Heimskringla - 16.09.1915, Blaðsíða 7

Heimskringla - 16.09.1915, Blaðsíða 7
vVINNIPEG, 16. SEPT. 1915. HEIMSKRINGLA. BLS. 7. [ þýzkum læðing. Ævintýri ameríks vélafræðings á Þýzkalandi. Allur hinn mentaði heimur, vinir sem fjandmenn, hafa dáðst að hinu volduga og viðtæka njósnara-kerfi Þýzkalands. Það á ekki sinn lika í heiminum og hefir orðið að meira liði hinni þýzku stjórn, en nokkur annar hluti hinnar ginnefldu striðs- vélar keisarans. En allur hinn afar- mikli dugnaður hinna þýzku njósn- ara víðsvegar um heiminn, getur naumast bætt upp þá yfirsjón eða vanrækslu, sem leiddi til þess, að Charles Bertwood Pray, amerík- önskum vélafræðingi, tókst að flýja úr varðhaldinu í Rottenberg. Hvernig getur því verið varið? tnunu menn spyrja. Hver er þessi Pray? Og því skyldi hann vera svo verðmætur í augum Þjóðverja? Pray er vélafræðingur frá Flint, Michigan; vel fær í sinni iðn. Var hann fyrir tveimur árum síðan gint- ur með fögrum loforðum til Þýzka- lands og látinn vinna þar að her- gagnasmiði. Hann hjálpaði til við þýzkar uppfyndingar og kyntist til hlýtar þýzkri hergagnasmíði. Og nú er hann með allan sinn fróðleik sloppinn úr höndum Þjóðverja og kominn i þjónustu Breta. Þar i liggur mergurinn málsins. En hér flytjum vér æfintýra Prays, eins og hann segir hana sjálfur i enskum blöðum. Hún er næsta merkileg og fróðleg. Saga hans er þá svona: Snemma í ioktóber 1913 tók eg eftir einkennilegu atvinnutilboði, sem stóð í blaðinu Detroit Free Press. Eg hafði góða stöðu, en samt sem áður gat eg ekki að því gjört að ihuga þessa auglýsingu nánar. Það var auglýst eftir dráttlistarinanni og vélfræðing fyrir vélaverksmiðju, og að enginn nema vel hæfur maður þyrfti að reyna að sækja um stöð- una. Fyrst í stað sinti eg þessu ekki nánar; en er auglýsingin birtist dag eftir dag fór eg að ókyrrast og fann yfirmanninn á verksmiðju þeirri, er eg vann á; sýndi honum auglýsinguna og spurði, hvað hon- um sýndist; hvort hér mundi gabb á ferðum eða alvara. Ilann kvað það ekkert saka, þó eg grenslaðist nánar eftir því og gaf mér frídag svo eg gæti skroppið til Detroit, fengið upplýsingar og svalað forvitni minni. Auglýsingin tók það fram, að um- sækjendur yrðu sjálfir að koma; og staðurinn sem tilgreindur var, var Ponchartrain Hotel; en sá sem finna skyldi nefndist O. J. Flutz. Áður en eg bað um að hitta hann, gætti eg að hótelskránni og sá þar að maður þessi var frá Zossen á Þýzkalandi. Gat eg þá strax skilið, hvers vegna mér hafði þótt auglýsingin hjákát- leg. Hemphill’s American Leading Trade School. AVal skrlfntofn 043 Maln Street, Wlnnlpeg:. Jltney, Jltney, Jltney. I»at5 þarf svo hundrut5um sklftlr af mönum tll at5 höndla og gjöra vitS Jitney blf- reiöar, art5samasta starf í bænum. AtSeins tvær vikur naut5synlegar til aö læra í okkar sérstaka Jitney “class” Okkar sérstaka atvinnu- útvegunar skrifstofa hjálpar þér atJ velja stöt5u et5a at5 fá Jitney upp k hlut. Gas Tractor kenslu bekkur er nú atS myndast til þess at5 vera til fyrir vor vinnuna, mikil eftirspurn eftir Tractor Engíneers fyrir frá $5.00 tll $8.00 á dag, vegna þess at5 svo hundruöum sktftir hafa faritS I strít5it5, og vegna þess at5 hveitl er 1 svo háu vert5i at5 hver Traction véi vert5ur at5 vinna