Heimskringla - 18.11.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 18.11.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 18. NÓVEMBER 1915. HEIMSKRINGLA. BLS. 5 Hergangan mikla í Winnipeg. Hún var á föstúdaginn hér í borg- inni. Átta þúsund hermenn gengu í f.vlkingum (Platoons) um strætin og voru 14 manns hlið við hlið og 2 laðir eða 28 manns saman og yfir- inenn að auk. Svo kom 8—10 feta bil og þá aftur næsta röð (platoon). Aldrei hefir Winnipeg séð aðra eins göngu. Og hún var að eins möguleg fyrir hin breiðu stræti borgarinnar. Til beggja handa á hliðarstéttunum stóðu raðirnar af borgarbúum eins þétt og stéttir þessar rúmuðu. Kalt var veður og hríðarslitringur, hinn fyrsti verulegi vetrardagur; en þó fullyrða menn, að áhorfendur hafi verið 50 þúsund (sumir segja 70 þúsund) á strætunum, og þeir að auki, sem komust að gluggunum i byggingunum við strætin, sem her- mannagangan fór um. Blöktu fánar úr hverjum glugga og i höndum yngri og eldri á gangstéttunum. En hornleikara flokkar herinannanna þeyttu lúðrana i sifellu. Meðal á- horfendanan voru um 50 særðir hermenn sem nýlega voru komnir úr striðinu. 1 borginni eru reyndar um 150 heim komnir hermenn, en margir þeirra voru svo lasburða, að þeir treystu sér ekki út veðursins vegna. Lieutenant-Col. F. J. Clarke stýrði göngunni. Nokkrum mínútum áður en ganga skyldi byrja, komu þeir riðandi Col. H. N. Ruttan. D.O.C., og weð honum aðstoðarforingjar hans, Lieut.-Col. Gray, Assistant Adjutant- General og Capt. W. B. Wood og fl. Voru þeir allir riðandi og námu staðar fram undan Bank of Montreal — því næst kom autó-flatvagn fall- ega skreyttur, og sátu þeir þar á stólum stjórnarforniaður Norris og borgarstjóri Waugh. Svo bættust þeir við Lieut.-Col. Lightfoot, Col. Lindsay, Lieut.-Col. Mullins, Capt. Goddard og Capt. Turner. Þessir voru þarna hjá þeim Col. Ruttan og Norris meðan hermennirnir gengu fram hjá. Stratheona riddarasveitin fór fyrst ■ og stýrði henni Lieut.-Col. Hanover; tók hún þvert yfir aðal- strætið milli gangstéttanna, og er þeir komu fram hjá foringjaflokkn- um fram undan Montreal bankanum, brugðu þeir allir sverðum sínum og heilsuðu þannig foringjunum. Urðu þá fagnaðaróp mikil af öllum áhorf- endum, ekki einungis þar, heldur meðfram öllu strætinu, þar sein her- mennirnir gengu. Hermennirnir voru allir vopnaðir, sem'þeír væru til bardaga búnir, og fanst mönnum mikið til um, hvað karlmannlegir og rösklegir þeir wru. En hornleikararnir blésu í lúðrana og gengu hermennirnir eft- ir hljóðfallinu. Er til þess tekið, hve Hálendingarnir skozku blésu aðdáanlega vel. Þarna voru um 8000 manns i göngunni og hefði það tekið æði langan tíma að ganga þetta, ef að eins 4 eða 6 hefðu verið í röð. En nú voru þeir 14 og þess vegna stóð hin eðallega ganga ekki yfir lengur en hálfan klukkutíma. Var þá mörgum fnllkalt orðið, sem á horfðu, en eng- inn sá eftir að koma þarna. En hergangan hafði þau áhrif, að bæði föstudaginn og laugardaginn fóru menn í hópum að koma á stöðv- arnar, þar sem menn skrifa sig i her- inn og bjóða sig fram. “Margt smátt gjörir eitt stórt” segir gamalt orStak, sem vel á viS þegar um útistandandi skuldir blaða