Heimskringla - 06.01.1916, Blaðsíða 5

Heimskringla - 06.01.1916, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 6. JANÚAR 1916. HEIMSKRINGL/v BLS. » Frá íslandi. Framhald frá 1. bls. björgunarskipið Geir til aS ná því upp í sumar. Talið að Tulinius muni hafa 20 þúsund kr. upp úr kaupun- um. — Sigurjón læknir Jónsson í Dal- vík, var settur til að gegna læknis- störfum á Akureyri í stað Stein- gríms, verður kyrr í Dalvík, — að minsta kosti fyrst um sinn. — Manntalið í árslok 11914. Eftir skýrslum presta og forstöðumanna utanþjóðkyrkjusafnaða ætti fólks- talið á íslandi að hafa verið í árs- lok 1914: 87,478. Fjölgaði um 800 á árinu, mest í kaupstöðum að vanda. Fjölgun örari austanlands en vestan. Eins heldur fækkað fólki í Árnes- sýslu og Suður-Þingeyjarsýslu. — Dýrleifar-minning heitir sjóð- ur, sem Árni Prófastur Jónsson á Hólmum hefir stofnað til minnipgar um látna konu sína. Er hann að upp- hafi 1000 krónur og stendur í Söfn- unarsjóðnum. Nokkrum hluta vaxt- anna er árlega varið til að gleðja 10—20 fátæk börn i Mývatnssveit á jólunum. —- Fólksfhitnínga bifreið stóra og mjög vandaða fær félag eitt á Eyrar- bakka nú með Vesta frá Ameríku; er það Jónatan kaupmaður Þor- steinsson sem hana útvegar. Þetta sama félag ætlar að fá sér með vor- inu vöruflutninga bifreið miklu stærri en hér hefir verið; tekur hún til flutnings 4 smálestir. Formaður félags þessa er Guðm. Guðmundsson kaupfélagsstjóri á Eyrarbakka. — Sjópróf var haldið 24. nóv. i Sjó* og verzlunar-dómnum í Kaup- mannahöfn út af árekstri Goðafoss fyrir Norðurlandi i siðustu ferð sinni, svo sem þá var getið um í “Fréttum”. Það sannaðist, að sker |>að, sem Goðafoss rakst á, stóð ekki á neinum sjóbréfum, og var langt út í hafi og áður óþekt. Er því skip- stjórinn úr allri sök um árekstur þennan. Goðafoss er í Flydedokken til viðgjörðar. — Styrktarsjóður P. Hanscns er nýr sjóður, stofnaður með 5Ó0 kr., á hann að styrkja fátæka neinendur á Eiðaskóla til að afla sér frekari ment unar í búnaðar- og alþýðufræðslu- málum. Vísir, 7. des. — Góð rækt. Það er talin góð rkæt i túni, er 20 hestar fást af dagslátt- unni. En bóndinn á Eyvindarstöð- á Álftanesi fékk 7 hesta af dragbandi af einni sléttu, sem er 3 faðmar á breidd og 50 faðma löng. Með sömu rækt ættu að fást 42 hestar af dag- sláttunni. — Frá Grænlandi. Hvalsöe, sem keypti féð hérna í haust, skrifaði Þórði lækni Sveinssyni nýlega. Seg- ir hann, að allar kindurnar, sem hann fór með, hafi komist lifandi til Grænlands, og hafi liðið ágætlega á leiðinni; þær voru 170. Síðan þær komu á Iand, hafa þær verið hýstar á nóttum, og er þeim þá gefið lítið eitt. Á daginn stendur Grænlending- ur einn yfir þeim úti og hefir skozka hunda með sér. Tið segir Hvalsöe á- gæta þar snemma í nóvember, 3 st. frost og hreinviðri og lítið föl á jörðu. — Dánarfregn. Frú Jörgína Svein- björnsson, ekkja Lárusar Svein- björnssonar háyfirdómara, lést hinn 6. desember i Hróarskeldu i Dan- mörku. — Slys. Guðlaugur Torfason, báta smiður, slasaðist hinn 4. des. á þann hátt, að hann datt á stórt járnstykki, er hann var við vinnu sína i Slippn- um; varð járnstykkið undir siðu hans og brotnuðu 3 rif. NY VERKSTOFA Vér erum nú færlr um a® taka & mótl öllum fatnaöl frá yöur tll aö hrelnsa fötln þín án þess aö væta þau fyrir lágt verö: Sults Cleaned and Pressed.BOc Pants Steamed and Pressed....2."c Sults Dry Cleaned....