Heimskringla - 16.09.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 16.09.1915, Blaðsíða 1
RENNIE’S SEEDS HEADQUARTERS FOR SEEDS, PLANTS./4I | BULBS AND SHRUBS PHONE MAIN 3514 FOR CATALOQUE Wm. RENNIE Co., Limited 394 PORTAGE AVE. - - WINNIPEG Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FLORISTS Phones Main 194. Night and Sun- day Sher. 2667 2S0 DOMLD STREET, WINNIPEO XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 16. SEPT. 1915. Nr. 51 SIR WILLIAM VAN HORNE LATINN Verkamenn Breta vilja engan frið. Nýlega var mikill verkamanna- fundur haldinn á Englandi, Trades JJnion Congress; og mættu þar full- trúar meira en þriggja millíóna verkamanna. Á fundinum var komið ið fram með þá uppástungu, að þing nefnd verkamanna gjörði uppá- stungu um friðarsamninga milli þjóðanna. En þvi var svo tekið að stórmikill hluti fundarmanna vildi ekki heyra það nefnt á nafn. Þeir viidu engan frið fyrri en Þýzkir væru á kné komnir. Verkamannaforinginn á Eng- landi, Geo. Lansbury, hefir og ný- lega getið þess í viðræðu við frétta- ritara einn, hvers vegna verkföllin séu tíð á Englandi, einkanlega í Wales. Þetta segir Lansbury að komi af þvi, að verð á öllum lifsnauðsynj- um hafi hækkað svo mjög. Kol hafa til dæmis hækkað um 5 shillings tonnið, brauð um 100 prósent; en kaup verkamanna sitji við hið sama og fyrir striðið. En nú fær hveitibóndinn ekkert meira fyrir hveiti sitt og bakarinn ekki meira fyrir vinnu sina. Hækk- unin kemur þvi öll af græðgi milli- mannanna. Þeir eru sem annars- staðar; þeir reyna að mata krókinn hvar sem þeir eru og nota sér neyð annara, — neyð og dauðans háska lieillar þjóðar, til að sjúga centin út úr þeim, sem neyðin selur hjálpar- lausa í þeirra hendur. Þetta sagði Mr. Lansbury að væri eiginlega orsökin til verkfallanna; því að verkamenn eru yfirleitt heit- ir með Bretum í striði þessu, sagði liann. Þeir væru ekki hræddir við Þjóðverja og ekki hræddir við, að þeir myndu gjöra landgang á Eng- land. En kæmu þeir myndu jafnvel konurnar og börnin berjast meðan nokkur stæði uppi. En þeim þykir England leggja fram sinn hluta fullan. Þeir væru búnir að gjöra þrent, scm mest á reið, og þeir væru ekki vissir um, livort þeir ættu að fara að gjöra hið fjórða. Hvað er þetta þrent og þetta hið fjórða? spurði fréttaritarinn. Hið fyrsta, sem Bretar gjörðu, var að hreinsa sjóinn. Enda þurfti þess með. Hið annað var það, að leggja fram peninga. Það gjörðu Bretar lika. Hið þriðja var það, að leggja fram skótfæri og vopn, og það eru þeir nú að gjöra. Um alt Bretland og Skotland eru verksmiðjurnar að vinna að þessu dag og nótt, konur sem karlar. — En þetta hið fjórða, sem verkamennirnir kalla — það cr að leggja til mennina í herinn. Heima álasa sumir Bretum fyrir það, að þeir séu tregir að ganga í herinn; en þeir geta ekki gjört hvorttveggja i einu: unnið á verk- smiðjunum og farið í herinn. Og liversu drengilega liafa þeir ekki við brugðið! Þess eru engin dæmi í sögu mannkynsins, — ekkert, er geti komist þvi nokkuð nærri. óefað eru þar nú 4 millíónir manna undir vopnum. Ekki minna en 3 millíónir á Frakklandi og sjálfsagt ein millíón heima. Þá hlýtur og að vera meira en ein millión