Heimskringla - 06.01.1916, Blaðsíða 1

Heimskringla - 06.01.1916, Blaðsíða 1
Kaupið Heimskringlu. Horgið Ueimskringlu áður en skuldin hækkar! — Heimskringla er fólksins blað. Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FLORISTS Phones Main 194. Night and Sun- day Sher. 2667 2S9 DONAI.D STREKT, WINNIPBO XXX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN JAN. 6. 1916. Nr. 15 Stríðs=f réttir í Persíu. Fyrir nokkru voru Rússar með hersveitir nokkrar, þó ekki aðalher- inn, þar eystra, 80 milur norður af Teheran. En Teheran er borg i miðri Persíu norðantil, suður af Hyrcanus fjöllum, sein eru þvert fyrir suður- botni Caspiska hafsims. Er Teheran nú höfuðborg Persa. Þar voru menn tvískiftir og hafði Vilhjálmur þar flugumenn sína, og gátu þeir komið því til leiðar, að hclmingur stjórnar- ráðsins eða vel það voru með Vil- hjálmi og Tyrkjum. En konungur er ungur, rúmlega 16 ára og réði litlu. En svo fóru Rússar að færa sig suð- ur með hersveitir jjessar og komu til Teheran, og uin það leyti hafði kon- ungur ráðgjafaskifti og tók í ráða- neytið menn, sem voru með Banda- mönnum. Hinir stukku þá burt með mikinn flokk manna og ætluðu sér að gjöra uppreist, en Rússar hafa haldið suður mitt landið og hrakið þá á undan sér, og fóru suður með eyðimörkinni hinni miklu, sem nær yfir meginið af austurliluta Persa- iands. Um Jólin tóku þeir Kum og siðan Kashan og hröktu Tyrki og uppreistarmenn undan sér suður og stefndu til Ispahan. För þessi var eiginlega gjörð til þess, að koma í veg fyrir, að Tyrkir hefðu styrk af Persiu, og svo til þess að varna Tyrkjum og Þjóðverjum að senda nokkra flokka eða her- sveitir austur i Afghanistan og á Ind land, til þess að æsa rmenn þar gegn Bretum. En þarna eru ekki aðrar leiðir til en meðfram eyðimörkinni að sunnan og ofan Eufrat og Tigris dalina. Hina fyrri banna nú Rússar, en hina siðari Bretar, og því nær, sem þeir færast hvor öðrum, því ver lítur út fyrir Tyrkjanum. Geta má þess, að þetta er alt ann- ar her en sá, er Rússar hafa í Arm- cniu fjöllum. Um járnbrautarbygginguna og vatnsleiðsluna yfir eyðimörkina suð- ur af Gyðingalandi heyrist nú Iítið- sem ekkert. Og fréttist liklega litið fyrri en seinni hluta þessa mánaðar. Þá fyrst ættu Tyrkir að vera komn- ír langt á leið til Suez; en margir ætla, að þetta sé ineira eða minna fyrirsláttur af Tyrkjum til að hræða Breta, því að aldrei muni Tyrkir yf- ir skurðinn komast. , ítala megin gengur lítið. Á Italíu er alt við það sama. Þar þokast nú ekkert, hvorki til né frá. ítalir halda öllu, sem þeir hafa náð, en gengur mjög svo erfitt að komast áfram. En í Albaníu eru þeir að smá auka herafla sinn, og Durazzo tóku þeir nýlcga. í Albaníu. arar Serba fyrir JóJin og fóru Serb- ar hægt og hægt undan og börðust einlægt; voru þeir iseinfara, því að flóttamennirnir fóru á undan, konur og börn og gamalmenni, og gripir þeir, sem jieir gátu haft með sér og margar þúsundir fanga, sem Serbar vildu ekki sleppa fyrir nokkurn mun. og