er aS ræSa. Ef allar smá- skuldir, sem Heimskringla á úti- standandi væru borgaSar á þessu hausti, yrSi þaS stór upphæS og góSur búbætir fyrir blaSiS. ------ MuniS þaS, kæru skiftavinir, aS borga skuldir ySar viS blaSiS nú í haust. Sextíu manns geta fengið aðgang að læra rakaraiðn undlr eins. Tll þess að verða fullnuma þarf aðelns 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgað meðan verið er að læra. Nemendur fá staði að enduðu námi fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfum hundruð af stöðum þar sem þér getið byrjað á eigin reikning. Eftir- spurn eftir rökurum er æfinlega mikil. Til þess að verða góður rak- ari verðið þér að skrifast út frá Alþjóða rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEGE. Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St., Winnieg. Islenzkur ráðsmaður hér. Nýr félagsskapur myndaður. öll verzlunarfélög og akuryrkju- iélög í Vestur-Canada hafa nú tekið höndum saman að vinna öll að því eina augnamiði, að efla vöxt og við- gang Vesturfylkjanna eins og mögu- iegt er. , Félagsskapur þessi var myndaður i iðnaðarhöllinni liér í borginni þ. 12. þ. m. og voru þar fulltrúar frá þessum félögum: Canadian Council of Agriculture; Ccuiadian Credit Mens Association; Canadian Manu- facturers Association; Board of Trade; Industrial Bureau; Terminal Elevators; North West Grain Dealers Association; Canadian Pacific Bail- ivay; Canadian Northern Railway; Grand Trunk Pacific Railuwy; Re- tail Merchants Association; Agricul- lural College; Western Retail Lum- bermens Association; Grain Ex- change, og Winnipeg Wholesale lm- plements Association. Allir þessir fulltrúar kusu þarna nefnd manna til þess að starfa að framkvæmd í máluin þessum og voru í hana kosnir 20 rnenn úr verzl- unarfélögunum og 20 af Canadian Council of Agriculture. Grundvallarlög félagsins ákveða, að öll þau mál, sem snerta bæði ak- uryrkju og verzlun, skuli ræðast af þessari sameinuðu nefnd, og skai aðalstarf hennar vera það, að afla sér og breiða út þekkingu meðal fólksins á málum þessum og atrið- um, að gjöra ályktanir um stefnu og gjörðir félagsmanna o. s. frv. Engin ályktun er talin samþykkt, nema allir viðstaddir félagar samþ. liana; en þá er nefndarfundur gild- ur, þegar 5 eru viðstaddir af akur- uryrkjufélögunum oð 5 af verzlunar- félögunum. Svo var sett tíu manna aukanefnd, 5 af hvorum flokki, tii þess að undirbúa störf aðalnefndar- innar. Frá hálfu akuryrkjufélagsins voru þessir kosnir: R. C. Henders og R. McKenzie, frá Manitoba; .1. A. McHarg, .1. B. Muselman, frá Saskat- chewan og .í. A. Speakman, frá Al- lierta. Verzlunarféiögin eiga eftir að kjósa men nsina. Ilenry Detchon er kosinn skrifari fyrst um sinn. önnur samþykt var.og gjörð þar og var hún sú, að nefndin ætlar að taka upp hvaða mál, sem undir hana cr borið og sem snertir akuryrkju- menn eða verzlunarmenn. Kafli úr Bréfi. Dolly Branch, Man. ------Héðan er ekkert að frétta utan bærilega líðan almennings; Liberalar farnir að myndast við vegabót, Hollendingur verkstjóri og var að hreinsa skóg hér um daginn af vegastæði og hafði skipun að brenna viðinn; kveikti í skóginum svo að ef að ekki hefði verið góð