Heimskringla - 18.11.1915, Blaðsíða 6
BLS. 6
HEIMSKRINGLA.
WINNIPEG, 18. NÓVEMBER 1915.
'Ætlið þér að svifta herra Dugald öllu?’
‘Auðvitað! Ileldurðu að eg hóti og framkvæmi
ekki hótanir mínar. Eg ætla að arfleiða góðgjörða-
stofnanir að ölluin minum peningum’.
‘Og Ben Storm? Og höllina?’
‘Gef eg ungfrú Cameron. Eg hefi einu sinni sagt
að hún skyldi verða húsmóðir hér, þegar eg er dáin
og horfin. Iíg ætlaðist til, að Dugald yrði húsbóndi;
en fyrst hann vill hana ckki, fær hann ekkert.’
‘En að vilja svifta Dugald öllu, sökum þessarar
nornar —’
‘En þessi norn verður seinna húsmóðir þín, og
þvi er bezt þú talir varlega um hana’.
‘En, frú, ungfrú Cameron er ekki í ætt við yður,
og hefir því enga kröfu til eigna yðar; en það er til
ættingi yðar, sem ætti að ganga fyrir ungfrú Cameron’.
‘Hver er það?’
‘Ungfrú Helen Clair, dóttir Helenar okkar sálugu,
— lafði Clair’.
‘Eg hata alla, sem heita Clair, f*á hvirfli til ilja.
Eg vil ekki vita heitt af Helenu og hún fær ekki einn
skilding frá mér; enda fékk hún allar eignir móður
sinnar og er nógu rík. Nefndu ekki Clairs nafn oftar,
svo eg heyri’.
Margery stundi.
‘En, frú, hr. Dugald —’
‘Ekki einu orði fleira. Eg vil að mér sé hlýtt.
Hjálpaðu mér i rúmið. Eg er þreytt og magnþrota.
Já, eg er alein i elli minni, — alveg einmana’.
Þrátt fyrir sorg sína og reiði, hjálpaði Margery
gömlu, hefnigjörnu konunni úr fötunum, og lagði hana
i liáa, gamla himinrúmið. Svo gekk hún að gluggan-
um og horfði út. á ineðan hún grét þegjandi.
‘Það er ekki eins bjart nú og verið hefir’, sagði
hún við sjálfa sig, ‘og vegurinn til Kirkfaldy er hættu-
legur. Ætli það sé rangt, að biðja guð um að láta
sendimanninum cða hestinum vilja eitthvert óhapp til
svo lögmaðurinn geti ekki komið? Guð fyrirgefi mér
synd mína! Eg held að sá vondi hafi eitrað hugsanir
frúarinnar, eins og hann gjörði með Faraó. Eg veit,
að hún elskar Dugald, og þráir að sjá hann; en dramb
hennar kemur henni til að gjöra hann arflausan, og
að arfleiða óvin hans. Já, þetta er sorgardagur á Ben
Storm, vesalings ungi herra minn, — mig furðar á,
hvers konar ný sorg nú þjáir hann. Já, við eigum öll
von á sorgum.
31. KAPITULI.
Vngfrú Cameron tætur i Ijósi sitt sanna eðli.
Næsta morgun var frú Vavasour of magnþrota til
að geta farið á fætur. Reiðin og hefnigirnin höfðu
skilið eftir áhrif sin hjá henni.
Þegar dagur ljómaði, sendi þerna hennar eftir
heimilislækninum. Hann koin til hallarinnar kl. 9 og
var strax fvlgt inn í svefnherbergi frúarinnar.
Þegar læknirinn kom inn, greip hann hendi henn-
ar og þreifaði á slagæðinni.
‘Hún hefir reynt of mikið á sig, Margery’, sagði
læknirinn. ‘Þér megið ekki láta hana reyna á sig um
of. Eg hefi sagt yður það að minsta kosti hundrað
sinnum’.
‘Hvernig get eg hindrað það?’ sagði Margery. —
‘Það er hún, sem öllu ræður hér Þér þekkið ekki frú
Vavasour’.
‘Já, það gjörir hún’, sagði frúin og opnaði augun
skyndilega. ‘Eg ræð öliu hér á meðan eg lifi, og eg
veit, hver stjórnar hér að mér látinni’.
