Heimskringla - 13.01.1916, Page 4
' BLS. 4
HEIMSKRINGLx.
WINNIPEG, 6. JANÚAR 1916.
H EIMSKEING L A.
lAtofnuft
Ketnur í't á hverjum (imtudeirl.
Útgefendur og etgendur:
THB VIKING I'KESS, LT1>.
VertJ blatSsins í Canada og Bandarikjunum $2.00 um áritS (fyrirfram
borgati). Sent til islands $2.00 (fyrirfram borgatS).
Allar borganir sendist rát5smanni blatSsins. Póst etSa banka ávis-
anir stýlist til The Viklng Press, Ltd.
M. J. ,«KAPTASON, Kitstjórl H. B. SKAPTASON, RátSsmat5ur.
Skrifstofa:
72« SHEUIIltOOKB STRKET. WINNIPEQ,
I*. O. R»i 3171 Talslml Gnrry 4110
Hugsunarfesta
Þjóðverja.
Greinin með þessari fyrirsögn
(«em birtist í þessu og og blaðinu
■æst á undan(, sýnir ljóslega mis-
aiuninn á hugsunarhætti Þjóðverja
•g annara mentaðra raanna.
Er það virkilega svo, að nokkur
Islendingur með fullu viti geti hugs-
að sér, að þessar kenningar og þessi
kugsunarháttur geti verið heppileg-
ur fyrir heiminn? Geti hugsað sér,
að þetta réttlæti, þetta stjórnarform
•igi að rýma burtu lýðstjórnar og
frelsishugmyndinni, sem menn öld
fram af öld hafa barist fyrir og mil-
iónir manna i þúsundir ára hafa
lagt lifið í sölurnar fyrir, — hafa
vætt jörðina blóði sinu til þess að
•ftirkomendur þeirra gætu notið
meira frelsis og réttlætis og vclsæld-
ar?
Og hér er nú þjóðin þessi í Þýzka-
landi, sem kölluð hefir verið ment-
aðasta þjóð heimsins, og mentun
þessi er bygð á kenningum hins
rammasta realisma og materialisma.
Postular hennar eru mennirnir, sem
■eita þvi, að maðurinn hafi nokkra
sál, og að nnkkurt persónulegt líf sé
til eftir þetta. En af því leiðir, að
maðurinn þarf enga ábyrgð að bera
i verkum sinum aðra en þá, sem
borgaraleg lög setja. Þvi að alt er
búið við dauðann. Þessi grein, sem
■ú er i blaðinu, sýnir þessa stefnu,
hvernig hún kemur fram í striði
þessu. Og þannig er allur hinn lærði
að refsa illgjörðartiönnunum, til
þess að láta sverðið ríða að höfðum
hinna syndugu þjóða heimsins. —
Þjóðverjar eru af guði sendir til
þess að krossfesta mannkynið”).
Skylda þýzkra hermanna.
(“Það er þvi skylda hinna þýzku
hermanna, að láta höggin ríða voða-
leg og miskunnarlaus. Þeir verða að
drepa, brenna og eyða og tortíma
öllu lifandi og dauðu”).
— Annar maður, lærður doktor í
guðfræði og prestur við hina lút-
ersku kyrkju i Leipzig, höfuðborg-
inni i Sachsen, segir:
“Drottni hefir af náð sinni þókn-
ast að útvelja Þjóðverja sem sinn
eiginn lýð, og vér heyjum stríð þetta
með þeirri sannfæringu, að vér fram
kvæmum vilja Guðs, með því að upp-
ræta óvini vora og grundvalla veldi
vort og yfirráð yfir öðrum þjóðum.
Þjóðverjar berjast fyrir kristnina,
--------og skulum vér þá slá til
jarðar Satans sonu,--------og vér
skulum berja á þeim með öllu hugs-
anlegu móti, og gleðjast yfir þján-
ingum þeirra og kvölum; angistaróp
þeirra skulum vér láta sem vind um
eyrun þjóta. Vér megum enga vægð
sýna herskörum helvítis; enga með-
aumkvun Satans þrælum, engin grið
veita Englendingum eða Frökkum
eða Rússum, eða nokkrum öðrum
þjóðum, sem gcngið hafa djöflinum
á vald, og þess vegna eru nú þegar af
Guði dæmdir til eilifrar glötunar”.