manna, sem eru að smíða vopn og skotfæri og sprengi- lcúlur, líklega nær tveimur millíón- um manna en einni, og mennirnir að þessu dag og nótt! — Hvort get- ur nú nokkur maður verið svo kald- ur, er liann hugsar til þess, að hann finni ekki muninn á þessu eða sitja liér kanske við glaum og gleði og á- reiðanlega óhræddur um líf og til- veru sína og sinna? Menn geta hér hlustað í fjarska eftir hvellunum, rólegir og ánægðir, af því að þeir eru svo langt í burtu, að þeim þarf erginn bráður háski af að standa. Þjóðverjar farnir að gjöra Pólverja þýzka Undireins og Þjóðverjar fóru að ná borgum og bæjum á Póllandi, þar sem ekki allir höfðu flúið burtu, þá settu þeir upp skóla og fóru að kenna börnum öllum yngri og eldri þýzku. Þetta sýndi að þeir ætluðu sér að halda landinu, og eins hi.tt, að þeir sáu hve áríðandi var að láta börnin læra þýzkuna; þvi að ann- ars bjuggust þeir ekki við, að geta haldið þeim sein þýzkum þegnum— nema með harðri hendi. Þeir höfðu rneð sér þýzka skólakennara og öll áhöld til kenslunnar. — Svona hefðu þeir farið með öll þau lönd, sem þeir hefðu bætt við ríki sitt. Dumba sendur heim til sín. Svo fór að lokuin, að Bandarikin fengu nóg af Dumba, sendiherra Austurrikis. Enda var engin von, að stjórnin myndi líða honum að æsa menn til ófriðar og verkfalla á verk- smiðjunum. Þeir afturkölluðu pass- ann eða vegabréfið, sem sendisveinn hans Archibald fékk til Evrópu; en lu.nn var spæjari og ekkert annað, og var keyptur af Austurríki til að njósna fyrir Austurríki. En hvað Dumba sjálfan snerti, þá skrifaði Bandaríkjastjórnin heim til Vinar- borgar og bað stjórn Austurrikis að taka Dumba heim til sin; þeir vildu ekki hafa hann eða nokkurn þann mann, sem færi með æsingum frá útlendum stjórnum i Bandaríkjun- im. Þegar Dumba vissi þetta, fór hann strax á fund Bernstorffs, sendiherca Vilhjálms, sem hefir verið að vinna sama verk og Dumba, þó að ekki hafi hann orðið eins ber að þvi. — Þeir héldu sig inni og áttu ekki tal við menn, en lásu hvor öðrum raun- ir sínar. Nú i rannsóknum þessum, einkum er Archibald, sendisveinn Dumba, var tekinn í London. hafa fundist næg skjöl, er sanna þao að bæði Dumba og Bernstorff, sendiherra Vilhjálms, hafa stofnað magnað sam- særi um Bandaríkin, leynifélög út- hreidd um alt landið, til að viniia fyrir Þýzkaland og Austurríki leynt og ljóst, með öllum hugsanlegum meðulum. Og þeir hafa tekið sér svo mikið vald, að þeir hafa ógnað nú- verandi og tilvonandi borgurum Bandaríkjanna incð hegningu lag- anna, fangelsi og dýflissu vist, ef að þeir ynnu friðsama vinnu sina und- ir vernd Bandarikjanna og Banda- rikjafánans. En slíkt og þvílikt getur engin stjórn og ekkert land þolað nokkrum manni. Vínbannsmálið. Sociat Service félagið hélt fund mikinn í Winnipeg hinn 9. sept, og var þar samþykt að biðja stjórnina að lögleiða Macdonald lögin eða réttara, að skjóta þeim til atkvæða fylkisbúa hinn 1. desember þ. á. — Kvenfélagið W.C.T.U. hafði haldið fund á miðvikudaginn og samþykt þar að óska eftir almennri atkvæða- greiðslu um málið það allra fyrsta, og um leið að konur fái að greiða atkvæði um lögin með karlinönnun- um. Síðan fór nefnd frá félögum þessum á fund stjórnarinnar