Heimskringla - 16.09.1915, Blaðsíða 8

Heimskringla - 16.09.1915, Blaðsíða 8
BLS 8. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 16. SEPT. 1915. To Day Mary Pickford In Loves Reflection. “THE BLOOD OF THE CHILDREN” A Powerful Drama in 2 Acts. LORD KITCHENER IN FRANCE. STERLING COMEDY. Fréttir úr Bænum. Hr. Th. Eyvindsson, velkunnur hóndi nálægt Langruth, Man., kom til borgarinnar með eitt “car” af hveiti 30. f. m. Það er fyrsti hveiti- vagn fluttur með C.N.H. til Winni- peg þetta haust. Það var bezta sýn- ishorn af tegundinni fíed Five, grad- ing No. 1 Northern; yfir 38 bushel af ekrunni. Mr. Mr. G. W. Langdon keypti strax þetta hveiti af hr. Ey- vindsson fyrir hæsta verð. Mr. G. W. Langdon er formaður The Grain Growers Co. — Hr. Eyvindsson er einn af allra elztu bændum þarna í heraðinu. Þessi kornvara eða hveiti ei ein sú allra vandaðasta er þetta félag hefir enn keypt. Þessar fréttir áttu að koma í sið- asta blaði Hkr. — K.Á.B. Hermann E. Davíðsson, héðan úr borginni, sem gekk í herinn fyrir r.okkru -D. 2 Platoon, Company 1), er lagður af stað á orustuvöllinn. Hann er járnsmlður og vann oft á vélarbátum á Winnipegvatni. Hann er 33 ára gamall og fæddur i þessu landi. I'aðir hans er Eiríkur Davíðsson, Jónssonar, og Bjargar Eiríksdótt- ur(?), sem bjuggu í Flatey á Skjálf- andaflóa. Móðir Hermanns er Mrs. Helga Davíðsson, 518 Sherbrooke St. hér í borg. Hún er dóttir Stefáns Jónssonar, klausturhaldara á Ein- arsstöðum í Reykjadal í Þingeyjar- sýslu. Er sá ættbálkur orðinn all- fjölmennur hér vestan hafs, en ættir velþektar i fyrri daga í Þingeyjar- sýslu. Næsta sunnudagskveld messar síra Rögnvaldur Pétursson í Uní- tara kyrkjunni á venjulegum tíma, kl. 7. — Allir velkomnir. Þeir, sem ætla sér að kaupa sálma bókina nýju, geta nú snúið sér til forseta Skjaldborgar safnaðar Gunn- laugs Jóhannssonar, 800 Victor St. Bazaar.— Kvenfélag Skjaldborgar ci að undirbúa Bazaar, sem verður haldinn að kveldinu, þess 24. og 25. sept. Sjá auglýsingu í næsta blaði. CONCERT OG SO C I A L í Tjaldbuðar kirkju Miðviðudagskveldið 22. September, 1915. Kl. 8 að kveldinu. í síðustu viku var Mr. Guðm. P. Paulson, Balsam Bay P. O., Victoria Beach, Man., hér á ferð i söluerind- um. Hann seldi heimilisréttarland sitt, N.W. % Sec. Twp. 20 R. 7 E., fyrir $12,000 til auðfélags hér í borg inni. Hann hefir búið á Victoria Beach síðustu 12 ár. Hann er fjör- 1 eftirmælum Elinborgar Bergen, ugur og röskur í framgöngu að scm Prentuð voru í Heimskringlu vanda. Iíann er fæddur í Loðmund- f.vrir skömmu, hafa orðið þessar arfirði í Norður Múlasýslu. Fór 6 villur: 1 “Endurminning” í öðru er- ára hingað vestur. indi stendur; “mig, scm þeir hæddu herra sinn”, en átti að vera: “mig, ti T r. i t t i- />czr sem hæða lierra sinn”. — Og Hr. J. P. McLemouen, Icelandic , . . ... . , .. , nærri enda greinarinnar er orðið River, var staddur her í bænum í ... „ .... ”, , . , .