Þarna kemur það svo glögglega i
ljós, hvaða öfl það eru, sem standa
heimur Þjóðverja. En af lærðu undir hinni þýzku menningu, sem
nönnunum læra hinir, þeir, sem
aainna vita. Alþýðan tekur það gott
•g gilt, sem þessir menn segja. —
Þetta eitt gæti nú farið fullilla með
hverja þjóð.
En það er ekki all-langt frá þvi,
þvi að klemman er á tvo vegu. Það
eru ekki allir Þjóðverjar material-
istar; margir þeirra eru trúmenn,
eða halda við kyrkjuna. En þá koma
prestarnir til sögunnar, bæði ka-
þólskir og prótestantar, og getum
vér komið með litið sýnishorn af
kenningum þeirra. Það má fullyrða
það, að þeir hafa lýst velþóknim |
sinni yfir hinum hroðálegustu verk-
am þýzkra hermanna. Það berast ó-
tal sögur af því úr þýzikum blöðum.
Þetta, sem vér nú tökum, er eftir
fréttaritara blaðsins London Stan-
áard i Svissaralandi. Hann kemur
með kafla úr ræðum bæði prótest-
anta og kaþólskra, og sýnist þar litlu
muna:
— Sira Fritz Philippi, mikilsvirt-
ur lúterskur prestur, flutti nýlega
ræðu í höfuðborginni Berlin, og
sagði þar meðal annars: “Eins og
Guð lét krossfesta son sinn, til þess
að frelsa mannkynið, þannig er það
af Guði ákveðið, að Þjóðverjar kross
festi mannkynið, til þess að endur-
leysa það á ný. — Mannkynið verð-
nr að friðþægjast með blóði og eldi
og sverði. -— Þetta er heilög skylda
Þjóðverja", o. s. frv.
Vér tökum hér nokkrar setningar
eins og þær koma fyrir i enskum
blöðum; — þvi miður höfum vér
ekki þýzku ræðurnar sjálfar. En
þetta er þýðing úr hinni þýzku
ræðu:
“We have been chosen as the Al-
mighty’s instrument to punish the
envious, to chastise the evildoers, to
bring the sword to the sinful peopl-
es of the world. Germany’s divine
mission is to crucify humanity". —
Duty of German Soldiers.
"It is therefore the duty of Ger-
man Soldiers to strike blows of
merciless violence. — They must
kill; — they must burn; — they
must work wholesale destruction".
(Þýðing: “Vér erum útvaldir sem
verkfæri hins almáttuga til þess að
hégná líinum öfundssjúku, til- þess
mynda hugsunarhátt þjóðarinnar.—
Frá annari hliðinni er raaterialism-
inn, sem byrjaði með realisrna, sem
skáldin sungu um og rituðu um og
lýstu i einni sögunni af annari; og
smásaman breytist realisminn og
verður að bláberum, beinhörðuin
materialisma. En svo kemur kyrkjan
þýzka, ekki neinn sérstakur trúar-
flokkur, heldur allir, og æsir fram
alla þá, sem voru gegnsýrðir af mat-
erialisma, •— fram til blóðs og
brennu, fram til að ná völdum yfir
öllum heimi.
Þetta er nú skcrfur sá, sem Þjóð-
verjar leggja til menningar heims-
ins; — visindaþjóðin, sem svo marg-
ir landar hafa nefnt hana. Þetta er
það, sem margir landar hafa ætlað
að væri hin mesta speki og myndi
færa farsæld og blcssun yfir land og
lýð í heimi öllum.
— Vér viljum geta þess, að Mr.
