Heimskringla - 06.01.1916, Blaðsíða 4

Heimskringla - 06.01.1916, Blaðsíða 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLk. WINNIPEG, 6. JANÚAR 1916. HEIMSKHINGLA. (StofouS 1886) Kemur í't á hverjum fimtudett. tJtgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, L.T11. Vert) blahslns i Canada og Bandaríkjunum $2.00 um árl® (fyrirfram borgaB). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgah). Allar borganir sendist rábsmanni blabslns. Póst e®a banka ávís- anir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAFTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, RáísmaSur. Skrifstofa: Í2» SHEKBKOOKE STKEET, WINNIPEG. P. O. Boz 3171 Talsiml Garry 4110 Annáll íslands 1915 Liðna árið er viðburðaríkt og inarkvert í sögu landsins, sérstak- lega hvað stjórnmál og verzlunar- mál snertir. Landið fær nýja stjórn- arskrá, eigin fána, nýjan ráðherra, og hið fslenzka Eimskipafélag tekur til starfa. Annað hvað merkast, og sem sum- ir vafalaust vilja telja markverðast, er að vinbannslögin gengu i gildi um áramótin 1915. Áhrif stríðsins gjörðu, eins og geta má nærri, allmikið vart við sig i verzlun og atvinnumálum, — or- sökuðu dýrtíð i flestum greinum. Hér skal nánar farið út í helztu viðburði ársins og byrja á stjórn- málunum. Stjórnmál. — Skömmu fyrir ára- mótin 1915 hafði þáverandi ráðgjafi Sigurður Eggerz, neitað að þiggja konungsstaðfestingu fyrir stjórnar- skránni, nema að fyrirvari sá, sem flokkur hans, — Sjálfstæðismenn, — böfðu saraþykt henni samfara, væri ®g samþyktur. Yar hann trygging þess, að íslenzk mál yrðu ekki bor- in upp né rædd í rikisráði Dana, né hinu danska þingi. Konungur vildi ekki ganga að fyrirmælum fyrirvar- ans, og sem hefnd fyrir fastheldni Sigurðar við fyrirmæli þingsins, neitaði hann og að staðfesta fána- frumvarpið, sem hann þó áður hafði lofað. Þegar málunura var hér kom- ið, hélt ráðherra heim og er fagnað með kostum og kynjum af flokks- mönnum sinum. — Má benda á, til skýringar þvi, er siðar kemur, að framkoma hans við konung var i fullu samráði við vilja og óskir mið- stjórnar Sjálfstæðisflokksins. Taldi ísafold óhugsandi, að nokkur flokks- bróðir ráðherra yrði svo djarfur, að taka við ráðherratigninni af Eggerz, honum einum hæfði hún. Voru Sjálf- stæðismenn mjög ánægðir með ráð- herra sinn. Helztu breytingarnar, sem hin nýja stjórnarskrá hefir að færa, er afnám hinna konungkjörnu þing- manna; koma í þeirra stað sex þing- menn, kosnir með hlutfallskosningu um land alt til 12 ára. Jafnmargir varamenn eru og kosnir, til að taka sæti þeirra, sem deyja kunna á tíma- bilinu. Almennur kosningarréttur lögleiddur, þannig, að allir lands- menn, karlar og konur, sem ekki eru í skuld fyrir sveitarstyrk og hafa óflekkað mannorð, fá kosningarrétt til neðri deildar, séu þeir 25 ára að aldri, og til efri deildar (i hlut- bundnum kosningum) 35 ára; ]>ó þannig, að á fyrstu kjörskrána, sem samin verður eftir áð stjórnarskráin er gengin í gildi, komast að eins þeir af nýju kjósendunum (þar á meðal kvenfólkið), sem eru 40 ?va og eldri; en á næstu kjörskrá allir sem eru 39 ára, o. s. frv. Og líða þannig 15 ár, þangað til hinn al- menni kosningarréttur er að fullu í gildi genginn. Engann má kjósa á þing, sem ekki er heimilisfastur á fslandi og jafn- framt kjósandi. Þetta ákvæði hefði útilokað Jón Sigurðsson frá þing- setu, þar sem hann bjó mestan hluta æfi sinnar í Danmörku. Um stjórnmálaþrefið sem fylgdi ráðherraskiftunum og stjórnarskrár- samþyktinni, er óþarft