mannhjálp þar í grend sem var ver- ið að þreskja fyrir mig hefði eldur sá farið um alt og gjört margra þúsund dollara skaða því piltar mínir og mennirnir sem voru með þreskingar vélina hjá mér hjálpuðu til að slökkva eldinn, það voru bara fjórir Hollendingar sem voru við vega vinnuna og hefðu þeir orkað iítils ef þeir hefðu ekki notið ann- ara hjálpar. — — — Með beztu óskum, Þinn einlægur O. Thorlacius Dánarfregn. Þann 22. Október, síðastl. jiókn- aðist Drottni að kalla til sín fóstur dóttir okkar Ingibjörgu Hafstein- ínu Johnston, rúmlega 20 ára, hún var búin að vera þjáð í nokkur ár af blóðþinku og lijartasjúkdóm sem leiddi hana til bana. Jarðarförin fór fram þann 24. að viðstöddu fjölda fólks sem alúðlega tóku þátt í okkar stóru sorg; og viljum við votta okkar hjartans þakklæti fyrir alla þá liluttekningu sem það sýndi með nærveru sinni, og einnig blóm- inn og kransana sem það skreytti kistu hinnar látnu með. Hún var jarðsungin af presti Eingelsku kirkjunnar þéssa bæjar Rev Dymont og grafin í Lake of The Woods grafreitnum í Kenora. Geo. Bradbury gjörður að herforingja. (Fréttagrein frá Ottawa). George H. Bradbury , þingmaður fyrir Selkirk kjördæmi, var hinn 15. þ. m. gjörður ofursti (Colonel) í 108th Battalion, sem hann hefir boð- ist til að safna mönnum til í Selkirk County. Herdeild þessi á að hafa til að- seturs Fort Garry byggingarnar of- an við Selkirk. Eru þær að mestu í góðu lagi, og svo er nú þegar farið að setja þær i gott lag undir vetur- inn. En verði byggingar þessar ó- nógar, verður hermönnum deildar þessarar fenginn bústaður í Selkirk og Stonewall. Colonels nafnbót þessi er meira en nafnið eitt. Hann er og vcrður verulegur ofursti. Hann hefir áður haft mikla reyn.slu sem hermaður og á þvi iétt með að taka upp ganiia iðn. Mr. Bradbury var í hinu fyrsta riddaraliði, sem myndað var í Ot- lawa, þar sem hann lifði og var al- kunnur fyrir, að kunna betur að beita sverði en flestir aðrir. Og þeg- ar uppreistin var 1885, þá fór hann vestur til þess að taka við stjórn á íiddaraflokk einum. En flokkurinn var þá ekki tilbúinn og var hann þá gjörður að kaptein og stýrði flutn- ingum. Colonel Bradbury hefir verið i Ottawa, að búa undir ýmislegt, er herdeild þessa snertir; og fer hann þegar um miðja þessa viku vestur að byrja að safna mönnum. Það er mikið af Islendingum í kjördæmi þessu, og býst Mr. Bradbury við að fá márga þeirra i deild sína, því að þeir séu þjóðhollir menn. Og svo býst hann við, að allir í Selkirk County, innfæddir sem aðrir, styrki sig til að fylla fiokk þann. Jólagjafir til hermannanna. Nöfn þeirra, sem gáfu í jólagjafa- sjóð íslenzku hermannanna, að Brown P. O.: A. II. Helgason ......... $20() Helgi Kristjánsson........... 1.00 Ólafur ÁrnasiMi.............. 1.00 Ragnar Gillis...........ö 1.00 K. B. Skagford .............. 1.00 Miss Jóna Thorsteinsson 0.50 Miss Rannveig Árnason .... 0.50 Miss öddný S. Skagford . . 0.50 Miss Sæunn E. Skagford . . 0.25 Páll ísaksson ............... 0.50 Gustaf ísaksson .......... 0.50 Helgi Pálsson ............... 2.00 Fred Jóhannsson ........., 1.00 Árni ólafsson ............ 2.u0 .1. M. Gislason........... 