Heimskringla - 17.08.1916, Blaðsíða 5

Heimskringla - 17.08.1916, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 17. ÁGTjST 1916 HEIMSKRINGLA BIJS. L Þeir eru stórkaupmenn, stórbænd- ur, verkveitendur, byggingameistar- ar, eiga sölutorg, verzlunar stórhýsi, íögur heimili, og sumir sumarbú- staði að auk; bifreiðar og alt, sem lýtur að auknum lífsþægindum Peir takast langar ferðir á hendur til að skoða heiminn, og hafa auk heldur sent stórfé til hjálpar gamia landinu heima. Þetta er lauslegur samanburður á þvi sem var og er viðvikjandi efna- hag íslendinga hér. Þetta alt hefir Manitoba lagt okk- ur af mörkum! í félagsiífi fylkisins var okkar þátt-taka engin framan af árum. Við vorum inállausir útlendingar, fáránlegir til fara. Sem þjóðflokk var snemma tekið eftir þrem einkenn- um hjá oss. Þau voru: 1. Námfýsn. 2. Enginn íslendingur leltaði nokkurntíma hjálpar hjá þvl opinbera. 3. Og afskiftaleysi í opinberum málum. Landinn var þar eins og Sveinn dúfa: — “hann gekk sína beinu braut og bjóst við skárri tíð!” Upp úr barnaskólanum fóru ung- lingarnir inn á háskólana, og upp úr háskólunum fóru þeir með verð- launafé og medalíur. Hærri skólar hér sóttust eftir ís- lenzkum nemendum, af því þeir juku orðstír þess skólans, sem þeir voru við, og unnu honum inn heið- ur. / I mörg ár gáfu íslenzku nemend- urnir sig eingöngu við bókum og sneiddu algjörlega hjá félagslífinu og íþróttum öllum. Þeir unnu verð- laun, en þeir töpuðu félagslyndinu og eyðilögðu lífskraftana með inni- setum og lestri. A siðari tímum hafa íslenzkir nem- endur minna hirt um medalíur, cn meira um fþróttir og aðrar listir. Þeir hafa látið dragast inn í félags- skap stallbræðra sinna og haft meira samneyti við yfirmerm og kennara. Eldra fólkið hristir höfuðið og segir, að yngra fólkið sé bara að sleppa sér út í sollinn, og að það sé hætt einu sinni að ná í nokkuni hlut á skólunum. En þessi breyting bendir ei.n uigis á það, að íslenzki eintrjáningsskap- urinn er að hverfa, og að þeir, sem á undan ganga, eru að skifta uin mælikvarða. Þeir sjá, að íslending- um getum við aldrei orðið til sóma í þessu iandi, nema með því eir.a móti, að við stöndum hátt hér í öll- um málum. Til þess að við getum það_ þurfum við á öllum þeim vopn- um að halda, sem okkur eru iögð í hendur. Áður fyrri borguðum við jafn hátt skólagjald og nú, — grip um lærdóminn, sem fékst þar, en færðum okkur ekki í hag mentun- ina og siðfágunina, sem fæst af samneyti við mentamenn og konur. Líka gengum við algjörlega fram hjá íþróttum og æfingum, af því við höfðum ekki glöggvað okkur á, hvaða mismun það gjörir að vera hraustur og lireinlegur að útliti, og djarfur og ákveðinn í framkomu. Gömlu landarnir skiidu þetta bet- ur — þeir héldu stórveizlur og margra daga þing. Þangað sóttu konur og karlar, ungir og gamlir. Bækur voru ekki um hönd hafðar, en samræður, sögur og söngvar höfðu sín áhrif. Þeir yngri hlust- uðu og sömdu sig eftir þeim eldri í tali og látbragði. Skylmingar, glím- ur og ýmislegt fleira hélt við góðri heilsu og stæltum vöðvum. Afleiðingin var sú, að þegar Is- lendingar fóru utan, þóttu þeir af- bragð annara manna að atgjörvi og hreysti. “Setti konungur hann hið næsta sér”, segja gömlu sögurnar, og ber ekki á öðru en að landinn hafi kunnað að haga sér. Þó ykkur finnist hafa verið aft- urför hjá íslenzku mentafólki hér um nokkur síðastliðin ár, þá • er það ekki svo. Það er að eins verið að víkka námshringinn til þess að fara út á fleiri nýjar brautir. 