Browne Weigall, sera ritaði greinina
i Ninetieth Century, tekur ástandið
eins og það er, en fer ekkert út í það
hvort hinar materialistisku grund-
vallarskoðanir séu sannar eða rang-
ar. En vér viljum geta þess, að nú
eru allir hinir fremstu visindainenn
búnir að kasta þeim. Enginn merkur
visindamaður heldur þeim fram. Og
það má eiginlega segja, eða það er
vonandi, að minsta kosti, að þessi
voðakviða Þjóðverja séu hin sein-
ustu fjörbrot materíalismans i heim-
inum. Menn hafa farið vilt i því oft
lega, er menn tala um orsakir stríðs-
ins, og það eru materialistar, sem í
öllum löndum hjá öllum þjóðum,
eru að reyna að villa mönnum sjón-
ir. Það eru hugmyndir, sem eru að
berjast; en hugmyndir þessar hafa
hrifið þjóðirnar. Hinn þýzki materi-
alismus vill brjóta undir sig allan
heim; svelgja heiminn með öllu
þvi, scm í honum er. — En hinum
þjóðunum óar við að lenda í kviði
þessum og spyrna á móti. Og slag-
urinn er upp á líf og dauða, — það
skulu allir hafa hugfast, eins fyrir
okkur hér i Canada, þó að vér, sem
stendur, séum nokkuð frá blóðvell-
inum.
Én Þjóðverjar, — þeir eru blátt á-
fram "ÚLFAR", ekkert mannlegt víð
þá nema líkantinR. Tryltir og æðis-
gengnir vaða þeir fram. Hinn þýzki
materialismi er buinn að merja úr |
þeim allar hinar béztu og veglynd-
ustu tilfinningar, hugmyndir og
hvatir, svo að ekkert er eftir nema
úlfurinn í mannslíki. Með blóðga:
skoltana vaða þeir yfir bygðir og
bæji: Belgíu, Pólland, Kúrland,
Lithauen, Gali/.íu og Serbíu hafa
þeir vaðið yfir og aldrei verða þeir
á blóðinu saddir. En smaúlfarnir
hér og hvar um löndin geyja með
þeim, þegar þeir heyra köllin úlf-
anna í Evrópu. ’
Marga baráttu áttu forfeður vorir
við “úlfana”, og eimir eftir af þvi í
goðsögnum vorum: Úlfarnir, sem
áttu að gleypa sólina og tunglið,
sögðu þeir að væru úr undirheim-
um, afkvæmi gýgjarinnar Heiðar í
Jarnviði, öðru nafni Myrkviði, i
Undirheimum. Þaðan kom flest, sem
ilt var. Þessir nútíðar-úlfar koma frá
háskólum, hermannaskólum og fyr-
irmanna-höllum Þjóðverja, og heim-
urinn verður annaðhvort að vera
með eða móti.
I hvorn hópinn ætlið þér að slásl,
vinir góðir?
Vilhjálmur blóð.
Ekki liafa fregnir þær verið sann-
ar, sem sögðu Vilhjálm keisara dauð-
ann, — en eitthvað töluvert gengur
að honum, og er sagt að það sé
krabbamein í hálsi honum. Og eftir
því, sem sögurnar segja, hefir verið
skorið úr hálsi Vilhjálms, menn vita
ekki hvað mikið. En lækni einum í
Paris voru boðnir 100,000 frankar
til þess að fara til Berlínar, og hafa
með sér mann, sem kokið hafði ver-
ið skorið úr, en settar málmpípur i
staðinn í efri hluta barkans og vé-
lindisins og gómsins. Keisari vildi
sjá hann og vita, hvernig honum
gengi að tala og éta.
Þetta bendir á, að þessir partar
á Vilhjálmi hafi sjúkir verið og
meira eða minna skorið af þeim.
Enda er sú fregn komin fyrir nokk-
urum dögum, að búið væri að setja
i Vilhjálm silfurkok og silfurbarka,
— og hefði gjarnan mátt fyrr vera.
Dr. Simpson.
Lieutenant-Colonel Dr. Simpson
frá Winnipeg hefir eins og állir hér
vita verið á vígvöllunum á Frakk-
landi og staðið fyrir spítala til að
lækna særða menn. Hann var eitt-
hvað viðriðinn þinghússmálin, sæll-
ar minningar, og vildu Liberalar
hafa hendur í hári hans, en gátu
ekki náð í hann meðan hann var á
FrakkJandi. Samt var maður sendur
til Englands héðan til að taka hann
fastan, ef að hann stigi fæti á enska
jörð. En við það sat.
