Heimskringla - 06.01.1916, Blaðsíða 6

Heimskringla - 06.01.1916, Blaðsíða 6
BLS. 6. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 6. JANÚAR 1916. —Hver var hún?— ‘Agnace móður sina snemma’, sagði Upham enn fremur. ‘Hún fékk kenslukonu, sem lét hana að mestu sjálfráða. Hún mátti vera i btenum, þegar hún vildi; þvi faðir*hennar elskaði hana ótakmarkað, eða á svcitabústaðnum, og þar var hún stundum inánuð- um saman. Næst landeign föður Agnace var ljómandi skrautleg bvgging; i henni bjó fjiílskylda að nafni Taylor, og var /Vgnace henni mjög handgengin. Fjöl- skyldan samanstóð af tveimur ungum stúlkum og tveimur ungum mönnum, sem báðir eru dauðir nú.. — Einu sinni þegar þeir komu heim, höfðu þeir með sér ungan mann rneð spænskum hörundslit, er hét Henry Brend. Hann var dökkur á hár og hörund, en Agnace ljós. Það leið ekki langur timi, þangað til þau urðu ástfangin hvort af öðru, Brend og Agnace. Hann sagði henni ýmsar sögur um sig; þar á meðal að hann mundi erfa mikinn auð, og hún trúði honum. Þau fundust daglega, og endirinn varð sá, að bún lofaði að giftast Brend með leyud. Einn daginn fór alt unga Taylors- fólkið til Lundúna, og Agnace varð þvi samferða. — Þetta sagði mér önnur Taylors-ungfrúin, sem nú er gift. Hana grunaði alls ekki, að leynd gifting yrði endirinn á þcssu’. ‘Og hún giftist honum þenna dag ’ spurði Eddá óviijandi. ‘Já. Agnace sagði hinu fólkmu, að Brend ætlaði að fylgja sér til banka föður síns; en í þess stað að fara þangað, fóru þau beina leið i kyrkju og voru gift þar á löglegan hátt. Þetta hefi eg sjálfur séð í kyrkju- bókinni’. ‘Hvað kemur mér þetta við?’ Nú skuluð þér heyra. Agnace kom til Lundúna í nóvember, til þess að vera heima hjá föður sínum. Kenslukonan giftist og fór burtu. Agnace bað föður sinn að taka enga kenslukonu, svo hún fengi hvild. Taylors-fjölskyldan flutti líka til Lundúna og Agnace var þar daglcgn og var oft með Brend. 1 desember hvarf Brend og enginn vissi neitt, hvað af honum varð. í april bað Agnace föður sinn að lofa sér að finna frú Vavasour, sem hún hafði oft heimsótt áður. Hún fékk leyfið, og Agnace ferðaðist einsömul með frú Priggs, þernu sinni. Hún var burtu í tvo mánuði, og kom svo aftur, föl og horuð, en stolt og köld, eins og hún hefir alt af verið siðan. í fjarveru sinni skrifaði hún föður sinum tvö bréf; annað, þegar hún þóttist vera komin til Storm Castle, og hitt nokkru áður en hún kom heiin. Engan grunaði að hún hefði verið annarsstaðar en i Storrry Castie’. ‘Þctta vita allir, að undantekinni giftingunni’, sagði Edda kuldalega. 'Ja-ja, mcðan þér voruð burtu, fann eg hr. Nesbit, og hann sagði mér að frú Brend hefði verið 6 vikur í Rocket Hall og alið harn, og þetta barn væruð þér’. ‘Það eru ekki allir snuðrarar jafn hepnir og þér. En hvaða gagn hafið þér af )>essari uppgötvun?’ sagði Edda. ‘Eg er enn ekki búinn að segja yður, hvers vegna Agnace leyndi föður sinn giftingunni, né livers vegna hún vildi ekki kannast við yður: það var af því, að Brend var glæpamaður. Þetta fékk eg að vita hjá lög- manni, sem þekti hann, þegar liann varð fyrir o- happinu'. 