að tala. Að eins má geta þess, að þegar á þing kom, hafði hinn nýji ráðherra eina 4 eða 5 sér til íylgdar af flokksmönn- um sinum, auk Heimastjórnar- manna allra, sem studdu hann. En er áleið þingið, tindust Sjálfstæðis- menn einn á eftir öðrum yfir i ráð- herrasveitina, og í þinglok var flokkurinn þvi nær klofinn til helm- inga; kalla báðir hlutar sig hinn eina og sanna Sjálfstæðisflokk. En meiri rtí’tt munu þó andstæðingar stjórnarinnar hafa til nafnsins, þar sem bæði ráðherra og helztu fylgis- menn hans gengu formlega úr flokkn um í þingbyrjun. Þá er það, að konungur boðar andstæðingaleiðtogann, Hannes Haf- Alþingi kom'saman 7. júlí og var slitið 16. september. Hafði það þá stein, á sinn fund til skrafs og ráða-! ^ dag og afgreitt 58 lög, gjörða. Þótti mörgum það kynlegt. Hvað konungi og Hafsteini fór á milli, er mönnum ókunnugt. En þá hann er heim farinn, boðar konung- nr á sinn fund Sjálfstæðismennina Einar prófessor Arnórsson, Svein lögmann Björnsson og Guðm. lækni Hannesson. Sveinn úr flest lítt merkileg. Nýr konungkjör- inn þingmaður sat á þessu þingi, Dr. Jón Þorkelsson; var hann skipaður í sæti Júl. sál. Havsteens. Verður þvi þannig eins og nú horfir, siðasti skipaði þingmaðurinn. Verzlun oy atvinnuveyir.—Sá stór- Voru þeir Einar og atburður gjörðist á þessu ári, að miðstjórn Sjálfstæðis-1 landsmenn eignuðust gufuskip, ný ] þetta útboð; sérstaklega þar sem all- ir þessir menn höfðu verið fremur veikir flokksmenn. Töldu inargir, að Hannes Hafstein mundi hafa bent konungi á þessa menn öðrum frem- ur, er liklegastir mundu til miðlun- ar. —- Og til þess að fara fljótt yfir sögu, var málunum svo miðlað, að Einar tókst á hendur að leysa Sig- urð af hólmi sem ráðherra, og fyrir- varanum var fleygt til hliðar, en mildilega orðaður eftirmáli var soð- inn saman, og heita þrímenningarn- ir honum fylgi sinu. Þá var og auð- fengið konungs-isamþykki fyrir fán- anum og stjórnarskránni. Er þrimenningarnir komu úr kon- ungsförinni, vildu þeir lítið segja um gjörðir sínar; sögðu sig bundna þagmælsku-heiti við konung. — En flokksins. Mörgum þótti all-kynlegt og traust og skriðgóð ekip. Gullfoss og Goðafoss, sem undir stjórn ís- lenzkra manna og með islenzkri a- höfn, hafa flutt varning frá landinu og til landsins; og má nærri geta, að hefði þeirra ekki notið við á þess- um timum, hefði víða verið þröngt um aðdrætti. — Hið íslcnzka Eim- skipafélag hefir farið vel úr garði, og sýnt rögg af sér. “Gullfoss” var sendur hingað til Vesturheims, hlað- inn varningi, sem hér var seldur, og heim fór hann aftur hlaðinn varn- ingi, sem landinu var mest nauðsyn á. — Síðar var leiguskip sent hing- að vestur i sömu erindum. — Þessi röggsemi Eimjskipafélagsins er lofs- verð; ekki einasta er bætt úr þörf-| um landsmanna, heldur og nýr mark I aður fundinn fyrir íslenzkar af- urðir. Afurðir landsins hafa verið í háu skömmu síðar birti blaðið Ingólfur verði, sérstaklega bænda-afurðir, þó “leynisamningana” svokölluðu, | svo aldrei hefir betur verið. Inn- og hófst þar með löng og ströng fluttur varningur hefir og hækkað rimma milli Sjálfstæðismanna inn- að mun vegna stríðsins. En á lands- byrðLs, sem síðar olli þvi, að flokk- urinn klofnaði á þingi. Það varð hinn 4. maí, sem kon- ungur boðaði Einar Arnórsson utan i annað sinn; þá til að taka við ráðherraembættinu. Ogþann 19. maí 1915 var stjórnarskráin samþykt af konungi. Sama dag var og fáninn samþyktur. menn hefir þessi dýrtíð komið mis- jafnlega niður. Bóndinn