Heimskringla - 17.08.1916, Blaðsíða 1

Heimskringla - 17.08.1916, Blaðsíða 1
Royal Optical Co. Elzlu Opticians i W'innipeg. Við höfum reynst vinuni þínum vel, — gefðu okkur tœkifæri til að reyn- ast þér vel. Stofnsett 1905. W. U. Fowler, Opt. XXX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 17. ÁGOST 1916. NR. 47 Stríðs=f réttir Stríðið gengur nú alt á einn veg, eins og um undanfarinn nokkurn tíma. Bandamenn vinna á öllum köntum. 1 Afríku hefir Rússum Portúgalsmönnum og Bretum stór- um miðað, að hrekja Þjóðverja í Austur-Afríku, og fleemast Þjóð- verjar nú einlœgt undan, úr einum vígstöðvuniim til annwa. úr einum dalnum I annan, og einlægt þreng- ist að þeim. — Yið Suez skurðinn hröktu Bret- ar Tyrki austur með ströndinni, austur fyrir Katia og út á eyðimerk- urnar; en þar geta ]>eir ekki liald- ist við fyrir vatnsleysi, og alt eru þar óbygðir að heita má. En merkastur atburðurinn þykir sá, er ítalir tóku Gorizia, austan við Isonzo fljótið, skamt norður af Tri- este, sem er við Adria flóa. ítalir voru búnir að reyna við kastala þenna í 18 mánuði og náðu aldrei. Oftar en einu sinni var sagt að þeir hefðu náð honum( en það voru þá að eins útvígi ein, og urðu þeir að hörfa þaðan síðar. Þessi kastali héldu allir að væri óvinnandi. En Italir gátu ekkert komist áfram á þessu svæði nema þeir næðu kastal- anum. Og svo héldu þeir áfram dag eftir dag og viku eftir viku. Þeir voru stöðugt að búa sig út betur og betur, og loks smíðuðu þeir fallbyssur einhverjar hinar lang stærstu, sem notaðar hafa verið enn í stríði þessu, öllu meiri en Skoda- byssur Austurríkismanna, og ein- hver þeirra fann upp reyklaust púð- ur í hina tröllstóru “mortars” eða stuttu hólka, sem þeir skjóta úr sprengikúlum á skotgrafir óvin- anna. Þeir byrjuðu aðal áhlaupið hinn 4. ágúst með voðaskothríð á kletta- röð sunnar nokkuð, sem Austurrík- ismenn héldu, tvær mílur suðaust- ur af Monfalcone. Sendu þeir á und- an sér þá voða-skothríð; að Austur- ríkismönnum þótti alt ætla niður að keyra. Þeir voru þar víða í gjám og klettaskorum, en sprengikúlurn- ar brutu björgin og sprengdu þau ofan í gjárnar; sumstaðar lukust þær saman, og svo komu ítalir á harðahlaupi; þeir klifruðu upp klettana og stukku ofan í gjárnar, hvort sem spjótaraðirnar eða skot- hríðin stóð á móti þeim eða ekki. Enginn hugsaði um iíf sitt, heldur að eins að sigra. Áhorfendur segja, að atgangur þessi hafi verið voða- legur; stórskotin moluðu alt, sem fyrir varð; björgin urðu að sandi, svo féllu sprengikúlurnar þétt og títt; vírgirðingarnar liurfu, víg- garðarnir sléttust, svo að varla var hægt að sjá, hvar þeir höfðu verið. Það var sem fjöllin og klettarnir ætluðu allir að molast í sundur. Eins réðust þeir á brúarsporðinn eða kastalann viö Gorizia. Þar var sama hríðin og henni lialdið áfram, þangað til enginn hefði þekt vígi það aftur, og á eftir hríðinni komu hersveitirnar. — Austurríkismenn börðust allstaðar með frábæri hreysti, en þeir gátu ekki staðist fyrir ákafa ítala. Bardaginn stóð á 4. dag; þá voru Italir búnir að vinna allstaðar