* .. , . , ber , atti að standa bar vikunni sem leið. Hann var her í; “business” erindum, viðvíkjandi _____________ þreskivélaáhöldum. Hann segir alt: of mikla þurkatíð þetta sumar í bygð ! C pnrlioc sinni; þar af leiðandi rýr heyföng ReV* tHIier O. rOFDeS. og yrkjulönd léleg. Hann er kvong- . aður islenzkri konu og kunnur mörg E.inn af heldrl, lciðtogmn úmtara um fslendingum; skilur og talar dá- k>rkiunnar 1 Bandankjunum er lítið í islenzku máli. Hann er góð- Hev• Elmer S' Forbes, í Boston. Var gjarn maður í garð íslendinga. llann Prestur lJar austur 1 ^ý-Eng- lands ríkjunum til og fra, um all- langt skeið. Fyrir starf hans í þágu verkamanna og útlendinga og þeirra sem við heldur þröng kjör höfðu að búa, varð hann fljótt nafnkunnur cg þótti mikið að honum kveða. Nú fyrir nokkrum árum var stofn- að innan Únítara kyrkjunnar am- eríkönsku hið svo nefnda “Social Service” samband. Tilgangurinn með því var að kynna sér ástand og atvinnumál útlendinga, er til lands- ins kæmu og tekið hefðu sér ból festu í stórborgunum; og ef unt væri að bæta úr' högum þeirra og sjá um að rétti þeirra væri ekki traðkað af vinnuveitendum og auðstofnunum. Strax og samband jietta var stofnað, var síra F’orbes kosinn formaður þess. Gjörðist hann brátt umhyggju- samur í' því starfi, og í þarfir þess hefir hann ferðast um alla Ameríku fram og aftur og margsinnis til Ev- iópu. — Árið sem leið kom hann snöggva ferð hingað til bæjar. f liausti er var, var útbreiðslumál Únítara kyrkjunnar, meðal útlendra þjóða hér í landi, falið sérstakri nefnd; og sökuin þess kunnugleika, sem Mr. Forbes hafði til að bera um ástand framandi þjóða hér í landi, var hann settur formaður þeirrar nefndar, og með því er því eigin- lega umsjónarmaður Ameríska Úni- tara félagsins, með öllu trúboðs- starfi þess hér í landi. Nú er Mr. Forbes á leið hingað aftur og aðallega í erindum únitara kyrkjunnar. Er ferð hans heitið að þessu sinni inn á meðal vor íslend- inga. Hann keinur hingað til borg- ar á mánudaginn kemur, þann 20. þ. m. og fer þá samdægurs vestur í Álftavatns bygð. óskar hann eftir, að fá að eiga tal við safnaðarnefndir Unitara safnaðanna þar og síra A. E. Kristjánsson, er þar þjónar. Og gjörir hann ráð fyrir, að koma á báðar kyrkjurnar, ef veður leyfir. Undirbúning til móttöku hans þar ráðstafar síra Albert, eftir því sem við verður komið. Á miðvikudaginn (þann 22. þ.m.) SKEMTISKRÁ: 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. Píano Duet. Vocal Solo—Sig. Helgason. Ræða—F. J. Bergmann. Vocal Solo—Mrs Lulu John- son. Kafli úr leikriti — Árni Sig- urðsson. Vocal Duet — Mr. og Mrs. Alex Johnson. Organ Solo—Prof. S. K. Hall Vocal Solo—Alex Johnson. Violin Solo—Violet Johnston Orchestra. Kaffi í salnum á eftir.---- INNGANGUR 25 CENT kemur hann liingað til baka; en fer á föstudagskveldið (þ. 24.) ofan til Gimli. Verður honum haldið sam- sæti þar það kveld i Unítara kyrkj- unni. Á laugardaginn (þ. 25.) kemur hann hingað aftur og prédikar hér í' únítara kyrkjunni sunnudags- kveldið 26. þ. m. Byrjar messan hér á venjulegum tíma, kl. 7 e.h. Fólk ætti að fjölmenna til kyrkj- unnar það kveld, því það er sjald- gæft tækifæri til að fá að hlusta á cinn ineð meiri mannfélagsfræðing- um Austur-Bandaríkja. Kyrkjan verður opin kl. 6.30. — Allir velkomnir. Bréf frá J. V. Austmann Alten-Grabow, 31. júlí 1915. Elsku faðir minn! Nú hefi eg meðtekið öll þín skrif upp til 1. þ. m. og böggul af þeim 3. Einnig súkkulaði frá Klöru og reyk- tóbak frá Emil, ásamt fyrstu