Heimskringla - 11.11.1915, Síða 4

Heimskringla - 11.11.1915, Síða 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. NÓVEMBER, 1915 HEIMSKKINGLA. (StofnuS 1SS6) Kemur út á hverjum fimtuðegl. ÍTtgefendur og eigendur: THE VIKIPÍG PRESS, LTD. VerB blaíslns i Canada og Bandarikjunum $2.00 um áriti (fyrirfram horgats). Sent til íslands $2.00 (fyrirfrara borgaS). Allar borganir sendist ráCsmanni blaSsins. Póst etia banka ávís- anlr stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, Ráósmaóur. Skrlfstofa: 72» SHEKBROOKE STREET, WISNIPEG. P. O. Box 3171 Talsiml Garry 4110 Landbúnaður og sveitalíf. Vér vonum, að lesendur Heims- kringlu hafi tekið eftir stefnu þeirri hinni nýju, sem blaðið hefir haft og er að fullkomna meira og meira, — en það eru búfræðis- og menningar- greinar hinna ungu, uppvaxandi mentamanna vorra. Það eru þeir: Stefán A. Bjnrnason, B.A., B.S.A.; S. J. Sigfússon, B.S.A., og H. F. Dan- íelson, B.S.A. Þeir hafa aliir skrif- að ágætar greinar um hin og önnur mál, sem bændur varða. Og þetta eru alt sérfræðingar, sem vita, hvað þeir tala um. En nú á seinustu árunum eru menn farnir að sjá það betur og bctur, hvað feykilega það er áriö- andi, að veita alþýðunni hina nýj- ustu og beztu fræðslu, sem hægt er að fá. Ef að vér álítuin það gott og gagnlegt, að ganga á skóla, að nng- ir menn og konur verji heztu árum æfi sinnar til að fara í gegnum Col- lege og University, til þess að fá að vita meira en þeir vissu áður, — hví skyldi það þá ekki vera gagnlegt og nauðsynlegt fyrir alla alþýðu manna að fá kost á, að læra að þekkja meira eða minna, eða sem mest af því, sem í háskólum er kent? Þetta eru menn farnir að sjá fyrir nokkru, og hér og hvar, til dæmis uin Bandarík- in, eru háskólarnir farnir að berjast fyrir því, að reyna að koma há- skólafræðslunni út meðal ahnenn- ings, og kallast það “University Ex- tension”. Háskólarnir senda prófess- ora og fullnuma stúdenta út um alt landið til þess að flytja fyrirlestn um öll helztu áhugamál bændanna, og svara öllum þeim spurningum, sem fyrir þá eru lagðar og gefa all- ar þær upplýsingar sem þeir eru um beðnir. Þegar vér vornun syðra seinast, þá söfnuðust allir hændur og konur úr nágrenninu saman.til að hlusta á fyrirlestra þessa. Þetta er nú það, sem hinir ungu framsóknar- og mentamenn vorir cru nú að gjöra. Þeir hafa part af blaðinu að rita í; þeir eru sérfræð- ingar (experts), og er því óhætt að byggja á því, sem þeir segja. Þeir liafa allir brennandi áhuga á því, eð fræða úienn og láta sem mest og hezt af sér leiða. Þeir eru að flytja reynslu sérfræðinganna og þekk- ingu háskólamannanna út um bygðir til alþýðumannanna. Hér er því eng- in spurning urn anað en að ná sem mestu af þessari reynslu og þessari þekkingu, sem þeir hafa á boðstól- um, og sem þeir eru svo fúsir og viljugir að láta i té. Bændurnir og konur þeirra og hin uppvaxandi kynslóð geta ekki staðið sig við, að tapa neinu af því, sem þeir segja eða rita. Þér þurfið, vinir, að ná því öllu saman. Það kemur smátt og smátt en jafnt og stöðugt. Lítið eftir greinunum, vinir góðir. Yfir allan hnöttin. Ilart smýgur kúlan i gegnum loft- ið; langt fara skeytin úr Krúpp- byssunum stóru, eða