Heimskringla - 18.11.1915, Blaðsíða 8

Heimskringla - 18.11.1915, Blaðsíða 8
I BLS 8. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 18. NóVEMBER 1915. i CAMP SEWELL NOVEMBER 16—17—18—19 Þriðjudaginn—Miðvikudaginn—Fimtudaginn — Föstudagínn Inngangur 15 cent. Fyrir börn 10 cent Gpnar klukkan 2 e.h.------KOMIÐ SNEMMA. Fréttir úr Bænum Kr. Ásg. Beriediktsson og kona hans urðu fyrir þeim harmi, að sonur þeirra, Ölvcr Hnúfa Alfons, dó a King Iídward hospitalinu 12. þ. m. Sérstaklega efnilegur piltur. — Jarðsunginn af síra Birni Jónssyni, kyrkjufélags forseta. Jarðarförin fé>r fram undir handleiðslu A. S. Bardal, : Brookside grafreit. , Mr. Jé>hannes Erlendsson, sonur Erlends ólafssonar í Pembina, kom hingað á skrifstofuna í vikunni. — Hann er nýlega kominn frá Pem- bina og farinn að vinna hjá C. P. R. félaginu sem kyndari; hann heldur til á 897 Sherbrooke St. Hkr. óskar Mr. Erlendsson til lukku í nýju stöðunni. Vér viljum benda mönnum á aug- lýsingu Tjaldbúðar kyrkjunnar, sein stóð í síðasta blaði, um þakklætis-. samkomu, sein á að verða þar þann 18. nóv. (fimtudagskveldið i þess- ari viku). Vér höfum hér vestra fengið hið mesta uppskeruár, sem nokkurntima hefir verið í landi Jiessu. ,Það má scgja, að landið fljóti í smjöri og hunangi og björgin trjéipi af hverju strái. — Og vér stöndum utan við hið* voðalega strið, þó að vér eiginlega séum i því. En Jiað er svo langt frá, að vér heyrum dynkina og brestina að eins í blöðunum. Ættum við þa ekki að vera glaðir og kátir og koma saman og gleðja oss á góðri stund og bera fram þakkarfórnir j vorar. Og Jiarna er tækifærið: i Tjaldbúðarkyrkjunni 18. nóv. Ed Johnson gekk í herinn snemma í sumar. Hann heitir Eiður Frið- riksson. I'riðrik er sonur merkis- bóndans Jóns sál. Árnasonar á Víði- hóli á Fjöllum í N.-Þingeyjarsýslu. Móðir Eiðs var Þorgerður Erlends- dóttir, alþingismanns á Garði i Kelduhverfi. Ed Johnson er nú á Englandi; áritun hans er: 153206 Pte E. Johnson, 79th C. H. of Can- ada, Branshott Camp, Liphook, Eng- land. — Ef félög eða «instaklingar I vilja senda E. Johnson jólagjafir, Jiá er þessi upplýsing gefin í Heims- kringlu til þóknanlegrar leiðbein- ingar. K.Á.R. Mr. Ármann Jónasson, Howard- ville P. O., kom frá Argyle; var þar i þreskingu og við uppskeru og hey- vinnu. Hann biður biaðið að flytja kunningjum sínum í Argyle beztu liakkir fyrir alla þeirra meftferð á sér. Mestpll þreskíng búin. Upp- skera góð, scm allir vita. Hann er kátur og fjörugur og sýnir það ljós- lega, við hvað hann hefir búið. —; Hann var hjá Birni Andréssyni og Pálma Sigtryggssyni. Meðal upp- skera 25 til 30 bushel, en af ýmsum blettum töluvert meira. Dafoe og Kandahar. Heimskringla hefir fengið bréf frá vini og umboðsmanni sínum, J. T. Friðrikssyni, að Dafoe og Kanda- liar. Með bréfinu fylgdi bankaávis- un, sem innifól borgun frá nálega hverjum einasta áskrifanda blaðsins i þeim héruðum, og þar að auki