hinn 10. þ. m. til að bera málin frani fyr- ir stjórnina. Stjórnin lofaði að gefa svar eftir nokkra daga. En likur töldu nefnd- armenn til þess, að ekki yrði hægt að skjóta málum þessum til atkvæða alþýðu þann 1. desember og að þing mundi ekki fljótlega verða kallað saman til að gjöra út um þetta, og væri því ekki hægt að bera málin undir alþýðu fyrri en eftir að þing væri komið saman í janúar, og ekki væri líklegt að konur gætu fengið að greiða atkvæði uin þau að sinni. — Að öðru leyti var nefndinni vel tek- ið og kurteislega. Carnegie verðlaun til Islands. Eins og kunnugt er stofnaði auð- maðurinn Carnegie fyrir nokkrum árum sjóð allmikinn fyrir hugrekki og hetjudáð (The Carnegie Hero Fund) og var það 18 milliónir kr.; og skyldi vöxtunum verja til verð- launa þeim, er hættu lífi sínu til að bjarga öðrum úr háska, eða til af- komenda þeirra, sem færust við slík ar björgunartilraunir. — Nokkurn hluta þessa fjár ánafnaði liann Dana veldi, og er sérstök nefnd í Dan- mörku, sem stjórnar þeim hluta sjóðsins. Kand theol. Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason gekst fyrir nokkru fyrir þvi, að fá það ákveðið, að lslend- ingar ættu einnig verðlaunarétt úr þessrnn sjóði. Fyrir skömmu úthlutaði nefndin 17 mönnum í Danaveldi verðlaun- um úr sjóði þessum, og meðal þess- ara 17 eru 2 íslenzkar konur. Upp- hæð þessara 17 verðlauna hefir verið mishá, frá 300 til 1000 kr. Að eins 3 hafa fengið hæstu verðlaun, og einn af þeim (14 ára gamall pilt- ur) fékk verðlaunapening úr bronzi að auk. Islenzku konurnar sem verðlaunin hlutu voru: 1. Sólveig Einarsdóttir á Dagverð- arnesi, fyrir að bjarga móður sinni hrumri úr eldsvoða. Fékk Sólveig sjálf svo miklar skemd- ir af brunanum, að hún er um langan tíma óvinnufær. Hún fékk 1000 kr. 2. Hin konan er Guðrún Sigurðar- dóttir á Kalastöðum, sem bjarg- aði barni sínu úr eldsvoða með miklum lifsháska og brendist öll mikið sjálf. Hún fékk 800 krónur. Hveitii í Canada. Borden og Rogers eru önnum kafnir að sjá um að nóg flutningsskip verði til að flgtja hina afar miklu uppskeru Canada til Bretlands. Menn hafa verið i ótta mikluin, að enginn markaður væri fyrir Can- ada hveitið, og þó að markaðurinn væri, þá væri engin skip til að flytja liveitið yfir höfin; og svo bætist þar við, að. það er eins og blöðin hafi verið að lemja niður verðið á hveit- inu, og er kent um það hveitikaup- mönnum, sem vilja ná i það núna með niðursettu verði, meðan allir eru hræddir um að ekkert hveiti- bushel komist út úr landinu. En nú tekur Canada stjórnin hér í taumana, og hið fyrsta verk Sir R. L. Bordens, er- hann kom heim frá Englandi var það, að vinna að því að ráða bót á þessu og Hon. Robert Rogers er að stofna gufuskipalínur lil að flytja hveitið. Náttúrlega verða herskip Breta að hafa stöðugan vörð á allri sjóleiðinni frá Canada til Bretlands eyja, þegar flutningur hveitisins byrjar, sem menn búast ekki við að verði fyrri en i október. Það er hörgull mikill á flutnings- skipum nú og margur skipseigand- inn óttast neðansjávarbáta Þjóð- verja, sem óefað myndu sökkva hverju hveitiskipi, sem þeir gætu komist nálægt og þess vegna er það, að stjórnin þarf að hjálpa til að