrrahafsströndina. Og hugsum til þess, hvort vér ætl- um, að nokkur höfðingi hinna fyrri iandsbúa, Indiánanna, hefði játað eða viðurkent möguleikana, að land- ar hans, sem þá réðu allri Ameríku, myndu verða svo ofurliði bornir og upprættir að þeir fengju rétt fyrir náð og miskunn, að lifa i smáhópum hér og hvar, -— reknir saman í smá- hópana sem sauðir eða fangar og hafðir varðmenn til að gæta þeirra. Japanar eru þeim í engu líkir; þeir eu kænir og slægir, ötulir, duglegir, sparsamir og fjörmiklir starfsmenn og dugnaðarmenn, staðfastir og þol- inmóðir og hugrakkir, svo að þeir láta ekkert fyrir brjósti brenna. Og víða í Californíu eru þeir farnir að útbola hvítum mönnum. Hvitir menn geta ekki kept. við þá. Og það er sem enginn hvitur maður hafi get uð séð það fyrir, að svo myndi geta farið á komandi tímum, að hinn guli mannflokkur yrði hér ráðandi og ríkjandi, i stað hvítra manna; engu fremur en Indiánar gátu séð fyrir, að landið yrði tekið úr höndum rauðu mannanna og þeir gjörðir að hornrekum og niðursetum, sem aumingja ræfiar. Þetta er að vísu ó- hugsandi meðan vér getum boðið þeim byrginn og varnað þeim að setjast hér að, en — ekki lengur. Vestan við Klettafjöllin búa sjö til átta millíónir hvítra manna. En við strendur Kyrrahafsins búa tveir þriðju hlutar alls mannkynsins. — Þarna eru þá hvitir menn um 714 á móti einu þúsundi. Við poll þenna hinn mikla mætast mannflokkarnir, hinn guli og hinn hvíti. Japanar hafa nú náð fótfestu á meginlandi Asiu. Þeir hafa öll umráð Kóreu og Suður-Manchúríu, svo þau lönd verða japönsk á mjög stuttum tima. Þeir eru að fá fótfestu i Kina og gjöra Kínverja óefað að bandamönn- um sínum. Og þá geta jieir áður en nokkurn varir haft 80 millíónir her- manna, ef i stríð skal fara. Japanar vaxa og vaxa með ári hverju. Og hver getur huga leitt þenna feikna grúa? En aðaltakmark Japana, tak- markið sem hinir framsýnu stjórn- málamenn og vitringar þeirra hugsa sér, er alt Kyrrahafið og öll löndin í kringum það. Þar í verður öll vest- urströnd Ameríku, til fjalla upp, frá einu heimsskauti til annars. Nú hafa hvítir menn það mest á móti Japönum, að jieir lifi svo spar- lega, að ómögulegt sé við þá að keppa, — hvítir menn geti ekki lif- að á því, sem Japanar lifi á. Og sem annar kynflokkur eru þeir mest á móti öllu því, sem menn hér telja mest varðandi. En einmitt fyrir það, hvað þeir geta lifað á litlu og hvað þeir fjölga fijótt, þá eru þeir voði fyrir menningu Og tilveru manna, fyrst og fremst á vesturströndum álfu þessarar. Vér vitum að menn enskir hafa sent handrit frá London til Japan, til að fá þau prentuð þar, — það var svo miklu ódýrara og svo var með alt annað. Þó er t. d. prentun ódýrari miklu á Englandi, en hér í Ameríku. Þetta kynflokkaliatur er sílogandi hjá Japönum, þó að þeir reyni að breiða yfir það; þó að þeir kaupi blöðin og fyrirlesara, og stjórnmála- menn með silkitungum, til að leyna jivi. En saman við hatrið er hungr- ið og sulturinn. Asía er soltin. Og hungraðir menn eru illir viðureign- ar. Japan þarf líka að berjast við