0.50 Ben. Kristjánsson..........0.50 Jósep Nicklin ............ 0.50 Jón Nicklin............... 0.50 ölafur Kristjánsson.......... 1.00 Mrs. Guðrún Johnson .. . . 0.50 Miss Anna Johnson ........ 0.25 Davíð Jóhannsson.......... 0.50 Ingimundur Johnson....... 2.00 Willi Johnson ............... 0.50 Dóri Johnson ............. 0.50 Miss Fríða Johnson ....... 0.50 Sigurjón Bergvinsson . . . . 1.00 .1, S. Gillis ............ 2.00 A. S. Árnason ............ 0.50 .1. H. Hunford............ 0.50 Ingi Líndal .............. 1.00 Jóhannes Árnason ......... 0.50 Sveinn jwiassón........... 0.50 T. O. Sigurðsson ............ 2.00 T. .1. Gislason ............. 2.00 Samtals..............$31.25 Mrs. Ólafur Árnason par af sokk- um. Mrs. Sigríður Árnason par af vetl- ingum. Bendingar frá póststjórninni. Póststjórnin biður fólk að búa scm bezt um böggia alla, sem sendir eru til hermannanna, annars er ó- mögulegt að skila þeim óskemdum. Þarf þvi að búa miklu betur um böggla þá, sem utan eiga að fara, en þá, sem sendir eru með venjulegum bögglapósti. Þunn pappírsbox, svo sem skó- box eða þunna trékassa, skyldi forð- ast að senda og ekki dugar að ein- vefja með umbúðapappír. Menn ættu þvi að fylgja þessum reglum: 1. Menn sóyldu liafa sterk pappírs- box tvöföld með lokum. 2. Sterka trékassa. 3. Margvefja með umbúðapappír það sem í kassana er látið. 4. Tryggast að vefja utan um kass- ana segldúk eða boldangi, og sauma samskeytin með sterkum þræði. 5. Sá, er sendir, tilgreini utanáskrift sína, svo honum verði sendur kassinn aftur, ef viðtakandi finst ekki. Geta skal þess utan á kass- anum, hvað i honum er. Sérstaklega skal búa vel um það, sem sent er til landanna við Mið- jarðarhafið og pakka vel utan um það, sem í kassann er látið og utan um skyidi vafið segldúk, boldangi cða sterku lérefti. Að ala og mala. Þjóðverjar eru ekki aðgjörðalausir Á eina hlið eru vísindamenn þjóðar- innar önnum kafnir í að uppgötva öll upphugsanleg ráð og meðul og tól til þess að mala andstæðinga Þýzkalands í stríðinu mikla svo smátt, að þeirra verði ekki framar vart hér á jarðriki. Hins vegar finnur þýzka stjórnin sárt til þess, ,hve feikna mikið manntjón liún nii jicgar hefir beðið af þessu stríði, og hve liðfá þjóðin hljóti að verða að ófriðnum lokn- um. Þjoðmálamenn og hagfræðingar hafa nú þegar bent stjórninni á, að brýna nauðsyn beri til þess sem fyrst að finna einhver öflug ráð tii þess að auka fólksfjölgun landsins; og stjórnin hefir fallist á þá skoðun, og hefir þegar gjört gangskör að þvi, að finna ráðin. Það er ljóst af mann- fjölgunarskýrslum þjóðarinnar, að fæðingar ó Þýzkaiandi hafa farið stöðugt fækkandi á sl. nokkrum ár- um, með tilliti til fólksfjöldans i landinu; en stjórnin lét það ástand afskiftalaust, af því meðal annars, að hún áleit landið fullskipað og sá cnga þörf ó að örfa konur landsins til að ala fleiri börn en þeim fanst hæfilegt. En nú, við það mikla manntjón, sem þegar er orðið, sér stjórnin mál þetta horfa alt öðru- visi við. Hún sér þess bráða nauð- syn, að gjöra nú alt, sem í hennar valdi stendur, til þess að örfa til fólksfjölgunar og hefir þvi skipað r.efnd manna og kvenna til þess að hugsa upp heppileg ráð þessu til