Heimskringla - 16.09.1915, Blaðsíða 4

Heimskringla - 16.09.1915, Blaðsíða 4
BLS. 4. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 16. SEPT. 1915. HEIMSKRINGLA. (StofnuíS 1886) Kemur út á hverjum fimtudegi. Útgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. Verð blaVsins I Canada og Bandaríkjunum $2.00 um árid (fyrirfram borgab). Sent til Islands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist ráCsmanni blatSsins. Póst eba banka ávís- anir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, Rábsmabur. Skrifstofa: 729 SHERBROOKE STREET, WINNIPEG. P. O. Box 3171 Talalml Garry 4110 Eining þjóðanna hér. Hið fyrsta, sem hlýtur að vekja athygli framandi manna, sem hing- að koma og veita athygli því, sem fj-am er að fara í landi þessu, er það, að hér eru menn til af flestum þjóðflokkum jarðarinnar. Hér .i Winnipeg til dæmis eru menn úr öll- um löndum Evrópu; úr Asiu heilir hóparnir, og sín á milli að minsta kosti talar hver sína tungu, og það lengi vel fram eftir. Og svo eru tung- ur þessar margar að tugum skiftir. Allir þessir menn hnappa sig í hópa; því að það er eðlilegt og náttúrlegt, tð hver og einn vilji vera með sin- um; heýra sitt feðramál sem hann skilur. Hann hefir ekkert gagn af tungumálum annara þjóða meðan hann skilur þau ekki eða getur gjört sig skiljanlegan á þeim, i ræðu eða riti. Þess vegna hlýtur hver einn ein- asti maður með fullu viti að sjá, að einhver þarf tungan að vera, sem allir nemi og hafi sem miðil til að koma á félagsskap og samræmi, ekki einungis á gjörðum eða framkvæmd- um, heldur á hugsunum, háttum og venjum. Því að venjur og hugsanir þjóða þessara eru svo ólíkar, sem tungumálin eru; og þegar ætti að fara að koma þessu saman í eina heild, þá mundi ein venjan striða á móti annarP og þegar venjum, eða liugsunum, eða andstæðum hug- myndum slær saman — þá verður úr þvi sundurlyndi, illdeilur, ófrið- ur og hatur. Þetta hefir hver einasti stjórn- málamaður séð sem það hefir hug- leitt. Og hinir framúrskarandi menn sem stofnuðu nýlendur og bygðir þessar, sáu það glögt, að fyrsta skyldan sem lá á herðum þeirra — fyrsta skyldan, sem að sjálfsögðu lág á herðum hvers einasta borgara, var sú, að koma öllu þessu saman; að gjöra eina þjóð úr öllum þessum mörgu þjóðabrotum, — eina þjóð, með einni tungu; þjóð sem elskaði landið, sem hún lifði í og mannfé- lagið, sem í landinu bjó. — Hér í Manitoba hefir aldrei verið spurn- ing um, hvert tungumálið skyldi vtra , nema farið sé að vekja hana rú. Það er enskan. Hún var yfir- gnæfandi, þegar landið hér—slétt- urnar allar voru að byggjast. Land- ið heyrði til hinni ensku krúnu, og af henni hafa menn þegið landið, og hún hefir haldið yfir mönnum verndarhendi, og veitt hinum ný- komnu gestum frelsi það og mann- réttindi, sem lítil spurning er, hvort nokkursstaðar sé jafngott og því síð- ur fullkomnara. Þegar nýlendumennirnir úr öll- um álfum heims komu hingað, þá | gengu þeir að þessu vísu. Allir fóru að nema enskuna og láta börn sín nema hana; — allir sáu, að það var hið fyrsta skilyrði í landi þessu til þess að komast áfram, til þess að