$2.00 Pants Dry Cleaned.........50c Fálö yöur veröllsta vorn á öllum atSgjörBum skófatnaöar. Empress Laundry Co ------- LIMITED -------- Phone St. Johu 300 Cor. AIliENS AND DUFFERIN E—1—| Hospital Pharmacy Lyf jabúðin sem ber af öllum öðrum. — Komið og skoðið okkar um- ferðar bókasafn; mjög ódýrt — Einnig seljnm við peninga- ávisanir, seljum fríinerki og gegnum öðrum pósthússtörf- um. 818 NOTRE DAME AVENUE Phone O. 5670-4474 Siggeir Ólafsson látinn. Siggcir ólafsson — Olson — lézt Duluth í Minnesota 20. desember 1915, eftir holskurð, sem gjörður var við sullaveiki, sem lengi var búin að þjá hann, og áður hefir ver- ið á minst. Hann var fæddur 28. október 1853 — sonur ölafs bónda Jónssonar, er lengi bjó á Krossum i Staðarsveit í Snæfellsnessýslu, og þar fæddist hann og uppólst til þroska ára. Sið- »st bjó ólafur sál. faðir hans að Brimilsvöllum i sömu sýslu. Móðir Siggeirs, en kona ólafs var Guðrún Þórðardóttir. Þær ættir voru báðar vel þektar í Snæfellsnessýslu, sem auðnusamt og myndarlegt bænda- fólk. Hann jmmgaðist 28. september 1874 Halidóru yfirsetukonu Guð- mundsdóttur, frá Elliða i Staðar- sveit, siðast bónda í Ferjukoti i Mýrasýslu. Lifðu þau saman í far- sælu og gstriku hjónabandi 41 ár. Þau cignuðust 8 börn, þar af 6 dáin, flest ung. Tveir synir lifa, báðir kvongaðir: Dr. ólafur og Þorgeir Finnbogi, sem er fréttaritari stór- blaðsins Duluth Herald. Þau bjuggu á ýmsum stöðum á Vesturlandi, en dvöldu síðast á Borðeyri við Hrúta- fjörð, og fluttust þaðan vestur um haf til Canada árið 1886; dvöldu á 3. ár i Winnipeg og fluttust það- an til Washington eyjarinnar í rík- inu Wisconsin, og voru þar þangað til i maimánuði 1890, að Þau fluttu til Duluth, hvar þau hafa stöðugt bú- ið siðan. (Mrs. Olson á sjálf privat hospital, er liún hefir lengi stjórn- að og búin að taka á móti yfir 2000 börnum). Mér er of skylt málið til að segja nokkuð frekar um þennan minn kæra framliðna vin og mág. Og heíði heldur með ánægju kosið að sjá þær línur ritaðar af öðrum, óskýldum, sem getið hefði um manngildi og göfgi þessa manns. — Eg hefi aldrei þekt tryggari og staðfastari vin, þar sem hann tók því, enn hann var; eða meiri og verklægnari vinnu- mann, meðan þrek og kraftar leyfðu. Hann var maður vel skynsamur og lagði gott til allra mála, sem hann lét sig snerta. En hélt sér lítt fram, sem að minum dómi var stór skaði. Maðurin var vel gjörður til sálar og likama, og hann var í öllu allur, — hvergi hálfur. Reglumaður mesti, sem elskaði fram yfir alt konu sinp og börn og heimili, og lifði fyrir það með heiðri, sæmd og dugnaði fram til dánardægurs. Siggeir sál. var hár maður vexti; fremur grannur; sérlega friður á allan vöxt, hvatur í öllum hreyfing- um og teinréttur til hinstu stundar. Andlil skarpleitt og karlmannlegt; enni mikið og brúnin fremur hvöss; augun blágrá og hárið skoljarpt. Hann var jarðsunginn 23. des. i grafreit West Duluth (Uniota), af Rev. W. L. Staub, Pastor of West- minster PPresbyterian Church of West Duluth, sem hann hafði lengi tilheyrt. Ilann tilheyrði einnig lífs- ábyrgðarfélaginu ‘‘West Duluth Tent No. 2 Knights of the Maccabees” og hafði þar $2000. — útförin vai* öll mjög virðuleg og tilkomumikil: Fyrst frá hans alþekta myndarheim- ili, siðan borinn i kyrkju. Þaðan fylgdu 10 eða 12 