litu ekki af þeim augum fyrri en þeir voru búnir að koma á annað hundrað þúsund föngum yfir til Frakklands og Italíu. En er of- an í dalina kom í Albaníu, fór Serb- um að koma hjálp frá ltalíu. ítalir sátu i Avlona, i suður Albaníu, og sendu þaðan og frá Skútari vopn og vistir til Serbanna. Svo fóru Serbar að snúast illa við þessum, sein eftir sóttu, og unnu oft smásigra á þeiin. En ítalir færðu sig upp á skaftið og tóku borgina Durazzo í miðju landi við sjóinn, og var þá léttara að hjálpa Serbunum. En Svartfellingar vörðu alt að norðan, svo að þaðan gat enginn óvinur að Serbuin kom- ist. Albanir voru i fyrstu óvinveittir Serbum, en gálu þó lítið að gjört, því að Serbar höfðu 75,000 vopn- færra manna, auk þeirra, sem slóg- ust í lið ineð Svartfellingum og nokk urra þúsunda, sem komust suður til Frakka og Breta. En einum af sveinstaulum sinuin gat Vilhjálmur komið þar suður; það var Vilhjálinur prins af Wied, þýzkur, sem Vilhjálmur útvegaði konungstign í Albaniu f.vrir stríðið. En hann flúði burtu þaðan eftir nokkra mánuði. En nú sendi Vil- hjálmur hann þangað aftur til að ná saman flokki Albaniumanna, til að drepa svo marga Serba, sem liann gæti. Vilhjálmur kom og fékk tölu- verðan flokk og slóst í lið með Búlgörum. En þá kom aftur Essad pasha, sem oft hefir verið getið áður en strið þetta byrjaði, hermaður góður og höfðingi, og vildi gjörast konungur í Albaniu. Hann varði Skútari lengi vel fyrir Svartfellingum. En loks varð liann að gefast upp. En nú er hann enn kominn á stað og hefir 20,000 manna og berst með Banda- mönnum og Serbum. , Svartfellingar eru harðir í hom að taka. Núna um Jólin hröktu Svartfell- ingar af höndum sér Austurríkis- menn og tóku drjúgum fanga af þeim. Voru þeir búnir að berjast þar nokkuð norðantil í Svartfjallalandi, og ætluðu Austurríkismenn að vaða yfir landið og tóku þó nokkra smá- bæji. En Svartfellingar gjörðu þá1 svo harða hrið á þá, að hinir hrukku undan og gáfu upp alla von um að ná landinu að þessu sinni, og við það situr að likindum þangað til vorar. Það, sem Svartfellingum am- ar nú mest, er matarleysi; þvi að Austurríkismenn hafa oft sökt skip- um frá ftaliu, sem komið hafa með mat til þeirra, og svo er eiginlega enginn vegur yfir fjöllin, en snjóar miklu meiri en vanalega. Þurfa Svartfellingar þó marga að fæða, því mikið af allslausum Serbum kom inn í landið; en sjálfsagt láta þeir þá halda ofan að sjónum og hafn- stöðvunum í Norður-Albaníu. Salonichi. Hvað Saloniehi snertir, j>á virðast Bandamenn þar úr allri hættu. Þeir eru búnir að víggirða sig í hálfhring norðan við Salonichi, einar 30—40 inilur norður frá borginni, og er allur skaginn suðaustur af Salonichi i hringnum, með nesjunum löngu. Þykja þeir þar óvinnandi, enda bæt- ist þeim einlægt lið. Hafa Bretar lcnt liði á tveimur istöðum austan við tanga þessa, fyrst við Orfanó, 60 milur austur af Salonichi, og svo við Kavala. Þeir halda því allri strönd- inni þar, og svo halda þeir Enos, hafnstað i Tyrkjalöndum, austan