pen- ingasendingunni (10 dollars). Hér eftir er nóg að þú sendir mér $5.00 á mánuði. Fjögur bréf frá öðrum en þér hefi eg líka fengið. Eitt af þeim frá Valtýr; og gleður það mig stór- um að frétta hvernig honum jafn ungum gengur vel í leikaralistinni. Þetta er þó eðlilegt, því að það bar snemma á hæfileikum hjá honum í þá átt, og þá vantar hann ekki kjark eða áræði. Já, og það er nú fyrir mestu. Sá, sem hefir allgóðan heila, styrkar taugar og traust á sjálfum sér, yfirstígur þrautirnar og lifir; þar sem sá ragi og hikandi lifir við lítinn orðstír eða deyr i baráttunni fyrir tilverunni, jafnvel þó hæfileik- arnir séu góðir. Mér líður liér ágætlega; kenni hvorki kvala né meina, og það ligg- ur vel á mér. Eg stunda frönsku- námið af kappi og gengur vel. Eg get nú lesið fyrirstöðulaust, þó eg ekki skilji öll orðin, og eftir einn eða tvo mánuði ætla eg inér að verða kominn svo langt, að eg geti talað og skrifað þolanlega. Þó vil eg geta þesst, að því meir sem eg læri, því betur sé eg, hversu mikið eg enn á ólært. En þú getur reitt þig á c*ð eg gefst ekki upp á miðri leið; þvi fyrr skal eg ekki hætta, en eg hefi lært frönsku svo vel, að eg geti lesið hana, skrifað og talað fyrir- stöðulaust. Verði ekki styrjöldinni lokið fyrir næstu jól, byrja eg á að læra þýzku. Mér finst að það mál verði mér auð- velt og mun léttara en franskan. — Tíminn er dýrmætur og eg ætla að nota hann eins vel og mér er hægt. Eg sé á mynd, er Klara sendi mér að IJelgi og frænka min eru komin úr ferðalaginu um Bandarikin. — Heilsaðu þeim kærlega frá mér og segðu þeim að mér þætti gaman að fá línu frá þeim. Segðu Hektor bróður að skrifa mér; það er svo langt siðan að eg sá skriftina hans; og svo Lillian systir. Hún hefir víst stækkað mik- ið síðan eg fór.. Segðu öllum mínum gömlu stall- bræðrum og kunningjum að skrifa mér, þó ekki sé nema póstspjald. Eg má til að geta þess, að áður en eg settist niður til að skrifa þetta bréf, hafði eg kveldverð, sem boð- legur var hverjum konungi. Það voru baunirnar í dósunum, sem þú sendir mér! Þær voru hreinasta af- bragð, — aldrei verið jafn góðar! óska eftir að fá 2—3 dósir á viku; sömuleiðis sveskjur. Þær voru bæri- legar nýsoðnar i kveldverð! Nú er örkin mín útskrifuð og eg verð því að hætta. Með elsku og óskum beztu til allra er eg þinn elskandi sonur. J. V. Austmann. Mrs. J. V. Johnson, Blaine, Wash. á Registérað bréf og Parcel (Photograph) á Pósthúsinu þar i bænum, sem hún geri svo vel og k&Ui eftir hið fyrsta. GOTT LAND TIL SÖLU nálægt Ár- borg, Man. Nákvæmar upplýsing- ar fást á skrifstofu Heimskringlu. Hús til Leigu. Til leigu er sex-rúma hús á Tor- onto Street nærri Sargent Ave; verð- ur laust 16. september. Með gasi og ljósum og hitað með vatni. $15.00 á mánuði. Einnig 11-rúma hús á Alverstone Street. Fæst að öllu leyti eða parti, með afarvægum skilmálum yfir vetr- armánuðina. Lysthafendur snúi sér til S. Vil- hjálmssonar, 637 Alverstone St. Dumba býður Wilson byrginn. Frá St. Paul, Minn., kemur sú fregn hinn 13. sept., að sendiherra Austurríkis, sem Wilson var búinn að heimta að heim væri kallaður,— sendir konsúl Austurríkismanna í Minnesota samskonar umburðarbréf frá Jóseppi keisara, sem hann var svo gott sem