hinum stóru fallbyssum Breta og landvarnarbyss- um Bandarikjanna, 25 til 35 milur; — en músaspor eru það í saman- hurði við mannsröddina, er hún smýgur um loftið og gegnum sjálf- an jarðarhnöttinn, send af hinum Jjráðlausu telefón-tækjum. Ilún eins og leitar að stað þeim, þar sem móti henni verði tekið, svo að hún geti látið heyra hljóminn mannsraddar- innar; sömu orðin, sama málfærið, sama hljóðið, svo að þú þekkir hin- ar óendanlegu tilbreytingar manns- raddarinnar, og veizt undir eins, hvort það er vinur þinn eða einhver annar, sem talar við J)ig, eins og væri liann í fárra feta fjarlægð. Kapteinn Bullard í Bandarikjun- um talaði í seinustu viku frá Arl- ington í Virginiu við Eiffelturninn i París; og gat hann Jiess, að brátt kæmi sá dagur, að flotamálaráðgjafi Bandaríkjanna gæti setið á skrif- stofu sinni og sent skipanir sinar til herskipa Bandaríkjanna, hvar sem þau væru á hnettinum. Eins ættum vér íslendingar, að geta sent röddu vora gegnum hnött- inn og talað við vini vora á íslandi, i Danmörku, í Asíu, Afriku eða Ástr- alíu, — ef að vér að eins hefðum tækin til þess og þeir önnur til að hlusta eftir því, sem vér segjurn. Takið ráð í tíma. í grein Jieirri, eftir Mr. Trumbull, Bandaríkjunum, sein prentuð er hér í blaðinu, sjáum vér hvað hinir allra merkustu Bandaríkjamenn hugsa um straum hinna útlendu þjóða inn i landið og veru þeirra þar. En ef að ])örf er á aðgæzlu og að- gjörðum í þessum málum i Banda- ríkjunum, J)á er það engu siður hér i Kanada, og J)að því fremur, sem straumurinn í rauninni er harðari hér, þar eð hér eru færri fyrir af ínnlendum enskum mönnum eða gömlum innflytjendum, sem nú eru orðnir sem frumbyggjar landsins. Þess vegna getur straumur innflytj- endanna yfirgnæft og fengið yfir- hönd á stöku stöðum yfir íbúum iandsins. En við því'er miklu síður hætt í Bandaríkjunum. Vér megum því sannarlega taka oss þetta til íhugunar. Það er ekki alténd gott að sofa af sér morgun- störfin og þar eð tungumálið er hinn sterkasti sambandsliður í landi lrverju, þá þurfa menn að líta eftir því, engu síður hér en annarsstaðar. Til “Þjóðviljans” Það gleður oss, að Þjóðviljinn hefir tekið eftir því, er vér sögðum um ummæli hans um hluttöku Kan- ada í nauðum Breta. Vér ætluð- umst til þess. Og vér viljum bæta því við, að vér þurfum ekki og vilj- um ekki sækja menn út á Island til að hvetja oss til landráða eða að bregðast landinu og Jijóðinni, sem bezt hefir farið með oss. Og vér ætlum það heppilegast fyrir Þjóð- viljann, að tala sem minst um það mál, sem hann þekkir ekki til, eða sem hann, fyrir sína siðferðislegu byggingu getur ekki skilið. En sé það í huga Þjóðviljans, að halda fram málstað Þjóðverja, hin- um materialistisku siðferðiskenn- ingum Jieirra með hermanna og junkara-valdinu; þá eru slíkar vörur ekki gjaldgengar hér; þær eru illa þokkaðar og verða það fyrst um sinn. Þjóðræknissjóðurinn. (Patriotic Fund). Manitoba hefir lagt inest allra fylkjanna til Þjóðræknissjóðsins ár- ið sem leið. Alls lagði fylkið í þann sjóð $750,000, eða Sl.42 á mann. En taki maður alt Canadaveldi, J)á verð- ur tillagið til sjóðsins ekki nema 70 cents á mann. Og hefir Jjví Mani- toba lagt helmingi