hefir borið bezt úr býtum, árið reynst honum veltiár. En öðruvísi er því varið með verkamennina og aðra kaup- túnsbúa. Verkalaun hækkuðu að engu ráði; en allar nauðsynjar, er verkamenn þurfa, hækkuðu, i sum- um tilfellum um þriðjung verðs. Var þvi víða all-hart í búi hjá mörgum, þó vinna væri all-góð fram undir veturnætur. Eru horfurnar, að þröng verði víða í vetur i kaupstöðunum. Landbóndinn ætti aftur á móti að vera vel stæður viðast hvar. Síldveiði var mikil við Norður- land yfir sumarmánuðina og reyk- víksku botnvörpungarnir öfluðu vel. Er botnvörpunga útgjörðin að reyn- ast arðberandi og vex hún ineð ári hverju. Yfirleitt var á liðna árinu góð- æri til lands og sjávar þegar á alt er litið. Bannlögin komust á um áramót- in 1915, og átti þá hver víndropi að vera landrækur, nema það sem út- lendir ræðismenn hefðu af skorn- um skamti með stjórnarleyfi sér til uppörfunar, og svo lyfjabúðirnar lítillega styrkjandi víntegundir i lífsnauðsyn. Enginn átti að geta sézt fullur eftir þann 1. janúar 1915. En því hefir ekki verið að heilsa. Margir hafa orðið uppvísir að því, að brjóta bannlögin, mest brytar á dönskum millilanda skipum. All- margir hafa sézt ölvaðir, og tveir eða þrir hafa týnt lifinu, vegna þess þeir voru ósjálfbjarga, alveg eins og í gamla daga meðan vínið átti land- vist. Síðasta alþingi rýmkaði all- mikið um bannlögin, svo að nú ge-ta læknar pantað eftir þörfum sínum, og selt svo sjúklingum sínum til heilsustyrkingar. — Er því Bakkus gamli engan veginn landrækur enn- þá, þó aðflutningsbannið hafi kom- ist á og sé i gildi. Almenn tíðindi. — Þann 25. apríl var stór bruni í Reykjavík.' Brunnu þar Hotel Reykjavik, Landsbankinn og nokkur önnur hús, og tveir menn biðu bana, var annar þeirra Guðjón Sigurðsson úrsmiður. — Hinn 14. júlí var islenzka gufu- skipið “Gullfoss” tekið af brezku herskipi. Var “Gullfoss” hlaðinn ull og hestum og fiski. Herskipið fór með hann til Kirkwall, og var ullin og hestarnir tekið úr skipinu og því siðan slept. Seinna borgaði brezka stjórnin hinar herteknu vörur. — Minnisvarði af Kristjáni kon- ungi IX. var afhjúpaður i Reykjavik. Magnús Jónsson, prestur að Garð- ar, N. Dak., var kjörinn prestur á ísafirði, með 46ö atkv. Sá,er næstur honum komst af 7 umsækjendum, fékk 198 atkv. — Bjarni Þ. Johnsen lögmaður, er hér var um eitt skeið, var skipaður [ af mági sínum, Einari ráðherra, sýslumaður i Dalasýslu. — Stefán Björnsson, er var rit- stjóri Lögbergs, hefir tekið prest- vígslu. Þjónar hann litlum fríkyrkju- söfnuði á Fáskrúðsfirði. — Matth. Jocliumsson skáldrnav- ingur varð áttræður 11. nóv. Var : hans veglega minst þann dag. Minr.- I ingarsjóður, er ber nafn hans, var ' myndaður á Akureyri; á hann aö vera til styrktar ungum skáldum. — Hafís var fyrir Norðurlandi fram á sumar. •— Mannskaðar og skiptjón voru með minsta móti við strendur lands- ins. Ein fiskiskúta fórst þó af Vest-j urland^ me ðallri áhöfn. Engar næm- ar sóttir gengu yfir landið, og var heilsufar manna yfirleitt gott. Varj lungnabólga einna algengasta dauða-l meinið. — Mannalát. Margir merkismenn hafa látist á árinu. Má nefna þessa: Júl. Havsteen, fyrverandi amtmann^! Jón Jensson, yfirdómara; Torfa Bjarnason í ólafsdal; skáldið Jón Stefánsson (Þorgils gjallanda); Kristján Þorgrimsson, konsúl; sýslu- mannsekkju Hildi Bjarnadóttir, frú Sigriði Magnússon, ekkju Eriks Magnússonar bókavarðar; síra Böð- var Eyjólfsson í Árnesi; Pétur Sæ- mundsson, fyrrum verzlunarstjóra á Blönduósi; Þorstein