geta lifað og að augnamið eldri sem yr.gri ætti einlægt að stefna að því, að mynda eina þjóð, að jafna úr hin- um sundurgjörðu venjuin og hugs- unurn; að slétta brotin og um Ieið að menta þjóðina eins fljótt og vel, eins og inögulegt væri; menta hana, ekki á neinu tungumáli nýlendu- mannanna, ekki á grísku eða ítölsku, eða serbnesku eða tyrkhesku eða japönsku eða rússnesku eða kin- versku, ekki á svensku eða dönsku eða islenzku eða spænsku eða pól- versku — heldur á landsins máli, enskunni, sem er töluð meira og minna um heim allan. Þetta er aðalatriðið til þess að allir geti á endanum lifað saman, sem bræður og systur. Og hvað sem á móti þvi er brotið — það er að vinna að sundrungu þjóðarinnar, vinna að því að hún brotni fyrr eða síðar í ótal mola, ótal flokka, sem hver hafi hendur í hári annars, otsæki og hati hver annan. Bilingu- alism i skólum landsins er ekki ein- ungis haft á þroska barnanna, held- r.r er það frækorn, sem lagt er i þennan menningar jarðveg þjóðar- innar hér, sem getur borið ávöxt sundrungar, illinda og haturs um lengri tíma en vér höfum hugmynd um. Það er að berjast móti einingu þjóðanna allra. Þetta verðum vér ao varast sem heitan eld. Þetta, að sameina en ekki sundra, er því aðal augnamiðið, sem vér ald- rei meguin missa sjónar á, þó að það taki marga mannsaldra; þó að það taki þúsund ár, þá megum vér eða eftirkomendur vorir aldrei missa sjónar á því; því að fyrri er þeim ekki óhætt; og óþarfur er hver sá maður, sem á móti því vinnur. Alla þé. tima meðan það er ógjört—lifa ótal neistar í kolunum, sem geta orðið að björtu báli áður en nokk- urn varir. Það er þá engin eining; engin samvinna; enginn bróður- kærleiki; enginn friður, svo að full kominn og öruggur sé. Hitt er annað, að menn skyldu fara svo lipurlega og nærgætnislega að þessu sem mögulegt er. En ein- lægt skyldu menn gæta þess, að ef að menn sundra þjóðunum — þá sundra menn friðinum! Bilingualism í Banda- ríkjunum. Loks er nú fyrir alvöru farið að hera á voða þeim, sem Bandarikjun- um er búinn og sem sömuleiðis bíð- ur Canada. Þetta hafa margir séð fyrir; en þeir hafa ekki getað feng- ið áheyrn, er þeir hafa viljað vara menn við því. Og þetta er mál, sem ekki verður til lykta leitt á einu ári eða tveimur, hvorki hér norðan línu í Canada eða sunnan hennar — i Bandaríkjunum. 1 Bandaríkja blöð- um og tímaritum eru nú langar og harðar greinar um það, — i öllum merkustu blöðum landsins að minsta kosti. Stórblaðið Neiv York Nation tek- rr til umræðu aðalfund þýzkra Bandaríkjamanna í San Francisco, The National German American Al- liance; og getur þess að þar hafi verið ákveðið að mynda félög í ríki hverju, til þess að koma á lögum að kenna þýzka tungu á skólum landsins. — Þetta er nú aðalatriðið, scm uppi er látið; en í því felst miklti meira. Það er tilgangur þeirra að kenna mannkynssöguna á skólum landsins eins og hún er kend á Þýzkalandi eða frá þýzku sjónar- miði; og margt er þar fleira, er íylgir með. En aðalmál það, sem hinir þýzku Bandaríkjamenn eru að berjast fyr- ir, er það: að allir þeir Bandaríkja- menn, sem eru af þýzku ætterni, skuli mynda sérstakan flokk og halda fast við sagnir, siðu, venjur og tungumál og alla sína menningu, sem þeir höfðu og fluttu með sér úr föðurgarði á Þýzkalandi, og á hún að koma í stað hinnar amcrikönsku mentunar. Þetta skýrist alt í ritlingi cinuin eftir Julius Goebel, prófessor á há- skólanum í Illinois. Hann er þýzk- ur að ætterni, sem nafnið sýnir, og reit hann bækling þenna í janún.' 