vernda þau. Ef að hveitið selst ekki eða kemst ekki á markaðinn, þá verður hagur bænda vondur. En þar sem bóndinn er undirstaða velmegunar allra i- búa landsins, þá væri það ógæfa fyrir hvern og einn hvað sem yrði ti! þess að hnekkja hag bændanna. En komist hveitið til markaðar og verði því varnað, að samvizkulitlir kornkaupmenn nái haldi á því, til þess að græða á því milliónir, þá getum vér allir enn búist við all- góðum tímum að minsta kosti. Þing Breta. Þing Breta kom saman hinn 14. september. Eitt af aðalmálunum, sem menn vita að fyrir þingið komi, er það að hafa upp fé til þess að r.iæta herkostnaðinum, hinum gífur- legu 20 millíónum á dag, og hefir fjármálaráðgjafinn, Reginald Mc- Kenna, varið mörgum vikum til þess að rannsaka, hvar hann skyldi tína saman skildinga þessa. Er búist við að hann leggi fram fjárhagsáætlun sina 21. eða 23. sept. Um leið má geta þess að Þjóðverj- ar hafa látið það í ljósi og breiða það út um alt Þýzkaland, að þeir ætli að láta þjóðirnar hinar, sem þeir segja að byrjað hafi striðið, bera allan eða meiri hluta af stríðs- kostnaðinum, ef að þeir sigri—sem þeir náttúrlega telja sjálfsagt. Ef að þeir létu landa sína fá nokkurn grun um það, að þeir yrðu sjálfir að bera sinn eigin stríðskosnað, þá vita þeir að. margir myndu verða óá- nægðir og ekki sjá, hvar þeir ættu að taka alla þá peninga. — Um hin- ar stórkostlegu skaðabætur fyrir öll spellvirkin, ránin og manndrápin og kostnaðinn allan, sem þeir hafa bak- að öðrum þjóðum — kemur Þjóð- verjum ekki til hugar að tala. Það er svo sem sjálfsagt, að allir þoli það bótalaust. Sumar þjóðirnar í striðinu vilja lcggja kostnaðinn á eftirkomend- urna með því að taka stór lán, sem borgist smátt og smátt á 30—40 eða 50 árum. En Bretinn vill borga strax — að minsta kosti það sem hægt er; og þó leggja Bretar fram mikið fé fyrir hinar smærri þjóðir, sem með þeim eru. Ráðgjafamálin. Báðgjafamálin út af stjórnarbygg- ingunum eru nú eiginlega að byrja. Það sem á undan hefir farið, hefir verið nokkurskonar inngangur, og þó stundum all-ólíkur bænagjörðum. R. A. Bonnar, sem fjöldi íslend- inga þekkir, er aðalsækjandinn, og hefir liann gengið fast frain og lítt sparað þá, sem hann skyldi sækja. A. .1. Andrews og W. II. Ilastings hafa varið. En á mánudaginn var þinghúsið fult af fólki, og þar voru þeir allir komnir, sem sökum voru bornir. Aðalsækjandinn Bonnar fyr- ir krúnuna og með honum þeir Coyne, Symington og Craig. En lög- menn v.erjenda þar til staðar voru þeir E. F. B. Johnston, Gideon Grant, A. J. Andrews og W. H. Hast- ings. Mr. Johnston er lögmaður gam- all og góður að austan og hafði Sir R. P. Roblin fengið hann til að flytja mál sitt og mæta Bonnar, sem þykir fremur harðsnúinn á hólmi. Þegar dómarinn var kominn i sæti sitt, gekk Mr. Andrews fram og gjörði þá kunnuga dómaranum Mr. Johnston, sem aðalverjanda mál- anna, og sðan Gideon Grant. Mr. Johnston flutti þá stutta tölu og lýsti yfir ánægju sinni, að vera kominn til Manitoba; en kvaðst ekki vera ánægður yfir málum þess- um sem hefðu verið orsök til komu hans. Dómarinn tók vel ræðu hans og bauð hann velkominn að flytja mál i rétti þessum. Sðan ávarpaði Mr. Johnston