við ósa Maritza fljótsins, sem kemur norðan úr Búlgariu. Og með vorinu er búist við, að þeir fari að hreyfa sig og láta bæði Búlgara og Tyrki vita af sér. Þá hafa Frakkar einnig tekið eyju eina með Litlu-Asíu ströndum, og liafnstað einn, sem Adelia hcitir; er þaðan skamt til járnbrautarinn- ar frá Miklagarði, sem liggur austur miðja Asiu og á leið til Bagdad. — Þeir ætla sér að vita eitthvað um þá, sem fara um brautina, ef að Tyrkir kynnu að fara að rcyna að senda lið suður og austur til Bagdad, eða suð- ur til Suez skurðar. Lítið skrafa inenn um herférð Tyrkja á Suez skurðinn og Egypta- land, og ætla að það verði Bretum aldrei hættulegt, og sama er um uppreist þá, sem gjörð hefir verið á Libyu ströndum, vestur af Egypta- landi. Það voru aldrei nema fáein- ar hræður, og eru nú á flótta, og skildu eftir nóg vopn og vistir, — nokkur hundruð fjár og töluvert af úlföldum, sem skotnir voru eða særðir, svo að þeir komust ekki með þá burtu. Rússin sækir sig nú daglega. Um hina stærri atburði, sem nú eru að gjörast, vita menn litið, nema það, að nú i hálfan miánuð hafa Rússar verið að ’sækja á Þjóð- verja. Þeir byrjuðu fyrst syðst frá norðurldula Bessarabíu og sóttu inn i Búkóvína og í Galiziu; sóttu þeir fram og fóru yfir árnar Stripa og Styr, og svo hefir aldan smáfærst norður að flóunum miklu, sem kend- ir eru við Pripet eða Pinsk. Og er þá þessi lina orðin 300 mílna löng. Á henni allri hafa Rússar sótt fram, og má heita, að þar hafi verið lát- laus bardagi siðan fyrir Jól. Austur- rikismenn segja, að þeir sæki fram i þéttum röðurn, svo að 15 menn standi hver aftur af öðrum, og sýnir það, að ekki eru þeir mannlausir, Rússarnir, ennþá. Foringinn á þessu svæði er Ivanoff gainli, einhver bezti hershöfðingi Rússa. Það er eins og Rússar faré hægt, enda er tekið á móti. En hvað eftir annað hafa þeir hrakið Austurrikismenn upp úr skot gröfum sínum og viggirðingum. Enda er það víst áreiðanlegt, áð Rússar eru nú um það búnir að bæta við herinn. sem áður var, fimm milliónum af nýjum hermönnum. En 0 milliónir hermanna eiga þeir til vara, sem nú eru að æfast um alt hið víðlenda Rússaveldi. Þessi kviða eða hrið, sem ltússar nú gjöra, er þegar orðin nokkuð lcing; en mjcVg líklegt að hún verði miklu lengri og sloti ekki fyrri en eitthvað lætur undan. Enda er sagt, að Þvzkir séu farnir að halda undan Lieutenant-Colonel Geo. H. Bradbury. Hon. Lieutenant Colonel George H. Bradbury, þingmaður fyrir Selkirk kjördæmi til sambandsþingsins. Hann er nú af kappi að safna her- mönnum í 108. herdeildina sem hefur aðsetur í Selkirk en skrifstofur bæði í Selkirk og í Winnipeg, 31 I Mclntyre Block, Main Street. með hermenn sina, norður á bóginn,! þeir færu allir i eina sveit, með eða þann hluta þeirra, sem þeir j svcrðið i annari hendinni en bókina sendu til Serbíu, að minsta kosti | i hinni, og ef að þeiin sýnist liið með eitthvað af þeim. Þeir þykjast' sama og honum. verður sveit sú óð- þurfa þá norðurfrá. Á vesturkantinum