Heimskringla - 18.11.1915, Blaðsíða 4
BLS. 4
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 18. NÓVEMBER 1915.
HEIMSKEINGLA.
(StofnuTS 1886)
Kemur út á hverjum fimtudegi.
Útgefendur og eigendur:
THE VIKING PRESS, LTD.
VerTS blaíisins í Canada og Bandaríkjunum $2.00 um árlt5 (fyrirfram
borgab). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgab).
Allar borganir sendist rábsmanni blabsins. Póst eba banka ávís-
anlr stýlist til The Viking Press, Ltd.
M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, RáÓsmabur.
Skrifstofa:
729 SIIERBROOKE STREET, WINMI'EG.
P. O. Box 3171 TalHlmi Garry 4110
Members of the Commercial Educators’ Association
Stœrsti verzlunarskóli í Canada. Býr fólk
undir einkaskrifara stöðu, kennir bókhald, hrað-
ritun, vélritun og að selja vörur
Fékk hæstu verölaun á heimssýning-unni.
Einstaklingskensla. Gestir velkomnir, eink-
um kennarar. öllum nemendum sem það eiga
skilið, hjálpað til að fá atvinnu. Skrifið, komið
eða fónið Main 45 cftir ókeypis verðlista með
myndum.
THE WINNIPEG BUSINESS COLLEGE
222 Portage Ave...Cor. Fort Street.
Enginn kandídat atvinnulaus.
Alþjóíarétturinn
einskisvirði.
Einn af lærdómum stríðsins er
sá, að alþjóðarétturinn er nú orðinn
einskisvirði. Þessi réttur, sem þjóð-
irnar eftir margra alda tilraunir
hafa komið sér saman um að halda
og bygðar eru á venjum, sem meira
eða minna eru orðnar að hefð og
seinni tima menn hafa verið að
reyna að gjöra sem mannúðleg-
astar, og stjórnir landanna hafa
samið um þetta lög og staðfest með
eiðfestum undirskriftum. En nú er
alt farið, — öllu þessu er fleygt á
sorphauginn.
Þessi alþjóðaréttur er eitt hið
fegursta blóm menningarinnar; en
nú er það slitið upp og tætt í sundur.
Margar aldir tók það, að fá það tii
að vaxa.
Menningin er bankarot, — gjald-
þrota, á betra máli. Löggjöf sú og
reglur, sem þjóðirnar höfðu komið
sér saman um í innbyrðis viðskift-
um og á hernaðartimum, — það er
liú alt einskisvirði; eiðarnir, samn-
ingarnir og samþyktirnar eru rifn-
ar i sundur, sem ónýtar bréfadrusl-
ur, og hinar háleitu grundvallar-
setningar eru skoðaðar sem mark-
liuisir draumórar fáráðlinga.
Og þá var alþjóðarétturinn í vax-
andi áliti; en það, sem hélt honum
uppi, var aflið og vaidið. Menn
báru virðingu fyrir honuin; lög-
regla eða hervaid jijóðanna stóð á
bak við hann, reiðubúið til þess að
hegna þeim, sem brytu, og þurfti þá
vald jietta að vera svo öflugt, að af-
brotamennirnir bæru ótta fyrir því.
Alþjóðarétturinn var sem hvert
annað lögmál eða lagaboð. Á bak
vð hann þurftu vopnaðir hermenn
cð standa með exina reidda um öxl
til að hegna þeiin, sem brytu. En
væru glæpamennirnir aflmeiri, en
gæzlumenn laganna, eða brytu þeir
sjálfir, sem lögunum áttu uppi að
halda, þá voru lögin ónýt, enda duga
þá engin lög — hafa aldrei dugað
siðan heimurinn bygðist.
Þeir, sem byrjuðu að brjóta, voru
Þjóðverjar; þeir voru búnir að ætla
sér að brjóta jiessi lög öll — í 50 ár
eða ineira. Vér munum eftir þvi, er
Bismarck gamli sagði á þingi Prússa
1865, þegar þeir voru nýbúnir að ,
taka Slésvík. og Holstein af Dönum.
Hann var þá að lesa upp samninga,
sem gjörðir höfðu verið i Prag 1855
eftir Krímstríðið; þar komu her-
-togadæmin til greina, því að þá lof-
uðu allar hinar helztu þjóðirnar í
Evrópu, og jiar á meðal Þjóðverjar,
Erakkar og Bretar og Rússar, að
Danir skyldu óáreittir fá að halda
Slésvík og Holstein til ævarandi
tiðar. Og að lokum rituðu fulltrúar
þjóðanna undir nöfn sín og lögðu
við eiðstaf að haldið yrði, og settu
á skjölin innsigli þjóðanna. — Þetta
var hinn svokallaði Pragar-friður.