fyr- irfram borgun fyrir nokkura nýja áskrifendur. Kringla gamla hefir viðsvegar vini, en hvergi neina, sem sýna betur í verkinu vinskap sinn og drenglyndi við blaðið, — enda er ekki auðið betur að gjöra, — samfara Jieirri lofsverðu dygð að standa i skilum i öllum viðskiftum. Vér vitum, að þessi sérstaklega góðu skil kaupenda á þessu-m pósthúsum, trekar en víða annarsstaðar, orsak- ast af þessari fyrnefndu sjálfsvirð- ingu bygðarinanna, að standa i skil- um, — samfara dugnaði og um- hyggju Mr. Friðrikssonar, vors vin- sæla umboðsmanns. Vér þökkum fyrirt Matthíasar Samkoman. öllum kemur saman um, að Matt- híasar samkoman, sem auglýst var i blaðinu og haldin var á tilteknum stað og tíma í vikuni sein leið. hafi verið einhver sú bezta s.imkoTa, scm haldin hafi verið hér vestan l.afs. Mr. Jón .1. Vopni setti samkomuna i.ieð stuttri ræðu og stjórnaði henni. Tölur fluttu Jiar: Síra B. B. Jónsson, síra Fr. J. Bergmann, ritstjóri Lög- bergs I)r. Sig. Júl. Jóhannesson (i stað sira Rúnólfs Martein'ssonar) og síra Rögnvaldur Pétursson. Frumort kvæði fluttu Jiar: I)r. S. J. Jóhannesson og Magnús Markús- son. Kvæði eftir Matthías lásu þessir upp: Árni Sigurðsson kvæðið “Jón Arason”, og Magnús Matthíasson, son ur skáldsins, kvæðið “Hallgrímur Pétursson’’, og mælti einnig nokkur orð. Mrs. P. Dalinann söng einsöngva: Kvæði úr Skuggasveini “Gekk eg fram á gnýpu”, og “Móðurmálið”. Á milli ræðanna var sungið og stýrði Mr. Brynjólfur Þorlaksson söngnum. Ræðurnar voru svo, að ekki kváð- ust menn hafa heyrt betri fluttar hér vestra, og kaflar í mörgum þeirra fyrirtak. Kvæðin fá menn að sjá í þlöðunum. Söngurinn hafði farið fram snildarlega undir stjórn Mr. Br. Þorláksonar. En einsöngur Mrs. P Daltnann þótti mörgum taka öllu öftru fram. Að lokum var sungið: Eldycunlu Isafold og God Save the King. Það er gleftilegt, að samkoman til heifturs síra Matthiasi skyldi lukkast svona vel, og gjarnan hefðu ræður þcssar mátt í blöðiri koma. QUEEN ESTER söngleikurinn verður endurtekinn í Fyrstu lút- ersku kyrkjunni mánudaginn 22. | i.óvember. Leikurinn er endurtek- 1 inn til inntekta fyrir Red Cross sjóð- inn. Red Cross er sem allir vita líknar- télag, sem gengur út á að hjálpa mönnum særðum á vigvöllunum og jæir líkna eins óvinum sem vinum og gjöra sér engan mannamun. — .-ugnamiðið er að létta kvalirnar, og fcjarga lífi hvort heldur er vina eða óvina. Red Cross fólkið fer ekki í manngreinarálit. og sést því bezt þörfin á þvi að hjálpa þeim, því að með því styður hver og einn að því með þeim að líkna og bjarga. Þess vegna ættu sem flestir að leggja liönd á þetta og styftja líknarstarf Jjetta með Jiví að sækja sainkom- una. — Inngangur enginn, en sam- skota leitað í miðjum leiknum. Engin maður æti aft sleppa þvi að sjá Camp Sewell, tjaldaborgina, cða sjá konunginn yfirlíta flotann \ið Spithead, það tekur sig ljómandi fallega út. Og gleymið ekki Boy Seouts á laugardaginn! Á