rekinn fyrir, og var skjalið á þessa leið: Að samkvæmt æðri skipan gefur sendiherra Austurríkis keisara í Washington það til kynna öllum þegnum Austurríkis keisara úr Austurríki, Ungverjalandi, Bosníu og Herzegóvínu, að samkvæmt 327. grein herréttar Austurríkis og Ung- verjalands, drýgi þessir allir glæp, sem vinni að því, að búa til vopn fyrir óvini föðurlandsins. Og liggi við glæp þessum 10—20 ára tukt- hússvinna og jafnvel dauðahegning. Og komi menn þessir nokkurntíma aftur til föðurlands sins, þá verði þeir hlífðarlaust látnir sæta fullri hegningu laganna fyrir afbrot þessi. Konsúll Austurríkismanna, Mr. Prochnik, segist eiga að breiða þetta út i prentuðum bæklingi og auglýsa það í blöðum Slavona, Cro- ata, Pólverja og Þjóðverja á þeirra eigin tungumálum. Þetta sýnir að mönnum hefir ver- iö alvara, að vekja róstur og óeirðir i Bandarikjunum. Menn þessir hinir útlendu skilja margir ekkert annað tungumál en feðratungu sína, og þegar heilir hópar þeirra gjöra verk- fall, þá er ekki við öðru en róstuin, barsmiði og eignatjóni að búast, og fylgja ekki ósjaldan manndráp með. 77ZL /SLEND/NGA! Þeir sem ennþá ekki hafa keypt rafurmagns eldavél mína, gefst ennþá kostur á að kaupa hana eða panta hjá sjálfum mér, eða umboðsmönnum mínum: MARSHALL WELLS, SCHILLINGS & SON., Winnipeg. Þessar eldavélar eru viður- kendar þær beztu á markaðinum af öllum sem hafa reynt þær. Verð er eftir stærð og gerð, frá $7.00 til $75.00, borgunar skil- málar eftir samningum. Leitið frekar upplýsinga til mín PAUL JOHNSON, Phone Garry 2379. 761 William Ave. WINNIPEG P.S.—Ennfremur geri eg rafurmagns leiðingar, Plumbing og gufu upphitun, og allar viðgerðir þar að lúfcandi PAUL JOHNSON. SJONLE/KUR--O G- DANS fer fram í Good-templar húsinu FimtudagskveldiS 16. September, klukkan 8. NEI-IÐ er leikur sem allir þekkja og öllum geðjast að; það verður leikið af æfðum leikendum. Ennfremur verða þar ræður, ein- söngvar og fleira. Ágóðinn til hjálpar veiku fólki. DANS Á EFTIR. AÐGANGUR 25 CENT 50 miljón dollara virði til Canada. Einlægt er Canada að fá margra millíón dollara verk frá Bretum og Bandamönnum. Áður hafa það ver- ið skór og fatnaður og skotfæri og sprengikúlur. Nú er í ráði að Can- ada fari að taka að sér að smíða slórar og smáar fallbyssur, 12 þml. Howitzers og 18 punda fallbyssur (fallbyssur með 18 punda þungri kúlu). Ert til þess þarf að setja upp verksmiðjur miklar. Hafa auðmenn og verkfræðingar og vélameistarar haft fund með sér um þetta, og bank- arnir eru fúsir að leggja fram alt fé sem til þess þarf. Rúmanía í vígbúnaði. Frá Aþenuborg kemur sú fregn þann 13. þessa mánaðar, að Rúm- enar séu í óða önn að búa sig og kalla til herþjónustu bæði fótgöngu- lið og riddara. Þeir búast við því, að Austurrikismenn ráðist á sig — hvaða dag sem er. í öllu landinu og einkum í norð- urpartinum er ekkert annað flutt á járnbrautunum en hermenn og vopn og fallbyssur og hestar riddaranna og hergögn önnur. Hver einasti hest- ur í öllu landinu hefir verið tekinn í stríðið. Það er því vísast að Aust- urríkismenn komi ekki að þeim al- veg óvörum úr þessu. Rúmenar eru vel efnum búnir; landið auðugt; tveggja ára hveiti í landinu og ríkið skuldlaust að mestu. Hermenn