vagnár, lilaðnir vinum og vandamönnum, til hinsta hvílustaðar, fyrir utan líkvagninn, og annan hlaðinn blómsveigum, og voru þeir margir storkostlegri en eg hefi áður þekt, og komu frá ýms- um vinum og félögum, sem þessi 01- sons fjölskylda tilheyrir. Einn mjög fagran krans, í liking hörpu, gáfu Islendingar í Duluth, og flest allir fylgdu honum til grafar; en likmenn voru allir félagsbræður hans úr Maccabees. Og fjöldi af innlendum voru við útförina og vottuðu á allan hátt hluttekning sina. Kistan var gjörð af stálþynnum, fagurlega skreytt og afar kostbær. Engir voru langt að komnir, að undanteknum mér (frá Winnipeg), sem þessar lin- ur rita, og Hjörtur isonur minn, frá Minneapolis, Minn. Lárus Guðmundsson. HERSVEITIN ÍSLENDINGA. Vér köllum hana sveit Islendinganna af því að allar líkur eru til að í henni verði fleiri íslendingar en í nokkurri annari hersveit. Það er 108da her- deildin sem Lieutenant-Colonel Bradbury er að koma á fót og hefur aðallega aðsetur sitt í Selkirk þó að skrifstofa herdeildarinnar sé í Winnipeg, 31 1 Mc- Intyre Block, Main Street. í viðbót við alla þá Islendinga sem hafa nú þegar gengið í hinar ýmsu hersveitir Canadamanna og eru orðnir furðu margir, þá eru nú íslendingar í Selkirk að reyna að mynda “pkitoon” (um 55 manns) af eintómum Selkirk Islendingum og vildu gjarnan fá landa sína sem flesta með sér. Þeir eru allir velkomnir og ef þeir yrðu nógu margir gætu þeir myndað annað “platoon” ef að hinum sem fyrir eru heppnast að fá nógu marga úr Selkirk einni í þennan sem nú er í myndun. Fáðu þér land til eignar UORGIST A 20 ÁRl'M ef |>fi vllt. Lapfiltl fietílr IiIk ok klœH- Ir liorKar tyrlr nIjít NjAIft um lelM. Feyklmlkltl flirml af fyrlrtaks frjö- möiiiii landr er tll mOIu f VeMtur-Canada fyrir IfiRf verfl raeð Kðtium MkilmAlum* Iiettn frA 911 tll 930 ekran A lifinatlar- IfindusM |iar Mem nÖKar eru rlKnlnKai oir AveltuHiudin $35 ekran.)SkilmAlari Klnn tuttujKnMtl af verðlnu liorjKlst Af f hdnd, hltt A 20 Arum. 1 Aveltusvelt- iim mA fA lAn npp A tiyKf£lnj?ar upp tll $2000, er elnnljff liorjrÍMt A 20 Aruua. Lel^an A lAnl Jivf er atfelnn 6 per cent. Nífi er tiekÍfieriK a® bieta vltf mík lðnd- um hlnum mcMtu eðn fitvejra linu handa vlnum Mfnum ok nfijKrönnum. Frekarl upPlýMinKar fAnt hjA F. W. RUSSELL - - Land Agent Dept. of Natural Resources, C.P.R. DESK 30, C.P.Ii. DEPOT - W INNIPEG Golumbia Grain Co., Limited 242 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kaupum hveiti og aðra kornvöru, gefum hxsta verð og ibyrgjumst áreiðanleg viðskifti Skrifaðu eftir upplýsingum. TELEPHONE MAIN 1433. Hugsunarfesta Þjóðverja (The Logic of Germany’s View- point). Ósköpin öll hafa verið skrifuð um Þjóðverja; en það er eins og það hafi litla þýðingu, menn trúa því ekki og láta það sem vind um eyrun þjóta. Sumir af þvi, að þeim ógnar svo mikið framferði þeirra, ef að það kynni nú að vera satt, sem sagt er um þá, og aðrir af þvi, að þeir skilja þá ekki. Enda er það varla von, þvi að menn margir, sem feng- ið hafa nasasjón af fræðum þeirra og visindum, gleypa alt hjá þeim án þess að skilja, og ætla að þeir fái þar fylli sina af fróðleik og spe>-i meiri en nokkursstaðar sé til í við- um heimi; og ganga svo um með rembingi, eins og æfinlega á sér stað þegar menn vita lítið, en vilja hugsa hátt, og láta aðra halda að þeir séu