yfirtíma þetta sum- ar. Eini virkilegi Automobile og Gas Tractor skólinn I Winnipeg. Lærit5 rakara it5nina í Hemphill’s Canada’s elsta og stærsta rakara skóla. Kaup borgat5 á met5an þú ert at5 læra. Sérstaklega lágt inn- gjald og atvinna ábyrgst næstu 25 nemendum sem byrja Vit5 höfum meira ókeypis æfingu og höfum fleiri kennara en nokkur hinna svo nefndu Rakara Skólar í Winnipeg. Vit5 kennum einnlg Wire og Wire- less Telegraphy and Moving Plcture Operating." Okkar lærisveinar geta I breltt um frá einnl lærigrein til anarar án þess at5 borga nokkut) auka. Skrlfit5 et5a komit5 vit5 og fáit5 okkar fullkomit5 upplýsinga- skrá. Hemphill’s Barber College and Trade Schools. Heail Offlces 043 Maln S♦., Wlnnlpeg Branch at Regina, Sask. Coiumbia Orain Co., Limited 242 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kaupum hveiti og aðra kornvöru, gefum hxsta verO og ábyrgjumst áreiOanleg viOskifti SkrifaOu eftir upplýsingum. TELEPHONE MAIN 1433. Er eg svo náði fundi auglýsarans varð mér dálítið hverft við. Það var enginn vanalegur hversdags- maður sem eg hitti fyrir, heldur höfðinglegur herramaður með aðals- mannssvip. Er eg spurði, hvort hann væri Mr. Flutz, svaraði hann mér á hreinni ensku að svo væri. Eg tjáði honum erindi mitt. Hann kvað nú vera orðið of áliðið dags til að teikna; kvað sér ekki koma til hug- ar, að láta mig reyna mig við ljós. Bað hann mig í stað þess, að gjöra séi þann heiður, að gista upp á sinn kostnað þar á hótelinu og næsta rnorgun skyldi eg svo sýna sér til hvers eg dygði. Boð hans þáði eg; enda þótt mér fyndist það næsta undarlegt; en margt undarlegra lieyrði eg þó frá honum siðar. Næsta morgun tímanlega var eg svo aftur í herbergjum hans. Láu þá á borðinu öll möguleg teikniáhöld, og öll voru þau þýzk. Bað hann mig strax að taka til starfa og gjörði eg það. En ekki hafði eg teiknað langa stund, þegar hann kvað nóg komið. Kvaðst hann sjá, að eg væri vel hæf- ur til þess starfa, sem auglýstur væri og bað mig þvi næst að koma með sér til dögurðar. Yfir borðum sagði hann mér svo, hvað hann þarfnaðist mín til. Hann kvað sig vera á ferð um Bandaríkin til þess að kynnast verksmiðjuiðnaði, sérstaklega véla- verksmiðjum, og ætlaði hann sér að fá tylft vel hæfra vélasmiða og dráttlistarmanna með sér til Þýzka- lands til þess að vinna þar á verk- smiðjum, að endurbótum ýmsra véla, svo sem mótora og bifreiða, er við Bandaríkjamenn væruin sínum landsmönnum fremri í. Hann bauð mér sex mánaða samning, frian ferðakostnað fram og aftur, og laun- in svo há, að yfirsté hugboð mitt. — —Hann gaf mér tveggja daga frest til umhugsunar. Eg hugsaði málið grandgæfi- lega og gat ómögulega annað séð, en hér lægi kostaboð fyrir, og þó eitthvað brigðist, þá voru þetta að eins sex mánuðir. Og endirinn varð sa, að jeg undirskrifaði samningana. Er eg hafði undirskrifað samn- ingana, sagði Mr. Flutz mér að árið- andi væri fyrir mig að hafa með- ferðis skírnar-attesti eða fæðingar- skírteini; kvað hann það afar áríð- andi á Þýzkalandi. Eg hafði aldrei fyrri hugsað um, að afla mér slíkra skirteina, og skrifaði þvi nú heiin til föður míns í Rollingford, N. H., þar sem eg var fæddur fyrir 40 ár- um síðan. Faðir minn náði i hin umbeðnu skírteini og sendi mér til