hrekja Austurríkis- menn burtu og taka einar 30 þús- undir fanga; en alls er sagt að Aust- urríkismenn hafi mist þarna 100 þúsund menn. — Þetta kom nokk- uti flatt upp á alla, því að enginn hafði búist við því, að mögulegt væri að hrekja Austurríkismenn þaðan. Þetta segja menn að opni Itölum leiðina til sjóborgar Austurríkis- manna, Trieste, sem er rúmum 22 mílum suður frá Goriziu, — og jafn- vel til sjálfrar Yínarborgar, höfuð- borgar Austurríkismanna, þó að lengri sé leiðin þangað. Búast má samt við, að Austurríkismenn reyni að verja þeim förina, sem þeim er frekast unt. Rússar enn sigursælir fyrir, því að Rússar þjappa einlægt að þeim austur frá, í Volhyníu og Galizíu. Þeir síga þar einlægt á- fram, hægt og hægt, og nú( þegar þetta er ritað (á roánudag), er her- foringi Austurríkismanna vonBoth- mer, að hrökkva undan þeim, og vill reyna að komast til Lemberg; en þaðan er nú sagt að Austurríkis- menn séu að flytja alt, sem þeir geta, því þeir búast við, að tapa borginni í hendur Rússa. Bothmer hershöfðingi er þarna 1 kvfjum, og eru Rússar á þrjár hliðar honum: Sakharoff er að norðan og heldur vestur, og liggur fast á hersveitum Bothmer’s að norðan og þrýstir þeim suður; en Scherbatchoff hers- höfðingi er að austan og hrindir í vestur, og hendir menn og lieilar sveitirnar af Austurrfkismönnum, og eiga þeir ilt að losast, þegar hann er á hælum þeirra á hverjum degi. Taka sveitir Scherbat^hoff’s yfir 50 mílna svæði frá norðri til suðurs. En svo er Tetchisky að sunnan og heldur norður og norðvestur. Hefir liann tekið hverja borgina eftir aðra og seinast tók hann Stanislau og land alt þar fyrir sunnan og aust- an. Von Bothmer ætlaði að hafa DniCSter fljótið sér til lilífðar að sunnan, en Tetchisky lét sveitir sín- ar brjótast yfir það( og halda þeir nú stóru svæði fyrir norðan fljótið og stendur ekkert fyrir þeim. — A laugardaginn átti Tetchisky 6 mílur til Stanislau; svo tók hann þá borg bardagalaust, og einnig Marianopol þar norðaustur, og á nú skamt til Halics, sem er kastalaborg, og þar eru vopnasmiðjur Austurríkis- manna. Ef liann nær Halies bráð- lega, sem búast má við, þá er mjög óvíst, að von Bothmer geti veitt nokkra mótstöðu í Lemberg, ef að hann kemst þangað, sem ekki er víst. — Þarna voru á mánudags- morguninn einar 50 mílur tæpar á milli þeirra Tetchisky að sunnan og Sakharoffs að norðan; en milli þeirra í tanganum er Von Bothmer með allan sinn her, og Scherbatchoff á hælum hans. Er því leiðin erfið og tafsöm og tvfsýnt, hvort hann losn- ar úr tanganum. — Þarna eystra voru Rúsar búnir að handtaka síð- an þeir byrjuðu kviðu þessa (þetta er ritað á mánudag) yfir 400 þús- undir manna, bæði Austurríkis- menn og Þjóðverja. Og alls er talið að á allri línunni eystra hafi Þjóð- verjar og Austurríkismenn nú tap- að fullum 750 þúsundum manna. — Væri því ekki að undra, þó að Au'st- urríki færi bráðum að linast og dytti úr sögunni. Hersveitir Tetchisky hafa nú um tíma lialdið fyrst norður Búkóvínu, austanmegin Karpatha fjalla, og svo norður Galizíu; en upp í fjöllin hafa