suitinn — einar 60 millíónir Jap- ana. Þeir hafa 50 sinnum meiri her- afla en vér. Og eyjarnar þeirra eru klettóttar og hrjóstrugar og alt land þeirra er aðeins 1-250. hluti lands- ins á jörðunni. Hvað lengi ætlið þér að Japan muni láta sér þetta nægja, þar sem vér höldum varnarlausu nærri hálfu yfirborði jarðar? Fil- ipseyjar eru miklu frjósamari en Jap an, með fyrirtaks hrísgrjónaökrum, með stórmiklum kolalögum og olíu, sem enn þá er ekki farið að nota. Og r.æðu þeir eyjum jiessum, hefðu þeir vigstöðvar einhverjar hinar beztu við Kyrrahafið. Og það er ekki einungis þetta, sem æsir þá á móti oss, heldur er það verzlun vor við Kína, eða “the open door in China”. Þar kemur dollarinn til sögunnar og vér stönd- um þar í vegi fyrir þeim, að þeir nái haldi á þjóðflokkum Kinaveldis. Þeir elska land sitt ákaflega heitt, — miklu heitara en þetta samsafn þjóðanna hér elskar Ameríku. Þegar Japan tók Manchuriu töp- uðum vér 20 millíón dollara mark- aði fyrir bómullarvörur, og svo er um margt annað. Annaðhvort verð- um vér að sleppa þessum opna roarkaði fyrir oss og aðrar þjóðir í Kína eða horfa á Kína fara í ginið á Japönum, eins og Kórea og Man- churia eða þá — að vér verðum að berjast. Nú í dag ráða japanskir verka- menn vinnu allri á Hawaii-eyjum. Nálægt % af öllum verkamönnum þar eru japanskir. Og útlitið þar er mjög iskyggilegt. Hinir ríku land- eignamenn þar fara mjög illa með þá og beita við þá hörku mikilli, ef að þeir láta nokkuð á ser bera. f Honolulu er farið ver með þá en Kínverja eða Kóreu-búa. Þeir vilja liggja á þessum “gulu negrum”. En Japanar eru sú þjóð Asiu, sein mest finnur til sin. Vér höfum misboðið þeim og svivirt þá og gjörum það á degi hverjum. En Austurlanda-mað- urinn gleymir aldrei og fyrirgefur aldrei! Vér erum að reyna að ná verzlun, þar sem þeir vilja komast að, og einlægt rekum við hornin saman. Aður en Japanar fóru í stríðið við Rússa, voru blöð þeirra búin að úthúða þeim á allar iundir’, — fara reglulega krossferð á hendur þeirm og breiða út um þá allar vammir og skammir. Þau gjörðu alt til þess, að vekja hatur Japana á Rússum og iukkaðist það mæta vel. En nú hafa japönsku blöðin snúið móti Banda- rikjunum, og beita hinu sama við oss, sem þeir beittu við Rússa. Þeir segja að Bandarikin vilji fá her- skipahöfn á Asíu-ströndum, og að vér séum að grafa undan verzlun Japana; og þá gleyma þeir ekki að lýsa því, hvað illa sé farið með jap- anska þegna í Californiu. Það er þegar orðið biturt þetta hatur, og sem dæmi má geta þess, að þegar japönsku hermennirnir voru sendir á móti Khiaouchau, þá voru þeir svo kátir yfir þessu; þvi að þeir héldu fyrst að þeir væru að fara á móti Ameríku. Vér hljótum að reka oss á Japana aftur og aftur. Arið f913 mátti engu muna, að oss lenti saman. En hve- nær kemur stundin, þegar vér verð- um neyddir til að fara á stað, eða taka á móti? Maðurinn (á lciðinni heim fró leik húsinu): “Hvernig líkaði þér leik- urinn?” Konan: “Ágætlega. Það er bara eitt i honum, sem er óeðlilegt. Milli fyrsta og annars þátts líða 2 ár og þó