1914. Hann mælir þar harðlcga á móti því, að blanda Þjóðverjurr, saman við aðra Ameríkumenn. og heldur því fram, að hin eina von fyrir Bandaríkin sé sú, að taka upp þýzka menningu, siðu, siðgæði og hugsunarhátt. Þegar blaðið hefir farið urn þctta nokkrum orðum, þá segir það: “Hvað ætli verði af oss, ef að hver og einn af hinum mörgu þjóð- flokkum landsins heimtuðu hver fyrir sig, að saga lands þess, sem Jæir frá komu og tungumál \erði kent á skólum landsins, — Þjóð- flokkar sem Skandinavar, Gyðing- ar, Frakkar, Ungverjar, Czeckar? Vér yrðum þá aldrei ein þjóð, held- ur samsafn af einhverju rusli; hver með sínar hugsjónir, hugmyndir og mismunandi kenningar. í Chicago hafa Bæheimsmenn lagt fram fé úr sinum eigin vasa til að kenna börn- um sínum tungumál þess-lands, er þeir komu frá. 1 Minnesota eru hin skandinavisku tungumál kend á fleiri og fleiri skólum”. Svo segir Nalion: Hvað verður þá um menningu Bandaríkjanna? Um alt, sem þau hafa verið að berjast fyrir; um alt, sem þau hafa lagt til menningar lieimsins; um baráttu þeirra fyrir frelsi og sjálfstjórn? Þetta verður alt undir fótum troðið”. En svo heldur blaðið áfram: “Þessir hinir útlendu borgarar vorir geta verið vissir um það, að hinar æðri hugsjónir Bandaríkja- manna verða aldrei látnar víkja fyr- ii hugsjónum Þjóðverja — um hið sanna, fagra og góða, eða hvað sem er í menningarlegu tilliti. Ekkert i öllum heimi getur tekið þessum hugsjónum fram. — En vér erum þakklátir”, segir blaðið, “bæði pró- fessor Goebel og félaginu þýzka, og óðrum þýzkum mönnum, fyrir að hafa varað okkur við því, hvað þeir ætla sér að gjöra í nálægri fram- tíð”. Þetta er ákaflega þýðingarmikið mól, bæði fyrir Canada og Banda- ríkin. Það er mál, sem tekur fjórð- ung aldar að ráða fram úr; kanske miklu lengur fyrir háðar þjóðirnar, bæði Canadamenn og Bandaríkja- menn. Og það tekur mikla lipurð og nærgætni að eiga við það. Að fara meðalveginn: að varast á annan bóginn ofsa og ofsókn, og á hina hliðina að veikja ekki hugmyndina um almennan borgararétt og sam- eiginlegt þjóðerni. Til þess þarf bæði hugrekki, nærgætni og vi.ts- muni. En eitt er svo ljóst og skýrt, að á því getur enginn vafi verið; en það er þetta: að aldrei má það líðast, að tungumálin aðskilji börnin eða lærisveinana á skólunum meðan skólakensla stendur yfir! Ef að vér getum nokkuð lært af stríði þessu, þá er það víst, að það kennir oss, að vera harðir sem stál eða tinna og líða aldrei að börnun- um sé kent að þau séu öðruvisi en órnur börn, og varast það sem log- andi eld, að skólinn verði gróðrar- stía hatursins. — í þúsund ár hafa börnin í löndum Evrópu drukkið í sig hatrið til annara þjóða og þjóð- flokka með móðurmjólkinni. Og