stórvitrir menn. En hvað Þjóðverja snertir og skoðun manna á þeim, þá er þetta mjög afsakanlegt: Menn skilja þá ekki. Þeir eru sem mann- kyn af öðrum hnetti. Enginn þjóð á jörðunni er þeim lík. Það er sem i- búar plánetunnar Marz hafi komið niður á jörðina með alt öðrum hug- myndum, öðrum tilfinningum, öðr- um skoðunum á réttlæti, skyldu og samvizku, en allir aðrir jarðarbúar, og með þeim aðal ásetningi, að brjóta undir sig allan hnöttinn með þjóðum þeim, sem á honuin búa. Nú ritar Arthur E. P. Browne Weigall um Þjóðverja i ritinu Nine- teenth Century, og kallar grein sína “The Logic of the German View- point’’, — “They are IJpheld by Log- ic’’, — “The Rest of the Nation by Heart”. — Greinin skýrir framkomu þeirra fyrir mörgum, sem ekki liafa átt kost á að kynna sér hugsunar- hátt mentun og heimspeki þeirra seinustu mannsaldrana. Eiginlega skýrir hann ekki, hvort þeir séu réttir eða rangir, en ætlar hverjum manni að gjöra sér grein fyrir því. Hún er nokkuð löng greinin, en það er mikið í henni, sem fjöldi manna hefir ekki athugað, og málið er svo stórkostlegt, og þýðingarmikið fyrir hvern einasta mann og eftirkomandi kynslóðir, að það er þess virði, að veita þvi athygli, þó að það taki nokkurn tima og umhugsun. Mr. Browne Weigall segir á þessa leið: — Menning Þjóðverja og menning heimsins, að þeim fráskildum, hefir runnið fram á aðskildum brautum. Þjóðverjar hafa haldið stefnu þeirri, sem hafði fyrir mark og mið hrein- an og kláran materialisma og afneita öllum spiritúalisma, öllu því sem andlegt er eða að sálu mannsins lýt- ur. En hinn mentaði heimur, að þeim fráskildum, stefnir til hins and lega, og segir, að það liggi til grund- vallar fyrir öllu hinu háleita og sanna og fagra. Þjóðverjar byggja alt á facls á hlutunum, á hinu þreif- anlega, því sem þeim þykir óhrekj- andi. Þeir halda því fast fram, að tilveran byrji hér og endi hér. Af þossu stafa öll þau grimdarverk, sem þeir eru sakaðir um. Hinar þjóðirnar hafa aðra skoðun og segja, að lifið og tilveran sé meira en lik- aminn; þær halda fram tilveru sál- arinnar, og þegar að likaminn sé dauður, þá lifi þó mannssálin. Þjóðverjar segja, að vér hinir sé- um fullir af hjátrú og hindurvitnum, — vér trúuin og treystum á það, sem vér ekki geturn þreifað á og ekki getum sannað og förum eftir bulli og kynjasögum, sem feður og mæður hafi komið oss til að trúa; að vér hugsum, til dæmis, að misk- unnsemi, sannleiki, heiður og æra sé eftirsóknarvert og mikitsvirði. — Sjálfir eru þeir upp úf þessu vaxnir. Þeir segjast trúa á náttúruna, — á alt, sem þeir geti þreifað á, en ekk- ert meira. Vér errnn því börnin og fáfræðingarnir; þeir eru fullvaxn- ir og þroskaðir, og þeir eru visinda- mennirnir, — og það mega þeir eiga, I Til vinstri: Boris, Búlgara-prins, nýorSin yfirforingi Búlgara og er þó aðeins 21 árs gamall. Til hægri: Lloyd George ráðgjafi Breta. SIBan Strlflis byrjatil þyklr meira kveba aö Mr. George en nokkrum öSrum t ráöaneytlnu, og hefur hann ákaflega mlklö fylgl manna & Bretlandl. að samkvæmt þeirra visindum, þá eru þeir réttir, því að hin þýzku visindi, sem nú rikja á Þýzkalandi, afneita í sannleika öllu hinu and- lega. — En nú vil eg skýra þetta betur — segir Weigall,— svo mönnum verði ljós hinn mikli munur á þessum tveimur skoðunum og sjái hinar frá- breyttu, algjörlega aðskildu leiðir, sem