New York, þvi að þar beið skip, sem fara átti til Þýzkalands. Þetta var siðustu dagana í október 1913. Þar voru fyrir 6 aðrir Bandarikja- menn, sem eins og eg voru ráðnir af hinum sama manni til 'sama starfs og eg, og með líkum skilmálum. — Allir höfðu þeir orðið að ná sér i fæðingar-skirteini, og allir fengum við þau Mr. Flutz í hendur, sam- kvæmt beiðni hans, en sáum þau aldrei síðar. Siðar komst eg að vit- neskju um það, að þýzka stjórnin notaði þessi fæðingar-skírteini — handa njósnurum sinum, og gáfu þeir sig út fyrir að vera hinir sömu sem skírteinin hljóðuðu upp á, og fengu ræðismenn Bandaríkjanna til að gefa sér vegabréf sem þeirra þegnum. Þýzkur njósnari, sem gaf sig út fyrir að vera eg, var tekinn fastur á Frakklandi fyrir nokkru síðan. Við tókum okkur far til Þýzka- lands með Kaiser Wilhelm, og lét- um frá New York 2. nóvember. Mr. Flutz hélt okkur rikmannlega; en enginn okkar hafði þá hina minstu liugmynd um, að við værum að ferð- ast á kostnað hinnar þýzku stjórn- ar. Við lentum i Bremen, héldum svo þaðan til Hamborgar og síðan til Berlinar; dvöldum sína tvo dagana í hverri borg, og fór Mr. Flutz með okkur eins og við værum aldavinir hans, — skemti okkur og veitti höfð- inglega, og þegar við komum til Zossen, sem var hinn 16. nóvember, vorum við orðnir ásáttir um það, að ekkert gæti verið unaðsamlegra en vera í þýzkri þjónustu. Það eina, ym skygði á ánægju okkar var það, áð við urðum að mæta á lögreglu- síöðvunum; þar vorum við skoð- aðir likt og fangar, teknar myndir af okkur, mál og nákvæm lýsing, og jafnvel fingramót. Vissum við þá ekki, hvern fjárann þessi tiltekt hafði að þýða, og þótti næsta kyn- leg. En nú er inér það elcki lengur hulið. Þeir njósnarar, sein valdir voru til að bera okkar nöfn, urðu að vera sem líkastir okkur í sjón, að mögulegt var; og hefi eg engan efa á, að sá maður, sem gaf sig út fýrir mig, var svo líkur mér í sjón, að nákomnir mundu hafa átt bágt með að þekkja okkur í sundur. En til þess var leikurinn gjörður af þýzku stjórninni, og að hann var prýðisvel leikinn, munu fáir neita. Við unnuin þessa umsömdu sex mánuði á vélaverksmiðjum í Zos- sen og likaði okkur ágætlega. Viður- gjörningur var hinn bezti; kaup greitt reglulega, og verksmiðjurnar framúrskarandi að öllum útbúnaði, svo unun var að vinna þar. Fjórir okkar héldu samt heim aftur, þegar hinn umsamdi tími var úti; aðeins eg og J. F. Wyman frá New York urðum eftir. Mr. Flutz bauð þeim, sem heim fóru, 20 mörk ($4.00), á dag, ef þeir vildu verða kyrrir aðra sex mánuði; en þeir vildu ekki sinna því; heimþráin mátti sín betur en peningagræðgin. Jafnast 4 dollarar í Zossen við 8 dollara i New York; svo vel var boðið. Við Wyman fengum 30 mörk á dag. Flutz tjáði okkur snemma í april, að hann þyrfti okkar með i annari verksmiðju, sem hann ætti í Wust- ernhassen og fórum við þangað fá- um dögum síðar. Áttum við að gjöra tilraunir á nýrri uppgötvun i sam- bandi við varnir eða hlífar á mót- crvögnum í hernaði. svo gífurlegur, að nær jafnaðarlega yfir 4000 stig á Fahrenheit. Viku eftir að eg hafði tilbúið hinn fyrsta eldvökva, voru 50 verk- smiðjur á Þýzkalandi farnar að gjöra hið sama og loftskipin farin að gjöra tilraunir með þenna vitis- eld. Frá Wittenberg