dóm- arann og kvaðst því samþykkur, að inálinu væri frestað til næsta dags, þar eð hvorki sækjendur né verj- endur væru undir það búnir að byrja nú þegar. En þá kröfu lagði hann fram, að skilin væru málin og ckkert vitni mætti endurkalla 4 sinnum. Kvaðst hann myndu taka að sér mál Roblins; Mr. Andrews héldi uppi vörn fyrir Dr. Montague, Mr. Burbidge yrði fyrir Mr. Cold- well en W. H. Hastings myndi flytja mál Mr. Howdens. irír: Coyne, lögmaður stjórnarinn- ar, vildi fá að vita, hvernig þeir ætluðu að liaga málunum. En Mr. Johnston varð fljótur til að svara, að þeir yrðu að haga sér eftir þvi, hvernig sóknarar bæru fram sak- irnar. Mr. Andrews bar það fram, að blaðið Free Press hefði nefnt sig og Mr. Hastings, sem svarainann Kel- Ivs. Kvað hann það ekki rétt vera, og þetta hefði leitt til þess, að menn sökuðu þá um það að vera félagar Kellys, og væri ofangreint orðfæri orsök til þess. Mr. Macdonald dómari var honum samþykkur og lagði rikt á við frétta- ritarana, að fara rétt með það, sem fram færi fyrir réttinum. Yildi svo Mr. Bonnar láta lesa upp sakargift- irnar fyrir hinum ákærðu. En dóm- arinn svaraði með því, að fresta málinu til kl. 10.30 næsta dag — þriðjudag. Eyðileggingin á Rússlandi. Sem sýnishorn eyðileggingarinn- ar á Rússlandi má taka Brest Lit- ovsk. Margir lialda kanske, að það séu aðeins smáu borgirnar og þorp- in, sem Rússar brenna að baki sér, er þeir halda undan. En það er ekki svo. Áður en Þýzkir komu voru 50,000 manna i Brest Litovsk, auk her- rnanna. Enda höfðu Rússar þar vopnabirgðir miklar. En nú er borg þessi horfin, segir fréttaritari einn, er var með Austurríkismönnum, þegar þeir komu þar á eftir Rúss- um. “Þegar við nálguðumst borgina, sáum við að Rússar höfðu gjört það, sem þeir voru búnir að hóta: Borg- in öll stóð i logandi báli. Það var á- kaflega heitt að koma þar nærri; en samt fórum við svo nálægt sem við þoldum til að sjá, hvort enginn hluti borgarinnar væri óbrunninn; en ekki eitt einasta hús var ósnert af logunum. Alt var i báli. Og hvergi sáum við nokkurn mann lifandi, nema hjón ein með börnum sínum. Þau stóðu þar á beru svæði utan borgarinnar og horfðu á logana. Maðurinn hafði borgað Kósakka ein- um 60 rúblur til þess að fá að vera eftir. Hann hefir ekki trúað því að borgin öll myndi brenna. En þann- ig gjöra Rússar að eyðimörku land- ið, sein þeir láta þýzkum eftir. Sir William Van Horne var ein- hver af merkustu mönnum Canada. Hann var einn af mönnum þeim, scm bygðu Kyrrahafsbrautina vest- ur um Canada, þegar ekki var ann- að á sléttum þessum en Indíánar og buffalós og fáir héldu að hér myndi nokkurntíma lifandi hvítum mönn- um. Sir William var fæddur í Will County í Illinois i Bandaríkjunum 3. febr. 1843, og var faðir hans lög- maður í Joliet. Þrettán ára gamall misti hann föður sinn og fór þá þeg- I ar að vinna almcnna útivinnu á járn brautum. Brátt varð hann þó tefe- graf operator á Illinois Central járn- brautinni, og svo smáhækkaði hann þangað til hann varð yfirmaður (General Superintendent) á St. Lou- is, Kansas Oity and Northern járn- hrautinni árið 1872. Svo kom hann til Canada og sá um byggingu Kyrrahaf.sbrautarinn- ar yfir slétturnar og fjöllin