hafa hjónin sömu vinnukonuna. Móðirin: “Haltu ekki kjólnum þínum svona hátt upp, Marsa mín, það er svo ljótt”. Marsa (17 ára): "Því keyptirðu mér svona fallega sokka?” Kennarinn: “Það er málsháttur, sem segir: “Ekki er alt gull sem gló- ir Nefndu dæmi”. Lærisveinninn: “Nefið á yður”. Loftbelgir til að sjá frá aSfarir óvinanna. Hlnar langskeytu fallbyssur og skotgrafabardagarnir eru orsök til þess aö loftbelgir þessir eru ómissandi. Maöurinn i körfunni er á gægjum og segir skotmönnunum hvar skotin þeirra komi niöur og hvaö langt frá marki. Fyrir hverju eru Bretar og Bandamenn að berjast ? Eftir Jarhnn af Cromer. Fyrst af öllu erum vér að berjast fyrir að halda við Bretaveldi um Iveim alian, — að berjast fyrir til- verunni sem þjóð. Það er vonandi, að menn séu alment farnir að viður- kenna og játa þetta hvar sem Bretar búa og brezkar stofnanir standa, og stjórnarfyrirkomulag það er við- tekið, sem Bretum er svo kært. Og nú bendir alt til þess, að þetta sé fyllilega viðurkent og augljóst orð- ið um alt hið meira Bretland — Greater Britain — í hinum fjariægu heimsálfum hinu megin úthafanna: í Canada, Ástralíu, Nýja Sjálandi og í Suður-Afríku. — En samt hafa stjórnmálamenn ýmsir, og þó frem- ur iítt kunnir, verið að reyna að sannfæra enska og enskumæiandi verkamenn, að þeir eigi engan þátt í þessu strfði; það snerti þá ekki, og þó að Þjóðverjar bæru hærra hlut í stríði þessu, þá myndi það ekki spilla hag þeirra eða breyta lffi og ástandi þeirra til hins verra. En meiri villu og meiri fjarstæðu ,r ekki hægt að bera fram. Það er svo langt frá, að það sé orðum auk- ið að segja, að fulikominn sigur Þjóðverja myndi gjöra stórkostlega breytingu á stjórnarfarslegu á- standi, öllum efnahag, borgaralegu félagi og öllum siðgæðishugmynd- um hjá hverjum einasta manni, sem 11Ú lýtur hinni brezku krúnu, eða er borgari innan Bretaveldis. Og þó að sigur þeirra yrði ekki fullkom- inn, þá mundi breytingm til hins verra samt verða feykilcga mikil. Enginn maður skyldi iáta sér til hugar koma, að nokkurt veglyndi yrði sýnt hinum yfirunnu. Eng- lendingar hafa verið sljófir og sein- ir að sjá og skilja, að hið gamla Þýzkaland er horfið óg undir lok liðið, með sínum göfugu og háleitu hugmyndum um mannréttindi og siðgæði. Og í staðinn er komið alt annað Þýzkaland, með feykilegri hefnigirni, sem þjóðareinkenni, og öseðjanlegu, óhemjulegu hatri til allra annara þjóða. Eftir vitnis- burði mesta fjölda hinna heiðar- legustu manna, hefir hatrið, sein þeir áður báru tii Englands fyrir stríð þetta, nú aukist og margfald- ast langt fram yfir það, sem nokkur maður getur hugsað sér. Tlinn þýzki rithöfundur Heine segir um þá: Þjóðverjar eru miklu hefnigjarnari en rómversku (lat- ínsku) þjóðflokkarnir. Þeirra æðsta liugsjón er að hata. Og hann bætti því við, að Þjóðverjar hati ekki ein- ungis gjörðir óvina sinna, heldur allar þeirra hugsanir. Þetta er ekki svo furðulegt, sem það í fyrstu sýn- ist, því að allur hugsunarháttur og hugsanagangur Breta, er svo gjör- samlega andstæður hugsanagangi Þjóðverja, hvort