Bismarck las upp skjalið, en svo
kom hann að eiðstafnum og mælti á
þessa leið: “Og nú keniur þetta,
sem vanalega er sett undir þessi
skjöl þeim til staðfestingar, en sem
vér allir vitum, að ekkert hefir að
þýða”.----------— Hann sagði það
hreint út. Hann og Þjóðverjar
þurftu að brjóta þessa samninga,
i júfa þessa eiða, og þegar enginn var
til að hegna þeim fyrir, þá áleit
JBismarck og allir hinir Þjóðverjarn-
ir, að samningarnir væru einskis-
virði. Og svona hefir það æfinlega
verið, jiegar hinn sterkari hefir
þurft að féfletta hina veiku.
Og hverjir byrjuðu nú?
Hverjir voru það, sem einn góðan
veðurdag komu öllum óvart með
lylkingar og lestir miklar af fall-
byssum, stórskotaliði, riddurum og
fótgönguliði inn i hið litla hertoga-
dæmi Luxemburg og tóku jiar öll
ráð af stjórnenduin landsins?
Hverjir voru það, sem réðust á
hina friðsömu Belga og óðu með ó-
vígan her yfir lönd þeirra, þvert á
móti öllum samningum, og drápu þá
saklausa niður, brutu kastala þeirra,
brendu borgir þeirra, tóku með
valdi eigur þeirra?
Hverjir voru það, sem byrjuðu
neðansjávarstríðið; skriðu á sjávar-
botni niðri og söktu vopnlausum
fiskiskútum, farskipum og kaupför-
uin annara þjóða en þeirra, sem þeir
voru í striði við?
Hverjir voru það, sem söktu Lúsi-
taníu og öllum hinuin mörgu far-
þegaskipum frá ýmsum þjóðum með
þúsundum saklausra manna?
Hverjir voru það, sem stungu og
pikkuðu hina særðu menn á víg-
völlunum, — þvert á móti öllum her-
mannasið?
Hverjir voru það, sem gáfu út
skipanir til hermannanna, að eng-
um óvinanna skyldu grið gefin, þó
að þeir lægju særðir á vígvöllunum,
cða þó að þeir fleygðu vopnuhum
og gæfust upp?
Ilverjir voru Jiað, sem blésu eitri
á óvini sína, svo að þeir dóu með ó-
segjanlegum harmkvælum og kvöl-
um? ,
Hverjir v.oru það, sem gáfu út þá
skipun í handbókum hermannanna,
að þeir skyldu fara svo grimdarlega
með íbúa landa þeirra, er þeir færu
yfir, að öllum stæði ógn af?
Hverjir voru þeir, sem gengu út
í stríð þetta í þeim tilgangi að brjóta
undir sig alla Evrópu og síðan allan
heim?
Hann er endurvakinn hnefarétt-
urinn þýzku barúnanna á miðöldun-
um. Þeir höfðu kastala og borgir á
hverri klöpp um landið, þar sem
vigi var, og söfnuðu til sín misynd-
ismönnum og ræntu og rupluðu veg-
farendur alla og landið í kring. —
Þetta vita allir, sem mannkynssög-
una hafa lesið.
öld eftir öld hafa menn verið að
reyna að afmá þetta, að heita má í
öllum löndum. Mentuðustu og beztu
menairnir hafa varið lífi sínu til
þess; kyrkjan og menningin eða
hinn menta'ði heimur hélt að búið
væri að vinna svig á þessu. En nú
rís upp jiessi hin niikla þjóð, vís-
indaþjóðin, sem kölluð hefir verið,
og sýnir það svo Ijóslega með sínum
cigin gjörðum, hvaða fjarstæða það
er, að ætla að þetta sé sigrað og yfir-
unnið, því að aldrei í heiminum hef-
ir framkoma nokkurar þjóðar verið
verri en einmitt Þjóðverja, þvi að
þar ægir öllu saman: grimdinni,
samvizkuleysinu, eiðrofunum, fals-
inu og hræsninni.
Og niðurstaðan verður sú, að sé
hnefinn linur, þá er úti um æruna,
lífið og tilveruna. Það er þvi um
tvent að kjósa: þrældóm og ánauð
c-ða dauða.