menningin hefir farið eftir hjá Þjóðverjum annars vegar, en hins- vegar hjá öllum hinum mentaða mentaða heimi. Hin kalda skynsemi segir oss, að mannkynið sé sérstakur flokkur dýraríkisins, og að miklu leyti sé- um vér litið frábrugðnir dýrum markanna, og að mennirnir lifi á hinum öðrum dýrum; slátri þeim, éti hold þeirra og bein og drekki blóð þeirra. ótölulegar milliónir varnarlausra dýra eru drepnar á degi hverjum til að næra mennina, og þúsundir manna lifa á því og hafa atvinnu sína við það, að rota skepnur þessar, eða skera þær á liáls. Á Englandi eru menn að draga skýlu yfir þetta, sem mönnum finst ógeðslegt og ljótt. Menn fela þar sláturhúsin. Og hold hinna slátruðu dýra er soðið, og svo farið með það, að menn þekkja það varla. Og þegar grisinn er dauður, þá er hann á ensku nefndur öðru nafni: pork, — eins og væru menn að dylja það, að þetta hefði einu sinni verið lifandi dýr, likt og mennirnir. En á Þýzkalandi eru menn ekki að fara i neinar felur með það. — Menn játa þar hrcint út, að maður inn sé rándýr. Pork kalla menn þar svínsflesk, veal kalla menn þar kálfs kjöt og þar eftir. Og hold margra dýra er þar etið hrátt, án nokkurs yfirdreps. 1 þessum hlutum eru menn þar svo hreinskilnir og blátt áfram, að það mundi fara hrollur um hvern esnkan matreiðslumann. Þetta er kanske nokkuð hrottalegt, en samkvæmt skvnseminni er það al.veg rétt, þó að það kunni að særa hinar viðkvæmari tilfinningar. En Þjóðverjar eur lausir við allan yfir- drepsskap, og um leið við allar hin ar fingjörðari tilfinningar, hvað þetta snertir. Þessi hin háa mentun þeirra hefir hrundið burtu allri við- kvæmni og sett gallharða skynsemi í staðinn. Þessi viðkvæmni vor, sem gjörir oss lifið þolanlegt, er þeim einskisvirði. Þeir segja, að hún sé liugsanfræði.slega röng (illogical) og ósamrýmandi við sanna mentun (uncultured). En vér lokum augun um mcðan vér erum að borða steik- ina; forðumst að hugsa um, hvernig hún er til koinin. Aftur á móti hirða Þjóðvcrjar ekkert um það, því að tilfinningarnar eru þeim óveruleg- legar og sláturhúsin eru nauðsynleg, Og frá þeirra sjónarmiði er ekke: hægt á móti þvi að segja. Klúrar og sóðalegar hugmyndir. Hvað önnur sérstök atriði snert- | ir, sem eg vil ekki nefna með ber- um orðum, en sem Þjóðverjar ekki myndu hika sig við að nefna sinu j rétta nafni, — þá sjáum vér þar og i sama skortinn á öllum næmum til- i finningum. Eins og þeir kalla rek- una reku, kalla þeir magann maga, og kviðinn kvið. Enginn önnur þjóð í Norðurálfunni talar jafn hiklaust um þau störf likamans, sem vér er- um vanir að dylja. Þeir segja, að mennirnir séu ekkcrt annað en dýr, og að mentuð þjóð, sem kastað hefir öllum gamaldags-hugsunarhætti get- ur ekki annað en tekið þvi, sem er og nefnt það sínu nafni, hversu ó- geðslegt, sem það kann að vera. — Þjóðverjar hafa mjög mikla skemt- un af klúru, sóðalegu spaugi. Og grinblöð þeirra (comic papers) eru full af hinum sóðalegustu myndum. Og þetta álita þeir að sýni yfirburði þeirra, hvað mentun snertir. Þeir segja, að maðurinn sé óhreint dýr. Þetta verði allir að játa og á því verði allir að byggja. Hvað listirnar snertir, þá er þeim þannig varið, að vér myndum blygð- ast vor, að sýna myndir þær, sem ágætar þykja á Þýzkalandi. Þessar og þvilíkar myndir eru að vísu til um allan heim, en hvergi kveður eins að