meira en hin fylk- in eftir höfðatölu. Sjófvlkin austur frá lögðu frain 30 cents á mann; Quebec 30 cents; Ontario 08 cents; Saskatchewan 40 cents; Alberta 48 cents, og Britisli Columbia 78 cents 'ú hvert höfuð. Alls voru framlögin í Canada $5,350,000; og var það heldur lítið fyrir þarfirnar. Næsta ár er búist við, að til sjóðsins þurfi $7,500,000, eða nálægt því $1.00 á hvert höfuð. Iin ef að hin önnur fylki hækkuðu framlög sín upp í einn dollar næsta ár og Manitoba fylki legði líkt fram og þetta ár, Jiá myndi sjóður þessi fyllast og hafa afgang nokkurn. Manitoba menn geta því verið á- nægðir með sjálfa sig; þó að fylkið’ sé ungt, þá eru þeir þarna efstir á blaði fyrir þetta liðna ár. Og svo ber þess að gæta, að Jietta eru ekki hin einu framlög þeirra, tillögin til Þjóðræknissjóðsins. Þeir hafa líka iagt rausnarlega fram fé til Rauða- kross sjóðsins og annara hjálpar- sjóða. Má því segja, að þarna séu þeir i fararbroddi. Þökk sé Manitoba! Ræða Asquiths stjórnar- formanns. Stjórnarformaðurinn gat þess i byrjun ræðu sinnar, að hann væri fyllilega sannfærður um, að Banda- menn myndu vinna sigur í stríði þessu, — algjörðan sigur, hvort sem Jiað tæki langan eða skamman tíma. En menn yrðu að vera þolinmóðir og staðfastir; menn mættu ekki æðrast þó að eitthvað syrti í lofti; það væri æfinlega svo, þegar stríð væru. En menn yrðu að taka því með hugrekki og staðfestu. Hann sagði, að stjórnin hefði cngu að leyna. Og hann skýrði frá, hvernig ástandið væri. Gat hann l)ess, að í ágústmánuði fyrir ári síð- an hefðu þeir að eins haft 6 sveitir (divisions) af fótgönguliði og af riddaraliði til að senda Frökkum til hjálpar. Iin nú hefði French hers- höfðingi getið þess í hinum sein- ustu skýrslum að hann hefði undir stjórn sinni á vígvellinum eina mil- lión manna. (Bretar halda nú 60 mílna spildu þarna í F’landern). Og við þessa millíón manna má bæta öllu liðinu í Hellusundum, í Egypta- landi, við Tígrisfljót; öllu setulið- inu í borgum og kastölum um allan lieim og öllu varaliði, og því, sem enn væri við æfingar. En af vel skilj- anlegum ástæðum vildi hann ekki gefa ákveðnar tölur. Asquith er nú orðinn heill heilsu aftur og búinn að flytja ræðu þá, sem sagt var að hann ætlaði, á J)ingi Breta. f ræðu þeirri þótti stjórnarformaðurinn koma svo vel fram, að hann hefir hrundið öllum ámælum J)eirra, sem voru að bera ásakanir á stjórnina. Hann tekur fúslega upp á sinar herðar alla á- byrgð fyrir glappaskotin, sem menn voru að ásaka stjórnina fyrir út af Hellusundunum. Og nú hverfur ým- islegt það sem áður þótti óhæfa ein. Þegar skýringarnar komu, þá varð annaðhvort Htið úr því eða J)að hvarf með öllu. Og þeir, sem mest höfðu þanið sig á móti stjórninni, höfðu nú ekkert að segja. Það var sagt, að Bonar Law hefði ætlað að segja af sér ráðgjafastöðunni: en eftir ræðu Asquiths lýsir hanri Jivi yfir, að hann sé alveg hættur við það. Kæða hans er löng nokkuð og tök- um vér að eins útdrátt úr henrii. Hann lofaði mjög tillög Inda og Ganadamanna; Ástralíumanna. Suð- ur-Aríku búa og Nýfundnalands, Ceylon og eyjanna í Kyrrahafinu. Allir hefðu sent menn,— allir hefðu komið að hjálpa Bretum. — Hálfa millíón manna sagði hann að