Heimskringla - 16.09.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 16.09.1915, Blaðsíða 2
BLS. 2 HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 16. SEPT. 1915. Bendingar til Skólastjóra og Skólakennara. Lausleg þý'Sing á ræSu, sem Dr. Speechly, forseti GarSyrkju- og Skógræktar-félags Manitoba, hélt á fundi, sem Skólastjérafélag fylkisins (Manitoba Trustees Association) hélt í marz 1914.. Það virðist nú vera dálítið ein- kennilegt, að eg, sem ekki hefi dval- ið í þessu fylki nærri eins lengi eins og margir ykkar, heiðruðu til- heyrendur, skuli koma fram fyrir ykkur með ráðleggingar viðvíkjandi því, hvað skuli rækta, og hvað bezt eigi við hér í þessu loftslagi. En til- fellið er, að hér er ávalt svo mikill jsi á fólkinu, að fáir staðnæmast nógu lengi til að ihuga, hvaða verð- inæti trjáplöntun og önnur ytri prýði kann að hafa í sambandi við bænda- heimilin og sveitaskólana. Mig lang- ar því til, að geta orðið ykkur að dálitlu liði, með því að gefa fáein- ar bendingar. Eg kem svo að segja með moldugar hendurnar, frá þvi verki, sem eg hefi verið að vinna í mínu nágrenni, nefnilega því, að gróðursetja tré í kringum alþýðu- skólann okkar heima hjá mér. Hvers vegna aS rækta tré í kring- um bamaskólana? Það eru nokkrar góðar og gildar ástæður fyrir því, og skal eg fyrst fram telja nokkrar þeirra, áður en eg fer að gefa “praktiskar” bend- ingar viðvíkjandi trjáplöntun. 1) —Fyrst eru augsýnilegu ástæð- urnar, senr sjálfsagt allir sjá og skilja á svipstundu. Það er til dæm- is nauðsynlegt að skýla bygging- unni fyrir köldum vetrarnæðingum. og fannkynginu, sem hleðst niður á vetrum. Hversu fegin verðum vér skógarbeltinu og skjólinu, þegar kuldinn nístir hold og bein! Þeir, sem eiga heima í skógarbeltum, — vildu als ekki skifta bústað við hina, sem lifa á nakinni sléttunni. Og svo er prýðin, sem trén' skapa, alt árið í kring. Þrátt fyrir þetta er nekt og gróðurleysi aðaleinkenni svo margra skóla til sveita. Eg vor- kenni sannarlega skólakennurunum, sem eru að reyna að auka fegurðar- smekk nemenda sinna, með því að rækta blóm, blómarunna og garð- ávexti, á auðri sléttunni. Vindur- inn feykir fræinu á vorin, lemur r. iður plönturnar á sumrin og eyði- leggur þær á haustin með kulda- næðingi og frosti. Það er algjörlega nauðsynlegt, að hafa trjárunna og skógarbelti til að prýða og skýia. Og takið eftir, þið fullorðna fólkið: Börnin ykkar leggja sömu rækt við skólann og þið gjörið, — ef þið vanrækið að gjöra skólann vel úr garði, aðlaðandi og skemtandi, þá getur ekki kennarinn innrætt börnunum alt það góða og fagra, sem þau eiga að læra og þurfa að læra á uppvaxtar-árunum. 2) —Svo eru aðrar góðar ástæður fyrir þvi, að rækta skuli tré, en þær eru kanske ekki alveg eins augsýni- legar á yfirborðinu. En góður kenn- ari metur og skilur þau áhrif, serri hægt er að beita óbeinlínis, við að auka skilning, þekkingu og siðferð- isþrek barnanna. Fyrst og fremst með því að rækta tré og hlúa að þeim, læra börnin af sjálfu sér mikið um loftslagið, og jurtagróður þann, sem þrífst hér í Vesturland- inu yfir höfuð. Þau læra einnig að beita sér við að