Skaptason, rit- stjóra Austra, og frú Jörgínu Svein- björnsson, ekkju Lárusar háyfir- dómara Sveinbjörnssonar. Heimskringla samgleSst bænd- unum yfir góJSri uppskeru, því “bú er landstolpi.” Og svo veit hún að þeir gleyma henni ekki, þegar peningarnir fara að koma inn fyrir uppskeruna. Auktu áhuga konunnar á peningalegum framför- um bússins, með því að opna Sameiginlegan Banka Reikning, í henn- ar nafni og þínu. Þú munt komast að raun um það að þetta er haganlega, því þá getur hvert ykkar sem er verzl- að við bankann, lagt inn eða dregið út peninga. Ef annað deyr þá gengur það sem er í bankanum án nokk- urs reksturs eða fyrirhafnar til þess sem eftir lifir. L0GAN AVE. 0G SARGENT AVE., 0T1B0 A. A. Walcot, bankastjóri Hálf miljón hermanna frá Canada. Stjórnarformaður Sir R. L. Bor- den lýsti því nýlega yfir, að Canada þjóðin þyrfti að senda í alt hálfa milllón hermuuna til vígvallar, og er það helmingi meira en ráð var fyrir gjört áður. Á Englandí segir Col. Ruttan að 10 prósent hafi farið, eða hver tí- undi maður, eða 4 milliónir af 40 millíónum. En í Canada hafa enn sem koinið er ekki farið nema þrír menn af hverjum hundrað. Þessari kvöð Sir Bordens er all- staðar vel tekið. Menn flykkjast að stöðvunum, þar sem skrásetningin og skoðunin fer frain. Hér i 10. hér- aðinu koina 100 menn á hverri viku til að skrifa sig i herinn, og það er eins og straumurinn sé rétt að byrja, því að einlægt koma fregnir utan úr sveitunum, að men ,nséu að verða á- kafari og ákafari, einkum i sveitun- um suður og vestur af Winnipeg. Þar er nú varla um annað talað. Hér í borginni verða settir á fot skólar til að kenna inönnum vopna- j burð, og hernaðaraðferð þá, sem í j skotgröfum tiðkast. Herskylda. Einlægt liafa Bretar verið að berj- ast við að komast hjá því, að taka i lög almenna herskyldu (conscrip- tion). En aldrei geta jieir fengið nóga menn. Nú stendur eiginlega mest á því, að þeir halda sig heima. sem fyrstir hefðu átt að fara í stríð- ið, — en það eru ógiftir menn, sem hraustir eru á sál og likama. í sein- ustu kviðunni kom niesti fjöldi, á 3. millíón eða nærri þrjár, en mik- ið af þeim voru kvongaðir menn. En það er rangt að kalla það al- menna herskyldu, sem nú hefir ver- ið á prjónunuin, því hún nær ekki nema til hinna ókvonguðu. ungu manna, sem ekki hafa fyrir neinum að sjá. Og þetta, sem kallað er con- scription, er það, að þeir gefi sig fram og segi til nafns sins og heim- ilis við yfirvöldin og verði búnir að því innan tiltekins tíma, og skulu liggja sektir við, ef þeir gefa sig fram. Þetta var ekki orðið að lög- um, en var áformað að bera það upp sem lagafrumvarp til samþyktar í þingi Breta. , Það er cnginn efi á. að conscrip- tion er neyðarúrræði, og að Bretar ! hafa einlægt verið mótfallnir henni, | og hafa sýnt það, sem engin önnur þjóð í heimi hefir sýnt, að þeir meta frelsið og fósturlandið og sin eigin heimili svo mikils, að þeir vilja leggja alt í sölurnar til þess að varð- veita þetta. Engin þjóð í heiini hef- ir komist nokkuð nærri því, sem Bretar hafa gjört, þar sem 4 millión- ir manna bjóða fram líf og lirnu til að verja þetta. Þetta er svo stórfengilegt. að hvaða ræflar, sem ein þjóð hefði verið, eða stórir hópar manna, sem eitthvað hefðu gjört i líkingu við þetta, þá hefði allur heimur dáðst að því og hafið þá upp til skýjanna, og það ekki í eitt skifti, heldur hefði það verið stór póstur í sögu mann- kynsins, er eftirkomandi þjóðir hefðu vitnað til. — En nú eru það Bretar, og j)á koma