vissulega ætti Canada ríki að loggja þungar hendur á hvern þann, sem til þess stofnar, að vekja illindi meðai hinna mörgu þjóðflokka landsins. Herskylda. Enn er talað um herskyldu á Eng- landi; og enn er ekki víst, hvort Bretar neyðast til að gjöra hana lög- gilda. Þörfin er einlægt söm og jöfn, og aldrei koma næg skotfæri á víg- völlinn. Og nú þarf því meira, þar sem Bretar hafa nú 100 milna her- garð að verja, í stað 30 til 40 mílna. Verkamenn á Englandi sendu ný- lega sinn bezta mann, þingmann þeirra Ben Tillett, til vígvallanna á Frakklandi til að sjá, hvernig öllu liði. Ben Tillett fór og kynti sér á- sland alt í skotgröfunum, og kom aftur sjóðandi af hita yfir því, að aldrei kæmu nóg skotfæri. Þau hafa að vísu aukist ákaflega mikið; en Tillett sagði, að þeir þyrftu að senda fimmfalt eða tífalt meira, ef duga ætti. En ekkert spursmál er um það, að Bretar þurfa nú að duga — eða drepast og þjóðin eyðileggjast. Síðan Ben Tillett kom heim aftur og sagði sögu sína, hafa þeir mikið harðnað, sem heimta löggilding her- skyldunnar. Og í þeirra flokki eru taldir mestu og vitrustu menn lands- ins, — þeir Lloyd George, Lord Cur- zon og Winston Churchill. En sagt er, að hinir séu mikið að linast, sem á móti eru. Fari svo, að Kitchener verði leið- ur á stappi þessu og þaufi og heimti löggilding herskyldunnar, þá má telja það víst, að henni verði óðara dembt á. Enginn hópur Englend- inga rís á móti Kitchener á þessum tínium. Hveitið. Hveitið hefir verið að falla und- anfarið, og hafa margir kent það hveitikaupmönnum og svo óttanum lyrir því, að ef Hellusund opnuðust, þa myndi hið mikla hveiti Búss- lands ryðjast inn á heimsmarkaðinn í þungum og látlausum straumi. En fyrst og fremst er það, að Hellusund eru ekki opnuð ennþá, og svo er hitt, að þó að losnaði um rússneska hveitið, þá eru litlar lik- ur til, að Rússar vilji dyngja því á markaðinn öllu í einu. Þeir gjörðu með því sjálfum sér mestan skaðann — því að þá hrapaði hveitið niður úr öllu valdi. Og svo er annað: Mikið af hveitinu er uppi landi og þarf að flytjast á járnbrautum til hafnstaðanna. En nú er það vitan- legt, að Rússar þurfa öll sín járn- brautartæki, alla sína járnbrautar- vagna til þess að flytja menn og vistir til og frá og fram og aftur á öllum þessum 800 til 1000 mílna lnnga hergarði sínum, og hafa aldrei iióg. — Og svo er enn eitt, nefnilega: að Rússar vita ekki fremur en vér, hvað stríð þetta kann langt að verða, hvort það verður 2 eða 5 eða 10 ár; og nú er hveitið þeirra lang- mesta og bezt vara, um leið og það er hin eina áreiðanlega fæða þeirra. Þeir verða því að safna því saman hér og hvar um landið í stórum forðabúrum — margra ára forða — og svo sem höfuðstól til að grípa til þegar annað þrýtur. Og svo hefir Rússastjórn nú þegar ákveðið, að hafa eftirlit með því, hvað mikið hveiti verður sent um Hellusundin, el þau opnast. Það má geta þess um leið, að forseti þingsins (duma) i Péturs- borg, gat þess þegar Nikulás her- togi lagði af sér herstjórn, að Rúss- ar myndu halda áfram striði við Þjóðverja í 15 ár. Þeir myndu hörfa undan austur til