Bretar hefðu þurft að flytja á sjó, lengri og skemri veg; tvær og hálfa inillión tonna af vopnum og vistum og 800,- 000 hesta og múlasna. En 320,000 særða menn hefðu þeir orðið að flytja heim aftur. Manntjón J>að, sem Bretar hefðu beðið, væri mikið; en þó væri það að eins einn tíundi af 1 prósent af mönnum þeim, sem til striðs hefðu farið. F2n hvað flotann snerti, þá sagði hann að starf hans vwri svo framúrskarandi, að aldrei í sögunni hefðu nokkur dæmi fundist til ann- ars eins. Það bæri ekkert á þeim, herinönnunum á flotanum; enginn hefði heyrt neitt um afreksverk þeirra; enginn eða fáir vissu, að þeir væru að gjöra nokkuð að gagni. En þeir væru samt sivakandi nótt og dag; einlægt á ferðinni, einlægt i háska. Þeir væru búnir að sópa öll heimsins höf, svo að nú væri hvergi skúta eða snekkja óvinanna á rúin- sjó úti. Hinn mikli floti óvinanna væri undir Jásum sterkum í höfnum inn"i og þyrði ekki að koma út; en neðansjávarbáta Þjóðverja yrði nú litið getið héðan af. Á Rússa mintist hann með lofi niiklu. Kvað þá vera hina ágætustu hermenn, hugrakka, þrautseiga og ötula, og hann treysti því, að bráð- lega kæmi sá tími, að þeir hryndu Þýzkum af höndum sér og hrektu þá inn í Þýzkaland aftur. Á herferðina upp af Persaflóa, ireðfram Euphrates og Tígris fljót- um, mintist hann og sagði að þar hefði þurft að sigrast á ósegjanleg- um erfiðleikum. En nú væri lið Breta komið nálægt Bagdad, borg- inni miklu, sem vér þekkjum úr þús- und og einni nótt. Og einlægt færu Bretar þar sigri hrósandi. Svo gat hann um herferðina til Hellusunda, sein heimasæturnar hefðu ásakað Churchill svo þung- lega fyrir. Frá þeirri stundu, er Tyrkland gekk í stríðið, var Bretum ómögu- legt að binda stríðið við F'rakkland og Belgíu. Tyrkir voru þess albún- ir, að fara á stað með 2 millíónir manna. Þeir héngu sem þrumuský yfir Egyptalandi og hefði þeim orð- ið nokkuð ágengt, þá hefðu þeir af stað komið “heilögu stríði’’: nefnil. að drepa alla kristna menn, hvar sem þeir næðu til þeirra, en hrinda öllum hvitum mönnum úr löndunum í Asíu og Afríku. Og þá var allur Balkanskaginn orðinn að eldhafi cinu. Það hefði undir eins komið til umræðu, að ráðast á Hellusund á ,>jó, og allir færustu sjóliðsforingjar og siglingamenn hefðu verið spurð- ir til ráða. Niðurstaðan hefði orðið sú, að reyna þetta. Það myndi stöðva Tyrkja og fá þeim nóg að gjöra; og Rússa vegna var nauðsyn á Jiessu, ef hægt væri að opna sund- ið og senda þeim vopn og skotfæri. Svo var farið á stað og fór flotinn lrægt og gætilega fyrst; en brátt sást liað, að ómögulegt væri að gjöra neitt, nema landher væri líka. En þarna á tanganum hefðu verið 200—300 þúsundir Tyrkja til varnar, og fjallvígið Achi Baba væri líklega hið sterkasta vígi i heimi. En ef að Jieir hefðu unnið sundið og kastal- ana, þá hefði hagnaðurinn verið al- veg ómetanlegur. En sem stæði hefðu neðansjávarbátar Breta farið um sundin, — skriðið með botni og inn í Marmarahaf, og J)eir væru nú búnir að sökkva tveimur stórum brynskipum, fimm smærri, 8 flutn- irigsskipum með hermönnum, og 197 flutningsskipum Tyrkja með vopn- um og vistum. Ef að þeir hefðu ekki verið þarna á skaganum og við sundin, þá gæti enginn