1 félagslífi fylkisins hafa Manitoba íslendingar aldrei staðið betur en nú! Urmull af íslenzkum piltum og stúlkum eru háskólakennarar. Tveir íslendingar eru í fylkisstjórn, ann- ar í ráðherrasæti, og er það fyllilega okkar skerfur eftir fólksfjölda. Einhver lærðasti íslendingur í vísindum, Dr. Thorbergur Thor- valdsson, er fæddur og uppalinn hér í fylki. Eyrsta L«lenzk stúlka í heimi, sem hefir útskrifast af há- skóla, María Anderson, er uppalin 1 Manitoba. Eini heimskautafarinn, sem íslendingar hafa átt og frægur er um allan heim, er fæddur í Mani- toba.Þeir einu tveir Rhodes Schol- ar’s, sem íslendingar eiga, eru Mani- toba piltar. Islenzkar konur hafa nú í ár gengið í fyrsta sinn sem heild í samband við hérlendar kon- ur; það er félagið, sem nefnist: “Dætur Bretaveidis”, og er það stórt spor í framfara átt. íslendingar hafa einnig sýnt það, að þeir þora enn sem fyrri að her- væðast, berjast og deyja, ef þörf gjörist. Allar bygðir Islendinga hafa þar lagt gé.ðan skerf til; en það munu tiltölulega flestir vera úr þessu fylki. Það er sérstaklega tvent, sem hef- ir hamiað íslendingum frá þátt- töku í félags- og stjórnmálum: — Þeir hafa ekki lagt sig eftir opin- berum málum; og þeir skilja ekki ennþá yfirleitt, að við erum ekki út- lendingar hér! Yið eigum þetta fyiki jöfnum höndum við alla aðra sem hér búa. Við höfum liðið súrt og sætt að okk ar parti við að byggja það upp eins langt og komið er, og við eig- um með að okkar parti að segja, hvernig þvf skuli stjórna. En við megum aldrei missa sjón- ar á því, að til þess að geta verið leiðtogar, en ekki undirtyllur, verðum við að vera sérfræðingar í hverri grein. Við verðum að vera jafningjar meðbræðra okkar hér og fslendingar að auk, — það gefur okkur vinninginn. , Thomas H. Johnson er ekki ráð- gjafi opinberra verak af því að Manitoba fylki hafði hugsað sér að hafa nú bjartleitan íslending í þessu sæti, heldur af því, að hann skaraði fram úr flokknum, sem hann fylgdi, að andlegu og líkamlegu atgjörvi.— Vilhjálmur Stefánsson var ekki kost- aður af stjórninni til ferðar norður í hafsauga af því hann var Islend- ingur, heldur af því, að hann er hugdjarfur og er sérfræðingur í sinni grein. — Sama má segja um Dr. Thorberg Thorvaldsson; hann er ekki yfir vísindadeild Saskatche- wan háskólans nema fyrir það eitt, að hann er sérfræðingur í þeirri grein og skarar langt fram úr. Hvað við kemur afstöðu kvenna í fylkinu eftir þessa breytingu, sem á er orðin, hefi eg lítið að segja. Eg á ekki von á neinum hroða svift- ingum. Eg gæti búist við, að menn- irnir, sem hræddir voru um, að þeir þyrftu að standa við þvottabalann og passa börnin á meðan konan færi á kjörstaðinn, yrðu fyrir von- brigðum. Okkur er brugðið um þekkingarleysi, en við vitum ailar undantekningariaust, að engum karlmanni er trúandi fyrir að þvo þvottinn, svo nokkur mynd sé á! Konur hafa flestar alt að læra í pólitískum málum. Eg er sérstak- lega metnaðargjörn fyrir íslenzkar