situr við það sama; cn allir búast við, að Þýzkir gjöri ]iá og þá eitt stóra áhlaupið sitt, annaðhvort á Frakklandi. til ]>ess að reyna að komast til París- ar, eða þá í Flandern til að komast nær Calais og Dofrasundi. Sultur á NorSur-Þýzkalandi. ara mynduð. Islands fréttir. Átta rússneskir fangar sluppu ný- lega af Norður-Þýzkalandi og kom- ust til Lundúna hinn 2. janúar. Þcir höfðu verið látnir vinna úti þar sem þeir voru, og sögðu að þar um slóð- ir hefðu menn ekki haft annað mat- ar en kartöflur og það af skornum skamti. Marga menn sáu þeir koma úr stríðinu; en allir voru þeir lim- lestir meira og minna, og matar-j laust sögðu þeir landið þar, sem j þeir vissu til, eða því sem næst. Skipinu Persía sökkt. Enn er einu gufuiskipinu siikt og var það skipið ‘Persia’, á leið frál London til Boinbay á Idnlandi. Það! var á fimtudaginn 30. desember, rétt þegar skipið var komið til Alexand-j riu á Egyptalandi, seinustu fréttirj segja um 40 milur suður af eyjunni: Krit. Á skipinu voru um 350 farþeg- j ar, og þar af vita menn til að 150 eða nálægt ]ivi hafi bjargast. Á skipi þessu var konsúll Bandarikjanna í Aden i Arabíu. og ætla menn, að hann liafi farist og máske fleiri þegnar Bandarikjanna.— Þegar Wil- son forseti frétti þetta, gaf hann upp lystitúr sinn og fór sem liraðast heim aftur til Washington. Eru nú getgátur um, hvað hann muni gjöra. Skrifa ennþá einu sinni eða hvað Hann getur eiginlega ekkert gjört, maðurinn. Enda hefði hann verið búinn að gjöra eitthvað út af ]>ess- um endalausu morðum á borgurum Bandaríkjhnna, ef að hann hefði nokkuð getað. Þúsund prestar sækja um að fara í stríðiÖ. Ottasvá, 3. janúar: Major-General Sir Sam Ilughes segir að klerkar ættu helzt að mynda eina herdcild, því.að nú eru þegar 1000 prestar búnir að sækja um að fara i striðið, reyndar sem kapellánar. En honum finst það miklu heppilegra, ef að Lögrétta 1. des. — Enskur konsúll er nýkominn hingað, sem á að verða hér til að- stoðar hr. Cable. Hann heitir Olsen og er af norskum ættum, en kvað vera fæddur og uppalinn á Eng- landi. — Landsiminn. Sainningur sá, er landsiminn gjörði við Hvanneyrar- lirepp i Siglufirði árið 1910, um starfrækslu stöðvarinnar á Siglu- firði, gekk úr gildi 30. sept. sl., og var ]iá endurnýjaður um næstu 5 ár. Um leið keypti landsiminn innan- bæjarkerfið, sem var eign hlutafé- lags, fyrir 1600 kr. — 18 notendur með 20 áhöld. Afnotagjaldiö verður 36 kr. á ári. Stöðin verður áfram á sama stað og stöðvarstjórinn hinn sami. Landsiminn keypti siðast- liðið vor einkalínuna milli Eski- fjarðar og Norðfjarðar. ásamt inn- anbæjar símakerfinu i Norðfirði og lagði siðan nýja línu milli Norð- fjarðar og Mjóafjarðar, svo að nú hefir Seyðisfjörður tvær línur suður á við (til Eskifjarðar).