sagt, hvernig farið hefði á Egyptalandi og í Kákasus. Tyrkir liefðu kanske verið búnir að taka Kákasuslöndin og komnir inn þaðan í Rússland að sunnan, og kanske allar Balkanjijóð- irnar komnar með Vilhjálmi. Hann sagði, að það væri alt ann- að en gott að eiga við Balkanþjóð- irnar. Þier væru þarna fjórar og hver vildi skara eld að sinni kiiku; hver vildi hafa sem mest af löndum og eignum annarar, og þar þyrfti einlægt að ráðgast við fjórar stjórn- ir. Hann sagði, að Bre-tum væri öðrnvísi varið en öðrum þjóðum. Þeir vildu ekki svifta bandamenn sína eignum J)eirra eins og Þjóðverj- ar og fá þær öðrum í hendur. Þeir kynnu ekki við og ætluðu sér aldrei að svíkja orð sín og eiða, eins og Grikkir breyttu við Serba, og þegar Búlgarar fóru að kalla saman lið sitt núna 21. sept., J)á hefði Venizelos stjórnarformaður Grikkja skrifað Frökkum og Bretum og beðið J)á um liðsstyrk, 150,000 inanna, og fullviss- að þá um samtimis, að Grikkir myndu kalla saman alt sitt lið og ganga í stríðið með þeim. Samt hefði Venizelos ekki getað samþykt, að ])eir lentu i Salonichi fyrri en 6. október. En 4. október hefði hann lýst því yfir á þingi Grikkja, að Grikkir yrðu að halda eiða sína við Serba og berjast með Jieim. Fin J)á stökk konungur Grikkja heim og rauk á Venizelos, og lauk þvi svo, að Venizelos varð að fara. Afleiðing- in af því varð sú, að Serbía varð ein að taka á móti áhlaupi Þjóðverja og Austurrikismanan og Búlgara. Vér, Bretar og Rússar og F'rakkar, gátum ekki þolað að Serbar yrðu troðnir undir fótum og slitnir sund- ur af óvinum þessum, sem með ill- mensku og svikum hafa beitt þá fjessum brögðum. En nú hafa aðal- foringjar og æðstu menn Frakka og Breta verið í samráðum um þetta, og hinn frægi yfirforingi Frakka hefir sjálfur komið hingað, og það gleður mig að geta sagt, að vér erum allir eins hugar, bæði hvað vér skul- um gjöra og hvernig vér skulum haga því. F7g má ekki segja meira. En Serbía má treysta því, að vér skulum aldrei líða að aðrar þjóðir brjóti hana undir sig; það skal vera eitt aðal augnamið vor allra, að Serbía verði frjáls og óháð, þegar stríði þessu er lokið. —- — Það má segja, að aldrei hafa Bandainenn verið jafn einhuga og einbeittir, að spara nú ekkert og lialda áfram að berjast, þangað til fullkominn sigur er unninn, eins og einmitt nú, — hvort sem það tekur langan eða skannnan tíma. ÞORVALDUR PALMASON. (F'yrir hönd G. S.). Þér var gefið æskuþrek og þor, eg þarf nú eigi kostum þeim að lýsa. A eftir vctri aftur ketnur vor, þá önduð blám úr diifti sinu rísa. Þá kaldur gustur svífur yfir sand, þitt svipleyt hvarf er mér í fersku minni. Þig hylur, vinur, ennþa báruband oy boði rís á grafhvelfingu þinni. A. E. tsfeld. Members of the Commercial Educators’ Association E. J. O’Sullivan, M- A. Pres. Stærsti verzlunarskóli í Canada. Býr fólk undir einkaskrifara stöðu, kennir bókhald, hrað- ritun, vélritun og að selja vörur Fékk hæstu verðlaun á heimssýningunni. Einstaklingskensla. Gestir velkomnir, eink- um kennarar. öllum nemendum sem það eiga skilið, hjálpað til að fá atvinnu. Skrifið, komið eða fónið Main 45 eftir ókeyiiis verðlista með myndum. THE WINNIPEG BUSINESS COLLEGE 222 Portage Ave...Cor. Fort