reikna út afstöðu trjánna, bygginganna, blómanna, o. s, frv.; eða með öðrum orðum: þau læra fyrstu atriðin í þeirri fögru list sem nefnist “Landscape Gard- ening”. Einnig er þessi starfi bezta meðalið til að fræða börnin um náttúruna og kenna þeim að nota augun til að sjá það, sem er í kring- um þau. Þau skilja sambandið á milli fuglanna og trjánna, milli fugl- anna og skorkvikindanna og skor- kvikindanna og uppskerunnar )og uppskerunnar og velmegunarinnar í landinu). “Rauðbringan” (Robin) eyðileggur þúsundir orma á ári hverju, sem annars myndu stór- skemma garðávexti, aldini og jafn- vel korntegundir. Svartfuglinn eyði- leggur otal orma, sem eru skaðlegir, þó hann stundum taki fáein hveiti- korn til að breyta mataræði. Uglan, sem mörgum er illa við, drepur mýs og moldvörpur, sem stórskemma oft korn á ökrum á haustin. Og svona mætti telja fleiri dæmi. Börnin læra þarna margt um fuglana og dýrin, sem er þeiin nauðsynlegt fyrir seinni tímann, og þau læra líka að skilja örlítinn kafla i sögu náttúr- unnar, — alt með þv að rækta tré og draga til sín fuglana og önnur smá- dýr, sem eiga sinn þátt í því að byggja upp eða rífa niður árangur- inn af verkum mannanna. 1 Og síðast en ekki sízt vil eg benda á, að trjáplöntun snertir hug- sjónalíf, og tilfýiningalíf okkar meira en flestur annar starfi. Þetta stafar af því, að starfið er seinunn- ið og langdregið. Það, sem þú rækt- ar, verður minnisvarði eftir þinn dag, og gjörir komandi kynslóð rík- ari, — þess vegna ert þú að vinna verk, sem er óeigingjarnt og lofs- vert um leið. Það útheimtir samhug og samvinnu allra í skólahéraðinu, tii þess að stofna skógrækt, — þess ▼egna er það starfi, sem eykur fé- lagslyndi og samhug meðal fólksins. Velræktaðir runnar og skógarbelti eru varanleg prýði í hverju byggð- arlagi; og ef sú prýði er í sam- bandi við mentastofnun þá, sem að unglingurinn sækir, — leiðir það þá ekki af sér meiri ánægju og betra bændalíf í sveitinni, þegar fram i sækir? Börnin læra að meta og sækjast eftir skólagöngunni, ef alt er fallegt og smekklegt í sam- bandi við skólann. “Praktiskar bendingar”. Nú viljið þið vita fyrir víst, hvern ig eigi að rækta góð skógarbelti, og livar skuli planta. Eins og eg hefi bent á, er fyrst og fremst æskilegt, að planta svo að skjól fáist. Þess vegna skal planta að vestan og norð- vestan til að byrja með. Bezt er að beltið sé svo sem áttatiu til hundr- að yards frá byggingunni, svo nægur leikvöllur fáist. Landið skal undir- búa sem hér segir: Brjótaskal land- ið snemma sumars, svo sem tvo þumlunga á dýpt. Þegar grasrótin er orðin fúin skal plægja svo sem 5 þumlunga á dýpt, og herfa (disc harrow) vel á eftir. Svo er væn- legt, að hreyfa vel moldina (culti- vate) nokkrum sinnum og plægja aftur seint á sumrin. Á næsta vori má svo gjöra plógfar til að setja nið- .t trén. Trén skal planta dálítið dýpra en þau stóðu áður og troða vel moldina að rótunum. Nauðsyn- legt er, að hafa moldina vel lausa á yfirborðinu. Trén ættu að vera svo sem tveggja eða þriggjá ára gömul, þegar þau eru gróðursett. Bezt er að setja þau niður með fjögra feta millibili á alla