Ural fjalla áður en þeir gæfust upp, og menn, sem bú- ast við þessu og öðru eins, — þeir gleyma ekki að byrgja sig upp með fæðu. Brýndir eru nú Bretar. Af ræðu Lloyd George hér í blað- inu má sjá hvílík nauðsyn hinum vitrustu niönnum Breta þykir vera á því, að leggja nú fram alla sína krafta móti ofbeldismönnunum þýzku. Og það er gamalt máltæki, að “þegar einum er kent, þá er öðr- um bent”. Lloyd George bendir þeim á alvöru tímanna. Vér sjáum liana ekki og skiljum hana ekki, hér i fjarlægðinni og höfum eiginlega aldrei trúað því, að hér væri nokkur hætta á ferðum, — sízt útlending- arnir. Enda eru svo ákaflega rnarg- ir þeirra, sem ekki hafa fylgt gangi viðburðanna og skilja ekki í því, að hér verði nokkur breyting á högum manna í Canada, ef að Þjóðverjar sigra. En breyting sú myndi verða svo mikil, að menn geta ekki hugsað sér hana. Landið yrði gjört að þýzku landi á fáum áruin, ef að þeir kæmu hingað, og þeir þyrftu cngan feikna fjölda af hermönnum, því að nóg væri til í landinu af þýzkum og þýzksinnuðum mönnum. En Bretar eru nær þeim og þeir þekkja þýzka miklu betur en vér og þeir vita og skilja háskann, sem myndi bíða Breta og allra þeirra, er væru af brezku kyni og allra ný- lendanna, sem nú tilheyra hinu mikla Bretaveldi um heim allan. Bretar leggja nú fram til her- kostnaðar 20 millíónir dollara á hverjum einasta degi — $20,000,000 — og það gjörir engin þjóð að gamni sínu, nema nauðsyn sé svo brýn, að fullkomin eyðilegging og ófrelsi sé annarar handar; því að auk þess leggja þeir ótaldar hundr- að þúsundir manna fram í dauðann. Þeir berjast nú Bretarnir sem þeir aldrei hafa barist fyrri, og sama er um allar hinar þjóðirnar. Það er um lífið að tefla. Og þessu búast Bretar við að haldi áfram mánuð eftir mánuð, að öllum líkindum all- an næsta vetur, ef að ekki skiftir því fyrri og óvæntara um. Um það er ekki að tala, að Bretar gefi upp, eða semji hálfgjörðan frið, sem að eins standi nokkur ár. Þeir eru mik- ið vitrari menn en svo, og kjósa ann- aðhvort engan frið, eða frið þann, sem gefur þeim vissu um, að þessir óvinir þeirra rísi ekki upp aftur eft- ir 10—20 ár og byrji annan leikinn miklu harðari en þennan, — leik þann, sem heimurinn ef til vill gæti ekki hindrað. Því að eins og Þjóð- verjar og Austurrikismenn nú hafa Tyrkjana fyrir bandainenn og fóst- bræður sína, eins gætu þeir næst haft Japana, Kínverja eða Tartara fyrir bandamenn og skift völdum heimsins niilli sín og þeirra. Þjóðverjum eru öll skærin jafn góð, ef að þau bíta. ■. En eins og vér sögðum i byrjun greinar þessarar, þá nær ræða Mr. Lloyd George einnig til vor hér i Canada, — þessi aðvörun manns- íns, sem nú er talinn með hinum fremstu stjórnvitringuin heimsins. Hvað ætlum vér að gjöra, ef að þessu heldur áfram? Hvað ætlum vér Islendingar að gjöra? Vér erum ckki að siga neinum á stað. En vér vildum óska, að margur landinn hugleiddi það með sjálfum sér. Þessir landar, sem farið hafa á vígvöllinn, hafa komið fram lönd- um vorum hér — og hvar sem eru — til heiðurs og sóma. Og margir eru nú á leiðinni, sumt af þeim for- ingjar og foringjaefni, og