Heimskringla - 06.01.1916, Blaðsíða 2

Heimskringla - 06.01.1916, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 6. JANÚAR 1916. Berjaræktun í Vestur- fylkjum Canada. Eftir S. A. Bjarnason, B.A., B.S.A. Aðstoðar-kennara á búnaðarheimili Canada stjórnar í Brandon, Man. (Eftirfarandi ritgjörð er tekin úr einu af búnaðarritum Can- ada stjórnar. ----•--- Smá aldini, ber, hafa margt til sins ágætis fram yfir stærri aldini, sem ætti að veita þeim hylli og að- hlynning bóndans, og gjöra þau að einni af tekjugreinum hans. Þau þola ágætlega hinn langa vetur Vest- urfylkjanna; þau þurfa litla pössun; þau gefa mikla uppskeru; þau móðna, — eru fullvaksin langt á undan öðrum aldinum, og það er ætíð opinn markaður fyrir þau. Berja-búskar í kring um heimili bóndans auka náttúrufegurðina og gjöra útsýnið óviðjafnanlega skemti- legt. Þeir auka fegurðar- og gagn- semis hugsanir hjá börnum yðar, og koma þeim til að rannsaka og dýrka náttúruna og náttúrunnar guð, i staðinn fyrir ófagrar mannasagnir, ræður og ritgjörðir. Og það sem kanske að mest er i varið, að minsta kosti til sumra, er að bóndakonan þekkir vel verðmæti berjanna til heimilis brúkunar. Raspberry. Raspberin hafa náð meiri al- mennings hylli en nokkur hinna berjategundanna, sem vaxa hér í Vesturfylkjunum, og ættu að vera á hverju bóndabýli og ræktuð á hverj- um einasta bóndagarði. Okkar rækt- aðu ber eru afsprengi viltu berjanna sem vaxa allstaðar þar sem lágviði vex. Mununi við ekki öll eftir til- hlökkuninni og gleðinni yfir að fá að fara í berjamó (ef maður skyldi annars kalla það svo hér), og hlaup- anum og ólátunum, að komast fyrst- ur að beztu berjabúskunum? Og þó eru viltu berin ekki hálft eins stór, né hálft eins gómsæt sem þau rækt- uðu Raspberja búskar og allir ald- inviðir, ættu að hafa skjóigarða af stærri trjám eða öðrum efnum, að norðan og vestan. Rík, svört mold er bezti jarðvegurinn fyrir rauðu raspberin að vaxa í; en fíólbláu og svartkollóttu raspberin þurfa heldur sendna jörð. Klei (clay) eða þung leirjörð, er of köld fyrir allar teg- undir af raspberjum. Flest af rauðu raspberjunum þró- ast og margfaldast á þann hátt, að ræturnar senda.út sogtágar (suck- ers). Þessar sogtágar má grafa upp og setja niður á ný, fjögra þumlunga ájúpt, og er bezt að gjöra það í sept- ember, sama ár sem þær vaxa á gömlu plöntunni. Tágin skal skerast af niður við jörð um leið og hún er sett niður, og þekjast með strái yfir veturinn. Svartkollóttu raspberin vaxa að nýju og margfaldast á þann hátt, að senda út mjóa anga frá toppi gömlu plöntunnar, sem smámsaman teygja sig ofan að jörðunni, og þegar endi angans hefir náð jörðunni, byrjar! hann að senda út rætur og vaxa á j ný, og er þá gott að láta skóflu afj inold ofan á endann, til að hjálpa i þeim til að festa rætur. Að haustinu; skal skera nýju plöntuna af þeirri gömlu, eitt fet frá jörðu, og láta tág- ina standa upp úr strá ábreiðunni, sem brúkast skal til að hlífa við vetrarkuldanum. Svo skal planta út að vorinu og setja niður í jörðina tveggja þumlunga djúpt, og í raðir, með þrjú fet á milli plantanna í röðunum, en átta fet á milii rað- anna. En rauðu raspberin er bezt að setja niður í hrúgur, með sex feta millibili á hvern kant. Báðar ofangreindar plöntunar