Þjóðarétturinn er undir lok lið-
inn; friðarhugmyndir allar eru fal-
lit. Ef að þú ekki bjargar þér sjálf-
ur, þá bjargar enginn þér. Kærleik-
ur og mannúð eru draumórar tómir.
Og það er þýðingarlaust að gjöra
sér þær imyndanir, að alt hið illa
sé búið, jiegar stríði þessu er lokið,
— að þá alt í einu sé kominn á frið-
ur og menn haldi orð sín og eiða;
að miskunin og kærleikurinn og ein-
lægnin og óséiTilægnin fari að ríkja
í hjörtum manna. Sá hefir enginn
lesið mannkynssögu, sem ætlar það;
sá hefir enginn tekið eftir viðskift-
um manna i mannfélaginu, sem trú-
ir þvi.
Það er enginn efi á, að beztu
menn heimsins, beztu menn land-
anna vilja hafa það svo, að sann-
leikurinn og réttlætið og kærleikur-
ir,n ríki. En til jiess að það geti
orðið, þarf lögreglu, sterka og vold-
uga, með miklu valdi, sem hispurs-
laust og tafarlaust geti hegnt hverj-
um þeim, sem brýtur.
Allur heimurinn þarfnast þessa,
og hver einasta þjóð þarf að vera
við þvi búin, að ásæknir nágrannar
og ofbeldismenn vilji hana undir
fótum troða.
Sjóður fatlaðra
íslenzkra hermanna.
Það var fallega gjört af íslending-
um að taka eins undir jólagjafirnar
til hermannanna eins og þeir gjörðu
og allir þeir sem að því unnu og
fyrir því stóðu eiga mikinn heiður
skilið fyrir. Og þó ekki sízt nefnd-
in fyrír það hvernig hún varði af-
gangnum af jólagjöfunum sem urðu
$181.20.
Það var ekki hugsanlegt að fara
betur með þennan afgang en að
verja honum til þess að stofna með
honum þenna nýja sjóð til styrktar
íslenzkum hermönnum sem koma
heim úr stríðinu fatlaðir og hjálp-
arþurfa.
Það er mjög skemtilegt að gleðja
þann sem lúinn er og hrakinn og
hefur kanske eitt og annað af skorn-
um skamti og það er ekki jólagjöfin
ein sem gleður hermanninn í skot-
gröfunum, heldur hugarþelið, sem
fylgir með gjöfinni. Það er svo
miklu dýrmætara en gjöfin sjálf
og þessvegna eru jólagjafirnar svo
mikilsverðar fyrir hermennina í
gröfunum, þær færa yl þýðan um
hjörtu hermannanna er þeir minn-
ast vina sinna og sjá að þeir eru
ekki búnir að gleyma sér.
En svo gott og elskulegt scm alt
þetta cr þá er hitt þó dýpra og
stendur á fastari fótum og er fuli-
komnara, . að stofna sjóðinn til
styrktar hinum fötluðu hei-mönn-
um sem heim koma úr stríðinu.
Þetta er byrjunin og hann ætti að
vaxa sjóðurinn sá og hver sem skild-
ing hefur aflögu ætti að leggja í
hann. Því að vér þurfum ekki að
iáta oss til hugar koma annað en
að margir sem heilir fóru héðan
komi fatlaðir aftur á einn eður ann-
an hátt. Yér viljum ekki fara fleiri
orðum um þetta að sinni því að vér
vitum að iandar vorir finna þetta
alt og sjá það eins og vér.
En vér viljum votta mönnunuin
þakklæti vort sem fyrir þessu stóðu
að stofna þenna þarfa sjóð.
Selkirkingar á undan.
Yér viljum geta þess að af íslenzk-
um sveitum eða iriannfélögum hafa
Selkirk íslcndingar líklega sent
flesta menn í stríðið af öllum. Þeir
hafa nú þegar fayið 14 og efumst
vér uin að fleiri hafi farið iir Winni-
peg og eru Winnipeg Islendingar þó
sjálfsagt tífalt fleiri en íslendingar
í Selkirk. Selkirkingar standa því
öllum framar og sýna með þessu
hvar hugur þeirra er,—með Bretum.