tryggi ngar. f nefnd þessari eru: 1 stjórnar- embættismaður; 2 menn, sem hafa nákvæma þekkingu á sveitamálum; 2 læknar, og 2 konur, sem unnið hafa á sjúkrahúsum og annast um velferðarmál fátæklinga, og 2 pró- fessorar. Þannig lagaðar nefndir liafa og verið settar í ýmsum héruð- um landsins, og skulu ]*ær allar i- huga fjölgunarmálið og skýra aðal- nefndinni frá þeirri niðurstöðu, sem þær komast að. Skal svo aðal- nefndin gefa stjórninni álit sitt og tillögur, að málinu full-athuguðu. En stjórnin að sínu leyti skal færa þær i framkvæmd með lagaákvæð- um eða á annan hátt. Ennþá er starfi þessu ekki full- komlega lokið. En um nokkur atriði hefir nefndinni komið saman, og eru þau tilfærð í bráðabirgðar- skýrslu, sem hún hefir sent til stjórnarinnar. Aðal innihald þeirra er þetta: — , 1. Byrja skal með því, að brýna þá skyldu fyrir öllum ungmennum, jafnt konum sem körlum, sem ganga á æðri mentastofnanir landsins, að þeim beri að láta sér skiljast. að fjölskyldulífið sé grundvöllur ríkis-tilverunnar. — Þessa trú á að innræta hjá hverju ungmenni strax og það hefir náð 15 ára aldri. Kenna skal piltum, a það sé skylda þeirra við föðurlandið, ekki að eins að verða hermenn í þjónustu ]>ess, og að þroskast upp i það veldi, að verða fullgildur, heiðvirður borgari þess, heldur einnig að kvongast og gjörast faðir margra barna. Stúlkum skal kenna, að helgasta skylda hverrar konu sé að verða móðir. 2. Þessi kenning skal alvarlega brýnd fyrir nemendunum, ekki eingöngu i skólum landsins, af kennurum þeirra þar, heldur einnig af öllum prestum landsins hverrar trúar sem þeir- eru. — Prestar allra trúflokka eiga að prédika þetta af stólnum, og hvervetna annarsstaðar, sem þeir fá þvi komið við, svo að bæði unglingar og fullorðið ógift fólk megi læra kenninguna og festa hana i huga sína. Sömuleiðis eiga prestar að brýna þá skvldu fyrir öllum foreldrum, að þau uppfræði börnin sín i þessum cfnum. Sénhver karlmaður á Þýzkalandi verður að fá það inn i meðvitund sina, að hann hafi vanrækt skyldu sína við föður- land sitt og ekki náð því tak- marki, að geta talist fullveðja borgari þess, nema hann hafi kvongast og alið upp börn, land- inu til eflingar. Sérhver kona verður að vita og finna til þess, ™! DOMINION BANK Hornl Notre Do« og Shrrbrooke Street. H«fuS»t6II uppb.......... $6,000,000 VaranJðSur .............. $7,000,000 Allar elffnlr............$78,000,000 Vér óskum eftlr vtSsktftum verx- lunarmanna og ábyrgjumst afi gefa þeim fullnægju. Sparlsjóbsdetld vor er sú stærsta sem nokkur bankl hef- lr I borginnl. Ibúendur þessa hluta borgarlnnar óska að sklfta við stofnum sem þetr vita að er algerlega trygg. Nafn vort er fuUtrygglng óhlutlelka. Byrjlð spari lnnlegg fyrtr sj&lfa yður, konu og börn. W. M. HAMILT0N, Ráðsmaður PHOXE GARRY 3490 Mrs. og Mr. Thos. E. Johnston. að hún hafi ekki fullnægt þeim kröfum, sem föðurlandio gjörirl til kynferðis hennar, neina hún giftist og eignist börn. 3. Þegar búið er að festa þessa hug- sjón í meðvitund hinnar uppvax- andi kynslóðar, ]iá skal frekar efla frainkvæmd hennar með beinum eða óbeinum verðlaun- um, á þessa leið: , Stjórnin, sem er stærsti verk- veitandi í landinu, verður