vegu. Þær tegundir, sem vaxa fljótast og skýla bezt, eru sem fylgir: — Ein röð (yzt) willoiv, og svo þrjár til fjórar raðir af samanblönduðum maple (30 prósent), askur (45 pró- sent), elm (9 prósent, cottomvood (11 prósent), golden willow (4% prósent) og Russian poplar (Vá pró- sent). Allar þessar trjátegundir vaxa all-fljótt. Þegar fram líður og trén verða of þéttskipuð, má höggva nið- ur sumt af cottonwood, willow og jafnvel maple. Svo eru barr-tré, til dæmis spruce og tamarack. Þau eru alveg nauð- synleg til prýðis, en fyrst framanaf gefa þau ekkert skjól. Bezt er að setja röð af þeim innan við hinar tegundirnar, og í röð sér, framund- an skólanum ef Vill. Það væri æski- legt að gróðursetja þessar tegundir tveimur árum seinna en hinar, til þess að skjól sé fengið fyrir smá- trén, sem þola illa ofsa þurk og vind. Þegar fram i sækir má eyði- leggja þau önnur tré, sem verða of nærgöngul við þessi barr-tré. Að síðustu vil eg minnast á SKrautrunna og blómarunna, sem eru ómissandi. Bezt er að rækta þá meðfram gangtröðinni og keyrslu brautinni, og eins næst skólahúsinu sjálfu. Má nefna caragara, sem hægt er að ná til á haustin, og sem verður fimm til sex feta hátt á fjórum ár- i;m. Svo eru lilacs, sem allir kann- ast við. Þau framleiða mjög ilmsæt blóm og fella ekki lauf fyrri en í snjóum á haustin. Honeysuckle er mjög blómskrúðugt fyrri part sum- ars. Til að fylla upp í hornin er gott að rækta búska af birki eða moun- tain ash. Og svo má ekki gleyma currant, spirea, dogwood og wild rose og fleiru, sem alstaðar geta þrifist. Alt þetta kostar dálitla peninga auðvitað; en er alls ekki dýrt ef rétt er farið að öllu. Það er úm að gjöra að byrja rétt og fá allar upp- lýsingar til að byrja með. Bezt er i ð leita til manna, sem þekkja inn á trjáplöntun, og fá þá til að stýra verkinu. Það verður happasælast á endanum. • • • Athugasemd þýðanda. Eg hefi birt þessa þýðingu til þess að íslenzkum skólastjórum gef- ist kostur á, að heyra eitthvað um hreyfingar þær, sem eru að eiga sér stað nieðal hérlendra. — íslenzkir skólastjörar hafa ekki sótt fundi Manitoba Trustees Association eins vel og æskilegt væri, að undan- förnu, og þar af leiðandi hefir nýj- um hugmyndum ekki verið veitt inn i okkar íslenzku skólahéruð. Eg get sagt um þetta af langri persónulegri reynslu, sem skólakennari. Vonandi er,.að hér eftir ræki allar skóla- stjórnir betur skyldu sina. Hérað hvert ætti að borga fargjald fyrir einn mann, að minsta kosti, úr hverri skólastjórn, til þess að fara á fundi Manitoba Trustees Associa- tion, sem eru haldnir í marz hvert ár, í Winnipeg og á Búfræðisskólan- um. Það er ómetanlega mikilsvirði fyrir svoleiðis menn, að mætast og skiftast á skoðunum. Svo heyra þeir ræður frá mentamönnum fylk- isins, sem gefa þeim nýjar og betri hugmyndir um skólafyrirkomulag- ið. Umbætur og framfarir eru nú mjög miklar í mentamálum, og hver sem situr heima og fræðist ekki um þær, verður brátt langt á eftir tím- anum. Hvað viðvíkur þessari sérstöku ræðu, sem þýdd er hér að ofan, vil eg benda á, að nú er tíminn til að fara að hugsa fram i veginn og búa undir næsta