var eg sendur til Krupp verksmiðjanna i Essen. Þar komst eg fyrst að þvi, hver þessi undarlegi Mr. Flutz var í raun og veru. Var hann enginn annar en greifinn von Schnellmann, einn af hæst settu njósnurum hinnar þýzku stjórnar. Var það tilviljun ein, að eg komst að þv, hver hann var. En það skiftir nú minstu. Eg get ekki annað en dáðst að Krupp verksmiðjunum. Þær eru Þessir hervagnar áttu að smiðast sönn fyrirmynd sem hergagna verk- frábrugðnir frá því, sem áður tíðk- aðist. Að utan voru stálplötur, að innan járnplötur, en á milli var mul- ið gler (pulverized glass). — Átti þannig smíðaður vagn að þola kúlna él i bardögum, án þess að saka. Og tilraunir okkar hafa sannreynt það nú i ófriðnum, að mulið gler þannig fyrirkomið, er öruggari hlíf en þris- var sinnum þykkri málmplötur. Við vorum lengi að fást við als kyns tilraunir og smiði á þessum liervögnum, og fundum ekkert at- hugavert við það, og ekki var það heldur að heyra á öðrum. Enginn bjóst við ófriði. Flutz hvatti mig og uppörfaði til að gjöra tilraun eftir tilraun á ýmsu, er bæta mátti flutn- ingstæki, og þó þær tilraunir mis- liepnuðust, þá lét hann sér það i léttu rúmi liggja. “Reyndu aftur og aftur þar til það tekst’’, voru orð hans. Þarna er sá mikli munur á ensk- um og ameríkskum verksmiðjueig- endum og hinum þýzku. Hjá þeim fyrnefndu. er það kostnaðurinn fyrst og fremst og síðast; en hjá Þjóðverjum — að minsta kosti hvað herbúnað snertir — er það árangur- inn fyrst og siðast og ávalt; kostn- aður og fyrirhöfn er ekki talið, sé árangurinn ákjósanlegur. Meðal annars vann eg all-lengi að því, að koma könnunarljósum á her- vagna þessa,. og koma því þannig fyrir, að sama vélin og knúði vagn- inn, framleiddi einnig ljósið, og það eins þótt vagninn stæði kyrr. Einn- ig vann eg að þvi að útbúa sem bezt mótor-lestir, — einn mótor fyrir marga vagna. Var mikið gjört að þeim smiðum. Næst var komið til min með stór- skotabyssu, sem þannig var útbúin, að hlaupið var kælt eftir skot hvert, með oliu; en þeir voru ekki á- nægðir með, hvernig það var gjört, lcváðu aðferðina, sem notuð væri, of tafsama. Vildu að eg byggi til dælu á byssuvagninn, til að dæla olíu i og frá byssunni; en dælan átti að knýjast áfram af sömu mótor- vél og vagninn. Við tilraunir mínar kom það fram, að nauðsyn bar til að nota mjög mikið af oliu og píp- uin, svo að kælingin yrði sem með þyrfti; en rúm það, sem þessi út- búnaður tók, var svo mikið, að mér fanst það næstum ógjörningur, að smiðjur, — mikilfenglegar og tröll- auknar. Eg vann þar í tvo mánuði að smíðum ýmissa drápsvéla, og hélt að þvi búnu aftur til Zossen, og var þar þegar þau miklu tíðindi báru að höndum, að Evrópu friðn- um var slitið og Þýzkaland dró sinn þunga brand úr sliðrum, og otaði drápsvélum sínum i allar áttir, — drápsvélunum, sem sjálfur eg hafði hjálpað til að smíða. Nú áttu þær að sýna til hvers þær dygðu. Þegar fréttirnar af stríðinu fóru að berast, var Pray i vanda stadd- ur. Hann var hlyntur Bretum og bandamönnum þeirra, en andvígur Þjóðverjum, og þá skoðun sína lét hann óspart uppi, og fór jafnvel ó- mildum orðum um keisarann sjálf- an. Fyrir það var hann tekinn fast- ur. Pray þótti í rauninni vænt um það, því hann hélt að nú gæfist sér