vestur að hafi. Sir William græddist brátt fé og varð hann höfuð og herðar á pen- ingamarkaði landsins. Hann studdi og stóð fyrir fjölda mörgum fyrir- tækjum og stofnunum og var stjórn- arnefndarmaður (director) í félög- um hér og hvar um Canada, Banda- ríkin og Cuba. í Cuba var hann að- almaðurinn, er stofnaði og bygði Cuba járnbrautina með 8 millíón dollara höfuðstól. Þýzk loftför gjöra óskunda á Englandi. Zeppelinarnir eru nú farnir að verða sem daglegt brauð á austur- ströndum Englands. Þeir koina nú annanhvorn dag eða nótt að heita iná. Þann 9. september komu nokkr- ir Zeppelinar yfir Lundúnaborg að næturþeli og rendu niður sprengi- kúlum. Gátu þeir þá banað um 20 mönnum en sært og meitt 86. Nótt- ina áður höfðu þeir banað 13 mönn- um, en meitt 43. Þetta lendir nærri mest á konum og börnum, því að varla kemur það fyrir, að þeir geti sálgað eða sært nokkurn hermann eða mann með vopn í höndum; og skaði á bygging- um hefir lítill verið; engan kastala, enga vopnasmiðju, enga stóra bygg- ingu hafa þeir getað skemt eða brot- ið, og ekkert herskip, livorki stórt eða smátt. Þetta er þvi einskonar Grýla, sem þeir ætla að hræða fólk með á Englandi. Það sýnir hjartalag og hugsunarhátt Þjóðverja, og ekki meira. Þeir þóttust ætla að eyði- R:ggja allan fiota Breta með Zeppe- lium; alla þeirra kastala, allar verk- smiðjur þeirra og alla Lundúnaborg, og gjöra Breta svo lirædda, að þeir kæmu á hnjánum og bæðust friðar og griða. Þessu var fólki á Þýzka- landi kömið til að trúa, og margir Þjóðverjar eru hálftrúaðir á það ennþá. En ekki gengur þeim nú betur en þetta. Frá íslandi. PENINGASKORTUR.— Oft kvarta menn um það að þeir eigi af lítið j af peningum; en nú tala menn; einnig um annan fjárskort og hann | er sá, að málmpeningar (hinir eigin- legu peningar) eru að hverfa úr um- ferð í bili. Enginn veit hvað af þeim verður og menn eru í vandræðum. j A lestunum var örðugt að fá skift j seðli i mörgum búðum i Reykjavik; I silfur var ekki til. Og svona var það hér (á Eyrarbakka), verzlanirnar kvörtuðu um sama. Getur þetta vald- ið stórbaga, þegar það ber að i há- kauptíðinni. Það er býsna óþægi- legt að fara i búð með nógan gjald- cyrir og fá þó ekkert keypt. Það gengur fátækt næst. — Málmleysið gekk svo langt í Kristianíu í fyrra, aí' fólk fékk ekkert keypt nema fyr- ir málmpeninga, ef ekki var tekið alveg út á seðlana. Þetta stóð þó að eins örfáa daga. Orsökin var sú, að fólk þorði ckki að sleppa silfrinu, liélt að seðlarnir yrðu minna (eða einskis) virði, ef Norðmenn færu í stríðið. Hér er ástæðan öll önnur. Þetta verður endilega að lagast, því gjald- eyri verðum.vér að hafa. “DAGSBRÚN” heitir nýtt blað, er nýlega er farið að koma út í Reykja- Hann var sæmdur riddaratign af Victoriu drotningu árið 1904, fyrir hin ótalmörgu störf sín til velferðar landi oð lýð í Canada. Lengi stýrði hann McGill háskólanum og Royal Victoria spitalanum, og stórmikið af listaverkum gaf hann Canada. Var þar á meðal mikið af málverkum eftir hina beztu listamenn heims- ins. Sir William var víst af náttúrunni slórbóndi. Hann hafði búgarða afar stóra og helt þar hinar beztu teg- undir nautgripa, hesta og svína. Það er eins og hann