‘Kæra frú Vayasour’ sagði læknirinn; ‘engan á-
kafa nú, af neinu tagi. Hér eru styrkjandi dropar.
Ef þér viljið lifa lengur, verðið þér að vera rólegar.
‘Eg er róleg’, sagði hún. ‘Gefið þcr mér dropana
og farið svo og látið niig vera eina’.
‘Nei nei’, sagði læknirinn glaðlega. ‘Þér þurfið
einhvern til að skemta yður og tala við yður. Hafið
þér nokkra lagsmær núna?’
‘Já, unga stúlku, en eg vil ekki tala við neinn núna,
eg vil vera ein’.
‘Eg heyri sagt að ungfrú Cameron sé hér, látið
þér hana og ungu stúlkuna sitja hér hjá yður; eg er
viss um, að spjall þoirra gleður yður’, sagði læknir-
inn.
‘Læknir’ sagði hún; ‘þér spyrjið ekki, hvað að
mér gangi. Vitið þér það?’
‘Já, eg veit það’.
‘Hver hefir sagt yður það?’
‘Get eg ekki séð það sjálfur? Allir þjónarnir 1
höllinni þekkja ásigkoinulag yðar eins vel og þér sjálf-
ar gjörið. Maðurinn ,sem sótti mig, vissi það’.
‘Þér hafið verið á prestssetrinu’, sagði gamla kon-
an. ‘Neitið þér þvi ekki. Eg veit þér hafið verið þar.
Eg get ekki gleymt því, hvert uppáhaldsgoð yðar Dug-
ald Vavasour var’.
‘Eins og hann einu sinni var yðar, frú’, svaraði
læknirinn. ‘Eg hefi séð Dugald, minn kæra, góða vin;
— ef þér vilduð leyfa honum að koma hingað, er eg
viss um, að fagra andlitið hans myndi ná ást yðar.
Hann er orðinn göfugri og karlmannlegri af baráttu
sinni við heiminn’.
‘Og hann hefir ekki mist neitt af þrákelkni sinni
og þverúð. Þér vitið, hvaða boð hann sendi mér; en
eg læt hann ekkert erfa. Ungfrú Cameron á að erfa
mig. En nú vil eg sofa’.
Hún sneri sér að veggnum. I.æknirinn og Marg-
ery gengu inn í næsta herbergi.
‘Haldið þér að hún deyji?’ spurði Margery.
Læknirinn stóð fyrir framan ofninn og horfði
hugsandi á eldinn.
‘Nei, hún er að eins magnþrota af ilskunni, sem
í huga hennar býr. Höti þráir Dugald, en hefnigirnin
og þrjóskan skipa henni að gjöra hann arflausan. —
Það er sorglegt’.
‘Og ungfrú Cameron, þessi vondi vættur, á að
verða húsmóðir hér', sagði Margery. ‘Gerið þér svo
vel, að segja Dugald, að mig og frú Macray langi til að
sjá hann áður en hann fer’.
Læknirinn lofaði að gjöra það.
‘Mín þarf hér ekki Jengur. Frú Vavasour fer á
fætur síðari hluta þessa dags. Hér eru dropar, sem
þér getið gefið henni. Reynið að gjöra hana rólega;
það er aðalatriðið’.
Svo kvaddi læknirinn og fór.
Frú Vavasour sofnaði og vaknaði ekki fyrri en
um dagverðartima.
Margery færði henni hlýjan og hressandi drykk,
ásamt góðum mat. Hún át og drakk með góðri lyst;
fór svo fram úr rúminu og skipaði Margery að hjálpa
sér í fötin.
‘Lögmaðurinn minn kemur hingað i kveld, svo þú
verður að klæða mig í fallegustu fötin’.
Margery gjörði eins og henni var skipað, og frú
Vavasour hafði ekki litið eins vel út í síðustu 20 árin,
eins og hún gjörði nú.
‘Eg lit ekki út fyrir, að taka mér nærri ji'józku
Dugalds. Margcry? En — hvar er ungfrú Cameron?’
‘Eg veit það ekki, frú. Á eg að senda þjón til að
lcita hennar?’
‘Nei, alls ekki. Eg er enn fær um að gefa skipanii
mínar, Margery. Hefir Gréta spurt eftir líðan minri i
dag?’