að- ferðir, má brúka á víxl, ef manni svo sýnist. En að planta í raðir hef-j ir það til síns ágætis, að það er vörn móti vindi; minna verk við staura- setningar, til að halda búskunum uppistandandi; minni útgufun vatns úr jörðunni; minna verk við að strá- þekja plönturnar að haustinu, og fleiri búskar á ekru hverri. Hrúgu- plöntunar aðferðin hefir það til sins ágætis, að berjabúskarnir verða sterkari, — sverari, betri ber, hæg- ara að tína berin af búskunum, — minni hætta á plöntusjúkdómum, og betra tækifæri að halda jörðuni ill- gresislausri með eins hests plóg (cultivator); og það er mjög árið- andi, að halda jörðinni Iausri og ill- gresislausri. Hinar mörgu rapsberja sogtágar (suckers), eru eins mikið tilbaka- haldandi fyrir berjabúskana eins og illgresi. Það eru ársgömlu stangirnar, sem berin vaxa á. Þvi kal maður á hverju ári þegar búið er að taka öll berin, skera burtu allar gömlu stengurnar, en skilja eftir jafn margar nýjar, sterkar og heilbrigðar stangir, fyrir næsta árs ber að vaxa á. I vel hirt- um raspberja akri ættu að vera hér um bil sex (6) stangir í hverri hrúgu; en ein stöng á hverjum fjór- um þumlungum i röðunum. Svartkollóttu búskana má skera af að vorinu, hér um bil tvö og hálft fet frá jörðu; einnig skyldi maður klippa enda ungu anganna fyrri part sumars, því það gefur búskan- um meiri útbreiðsluvöxt. Til stuðnings-berjabúskunum, þar sem þeir eru i hrúgum, skal reka nokkuð sterkan staur ofan i hrúg- una, og binda svo búskann með sjálfbindaratvinna, eða öðru þægi- legu snæri, lauslega utan um staur- inn. En þar sem berjabúskarnir eru i röðum, er bezt að reka niður vana- lega girðingastaura, báðu megin raðanna, með 18 þumlunga millibili, lögur og steinoliu “emulsion”, og er þessu sprautað neðan á blöðin. — Einnig er gott að brúka brennisteins duft (flower of sulphur); skal setja það á blöðin, þegar þau eru blaut. Brennisteinsduft er áreiðanlegt með- al til eyðileggingar allra tegunda af smápöddum. Cane Rust. Þetta er eins konar jurtagróður, “fungus”, og væri kanske ekki úr vegi að kalla það krabbameinsemd jurta. Þessi sjúkdómur þekkist á því, að dökkrauðir eða fíólrauðir blettir koma á stöngina og breiðast smámsaman út, og verða þá hvítir a lit með blárauðum börmum. Þegar þessi sjúkdómur sézt á stönginni, skal skera hana af niður við jörð, og brenna það, sem af er skorið, sprauta svo vel nýju stengurnar með Bordeaux eða lime-sulphur blöndu. Beztu raspberja tegundir til rækt- unar eru sem fylgir; Rauð:—Sunbeam, Herbert, Iron- clad, Turner, Miller, King, London, Minnetonka, Guthbert. Gul:—Caroline, Golden, Queen. Blárauð:—Columbian. Þéttir runnar gefa gott skjól fgrir aldinagarðinn. “Currants” og fleiri smá-aldini Skýlisoiður að norðan og vestan. þvert yfir röðina, en 12 til 16 fet langvegis. Svo skal strengja vír á staurana, og binda svo búskana laus- i lega við vírinn. Auðvitað er ekki | nauðsynlegt, að binda búskana við! vírana, ef vírarnir eru settir hæfi- lega hátt frá jörðu. Vírarnir eiga að koma við búskana þar sem nýju angarnir byrja að vaxa út úr gömlu stönginni. Vír og staura tekur mað- ur burtu á hverju hausti, nema þá, sem eru við endana á búska röðun- um. Uppskerutimi. Berin skulu tínd eða tekin, þegar þau eru búin að fá góðan lit