hafi verið stall- hróðir járnbrautakóngsins og merk- ismannsins James Hill i Bandaríkj- ur.um, sem lengi hefir verið talinn einhver merkasti og vitrasti maður- inn um langan tíma, í norðurhluta Bandaríkjanna að minsta kosti. Sir William lézt á Royal Victoria spítalanum hinn 11. september kl. 2.10 e. m. Canada á þar á bak að sjá ein- hverjum sinna mestu framkvæmd- armanna, siðan Sir John Macdonald leið. Og fáir láta eftir sig fegurri minnisvarða en þeir tveir: Allar hinar blómlegu bygðir Vestur-Can- ada, slétturnar miklu og auðugu, rneð hundruðum þúsunda manna, sem njóta lifsins glaðir og ánægðir ár eftir ár og mannsaldur eftir mannsaldur. — Sir John var raun- ar aðalmaðurinn, en Sir William var stoð hans og hjálparmaður. Og lengi mega menn muna þá og verk þeirr.a. vík. Er það blað Jafnaðarmanna, og gefið út af nokkrum iðnaðar- og verkamannafélöguin. Ritstjóri þess heitir ólafur Friðriksson. Komin eru út 2 blöð af því og i þeim margar góðar greinar og þá auðvitað um jafnaðarmenskuna, seg- ii “Þór” i Suðurlandi. Og meðal annars ennfremur þetta: “Eftirtekt inína vakti þar grein, er heitir Vetr- arvinna og er eftir ritstj. Fjallar hún um prjónles og hefir hann fyrir nokkrum árum skrifað um það efni í ‘Eimreiðinni’”.” — (Suðurland). SIGLINGAR FRA ÍSLANDI. Eim- skipafélagi íslands, afgreiðslumönn- um erlendra gufiiskipafélaga hér á landi og úrgjörðarmönnum hefir ver ið tilkynt að öll skip, sem fari frá íslandi til útlanda, verði framvegis að koma við á einhverri höfn á Bretlandi eða Skotlandi til þess að láta rannsaka farininn. Að öðrum kosti geta skip, sem héðan koma átt á hættu að fá eigi kol, hvorki á Bretlandi eða í Canada, framvegis meðan friðurinn stendur, hvorki til eigin notkunar eða til flutnings hingað til lands. HEIDURSGJÖF var Sigurði fyrv. sýslumanni i Arnarholti fa^rð ný- lega frá sýslubúum hans, skrautrit- að skjal, ásamt 700 kr. í gulli, sem ætlast er til að gangi til minningar- sjóðs, er beri nafn sýslumanns. LÁTINN er nýlega á ísafirði Ás- geir Ólafsson, áður bóndi á Skjald- fönn, faðir Kristjáns verzlunarstjóra á Flateyri. MÁLVERKASÝNING eiga bæjar- Reykjavikur búar von á um miðjan agúst, segir Isafold. Tveir ungir ís- lenzkir málarar þau Kristín Jóns- dóttir frá Arnarnesi og Guðmundur Thorsteinsson frá Bíldudal efna til málverkasýningar i barnaskólanum. Bæði hafa þau getið sér góðan orðstir erlendis fyrir list sína. Guð- mundur hefir 2 siðustu árin fcngið teknar til sýningar á Charlotten- horg sýningunni i Khöfn allar þær myndir, er hann sendi og Kristín sínar myndir í vor. Þau hafa bæði verið við nám á listaskólanum í Kaupmannahöfn siðustu 4 árin og j fengið mjög lofsamleg ummæli | kennara sins. Þessi málverkasýning má því vera Reykjavikurbúum tilhlökkunarefni. STÖR LAX. — Laxinn í ölfusá er i talinn að vera stærri í sumar en ! venjulega gjörist. Sama er einnig að frétta úr Noregi. Þar hefir veiðst talsvert í einni á (Bólstaðará) af 36 —40 punda laxi. Það er dágóður fengur. KOLANÁMA. — Nú hefir Guðin. E. Guðmundsson látið sérfróðan út- lending skoða kolin að vestan, og jhefir eftir honum þá umsögn, að i kolin séu ágæt brúnkol.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.