‘Nei, en forvitna þernan hennar hefir komið einu
sinni eða tvisvar’, svaraði Margery.
‘Veit Gréta um áform initt henni viðvíkjandi?’
‘Það eru líkur lil hún viti það’, svaraði Margery
þurlega. ‘Hver einasti af þjónum yðar talar um áform
yðar, frú; og þerna ungfrú Cameron er afar forvitin
og hikar ekki við að spyrja um þau’.
‘Hefir ungfrú Brend komið að dyrum mínum i
dag?’
‘Já, hún hefir komið hingað oft og spurt um liðan
yðar, góða, unga stúlkan’, sagði Margery. Hún er við-
kvæm og hugsunarsöm og falleg lika. Eg vildi að hún
væri ungfrú Cameron, þá myndi Dugald ekki neita að
kvongast henni’. ,
‘Henni? Þú hefir ávalt verið flón, Margery’, sagði
gamla koan. ‘Eg býst við að þær séu-búnar að borða
og ungfrú Cameron sé komin inn i rauða salinn. Eg
verð að fara og tala við hana, og segja henni frá áforrn-
um mínum. Þú þarft ekki að fylgja mér, Margery’.
‘En, frú, ungfrú Cameron er máske ekki þar —’
‘Sé hún þar ekki, get eg hringt á þjón til að sækja
hana. Þú ert flón, Margery; þú græðir ekkert á óvilja
þínum gegn ungfrú Cameron. Opnaðu nú dyrnar’.
Margery hlýddi, og frúin gekk í áttina til rauða
salsins.
Það vildi svo til að þær voru báðar í salnum, ung-
frú Cameron og Edda. Þær heyrðu ekki að frú Vava-
sour kom, og nam staðar fyrir utan dyrnar til að kasta
mæðinni; en þá koin það fyrir, að hún heyrði samtal
þeirra, sein varð til jicss, að hún hætti við að arfleiða
Grétu.
Ungfrú Cameron og Edda höfðu litið talað saman
fram að þessu. Gréta var hrokafull gagnvart Eddu, a
þvi að hún vildi láta hana skilja að hún stæði skör
lægra, og gat ekki jiolað" sjálfsjtjórn og sjálfsvirðingu
hennar.
Að loknum morgunverði fór Gréta til herbergis
síns; en Edda for að spyrja um liðan gömlu konunn-
ar, og þegar henni var sagt að hún svæfi, tók hún sér
langan göngutúr ofan fjallið, — máske i þvi skyni, að
finna Dugald, en það brást.
Við dagverðinn voru þær aftur tvær einar við
matarborðið. Gréta var hin kátasta og át með græðgi
mikilli.
Að lokinni máltíð fór Edda inn i rauða salinn, og
á eftir henni fór Gréta þangað líka.
Þær voru naumast seztar, þegar frú Vavasour kom
að dyrunum og heyrði fyrstu orð Grétu.
‘Þér hafið heyrt það, ungfrú Brend’, sagði hin
rauðhærða Gréta, ‘að frú Vavasour á von á lögmanni
sínum í kveld, til að semja erfðaskrá, og að hún ætlar
að gjöra Dugald arflausan. Vitið þér hver á að erfa
hana?’
‘Nei, það veit eg ekki’, svaraði Edda; ‘en hún ætti
að arfleiða hinn unga ættingja sinn. Og eg ber það
traust til réttlætistilfinningar hennar, að eg vona hún
gjöri það enn’.
Gréta hniklaði brýrnar.
‘Skoðun yðar er heimsk’, sagði hún háðslega. —
‘Dugald fær ekki einn skilding. Hvaða heimild hefir
hann til að hafna mér, Cameron-erfingjanum? Mín
ætt er eins góð og hans. Hann neitaði að kvongast mér,
eins og væri eg svartálfur. Eg veit ekki, hvort eg hata
hann eða elska harin; en eg vil hefna mín á honum.
— Allir þjónarnir tala um þetta efni. Frúin hefir sagt,
hvern hún ætli að arfleiða. Hver haldið þér það sé?’