tækifæri til að komast burtu frá Þýzkalandi og ganga í þjónustu cnsks verksmiðjufélags; hann bjóst sem sé við, að ameríkanski kon- súllinnjinundi blanda sér i sakirnar, er hann fengi að vita að hann vær; í varðhaldi. En Pray varð ekki káp- an úr því klæðinu. Hann var að visu stuttlega yfirheyrður, en að undirlagi von Schnellmanns var hann laus látinn og sagt að fara aft- ur til vinnu sinnar; en gæzla var höfð á honuiii eftir það. í október byrjun — þannig held- ur Pray áfram sögu sinni —, var eg boðaður á fund von Schnellmann, og tjáði hann mér að eg yrði að fara til verksmiðjunnar í Marienfelt og vinna þar fram eftir vetrinum. Eg var ófús á það, og sagði greifanum skýrt og skorinort, að eg vildi helzt liætta að vinna fyrir þýzku stjórn- ina; að hugur minn stefndi til Eng- lands. Greifinn brosti aðeins og svaraði því einu, að ef eg vildi ekki vinna fyrir borgun fyrir hina þýzku stjórn, þá yrði eg látinn gjöra það kauplaust. Eg þverskallaðist samt sem áður, og fór eg heim þangað scm eg bjó, án þess að nokkuð yrði útkljáð. En þegar eg kom þangað, varð eg skjótt þess áskynja, að mér höfðu verið gjörðar þungar búsifj- ar: Allir pappírar mínir voru nii borfnir og sömuleiðis bankabók mín, og innan fárra minútna var eg heiinsóttur af herforingjum, sem koma öllum þessum aukaútbúnaði báðu mig að fylgjast með sér. Vor- fyrir í einum mótorvagni. Eg tjáði j um y*®» e8 °S Wyman, báðir síðan Mr. Flutz þetta; en liann svaraði þvi einu, að sér stæði á sama, hversu ill-mögulegt það væri, svo framar- lcga sem það væri mögulegt, þá yrði það að gjörast, og það varð að vera, sem hann vildi, og það tókst um síðir svo vel mátti við una. Um likt leyti vann eg að þvi að lcoma þvi í framkvæmd, að könnun- arljósið og byssan sjálf gætu unnið samtimis og verið stjórnað með sömu lyftistöng. Það tókst og- var talin mikil umbót. Seint í inaímánuði 1914 vorum við Wyman sendir til W’ittenberg; voru þar einnig fyrirmyndar verk- smiðjur og virtist Flutz vera eig- andi þcirra. Vitanlega eru allar þess- ar verksmiðjur eign hins opinbera; fluttir í fangelsi, þar sem fyrir voru 1400 herteknir rússneskir fyrirlið- ar. Þar vorum við i haldi til þess 14. nóvember. Þá var eg tekinn þaðan og skilinn frá Wyman. Hvað af hon- um hefir orðið, hefi eg enga hug- inynd um; ef honum hefir ekki tckist að komast undan, eru allar likur til að hann sé dauður. Eftir þetta var eg á stöðugu far- aldri úr einu fangelsi í annað; var í fangelsum i Berlin Wittenberg, Dantzig, Strassburg, Marienfelt og Rottenberg; en þaðan tólcst mér um siðir að sleppa þann 18. mai sl. Eftir mikla örðugleika komst hann yfir landamærin til Sviss. Þar dvaldi hann um hríð; en illa varð honum til vinnu, því mönnum þótti cn eg efast mikillega um, að ibúar j hann tortryggilegur. Klæddur tötr- þeirra staða, sem þær eru í, viti Um og vegabréfslaus ferðaðist hann að svo er, og verkamennirnir ekki því fótgangandi bæja á milli og gát stundum leynst í flutningsvögnum. Um siðir komst hann inn á Frakk- heldur í Wittenberg kyntist eg floteldin- um. Flutz kom til mín dag einn og spurði mig, hvort eg kynni að búa til thermite. Eg játti því. Við brúkum hann i Bandaríkjnum, þegar málrn- ur er soðinn saman og óvenjulega mikill hiti er