Street. Enginn kandídat atvinnulaus. “Jón Skruðningur”. Jón Skruðningur er alþektur hér í Reykjavík. Nafnið hefir hann fengið af því, að hann fær stundum svo afskaplegar innantökur, að hann fær ekki af borið og fylgja þeim garnagaul sem heyrast langar leiðir. Nú nýlega hefir hann fengið eitt flogið og segir hann, að stefnuskrár þær, sem birtar hafa verið í blöðun- um hafi valdið og sendi Vísi í gær stefnuskrár þessar. Þar í er þetta: Vér viljum spyrna, og vinna móti vargaskap lýðsins, ragni’ og blóti, og gefa’ út skikkanlegt skammablað Væntum vér þess, að einn og allir orðhákar lands í skensi snjallir skammist til þess að skrifa’ í það. Vísir. Kvæði flutt á fjörutíu ára afmælishátíð Nýja Islands. / ______________ i. Formannsvísur. (Minni Capt. Sigtryggs Jónassonar). Fjarað hafa fjörutíu árin Fyrstu, af bezta landi vestra — Sjór, er var áður sigldur fari, Siginn út og í djúpið hniginn. Fortnaður snjult og frægri öllum Féri heilu kominn úr veri, lteri þar uns þornaði sjórinn, Þannig strandaði hann á landi. Engu tupað, en öllu skipað Upp, hefir kappinn og þakkað happið; Allra fyrstur út á vastir Utar flestum sótti hlulinn. Kjörviður er í knerri dýrum Kyljum jafnt sem þoldi bylji. , Verður sá með súðir ófúnar Settur i naust á fimbulhausti. Fœrri hásetar hafa kurrað Hér um borð, þó hann kæmi á norðan, Hetdur en þar sem stóð við stýrið Stjóri annar að skipa og banna. Bróðnrorði og anda, firðar Allir jafnir frá skut að stafni Héldn stefnu, striddn við öldur, Storminn þoldu, er öðrum hvolfdi. Atlir fá jafnt af afla hollum Ungir, fornir og menn óbornir. Þeim að gildi þúsundfaldast Þessi arfur og laun fyrir starfið. Iilægir mig að hérnamegin Hafsins áta, þjóðar sálir Fituia eins þegar aldir renna Arðinn góða af þessum róðri. II. Nýja fsland. Bygðin ertu mesta, Hin beztu Og stærsta. Bygðin ertu helzta Hin elsta Og kærsta. Fegurst áttu kvœði Og fræði Og hljóma, Fuglasöngvabólið Og skjólið Þíns blóma. Skógarljóðin hljóma Og óma IJm engi, IJndir leika vogar Sem bogar Við strcngi. Haddir náttúrunnar, Oss kunnar Og kærar, Kveða ekki viðar Eins þýðar Og skærar. Tungu vorrar griðland, Þú friðland Hins forna Fjársjóðs vors i bögu Og sögu * Þess horfna. Móðir þeirra svanna Og manna, Sem ganga Mentaveginn hraðast Og glaðast llinn stranga. Talið er þig saki Af akri Að áttu öðrum bygðum smærra, En hærra Samt máttu | 1' Stefna, hvar sem fer þú, Langt ber þú Af bygðum Beztu móður líkust Og ríkust Að trygðum. fíauna þinna þætti Hér ætti Að inna, Eldtendrandi þræði I kvæði Hér finna. — Birtir yfir lundi Og sundi Ef sortinn Sólar bogaskotum Og sprotum Er snortinn. Rækt við þig það glæddi Og fræddi Um framför Feðra vorra, bræðra Og mæðra Á samför Frarp til betri daga, Því Saga Það sannar Sjálf, að ógreið leiðin Og neyðin Oss mannar. IIug minn tengir trygðin, Þér bygðin Mín bjarla, fíezt hefirðu lýst mér Mér þrýst þér að hjarla. Sá, sem vikur frá þér En hjá þér Er hálfur Heim til sin ei ratar Og glatar Sér sjálfur. Gutt. J. tíuttormsson. t»»»»»»»»^»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦▼ ♦»♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦»

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.