‘Eg veit það ekki. Eg er ekki von að hlusta á
marginælgi vinnufólks’, sagði Edda kuldalega
‘En það gjöri eg’, sagði Greta með áherzlu. ‘Það
væri betra fyrir yður, að skilja rétt stöðu yðar. ,Þér
verðið ekki lengi hér í Storm Castle. Frú Vavasour
skrifar erfðaskrá sina i kveld, og eg verð erfingi henn-
ar. Eg verð húsmóðir hér. Eg vildi að eg gæti lifað
svo lengi, að eg sæi hann sem betlara skríða að þess-
uin dyrum svo eg gæti látið þjónana fleygja honum út,
— það væri réttlát hefnd’.
‘Eg vona að mörg ár liði, áður en þér fáið þenna
arf, ungfi ú Cameron’, sagði Edda.
Þér vonið það? Auðvitað. En það verður hvorki
ár, mánuðir eða dagar’, sagði Greta og hældist um.
Máske það verði ekki einu sinni klukkustnndir. Þern-
an mín hefir oft farið að dyrum kerlingarinnar í dag,
til að vita, hvernig henni liði; og einu sinni gægðist
hún inn og sá hana sjálfa. Hún sagði hún líktist deyj-
andi manneskju og væri eins svört og gamall smurn-
ingur. Hún lifir liklega nógu lengi til þess að full-
komna erfðaskrá sína handa mér, en ekki mikið leng-
ur. Þegar þessi kerlingarhrota er búin að svala hefnd-
arþorsta sínum ineð erfðaskránni, er líklegt að hún
finnist dauð i bóli sínu næsta morgun’.
‘Ungfrú Cameron!’ sagði Edda hátt og hörkulega.
‘Eg get ekki þolað, að þér efnið frú Vavasour slíkum
nöfnum’.
‘Nú, þér þolið það ekki! Þér eruð viðkvæmar af
vinnukonu að vera, ungfrú Brend. Máske þér gjörið
yður von um, að hún hugsi til yðar í erfðaskrá sinni?’
sagði Gréta háðslega. ‘Heima hjá okkur köllum við
hana galdranorn, og fyrir hundrað árum síðan hefði
hún eflaust verið brend sem slik. Hún er mjög óvið-
feldin og viðbjóðsleg kerling og meðan hún liggur í
bólinu segi eg það óhikað hverjum sem vera skal. —
Frú Vavasour hefir lifað nogu lengi og enginn syrgir
hana. Eg hefi sent vagninn minn heim með bref, og
í því sagði eg, að eg ætti að verða erfingi þessa greppi-
trýnis; og þá skuluð þér fá að fara, þegar eg er orð-
in húsmóðir hér. Iíg sendi annan mann til lögmanns-
ins i morgun, ef eitthvert óhapp hefði komið fyrir
þann fyrri, svo hann gæti komið i kveld’.
‘Eg hafði engan grun uni, að frú Vavasour liði svo
illa’ sagði Edda. ‘Eg verð að fara til hennar; máske
eg geti eitthvað gjört fyrir hana, og sé hún mjög vcik,
þá verður að sækja herra Vavasour, svo þau geti sætzt
meðan timi er til’.
‘Þér lymska manneskja!’ hrópaði Gréta reið. ‘Þér
viljið að frú Vavasour sættist við frænda sinn og arf-
leiði hann. En komi hann hingað, fær hann ekki að
koma inn. Frá þessu augnabliki er eg húsmóðir hér’.
Dyrnar voru opnaðar með hægð og á þrepskild-
inum stóð frú Vavasour.
Ungfrú Cameron hljóðaði, stökk á fætur og sagði:
‘ó, elsku amma, mér var sagt að þú værir veik og
í rúminu. Eg er svo fegin að sjá þig — svo glöð —’
Hún opnaði faðminn til þess að taka frúna í hann,
en frúin veifaði stafnum og hrópaði ilskulega:
‘Snertu mig ekki, eiturnaðra!’ Gréta hopaði á
hæl dauðhrædd.
‘Ungfrú Brend, gjörið þér svo vel að liringja’, sagði
gamla konan.
Edda hlýddi þegjandi.