Og verður þó hver maður að játa,
hvað tifinnanlegt það er að sjá á
eftir barni sínu, eður ástvin fara í
þenna hildarleik. En annaðhvort
er það, að þeir finna betur ástina
og þakkiætið til landsins og þjóðar-
innar, sem tók þeim tveim höndum,
til mannfélagsins sem þeir búa
saman við, eða að í þeim er meira
af hinu forna blóði forfeðra þeirra
fyrir þúsund árum en annara, eða
þá að þeir sjá skýrara hin feykna
stórkostlegu mál, sem nú er verið
að tefla um, sem eru svo stórkostleg
að heimurinn aldrei hefur haft önn-
ur eins á borði. En hvort sem er
af þessu, þá eiga þeir mikinn heið-
ur skilið, bæði þeir sem fara og hin-
ir sem fyigja þeim á götu.
Til kaupenda Fróða.
Hér og hvar á eg útistandandi
borgun fyrir Fróða og þó að það
sé ekki mikið í hverjum stað, þá
safnast það, þegar saman kemur.
Það þarf ekki að vera mikið á hverju
pósthúsi til þess, að það nemi nokk-
urri upphæð, þar sem Fróði var
sendur á meira en 100 pósthús.
Vildi eg m'i mælast til að kunning-
jar mínir sem ekki eru búnir að
borga, gjöri það annaðhvort til út-
sölumanna minna eöa til sjálfs mín.
Ár er nú gott í sveitum úti, en furðu
hart um skildinginn, hér í Winni-
jæg að minsta kosti. Eg játa, að
þetta er að vfsu nokkuð sjálfum
mér að kenna, því að eg hafði lengi
ætlað mér að fara út og sjá kunn-
ingja mína. Mér er hálfpartinn
farin að leiðast einveran hér í borg-
inni. Því að hér er maður einn, þó
að þúsund manns séu í kringum
mann. En út um sveitir er eins og
alt sé fuit af fólki. En ástæðurnar
hafa hamlað mér frá að fara og sjá
kunningja mína, þó að eg einlægt
horfi fram til þeirrar stundar.
Borgið Heimskringlu bændur—
MunicS eftir Heimskringlu þegar
þér seljiS uppskeru yðar þetta
haust. — Þetta er líka uppskeru-
tími hennar.
Mrs. Nellie McClung.
Hún er að verða eða er orðin víð-
fræg konan sú. Hún fer borg úr borg
og flytur ræður um bindindi, kven-
réttindi og föðurlandsást og er ræðu
skörungur svo mikill, að hópar
nianna verða hrifnir af.
Á föstudagskveldið flutti hún
ræðu i St. Stephens kyrkjunni og
talaði um hina miklu víðáttu Canada
veldis; um hið fádæma frjómagn og
auðæfi jarðvegsins; um hina fögru,
glóandi hveitiakra; þar væri alt
sem útheimtist til að framleiða hug-
sjónir man nsandans, — alt nema
inennirnir, þeir væru of fáir. Hún
sagði, að æskubragurinn og blóminn
á öliu í Canada væri sterkara en
nokkurt annað afl til þess að útrýma
löstunum og spillingunni, og þá sér-
staklega þrennivínssölunni. Og með-
an þjóðin væri ung og hraust og ó-
spilt af illum hugmyndum og til-
hneigingum; meðan hún væri að
ieggja grundvöll framtíðarinnar, þá
væri tíminn til að slá á strengi há-
leitra og> hreinna siðferðiskenninga
og jafnréttis.
Mrs. McClung hélt þvi fram, að
brennivínssalan væri árás á konur
og ungbörn; árás á þá, sem varnar-
lausir væru, og þegar farið væri að
grandskoða mál þessi, þá væri kon-
an viðtíka varnarlaus og Belgar
væru og voru þegar Þjóðverjar réð-
ust á þá. Hún sagði, að alþýðan yfir-
leitt væri undir áhrifum svæfandi
lyfja, svo að menn hvorki gælu séð
né skilið konuna og störf hennar.
Menn hreinsuðu hús sin og sópuðu
hvern kima þeirra á vissum tímum,
livort sem þörf væri á því eða ekki,
— en aldrei kæmi mönnum til hugar
að sópa rykið og kóngulóarvefina úr
liugum manna. En nú á þessum at-
burðaríku tímum kæmi kallið til
ailra, að leggja fram alt sem þeir
ættu til, og neyddi menn til að hefja
andlega hreinsun hjá sjálfum sér og
meta eftir sínu sanna gildi alla þá
hluti, sem inanninn mestu varða.