'ilvaða óhappi?’ ‘Hann hafði eyðilagt eignir sinar, og byrjaði þá að spila um peninga. Þetta var í fyrsta sinni, sem hann kyntist böfum, en alt af versnaði. Fyrir 20 ár- um siðan tók hann þátt i hinum “mikia gímsteinaþjófn aði”, ásamt fjóruin öðrum þaulvönum innbrotsþjófum, en um leið og^ieir voru að fara burt nieð þýfið, náðust þeir. Tveir voru dsemdir í æfilanga þrælavinnu í ný- lendu glæpamanna; aðrir tveir í tuttugu ára þrældóras- vinnu; en Brend að eins í fimtán ár. Áður en vikan var liðin voru þeir sendir bui'tu. Nú, eiginmaður Agn- ace Powys og faðir yðar, var þvi blátt áfram stórglæpa- maður’. Eddu hafði aldrei dottið í hug, ,að kringumstæð- urnar væru svona vondar. Leyndarmálið um ætterni hennar var nú opinbert. Upham var nú sigri hrósandi. ‘Hafið þér skilið. mig?’ sagði hann. ‘Lögmaður- inn, sem varði mál Brends, sagði að liann væri sá dul- asti maður, sem hann hefði kynst. Hann sagði ekk- ert um sjálfan sig, liðna æfi eða ættingja. En kveldið áður en hann fór, sagði hann: ‘Eg verð nú að fara úr landi, og þó að ættingjar mínir og vinir séu hátt- standandi og mikils metnir, geta þeir samt ekki frels- að mig. Eg fer nú til Ástralíu; en þar skal eg reyna að strjúka og koma hingað að ári liðnu’. En hann kom aldrei aftur, og menn scgja að hann hafi dáið i | glæpamanna nýlendunni’. Eddu varð hughægra. ‘En eg efast um, að hann sé dáinn’, sagði Upham. ‘Hann strauk ekki, það er vist, og engin sönnun er til fyrir þvi, að hann sé dáinn. Hann getur koinið nær scm heizt, og þá auðmýkir hann Agnace. Enginn jiekk- ir hann, þó hann komi, og skugginn á æfi hans þarf ekki að sjást’. Edda. skalf af hræðslu, en jjágði. ‘Þér viðurkenduð einu sinni, að jiér elskitðuð uiann, sem þér kyntust í Yorkshire’, sagði Upham alt i einu. M.vndi hann vilja kvongast yður, ef hann vissi; að þér væruð dóttir glæpamanns? Eða vilduð jiér gift- ast honum og flylja vanvirðu yfir nafn lians?* Hún gat ekki svarað þessu nú. ‘Eg hefi nii sagt yður alt, og nú skai eg segja yður, hvers vegna eg hefi gjört það: Eg elska yður. Ef eg kvongast yður, þá mun Agnace gjöra yður að erfingja sínum. Ef þér neitið mér, þá svcr eg við alt sem heil-; agt er, að nafnið Agnace Powys skal verða jiakið sví- virðingu, — eg skai eyðileggja dramb hennar, og eg skal láta mannkynið jrita, að hún er kona glæpamanns, c.g að hún er móðir barns, sem hún yfirgaf! Ef þér hugsið ekkert um fður, hugsið þá um hana. Forlög ■íóður yðar eru í yðar valdi! Hvað veljið þér?’ 4S. KAPÍTULI. I Grunur þeirrn uar sunnur. Þar eð Helen kallaði liátt, kom Letty Jijótandi inn lil hennar. Hún sat réttum beinum i rúminu. ‘6, Letty!’ kallaði Helen, þegar þernan kom inn. ‘Vagninn okkar er farinn. Hvcrnig stendur á því?’ Letty hlustaði og heyrði vagnskröltið, sem fór| minkandi eftir því sem vagninn fjarlægðist. Út um gluggann var ómögulegt að sjá. Hún þaut til dyranna í ofboði og opnaði þær. Koffort Helenar stóð fyrir utan dyrnar, og ofan á þvi var ferðataska hennar og Letty. • ‘Þeir liafa komið með koffortið yðar, ungfrú’, sagði Letty, ‘svo þér getið haft fataskifti. ‘Þetta hefir máske verið annar vagn að fara fram hjá’. ‘Það fæ eg brátt að vita’, sagði Helen. ‘náðu föt- unum minum. Eg skal þá strax klæða mig. Mig grun- I ar, að hér sé eitthvað rangt á ferð, og eg vil fá að vita, 1 hvað það er’. Letty náði fötunuin, bætti nokkrum spítum i ofn- inn og fór svo. Helen hafði fataskifti, greiddi hár sitt, og kallaði svo á Letty, sem líka var búin að hafa fata- skifti. ‘Eg fer að finna pabba’, sagði Helen. ‘Bíddu hérna þangað til eg kem aftur’. Hún hraðaði sér nú ofan, en þegar liún ætlaði of- an stigann af öðru lofti, voru dyr opnaðar og barún- inn kallaði hranalega: ‘Hvert ætlarðu, Helen?’ ‘Eg er að leita þín. Eg vil tala við þig’. ‘Hinkraðu við; við skulum verða samferða ofan’. Þau gengu ofan á neðsta loft; jiar opnaði barún- inn dyr og sagði: ‘Þetta er borðstofan. Héðan er víst góð útsýn yf- ir heiðina á daginn; en nú er orðið dimt. Seztu nið- ur, Helen’. ‘Hér reu allir húsmunir nýjir’, sagði Helen. ‘Hver | býr hér?’ ‘Enginn nema gamla konan og sonur hennar, núna. j Þetta heimili heitir Roiket Hall, og er notað sem veiði- í manna heimili af ríkum aðalsmanni. Ráðskonan von- jast eftir honum á hverjum degi’. ‘Eg heyrði vagnskrölt fyrir hálfri stundu síðan. Er va’gninn okkar farinn? ‘Já’. ‘Farinn, pabbi? Senduð þið hann burt? Hvað j eiguin við þá að gjöra?’ ‘Við verðum að vera hér í nótt; vegirnir eru allir ! ófærir’. ‘En því fór vagninn okkar burt?’ Ekillinn vildi ekki bíða til morguns. Eg varð að i börga honum, og svo fór hann’. ‘Hvaða aðalsmaður á jietta heimili, pabbi?’ ‘En hvað jiú ert forvitin. Mér hefir einu sinni ekki dottið i hug að spyrja um það’. Nú kom frú Digg inn með miðdagsverðinn, og þau settust að snæðingi. Barúninn var hinn kátasti, | Jiví nú hafði hann náð Helenu í gildruna, og bjóst við l að geta jivingað hana til að giftast jarlinum. ‘Eg er sannfærður um, að jarlinn er enginn dýr- lingur', hugsaði hann; ‘en nú er hann ríkur og Helenu ætti að líða vel hjá honum. Komist eg að leyndarmáli hans, þá skal hann mcga til að borga inér ríflega til að þegja’. Þrátt fvrir þetta var Helen kvíðandi. Maturinn var góður, og barúninn fékk sherry og kampavín í ofanálag. Þegar jiau voru búin að borða,|Jór frú Diggs með | mat til Letty. ‘Eigum við að tefla skák okkur til skemtunar sagði barúninn. ‘Eg sé hér ný London-blöð’, sagði Helen. ‘Hvern- I ig komust þau hingað svona snemma?’ ‘Með járnbrautinni að líkindum. Eigandinn hefir I eflaust beðið um þau, til þess að hafa eitthvað að lesa j sér til skemtunar hérna’. Helen leit fljótlega yfir blöðin, en jiar eð hún var j jireytt og óróleg, bauð hún föður sínum góða nótt og ; fór. Þegar hún var farin, kallaði barúninn á frú Diggs ti! ráðagjörða. . Þegar Helen kom upp í herbergi sitt, sá hún jiar ; mörg ljós logandi, og góðan eld í ofninum. Letty sat þar og beið hennar. , ‘Eg skil ekki, hvers vegna við eruin látnar vera hér, svo ofarlega i húsinu’, sagði Helen. ‘Faðir minn I hefir herbergi á öðru lofti. Hcfir ráðskonan komið til í j)in, Letty ?’ ‘Já, ungfrú, hún færði mér mat. Mér finst eins ; og eg hafi séð hana áður’, sagði Letty; ‘en eg get ekki ; inunað, hvar það var. Mér lízt illa á hana, ungfrú Helen. Iiún sagði mér, að vagninn okkar væri farinn, en á morgun ætlaði sonur sinn að flytja okkur burtu’. Helen talaði um stöðu sína við Letty; en hvorug þeirra vildi láta i Ijósi nokkurn grun. Helen læsti dyr- um sínum og háttaði sncmma. Næsta morgun hjálpaði Letty henni i fötin, jiegar hún var vöknuð, og foru þær að öllu sem hægast. — Hún var að því komin að fara ofan, þegar barið var að dyrum og ráðskonan kom inn. Hún hélt á stórri bolla- ; skák með mat á, sem hún lét á litið borð; fór svo út ’ aftur og sótti körfu með eldivið i, sem stóð fyrir utan í dyrnar. ‘Barúninn biður að heilsa yður, ungfrú’, sagði ráðskonan og hélt um lykilinn, sem lnin tók úr að inn- an og stakk honum í skrána að utan. ‘Hann vonar að ! yður líði vel; en hann er gigtveikur og liggur í rúm- inu, og biður um að hann sé ekki ónáðaður *á neinn hátt. Hann varð svo votur í gær, og getur þess vegna ekki ferðast í dag, en hann sendir yður ástúðlega kveðju, ungfrú’. ‘Ef hann er veikur, þá verð eg að fara strax til hans’, sagði Helen ákveðin. ‘Veikur — í ókunnugu húsi — á afskektri heiði, — það er voðalegt. Eg verð að fara strax til hans. ‘En hann sagði mér, að þér mættuð ekki gjöra það’, sagði frú Diggs og varnaði henni að komast út. ‘Hann vill ekki við yður tala, ungfrú. Hann vill ekki lenda i neinu rifrildi’. ‘Rifrildi? Hvers vegna þarf rifrildi að eiga sér stað, jió hann sé veikur, og við tefjum hér ekki einn dag? Er búið að senda eftir lækni?’ Frú Diggs brosti og hristi höfuðið. Það var auð- séð, að barúninn var ekki hættulega veikur; enda var hann það ekki, þvi hann stóð fyrir utan dyrnar og hlustaði á samtal dóttur sinnar og óvinar hennar. ‘Ef eigandi hússins skyldi koma í dag, þá erum við illa stödd’, sagði Helen. ‘Hann kemur i dag, ungfrú. Eg býst við honum fyrri hluta dags’. ‘Farið þér úr vegi mínum! Eg ætla að fara til föður mín’. Frú Diggs stóð jafn óhreyfanleg og steinn. Voðaleg grunsemd greip Helenu. ‘Hver á þetta hús?’ spurði hún. ‘Odo, jarlinn af Charlewick’, svaraði frúin mjög drembilega. ‘Eg er gamla fóstran hans og dygg þerna, frú Diggs frá Litla Charlewick. Jarlinn kemur rétt bráðum, og hann kemur til að heimsækja yður og bar- úninn. Faðir yðar bað mig að segja yður, að nú yrði enginn Ronald Charlton til að frelsa yður, og að nú sé hann viss um, að Jiér séuð vel geymdar; en að jiér fengjuð frelsi yðar aftur undir eins og jiér lofuðuð að giftast jarlinum. • Frúin sneri sér snögglega við, gekk út og læsti dyr- unum að utan. Helen og Letty voru fangar. 