Þegar þjónninn kom, sagði frú Vavasour róleg:
‘Komdu með vagninn að dyrunuin, til þess að
flytja ungfrú Cameron til Glen (iameron, og sendu þjón
upp til þernu hennar, til að segja henni, að hún skuli
taka saman farangur hennar og vera tilbúin innan
stundar að fara’.
Þjónninn fór til að framkvæma skipanirnar.
‘Að einni stundu liðinni verður vagninn koininn
að dyrununi, ungfrú Cameron. Eg skal afsaka yður,
ef þér þurfið að búa yður’, sagði frú Vavasour í afar
köldum róm.
‘ó, amnia, ertu reið við mig? Hvað hefi eg gjört?’
stamaði Gréta.
‘Uogfrú Cameron gleymir, að hún er ekki ætt-
ingi minn’, sagði frúin. ‘Eg heyrði alla samræðu ykk-
ar ungfrú Brend. Gamla ‘kelingarhrotan' er ekki dauð
ennþá og þér eruð ekki húsmóðir í Storm Castle og
veröið það aldrei. Nú getið þér farið’.
Greta roðnaði af ilsku, en þorði ekki að segja
neitt.
En þegar hún var komin að dyrunum sagði hún:
‘Eg vil ekkert af yðar eignum. Sé yður það huggun,
get eg sagt vður, að eg hefi ávalt hatað yður. Nú getið
þér arfleitt Dugald, ef þér viljið; og eg segi að þér
séuð vond, gömul galdranorn. Eg er ekki sú eina, sein
gleðst yfir dauða yðar’.
Gréta þaut nú út og upp til þernu sinnar.
‘Hjálpaðu mer til herbergis míns, barn’, sagði
frúin.
Edda leiddi hana til samtalsstofu sinnar. Marg-
ery gaf henni styrkjandi dropa, og strax batnaði gömlu
konunni. Margery sendi hún burtu, og Edda gjörði alt
hvað hún gat til að gjöra hana rólega.
Stundu síðar ók vagninn burtu með Grétu, þernu
hennar og koffort.
‘Það er gott að losna við hana, og fá að vita, hver
hún er í raun og veru’, sagði frúin ‘Lesið þér nú fyr-
ir mig, .ungfrú Brend. Eg er of þreytt til að tala’.
Edda las skozka skáldsögu og brátt sofnaði frúin.
Hún vaknaði ekki fyrri en undir kveld. þegar Marg-
rekin burtu. •
‘Þú ert glaðleg á svip, Margery’, sagði frúin með-
an hún drakk teið sitt. ‘Hvað kallaðir þú ungfrú Cam
eron í morgun — sem eg sneypti þig fyrir?’
‘Eg kallaði hana illan vætt, frú’.
Margery’.
þér vitið hver Gréta er?’
‘Sagði eg þér ekki að nefa það nafn aldrei
mig?’ sagði frúin. ‘Eg fyrirgef honum aldrei að hann
óhlýðnaðist mér og hann má ekki hingað koma.
Nefndu hans nafnd aldrei oftar!’
á lögmanninum.
Klukkan hálfsjö heyrðist vagnskrölt úti og fám
mínútum síðar tilkynti kjallaravörðurinn, að lögmað-
urinn væri kominn, og að hann hefði gengið til her-
bergis síns til þess að hafa fataskifti áður en hann sett-
ist að dagverði. Hálfri stundu síðar opnuðust dyrnar
og kjallaravörðurinn sagði:
‘Hr. McKay frá Kirkfaldy’.
32. KAPfTULI.
óvænt úrslit.
Það leit út fyrir,, að tilraunin til að frelsa Helenu
fengi slæman enda; því ávalt nálgaðist skúta jarls-
ins. Þó Ronald vissi að sér væri hætta búin var hann
sá eini, sem var brosandi og hughraustur.
Helen var lika furðu róleg; því eftir fangavistina
fanst henni hún vera eins og fugl, sem slept hefði ver-
ið úr búri. Að geta hreyft sig á þilfarinu, hlustað á
vingjarnlegar raddir og séð vingjarnleg andlit, var
henni sannarleg sæla. Hún gekk aftur og fram um
farið með unnusta sínum; en frú Bliss og Letty sátu
á þægilegum stólum.
‘Þeir nálgast okkur stöðugt’, sagði skipstjóri; ‘og
þegar dagur rennur upp, verða þeir búnir að ná okkur.