heimasœturnar og segja, að það sé ágirndin og fé- græðgin, sem knýji þá til þess. En það er hvorki sanngjarnt, eða vits- munalegt, eða heiðarlegt, að geta sér til hins versta. — Úr þvi vér viljum láta hundinn njóta sanngirni og réttlætis, þá ættum vér að gjöra heiðarlegum mönnum jafnt undir höfði. ,En þó að Bretar verði nú tilneydd- ir, að koma á einhverri líkingu við conscription, sem þó öldungis ekki er conscription, þá ættu menn að líta á, hvernig á stendur: Það eru ungir, hraustir og heilsugóðir menn, sem ekki vilja í stríðið fara. Þeir vilja Iáta aðra berjast fyrir sig, — þeir þora ekki að fara. Ananðhvort eru þeir hræddir við blóð eða hræddir við vopn, eða hræddir við að deyja. Það eru maiínleysurnar, ómennin, bleyðurnar! — Þeir vilja heima sitja og ala upp komandi kyn- slóðir. Hinir, sem fara, standa svo langt fyrir ofan Jsá að hugrekki, drengskap og sjálfsafneitun, að þar liggja heilir heimar á milli. Er það nú rétt, að alt bezta og drenglyndasta fólkið, eða ungir karlmenn, fari og hætti lifi sinu, en ruslið og varmennin, inenn, ser.i lausir eru við alla æru og sóinatil- finningu, fari? Vér segjum: nei, og hver ærlegur maður og kona segja nei. Vér getum því ekki álasað Bret- um fyrir það, þó að þeir á end.inum neyðist til, að ýta þessuin delum út á völlinn, og það með harðri hendi, fyrst hinir hafa ekki sómatilfinn- ingu fyrir því sjálfir. Vér vonum, að aldrei þurfi að koma til þess hér i Canada, að her- skyldan vofi yfir höfðuni manna. Það er reyndar búist við helmingi fleiri mönnum héðan, en nokkur maður hafði grun um. En það lítur svo út, sem allur þorri manna sé nú farinn að opna augun, og sjá þörf- ina, að duga nú að lokum, og hrekja “úlfana þýzku inn i greni sín”, og taka gjörsamlega fyrir háska þann, sem öllum heimi er búinn, ef að þeir verða ofan á, sem enginn heilvita maður trúir nú að verða muni, •— ef að vel er við brugðið í þetta sinn. Vér sjáum nú, að Rússinn er búinn að bæta við 5 millíónum nýrra her- manna, og hafa þó 9 milliónir til vara; og ef að önnur eins klemma kemur á að vestan þá kynni skjótara að skifta um, en nokkurn varir. Með næsta sumri ættu sem flestir Canada menn að vera með skörun- um, sem hrekja Þjóðverja yfir Rin, — og þá koma Rússar til Berlínar. Þýzkir tapa einlægt. Á Þýzkalandi hefir alþýðu, sem nokkuð er eðlilegt, fundist að Þjóð- verjar hafi einlægt verið að vinna. Þeir hafa alt til jjessa verið að skera upp ávexti 45 ára undirbúnings eða meira, alls þeirra undirbúnings síð- an á dögum Friðriks mikla. Kanón- urnar, sprengikúlurnar, heraginn, og undirbúningur á öllum hugsunar- hætti þjóðarinnar, — þetta alt hefir verið að gefa þeim góða uppskeru. Þeir hafa unnið löndin einmitt fyrir þennan undirbúning. En í raun og veru hafa þeir einlægt verið að tapa, og það veit keisarinn vel og allir hinir helztu trúnaðarmenn hans. , Þeirra augnamið var að eyði- leggja herskara þjóðanna, að taka Paris og alt Frakkland; að gjöreyða svo hersveitum Rússa, að þeir kæmu skríðandi að fótum þeirra; að eyði- leggja her Serbanna; að ná Salon- ichi og komast suður að griska haf- inu; að koma á uppreist á Egypta- landi, uppreist á Indlandi, uppreist í Suður-Afríku; að eyðileggja flota Breta með neðansjávarbátum sín- um; að svelta Bretland; að koma Ir- um til að gjöra uppreist á írlandi; að hræða Breta og Frakka með Zeppelinum sínum, svo að þeir bæðu um frið; — að ógna öllum þjóðunum með grimd sinni, svo að þær þyrðu ekki lengur að halda út í stríð þetta. Engu þessu hafa