heldur sem hann kemur fram hjá heimspekingum, stjórnmálamönnum eða blaðamönn- um. Annar ber í sér bróðurástina, en hinn sjálfselskuna í sinni verstu og djöfullegustu mynd. Yér erum einnig að berjast fyrir frjálsum leiðum um sjóinn og óhult- um. Þjóðverjar segja hið sama með tungu sinni. En hvað segja verk þeirra? Og hvernig yrði frelsið á sjónum, ef að þeir réðu? Það yrði þýzkt frelsi til þess að sökkva skip- um og saklausum mönnum. Yér erum að berjast til þess að hinar smærri þjóðir heimsins megi um frjálst höfuð strjúka, og eigi frjálst “að njóta geisla sólarinnar”, sem Þjóðverjar þykjast einir hafa rétt til. — Vér erum að berjast til þess fyrst og fremst að Holland. Belgía og Danmörk verði ekki inn- linmð í hið þýzka rfki. Vér erúm að berjast fyrir, að þeg- ar breytt verður landamærum ríkj- anna í Norðurálfu, sem bráðlega lilýtur að ske, þá skuli þeim hagað þannig, að engin þjóð liafi aðra til að kúga og undiroka. En þær verði sér, sem saman eiga, eftir kynflokk- um, tungumálum og trú. Vér erum að berjast tii þess, að löndin Elass og Lothringen skuli komast undir rétta eigendur, í félag bræðra sinna. Vér erum að berjast til þess að varna því, að hin mikla menning og siðfágun Frakka verði ekki troðin undir fótum hinna þýzku barbara, sem standa á miklu lægra siðgæðis- og menningarstigi. Vér erum að berjast til þess, að Slava-kynflokkarnir skuli ekki verða marðir undir miskunnarlaus- um hælum Þjóðverjanna. — Vér viljum getaþess hér, að þó að oft sé skoðun almennings blind og gagn- stæð því sem rétt er, þá hefir þó ald- »fi hér f landi verið jafn fáránleg og f.iarstæð skoðun manna eins og sú, sem nokkrir illa uppfræddir Eng- lendingar hafa verið að breiða út, að mentun Þjóðverja væri æðri en mentun Rússa. Vér erum að berjast til þess, að vagga hinnar fornu menningar, heimili frjálsra liugmynda, föður- lend Garibaldi, ítalía, geti safnað saman liinum smáu brotuin liinnar itölsku þjóðar, sein langar svo heitt :il að vera í félagi með bræðrum sin- um, en eru nú þrælkaðir og undir ánauð hinna suðlægari þjóðversku landa, — Austurríkis. Vér erum að berjast til að reyna uð bæta úr liinum verstu stjórn- máiaglæpum hinnar blóöi roðnu átjándu aldar: skiftingu Póllands. sem vinur Holienzollern-ættarinn- ar, rithöfundurinn Sybel, verður þð aö játa, að fram hafi farið með svik-’ um og níðingslegu ráðabruggi Prússa. Vér erum að berjast til þess að riki hinna hraustu og hugjirúðu Belga verði ekki strikað út af landa- bréfum Evrópu, og til þess að Belg- a; fái hæfilegar skaðabætur fyrir ránin og eiðrofin, morðin og brenn- urnar og allar þær kvalir, sem þeir hafa orðið að þola af Þjóðverjum. Vér erum að berjast til þess, að Serbía fái að njóta réttar síns, og sjá henni borgið úr böðulshöndum Austurríkis og Þjóðverja. Vér erum að berjast til þess, að samband og samkomulag ríkjanna á Balkanskaganum innbyrðis verði þannig, að Norðuiált'unni standi ekki eilíf ógn styrjalda og blóðs- úthellinga þaðan. Vér erum að berjast til þess, a® Grikkland og ftalía geti náð undir vængi stjórnar