ár. — Það má mikið prýða með því að rækta fáeina blómarunna á næsta ári, þó ekki sé meira. Allar upplýsingar viðvíkj- andi heppilegum aðferðum fást hjá opinberum stofnunum, svo sem Til- raunastöðvum rikisstjórnarinnar, Skógræktarstöðinni og Búnaðar- skólunum. “Áfram og uppávið-” þér íslenzku skólastjórar. Látið ekki skólana ykkar verða á eftir þeim allra beztu á meðal hérlendral S. A. B. Bréf frá Thor Blöndal. Kæri H. Skaptason! Það er nú orðið langt síðan, að eg hefi sent þér linu, til þess að láta þig vita um, hvernig oss Canada- mönnum líði hér úti á Frakklandi og i Belgíu. Og einnig vantar mig að þakka þér fyrir Heimskringlu, sem eg hefi fengið með beztu skil- um, og hefir hún stytt mér marga stund, þar sem hún flytur allar helztu fréttir frá Winnipeg, og alt sem löndum við kemur. Það hefir nú margt á dagana drif- ið sðan eg skrifaði þér siðast; það var rétt eftir stóru orustuna við Ypres. Þaðan fórum við á hinn enda línunnar og háðum þar aðra stórorustu og töpuðum þar mörgum inönnum; en vel gjörðu Canada- menn þar sem vanalega og þótti mikið til þeirra koma. Ein af beztu herdeildum Breta, sem vanalega berst samhliða oss hér, er vön að spyrja þegar þeir fara i skotgrafirn- ar, hverjir séu næstir þeim; og ef það er sagt, að það sé Canada her- inn segja þeir vanalega: “Þá er oss óhætt!” Þeim þykja engir á við Canada-menn, sem verið hafa með þeim, og hafa séð þá berja á Þjóð- verjunum. Við hér úti erum allir við beztu heilsu, og er það furða, hve lítil veikindi hér eru; en öllu er hér lialdið svo hreinu sem mest má verða, svo að það eru hér engar landfarsóttir, — bara það sem Þýzk- arinn sendir oss og er það nú nóg. En þeim sendingum má nú búast við hér. Eg fer vanalega víða um á meðal Canada manna og stundum upp í skotgrafir; en þess þarf nú ekki oft með. En leiðir vorar liggja iðulega um bæi og þorp, sem eru undir stöðugri kúlnahríð og er það stund- um æði ónotalegt. En það er næst- um því afleitt að vera í þessum bæj- um, þegar sprengikúlurnar dynja þar yfir, því þeir skjóta sjaldan á neitt vist svæði, heldur dreifa þeim yfir alt, svo maður veit ekki hvar sú næsta er líkleg að lenda. Vana- lega lætur maður þá fyrirberast í kjöllurum, eða ef að þeir eru engir nálægir, þá í skurðum meðfram veg uin,; eða hvar annarsstaðar sem vera vill. Sprengikúlur keisarans ganga hér vanalega undir þremur nöfnum: Fyrst er “Jack Johnson”; það er sú stærsta þeirra og gjörir hún holu svo stór-a að hægt er að koma tveim- ur hestum og vagni þar fyrir. — Þá er sú, sem kölluð er “Kola-box”; og er það býsna stór kúla, um 300 pd. á þyngd, og gjörir hún oft stóran skaða, þvi að hún dreifir sér. — Og svo er “Whistling-Willie” 18 pd.; full af járnarusli, um 350 járnbútar í henni; það er eins og blístrað sé, þegar hún kemur yfir; hún er ekki mjög skaðleg, ef maður er inni í einhverju skýli, þvi að hún springur i loftinu, og fer ekki í gegnum al- menn þök eða börð. Þýzkarinn var svo ókurteis um daginn, að senda oss þar sem eg var n;eð féiögum minum í tjöldum, um 25 kúlur af mismunandi stærð, og slt sendu þeir þetta án pantana frá oss. Þær lentu sumar alt í kring