En svo vildi það einhvernveginn
undarlega til að Dr. Simpson var
kallaður til Englands af yfirmanni
sínum; en undir eins og hann kom
á land var þar fyrir sendimaður
Manitoba stjórnarinnar og tekur
hann fastan og krefst þess, að Bret-
ar láti hann fara hingað vestur með
sér. Var Dr. Simpson sakaður um
feikna fjársituld (fast að milión doll-
ara, — þeir leggja sig ekki niður
við minna hér). Reyndar voru sann-
anir litlar eða engar, nema fram-
burður meinsærismannsins Hor-
wood.
En þegar málið kom fyrir dómar-
ann, þá hefir honum litist eitthvað
öðruvisi á málin, en mönnum þeim
hér, sem létu taka hann fastan, þvi
að hann lét hann óðara lausan gegn
500 punda veði. Hefði veð þetta ver-
ið broslega lítið, ef að Dr. Simpson
hefði verið álitinn sekur um það,
sem á hann var borið.
Við réttarhald þetta var fjöldi við-
staddur af merkum Canada mönn-
um og enskir herforingjar æðri og
lægri. Heilsuðu þeir allir Dr. Simp-
son með mestu virktum og fylgdu
honum út úr réttarsalnum hlægjandi
og spaugandi. Enda var Dr. Simpson
sjálfur hinn kátasti.
Það liggur nærri, að menn séu
farnir að fá nóg af þessu og þvílíku.
Lieutenant-Colonel Dr. Simpson hef-
ir verið á vigvöllunum og sýnt sig
hinn þarfasta mann og hJotið virð-
ingu allra yfirmanna sinna og lækna
þeirra. sem með honum hafa verið,
og nú þegar yfirmaður hans kallar
hann til Englands, þá er hann eins
í þjónustu hersins og föðurlandsins,
sem værl hann við spítala sinn á
Frakklandi. En undir eins og á land
kemur bíða hans járnin og fang-
elsið.
Og annað er við þetta: Það er
auglýsingin á Canada og á Winni-
peg sérstaklega. Það er sem einlægt
sé *vérið að rtúa um nasir mönnum
óþverradulunni, sem kamrar eru
verkaðir. með. Þvi mátti þetta ekki
bíða þangað til maðurinn kom sjálf-
ur? Hvers vegna var farið að taka
hann Jiaðan, sem hann gjörði föður-
lundinu gagn og sóma? Hvers vegna
er sí og æ verið að flagga með þessa
óþverradruslu? Og svo skyldi nú
lítið eða ekkert sannast á manninn
eftir alt saman. Það er vitaskuld, að
Winnipeg og Manitoba fær á sig
meira orð eftir en áður. En margur
Manitoba búi kærir sig lítið um
þann heiður, og kysi gjarnan að
vera án hans og án lyktarinnar af
druslu þessari, sem flaggað er nú
með bæði í Bandaríkjunum og á
Bretlandi.
Manitoba-þingið.
Það var sett hinn 6. janúar. Var
þingsalurinn i hinum gömlu stjórn-
arbyggingum skreyttur mjög með
skjaldarmerkjum og fánum. Var þar
múgur og margmenni isamankomið,
auk þingmannanna, og var meiri
hluti gestanna konur; voru þeim
sæti búin á gólfinu niðri mörgum,
því að áhorfendapallarnir rúmuðu
ekki allan þann fjölda. Voru frúrnar
margar skrautlega búnar hinum fín-
asta safala.
Áður en þing var sett var kosinn
þingforseti Mr. J. B. Baird, þing-
maður fyrir Mountain, og var kos-
inn í einu hljóði. Um kl. 3 e.m. reis
fylkisstjórinn, Lieutenant-Governor
Sir Douglas Caineron, upp og las
þingsetningarræðuna og bauð þing-
menn alla velkomna. Var ræða hans
löng og gat hann um lagafrumvörp,
sem fyrir þingið myndu lögð verða
af hendi stjórnarinnar, og fylkinu
væri þörf að gjört væri út um.