konur, og vil að þær taki sig snemma í vakt, svo að þær standi framarlega f röðinni.. Að endingu vil eg minna íslend- inga á, að við erum fámenn þjóð með lítinn orðstír, og að hvert sinn sem eitt okkar skarar fram úr, gjör- um við heiidinni léttara og bjartara lífið. Og aftur á sama máta kastar hver íslenzku ódrengur skugga á okkur öll. Svo vil eg biðja alla íslenzka menn og konur sem í fylki þessu búa, að reynast Manitoba eins vel í framtíð- inni eins og Manitoba hefir reynst þeim það sem af er! Heiður sé stjórninni, sem situr að völdum, fyrir fljóta og góða fram- kvæmd í kvenréttindamálinu! Gjörningar í Asíu. Eftir Morton Fullerton. Það er eins og hvflt hafi einhver huliðsblæja yfir öllu því, sem gjörst hefir í vesturhluta Asfu eiginlega í mörg ár; því að mörgum árum áð- ur en stríð þetta byrjaði, vissi allur þorri manna eiginlega ekkert um það, sem þar var að gjörast. Fyrir nokkrum árum fór Vilhjálmur keis- ari til Miklagarðs og þaðan til Jerú- salem; en fáa og því nær engan grunaði, hvað undir ferðinni bjó,— en hún var fjarri því að vera þýð- ingariítil Svo fóru menn að heyra um vináttu Vilhjálms og soldáns í Miklagarði, og seinna fóru menn að heyra einhverjar fréttir af Perslandi. — En menn vissu óglögt hvað það var og óglögt um ríki Tyrkja í Asíu, og var því ekki von að menn gæfu þessum fregnum mikinn gaum. Eins heyrðu menn um eioþverja járn- brautarbyggingu einhversstaðar f Asíu. En þær voru nú orðnar svo mai'gar þessar járnbrautir, að það gjörði lítið til, hvort þar var einni brautinni'fleira eða færra, hugsuðu menn. Reyndar hafði þar aldrei komið járnbraut áður, en það vissu menn ekki um. Og svo hugsuðu menn um Rússann, að hann væri að vaða inn í Persaland. En Rúss- inn var þessu vanur, og menn at- yrtu hann fyrir harðstjórn og kúg- un og flest það sem ilt var, og svo hættu menn að liugsa um það. En svo kom Bretinn þar einhversstaðar að sunnan, með ágirndina og fé- græðgina, hugsuðu menn, rétt eins og hann var vanur. Og menn hugs- uðu sér, að það væri mátulegt, að þeim lenti saman Rússanum og Bretanum út af slátrinu í Pérsíu.— Þar var hvorugur tilsparandi. Þetta var hugsun fjölda manna fyrir 10 til 20 árum. 'En þó var það naeiri hluti manna, sem gaf þcesu engan gaum og létu sig engu skifta, ef að þeir einm sinni á ári hugsuðu eitthvað um þetta. En þessi persnesku spussmál erú eiginlega mörg þúsund ára gömul, og margir hlutir og merkir gjörðust þar í þeim löndum áður en forfeður vorir komu til Norðurlanda, þegar Persaland og landið milli fljótanna var miðbik heimsmenningarinnar. Og nú eru 2,300 ár síðan þeir Cyrus og Tissafernes voru uppi; en þá var öil hin forna menning þar eystra að líða undir lok. En leiðin vestur úr þessu landi forna og frjósama iandi, hinu ó- kunna landi undranna og sagn- anna; landinu, þar sem aldingarð- urinn Eden átti að hafa verið; land- inu, þar sem örkin Nóa strandaði á fjallinu Ararat; landinu, þar sem hinn mikli veiðimaður og fursti Nimrod átti ríkjum að ráða; landi hinnar heimsfrægu drotningar Sem- iramisar og Sardanapals; — leiðin út úr þessu landi leyndardómanna liggur nú þar sem hún lá fyrir 2,300 árum og er lítið breytt ennþá. Það var árið 401 fyrir Krist sem Xenophon kom hana með þessa 10 þúsund