vel æfðir; þeir hafa þegar til nær hálfa millíón her-1 manna og annað eins til vara. Nýr hershöfðingi skipaður að verja London. Það hefði Lundúna borgurum þótt hlægilegt fyrir rúmu ári síðan, ef þeim hefði verið sagt að sérstak- ur herforingi hefði verið skipaður iil að verja Lundúnaborg fyrir árás- um og eyðileggingu. Til þess var nú skipaður aðmiráll Sir Percy M. Seott. Hefir hann stjórnað skotæf- ingum flotans og er nú ætlað að verja borgina fyrir árásum hinna þýzku flugmanna, sem mest hafa lcomið á Xeppelinum, og eru ferðir þeirra nú svo tiðar orðnar, að þeir cru farnir að koma annanhvern dag. Og ætla menn að það viti á, að þeir muni koma í stórum hópum og séu þeir að kynna sér leiðir og landslag til þess að koma með meiri afla sið- ar; því að lengi hafa Þýzkir hótað Bretum að eyðileggja Lundúnaborg, og fátt mundi gleðja Vilhjálm og yfir höfuð allan þorra Þjóðverja eins og það, ef að þeir spyrðu fregnir þær. Áður fyrri í stríðinu fóru Þýzkir að senda Zeppelina sina yfir Parísar borg. En svo fór Frökkum að leiðast jiað og fólu foringja einum að sjá um loftvarnir borgarinnar. Var þá tekið svo á móti flugmönnum Þjóð- verja, að þeir sáu sinn kostinn bezt- an að hætta ferðum þessum; og hafa Parísarbúar verið í næði síðan. Engin skipfhingað frá Islandi í haust. íslendingar nokkrir í Halifax, sem verið hafa á fiskiveiðum þar, skrif- uðu Árna Eggerssyni um það, hvort liann vissi að islenzku skipin mundu koma til Ameríku í haust. Mr. Egg- ertsson sendi undireins hraðfrétt til íslands að spyrja um þetta; en fékk skeyti aftur, að þær ferðir yrðu engar í haust. Síðan fékk hann svolátandi bréf: “Herra Árni Eggertsson, . formaður hlulasöfiiunarnefhdar Vestur-íslendinga, 204 Mclntgre Block, Winnipeg. “Það hafði komið lil tals hér að senda GOBAFOSS til \ew York; en með því meðal annars, að enginn farmur fékst vestur, urðum vér að hælta við þetta. Það var um tima út- lit fyrir, að skipið fcngi síld til flutn ings vestur, en með því að verðið var svo hátt á þessari vöru hér á Norðurlöndum, þá vildi Ameríka EKKI kaupa. Skipunum gengur vel, fullfermi að sigla með upp og út þessar ferðir. GOBAFOSS er nýkominn til Aust- f/arða frá útlöndum, fullfermdur af vörum, og GULLFOSS kom hingað ftjrir nokkrum dögum. GOBAFOSS hefir fengið loftskeytatæki, og vér búumst við að GULLFOSS fái þau í næstu ferð í Kaupmannahöfn. Það hefir komiff til tals hér, að setja 2 ferðir í ferðaáætlun næsta ár (1916) tit New York. Virðingarfylst, Eimskipafélag tslands, Emil Nielsen.” Gamiir menn stjórna málum Japana. Keisari Japana er ekki trúaður á kenningar Oslers, sem einu sinni hélt því fram — reyndar í spaugi —, að menn væru allir ónýtir eða iiðléttir, þegar þeir kæmust yfir 40 ára aldur. — í Japan virðist kenn- ingin vera sú, að “ungir menn séu góðir til framkvæmda, en gamlir menn til ráðagjörða”. Og allir hinir lielztu ráðgjafar keisarans eru gaml- ir menn, yfir 70 ára ahlur. Marskálk ur Yamagata er yfir 82. ára, markis Inouye 80 ára, markis Matsugata 75 ára, marskálkur Oyama 73. ára, og æðsti ráðgjafinn, Okuiiia greifi, er yfir 80 ára gamall. Þeir álíta reynsluna vera betri iærimeistara en nokkuð annað. Bin persóna (fyrir daglnn), *1.E0 Herbergl, kveld og morgnnveríur, $1.25. Máititiir, 35c. Herbergi, ein persóna, 60c. Fyrirtak í alla staíi, ágæt vínsölustofa í sambandl. Tnlnfml Garry 2252 ROYAL OAK HOTEL Chan. GuHtafnnon, elgrandl Sérstakur sunnudags mlBdagsverB- ur. Vín og vindlar & boríum fré. klukkan eitt til þrjú e.h. og: frá sex j til átta at5 kveldinu. 