— Sökuin erf- iðleika, sem þetta ár hafa verið á að fá kcypt og sent hingað í tæka tíð ýmislegt efni, sem notað er til linu- lagninga, var ekki hægt að ljúka við lagningarnar milli Þórshafnar og Húsavíkur og Djúpavogs og Horna- fjarðar. Af fyrnefndri lagningu er búið að sctja niður staurana á svæð- inu milli Þórshafnar og Kópaskers, en þráðurinn er óstrengdur enn þá. Línan, sem á að ná til Hornafjarðar, er komin yfir Lónsheiði, og hefir á henni verið opnuð bráðabyrgðastöð á bænum Svínhólar í Lóni (Sh). Eonfremur er opnuð, á þeirri linu, 3. flokks stöð á Geithellum í Alfta- firði (Gl.). (‘Elektron’). — I)áin er nýlega á Skodsborgar heilsuhæli á Sjálandi frú Sigriður Magnússon, ekkia Eiriks heitins Magnússonar bókavarðar. Hún var komin á níræðisaldur. — Frá Akureyri er ‘Fréttum’ rit- að 15. nóv.: “Veturinn byrjaði nú fyrir viku; allhart frost á nóttum, um 15 stig. Fram að 7. þ. m. óslitin hlýjindatið frá þvi siðast í septem- ber. Þá byrjaði eiginlega sumarið, og útlendar garðjurtir, sem eigi höfðu blómgast fyrr alt sumarið, fóru þá að springa út og stóðu í blóma allan október. Litið hefir enn snjóað, gránaði fyrst í. þ. m. — Miðfjarðarlæknahérað. Þar er ólafur Gunnarsson skipaður læknir frá 3. þ. m., en var áður settur. , — Finnur Jónsson, prófessor, i Kaupmannahöfn, hefir nýlega verið sæmdur kommandörkrossi Norður- stjörnunnar sænsku. — Frá Sigtufirði er ‘Fréttum’ sím- að 29. nóv.: “Norðaustanrok var hér i nótt sem leið, og braut það eina af beztu bryggjunum hér; átti hana Bretevig sildarkaupmaður. Voru það tvær bryggjur út, en pallur milli þeirra að framan. Alt fór þetta í smátt og liggur spitnaruslið í fjör- unni. Ekki urðu aðrar skemdir veru- legar af roki þessu. Súldarveður er hér í dag og frostlaust. Ágætisafli er hér þegar gefur á sjó, en gæftir eru stopular. Skipið fsland hefir ekki enn komið hingað, og biður þess mikill farmur hér. Það liggur nú á Akureyri. — Sláturrélag Suðurlands. Um 21,000 fjár hefir alls verið slátrað i Sláturhúsinu í haust. Mest af kjötinu er sent út. Þó verða 130 tunnur af saltkjöti seldar hér í bænum. Verð- ið á þeim er 135 kr. tunnan. Auk æss eru til um 50,000 pund af frosnu kjöti. — Nautgripum er nú slátrað öðru hvoru og er kjötið af þeim mest notað í pylsur, en slátrið er selt á 5----8 kr. eftir gæðum. — fíamall kyrkjugarður. Við lyfja- búðina í Reykjavik er nú verið að grafa fyrir húsgrunni, þar sem áður var kyrkjugarður bæjarins, og hafa komið upp 5 likkistur við gröftinn. Siðast var grafið í þessum garði fyr- ir 85 árum. Á bæjarstjórnarfundi nýlega var talað um uppgröft þenn- an. Sagði Sigurður Jónsson að lyfja- búðin hefði fengið þenna garðhluta fyrir blómsturgarð og með þvi skil- yrði, að ekki yrði bygt þar, nema sérstakt ley.fi kæmi til. Jón Þorláks- son sagði þetta leyfi ófengið, og skoraði á hlutaðeigendur að láta hætta greftri.num þegar. — ódýrasti barnaskóli á Xorður- löndum sagði Magnús Heigason að barnaskóli Reykjavíkur niundi vera, í ræðu, er hann hélt nýlega á bæj- arstjórnarfundi. í Noregi kostaði kensla á sveitabarn að meðaltali 71 kr. á ári, enn meira á öðrum Norður löndum; enda væri skólatiminn i þeim löndum lengri en hér, jafnvel 10—11 mánuðir ársins. Sigurður Jónsson