Mintist hann fyrst á hina miklu
uppskeru og góðæri síðastliðið sum-
ar, og lýsti ánægju sinni yfir vellíð-
an fylkisbúa, sem aldrci hefði verið
eins mikil og nú, og hefði fregnin
um það flogið um heim allan.
Þá mintist hann á striðið og hina
þungu ábyrgð, sem á landsbúum
hvíldi, að standa með Bretlandi, sem
nú væri að berjast fyrir frelsi hinn-
ar brezku þjóðar; fyrir frelsi allra
hinna brezku nýlenda, og ekki ein-
ungis það, heldur fyrir frelsi allra
liina smærri þjóða, — fyrir frelsi
heimsins og fyrir menningu hans, á
móti hnefaréttinum, hermannavaldi
og drotnunarvaldi Þjóðverja.
Hann kvað Canada búa hafa tekið
máli þvi heiðarlega og lagt fúslega
fram bæði menn og fé; þó að þraut-
irnar væru miklar og mikið væri í
sölurnar lagt, J>á hiyti þó réttlætið
og hin sanna menning að sigra á
endanum, því að nú væru brczkir
menn og hin brezku ríki um allan
hcim einhuga i þvi, að láta ekkert
fyrir standa og ekkert spara til að
sigra ofbeldismennina og láta þá
sliðra sverðið fyrir Iangan tima. —
Málstaður vor er góður, og þegar
alt Bretaveldi fylgist að og hinir
hraustu Bandamenn þeirra, þá er að
eins cinn endir hugsanlegur, en það
er — sigur.
Þá gat fylkisstjórinn uní mál þau
helztu, er þingið skyldi fjalla um,
og nefndi fyrst bindindislöggjöf, þá
lög um endurbót á Civil Service; lög
um fullkomnari reikningsfœrslu;
lög um direct legislation (beina lög-
gjöf), initiative and referendum;
lög um réttindi kvenna i fylkismál-
um; lög um að efla jarðrækt og út-
breiða þekkingu i búskaparmálum.
Þá kvað hann myndi lagt verða fyr-
ir þingið frumvarp um að nema úr
gildi lögin frá 1912, sem nefnd eru
Coldwell Amendments, og lög um
skyldugöngu barna á skóla. Allir
foreldrar og fjárhaldsmenn barna á
skólaaldri skulu skyldir að sjá börn-
unum fyrir dndirbúningsmentun
(Elementary Education), ann.)'!-
hVort i hinum opinberu skólum eða
Sameiginlegur
reikningur
er mjög hentugur fyrir
fjölskyldu peninga. Það
er hægt að hafa svoleiðis
•eikning hjá Union Bank
of Canada, í nafni tveggja persóna, hver þeirra getur lagt
inn eða dregið út peninga þegar þær eru í bænum eða
fara fram hjá bankanum. Það er sérstaklega þægilegt ef
bóndinn er oft á ferðalagi; af því það gerir konunni 6-
mögulegt að draga út peninga á hennar eigin undirskrift.
L0GAN AVE. 0G SARGENT AVE., 0TIB0
A. A. Walcot, bankastjóri
með annari kenslu jafn góðri. Frek-
ari lagafruinvörp verða og lögð fyr-
ir þingið viðvíkjandi skólunum og
stjórn þeirra, alt í þeim tilgangi, að
auka gagn og nytsemi skólanna.
Á þinghússbyggingarnar drepur
landsstjórinn lítið eitt, og getur þess
að nú sé farið að byrja á þeim aftur.
Þá minnist landsstjórinn á eignir
fylkisins í vörzlum Dominion stjórn-
arinnar, og biður þingið að sam-
þykkja áskorun urn það, að Dom-
inion stjórnin selji fylkinu i hendur
eignir þessar.
Þá -vill fylkisstjórinn að stjórnin
setji upp bú i sveitum (Industrial
Farm), og láti fanga, eða menn, sem
dæmdir eru í fangelsi, vinna á bú-
um þessum.
Hann vill einnig herða á hegningu
fyrir brot á kosningarlögunum.
Enn vill hann endurbæta lögin
um skaðabætur til verkamanna
(Workmen’s Compensation Act) og
gjöra þeim léttara, að fá kaup og
kröfur aðrar á hendur húsbændun-
um.