föstudagskveldið 5. þ. m. setti umboftsmaður stúkunnar Heklu, H. Skaftfeld, eftirfarandi meðlimi í embætti fyrir Jienna ársfjórðung: F. Æ.T.: Guðm. Johnson. Æ.T.: Jakob Kristjánssoi^ V.T.: Þóra Olson G. U.: Guðrún Búason. R.: Guðm. Gíslason. A.R.: F.iríkur Hjartarson. F. R.: B. M. Long. G. : Sigurftur Björnsson. K. Jóhanna Thorvarðarson. I).: Guðbjörg Patrick. A.D.: Sigurveig Christy. V.: George Long. U.V.: ólafur Bjarnason. Stúkan telur nú 340 meðlimi, og ' æri óskandi að þeir hlyntu að Siúkunni og bindindismálefninu alt sem þeir gætu, því enn er margt ó- unnið áður en Bakkus verður rekinn í útlegð, — og fyrri en það er fengið mega Goodtemplarar og annað bind- indisfólk ekki gefa upp starfa sinn. B. FÆR STÚLKA getur fengift létta vist á góðu heimili; stöðug vinna.— Gjörið fyrirspurn að 650 Goulding St. Phone: Sherbr. 1522. Mr. Magnús Eyfjörd kom vestan frá Leslie núna nýlega. Sagði beztu líðan manan þar vestra. Uppskera ágæt, þetta frá 30—45 bushel af hveiti af ekrunni og frá 60—70 bu. af höfrum. Þresking aft mestu bú- in; kornið hér um bil óskemt, — hveiti No. 2 og hafrar No. 1. Allir heilir og hraustir. Hann sá þar marga góða og gamla kunningja sina og tóku þeir honum allir tveim höndum, og biður hann Kringlu að færa þeim öllum hjartfólgnasta Jiakklæti sitt. ' Fulltrúar Tjaldbúðar safnaðar biðja þess getið, að hér eftir (fyrir óákveftinn tima) verði morgun- guðsþjónustur lagðar niður þar í kyrkjunni, og sunnudagaskóli, sem sem hingað til hefir byrjað kl. 10 f. h., byrji framvegis kl. 3 e. h. Kveld- guðsjijónústur verða á venjulegum tíma kl. 7 e. h. , Umræðuefni i Tjaldbúðinni á sunnudagskveldið kemur: Skáldið síra Matthías Jochumsson og kristin- cómur þjóðar vorrar. Stúdentafélagið auglýsir fund á laugardagskveldið 20. J). m. kl. 8.30 í sunnudagaskólasal Fyrstu lútersku kyrkjunnar. Vér höfum verið svo hepnir að fá Mr. ó. W. Ólafsson, að 619 Agnes St. í Winnipeg til að kalla inn allar úti- standandi skuldir Heimskringlu hér í Winnipeg. Vér Jjekkjuin allir Ó. W. ólafsson. Hann hefir verið mönnum kunnur síðan vér fyrst munum eftir hér og betri og áreiðanlegri mann var ekki hægt að fá. Viljum vér nú vinsamlega biðja fólk að taka Jiýðlega á móti honum og opna budduna, þegar hann kemur að inn- kalla fyrir blaðið. Okkur kemur það vel, að fá eitthvað i sarpinn fyrir jólin. Mr. Th. Vatnsdal, kaupmaður frá Wadena, Sask., var hér á ferðinni í borginni og lét vel af öllu þar vest- ur frá. Gladdi Jiað oss, að sjá hann fjörlegan og fullan af lífsþrótti, og svo að heyra um vellíðan bróftur hans, Friðriks kaupmanns Vatnsdal í Wadena, og föður hans, hins gamla Eggerts, sem nú er orðinn 85 ára, og hefir þó ennþá yndi af að tala um pólitík og stríðið mikla. Þetta eru inenn, sem ellin á erfitt með að koma á kné. Heimskringia samgleðst bænd- unum yfir góðri uppskeru, því “bú er landstolpi.” Og svo veit hún aS þeir gleyma henni ekki, þegar peningarnir fara aS koma