En, hvað er þetta? Regn?’
Fáeinir dropar féllu á andlit hans.
‘Nú kæmi sér vel að fá regn’, sagði skipstjóri.
‘Þá gætum við breytt stefnu, og þeir mist sjónar á
okkur’.
Úðaregn byrjaði. Skipstjóri breytti stefnu, og þeir
sáu hvergi skútu jarlsins.
‘Eftir 2 eða 3 klukkutíma birtir aftur, Ronald lá-
varður. ‘Er ekki bezt að við förum inn á einhverja
höfn í eyjunum í sundinu, og dveljum þar einn eða
tvo daga, höldum svo áfram að nóttu til og lendum á
einhverjum afviknum stað á Cornwall-ströndinni, þar
sem ykkur er óhætt. Franska skútan fer eflaust beina
leið til Englands’.
‘Áform yðar er ágætt’, sagði Ronald. ‘En hvar er
sú höfn, sem við getum dvalið i?’
‘Eg þekki óbygða eyju i sundinu, þar sem eg veit
að óvinir yðar geta ekki fundið yður’
Það var talað mikið um þetta áform, og seinast
var það borið undir atkvæði ungfrú Helenar og frú Bliss
sem samþyktu það undir eins að fara til þessarar eyj-
ar. Ronald og stúlkurnar lögðu sig siðan til svefns.
Um klukkan 8 fór “Fálkinn” í gegnum þröngt
sund, sem var umkringt háum klettum á báðar hliðar.
Eyjan var lítil, óbygð en skógi vaxin.
Þarna lagðist skipið við akkeri og skömmu siðar
kom Helen og frú Bliss upp á þilfarið.
Það rigndi all-mikið, svo þær fóru ofan aftur, og
skömmu síðar var neytt dagverðar. Að honum loknum
lagðist skipstjóri til svefns.
Undir hádegi hætti að rigna og sólin fór að skína;
þá fór Ronald, Helen og frú BIiss á land í eyjunni sér
til skemtunar.
Um kveldið var tungisljós og gott veður, og vind-
urinn hagstæður, svo skipið lagði af stað og sigldi
hratt sem fálki flýgi.
Helen vaknaði seint um morguninn, og hraðaði
sér i fötinj gekk svo fram í borðsalinn o'g mætti frú
Bliss þar.
‘Hvar erum við nú?’ spurði Helen.
‘Við eruin í lítilli vík við Cornwall-ströndina, sem
kölluð er Smygil-höfn’, svaraði frú Bliss. ‘Skipstjóri
er uppalinn hér og vel kunnugur’.
Helen og frú Bliss gengu upp á þilfarið, og mættu
þar Ronald.
‘Frú Bliss hefir víst sagt þér, hvar við erum, Hel-
en„ sagði Ronald. ‘Héðan förum við til St. Germans;
af því mig grunar, að óvinir okkar hafi þar menn til
að njósna um okkur, verðum við að vera dulklædd’.
‘Mér finst sem þungri byrði sé af mér létt, og a^
eg sé óhultari í mínu eigin landi en annarsstaðar. En
hvernig getum við dulklætt okkur og hvernig gctum
við komist til St. Germans?’
‘Það vill svo vel til, að skipstjórinn á hér heima, og
hann ætlar að útvega okkur dulbúning og flytja okkur
til St Germans’, svaraði Ronald.
‘Við skulum sigra óvini yðar, ungfrú Clair’, sagði
skipstjóri. ‘Þér fáið fatnað Jenny systur minnar og
Ronald sunnudagafatnað föður mins, svo faðir yðar má
lita tvisvar á yður áður en hann þekkir yður. En þarna
er frammistöðumaðurinn’.
Þau gengu ofan og neyttu morgunverðar. Að því
búnu fóru þeir skipstjóri og Ronald í land.
Hér um bil tveim stundum síðar kom skipstjóri
með marga böggla, og með honum var gamall bóndi,
með gráa hárkollu á höifði, i síðum frakka og þykkum
stígvélum, með gamlan hatt og græn gleraugu.
‘F’aðir skipstjórans’, sagði frú Bliss. ‘En hvar er
Ronald?’
Helen hló glaðlega.