þeir lítið farið nema fyrst. Þeir sópa landið austan fjalla. En ein- hverjar sveitir Austurríkismanna munu vera í fjöllunum, að reyna að verja Ungarn. Rússar eru komnir norður með fjöllunum á nær því 150 mílna svæði, og hefir margan undr- að, hvernig Rússar ætluðu að verja þetta land, sem þeir hafa tekið. En nú heyrum vér, að þar sé nýr Rússa- her og veit enginn, hvaðan hefir komið, né hver sé foringinn; en hann á að lialda fjöllunum og fara yfir skörðin inn í Ungarn. Þeir ætla ekki að láta taka aftur af sér land það, sem þeir einu sinni hafa tekið, Rússarnir. Enda heyrist ekki um, að þeir nokkru sinni séu nú hraktir aftur; þeir fara einlægt áfram, þó að hægt gangi. og er ekki að undra, þó að torfærur séu býsna margar á leiðinni. Breyting á Grikklandi. Þar er nú farin að koma einhver hrcyfing á. Þess hefir verið getið áð- ur, að Serbar hafi snúist á móti Búlgörum, einhversstaðar suður af Monastir, en þó innan Jandamæra Grikklands, og vildu þeir ýta Búlg- örum norður. Síðan hafa Frakkar eða Bandamanna herinn í Saolnichi komið í leikinn líka og byrjuðu skothríð við Doiran vatnið, á landa- mærum Grikkja og Búlgara, beint norður af Salonichi. Þarna eru nú Salonichi herflokkarnir byrjaðir að sækja norður á 65 mílna svæði, frá landamærum Albaníu að vestan og austur fyrir Doiran. Lftur svo út, sem þeir séu að byrja að ná Serbíu aftur; en allar slíkar ályktanir eru varasamar, því að herforingjar hafa oft þann sið, að villa fyrir mönnum, og snúast kanske í alt aðra átt en menn ætla. Bretar og Frakkar hrekja Þjóðverja. A Frakklandi eru breytingar ekki mjög miklar; það er einlægt barist ]>ar og einlægt stækka Bandamenn skarðið í hergarð Þjóðverja við Soínme ána, bæði Frakkar og Bret- ar, — svona eitthvað á hverjum ein- asta degi; og á allri þeirri línu halda þeir Þjóðverjum vakandi svo að þeir treystast nú livergi að taka nokkurn mann burtu til að senda á móti Rússum austurfrá eða ítöl- um suður við Trieste eða f Trent- dölunum. — Það má segja, að bæði Frakkar og Bretar séu einlægt að ýta fram stöðvum sínum og komast lengra áfram þarna, og búnir eru þeir að brjóta alla hina gömlu víg- garða og grafir Þjóðverja og hafa tekið af þeiin hæðir og vfgi góð. — Það er sem Bretar hafi stefnt að borginni Bapaume, en Fralvkar að Peronne. Og eiga Bretar nú miklu greiðari leið, og að eins einar 6 mfl- ur til Bapaume; en Frakkar eru farnir að láta skothríðarnar dynja á Peronne sem er hið sterkasta vígi, sem Þjóðverjar halda þar um shiðir. Og hvergi nokkursstaðar geta menn nú sagt, að Þjóðverjar komist á- fram. Hvar, sem þeir renna á, þá eru þeir reknir tvöfaldir aftur. Ef að þeir á einstaka stað ná enda af ein- hverri fremstu skotgröf óvina sinna, þá sitja þeir þar ekki lengi, og ein- lægt falla menn þeirra. — Og ekki eru þeir ennþá farnir að ráðast á Rússa við Riga, er sagt var að þeir ætluðu að gjöra. Sagt er reyndar, að floti þeirra liafi lagt út frá Kíl við Eystrasalt og verið að sveima um Litla beltið við Fjón, en lítið mark er á slíkum sög- um takandi. Árni Jóel Stefánsson. Fæddur 3. sept. 