að ganga á undan með góðu eftir- dæmi, með því að borga giftuin mönnum hærri vinnulaun en ógiftum; og sömuleiðis giftum konum meira kaup en ógiftum; og þeim mönnum og konum hæst kaup, sem flest börn eiga og hafa fyrir að sjá. Með öðrum orðum, að kaupgjaldið verði miðað við barnafjölda vinnend- anna, og með hliðsjón af vinnu- hæfileikum þeirra. Sú kenning verður að festast í meðvitund allrar þjóðarinnar, að foreldra- staðan sé virðingarstaða, og að það fólk sitji jafnan i fyrirrúmi fyrir atvinnu. 4. Nefndin leggur til, að stjórnin lögleiði baslara-skatt; en að barn- eða barnaeigandi foreldr- um sé veittur afsláttur af skatt- byrði þeirra, og á sá afsláttur að miðast við tölu barnanna. Það er talið víst, að privat vinnuveitendur i landinu muni skilja ]>að sem skyldu sína, að fara í þessum atriðum að dæmi stjórnarinnar. En að ef að þeir gjöri það ekki, þá séu þeir með lagaboði knúðir til þess, bæði að miða vinnulaunin samkvæmt þeirri fyrirmynd, sem stjórnin setur, og að láta gift fólk með börn sitja fyrir atvinnu á verk- stæðuin landsins, — alt með þvi augnamiði, að verðlauna barn- eignirnar. 5. Stjórnin sjálf verður að afnema þau ákvæði, sem hún hefir fylgt til þessa, að fólk i ýmsum deild- um rikisþjónustunnar verði að vera ógift og barnlaust. Nefnd- in telur þessa ákvörðun stjórn- arinnar skað samlega, og segir hún verði afdráttarlaust að nem- ast úr gildi, og að konur, sem vinna fyrir stjórnina, við hvaða starf sem er, verði að vcra frjáls- ar að þvi, að gifta sig, hvenær sem þær vilji, án þess við það að tapa stöðu sinni. Stjórnin verði einnig að gjöra sérstakar ráðstafanir til þess. að vel sé annast um börn þeirra kvenna, sem verða að stunda daglega vinnu utan heimilis síns. Hvort sem þær vinni í þjónustu rikis- ins eða fyrir privat vinnuveit- endur. Nefndin tekur fram, að þetta þýði stórlega aukin útgjöld úr rikissjóði; en að gæta verði þess, að Þýzkaland þurfi barn- anna með og að ekkert verð sé of hátt að borga fyrir þau. Ein uppástunga nefndarinnar er sú, að það skuli talinn glæpur, ef r.okkur vinnuveitandi semji svo við .1 okkurn vinnánda sinn, að hann skuli vera ógiftur og barnlaus með- iin hann haldi stöðu sinni i þjónustu hans. Eins og nú stendur sjást oft c'i glýsingar í þýzkum blöðum bjóð- andi ógiftu fólki atvinnu. Nefndin vill að stjornin banni slíkar auglýs- ingar og að sekt liggi við, ba'ði fyrir þá, sem svo auglýsa og blöðin, sem flytja þær auglýsingar. Vinnuveit- endur verða að skilja það, að hags- rnunir þeirra verða að lúta fyrir harnaþörf ríkisins. Margar aðrar uppástungur hafa komið frá nefndinni. lútandi að í- búðum ibúanna, heilsu og hreinlæt- is ákvörðunum, til þess að minka dauðsföll i landinu og sérstaklega i.ngbarnadauða, og uin ýmsar aðr- ar félagslegar ráðstafanir, sem allar miða i þá átt. að örfa til aukinna fæðinga, og að allar tilraunir til að takmarka þær séu fangelsissök. Að síðustu er það tckið fram, að full þörf sé á, að koma þessum ráðum i framkva'ind sem fyrst, þvi að hversu vel, sem þau kunni að gef- ast, verði þó ckki rikinu gagn að hermensku þeirra pilta, sem fæðist undir þessum nýju ákvæðum fyr en i fyrsta lagi árið 1935 og þar