sinnar mörgum sona sinna og dætra, sem nú eru kúgað- ir af Tyrkjum. Vér erum að berjast, — þó að Bandaríkjamenn hafi ekki viður- kent það —, til þess að halda ó- skertum meginatriðum þjóðlegrar stjórnar um heim allan, og þar til telst Monroe-kenningin, sem Banda- ríkjamenn halda fram með lífi og sál. Ef að Þýzkir ynnu fullan sig- ur, þá mundi kenning sú í tætlur rifin. Vér erum að berjast til þess að halda á lofti og varðveita siðferðis- lega, efnalega og stjórnarfarslega framför og þroska Indlands, — sem heimur allur starir undrandi á. — Með hinum sterkustu böndum sam- eiginlegra liagsmuna og æru erum vér Indum tengdir og skuldbundn- ir, að standa mcð þeim. Enda hafa þeir nú svo glæsilega sýnt trygð sína við Bretaveidi. Vér erum að berjast tii þess að Egyptaland geti haldið áfram leið sinni til menningar, þroska og sjálf- stæðis, stutt vinarhendi Breta, svo að lýður Egypta verði ekki troðinn undir hælum hinna þýzku ridd- ara eða Tyrkjanna, sem gengið hafa í skóla hjá Vilhjálmi blóð, og hin- um materíalistisku heimsspeking- um Þjóðverja. Vér erum að berjast til þess, að Armenía skuli ekki vera lengur sláturshús Tyrkja og að hinir kristnu íbúar lands þess, skuli nú loksins fá lífsgrið og lima, með öðr- um orðum: réttinn til að lifa. Vér erum að berjast tii þess, að geta lokið hinu göfuga starfi, sem England af frjálsum vilja tókst á hendur, — að aínema þrælahaid.— Og þegar friður verður gjörður, þá má telja það áreiðánlegt — svo framarlega, sem vér sigrum, — að Tyrkir verði að gcl'a upi> þrælahald. En þeir eru nú hin eina þjóð í Ev- rópu, sem þrælahald leyfir með lög- um. Vér erum að berjast til þess, að þjóðir Mið-Afrfku verði þess vísari, að einvaldsstjórn Prússa sé alt ann- að en fyrirmynd sannrar menning- ar. Vér erum að berjast til þess, að Búar og Brctar f Suður-Afríku geti búið sér til frjálsa stjórnarskipun I ettir sínu eigin höfði, án Jiess að haía Prússa eða Þióðverja lyrir la'iifeður. Þeir voru búnii að lýsa því yfir í blöðunum sfnum, Þjóð- verjarnir, að öll hin enska menning þar og allar stofnanir ltreta yrðu að eyðileggjast (Die Dcutsehe /eit- ung). Vér erum að berjast til þess, að hrekja Hundtyrkjann, sem í fimm hundruð ár hefir í Evrópu setiö, burtu þaðan til grenja sinna í Asíu. Listinn er langur, — eiginlega miklu lengri, því að liann innibind- ur öll þau spursmál, sem mannsand inn hefir verið að berjast fyrir, — öll þau stórmál, sein þungt hafa legið á herðum hinna mestu stjórn- málamanna og frægustu vlsinda- manna um seinustu aldir, bæði á Bretlandi og hjá öðrum liinum mentuðustu þjóðum heimsins. Fyr- ir þessu eru Bretar að berjast, að það framgang fái, og réttlætið og frelsið aukist í heiminum, en kúg- unin og harðstjórnin minki, og að hver smáþjóðin megi vera ein um hitu sína og óhindruð þroskast og mennast. Sérstök kostaboö á lnnanbúss munum. Komlö til okkar fyrst, þltJ 1 munlö ekkl þurfa at) fara lengra. Starlight New and Second Hand Furniture Co. 803—505 NOTRE DAME AVENUK. Talsfml Garry 3884.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.