1914. Dáinn 4. maí 1916. Lítið barn með bros á vörum bjó við ljúfan móður arm, vafið öllum kærleiks-kjörum kjassað lá við hennar barm. Glókoll smár og lirokkinhærður henni brosti, sæll og frjáls; oft var lítill faðmur færður fjötra f um móður liáls. Móðurgeðið gáfur drengsins glöddu, öll var sæla nær. Líkt og hljómur hörpustrengsíns henni sú var Jiarnsrödd skær. Líkt og ómur himna liefði honum borist sæll hann hló. Var sem lausn á lífsrún krefði Ijóminn, sem í auga bjó. Sig í slíkum lindum lauga ljóss er börnum jafnan kært; bros er guðs í barnsins auga, bjart og hreint og eilíf-skært. Guðsljós þau ei gröfin byrgir, granda þeim ei dauðinn má, — ]>ó sé myrkt á meðan syrgir muntu barn þitt aftur sjá. Föðurhjartað finnur drenginn, fegurð vors þar gleður sál, sól til viðar sé nú gengin sér að morgni hennar bál. Móðurhjartað minning geymir, mest sem hcnnar glæðir þrótt, morgunljósin ljúfu dreymir liðna eftir dauðans nótt. Líf er eilíft, sólin sígi sætt og blftt að roðans barm; fögur trú sé vörn og vígi voða gegn og dauðans harm. Enginn deyr, því dauðinn færir degi björtum minning hans. — Þannig alt af endurnærir allar dýrstu gjafir manns. O. T. JOHNSON (fyrir hönd foreldranna) 3. ágúst 1916. með þéttprentuðu smáletri. Þar er meðal annars prentað alt l>að, sem vestur-íslenzku kyrkjuprestarnir höfðu fram að bera fyrir rétti í mála- ferlunum nýafstöðnu. Er ekki ólík- legt, að margur, sem þau skjöl les, reki upp stór augu yfir ýmsu, sem þar er sagt, og spyrji sjálfan sig: Á hvaða öld lifum vér? Ritgjörðirnar eru hvcr annari betri og bera vott um mikinn lær- dóm. Þó ber ein þeirra af þeim öll- um. Það er ritgjörðin um “Skoðanir Lúters á biblíunni”, skjalfest ítar- lega með neðanmálstilvitnunum í rit Lúters sjálfs, svo að hver, sem les, getur gengið úr skugga um, að þar er farið með rétt mál. Um það efni hefir aldrei verið jafnítarlega skrif- að áður á fslenzka tungu. Allar hafa ritgjörðirnar að einhverju leyti til- lit til hinna vestur-íslenzku ágjrein- ingsmála og bregða ljósi upp yfir inörg kynleg skoðana-fyrirbrigði, sem þar hafa í ljós komið. Sá, sem þetta ritar, hefir séð um prentun þessarar bókar. Vonandi verður hún kominn á bókamarkaðinn seinni hluta júní-mánaðar. J. H. — (Nýtt Kirkjublað). Menn frá Langruth, Man. í 223. herbeildinni. — JarSarför Jóns ólafssonar fór fram í Reykjavík 19. júlí, segir Lög- rétta. Húskveðju flutti Eiríkur Bri- em prófessor, en í kyrkjunni talaði síra Mattli. Jochumsson. “Flóra” hertekin. Ný bók eftir síra Fr. J. Bergmann. Hún er því næst íullprentuð hér í bænum. Nefnist hún: TRtJ OG ÞEKKINO. Gömul og ný guSfræöi. Deilan um biblíuna og málaferlin, sem út af henni risu meS Vestur Islendingum. Er þetta allstór bók, nál. 23. ark- ir í Skírnisbroti. Efni bókarinnar eru 12 ritgjörðir næsta tímabærar, eins og yfirskriftirnar bera með sér: I. —■Gömul guðfræði. II. —Nútíma guðfræði. III. —Biblíurannsóknir að fornu og nýju. IV. —Skoðanir Lúters á biblíunni V. —Trúarskoðanir þjóðar vorrar. VI. —Synódu-guðfræðin og Kyrkju félagið. VII. —Deilan um biblíuna. VIII. —Kenningin um innblástur ur biblfunnar. IX. —Trúarvitundin. X. —Trúarjátningar og kenningar frelsi. XI. —Trúvillu-kæran. XII. —Ávinningurinn. Fyrir aftan ritgjörðir þessar eru “Fylgiskjöl’ á hér um bil 5 örkum FREMRI RÖÐ.