á plássi því, sem við höfðum tjöldin; einn maður særðist lítillega, en af öðrum tók hún fótinn og dó hann daginn eftir. Það mátti sjá ferð á fólki þann morgun; menn lágu hér og þar, sumir i skurðum og hvar annarsstaðar, sem þeir héldu að sér væri óhætt. Eg hafðist við með öðr- um félaga fyrir aftan stórt tré, og vorum við vist eins óhultir þar sem uokkursstaðar annarsstaðar. En skrítnast mun þér þykia að heyra, að eftir að skothríðin er bú- in, þá er vanalegast fult af mönnum í kringum holurnar, til þess að tína upp brotin af kúlunum; þá hamast liver í kapp við annan; það er eins og þeir væru að grafa eftir gulli. — Hér úti kalla þeir það “Souveneer Alleman”, og eru þeir títt sendir til Englands til kunningja þar. — Eg gæti haft fulla poka af því, en mig vantar ekki að vera að burðast með þetta fjárans járnarusl. Siðferði er hið bezta hér úti og stafar það mikið af, að hér er varla r ögulegt fyrir herinn að fá áfenga drykki. Það er seldur hér drykkur, sem þeir kalla bjór, en er eiiginn bjór; hefir ekki neitt áfengi i sér og er á bragðið eins og súrblanda var heima á gamla landinu; en þeir kalla það bjór svo að við gleymum ekki nafninu. Þá er nú annar drykk- ur sem er mikið um hönd hafður hér hjá okkur, og er það kaffi; búa Erakkar til það bezta kaffi, sem eg liefi smakkað, og getur vel farið svo að það verði mér að bana, því að mikið drekk eg af því. Og þá eru nú góðu vindlarnir frönsku; það má fá hér fyrirtaksgóðan vindil fyrir 2 cent, eins góðan og fyrir 10 cents i Winnipeg. Ekki gengur neitt stirt að gjöra sig skiljanlegan hér úti, hvort heldur er á Frakklandi eða i Belgíu. Tómas Atkins er jafngóður á báðum mál- unum. Það hefir myndast nýtt mál hér úti sem við köllum ensk-frönsku — sinn helmingurinn af hvoru með dálítið af flæmsku innanum og svo öðrum tungumálum, sem enginn skilur. Enskir segja að það sé frakk- neska, en franskir segja það sé eng- elska. En vanalega er það hvorugt. En það ber ekki á öðru en það skilji hvað annað viðvíkjandi kaupum og sölum. Við höfum haft það hægt hér fyrir langan tíma, og höfum við hér þá vanalega nógar skemtanir, það er að segja, við sjáum sjálfir fyrir skemt- ununum. Við höfum tvær söng- skemtanir á viku; Enskir hafa aðra en Canadamenn hina, og eru þær fyr irtaksgóðar. Við höfum hér mikið af góðum hæfileikamönnum. Það eru nú margir góðir leikendur í hern- um, sem hafa leikið á sumum af hin- um stærstu leikhúsum í London og viðar; þeir eru hér bara óbreyttir hermenn. Svo að þú getur séð, að við höfum hér eins góðar skemtanir og þær sem fást á leikhúsunum í Winnipeg; og það kostar ekki neitt. Enda kemur það sér nú betur, því að það er hart á manni að reyna að tolla í tízkunni á $6 á mánuði; en það er alt, sem þeir vilja borga hér úti. En þegar maður er á Frakk- landi, þá verður maður að reyna að vera með. Hér um daginn sá eg landa vorn Kolskegg Þorsteinsson. Hann var ný keminn frá Englandi, þar sein hann liafði verið á sjúkrahúsi. Kalli var hinn hressasti og sagðist hafa haft það gott á Englandi. Hann er nú Corporal í sinni gömlu hersveit. — einnig sá eg þrjá aðra landa, sem eru nú komnir