Mrs. McCIung sagði, að sumar kon-
ur hefðu vcrið svo hepnar, að draga
nýtan hlut i lukkuspili hjónabands-
ins; en það væri eiginmann, sem
ekki væri drykkjumaður, — maður,
scm í sannleika gæti verið konunni
lilíf og skjöldur. Og það væru eink-
uin þær sein ættu að láta til sín
heyra, að afnema allan drykkjuskap,
því að mæður þær allar sem lifðu á
heimilum, sein eyðilögð væru eða
spilt af vindrykkju, þær væru svo
fullar sorgar, að þær gætu ekki talað
um það.
Mrs. McClung bað tilheyrendur
sina, er þeir færu, að biðja fyrir
þeim hinum kúguðu og undirokuðu,
og einnig að biðja þá um leið fyrir
þeim sem væru fullir eigingirni og
sjálfselsku og hinum kærulausu og
harðhjörtuðu, sem fylla kyrkjur og
prédikunarstóla og meta meira bjór-
kolluna en föðurlandið. Og svo lauk
hún ræðu sinni með heitri bæn, að
hver einasti kanadiskur maður findi
köllun hjá sér til að ganga í hóp
þeirra sem segja við sjálfa sig: Eg
skal ekki vera einn af þeim, sem
svíkja skyldn sína. Eg skal reyna aS
leggja fram minn skerf fyrir föður-
landið og rikið!
Mrs. McClung hefir tilheyrend-
urna á valdi sínu, — ekki með
frekju neinni eða ósköpum, heldur
með orðsnild og mælsku og lipurð
j og fyndni. Þegar hún vildi var bros
á andlitum manna; þegar hún var
alvarleg, þá kom alvörusvipur yfir
: lla tilheyrendur. Þegar hún dró
upp myndir af sjálfsafneitun eða
torgfullum atburðum, þá fóru menn
að bregða vasaklútunum upp að aug-
um sér, þó að í laumi væri.
Á sunnudagskveldið flutti Mrs.
McClung aðra ræðu í The Young
Methodist Church. Hún flutti ræðu
sína fyrir svo fullu húsi, að fólkið
stóð í anddyrutn og göngum öllum
cða hvar sem standandi rúm var til
i kyrkjunni og hafði hún þó áður
flutt því nær söinu ræðu og þessa.
Það sýndi sig að menn vildu heyra
hvað hún hefði að segja.
Hún sagði ineðal annars:
— Canada verður aldrei land rétt-
sýni og hreinleika meðan vínsalan
' erður þar í hávegum höfð og ineð-
ferð glæpamanna verður þar ó-
breytt eins og hún hefir verið. Eða
vitið þér að vinsalan kostar Canada
eitt hundrað milliónir dollara á ári
hverju? Canada ætti ekki að þola
mínútu lengur, að nokkuð það fari
fram, sem dregur lífsaflið og mann-
dáð alla úr körlum bæði og konum,
— Canada ætti að vera land, sem
gæfi mönnum tækifæri í annað sinn,
þó að menn mistu af þvi í fyrsta
skifti. Þetta land með ótæmandi
auðsuppsprettum, með flákum stór-
um af óræktuðu landi, þetta frelsis-
ins land og lýðstjórnarland ætti að
draga til sin hugi þjóðanna, sem nú
eru í svo mikluin nauðum staddar.
Og þegar hið mikla strið er um garð
gengið, þá ætti fólkið úr hinum
eyddu löndum að koma hingað til
vor og byrja Hfið hér á ný, eins og
svo mörgum hefir hepnast langt
fram yfir beztu vonir. ,
Skuldin til keisarans.
Mrs. McClung sagði, að eitt væri
það, sem henni findist inenn eiga
að þakka Vilhjálmi keisara, og var
því þannig varið, að hann hefði
neytt menn tii þess, að kasta frá sér
allri hræsni, hverrar tegundar sem
væri. Keisarinn væri hataður fyrir
ódrenglyndi og óheiðarlega fram-
komu sína. Hann væri að he.vja stríð
við vopnlaust fólk, sem ekki gæti
ltorið hönd fyrir höfuð sér. Hann
steypti stórskotahríð á óviggirta, ó-
viðbúna bæji, myrti konur og börn
og gamalmenni, sem enga vörn gætu
sýnt. ,
— Það væri enginn gamanleikur
stríðið nú á tímum. Maskínubyssur
og sprengikúlur stráfeldu hermenn-
ina í hundraðatali, án þess þeir gætu
borið hönd fyrir höfuð sér. Þa5
væri mikill munur á þessu og fyrri
döguin. Þá gengu menn út með axir
og sverð, og létu óvin sinn vita, að
þeir kæmu til að berjast við hann,
svo að hann gæti búið sig undir, og
þá bar sá sigur af hólmi, sem niest-
ur kappinn var.