—Sgt. John Oliver, Ptes. Pete Eyvindson, Carl Bjarnar- son, Walter Bjarnarson, Walter Erlendsson, Walter Valdimarsson, John Finnbogason. AFTARI RÖD.—Ptes A. S. Helgason (184tli)( G. Ólafsson, Ollie Lyng- holt, S. Thorsteinsson (Beaver), Thor Finnbogason, Ingim. Ólafs- son, Chris Alfred. Laugardaginn 7. júlí fór ‘Flóra' úr Rvík áleiðis til Siglufjarðar, sunnan um land: kom við i Vestm.- eyjum og fór ltaðart sunnudagskv. 8. iúlí. Með henni var eitthvað nálægt 300 maniis( ílest Verkafólk til Siglu- fjarðar, og margt af því kvenfólk.— Fréttist svo ekki til ferða skipsins fyrr'en 14. júlí. Þá kemur Tregn um, að enskt herskip hafi tekið hana í hafi og flutt til Lerwick. Var lnin komin þangað 13. júlí. Meðal far- þega var Guðm. Björnsson land- læknir og ætlaði í eftirlitsferð til Norðurlands og Austurlands. Kom nú einnig skeyti frá honum til stjórnarráðsins um skiptökuna og kvaðst hann reyna að fá skipið til að flytja farþegana til landsins aft- ur. En síðan hafa komið fregnir um, að þetta er ófáanlegt, og fer “Flóra" frá Lerwick til Noregs, ]>egar ln'in losnar, og hefir komið hingað skeyti til afgreiðslumanns hennar um, að hún leggi á stað frá Bergen í næstu ferð hingað 24. júlí. Er ])etta er rit- að var hún þó ófarin frá Lerwick. Hvort farþegahópurinn fer með lienni til Noregs er ófrétt eða hvað um hann verður. Stjórnarráðið hef- ir skýrt utanríkisstjórninni dönsku frá málavöxtum í því skyni, að kraf- ist verði skaðabóta af ensku stjórn- inni, og einnig hefir hún falið full- trúa sínum í Englandi, Birni Sig- urðssyni, sömu málaleitanir. En um árangur af því er ófrétt enn. Hér standa menn undrandi yfir öðru eins ofbeldistiltæki og l)essu, að taka skip í strandferð hér við land, með fjölda fólks, sem er á leið milli hafna innanlands, og flytja það til Englands. Og þetta er gjört rétt eftir að stjórnin hér hefir opin- berlega tilkynt, að samkomulag væri komið á milli íslands og Bret- lands til þess að gjöra samgöngur og viðskifti tryggari en áður. Ekki bætir þetta álit manna á því sam- komulagi. Virðist svo sem enska herskipið hefði vel mátt fylgja “Fl.” til hafnar og láta hana skila af sér farþegunum, en taka hana síðan, ef þess þótti þörf, þar sem hún var, að háum sektum viðlögðum, skyld til að koma við í enskri höfn á útleið. Hrakningur fólksins er illur og atvinnutap þess mikið. Flest af þvf var á 3. farrými og að eins útbúið með nesti á leiðinni til Siglufjarðar. Fyllilega réttmæt virðist tillaga, sem fram hefir komið frá grcinarhöf. í Vísi, að landsstjórnin bæti fólkinu tjón það, sem það hefir orðið fyrir; en krefjist svo bóta af ensku etjórn- inni, og fáist þær ekki, sem ólíklegt er að geti komið fyrir, þá beri land- sjóður tjónið. Ekki hefir heyrst, hvort vörur hafi verið teknar úr skipinu í Lerwick, en í því hafði verið bæðj lýsi og salt- fiskur, sem ætla má að tekið hafi verið.