Grikki sína, er hann var að koma heim til Grikklands eftir bardagann við Cumaxa, lengst suð- ur f Mesópótamíu. Hann fór norður undir Vansjó, um Bitlis og Erzerum og þaðan norður yfir fjöllin til Tre- bizond, og rétt austan við borg þá eru vellir nokkurir, sem kendir eru við hann og kallaðir eru: “Herbúð- ir Xenophons”. Inn á þenna sama veg, norður í Alpafjölium Litlu-Asíu, sem svo kallast af mörgum, koma Rússar núna 1915, og hefðu að líkindum komið tveimur árum fyrri, ef að Sir Edward Grey hefði ekki fengið eins mikla mótspyrnu á þingi Breta, er hann vildi koma á samvinnu milli Breta og Rússa þarna austur frá ár- ið 1912. Enda hefði stríð þetta kan: ske aldrei verið byrjað, hefðu menn af fávizku sinni ekki staðið á móti tillögum Grey’s Eftir að hafa lesið alt um mcð- ferð Þjóðverja á Belgum og Serbum, liafa menn eðlilega ætlað, að ómögu- legt væri að fremja verri og sóða- legri glæp gagnvart mannkyninu, en þeir unnu á þessum stöðvum. En annaðhvort með leynisamtökum frá Berlin eða spanaðir til þess frá Ber- lin, liafa Ungtyrkjarnir í Mikla- garði ráðist í enn verri svívirðingar og miklu blóðugri, en þessar, sem Þjóðverjar frömdu á Beiguin og Serbum. Það var í marzmánuði árið 1915, sem Tyrkjastjórn byrjaði á þessu fyrirhugaða og nákvæmlega úthugs- aða og niðurraðaða starfi sínu, að uppræta algjörlega alla hina armen- isku þjóð í Tyrkjalöndum. Og á 6 mánuðum voru þeir búnir að drepa niður eina milíón Armeníumanna, karia, konur og börn. Jafnvel páf- in sjálfur, á stóli drottins í Róma- borg, gat ekki annað en fylst hryll- ingar og skelfingar ■ yfir framferð þessari. Og er honum þó líkt varið og hinum grísku guðum á Olymps- tindi, að hann lætur kvalir þjóð- anna og framferði berserkjanna lít- ið raska ró sinni, og þvær hendur sínar líkt og Pílatus fyrrum — og margir hinna lilutlausu stjórnenda nú á dögum. » En áður en nokkurn varði kom refsidómurinn yfir þá hinn 16. febr- úar 1916, þegar Nikulás hertogi tók hina fornu víggirtu borg Erzerum, í miðri Armeníu, og merkið Rússa, með krossi hins heilaga Andrésar, blakti yfir hinum eldgömlu víg- skörðum múranna á köstulum borgarinnar. — Þetta, að Rússar náðu þarna Erzerum, var og er hið þýðingarme.sta atriði í stríði þessu, enn sem komið er, annað en bar- daginn við Marne og nú seinast við Verdun. Og sigur sá, sem Rússar unnu þarna, er einhver hinn mesti sigur hins mentaða heims yfir vilt- um eða barbariskum þjóðum, sem unnist hefir síðan saga mannkyns- ins byrjaði. Þegar Ungtyrkir sögðu Rússum stríð á hendur árið 1914, þá komu þeir til gamla soldánsins Ab- dul-Hamid, sem er lifandi ennþá, og spurðu hann, hvernig honum litist á þetta. En hann svaraði stuttlegaT — “Þið eruð að spila út seinasta trompinu. Þið eigið á hættu, að tapa annaðhvort Miklagarði eða Bagdad. En hvorri stórborginni, sem þið tapið, þá er Tyrkjaveldi um leið gjörsamlega eyðilagt”. En hvað sem menn segja um Ab- dul Hamid sem mann, þá má hann ciga það, að hann var hinn mesti stjórnmálamaður, sem Tyrkir liafa átt . Hann þekti Evrópu. Hann vissi, að Tyrkir voru dauðadæmdir, ef að þeir snerust á móti Banda- mönnum. Ríkið var þá svo gott sem hrunið. Alslava-samband og alríki Þjóö- ‘ verja. Nokrum mánuðum áður en strið þetta