þeim og á Secsessionist sýn ingunni í Munich. Það virðist vera yndi hinna þýzku listamanna, að sýna myndir sem klúrastar og þær er mest kitla holdlegar fýsnir. Þung- aðar konur, kafloðnir, ástþrungnir Scxtíu manns geta íengið aðgang að læra rakaraiðn undir eins. Tbl þess að verða fullnuma þarf aðelnt í vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgað meðan verið er að læra, Nemendur fá staði að enduðu nám.1 fyrir $15 til $20 á viku. Yér höfum hundruð af stöðum þar sem þér getið byrjað á eigin reikning. Eftii spurn eftir rökurum er æfinlegi mikil. Til þess að verða góður rah- ari verðið þér að skrifast út frú Alþióoa rakarafélaginu. International Barber College. Álexander Ave. Fyrstu dyr vestar við Main St., Winnieg. -Islenzkur Ráðsmaður hér. menn, spikfeitar mæður með börn á brjósti; kófsveitta, foruga verka menn. — Þjóðverjar eru hinir fuli komnu, sönnu “realistar” og vilj'a ekki við öðru líta. Svona er lifið, segja þeir, og svona verðum vér að taka það. Þetta er aðalstefna hinnar þýzki menningar, að rekja niður allar at hafnir og hugsanir mannsins, hug*. unarrétt að visu, frá þeirra sjónar miði;' en taka jafnt hinu ijóta sem fagra og gjöra þar á engan mun og fylgja hispurslaust þræði þess um, hvort sem seinasti spottinn enú ar i blóðtjörn eða svinastiu. Gyllingin fer af í brennum og blóði Það skyldi þvi engan undra, — hvernig keisari og ráðaneyti han* hefir hagað stríði þessu, og ekk> skeytt vitundar-ögn um viðteknar reglur i hernaði eða jafnvel eið svarna samninga og loforð. Ein kenni átumeins þessa hefðu átt að vera auðsæ öllum mönnum, ef að menn hefðu nthugað þau nógu vand lega. En menn gjörðu það ekki. Og það var ekki fyrri en hinar blóðugu athafnir stríðsins knúðu menn ti* að ihuga þetta, að menn fyrst fón» að ótta sig og sjá þennan sjúkdóm v sinni voða- og skelfingar-mynd. —- Meðal einkcnna þessara er her mannavald Þjóðverja og allur þeirra undirbúningur siðan fyrir dag:> Friðriks mikla; en þó einkum sið an Bismarck tók við stjórn á Þýzka landi. Þjóðirnar rándýra-hópar. Þjóðverjar kasta frá sér öllum hugsjónum sanngirni, réttlætis og velsæmi, og skoða allar þjóðir ver ahlarinnar scm rándýra-hópa, er rifi og sliti hvor annan i sundur mca klóm og tönnum. Og þess vegna fóriv- •þeir að búa sig til viganna; vörðn öllu sinu viti og öllum snum kröft um og öllum sinum auði til þess að geta orðið fyrstir til að byrja, — og þegar þeim fór að leiðast biðin, þ:< kveiktu þeir i. Bretinh blindur. En öll menning Breta stefndi i öf uga átt; þeir möttu mest hugsjón irnar, sem hinir virtu einskis og hlógu að. Og þess vegna var það, að þeir gátu ekki trúað því, gátu ekk- hugsað sér, að nokkur menning ga-t> verið jafn djöfulleg og hin þýzka reyndist. Þeir vissu, að kenningar realisla og materialista riktu é Þýzkalandi. En þeir gátu ekki trú að þvi, að þær væru svo Tangt á veg komnar, að gripa alla þjóðina, eða væru jafn gjörsnauðar af öllu seii andlegt var. (Framhald næst). BorgiíJ Heimskrínglu bændur- MuniS eftir Heimskringlu þegai þér seljiS uppskeru ySar þette haust. — Þetta er líka uppskem tími hennar. Hreinn Bjór er bezti drykknrínn fyrir þig----- pC Er hreinasti bjór sem búinn er til 1 merkur eBa pott flöskum. Tll kaups hjá verzlunarmannl þinum etia rakleltt frá E. L DREWRY, lid. Wmnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.