á sig, en áður en þau eru móðnuð. Svo skal geyma þau í “trays”, grunnum diskum eða skáilum, sem þar til eru hafðar, og geyma þau í svölu plássi meðan þau eru að móðnast. Berin má ekki tína i mjög heitu veðri og ekki heldur þegar þau eru blaut af regni eða dögg; því ef það er gjört skemmast berin miklu fyrr en ella. Vanaleg uppskera af ekrunni af raspberjum er 2,400 pund og upp, eða 75 bushels; en á tilraunastöð stjórnarinnar í Ottawa, hafa rauðu raspberin gefið 10,234 pund af ekr- unni. Til jiess að verja ungu stengurnar kali, skal grafa ofurlitla holu við norðurhlið búskanna og beygja svo stengurnar ofan í holurnar, en passa að brjóta þær ekki, og leggja þær vandlega hlið við hlið; byrgja svo þriggja til fjögra þumlunga djúpt með mold. Það er betra fyrir tvo en einn að vinna þetta verk, og ætti það að gjörast á hlýjum degi seint að haustinu, og áður en stangirnar hafa frosið til muna. Að vorinu, áð- ur en byrjar að hitna til muna, skal reisa búskana við, og rétta vel úr stöngunum, og áður en fyrsta plæg- ing (cultivation) er gjörð. Plöntu-sjúkdómar. Svartkollur (Black Cape):—Old- er, Gregg, Scaffers Colossal. (Niðurlag næst). — Æskulýðurinn. V._________________ Blóminn. “Ortu um blómin óðinn þinn, eg vil hlýða á braginn. Blómin ungu, ástvin minn! elska sól og duginn”. Blómin hafa á öllum tímum verið uppspretta ánægju og gleði fyrir mannkynið. Vér höfum dæmi úr fornritum sem sýna, að í fornöld dáðust menn að þeim og kunnu að meta ánægjuna sem þau veita ung- um sem gömlum. Forn Rómverjar dýrkuðu gyðju, sem Flora var nefnd. Hún var blómagyðjan þeirra, og hafði umsjón með blómunum og varðveitti hvert blómstur. Rómverj- ar bygðu tvö musteri þessari gyðju til dýrðar og höfðu hana i miklum hávegum. Þeir héldu henni hátíð mikla á hverju vori, sem stóð yfir frá 28. apríl til 1. maí. Þá var mikið um dýrðir þeirra á meðal. Hús, göt- ur og akfæri voru fagurlega skreytt blómum, og alt var prýtt eftir því þá daga. Forn Indverjar hafa einnig kunn- að að meta fegurð blómanna og á- hrifin, sem þau hafa á mannkynið, sem dæma má af hinni gullfögru indversku goðasögn, — sköpun blómanna. Aragrúi af ofurlitlum sál- um sveimuðu til Brahma og báðu hann að gefa sér lif, en hann var ný- búinn að skapa mennina og hafði ekkert tekið eftir þessum sálum. Nú var ekkert til af kjöti eða blóði, svo að Brahma var í dálitlum vanda staddur. Hann dróg því athygli Algengasti óvinur raspberja- plöntunnar er rauði maurinn. Þetta er ósköp lítil padda, sem festir sig á neðri hlið laufblaðsins, og þekur alt laufið að neðan með eins konar gráleitum vef; sýgur svo allan vökva úr laufinu svo það verður brúnt á lit g deyr eða visnar. Tugir þúsunda af pöddum eru á hverri plöntu, en flestar af þeim eru svo smáar, að þær eru lítt sjáanlegar með beru auga. Meðulin, sem brúkast til eyði- leggingar þessara maura eru tóbaks- i/«-***« av uiu ax anuvorpum, s bárust upp á hæðina frá mönnuni En þá báðu þær hann að gefa líf, svo að þær gætu huggað me ina. Þá gaf Brahma þeim líf og j voru blómin. Hann mælti svo, þau skyldu vera tvær ihndælu gjafirnar, sem veröld mannar gæti veitt, hennar fegurð og iln hennar, og i lífinu skyldu þau v sálar-unun þeirra, og í dauðan sá vinurinn, sem síðast skildi gröf þeirra. Nú á timum