upplýsti samkvæmt síðustu skýrsluin, er hann hefði um kostnað við íslenzka barnaskóla, þá kosti hverl barn það, sem hér greinir: Við barnaskóla Reykjavikur kr. 43 85 au., Hafnarfjarðar kr. 50.98, ísa- fjarðar kr. 53.86, Akureyrar kr. 58 95 au., Seyðisfjarðar kr. 62.12. — Vatnsskatturinn í Reykjavik var kr. 45,101.21 siðastliðið gr, og í ár hefir bærinn til 1. okt. selt vatn til skipa fyrir 7,148.27. Fyrir næsta ár eru áætlaðar tekjur af vatnsveit- unni 55 þús. kr., en útgjöld 36,500 kr., þar af 11(4 þúsund afborgun, og er því vatnsveitan góð tekjugrein fyrir bæinn. — Möðruvellir, forna höfuðbólið í Eyjafirði, var nýlega selt fyrir 25 þúsund kr. Það átti Anna Magnús- dóttir, Ijósmyndari á Akurcyri, og keyptu það ábúendur tveir, er þar voru. — “Flokkanöfn” er fyrirsögn á grein, sem blaðið ‘íslendingur’ á Akureyri, málgagn Sjálfstæðismanna þar, flytur 29. f. in. (nóv.). Það gjör- ir þar að umtalsefni áflogin hér í Reykjavík um Sjálfstæðisflokksnafn- ið uni það leyti, sem þingi var slitið i hauist, og leggur til, að báðir gömlu flokks-klofningarnir kasti nafninu. Greinin endar á þessum orðum: — “A nieðan þessi nafnadeila á sér stað, eru báðir flokkarnir i raun og veru nafnlausir; þeir eru þá eins og tveir Jónar Jónssynir, sem alt af er verið að taka misgrip á, og sem menn út úr vandræðum fara að að- greina mcð því, að kalla annan þeirra Jón bclri, en nafna hans Jón vcrri. — Það liggur nærri, að Sjálf- stæðisflokks-nafnið sé orðið að hneyksli í augum ýmsra Sjálfstæðis- manna, hverjum sem um er að kenna — Þegar svo er komið, sýnist það ekki vænlegt til fraiubúðar, og er þá ekki annað að gjöra, en að leggja það niður og setja annað nýtt nafn i staðinn. Við þurfum hvort eð er, að fá okkur nýjan hiinin yfir is- lcnzku pólitikina og nýja jörð undir hana”. — Frá Siglufirði segja ‘Fréttir' þetta 21. nóv.: “Róið er nú til fiskj- ar liéðan á mörKum bátum oc aflasi vel af vænum þorski. Hákarlalegur eru að byrja og hyggja menn gott til afla. Atvinna hér mikil við vcga- gjörðir. Kyrkju á að byggja hér, er kostar um 30 þús. kr., einnig siort samkomuhús og sjúkrahús. Leggur hreppurinn í ár 5000 kr. til kyrkjn- byggingarinnar, 6 'Á þús. kr. til sam- komuhússins og 4 þús. kr. til sjúkra- hússins. Útsvör eru hér um 34 þús- und krónur. — Smjör og brauð i Kaupmanna- höfn. Smjör komst um tima i nóv. upp í kr. 2.25 pundið i Kaupmanna- höfn. Núna um siðustu mánaðamót var það þó komið niður i kr. 1.78 pundið. Rúgbrauð, átta punda, kost- aði i Kaupmannahöfn i lok mánað- arins 89 aura. *— Mótorskip eru Eyfirðingar að láta smíða í vetur erlendis, þrjú talsins og er hvert þeirra 40 smá- lestir að stærð, með 60 hesta mótor- um, og eiga að vera hin vönduðustu. Á sitt félagið hvert skipið, tvö á Kljá- strönd og eitt á öddeyri. — Hjúkrunarfélag var nýlega sett á stofn i Miðfirði, og er frú Ingi- hjörg Briem á Melstað formaður þess. — Á Flensborgarskólanum í Hafn- arfirði eru i vetur um 60 nemendur. Skólinn skiftist í 3 deildir og stend- ur yfir frá 1. okt. til 30. apríl. Fréttir, 8.