þeir getað fram komið. Þeir komust suður undir París fyrst, þegar allir voru óvið- búnir. En þá fengu þeir skellinn fyrsta. Hvað eftir annað reyndu þeir að brjóta hergarð Breta og kom- ast til Calais. En hið eina skifti, sem þeir hefðu kanske komist þang- að, var þegar þeir spúðu eitrinu fyrst, — en þá stoóu fáein hundruð Canadamanna fyrir þeim og sýndu svo mikla hreysti, að Þýzkir héldu, að þar væru fleiri tugir þúsunda. Þeir hröktu Rússá og tóku Póleií og Kúrland og Lithauen og Galiziu; en þeir voru engu nær að eyða her- flokkum Rússa, þvi að einlægt risu upp nýjar þúsundir í stað þeirra, sem fallnar voru og meira; þvi með allri sinni kænsku sáu þeir ekki við Rússum, sem lokkuðu þá út í fenin og ófærurnar á Rússlandi, til a® geyma þá þar skaðlitla, þangað til Rússar væru búnir að búa sig. f samanburði við Þjóðverja voru Rússar í fyrstu að heita mátti vopn- litlir eða nær vopnlausir. Þeir komu út á móti þeim á sokkunum og skyrt- unni, berhöfðaðir. En nú hafa þeir fengið tíma til að klæðast í hildar- fötin, og koma nú með bitran brand og hjálm á höfði. Nú fyrst fara Rúss- ar að berjast, — það mun sjást, þeg- ar undir vorið dregur eða jafnvel fyrri. Þeir ætluðu að eyðileggja allan her Serba. Þeir eru búnir að ná landi þeirra; en Serbar standa enn uppi með vopn i höndum, og þarf nú enginn að eggja Serba framsókn- ar, þegar tíminn kemur að herða á reipinu, sem vafið er utan um ÞjóS- verja og alla þeirra hjálparmenn. Og nú er svo ástatt fyrir Þj-ó- verjum, að þeir geta ekki komist á- fram, — hvergi nokkursstaðar; og þeir geta eiginlega ekki haldið heim til sin aftur. Þvi að snúi þeir heim, þá standa á þeim spjót og kúlur allavega, og svo er óvirðingÍB og óttinn fyrir að koma heim sem flóttamenn, — heiin til heimilanna bjargarlausu; en þeir búnir að sóa öllu; — heim til mæðranná og kvennanna, sem mist hafa eigin- menn sína, syni og bræður, en áttu að vinna gull og græna skóga og yf- irráð yfir öllum þjóðum lieims. — Það er ekkert, seúi getur bjargað þeim nema friður, en sá friður, sem þeir vilja nú, er ..lUigsanlegur, óhaf- andi, óþolandi! Og það er fullyrt, að einn hinn inikiJliæfasti talsmaður þeirra hér í Ameríku, prófessor Mynsterberg, viðurkendur visindamaður og kenn- ari við Harvard háskóla, segi nú, að friður muni koma áður en nokkurn varir, — og að hið fyrsta, sem Þýzk- ir gjöri, er þeir komi heim, sé það, að þeir fari að byggja upp aftur her- mannaskála sína, og æfa hina ungu, uppvaxandi menn sína. — Þvi að allir fyrirmenn Þjóðverja viti, að stríðið sé tapað, og nú þurfa þeir að fá frið til þess, að búa sig aftur i annað enn þá rneira og stórkost- legra stríð, — og þá verða griðin hvorki þegin eða gefin. Þakkar fyrir Jólablaðið. Detroit Harbor, Wis., 28. des. ’15. Herra ritstjóri Heimskringlu! Um leið og eg hér með sendi yð- ur $2.00 borgun fyrir blaðið fyrir næsta ár, þá vil eg einnig þakka yð- ur fyrir blaðið, sem mér líkar vel. Jólablaðið með myndum af ungu ís- lenzku hetjunum, var kærkomið, og eigið þér þakkir skilið fyrir að hafa gefið lesendunum tækifæri að lita framan i þá. Viljið þér svo vel gjöra, að láta mig vita, hvort fást muni í Winni- peg “records” með islenzkum lög- um fyrir Victrola VIII., og ef svo er, þá að senda mér utanáskrift þess, sem plöturnar hefir til sölu. Jón D. Jónsson. Svar.—Engin islenzk “records" i verzlunum hér. Vilji ménn fá þau, þá verða menn að útvega sér áhöld til að taka þau sjálfir.—fíitstj.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.