Enn cru fleiri lög, sem hann ill
breyta, svo sem Municipal and As-
sessment Act, Municipal Boundaries
Act, The Public Hcalth Act og The
Charity Aid Act.
Það er ómögulegt að segja annað,
en að þetta líti ljómandi vel út, og
að nú skuli fara að byggja upp og
efla vclferð og farsæld fylkisbúa, —
rétt eihs og þetta væru fyrstu tröpp-
urnar cða riðin til himnarikis; og
ef að vel og dyggilega er að þes.
unnið, þá ætti það að bera mikinn
og góðan ávöxt á komandi árum,
eins og vér vonum að verði. —- Alt
þetta fara nú hinir útvöldu fulltrú-
ar fylkisins að íhuga og ræða, og
munum vér allir hinir með athygli
fylgja ræðum þeirra og gjörðum.
Góð kona gengin.
Hinn 7. descmber 1915 lézt að
heimili dóttur sinnar og teingda-
sonar, í Spanish Fork, Utah, merkis
og sómakonan Guðný Árnadóttir, 81
árs að aldri; fædd 26. desember
1834 í Vestmannaeyjum við Island.
Var banamein hennar aðallega elli-
lasleiki. samfara kvefi og lungna-
bólgu, sem gekk síðasliðið haust og
alt fram til hátiða.
Guðný sáluga var dóttir Árna, sem
fyrir eina tíð bjó i ömþuhjalli, nú í
Mandal, i Vestmannaeyjum, Hafliða-
sonar að Ey í Landeyjunum; Er-
lendssonar, sama staðar; Eiriksson-
ar á Barkarstöðum í Fljótsblið, Er-
lendssonar. En móðir hennar hét
Guðný Rasmusdóttir, frá Grjótá i
Fljótshlíð; Eyjólfssonar, sem bjó á
Kyrkjulæk, Grjótá og síðar á Stóru-
mörk og i Fljótshlíð, Jónssonar.
Var Eyjólfur þessi að cins 14 ára,
þegar stórabólan geysaði i seinna
sinni, 1707. Hann var talinn merkis-
bóndi, margfróður og bezti læknir.
Þegar Guðný var á tvítugsaldri,
giftist hún manni þeim, sem Guð-
mundur hét, Árnason, ættuðum úr
Mýrdal; um ættfólk hans veit eg
ekkert. Þau reistu bú og bjuggu i
Mandal, þar til Guðmundur andað-
ist árið 1878.
Á samverutíma sinum eignuðust
þau Guðmundur og Guðný 9 börn,
sem öll eru dáin utan 3 dætur: Jó-
hanna, kona Sigurðar Johnssonar i
Spanish Fork; Jónína, kona Eiriks
Eiríkssonar Hanssonar frá Gjá-
bakka, einnig búsett í Spanish Fork,
og Karólina, gift Vern Avery, til
heimilis í Castle Gate, Utah.
Auk dætra sinna eftirlætur Guð-
ný 27 af 38 barnabörnum, og 12
barnabarnabörn, sem flestöll lifa í
Spanish Fork, myndarleg og vel
gefin.
Til Ameríku og hingað til Spanish
Forl^ flutti Guðný sáluga árið 1882,
og hefir ljfað hér síðan hjá dætr-
um ’sinum, lengst af timanum; eða
rúmt 21 ár, hjá Jóhönnu, sem ól
dótturlega önn fyrir henni, og veitti
alla nauðsynlega og mögulega að-
hjúkrun, alt til síðustu stundar, og
hjá þessari uinhyggjusömu og kæru
dóttur sinni, fókk Guðný sál. hina
eftirþráðu og seinustu hvild, að af-
loknu miklu, fögru og þörfu dags-
verki á lífsleiðinni.