49. KAPÍTULÍ. Konurnar tvær. Meðan barúninn í bezta næði var að framkvæma sin þrælslegu áform, var jarlinn á sífeldu flakki frá einum stað til annars; hann gat ekki um annað hugs- að en hina mörgu glæpi sína og var orðinn afár hrædd- ur við afleiðingar jieirra. Einn dag dvaldi hann í Rocket Hall, fór svo til næsta bæjar og keypti þar hús- munina, sem hann sendi frú Diggs; svo fór hann til Lundúna og þaðan ofan að sjónum; sendi franska skip- ið heim. Svo fór hann aftur til Lundúna og var þar tvo daga í Alexandra hóteli. Þar keypti hann vin og annað sælgæti, ásamt nýj- um blöðum, sem hann sendi til frú D. i Rocket Hall. Sérstaklega var hann hræddur um, að morð Dings kynni að kasta grun á sig. Hann langaði til að finna frú Dings, og vita, hvað hún liefði frétt hjá manni sín- um um Spænska Bob, en hann jiorði það samt ekki. ‘Eg vildi að cg væri farinn úr jiessu landi og kom- inn til Spánar, til að dvelja jiar eitt ár eða tvö’, lnigs- aði hann. ‘Blöðin eru sífelt að rugla um Spænska Bob og Dings kallaði mig Spænska Bob i Piccadilly, um jiað getur barúninn og einn af hótelþjónunum borið vitni. Eg sýndi á mér hræðslumerki, þegar eg sá hann, og svo kom hann að heimsækja mig j>ar, sama daginn, og þá sáu hótelþjónarnir hann og barúninn. Eg var lengi úti um kveldið og koin heim ineð blóðklessu á vestinu. Eg ber ávalt rýting á mér, og það veit Pétur Diggs. Eg er illa staddur. Þeir geta máske sannað, að eg hafi haft ástæðu til að drepa hann; en jieir geta ekki sannað, að eg hafi gjört jiað’. Þetta huggaði hann allra snöggvast. En svo sagði hann aftur við sjálfan sig: ‘Ef eg yrði settur i fangelsi, jiá kæmi fjöldi bófa frá hinum enda heimsins, sem eg jiekki, og myndu ljósta upp leyndarmálum mínum, — nei, eg fer til Spánar, — jiegar cg er kvongaður Helenu. Þangað til eg kvongast henni ætla eg að dvelja í Rocket Hall, svo fólk haldi, að eg hafi farið úr landi. Eg verð að hraða þessari giftiirgu; hún yrði til jiess, að gjöra Ronald fátækan og ógæfusaman alla æfina, og það væri mér sönn ánægja’. Hann hafði ckkert að gjöra í Lundúnum, og fór því til Charlewick-le-Grand, forfeðra heimilis sins, og liins rétta heimilis hans. Til að líta eftir hinni stóru b.vggingu hafði hann látið garðræktarmannnn, sem þar hafði unnið um mörg ár, flytja inn í hana, ásamt konu sinni. Síðari hluta dags fór jarlinn til Litla Charlew'ick, og |iaðaii til hallarinnar, heimilis síns. Við girðingarhliðið fór jarlinn ofan úr vagnnum, og sendi hann aftur til Jiorpsins; gekk svo hálfa rnílu heim til hallarinnar, kringum hana að vinnufólks her- bergjunum og barði að dyrum, Garðræktarmaðurinn lauk upp og jarlinn gekk þegjandi fram lijá honum til eldhússins. Þar var kveldmaturinn á borð borinn, og konan hauð jarlinn velkominn, en maður liennar þurkaði stól og bauð jarlinuin sæti. ‘Eg vildi, að við liefðum vitað, að þér kæmuð’, sagði konan; ‘en eg skal strax taka til í herbergi yðar, kveikja ljós i bókhlöðunni, og —’ ‘Eg þarf ekki að flýta inér’, sagði jarlinn; ‘eidhús- ið er eins hreint og það getur verið. Eg vil sitja litla stund hjá ykkur hér. Herbergið mitt getur þú lagað, jiegar jiú ert búin að borða. Eg fer aftur burt á morg- un, og ætla til Spánar til þess að heimsækja ættingja mína jiar. Gætir Graham að öllu hér, eins vel og hann á að gjöra?’ ‘Já, lávarður’, svaraði maðurinn; ‘hann keinur her daglega’. ‘Það er gott. Hann var föður mínum tryggur, og og vona að liann verði mér jiað líka. Er alt eins og jiað á að vera i Litla Charlewick?’ ‘Já, lávarður’, svaraði maðurinn. ‘Heyrið þér nokkrar nýjungar? Er nokkuð sér- stakt sem spjallað er ura?’ spurði jarlinh. ‘Já, það cr alt af ruglað um margt í smábæjum’, svaraði konan. ‘Þeir tala um hina löngu burtuveru yðar, og hina skyndilegu heimkomu; sömuleiðis um burtrekstur Ronalds, sem allir álitu erfingjann; en rugl er rugl, og sá maður, sem hefir mesta peninga, á flesta vini’. ‘Mér líkar að þeir rugli og það gleður mig að þeir fjasi um Ronald. Hefir nokkur komið að heimsækja mig síðan eg fór? Hefir nokkur spurt um mig?’ 1 ‘Já, lávarður. Það er ávalt nóg af slíku fólki á ferðinni’. ‘Hverjir hafa jiað verið? Lýsið þér þeim ifyrir mér’. ‘Fyrir hér um liil viku síðan’, sagði konan, ‘kom heldri stúlka að líta á húsið, og af því gestum hefir á- valt verið leyft að skoða húsið, sýndi eg henni það ná- kvæmlega. Hún spurði mig allmikið um yður, vildi fá lýsingu af hörundslit yðar og fleira’. ‘Hvernig leit hún út?’ ‘Hún var há og beinvaxin, eins fögur og drotning; hárið ljóst, augun grá. Með henni var öldruð kona. Eg er viss um, að þær komu frá Lundúnum’. ‘Þetta hefir verið Agnace Powys’, hifgsaði jarlinn. ‘Hún verður mér hættulegur óvinur. Eg las í blöðun- um, að faðir hennar væri dáinn. Áður en liún fær tima til að hugsa um mig aftur, verð eg að vera á Spáni með Helenu sem konu’. Svo fór hann aftur að spyrja. ‘Hefir nokkur verið hér, sem virtist hafa áhyggj- ur um mig og inínar kringumstæður, — maður eða kona, ríkur eða fátækur?’ ‘Enginn, lávarður’, sagði konan. ‘Jú, Katrín, í gærkveldi kom kona, sem bað um að vera hér í nótt, og hún svaf úti í hesthúsi. Hún virtist vera fátækur flækingur, og spurði um margt viðvíkj- andi jarlinum’. ‘Um hvað spurði hún?’ sagði jarlinn. ‘Um hina löngu fjarveru yðar, nær þér færuð frá heimilinu og nær þér komið aftur, hvort þér væruð i raun og veru jarl o. s. frv.’ ‘Spurði hún um jiað?’ sagði jarlinn. ‘Já, lávarður. Tom Dark, skógarvörðurinn, var hér í heimboði hjá okkur, og hann svaraði öllum spurn- ingum hennar. Hún spurði, hvort þér væru'ð eklci á- kaflega bráðlyndur; hvort þér hefðuð verið í Ástr- alíu eða Tasmaniu. Tom Dark sagði, að þér hefðuð verið i Suður-Afríku, cn þá hló konan; svo spurði hún hver væri næsti erfingi, og ýmislegs annars’. ‘Hvernig leit hún út?’ ‘Hún var lágvaxin en digur, herðarnar afarbreið- ar og handleggirnir langir; augun ljósblá; hárið óx ofan undir augu, svo ennið var lítið; á annari kinninní var langt og rautt ör’. Jarlin varð nú fremur súr á svip. — Hann hafði kynst konu i Ástraliu, sem lýsingin átti við, og hann taldi víst, að hún hefði gifst Dings. Ef svo væri, þá hefði hann enn einn blóðhund á hælum sér. Hún mundi hefna Dings, því hún vissi, að Spænski Bob og jarlinn i Charlewick var einn og sami maður. Hann sá nú að gálginn beið hans. En hvernig átti hann að umflýja þann dauðdaga?’ Konuna bað hann nú að laga til i herbergi sinu, og jiegar það var búið, fór hann upp og háttaði, en ekki gat hann sofnað. ‘Eg vildi heldur hafa alla lögregluna á Englandi og Frakklandi á hælum mér, en þessar tvær konur’, hugsaði hann. ‘Agnace er svo drambsöm, að þar er ekki um neina sátt að ræða. Og þessi Kittalina með örið, hún er afar hefnigjörn, jafn þolinmóð, lævis og grimm eins og Indiáni. Hefði eg vitað, að hún var kona Dings, þá hefði eg ekki drepið hann’. Þannig hugsandi lá hann alla nóttina og gat ekki sofnað. Morguninn næsta neytti hann morgunverðar með garðyrkjumanninum og konu hans; fór svo í sínum eigin vagni til Crediton. Spurði þar eftir brófum og blöðum og hélt svo áfram til Lundúna. Þar gekk hann inn í verzlun, sem seldi dularbún- ing. Hann keypti langt, hvítt skegg, hárkollu, göngu- ‘staf og tállit, til að breyta hörundslit sínum. HanH sagðist ætla á grímudans fyrir utan borgina. Þegar hann var búinn að dulklæða sig, fór hann á járnbrautarstöðina og fékk sér far með hraðlestinni til Leeds. Daginn eftir kom hann til Hebden Bridge, og það- an hélt hann licina leið til Rocket Hall. Innköllunarmenn Heimskringlu- 1 CANADA. F. Finnbogason F. Finnbogason Arnes Magnús Teit Antler Pétur Bjarnason Páll Anderson Brú Sigtr. Sigvaldason Baldur Lárus F. Beek Beekville F. Finnbogason Bifrost Ragnar Smith Brandon Hjálmar O. Loftson Bredenbury Thorst. ,T. Gíslason Brown Jónas J. Húmfjörd Burnt Lake B. Thorvordsson Oalgary Óskar Olson Churchbrigde J. T. Friðriksson Dafoe, Sask. St. O. Eiríksson Dog Creek J. H. Goodmanson _ Elfros F. Finnbogason Framnes Jolin Januson Foam Lake B. Þórðarson Gimli G. J. 01eson.._ Glenboro F. Finnbogason Gevsir Rjarni Stephansson Hecla F. Finnbogason Hnuusa J. II. IJndal Holar Andrés J. Skagfeld Hove Sig. Sigurðsson Húsawick, Man. Jón Sigvaldason Icelandie. River Árni Jónsson..7 ísafold Andrés J. Skagfeld Ideal Jónas J. Húnfjörð Innisfail G. Thordarson Keewatin, Ont. Jónas Samson Kristnes J. T. Friðriksson Kandahar Thiðrik Eyvindsson . * Langruth Oskar Olson Lárus Árnason Leslie P. Bjarnason . . Lillesve Guðm. Guðmundsson... Lundar Pétur Bjarnason Eiríkur Guðmundsson. Mary Hill John S. Laxdal Jónas J. Húnfjörð Paul Kernested Gunnlaugur Helgason... Nes Andrés J. Skagfeld Oak Point St. O. Eirikson Pétur Bjarnason Sigurður J. Anderson... _Pine Valley Gunnar Kaivelsson Point Roberts Jónas J. Húnfjörð Red Deer Ingim. Erlendsson Wm. Kristjánsson Snmarliði Kristjánsson. Gunnl. Sölvason Runólfur Sigurðsson Paul Ivernested Sigiunes Ilallur Hallson A. Johnson Andrés J. Skagfcld Snorri Jónsson J. A. J. Lindal Jón Sigurðsson Vidir Pétur Bjarnason Ben B. BjaTnason.. Vancouver Thórarinn Stefánsson...„ Winnipegosis Ólafur Thorleifsson... Wild Oak Sigurður Sigurðsson Thidrik Eyvindsson Paul Bjarnason Wynyard O. W. Olafsson 1 BANDARIKJUNUM. Jóhann Jóhannsson Akra Thorgils Asmundsson... Sigurður .Johnson Jóhann Jóhannsson CavaIier S. M. Breiðfjörð S. M. Breiðfjörð Elís Austmann Árni Magnússon Hallson Jóhann Jóhannsson Hensel G. A. Dalmann Ivanhoe Gunnar Kristjánnson Milton, N.D. Col. Paul Johnson Mountain G. A. Dalmann Minneota Einar H. Johnson Jón Jónsson, bóksali . Svold Sie-urður Jónsson Upham

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.