heilar óskir vorar fylgja þeim öllum: að þeir afli sér frægðar og frama; að þeir komi flestir heilir heim aftur. Vér endurtökum það aftur og aftur, að þeir halda uppi sóma vorum og lieiðri; — en — þeir eru langt of fáir I stríði. Er mönnum það Ijóst, að Canada er í stríði? Er mönnum það ljóst, að vér erum mcð Bretum að heyja strið fyrir tilveru Bretaveldis? Er mönnum það ljóst, að vel getur far- ið svo, að hálfu fleiri, þrefalt fleiri menn þurfa ef til vill að fara héðan úr Canada til að berjasí, — úthella blóði sínu á völlum blóðsins og hat- ursins, til að hefta hina óslökkvar.di valdafýkn og drotnunargirni Þjóð verja? Það kom um tíma óorð á oss ís- lendinga fyrir af ver værmn þýzkir og þýzksinnaðir. Vcr íetlmn, að vér höfuin verið hafðir þar fyrir rangri sök, þó að stöku menn kunni að hafa verið svoleiðis sinnaðir. En margir nokkuð hafa farið að berjast og fengið bezta orð fyrir framkomu sína. Og margir eru á leiðinni. Vér vitum ekki, hvað margir. Vér vit- um dæmi til þess hér í Winnipeg, að einir foreldrar íslenzkir hafa lagt 4 sonu sína til stríðsins. Henry Bergson um stríðið. Henry Bergson er frakkneskur maður og er nú talinn einn hinna frægustu heimspekinga, sem nokk- urntíma hafa uppi verið. Henry Bergson lýsir æði og vit- firrring Þjóðverja i stríði þessu þannig, að hann likir þeim við galdrakonuna i þjóðsögunni, sem las galdraþulur yfir sópskafti sinu, og magnaði sópinn til að sækja vatn í fötum stórum og bera inn í hellir sinn, sem var neðanjarðar.— Sópurinn bar vatnið úr ánni ótt og titt, en kerling var hugsi og horfði á hellirinn fyllast og gleymdi, hvað hún skyldi lesa til að stöðva sópinn. Og endirinn varð sá að hún drukn- aði þarna í helli sínum. Stríðið segir Bergson að sé bar- átta milli lifsins og efnisins. Materi- alismus Þjóðverja hefir nú slitið taumana úr höndum þeirra og er að drekkja þeim. Prússneski herinn var stofnaður af konungum Prúss- lands; þeir elskuðu hann og efldu hann og hlúðu að honum á allar lundir, þvi þeir voru þyrstir í blóð og hungraðir og kvaldir af sárri lóngun til að eignast ný lönd og þegna. Á dögum Bismarcks var her- inn þjónn konunganna, þvi að Bis- mark sá, að ekki dugði að gefa her- mönnunum lausan tauminn. En svo magiiaðist iðnaður Þjóðverja svo á kaflega og hin nýja véla- og verk- færa-öld færði þeim svo mikinn au5 í hendur, að þeir urðu ölvaðir af hinu mikla veldi sínu. Þetta hið nýja og mikla veldi sitt og auð spentu þeir nú á aktýgi hnefaréttarins, og helguðu það með krossmarki guðdómsins (Vilhjálm- ur keisari af guðs náð). Nú varð þeim takmarkið ljóst, sem þeir áttu að keppa að: Þeir áttu að drotna yfir öllum heimi. Þetta var kent ú öllum skólum landsins, æðri sem lægri. Og það gekk fljótt og létt að móta huga þjóðarinnar þannig. Her- aginn var húinn að gjöra hana auð- s’’eipa og hlýðna. öll heimspeki þjóðarinnar varð hin versta tegund ir. aterialisma (debased materialism) og andlegrar siðspillingar. Þegar hér er komið málum, miss- ii nornin vald sitt yfir sópnum. Bergson segir, að aflfræðin hafi lagt manninum til fleiri og meiri ný verkfæri seinustu 100 