‘Þessi bóndi er lávarður Ronald’, sagði hún. ‘Þekk-
ið þér hann ekki, frú Bliss?’
Skipstjóri og bóndinn komu nú út í skipið, og þá
var hlegið glaðlega.
Helen fékk frú Bliss bögglana, og svo fóru þær
allar ofan.
Skömmu síðar komu þær upp.
Frú Bliss var í fatnaði móður skipstjórans, og leit
út sem roskin og nokkuð feit kona.
Helen var í fögrum léreptskjól með hatt og blæju.
Innköllunarmenn Heimskringlu:
1 CANADA.
F. Finnbogason Árborg
F. Finnbogason ...Arnes
Magnús Teit ...Antler
Pétur Bjarnason ...St. Adelaird
Páll Anderson Sigtr. Sigvaldason ...Brú ...Baldur
Lárus F. Beck .*... F. Finnbogason ...Beckville Bifrost
Ragnar Smith ...Brandon
Hjálmar 0. Loftson ...Bredenbury
Thorst. J. Gíslason Jónas J. Húmfjörd Brown ...Burnt Lake
B. Thorvordsson Óskar Olson „Oalgary ...Churchbrigde
J. T. Friðriksson ...Dafoc, Sask.
J. K. Jónasson .„Dog Creek
J. H. Goodmanson Elfros
F. Finnbogason Framnes
John Januson Foam Lake
ij. Þórðarson G. J. Oleson .Gimli ...Glenboro
F. Finnbogason Geysir
Bjarni Stephansson Hecla
F. Finnbogason Hnausa
J. H. Lindal ,_Holar
Andrés J. Skagfeld Hove
Sig. Sigurðsson ...Húsawick, Man.
Jón Sigvaldiason „Icelandic River
Árni Jónsson ...ísafold
Andrés J. Skagfeld Ideal
Jónas J. Húnfjörð G. Thordarson Innisfail ...Keewatin, Ont.
Jónas Samson Kristnes
J. T. Friðriksson Thiðrik Eyvindsson ...Kandahar Langruth
Oskar Olson Lögberg
Lárus Árnason ,_Leslie
P. Bjarnason Lillesve
Eiríkur Guðmundsson Pétur Bjarnason ...Lundar Miarkland
Eiríkur Guðmundsson Mary Hill
John S. Laxdal ...Mozart
Jónas J. Húnfjörð ...Markerville
Paul Kernested ...Narrows
Gunnlaugur Helgason ...Nes
Andrés J. Skagfeld . Oak Poinf-.
St. O. Eirikson Oak View
Pétur Bjarnason Otto
Sigurður ,T. Anderson Pine Valley
Jómas J. Húnfjörð
Ingim. Erlendsson . Reykjavfk
Wm. Kristiánsson ...Saskatoon
Snmarliði Kristjánsson ...Swan River
Gunnl. Sölvason . Runólfur Sigurðsson -Selkirk ...Semons
Paul Kernested Siglunes
Hallur Hallson Silver Pay
A. Johnson
Andrés J. Skagfeld —St. Laurent
Snorri Jónsson ...Tantallon
J. A. J. Lindal Victoria R 0
Jón Sieurðsson ...Vidlr
Pétur Bjarnason ...Vestfold
Ben B. Bjarnason. _.... ...Vanconver
Thórarinn Stefánsson
ólafur Thorleifsson ...Wild Oak
Sigurður Sigurðsson —Winnipeg Beacb Westbourne
Thidrik Eyvindsson
Paul Biarnason WvnvnrH
1 BANDARÍKJUNTJM.
Jóhann .Tóhannsson Akra
Thorgils Ásmundsson
Sigurður Johnson ...Bantry
.Tóhann Jóhannsson Cavalier
S. M. Breiðfjörð .„Edinborg
S. M. Breiðfjörð Gardar
Elfs Austmann Grafton
Árni Magnússon Hallson
Jóhann Jóhannsson Hensel
G. A. Dalmann Ivanhoe
Gunnar Kristjánnson „Milton, N.D.
Col. Paul Johnson Mountain
1 G. A. Dalmann _. Minneota
! Einar H. Johnson Spanish Fork
Jón Jónsson, bóksall.._ Svold
Sieurður Jónsson.... Unham
í