hingað: tveir Sig- urðssynir og Einar Magnússon; — hann þekti eg í Winnipeg. Þeir voru í 43. Batt., én eru nú i 16. Batt., og eflaust eru þeir nú í Kilt. Þeir höfðu verið tvisvar sinnum í skotgröfunum, þegar eg átti tal við þá og létu all-vel yfir því. Oss (The Sanitary Corps) voru sendir 3 menn, i staðinn fyrir menn sein við höfðum misl, og var einn þeirra frá Winnipeg; hann heitir IJ. Angers og er vel þektur meðal landa í Winnipeg; honum líkar lífið vel hér úti. Við höfum hér nóg af öllum hlut- um; nóg að borða og meira tóbak, en eg hefi nokkurntíma brúkað áð- ur; svo þú getur séð að við höfum 'yfir litlu að kvarta, því það er sjald- gæft að hermenn hafi haft næstum alla hluti eins og þeir væru heima hjá sér — rétt á bardagavellinum. En svo missir maður stundum alt sem maður hefir. Eg hefi tvisvar tapað öllu sem eg hefi haft af fötum og öðru; en maður fyllir furðan- lega í skörðin, og nú hefi eg eins inikið og áður. Allir hermenn, sem verið hafa hér úti yfir 3 mánuði eru nú að fá 7 daga frí til að fara heim til Eng- lands, og hafa margir af Canada- inönnum farið; en það gengur nú heldur seint, því að ekki er hægt að láta marga fara i einu. Eg býst við að mitt frí komi i október. Það er sagt að Lundúnabúar haJi harðan, tima, að skilja hermenn þegar þeir lcoma heim; þeir segja, að fólk flykk ist utan um þá á götunum til þess að hlusta á þá, og ef að þú gætir lieyrt til þeirra hér úti, þá mundir þú hlægja þig veikan. Jæja, kæri kunningi! Eg hefi nú ekki meira að senda þér í þetta sinn. Skal senda þér línu þegar citthvað nýtt gjörist. Með beztu óskum um góða líðan. Þinn Thor Blöndal. THE CANADA STANDARD LOAN CO. ASal Skrlfxtofa, Wlnnlpeg. $100 SKULDABRÉF SELD Tll þæglnda þelm sem hafa smá. upp hætSIr tll þess atS kaupa, sér I hag. Upplýslngar og vaxtahlutfall fst & skrifstofunnl. J. C. KYIíE, rflttsmatSur 428 Main Street. WINNIPEG Te BorSs skraf No. 2. “The proof of the pudding is the eating.” Te gæði sannast bezt með því að drekka það. Hinn mikli fjöldi og sí vaxandi her fólks sem stöðugt drekkur BUE RIBBON TEA velur það fylstu vitund. Það þekkir þess afburði— óbrygðulleikan—og sparnaðinn. Það þekkir þess skýrleika. Heilbrigð skynsemi sýnir að hin nýja tvöfalda umbúð er sönnun fyrir því að það heldur sínum krafti. Tugir þúsunda hafa sannað gæði Blue RibBon með því að drekka það. Gjörð þú það sama. Fáðu peninga þína til baka ef þér og þeim ber ekki saman. Fréttabréf. (Frá fréttaritara Hkr.). Markerville, 1. sept. 1915. Næstliðinn mánuð hefir verið hér agæt tið, svo vart muna menn jafn góða tíð næstliðin 25 ár, yfir ágúst inánuð. Heyvinna var byrjuð seint, en hefir gengið vel, þó margir eigi enn mikið óheyjað. Akraslátturinn stendur nú yfir; nokkrir eru búnir. Útlitið er gott með uppskeruna; akr- ar eru vel sprottnir; ekki frosnir. Frost hefir ekki komið á þessu sumri, og víðast vel þurrir, svo að vænta má að kornið verði bæði gott og mikið, ef ekki koma óhöpp hér eftir, sein spilli nýtingunni. Almenn heilbrigði og velliðun er nú hér um pláss. Getið skal þess, að 2. ágúst síðast- liðinn var hér hátiðahald á Marker- ville. En mjög er nú