sér maður þess lj an vott, að tilfinning fyrir fegurð blómanna er almenn, og er margt, sem ber því vitni: svo sem blómin í lystigörðunum, í blómahúsunum og í blómasölu búðunum. Ennfrem- ur almenn ræktun þeirra í húsúm inni og umhverfis bústaði manna. Blómin eru sálar-unun manna á allri æfinni. Þegar barnið er komið til vits og ára, þá er eitt með því fyrsta, sem það veitir eftirtekt, litfagurt blóm. Þegar það er komið á legg, tifar það út i hlaðvarpann og unir sér á með- al blómanna; býr sér til festar úr fíflaleggjum, en blómsveiga úr burknum og blómum. Sveitabörnin eyða þannig mörgum stundum upp- vaxtarárunum á meðal litskreyttra blóma, við fagran fuglasöng, eins og segir í vísunní: — "Þá fór hún Fríða' oní brekku, er full af sóleyjum var. Þær hlógu henni hýrlega á móti; heiðlóan söng líka þar”. Við mörg tækifæri eru blóm not- uð til að prýða og gjöra ýmsar at- hafnir tilkomumeiri. Pinnfreimp til að láta í ljósi alúðlegt vlnarþel. — Blómin eyða þunglyndi og færa veikum og þjáðum hugsvölun. Að enduðu æfiskeiði fylgja þau manni til grafar og vaxa upp á vorin á leið- unum lágu, jiegar fer að hlýna, breiða úr blöðum sínum og brosa á móti geislum sólarinnar. Þau eru þannig tryggasti vinur mannanna, og brosa á móti þeim i blíðu sem striðu og færa Ijós og yl i sálir þeirra. Það er engin furða þó að tilfinn- ing manna fyrir fegurð blómanna sé svo næm, því fegurðin er þar á svo afar háu stigi. Menn finna til þess, að á meðal þeirra er einn af bústöð- um fegurðar gyðjunnar, en hana til- biðja allir, sein óspiltan smekk hafa, hvar sem hún dvelur. Blómin breyta bústöðum með hrjóstrugu og ömurlegu umhverfi í ofurlitla jarðneska paradís og prýða jafnt hreysi fátæklingsins, sem höll rikismannsins. Þau eru þær feg- urstu gjafir, sem náttúran getur veitt og sem hún gefur jafnt ríkum sem fá- tækum. Unaðsrík er sú stund, er maður situr á meðal fagurra, ilmríkra blóma, og athugar þau með ná- kvæmri eftirtekt. Friðsæl ró færist yfir huga manns; allar ljótar og lág- bornar hugsanir líða burt úr hugan- um, og eyðast eins og myrkrið fyrir ljósinu. Þau lyfta huganum hátt yfir alt lítilmótlegt og lágt og hefja hann að háleitara takmarki. Blómin auka þannig og efla þrótt allra góðra, göfugra og fagurra tilfinninga, sem í mannssálinni búa. vn. Haustvísa. Fönnin hylur fjöllin há, fölleit hniga blómin. Legst í fjötur lindin blá með Ijúflings þýða óminn. Lesið góðar bækur. Flestum börnum og unglingum þykir gaman að lesa. Sumir lesa mikið af bókum. Á stundum eiga þeir völ á svo litlu til að lesa, að þeir verða að lesa alt, sem hönd á festir og eiga þar af leiðandi ekki kost á að velja úr það bezta. 1 öðr- um tilfellum er miklu úr að velja, eða jiá ef bók er keypt á maður kost á að velja úr miklu. Þá er afar áríð- andi áð velja góðar bækuf, og ættu unglingarnir að njóta leiðbeiningar hinna eldri í váli þeirra. Góð bók, lesin með nákvæmri eft- irtekt, leiðir mjög mikið gott af sér fyrir hvern mann, 'en þó sérstak- lega, fyrir barn eða ungling. Það hef- ir oft átt sér stað, að góð bók, lesin af dreng, hefir verið uppspretta framtíðar-velgengni hans. Hún hefir glætt hjá honum framþráar-neista og tendrað hinar beztu og göfugustu tilfinningar í brjósti hans. Benjamín Franklin segir, að tætl- ur