árin, en öll önnur þúsund eða tugir þúsunda ára síðan maðurinn fyrst kom á jörðu. Og hvert verkfæri eða vél auki afl hans, sem nýjir limir, svo að líkamskraftar og hæfileikar hans margfölduðust nærri óendanlega. Likami hans varð því að segja má óendanlega stór og fjölhæfur. En sjaldnast hefir sálin vaxið að sama skapi og líkami hans. Og þó einkum hjá Þjóðvei'jum. Þar voru iðnaðar- framfarirnar ákaflega fljótar og rriiklar; en sálin var í fjötrum og því nær kæfð, af því að stjórnin réði yfir öllum lindum menningar- innar og uppfræðslunnar og beindi öllu í materialistiska stefnu. Hcnry Bergson farast meðal annars orð á þessa leið: Meðan mannkynið lagði alt kapp á að lyfta anda mannsins, voru hin óæðri (eiginlega: infernal potversi öfl undirheimanna) öfl, að útbúa nýja gildru fyrir mannkynið. Og hver myndi niðurstaðan verða, ef að hin sálarlausu öfl, sem vísindin höfðu vakið til að þjóna mannin- um, tækju hald á manninum og gjörðu hann sálarlausan eins og þau eru sjálf? .... Hvað yrði úr mann- inum, ef að hnefarétturinn, eða samvizkulaust afl hins máttarmeiri, kæmi í stað siðgæðis og kærleika? Hvað yrði úr manninum, ef að hið siðferðislega afl og siðferðislega hugmyndir í heiminum snerust all- ar við, — ef að fram kæmi eitthvert afl hins neðra heims, sem færi að bcrjast fyrir því, að gjöra anda niannsins og alt sem andlegt er að dauðu afli, — í stað þess að lyfta óllu upp á andans hæðir? En nú var þjóð ein til, sem fús var að gjöra tilraun þessa. Konung- ar Prússlands höfðu gjört landið að herbúðum einum. En Prússarnir gjörðu hið sama við alt Þýzkaland, og þarna var heil þjóð til þess búin að ganga fram í fylkingum og brjóta undir sig heiminn. Stjórnin og her- valdið gengu í bandalag við iðnað- arhöfðingjana. Og þegar floti þessi Iagði á stað, þá dróg straumurinn liinar þjóðirnar í kjölfar þeirra. — Hið sama “mechaniska” afl fékk vald yfir þeim. En það, sem bjargaði þjóðum Norðurálfunnar, eftir skoðun Berg- sons, var Belgía, — hin hrausta og heiðarlega framkoma Belgíumanna. Þcgar níðingsverk Þjóðverja þar bárust út, þá vaknaði heimurinn af svefni. Hin siðferðislegu öfl heims- ins risu upp. England brá hætti sín- um, að liggja óhult á bak við flota sinn. Það vaknaði og sendi 2 mill- íónir hermanna til Frakklands. Upp frá þeirri stundu var enginn efi, hver úrslitin myndu verða. — Móti hinu “mechaniska” afli Þjóð- verja kom hið djúpa andans afl Bandamanna, — lífsaflið, sem skap- ar og myndar; mannsandinn, frels- ið og lífið, móti hinum materialist- isku kenningum: kúgun og dauða. Bergson ætlar að þessi dýrkun Þjóðverja á aflinu og hnefaréttin- um sé drepandi, seigpínandi eitur, sem æsir þjóðina, sem áfengi ann- að, en svæfi hana dauðans svefni, þegar lengra líður. Þjóðverjar berj- ast fyrir materialismus; mótstöðu- menn þeirra berjast fyrir andlegum hugmyndum og hugsjónum siðgæð- is, frelsis og réttlætis. Það er eng- inn efi á, hvort á að sigra, og það er enginn efi á, hvort þessara tveggja afla hefir i sér fólgið hið skapandi oílið, — annað er dauðinn, hitt er llfiðl

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.