Að eðlis og náttúrufari var Guðný*
sál. eitt hið mesta geðprýðis og ljúf—
kvendi, sem eg hefi þekt. Hún var
ástrík og umhyggjusöm móðir; hún
sýndist unna öllum, og ætíð vera
l reiðubúin til að gjöra eitthvað gott,
á meðan fjör og heilsa entist. Henn-
ar einlæg hjartans ósk var að strá
blómstrum á vegu manna, i stað-
þyrna, sem mörgum hættir við. Vel-
vildar-, hjúkrunar- og móður-hönd-
in stóð ætíð útrétt til allra. Á með-
an hún lifði og bjó i Vestmannaeyj-
um, naut hún almennings hylli, og
var þar orðlögð fyrir gestrisni og
greiðasemi, einkum í þeirra garð,.
sem áttu bágt. Var hún þar sannur
bjargvættur og verndarenglll ótal
margra, og bezta hjúkrunarkona
allra, sem urðu fyrir meiðslum og
ýmiskonar slysum, algengum þar á
eyjunum; og þessari móðurlegu góð-
vild og meðaumkvun hélt hún ó-
breyttri til hinstu stundar.
Verði hvildin vær og þíð,
veitist flest, er andinn þreiði;
friður Guðs og blessan blíð
breiðist yfir hcnnar leiði.
E. H. Johnson.
Enn nm Viihjálm blóð.
Þýzku blöðin vilja ekkért uro
sjúkleika Vilhjálms tala annað en að
hann sé á batavegi. En fregnir þær,
sem koma frá Dr. West, nafnkunn-
um sérfræðingi í krabbameinum,
segja annað.
Dr. West er Bandaríkjamaður, frá
Baltimore, og er sérfræðingur í
krabbameinum. Fyrir 5 árum siðan
fór hann til Þýzkalands og kvongað-
ist þar hefðarmey einni þýzkri. Áð-
ur en hann fór héðan, var hann orð-
lagður læknir, og þegar þangað kom,
barst orðstír hans út um bygðir all-
ar, og er hann nú yfirlæknir á spít-
ala einum í Berlín og læknar krabba-
mein. Hefir hann læknað margan
manninn af krabbameini i barkan-
um með radium.
Keisarinn er nú einn af sjúkling-
um hans. Hafði krabbi vcrið skor-
inn úr keisara áður, en eftir sögn
Dr. Wests ekki tekinn nógu ræki-
lega burtu, og hlaut því að koma aft-
ur eftir nokkurn tima. Segir Dr.
West, að hið eina, sem reynandi var
við keisarann, hafi verið, að skera
úr honum barkann og vélindið og
setja silfurhólka i báðar þessar píp-
ur; en sé það gjört, þá er æfinlega
hætt við lungnabólgu, sein orsakast
af því, að kaida loftið kemur óhitað
til lungnanna.
Þetta var banamein Friðriks föð-
ur Vilhjálms; hann dó skömmu eft-
ir að búið var að skera úr honum
kokið, bæði barka og vélinda, og
sama uppskurð segir Dr. West að
gjöra þurfi á Vilhjálmi. Enginn mað-
ur hér veit um það, hvort búið er
að gjöra þennan uppskurð eða ekki,
Þó að svo væri, að það væri búið,
þá væri því haldið leyndu svo lengi,
sem hægt væri, þangað til útséð væri
um það, hvort hann lifði eða ekki.
En allar líkur eru til, að ekki rlki
hann á Þýzkalandi lengi úr þessu.
Grimdarverk Þjóíverja í Belgía.
Nú koma biskupar Belga fram og
segja, að sagnirnar um grimdarverk
Þjóðverja í Belgiu séu svo langt frá
því að vera ósannar, að þar hafi
ekki verið sagt það hálfa, i skýrslum
þeim, sem um það hafa verið gjörð-
ar; þaujséu miklu verri og djöful-
legri. Og biskupar Jiessir, allir hinir
heiðvirðustu inenn, heimta, að sett
sé ný rannsóknarnefnd, er saman-
nstandi af jafn mörgum biskupum
frá hverri af þessum þjóðum: Belg-
j íu, Austurriki, Þýzkalandi og Ðanda-
! rikjunum. Þetta bréf senda þeir til
biskupa á Þýzkalandi og í Austur-
ríki, sem neita grimdarverkunum;
en ekki höfðu J)eir svarað, þegar sið-
ast fréttist.