af litlu kveri, sem var kallað: “Ritgjörðir til að gjöra”, og sem hann las þegar hann var lítill dreng- ur, hafi haft stórvægileg áhrif á alt sitt líf. Hann segir ennfremur: “hafi eg verið þarfur borgari, þá á þjóðin það alt að þakka þessu litlá kveri”. Annað mikilmenni, Jeromy Bent- ham, sagði, að að eins ein setning, sem hann las i bækling, þegar hann var ungur, hefði dregið athygli sitt að sér og beint straumi hugsana sinna og námi sínu fyrir lífstið. BLUE R/BBON KAFFl OG BAK/NG POWDER Þó að þú sért hin besta matreiðslu- kona í heimi þá geturðu ekki búið gott brauð sé súrdeigið vont. Hafðu því æf- inlega Blue Ribbon Baking Powder. Það gjörir hið léttasta og besta brauð og kökur. Blue Ribbon er fyrirmynd að gæðum í Te, Kaffi, Baking Powder, Jelly Powd- ers, Spices og Extracts. Setningin var: “Hið mesta og bezta af sem flestum”. Darwin var beint á frægðarbraut sína gegnum áhrif, sem hann varð fyrir af að lesa ferðalýsingar. Þannig mætti koma með aragrúa af dæmum, sem sýna og sanna, að nytsömustu menn hafa átt vel- gengni sína og hamingju að þakka innblæstri af lestri góðra bóka. En eins og góða fræið ber ávökst, svo er það líka áþreifanlegt, að illgresis- fræið gjörir það sömuleiðis . Ung- lingar ættu því aldrei að freistast til að lesa óhollar bækur; þær gegn- sýra siðferðislega andrúmsloftið. — Prestur einn segir frá þvi, að þegar hann var í skóla, fékk hann að láni óholla bók hjá sessuuut sínum. Þrátt fyrir einungis fáeinna mínútna lest- ur, eitraðist sál hans svo, að það var orsök æfilangrar hugarkvalar og bciskju. Þegar nóg er til af gagnlegum og uppbyggilegum bókum, er það ófyr- irgefanlegt, að myrða líðandi stund með lestri óuppbyggilegra og jafn- vel stórskaðlegra bóka. Margir ógæfumenn og gagnlausir þjóðfélaginu, hefðu getað orðið mjög nýtir menn, ef þeir hefðu á æskuárunum valið það sem þeir lásu. Hvers vegna skyldu menn fara að gruggugum stöðupolli til að svala þorsta sínum, þegar silfurtær berg- lindin blasir við og býður svalandi drykk af lifandi vatni? Brennipunktur anda allra mestu og beztu manna heimsins er í góðu bókunum, og þangað að eins ættu ungir sem eldri að fara til að svala lestrarfýsn sinni. VII. Börnin. Þegar eg ber þreytta lund og þungt er mér i geði, hefi eg einatt hvildarstund og hjartans beztu gleði við lítil börn að leika þá og leita í barna sálum og sá því bezta, er eg á, út í gaman-málum. Ljúft er börnum litlum hjá, leika við þau og spauga; aldrei fegri sjón eg sd en saklauss barns i auga. Unga barn eg elska þig og i sál þér rata. Ef þið börnin elskið mig aðrir mega hata. Jón ólafsson. f------------------------------- Fréttagreinar og smávegis. s._____________________________> Tímabærar bendingar. Munið að gefa skepnunum safa- mikið fóður að vetrinum, t. d. súr- hey eða rófur. Það er langur tími til næsta sumars, þar til skepnurnar fá hið gómsæta og safamikla græna gras. Það verður þess vegna að gefa jafnframt eitthvað, sem er leysandi og hjálpar meltingunni. Bran hefir meira næringargildi en fólk alment heldur, og hefir mjög holl áhrif á meltinguna, ef ekki er gefið of mik- ið af þvi. Eru kýrnar þínar að vinna fyrir þér, eða ert þú að vinna fyrir þeim? Þú veizt hvað öll hjörðin gefur af sér, en þú veizt ekki, hvað sérhver