inn fyrir uppskeruna. HEIÐURSLISTI ÍSLENDINGA. Magnús Andrés Sigurður Breiðfjörd. Hann er fæddur í Þingvalla ný: lendu (norður af Churchbridge, Sask.) 13. nóv. 1892. Foreldrar: Sigurður Magnússon Breiðfjörð og Kristbjörg Guðbrandsdóttir, kona hans. Búandi i Þingvalla, Sask. Magnús útskrifaðist sem fyrsta stigs kennari árið 1912, og var skólastjóri í Kamsack, Sask., er hann innritaðist í 16th Light Horse herdeildina i Yorkton, Sask., og fór með henni áleiðis til vígvallar í ágúst 1914. Hann stóðst lieutenants próf i Virden, Man., í júli 1913. Magnús mun hafa verið eini íslendingurinn, sem sendur var til Englands (sem ‘Boy Scouts’) til að vera við krýningu George V. 19111. Utanáskrlft: 2nd Lieut. Magnus A. S. Breidfjord, • 16th Royal Fusiliers, Attached 7th Lancashire Fusili- ers, 42nd Division, British Mediterranian Exped. Force. Army Post Office, London, Eng. Thomas Ingimar Thordarson.—l'rá Big Point bygð, Langruth P. O., Man. Hann var 24 ára 19. maí 1915. Foreldrar: Mr. og Mrs. J. Thordarson, Big Point bygð, Landruth P. O., Man. Hann var gasvélastjóri áður en hann gekk í herinn. Utanáskrift: — No. 605 , Pte T. Thordarson, , Lord Strathcona Horse (R.C.) Can. Exped. Force......... First Canadian Division, fc’rance. Utanáskrift til Árna Johnson, 627 Agnes St., Winnipeg: — Pte. Arni Johnson, No. 423016, A Co., 44th Battalion C. E. F. Bramshott, near Lipbrook, Hants, England. Utanáskrift til Rúts S. Sölvasonar, frá Westbourne, Man., er: Pte R. S. Sölvason, No. 422518, B Co., 44th Battalion. Bramshott Camp, Hants, England. Mr. Edgecombe fyrir Alderman í 3. kjördeild. IV. T. EDGECOMBE. Kjósendur í 3. kjördeild Jiekkja vel .Mr. Edgecombe, og þarf þvi ekki að mæla ineð honum. Hann er ótta- laus og óháður, og sem fulltrúi fólks- ins mun hann koma vel fram, án J;ess að halda taum vissra manna eða vissra flokka. Hann er í sannleika fulltrúi fólksins. Undir áskorunina til hans að gefa kost á sér hafa víst fleiri menn rit- að, en undir nokkra aðra, og er Jiað hin áhrifamesta áskorun, sem nokk- ur maður getur fengið frá kjósend- um í þessari kjördeild. Og það er talið víst, að hann verði kosinn, og verður meira talað um kosningu lians áður en lýkur. , Jólagjafir til hermanna. Þessar gjafir í jólagjafasjóð til islenzku hermannanna hafa Heims- kringlu borist síðan vér auglýstum gjafirnar í 4. nóv. blaðinu: Stefán ísdal, Cloverdale .... $1.50 Þórey ísdal, Cloverdale .... 1.50 ónefndur, Narrows ............ 1.00 Mrs. .1. Matthews, Siglunes . . .50 M. Mathews, Siglunes.............50 Miss B. .1. Matthews, Siglunes .50 M. A. Johnson, Siglunes..........50 S. .1. Mathews. Siglunes.........50 Mr. og Mrs. Siggeir Olson, West Duluth................ 5.00 A. K. Maxon, Markerville .... 