byrjaði, ritaði eg (segir Eul- lerton) um Slava (Rússa) og Þjóð- verja, og gat þess að væri veldi Tyrkja eyðilagt, þá væri um leið friðinum slitið í heiminum. Því að í mörg hundruð ár hefir það verið skoðun allra stjórnmálamanna Ev- rópu, að hver einasta stórþjóðin í álíuani hafl litið girndaraugum til Tyrklands. Það var skoðun og saniv KANADA Sem gjafvaxta mær engum manni kær hún mændi fram á leið, MeS villimannsskart og metfé margt hún mannsins hvíta beiS, MeS augúnum blá um síSir sá aS siglandi kom hans skip, Og þaS var sem glans upp af höfSi hans og hátignarblær á hans svip. Og hæversk og stilt hún var, en vilt, í vináttu föst og heil, AS var hennar ást svo einlæg sást, en aldrei hálf né veil, Hún faSmpSi hann sinn hvíta mann, fann hjörtun saman slá, Hún opnaSi barm og hug og hvarm og heiminn allan sá. Hann batt henni krans úr kornstangafans, en kórónu úr lárviS sér, Því kongsson var hann sem þar kongsdóttur fann — þar kongsríki siSan er. Þau framleiSa auS og blóm og brauS og brúa dauSans hyl Og þeirra höll er um víSan völl, meS vorblíSu ljós og yl. Þau ala’ upp börn sín áframgjörn meS einkunn tigins manns, En þeirra trygS er á bjargi bygS viS bræSur og móSur hans; Sé vopni beitt þau öll eru’ eitt, þau erfSu hetjumóS Úr föSurætt, sem aldrei rætt skal upp, þó fjari blóS. Og kær er hún oss sem kærast hnoss hún Kanada móSir vor Og lífsins dyr verSa luktar fyr en liggi á burt vor spor. I sókn og vöm þaS sýnum viS börn, aS séum af stofni grein! Þó greini oss- mál, oss sameinar sál, sem söm er jafnan og ein GUTT. J. GUTTORMSSON. færing hinna mentuðu manna, að Tyrkinn yrði að halda veldi sínu og trú sinni, annars gieypti einhver stórþjóðin þá og yrði svo yfirsterk- ari öllum hinum. Þess vegna hafa Bretar og Frakkar verið að halda lffinu í þeim, þó að Tyrkir væru öll- um jafn lciðir. En nú á seinni tím- um er farið að skifta búinu, og þá um leið linekkja Mahómetstrúnni. Frakkar byrjuðu það fyrst í Algier og Morocco og Tunis, á norður- ströndum Afríku; Bretar tóku sinn skerf í Egyptalandi; Italir núna seinast í Trípóli, eða ströndinni milli Frakka að vestan og Breta eða Egyptaiands að austan. En í sein- ustu Balkanstríðunum hafa Slav- arnir í Balkanlöndunum náð góð- um bitum þar af löndum Tyrkja, og Rússarnir í Litlu-Asíu, suður af Kákasus hafa, einnig matað krók- inn,- Og nú sterymir flóðið þjóð- anna yfir löndin Tyrkja: Bretar, Slavar, Þjóðverjar og ítalir. Og öll stjórnmálastefna Breta og Frakka miðar að þvf, að hjálpa sem mest hinum slavnesku þjóðflokkum í Balkaniöndunum, og iofa Rússum að þroskast og eflast sem mest á kostnað Tyrkjans, því að þá mynd- ist Alslava-samband, sem verði góð- ur bjargvættur bæði Breta og Frakka inóti hinu volduga sam- bandi, sem Þjóðverjar eru að koina á fót. Þá að eins geti þessar tvær' þjóðir, Bretar og Frakkar, verið ó- hræddar um líf sitt og tilveru og lifað í ró og friði.