—11. des. — Kvcnréttindafélagið hefir stofn að til fyrirlestrahalds í vetur um ýms mál kvenna og allra lands- manna. Er þegar haldinn einn af þeim fyrirlestrum; það gjörði Sv. Björnsson yfirdómslögmaður og tal- aði um stjórnarskrána og kosninga- lögin. Vmsir aðrir góðir menn hafa lofað fyrirlestrum. Verða sumir fyrir almenning, en aðrir að eins fyrir fé- lagskonur og gesti þeirra. — Um anglýsingar talaði Dr. Guð- mundur Finnbogason i Iðnó hinn /. des. að tilhlutun félagsins Merkur; var þar fullur salur áheyrenda. Fyr- irlesturinn var hinn snjallasti og verður annar um likt efni, eða fram- hald þessa, innan skumms. Doktor- inn rakti nokkkuð sögu auglýsinga hér og erlendis og talaði um nyt- semi þeirra. Þær yrðu oftast til mik- ils hagnaðar, milliliða og notenda vörunnar. En hver borgar þá aug- lýsingaverðið? Það eru þeir, sem söinu vöru selja, en hafa ekki haft vit á, að auglýsa og verða þvi undir i samkepninni. Hann brýndi fyrir mönnum þá gullvægu reglu við aug- lýsingagjörð, að hafa auglýsingarn- ar áberandi, svo að eftir þeim sé tekið; aðlaðandi, svo að þær séu lesnar til enda og sannfærandi, svo að þær liafi áhrif. Þegar fyrirlesor- inn hafði lokið máli sinu, var hon- um þakkað með lófataki. — Stórhöfðinglcg gjöf til fálœkl- inga i Reykjavik. Fyrir fám dögum gáfu þau Thor kaupmaður Jensen og frú Þorbjörg kona hans fátækum mönnum i bænum: 300 skippund af kolum; 4000 pund af haframjöli; 6000 pund af kartöflum og 30u0 pd. af saltfiski. Voru prestarnir Jóhann Þorkelsson, Bjarni Jónsson og ölaf- ur ólafsson fengnir tii að skifta þessu niður ásamt sveimur rnönn- um (Jóni Jónssyni, Kárastíg, og Þor- leifi Þorleifssyni, Bræðraborgar- stíg), — völdum af verkamannafé- laginu Dagshrún. Ifafa þeir allir set- ið á skiftafundi siðustu kveldin og luku verki sinu i fyrrinótt. Sam- kvæmt þessum skiftum hafa 177 heimili hér í bæ notið góðs af gjöf- inni, flest af þeim barnaheimili. — Gjöfin er svo ágæt, að henni þurfa engin orð að fylgja; þar finnur hver maður rausnina og göfuglyndið. Margir hafa efnast vel í suinar, en flcstir hafa þeir gleymt fátækling- unum. Nýlega hefir hlutafélagið 'Bragi’ gefið til fátækra hér i bæ 200 skip- pund af kolum og falið prestunmn úthlutunina. Er nú verið að skifta Iiessa dagana. Þessi góða gjöf kem- ur sér auðvitað mjög vel. Frá Akureyri var mcðal annars simað til ‘Frétta’ 9. des.: Lungn.a- hólga gengur hér allmikil. Liggja i henni auk fullorðinna 24 börn. — Steingrimur læknir Matthiasson fer heinsi !e<Á til Ber'í-’ ir op. a tlar það- an til herstöðva Þjóðverja, livað sem einhver Reykjav.ikurblöð kunna þar um að segja. Ilann ætlar að starfa hjá Þjóðverjum um stund. Frost eru nú allmikil en stillur. — Skipið Skalma, sem sökk í fyrra á Skjaldarvik, er nú komið á þurt land og langt komið viðgjörí á þvi. Ottó stórkaupmaður Tulinius í hafði keypt skipið i sjó og fékk svo (Framhald á 5. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.