kýr í þeirri hjörð gefur af sér. Ef til vill er hjörðin yfirleitt að borga sig; en þó er máske helmingurinn af kúahjörðinni, sem ekki er að bera sig. Við þurfum að læra að vinsa úr svoleiðis kýr, þvi það er fyrsta sporið til að það geti orðið arðvænn búskapur. En þaé er að eins hægt að gjöra það með “Bab- cock tester”, eða vél til að rannsaka gæði mjólkurinnar. Þá skal vigta kvelds og morguns mjólkina reglulega þrjá daga í mán- uði hverjum, og prófa svo einstaka sinnum, hvað mörg prósent af smjör- fitu eru i mjólkinni. Með þessu móti hefir bóndinn nokkuð nákvæma hug mynd um það, I^ívort kýrin er að eins að borga sig, éða hvort hún gef- ur mikið afgangs framleiðslukostn- aðinum. I.áttu kýrnar mjólka að minsta kosti 10 mánuði á hverju ári; sér- staklega er það nauðsynlegt með kvígur og ungar kýr, þvi þá kemst það upp í vana fyrir þeim. Eins má líka skemma kvígurnar með því, að mjolka þær að eins í 5 til 6 inánuði, því það getur líka orðið að venju, sem ómögulegt er að uppræta. Arðsemi starfsins verður i réttum hlutföllum við gæði vörunnar. Það borgar sig að framleiða góða vöru, þvi þá færð þú hærra verð en nábúi þinn. Gleymið ekki að safna ís nú fyrir íshúsið næsta sumar. Það þarf á að gizka 1000 pund af ís fyrir hverja kú i hjörðinni. óbornar ær þurfa ekki mikið af .dýrum fóðurbæti, en ættu að hafa nóg af smáraheyji og rófum. En ef þær bera áður en græn grös koma að vorinu, þá þurfa þær bran, hafra og olíukökur. Hestar, sem hafa harða vinnu að I sumrinu til, ættu ekki að vera alveg j iðjulausir á vetrin. Það þarf að smá- minka fóðrið við þá um leið og hauistvinnan minkar. — Hestarnir verða hraustari og betur færir um vorvinnuna, ef þeir vinna dálítið allan veturinn. En ungir hestar, fyl- fullar merar og alveg iðjulausir hest- ar mega ekki hafa sama fóður og vinnuhestar. Það má gjarnan vera fyrirferðarmikið, en verður að vera leysandi. Bran er gott á öllum tím- um; en að eins mjög litið af þvi fyr- ir hesta við harða vinnu, ef til vill fimti eða sjötti partur á móti höfr- um; ef ungviði og iðjulausir hestar mættu fá það til helniinga á móti höfrum. Það eykur lyst og meltingu og kemur hestunum til að éta meira af öðrum tegundum, og eins er það ódýrara en nokkur annar fóðurbætir sem hægt er að gefa á þeim tíma. En undir öllum kringumstæðum cr létt vinna holl fyrir fylfullar mer- ar yfir veturinn. Annars verða þær of feitar, ef þær á annað borð fá það fóður, sem þær ættu að hafa. — Reynslan hefir sýnt, að folöldin verða stærri, hraustari og sterkari, og ekki eins hætt við kvillum og hættulegum sjúkdómum. Það er mik- ið fleira af kynbætis-folöldum, sem deyja, heldur en hinum, að eins fyr- ir það, að merarnar hafa ekki fengið næga hreyfingu og eru oftast of feitar. Trippi á öðrum og þriðja vetri ættu ekki að vera of feit, að eins hraust og balda alt af áfram að vaxa. Þau þurfa ekki heit fjós, en þurfa nóga hreyfingu og ferskt loft. —S.— BrúkatSar saumavélar metJ haft- legu vertll; nýjar Slnger vélar, fjrrtr penlnga út f hönd etla tU lelgu. Partar f allar tegundlr af vélum; atigjörtJ & öllum tegundum af Phon- ographs á mjög lágu vertlt. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega "agenta" og verksmala.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.