2.00 Áður auglýst............132.75 Gjafir í peningum .... $146.25 2 pör sokkar og 1 par vetlingar frá Sigurlaugu J. Beck, Beckville. Leiðrétting á hermannalistanum frá Selkirk. í listanum í síðasta blaði hafði nöfnum sumra verið slept, en tekin upp nöfn nokkura Svia. Þeir, er vér vitum til að hafi farið í stríðið af löndum i Selkirk, eru þessir: G. Finnsson. Karl Anderson. Allan Sigurðsson. IV. Sigurðsson. Hermann Davíðsson. Capt. Bergmann. Sigurður Einar Freeman, — Nr. 150913 í 79th Battalion. Gekk inn 15. ág. 1915. Foreldrar: Jóhanna Free- man og Björn Freeman. Christopher Miðfjörð.—Gekk inn í 34 Fort Garry Horse á Englandi. S. Sigurður.—Gekk inn í 45th Bat- talion, Winnipeg. Faðir Friðbjörn Sigurður, við Manitobavatn. Corporal John Alex Johnson. — No. 2078,, Canadian Engineers, sem nú eru á Englandi. Hann er 20 ára gamall. Foreldrar: Guðlaug M. John- son og John Johnson, Selkirk. M. Iloughton. — Foreldrar Mr. og Mrs. E. Houghton. Steve T. Johnson. — Mr. og Mrs. T.Johnson. Steve Sölvason. — Mr. og Mrs. G. Sölvason. Jóhann Bensoh.— 24 ára gamall. Foreldrar: Mr. og Mrs. S. Benson. Síra M. .7. Skaptason! Kæri vin! Eg meðtók Heimskringlu á venju- legum stað og tíma og tók að lesa hana i morgun, en þegar eg heyrði að sauð í katlinum, varft “náttúran náminu rikari”, — eg fleygði blað- inu og fór að hugsa um kaffið. Síð- an liefi eg ekki getað fundið hana. Nú er eg staddur undir rúminu, ef ske mætti sú kringlótta heffti oltift þangað, og er að raula þetta: Mér er ætíð Kringlan kær, kálbrosleg i framan. F.ins og hún sé yngismær, sem ást og hylli þinni nær; en hleypur burt og hlær að öllu saman. Sch. I SUCCESS BUSINESS COLLEGE. WINNIPEG, MANITOBA. Byrjatiu rétt og byrjatSu uö. LærlS verzlunaríræbl — dýrmætustu þekkinguna, sem til er í veröldinni. LæritS í SUCCESS, stærsta og bezta verzlunarskólanum. Sá skóll hefir tiu útibú i tíu borgum Can- adalands—hefir fleiri nemendur en allir keppinautar hans i Canada tii samans. Vélrltarar ör lielm skóla hafa hteMtu vertilaun.—Útvegar at- vinnu — hefir beztu kennara — kennir bókhald, stærtSfrætil, ensku, hratiritun, vélrltun, skrift og atS fara metS gasólin og gufuvélar. Skrifiö eöa senditS eftir upplýsingum. F. G. GARBUTT D. F. FERGUSON. Prestdent Prlnclpal Bréf frá J. V. Austmann Alten-Grabow, Germany, 30. sept. 1915. Kæri faðir! í síðastliðinni viku fékk eg bögg- ul frá ])ér og Jiar með bók No. 1.— Bókin er skemtileg en mest um und- irstöðuatriði. Eg vonast eftir að uæsta bók verði fjölbreyttari. Á hverjuin degi æfum við okkur í reikningi, við stærðir með allskon- ar lagi, og reynum okkur i öllum uphugsanlegum reiknings þrautum, og sumir af oss eru orðnir all-vel leiknir (fairly experts) i þeirri grein. Það er engin sú bygging til, sem eg ekki treysti mér nú að reikna út hæglega. Eg held enn trygð við frönskuna mína og les hana á degi hverjum, og sömuleiðis æfi mig í að tala; svo mig skyldi ekki undra, J)ó eg yrði orðinn talsvert mentaftur, Jiegar styrjöldinni er lokið. Nú vinn eg hér á pósthúsinu og hefi j)ann starfa að grandskoða (in- spect) alla böggla, er hingað koma. Þetta endist