—(Lögrétta, 19. júlí). Blaðið Vísir segir svo frá 20. júlí: Stjórnarráðinu barst í gær svohl. símskeyti frá Birni Sigurðssyni sent frá London viðvíkjandi skipinu ‘Flóru’: “Niðurstaðan hefir orðið Hermenn þessir eru allir íslenzkir eða af íslenzku foreldri. Er einn þeirra úr 184th Battalion, en hinir allir út 22ýrd Canadian Scandinav- ian Battalion. Og enn hefir einn ungur Islendingur gengið í herdeild- ina síðan mynd þessi var tekin. — Langruth er framfara bær mikill, 1 góðri þéttbygðri nýlendu vestan við Manitoba vatn. Úr bænum sjálfum og 6 mílna hring út á landið hafa komið 47 hermenn. Einnig má benda mönnum á það, að hinn 14. þ. m. flytja ensku dag- blöðin skýrslur um íþróttamót her- mannanna í Camp Hughes, og varð 223. herdeildin þar hlutskörpust allra. Af íslenzkum mönnum þekkj- um vér þar nöfnin: Tliorsteinson, Björnsson, Ingjaldsson, Kelly, Jó- hannesson, Anderson, og kunna fleiri að vera. Nöfnin Kelly og Thor- steinsson koma fyrir aftur og aftur, er þeir hvor um sig hafa verið efstir á blaði. Vér þekkjum ekkl persónulega nema fáa íslendinga og alls ekki hina aðra Skandínava, en æfinlega er það skemtilegt, að vita landa sína og frændur framarlega eða fremsta í hverju sem er, ekki síður aflraunum eða íþróttum en öðru. — Það eru íþróttafélögin íslenzku, sem þakka má, að menn þessir skara nú fram úr, því að ef að þau hefðu ekki verið ,hefðu þeir kanske aldrei tamið sér listir þessar. sú, að skipstjórinn hefir neitað að sigla aftur með farþegana tll íslands ‘Flóru’ hefir verið sklpað, að fara með farl)egana tíí Lelth og að setja þar í land faririinn. Yfirvöldin hafa Waage, gjört ráðstafanir til að gjöra farþeg 11. júlí andaðist í Rvík Guðm. Gunnlaugsson verzlunarmaður hjá G. Olsen, eftií nál. mánaðar legu. Nýlega er látin frú Halldóra dóttir Eggerts sál. Waage gift Oddi Jóns- 1 kaupmanns, áður unum mögulegt að halda ferðinni á- syni lækni. Hún andaðist í kynnis- frani frá Leith til íslands við fyrsta för austur í Laugardælum í Flóa. tækifæri . j — Minningargjöf. Ekkja síra Árna — Búskapar-horfur segja hygnir Jónssonar heitins á Hólmum, frú búandmenn alt annað en glæsileg- J Auður Gfsladóttir er sezt að hér í ar. Grasspretta hin rýrasta, en kaupafólksgjald afskaplegra en nokkru sinni áður. Síldinni norðan- lands kent um. Fljóttekinn tilvilj- unar síldargróði meira metinn en liinn tryggi landbúnaður. — Síra Páll Sigurösson, sem und- anfarin ár hefir verið aðstoðarprest- ur í Bolungarvík, fór liéðan á Botn- Reykjavík. Þegar sóknarmenn í Hólmaprestakalli kvöddu hana, gáfu ])eir henni fallega minningar- gjöf: silfurkrans í ramma, með skildi í miðju, sem á er grafið: — “Prófastur Árni Jónsson, f. 9. júlí 1949, d. 27. febr. 1916. Með þakklæti frá söfnuðinum í Hólinaprestakalli” — Slys vildi til við hafnarvinnuna grjótpramma við uppfyllinguna, er verið er að gjöra fram af Hafnar- I stræti( og druknaði einn maðurinn, ' sem á var, Þorsteinn sonur Þor- steins slátrara í Reykjavík, ungur 1 maður; en tveir aðrir náðust mjög þjakaðir. i — Loftskeytastööin. Samið