cftir. Upp koma svik um síðir. Þjóðverjar eyða tugum millióna dollara til þess að fá menn til að sprengja upp skip og verksmiðjur i Bandaríkjunum og fá verkamenn á vopnasmiðjunum til að gjöra verk- fall. Það var læknir einn, Ilr. Josep Goricar, sem kom þessu upp alveg nýlega. Hann hefir verið konsúll eða við konsúlsstörf fyrir Austurriki i 15 ár i San Francisco. Segir hann, að krökt sé af þýzkuin njósnurum um öll Bandarikin, og starfi þeir eft- ir skipunum Bernstorffs greifa og General von Nubers, og að hver ein- asti þýzkur konsúll sé meira og minna við það riðinn, að reyna að eyðileggja vcrksmiðjur, þar sem vopn eru smiðuð eða skotfæri, eða þá að koma verkamönnum í verk- smiðjum þessum til að gjöra verk- fall. Nefndi hann til þess marga hátt- standandi konsúla i stórborgum KYNTD ÞÉR Þit5 verSitJ vinir alla œfi. í merkur e«a pott flöskum. Til kaups hjá verzlunarmanni þínum eöa rakleltt frá E. L. DREWRY, Ltd., Wpg. Bandarikjanna, svo sem í Cleveland, St. Louis, Pittsburg, Philadelphia, Chicago, St. Paul og víðar. Þeir keyptu öll útlendu blöðin, sem á þýzku, ungversku eða czeck- nesku væru prentuð, fyrir stórfé.— Þessir konsúlar væru látnir njósna um öll þau leyndarmál, sem lúta að hernaði og vopnabúnaði. Og til hins sama átti að hafa þenna konsúl, en hann vildi ekki vera njósnari þeirra — og sagði af sér. Var hann þá kall- aður heim til Berlinar og fór þang- að; en er hann komst að því, að ]iaðan átti að senda hann til Vínar- borgar i Ansturriki, þá sá hann fljótt að sín biði annaðhvort dauðinn eða æfilangt fangelsi, og gat sloppið ein- hvernveginn burtu til Rómaborgar. og forðaði þannig lífi sinu. Sérstök kostabot) & Innanhúxx munum. Koml® ttl okkar fyrst, þl® munlö okkl þurfa aö fara len$ra. Starlight New and Second Hand Furniture Co. »B*—M$ NOTItB DAHB AVENVB. TalMfntl Garry JINH4. BrúkatSar saumavélar me?J haafl- legu verfci; nýjar Singer vélar, fyrlr peninga út I hönd e?ia til leigu. Partar í allar tegundir af vélum; at5gjört5 á öllum tegundum af Phon- ographs á mjög lágu verfci. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega *4agenta” og verksmala. CARBON PAPER for TYPEWRITER—PENCIL—PEN Typewriter Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDG. Phone Garry 2899. Winnipeg Bln perséna (fyrlr daginn), $1.50 Herbergl, kveld og morgunverbur, $1.25. Máltiblr, S5c. Herbergi. eln persóna, 60c. Fyrirtak I atla stabl. ágæt vínsölustofa I sambandl. Tal.tml Garry 3252 R0YAL 0AK H0TEL Chaa. Giiatafaaon, elgaadl Sérstakur sunnudags rolbdagsv.rb- ur. Vin og vlndlar A DorSum fr& l klukkan eltt ttl þrjú e.h. o* fr& sax til átta aö kveldlnu. [ 2K3 HARKKT HTRBKT. WIXXIPKB THE CANADA STANDARD LOAN CO, Ahnl Skrlfaiofa, Wlnnlpi-g. $100 SKULDABRÉF SELD Tll þæginda þelm sem hafa smá upp hæölr tll þess aö kaupa, sér I ha$. Upplýslngar og vaxtahlutfall fat & skrlfstofunnl. J. C. KYLE. rttðsmaSnr 428 Maln Street. TVIXXIPKG Golumbia Grain Co., Limited 242 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kanpum hveiti og aðra kornvöru, gefuni hæsta verð og ábyrgjumst áreiOanleg viOskifti SkrifaOu eftir upplýsingum. TELEPHONE MAIN 1433.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.