283 MARKET STREET, WINJiIPEO Flugkonur á Frakklandi Á Frakklandi verður flugkonum varla haldið frá hernaði. Frú ein, Martha Richer, er skrifari í flugfé- lagi franskra kvenna, og ritar hún i Parísar blöðin áskorun um, að flugkonur verði teknar í lierþjón- ustu. Segir hún að þær séu færar um að gjöra hvað sem þeim sé á hendur falið. Hún segir að konur séu fúsar til að vinna endurgjalds- laust fyrir Frakkland eða hverja þá þjóð, sem berjist á móti Þjóðverj- um og Austurríkismönnum. Hún bendir á, að þær liafi hætt lífi sinu, þcgar j>ær hafi verið að fljúga sér til skemtunar og þær séu engu ófús- ari að hætta því fyrir föðurlandið oggou og miRilsvai’ðanui málefnT En ef að stjórnin sé ófáanleg til þess að nota þjónustu þeirra á og yfir vígvöllunum eða móti óvinun- um, þá geti þær gætt borga annara, sem fjær eru hergörðunum og bar- (lögunum. Hvert það land, sem á slíkar kon- ur, ætti að vera torsótt eða óvinn- andi. ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ. um heimilisréttaríönd í Canada NorSvesturlandinu. Hver, sem hefir fyrir fjölskyldu ab sjá eba karlmaöur eldri en 18 ára, get- ur tekiö heimilisrétt á fjórbung úr section af óteknu stjórnarlandi í Mani- toba, Saskatchewan og Alberta. Um- sækjandi veröur sjálfur ab koma & landskrifstofu stjórnarinnar, eöa und- irskrifstofu hennar í því hérabi. 1 um- bobi annars má taka land á öllum landskrifstofum stjórnarinnar (en ekki á undir skrifstofum) meb vissum skll- yröum. SKYLDUR.—Sex mánaða ábúb og ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landneml má búa meö vissum skiiyröum innan 9 mílna frá heimilis- réttarlandi sínu, á landi sem ekki er minna en 80 ekrur. Sæmilegt ívöru- hús veröur ab byggja, atS undanteknu þegar ábúöarskyldurnar eru fullnæg'ð- ar innan 9 mílna fjarlægb á öðru landi, eins og fyr er frá greint. í vissum héruðum getur góöur og efnilegur landnemi fengib forkaups- rétt á fjórðungi sectionar meðfram landi sínu. Verð $3.00 fyrir ekru hverja SKYLDl'R—Sex mánaða ábúb á hverju hinna næstu þriggja ára eftir að hann hefir unnib sér inn eignar- bréf fyrir heimilisréttarlandi slnu, og auk þess ræktað 50 ekrur á hinu seinna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengib um leib og hann tekur heimilisréttarbréfið, en þó meb vissum skilyrbum. Landnemi sem eytt hefur heimilis- rétti sínum, getur fengið heimilisrétt- arland keypt í vissum hérubum. Verb $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR— Verður aö sitja á landinu 6 mánuði af hverju af þremur næstii árum, rækta 50 ekrur og reisa hús á landinu, sem er $300.00 virbi. Bera má niður ekrutal, er ræktast skai, sé landið ósiétt, skógi vaxib eba grýtt. Búpening má hafa á landinu I stað ræktunar undir vissum skilyrbum. W. W. CORY, Deputy Minister of the Interior. Blöð, sem flytja þessa auglýsingu leyfislaust fá enga borgun fyrir.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.