- Og ef að liessar huginyndir hefðu I verið vakandi hjá hinum vestlægu þjóðum Evrópu, þá hefðu Serbar aldrei verið fótuin troðnir og reknirj af óðulum sínum, og hraktir ofan á strendur Albanfu, þar sem Bretar' tíndu þá upp og fluttu yfir til' Corfu. En liær voru aldrei nógu skýrar fyrir mönnum, þó að stjórn-, málamenn Breta og Frakka væru farnir að sjá þetta undir það síð- asta. Bretar og Rússar liafa lengi verið andstæðir hvor öðrum, og þegar Rússar árið 1877 voru búnir að vaða yfir alt Tyrkjaveldi í Evrópu og mikið af Armeníu og voru á friðar- stefnu í San Stefano, skamt frá Miklagarði, þá voru herskip Breta komin inn í Marmarahafið, og það vildi Tyrkjum til lífs í það skifti. , Bretar og Frakkar höfðu einlægt' verið svo hræddir við Rússann, síð-| an á dögum Napóleons mikla, ogl þeir voru lengi að sjá það, aö með j þessu móti voru þeir einlægt aö styrkja Þjóðverja. En augnamið Þjóðverja hefir í langa tfð verið það. að gjöra Slavana ]iýzka og Tyrki prússneska. Þessu gátu þeir haldið fram og gjörðu það meðan Rússar og Bretar horfðust ýlgdir í augu yfir Miklagarð og Hellusund, á landamærum Afgiianistan og í skörðum Himalaya fjalla. En síðan lávarður Grey tók við stjórn utan- rikismálanna hjá Bretum er þetta alt orðið breytt; allur hinn fyrri fjandskapur og grunur er horfinn, og nú vilja báðir, Bretar og Rússar hjálpast að og hlaða garðinn, sem stýflar flóðið þýzka áður en það veltur yfir allan heim. Bretar og Rússar vakna...... Þegar Ungtyrkjarnir hurfu frá stjórnarstefnu Abduís gamla Ham- ids og fóru að láta að kjassmálum og blíðulátum Vilhjálhis keisara, þá fóru flestir stjórnmáiamenn Breta að sjá, hvar fiskurinn lá undir steini. Þeir féh-u að opna augun og sáu þá. hvað spursniál þetta var stffrt, svo stórt, að það snerti ailan heiminn þegar Þjóðverjar voru þar komnir suður og héldu f taumana með margfalt sterkari höndum, margfalt meiri áhuga og lausir við alla samvizku o'g tilfinningu fyrir réttindum annara. En þegar strfðið byrjaði, þá var blæjunni gjörsamlega lyft frá aug- um Rússa, hafi hún nokkurntíma byrgt sjónir þeirra, og þeir sáu bet- ur en nokkru sinni áður, hversu mikils virði Mikligarður var. Ekki einungis fyrir þá sjálfa, heldur og fyrir Þjóðverja, ef að þeir næðu þeim stöðvum. ‘Heimsveldið fylgdi Miklagarði, ef að Þýzkir næðu staðnum. (Niðurlag næst). fslenzk glíma Iítilsvirt af nefnd íslendingadagsins. Það hefir alla reiðu verið ritað um íþróttir Islendingadagsins af tveim- ur vel þektum möilnum hér í Winni peg. Annar liefir birt töflu yfir vinn- inga í flest öllum íþróttum, er þar fóru fram. En hinn hefir gjört ýms- ar athugasemdir, og ætla eg að beina línum þessum í þá átt. Þeir voru fimm glímumennirnir, er þátt tóku í íslenzku glímunni í sumar. Fjórir af þeim fimm eru vel þcktir'glímumenn liér í Winnipeg, og hafa oft sýnt ágæta glfmu. Fyrst byrjaði nefndin starf sitt með því, að láta glímumennina bíða snöggklædda í nærfelt klukkutíma eftir dómnefnd f þeirri íþrótt. Sú nefnd var skipuð þremur mönnum, þeim: Ásmundi Jóhannssyni, I’áli Reykdal og Halldóri Metúsalems: sá síðastnefndi virtist vera sá eini. sem liafði 'nokkurt inngrip í íjirótt- ina, en var svo afskiftalaus, að hans þekking kom að litlum notuiii. Hin- ir tveir fyrnefndu virtust alls ekkert inngrip hafa inn í það verk, er þeir höfðu tekist á hendur; enda koin ]>að brátt í ljós, því áður en glíman var hálfnuð. var taflan. sem nefnd- in liafði með höndum og voru mark- aðir á vinningar og tap koppenda, orðin svo ramskökk, að gifmumenn- irnir máttu rekast í því að fá hana iagfærða. Það var margt