nauðsynlegur. Mér tókst að gjöra þennan eld-vökva og síðan að búa til dósir, sem gátu haldið honum. Flutz sagði mér að nota ætti þenn- an eld-vökva til þess að breyta vatni í gufu með meiri hraða en orðið gæti með vanalegu móti; en næsta ólíkleg fanst mér sú saga hans, þó ekki grunaði mig þá hið sanna, þvi að breyta vatni í gufu á þennan hátt væri ærið kostnaðarsamt. En sannleikans varð eg um siðir meðvitandi: Eg hafði í grann- leysi verið hafður til að búa til það djöfullegasta drápstól, sem hugsast getur. Þessi floteldur er sem sé það helzta, sem loftskipin þýzku brúka til dráps og eyðileggingar. Þau þeyta þessum drápsdósum yfir bæi og borgir og kveikja i húsum og drepa hvert mannsbarn, sem slettu fær af eldvökva þessum. Hitinn er land og þá fór að greiðast úr fyrir honum; en markmið hans var Lon- don og jiangað náði liann um síðir eftir sex vikna flakk. í London brosti hamingjusólin við honum að nýju: Hann komst fljótlega á framfæri við brezku j stjórnina, og nú hefir hann hærri j laun, en hann nokkru sinni hafði j gjört sér i hugarlund. Það er ekki að undra að Charles Bertwood Pray hefir verið kallaður fyrir uppfyndinganefnd hermála- ráðsins, sein er undir forustu Fish- ers lávarðar, og þar kynst Sir Hif- am Maxim og öðrum frægum vis- indamönnum, sem skipa þá nefnd, og þar orðið að leysa frá skjóðunni og segja frá því, hvernig Þjóðverjar búa til drápsvélar sinar. Hvöt. Girnstu hregsti, frama og frækni, föOurlandiO kallar þig. Sýndu þína sonar-rækni. Sár eru mörg og þörf á lækni. Með innstæði í banka geturðu kepyt með vildarverði. Þú veist að hvað eina er dýrara verðurðu að kaupa í lán—Hversveg- na ekki að temja sér sjálfsafneitun um tíma ef nauðsyn ber til, má opna spari- sjóðsreikning við Union Banka Canada, og með peninga í höndum má kaupa með peningaverði. Sá afsláttur hjálpar til að auka bankainnstæðu þína, og þú hefir gert góða byrjun 1 áttina til frjálslegs sjálfstæðis. OF CANADA L0GAN AVE. OG SARGENT AVE., ÚTIB0 A. A. Walcot, bankastjóri Kendur arfi Canada komdu i þarfir \andvarna. Vindu starfa vikinga, vanda i djarfur styrjalda. Sjálfs af vild i hlauptu her, huga fyldur treystu þér. Helga skyldu á heröum ber hver sem gildur drengur er. Hnyklist brá og þrútni af þrá; þrekið má ei falla i dá. Sízt við tjáir styrjar stjá standa hjá og glápa á. HetjumóÖ i hvers eins sjóö hertu, bróöir, vals á slóö, — þó falli þjóð á Frakka lóð, og fossi blóð þar heljan vóð. Húnar makleg hreppi gjöld, þó hristi nakið sverð og skjöld. Hrólfs- mun -Kraka kappa fjöld koma á bak við þeirra tjöld. Ærnra saka greiðið gjöld, grimdin vaki fram á kvöld; sár þó flaki sundur öld sverðið nakið rjúfi skjöld. Ota flein við unda-hregg inn í leyni hvar býr negg; Alerðu bein og brjóttu legg. Bind ei skeinu nokkrum segg. Drag úr skeiðum fægðan fal, féndur sneið í þykkan val. Hann í neyð sitt hjarta fal. Honum leiðir vísa skal. Hver vill hlíf fyrir hauðrið sitt, hjörvadrifan verði stytt. Verðu líf og landið þitt, lýðinn, víf og húsið mitt! J. G. G. Sextíu manns geta fengið aðgang að læra rakaraiðn undir eins. TÖ þess að verða fullnuma þarf aðeins 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgað meðan verið er að læra. Nemendur fá staði að enduðu námi fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfum hundruð af stöðum þar sem þér getið byrjað á eigin reikning. Eftir- spurn eftir rökurum er æfinlega mikil. Til þess að verða góður rak- ari verðið þér að skrifast út frá Alþjóða rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEGE. Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St., Winnieg. Islenzkur ráðsmaður hér. NÝ VERKST0FA Vér erum nú færir um að taka á móti öllum fatnaði frá yður til að hreinsa fötin þín án þess að væta þau fyrir lágt verð: Suits Steamed and Pressed 50c Pants Steamed and Pressed 25c Suits Dry Cleaned..$2.00 Pants Dry Cleaned....50c Fáið yður verðlista vorn á öllum aðgjörðum skófatnaðar. Empress Laundry Co.Ltd. Phone St. John S00 COR. AIKENS AND DUFFERIN THORSTEÍNSSON BROS. Byggja hús. Selja lótSir. Útvega lán og eldsábyrgóir. Phone Maln 2992 Room 815-17 Somerset Block Talstml Maln 5302 Dr. J. G. SNÆDAL TANNLÆKNIR Suite 313 Enderton Block Cor. Portage Ave. og Hargrave St. J. J. BILDFELL FASTEIGXASALiI. Unton Itank r»th. Floor \o. 520 Selur hús og lóóir, og annat5 þar at5 lútandi. Útvegar peningalán o.fl. Phone Maln 20S5. E. J. SKJÖLD DISPENSING CIIKMIST Cor. Simcoe and Wellington Sts. Phone Garry 4368 WIWIPEG PAUL BJARNASON FASTEIGXASALI. Selur elds, lífs, og slysaábyrg1® og útvegar peningalán. WYNYARD, SASK. Vér höfum fullar bir»cölr hrniun-tu iyfja og meöala, KomiÖ meö lyfsoöla yöar hi.ng- að vór gerum meóuiin nAkvæmle«a eftir AvlsaD lmknisins. Vér siuuum utausveita pönnunni oir selium giftiuiraloyfi, COLCLEUGH & CO. V»*rre Damr Ave. «i Sherhrooke 9t- Phone Garrv 2G90—2693 J. J. Swanson H. G. Hinriksson J. J. SWANSON & CO. FASTEIGNASAUAR OG lienlnKn miblar. Talsími Main 2597 Cor. Portage and Garry, Winnipeg LÍNASTA SKÓVIÐGERÐ. Mjög fín skó viögeró á meóan þú bíbur. Karlmanna skór hálf botn- at5ir (saumat5) 15 mínútur, gútta- bergs hælar (don’t slip) eba lebur, 2 mínútur. STEWART, 193 I’aclfic Ave. Fyrsta búb fyrir austan aóal- stræti. Graham, Hannesson & McTavish LÖGFR/EÐINGAR. 907—908 Confederatlon Llfe Bldgr. Fhone Maln 8142 WINNIPEO SHAW’S Stærsta og elsta brúkabra fata- sölubúbin í Vestur Canada. 479 Notre Dame Avenue Arnl Anderson E. P. Garland GARLAND& ANDERSON LÖGFRÆÐINGAR. Phone Maln 1561 801 Electric Railway Chambers. GISLI GOODMAN TINSMIDUR St. Og Verkstæbi:—Horni Toronto Notre Dame Ave. Phone Garry 29S8 Helmllla Garry 899 Dr. G. J. GISLASON Physlclan and Snrareon Athygll veltt Augna, Eyrna og: Kverka Sjúkdðmum. Asamt lnnvortls sjúkdómum og upp- skurtll. 18 Sonth 3rd St., Grand Forka, N.D. A. S. BARDAL selur líkklstur oe annast um útfarlr. \llur útbúnahur sá. bestl. Ennfrem- ur selur hann allskonar mtnnlsvartla og legsteina. 813 Sherbrooke Street. Phone Garry 2162 WINNIPEQ. Dr. J. STEFÁNSSON 401 BOYD BUILDING Hornl Portage Ave. og Edmonton Bt. Stundar elngöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er aö hltta fr& kl. 10 tll 12 f.h. og kl. í til S o.h. Talatml Maln 4742 Helmlll: 106 Olivla St. Tals. G. »11 MARKET HOTEL 146 Princess 8t. & mótl markatllnum Bestu vlnföng vindlar og aöhlyn- tng gótS. Islenzkur veltlngamatS- ur N. Halldorsson, leltSbelnlr Is- lendingum. P. O’CONNEL, elarandl WINNIPBG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.