mér hér um bil 4 tíma á dag. Þetta verk á vel við mig og gefur mér tækifæri til að hafa hug- ann við fleira en eitt og hið sama. Eg er nýbúinn að fá ljómandi skemtileg bréf frá þeim systrum mínum Clöru og Helgu, og eg sé á mynd, sem þær sendu mér, að Helga er orðin myndarleg og falleg stúlka, og Clara er eins og fyr, feg- urðin sjálf. Ekki hefi eg fengið línu frá Val- týr i háa herrans tíð. Segðu fyrir mig snáða þeim, að mér Jiætti vænt um að fá línu frá honum einstaka sinnum. Sömuleiðis mættir þú og Emil skrifa mér oftar. Hektor og Lillian liafa aldrei skrifað mér. Berðu kæra kveðju mina til móð- ursystur minnar (Mrs. Sturlaugs- son) og seg henni, að vænt þætti mér um, að fá línu frá henni. Helga segir mér i bréfi sínu, aft þér hafi gengið heldur vel að selja bókina þína. Eg hafði hugmynd um, að svo mundi fara og eg samfagna með Jiér. Enga peninga hefi eg fengið frá þér í æðilangan tíma; mér kemur þó betur að hafa dálítið af skild- ingum, svona fyrir ýmislegt smá- vegis, segjum 3—4 dollars á mán- ufti. Segðu fyrir mig öllum þeim, sem spyrja eftir mér, að mér líði vcl og eg sé eins og nýsleginn silfurdollar. Með elsku og óskum beztu til allra er eg þinn elskandi sonur J. V. Austmann. * * * Aths.—Á ofanrituðu bréfi frá hr. J. V. Austmann virðist oss mega ráða, að honum eru engin takmörk sett, hversu mörg bréf honum sé leyft að veita móttöku á hverjum mánufti.—Ritstj. Silfurbrúðkaup. f.vlt nýslegnum 25c silfurpeningum. Var letrað á hana af miklum hagleik “Til hjónanna frú Jc.iónnu og herra Guftmundar Þórðarsonar á silfur- brúðkaupsdegi þeirra 8. nóv. ly 15, með beztu heillaóskum frá nokkrum vinum”.— Ávarpaði presturinn silf- urbrúðkaupshjónin mörgum fögrum orðum og mintist með þakklæti og aðdáun á starf J)eirra á liðnum ár- um i kristindórús og félagsmálum meðal þjóðflokks vors hér vestra og einkanlega á liknarstarfsemi þeirra, sem hefði borið svo blessunarrikan ávöxt. Síðan kallaði veizlustjóri ýmsa fram og héldu þessir ræður: Síra Steingrímur Thorláksson, Árni Eggertsson, Finnur Jónsson, I'riðrik Sveinsson, Mrs. F. Sveinsson, Arinbjörn Bardal. og báru ræðurnar allar rikulegan vott um vinsældir og virðingu þá, er þau hjón njóta svo alment hjá öll- um, er þau hafa kynst. Svo mikill kraftur fylgdi ræðu Mr. Arinbjörn Bardals, að það kvikn aði á öllum raflömpunum i húsinu og slokknaði ekki þaðan af. Herra Þórftur Þórðarson, bróftir brúðgumans, las upp ávarp frá “Betel” búum (á gamalmennaheim- ilinu) á Gimli. Vér setjum hér kafla úr því: “Silfur og gull eigum vér ekki (samanber orð Péturs), en það sem við höfum, skaltu fá; en J)að eru Jiöglar en heitar hjartans óskir og bænir um það, að þú megir rikulega umbun hljóta, og Jiað einnig í þessu lífi, fyrir a’lla þá alúð, umhyggju og hjálp, sem ])ú hefir jafnan sýnt okk- ur göinlum, sem nú myndum þessa heild — þetta heimili, sem að nefn- ist “Betel”.