og margt fleira, sem lýsti vankunnáttu nefnd- arinnar en sem eg ætla ekki að minnast á nú að sinni. Annað meistarastryk, sem Islend- ingadagsnefndin gjörði, og sem iýsti hugulsemi hennar gagnvart ís- lenzkum glímum, var það, að hún lét glímumennina glfma á gamla pallinum f sýningargarðinum, sem er rekinn saman úr óliefluðum plönkum, sem allir eru orðnir orpn- ir, svo egg-hvassar raðir vita upp. Og var það mildi mikil, að glímu- mennirnir skyldu ekki lmilestast eða stórslasast. Þótt fötin væru rif- in og þeir skaddaðir talsvert, virt- ist nefndin ekki bera mikinn kinn- roða fyrir því. En svo kórónaði hún sína heiðar- legu framkomu með því, að aftur- kalla þær medalíur, sem glfmu- mönnunum báru með réttu; og með þvf uppátæki sfnu smánaði hún þessa al-íslenzku í]irótt á þann lubbalegasta liátt, sem liægt var. Þótt auðvitað að nefndin, til þess að breiða ofan yfir skammir sínar, j byði glímumönnunum vörurusl, í j staðinn fyrir medalíurnar; þá var ' ]>að svo smánarlegt boð, að glím.u- : menn sendu bréfin til nefndarinnar og afþökkuðu boðið, og þar með endaði nefndin sína heiðarlegu og háttpriiðu framkomu gagnvart ís- lenzku glímunni. Ari G. Magnússon. Skáldið okkar og málarinn Þorst. Þ. Þorsteinsson, sem aliir lesendur blaðsins liekkja, auglýsir nú í blað- inu, að hann máli og stækki myndir af mönnum og iandslagi, og hvcrju sem vill. fyrir svo sanngjarnt verð, sem liægt er að hugsa sér. Ilann er fæddur máiari Þorsteinn og er mörg- um kunnur bæði fyrir skrautritun sína og myndagjörð. Menn geta séð málverk eftir hann í húsgagnabúð Halldórs Metúsalemssonar á Sar- gent Ave. Og hér á skrifstofu Heims- kringlu höfum vér prýöisvel gjörða mynd eftir hann af Gullfossi. Þeir sem smekk hafa fyrir litmyndun eða vilja láta stækka myndir af einum eða öðrum, ættu að koina og sjá myndirnar hans Þorsteins og sjá og tala við hann sjálfan. Canadian Northern Railway System NÝ BRAUT TIL KYRRAHAFS OG AUSTUR CANADA Gegnum Jasper og Mount Robson Parks og Jellowhead Pass. Gegnum lægsta skarðið. Framhjá liæstu fjöllunum! Bein- asta línan, sléttasta brautin, nýjasti lesta-útbúnaður og beztu útsjónar-vagnar. Kurteisir vagnstjórar og lestaþjónar, — allir samtaka að gjöra yður ferðalagið sem ánægjulegast. Skemtiferíir til Kyrrahafsins FARBRÉF til sölu daglega til 30. september- Gilda til 31. október, og má standa við hvar sem er á leiðinni. BRA1ITIR—Farbréfin gilda á Canadian Northern báðar leiðir, eða Canadian Northern aðra leið og öðrum línum til baka, eða á um línum vestur og Canadian Northern til baka Skemtiferðir til Austur Canada Á járnbraut alla leið eða yfir stórvötnin. FARBRÉF til sölu daglega til 30. september. Góð í 60 daga. Má standa við á leiðinni hvar sem er. BRAUTIR—Má fara báðar leiðir yfir stórvötnin, ef vill. JÁRNBRAUT—Yfir nýju Canadian Northern brautina ti.l Toronto og Austur-Canada, framhjá Nepigon vatni og gegnum mílu eftir mílu af fögru vatna-landi. Alveg eins svalt og hress- andi og að íara yfir stórvötnin, — og fargjaldið lægra- Nýjir berbergis útsjónar-vagnar. Spyrjið agentinn eftir öllum upplýsingum og myndaþókum voruiii, eða skrifið R. Creelman, Gen. Pass. Ag«nt, Canadian Northern RaMway, Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.