En Canada verður að losna við
hræsnina og ódrenglyndið, ef það
á að geta kallast land tækifæranna.
Og þetta hið mikia stríð ætti að vera
alvarleg aðvörun til allra íbúa lands-
ins, að losa sig við alt það, sem
drepur niður dugin nog inannskap-
inn og réttlætið og hreinleikann og
sanngirnina, — áður en það er orð-
ið of seint og meðan þjóðin er ung
og í fullum þrótti. Canada er ólík
gömlu löndunum, þar sem ekkert má
gjöra eða taka sér fyrir hendur, sem
ekki hefir verið gjört áðtír. Hér hafa
menn áræði til að byrja á nýjum
fyrirtækjum. Og Canada þarf að
grípa tækifærið áður en hinar drep-
andi sugpumpur vínsölunnar og
annara lasta ná inn til hjarta þjóð-
arinnar.
— Striðið útheimtir stórkostlega
sjálfsafneitun.
— Við verðum að vinna þetta
stríð — mælti hún ennfremur — en
við vinnum það ekki nema við leggj-
um mikið í sölurnar, og meira en
oss hefir nokkurntíma dreymt um
áður. Og eins vil eg minnast: Vér
vinnum það aldrei með því að
syngja: “God save the King” eða
“Britain Rules the Waves”.
Hin núverandi hegningaraðferð
sagði hún að væri stórlega ranglát.
Sálir glæpamannanna yrðu eins
eins bleikar og andlit þeirra, þegar
þeir kæmu út úr fangelsunum. Það
væri léleg aðferð, að loka menn inni
i dimmum fangaklefa. Því ekki að
lofa þeim að fara út undir bert loft
og berjast, — gefa þeim kost og tæki
færi að deyja fyrir föðurlandið.
Vér erum ailir hættir að vera ein-
staklingar. Vér erum orðnir partar
alrikisins, og vér ættum hver og einn.
einasti að leitast við, sem vér frek-
ast getum, að fá oss eitthvað að
starfa gagnlegt og nauðsynlegt fyrir
ríkið. Vér þurfum að læra að sjá
það, hvað mikilsvirði lifið er, —
hrinda frá oss hræsninni og smjaðr-
inu og snikjunum og lönguninni til
að verða ríkir á skömmum tima.
Heimskringla samgleSst bænd-
unum yfir góSri uppskeru, því
‘‘bú er landstolpi.” Og svo veit
hún aS þeir gleyma henni ekki,
þegar peningarnir fara aS koma
inn fyrir uppskeruna.
Til þjóðskáldsins
Matthíasar Jochumssonar
(Orkt i tilefni af áttatíu ára afmæli hans 11. nóv. 1915).
Þú, spámaður lands vors! sem áttræðnr ert,
en ellin þó sigrað ei gctur,
þitt frábæra atgjörvi öllum er bert,
og orð-fimi þina hver metur.
Þú flogið oft hefir um guðanna geim,
og gígjuna slegið með snilli;
þó miklum ei hafir þú safnað þér seim’,
Þú safnaðir alfijóðar hijlli.
Eg man þegar dálítill drengur eg var,
og “dagblöðin” komu í bæinn,
að glaður í anda eg þuldi oft þar
hin þjóðkunnu Ijóð, allan daginn,
sem gjört höfðu: Steingrímur, Gröndal og — þú,
sú góðskálda þrcnningin mæra,
sem starfaði’ að þjóðvakning: þekking og trú
á þrótt vorn og landið vort kæra.
Eg man þegar stúlkan hans Steingríms og — þin,
af stórmennum útlendum borin,
svo fögur og yndisleg, fyrst kom til min,
sem fuglarnir syngjandi’ á vorin! —
f islenzkan búning þið fært höfðuð fljóð,
með frágangi skínandi góðum. —
Já, “Svanhvíi” hún gladdi og göfgaði þjóð,
með gullfögrum menningar-//ó(Ju/n.
i
Eg óska þér, snillingur, heilum af hug
til heilla á — afmæli þínu!
Og þakka þér fyrir þinn drengskap og dug
og djörfung, í sérhverri brýnu.
Og háfleygu Ijóðin og andríkið alt,
og ylhýra hjartað og — málið;
og fyrir að kenna oss kærleikann, snjalt,
og kveða brott heimsknna’ og tálið.
J. Asgeir J. Líndal.