----------- Siðast töluðu Jiau silfurbrúðhjón- in; og Jiökkuðu öllum hjartanlega fyrir þessa óvæntu heimsókn, fyrir gjafirnar og öll hlýju orftin og alla velvildina í þeirra garð. Að ræftunum enduðum voru frain fcornar veitingar. Síðan skemtu menn sér langt fram á nótt; gekst herra Jónas Pálsson söngfræðingur ótullega fyrir því, lék á píanó af sinni alkunnu list og eldlegu fjöri. Safnaðist brátt að honum fylking af söngfólki, er söng fjölda íslenzkra Jijóðsöngva; lögðu þeir til þess drjúg an þátt Jón Friftfinnsson tónskáld og Einar Páll Jónsson. Varð að því hin bezta skemtun. Heillaóskir bárust þeim hjónum úr ýmsum áttum: Frá Mr. og Mrs. Carl Olson, Mr. og Mrs. S. Thordar- son og Mr. og Mrs. ChisWell á Gimli, og fleiri. Þessi hópur, er þarna var saman kominn, var þó eigi neina lítið sýnis horn vinsælda þeirra hjóna, því margfalt fleiri hefðu kosið að vera með, að sýna þeim virðingu; en þeim er þessari för stýrðu, þótti naumast gjörlegt; að fleiri færu en húsið rúmafti, og er það þó stórt og rúmgott. þeirra hjóna Mr. og Mrs. G. P. Thord arson var hátíðlega haldið af hóp vina þeirra mánudagskveldið 8. þ. m. Höfðu þeir mælt sér mót um kveldið og gengu svo í fylkingu vestur að heimili þeirra á Burnell st. og tóku hús á þeim; voru um 100 manns í atförinni. Talsvert fleiri hefftu komið, ef eigi hefði komið fyrir það óhapp, að rafmagnskerfi bæjarins var í lamasessi eftir o- veðrið nóttina áður og því rafljósa- laust í bænum og af þvi mikil óþæg- indi. En veizlugestirnir voru við öllu búnir — eins og forsjálu meyj- arnar —; höfðu þeir með sér ‘tendr- aða lampa’ (og kerti), svo ekki skorti ljós. Sira Björn B. Jónsson hafði orð fvrir gesturn og afhenti brúðhjónun- urr silfur blómsturkörfu, sem var Veizlugestur. VANTAR.—Mrs. L. J. Hallgrimsson. að 548 Agnes St., vantar vinnu- konu. KENNARA VANTAR fyrir Arnes-South skólahérað No. 1054. Kenslutimi frá 1. janúar til 30. júní 1916. Kennari tiltaki æfingu við kenslu og kaup það, sem óskaft er eftir.’ Umsækjandi iná ekki hafa lægra mentastig en Third Class Pro- fessional Teachers Certificate. *• Til- boðuin verður veitt móttaka af und- irskrifuðuin til 1. desember 1915. Nes, 2. nóv. 1915. fsleifur Ilelgason, Sec’y-Treas. Nes P.O., Man. Hospital Pharmacy Lyfjabuðin sem ber af öllurn, öðrum. — Komið og skoðið okkar um- ferðar bókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- ávísanir, seljum frímerki og gegnum öðrum pósthússtörf- um. 818 NOTRE DAME AVENUE Phone G. 6670-4474 J NÝ VERKSTOFA Vér erum nú fœrir um at5 taka á móti öllum fatnaöi frá ytSur til aT5 hreinsa fötin þín án þess aT5 vœta þau fyrir lágrt verö: Suits Cleaned and Pressed....r»Oc Pants Steamed and Pressed... 25c Suits Dry Cleaned..........$2.00 Pants Dry Cleaned............50c Fáit5 yt5ur vertSlista vorn á öllum at5gjört5um skófatnat5ar. Empress Laundry Co -------- LIMITBD -------- I*honc St. .lohn 200 Cor. AIKKXS AND DLFFEUIN

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.