hefir verið við Marconi félagið um kaup á tækjum til loftskeytastöðvar hér, og stendur nú ekki á öðru en því, að útflutningsleyfi fáist á tækjun- um lijá ensku stjórninni. { — Síöasta blaöagrein Jóns Ólafs- sonar mun vera “Orðsendingin” í 29. tbl. Lögr., 19. júní. Aðra grein stutta kom hann með til Lögr. skömmu áður en hann dó, en ekki á við að prenta hana úr þvi hún gat ekki komið að honum lifandi. — (Úr “Lögréttu” 19. júlí). íu á leið til Vesturheims, ásamt ^ Rvík morguninn 15. júlí; hvolfdi konu sinni, Hann er ráðinn prestur hjá söfnuði þeiin sem síra Magnús Jónsson á Isafirði þjónaði áður. — SíldveiÖarrar. Undirbúningur er nú mikill til síldveiða á Vest- fjörðum og verða þær reknar þaðan frá miklu fleiri stöðum en áður og í stærra stíl, bæði af Jnnlendum mönnum og Norðmönnum, cr halda úti.2 gufuskipum frá hvalveiðastöð- inni í Hesteyrarfirði. Frá báðum göiijlu hvalveiðastöðvunum í Álfta- firði verða og reknar síldveiðar nú, segir Vestri, og að menn héðan úr Rvík, E. Rokstad o. fl., hafi keypt Dvergasteinseyrar-stöðina. — Þrjár síldveiðastöðvar segir blaðið að séu komnar upp á ísafirði. Á Eyjafirði hefir síldar orðið vart í reknet úti fyrir firðinum, segir fregn af Akureyri 1 gær, og er nú fjörðurinn að fyllast af síldveiða- skipum úr ýmsum áttum. Svíar kvað vera þar miklu fleiri en und- anfarin ár, skip frá ekki færri en 20 sænskum útgjörðarfélögum. — Hafísinn kvað nú vera horfinn að mestu leyti, frá Norðurlandi, eða það hröngl af honum, sem þar var á slæðingi. — Dómur féll nýlega í skaðabóta- máli, er frú M. Zoega höfðaði móti landsstjórninni út af atvinnumissi vegna bannlaganna. Krafðist hún 100 þúsund króna skaðabóta, en landsstjórnin var sýknuð af kröfu þessari. — Steinolía frá Ameríku. Jónatan Þorsteinsson kaupmaður hefir pant að steinolíufarm frá Ameríku og leigt skip til að flytja hann hingað. Flutningsgjald kvað vera 24 kr. á tunnu. — Mannalát. Hinn 13. þ. m. dó í Noregi Björn sonur Þórh. biskups Bjarnarsonar, hinn yngri af sonum harfs tveimur, áður bústj. hjá föð- ur sfnum í Laufási, hér við bæinn, efnilegur maður og vel látinn. Hann var á ferð um Noreg ásamt tveimur öðrum ungum mönnum héðan, til þess að kynnast þar búskap. Farbréftil íslands. Þeir, sem eru að hugsa um, að ferðast til Islands f haust, ættu að festa sér pláss með skipum Eim- skipafélags íslands sem fyrst. GULLFOSS kemur til New York snemma í September. GOÐAFOSS kemur snemma í okt- óber. Skipin sigla þaðan beina leið til Reykjavíkur fyrir vestan allar stríðs stöðvar. “Marconi wireless” útbúnaður á skipunum- Farseðill á fyrsta farrými frá New York til Reykjavíkur er 250 kr. og á öðru farrými 150 kr.. Eg get selt far- bréf ef vill alla leið frá Winnipeg, eða þeim, sem lifa fyrir sunnan Bandaríkjalínuna — með skipunum að eins. Stór hópur er nú þegar bú- inn að biðja um pláss á skipunum. Um farbréfakaup eða aðrar upp- lýsingar ferðinni viðvíkjandi skrif- ið eða finnið — ARNA EGGERTSON, umboðsmann Eimskipafél. íslands, 302 Trust & Loan Bldg., Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.