íslenzkur þjóð- minningardagur farinn að tapa gildi sínu hér, og getur naumast lengur heitið Islendingadagur, þegar dag- skrá er meira en að hálfu leyti á ensku. Það er raunalegt, að einn d:<gur á árinu — aðeins einn — er ákveðinn að vera minningardagur á arinu Islendinga vestanhafs, um ís- lenzkt þjóðerni heima og hér; dag- ur til að minnast þess landsins, sem er oss helgast allra landa, — og þó vilja menn ekki prýða hann að ein- vörðungu með elskaða ylhýra mál- inu, — málinu, sem ber af öðrum liíandi tungumáluin, sem gull af eiri. Auðvitað er þetta i samræmi við þá kenningu, að það sé lifs- spursmál að tortíma öllu íslenzku, öllu því, sem lslendingar eiga göfug- ast í eigu sinni: þjóðerni, móður- ináli og bókmentum; — það standi þeim fyrir þrifum i þessu landi. — Auðvitað er þessu slegið um sig, án þess að rökstyðja það; verður ald- rei rökstutt heldur.— Svo ekki meira um það að þessu sinni. Nýlega er farinn héðan heimleið- is herra Jón Jónsson, frá Gardar, fyrrum þingmaður North Dakota; var hér á kynnisferð til þeirra hjóna St.G.St. og konu hans. Sagði liann almenna vellíðan þar syðra og góðar uppskeruhorfur. Seint í júní síðastliðinn gekk einn fslendingur héðan í herþjónustu Rreta, Þórhallur Þórhallsson, stjúp- sonur Jóhanns Björnssonar á Tinda- stól, 18 ára að aldri; myndarlegur piltur, ættaður úr Dalasýslu á ís- landi. Hann er innritaður: “Pte. Thory Johnson. Larel Camp. 50th Batt. C. Company. Calgary,, Alta.” ™E D0MINI0N BANK Hornl Notre Dome og Sherbrooke Street. HhfuffNtöll uppb........... $6,000,000 Vnrnnjófcur ............... $7,000,000 Allnr eignlr...............$78,000,000 Vér óskum eftir vit5skiftum verz- lunarmanna og: ábyrgjumst at5 gefa þeim fullnægju. Sparisjóósdeild vor er sú stærsta sem nokkur banki hef- ir í borginni. fbúendur þessa hluta borgarinnar óska at5 skifta vit5 stofnum sem þeir vita aó er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhlutleika. Byrjiti spari innlegg fyrir sjálfa yóur, konu og börn. W. M. HAMILTON, RáSsmaSur PHONE GARRY 3450 BrúkaÖar saumavélar met5 hæfl- legu vert5i; nýjar Singer vélar, fyrir peninga út í hönd et5a til leigu. Partar í allar tegundir af vélum; at5gjört5 á öllum tegundum af Phon- ographs á mjög lágu vert5i. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega "agenta” og verksmala. Sérstðk kostabotS & lnnanbúss munum. KomltS tll okkar fyrst, þltl munlS ekki þurfa aS fara lengra. Starlight New and Second Hand Furniture Co. 503—Jí05 NOTRE DAME AVENUE. Talslml Garry 3884. Isabel Cleaning and Pressing Establishment J. W. QIIINN, elgnndl Kunna manna bezt að fara með LOÐSKINNA FATNAÐ Viðgerðir og breytingar á fatnaði. Phone Garry 1098 83 IsabelSt. horni McDermot Þegar þú þarfnast bygginga efni eía eldivið D. D. Wood & Sons. ----------------— Limited--------------------- Verzla með sand, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” plastur, brendir tígulsteinar, eidaðar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar, “Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl. Talsími: Garry 2620 eða 3842 Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.